Vísir - 01.12.1939, Qupperneq 2
V i « I R
VlSIB
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hveifisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377.
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Fullveldis-
dagurinn.
H INN 1. desember liefir verið
hátíðisdagur íslenskra stú-
denta síðan 1918. Að þessu sinni
hefir hátíðahöldunum verið
aflýst. Fullveldisdagurinn verð-
ur haldinn í kyrþey. Öllum er
kunnugt um ástæðuna til þess
að mannfagnaður er látinn nið-
ur falla. Flestir munu sammála
um að það hafi verið viðeig-
andi. Þeir atburðir gerast nú,
að íslendingar geta ekki verið
ósnortnir. Ógnirnar dynja yfir
þjóðirnar hverja af annari. Á-
standið er ekki ósvipað þvi, þeg-
ar drepsóttir geysa. Nokkrir
hafa þegar orðið pestinni að
bráð. Aðrir eru milli heims og
helju. Við vonum að einangr-
unin verji okkur sýkinni. Við
getum ekkert vitað um það. Við
vitum það eitt, að ýmsir þeir,
sem fyrir slcemstu stóðu tein-
réttir, ekki síður en við, eru nú
bugaðir. Við höfum samúð með
þessum þjóðum og viljum að
sú samúð komi í ljós. Þessvegna
er fullveldisdagurinn haldinn í
kyrþey.
Við íslendingar fengum full-
veldisviðurkenninguna að af-
lokinni liinni mestu styrjöld,
sem yfir heiminn hefir gengið.
Sigurvegararnir höfðu þá gert
„sjálfsákvörðunarrétt smáþjóð-
anna“ að kjörorði sínu. Því var
.alment trúað, að liin afstaðna
styrjöld væri sú síðasta, sem
yfir heiminn gengi. Bjartsýnir
menn þóttust sjá nýjan himinn
og nýja jörð. Vopnin voru hætt
að tala. Hin langþráða dagrenn-
ing heimsfriðarins var upp-
runnin. Framvegis mundu
þjóðirnar jafna deilumál sín
með friðsamlegum hætti.
Þannig horfði málum þegar
við fengum fullveldisviður-
kenninguna. Við treystum því,
að hlutleysisyfirlýsing okkar
mundi tryggja sjálfstæði okkar
um allan aldur. Enginn mundi
traðka sjálfsákvörðunarrétti
varnarlausrar smáþjóðar. Fram
að þessu höfum við ekki haft
ástæðu til verulegra umkvavt-
ana. En við vitum það, að
sj álfsákvörðunarréttur smá-
þjóða er um þessar mundir
einskisvirtur, þegar hagsmunir
ýmsra voldugra þjóða eru á
aðra hönd. Atburðir hinna síð-
ustu daga hafa sannað þetta á-
þreifanlega.
Það væri rangt af okkur að
loka augunum fyrir þeirri
hættu, sem yfir vofir á þessari
ógnaröld. Það er ekki á okkar
valdi, hvernig aðrar þjóðir meta
fullveldi okkar. Við vitum það
eitt,að ef við ekki metum það
sjálfir, getum við ekki vænst
þess af öðrum. Þessvegna eig-
um við að kappkosta, að gæta
fengins frelsis á þann hátt, að
sjálfskaparvítum verði ekki um
að kenna, hvað sem í skerst.
Síðan við endurheimtum
sjálfstæði okkar hefir aldrei
verið edns uggvænlegt um að
litast og á þessu 21. fullveldis-
afmæli. Við vitum ekki hvað
framtíðin ber í skauti sínu. En
við eigum að stefna að því í
Axel V. Tulinius, stud. jur.:
' ' "".... .... ' .. ... ■)....—.
Háskólinn,
í dag minnist hin íslenska þjóð þess, að fyrir 21 ári var sjálf-
stæði hennar viðurkent. Þennan dag 1918 endaði — um skeið —
sú barátta um fullveldi landsins, sem staðið hafði nærri þrot-
laust um marga áratugi. Sú barátta hafði að vísu ekki kostað
neinar blóðfórnir, eins og sjálfstæðisbarátta sumra annara
þjóða hefir kostað. En hún hafði samt kostað æfistarf margra
hinna bestu manna þjóðarinnar.
Það hefir alla tið verið viður-
kent, að þeir, sem mest og best
börðust fyrir sjálfstæðinu voru
stúdentarnir. Úr þeirra liópi
komu fltíslir þeir, sem mestu
fórnuðu, þeir, sem voru for-
ingjarnir i þessari baráttu.
Enda var það ofur eðlilegt.
Stúdentarnir voru þeir lands-
inanna, sem best voru mentað-
ir. Þeir öðrum fremur áttu þess
kost að kynnast nýjum straum-
um í menningu og stjórnarfari
Evrópu. En um það leyti, sem
sjálfstæðisbarátta íslendinga
hefst verða hinar miklu bylt-
ingar á meginlandinu, sem á-
hrif höfðu um gjörvalla álfuna,
og steyptu einve'ldinu úr stóli í
hverju Iandinu á fætur öðru.
Vegna mentunar sinnar liöfðu
stúdentarnir einnig best tök á
því, að færa sér þessar nýju
kenningar í nyt og samræma
þær þeim lands- og þjóðháttum,
sem á íslandi ríktu.
Vegna þessa virðist mér ekki
annar dagur betur fallinn til að
svara árásum á Háskóla íslands
og íslenska stúdenta en einmitt
1. desembeT. En nýlega birtist
í einu bæjarblaðanna hér í
Reykjavík grein, þar sem m. a.
var farið háðulegum orðum og
óvirðulegum um Iláskólann og,
stúdenta almeht. Var þar hvort-
tveggja, að bornar voru brigð-
ur á þýðingu Háskólans fyrir
þjóðina og amast við þvi, að
stúdentar fengju ókeypis nám
við skólann og styrld til húsa-
leigu og námskostnaðar og því,
að Háskólinn yrði gerður fjöl-
þættari með stofnun nýrra
deilda við hann.
STOFNUN OG STARF
HÁSKÓLANS.
Skal eg nú reyna að sýna
fram á þýðingu Háskólans í
sinni núverandi mynd og í ná-
inni framtíð, ef hann fær að
þróast áfram óheftur af þeirri
skammsýni, sem nú um noklc-
urt árabil hefir ríkt meðal vald-
hafanna um málefni hans. Enn-
fremur skal reynt að sýna
fram á, að stúdentarnir eiga
fyllilega rétt til þeirra styrkja,
sem þeir fá nú.
Iiugmyndin um Háskóla ís-
lands kemur fyrst fram hjá
Jóni Sigurðssyni á Alþingi 1845
í uppástungu um „þjóðskóla, er
veitt ge'ti svo mikla mentun sér-
hverri stétt, sem nægir þörfum
þjóðarinnar“. Þessi hugmynd
vakir enn fyrir mönnum, er
Háskólinn var stofnaður 1911
eftir langa og þrautseiga bar-
áttu magra forystumanna Is-
lendinga.
Um það leyti Pr svo um-
horfs i þjóðlifi okkar, að þjóð-
in hefir orðið aftur úr flestöll-
um þjóðum hins mentaða
lieims á öllum sviðum. Stafaði
það af aldalangri kúgun er-
lendrar þjóðar. En hún er að
rétta úr kútnum. Hún er í þann
veginn að slíta af sér þessa
hlekki. Hún geysist fram á öll-
um sviðum menningar og at-
hafnalífs, og er á leið til and-
legs, atvinnulegs og stjórnmála-
Iegs sjálfstæðis. Og hún skilur,
smáu og stóru, að við getum
tekið hverju sem að höndum
ber eins og sá einn getur, sem
veit, að hann hefir gert skyldu
sina. a
AXEL V. TULINIUS.
að það e'r sjálfstæðismál lienn-
ar, að eignast innlendan há-
skóla, sem fyrst og fremst full-
nægi brýnustu þörf hennar á
mentamönnum. Hún skilur það,
að hverju þjóðfélagi er nauð-
syn þess að mehta sjálft ein-
bættismenn sína, lækna, lög-
fræðinga og presta.
Um læknana þarf ekki að
fjölyrða. Allir viðurkenna gildi
þeirrar stéttar fyrir þjóðfélagið.
Og til þess að sýna, að hver
þjóð telur hentast að menta
lækna sína sjálf, skal eg benda
á það, að hjá sambandsþjóð
okkar Dönum fær enginn rétt
til lækninga, nema að liann taki
fullkomið próf í læknisfræði í
Danmörlcu, þótt hann hafi á-
gætt læknispróf annarsstaðar
frá, Svo mun einnig vera liáttað
hér.
Um lögfræðinga er það að
segja, að lögin eTu svo mismun-
andi í landi hverju, að einsætt
er, að um mentun manna til
að gæta laga og réttar hérlend-
is, er nú á tímum óhugsandi að
veita þeim erlendis. Hinsvegar
er liverjum manni Ijós þörf
þjóðarinnar á þessum mönnum,
því undirstaða alls menningar-
lífs og þess yfirleitt, að menn
ge'ti lifað í sama landi fleiri en
einn, hlýtur að vera lög, reglur
um breytni manna, hvers
gagnvart öðrum. En það er ein-
mitt hlutverk lögfræðistéttar-
innar að halda þessum lögum
í heiðri, skýra þau og dæma
eftir þeim, ef þau eru brotin.
Um prestana eru slcoðanir
skiftari. En þó virðist svo mik-
ill hluti þjóðarinnar vilja við-
halda kristinni trú á landi hér,
að einsætt er, að kröfum hennar
um mentaða menn til að gegna
hlutverki kennimanna verði að
fullnægja. Aulc þess er ótalið
hið mikla hlutverk prestanna,
að bæta siðferði manna og veita
ahne'nna mentun, sem svo
margir góðir prestar íslenskir
hafa af höndum Ieyst.
Ilin fjórða deild Háskólans er
heimspekideildin. Veitir hún
fræðslu i tungu þjóðarinnar,
sögu og fornbókmentum. Virð-
ist mér það auðsætt, að hverri
þjóð, sem varðveita vill ein-
kenni sín, er fyrst og fremst
nauðsyn, að tungu hennar sé
haldið hreinni, að þekking á
sögu hennar og bókmefntum sé
sem best og fullkomnusj. Því
það eru einmitt sterkustu þjóð-
areinkennin, þar sem önnur
svið þjóðlífsins einnig speglast.
Og því fremur er okkur íslend-
ingum þetta nauðsyn, þar sem
við höfum barist til sigurs —
þó ekki sé enn endanlegur —
fyrir sjálfstæði okkar einmitt á
grundvelli sögulegra röksemda
stúdentarnir
og þióðin.
og þjóðernislegra. Og ennfrem-
ur vegna þess, að dýrmætasti
arfur okkar eru bókmentirnar,
sem nærri því eru það eina,
sem við getum bent á sem skerf
þjóðar okkar til heimsme’nning-
arinnar.
Þegar Háskólinn var stofnað-
ur skildi Jijóðin, að Jietla voru
brýnustu þarfirnar, sem full-
nægt var. En til hans var einn-
ig stofnað í Jieim tilgangi, að
hann yxi með þjóðinni og full-
nægði fleiri og fleiri þörfum
hennar. Og í þeim tilgangi, að
hann legði, er tímar liðu, sinn
skerf til hinna aljijóðlegu starfa
sem eru ein aðalundirstaðan
undir menningarlífi lieimsins.
En sá ske’rfur Háskóla íslands
getur best orðið á sviði norræn-
unnar með því að liann verði al-
heimsmiðstöð norrænna fræða,
og frá honum komi þær rann-
sóknir, sem bera þau fræði
uppi.
GILDI HÁSKÓLA-
MENTUNAR.
Mér virðist þetta, sem hér
hefir verið sagt, nægja til að
sýna fram á þýðingu þeirra
manna fyrir þjóðfélagið, sem
nú fá mentun sína við Háskól-
ann. En hvers vegna þurfa þeir
einmitt að fá háskólamentun?
Því er fljótsvarað. Vegna þess,
að reynslan, bæði okkar og
aldagömul reynsla annara
Jijóða segir, að Jieir, sem slíka
mentun fá, —- leggja stund á
nám í um og yfir tug ára í æðrí
mentaslofnunum, — eru marg-
falt betur færir um Jiað, að
gegna ábyrgðarmiklum stöðum,
enaðrir. Því sú ahnenna mentun
sem menn fá fyrir háskólanám-
ið, og er skilyrði Jiess, að þeir
fái yfirleitt inngöngu í liáskóla,
skapar Jiá víðsýni, J)á siðfágun,
se'm gerir þeim kleift að bera
áliyrgðina á erfiðu og vanda-
sömu starfi, svo Jieir ekki kikni
undir. Og Jiað eru einmitt Jiess-
ir sömu eiginleikar, sem ollu
J)vi, að Jiað voru stúdentar, sdn
mestan Jiátt áttu í Jiví, að sjálf-
stæðisbaráttan var farsællega
til lykta Ieidd um sinn, eins og
fyr var getið.
AÐBÚÐ HÁSKÓLANS.
En hvernig hefir svo verið
búið að Háskólanum þessi 28
ár, sem hann er búinn að
starfa? Á þessu árabili hefir
þjóðlíf okkar tekið þeim stór-
stígustu framförum, sem dæmi
eru til í sögu okkar, ef til vill
einsdæmi í veraklarsögunni. Á
öllum sviðum höfum við kepst
við að ná því, se'm við liöfðum
orðið aftur úr á kúgunartíma-
bilinu. Og á mjög mörgum
sviðum liefir þetta telcist. Fyrst
og fremst má geta Jiess, að nú-
tíma tækni í atvinnulífi þjóðar-
innar hefir verið tekin upp i
mjög ríkum mæli. Og hin
aukna og fullkomnari verka-
skifting nútímans he'fir rutt sér
til í’úms hjá okkur. Hvarvetna
annarsstaðar hefir afleiðing
þessara fyrirbrigða einnig kom-
ið fram á háskólunum. Þeir
hafa orðið fjöljiættari og full-
komnari. Þeir hafa gripið inn á
fleiri og fleiri svið lífsins. Og
allir eru sammála um það, að
blessun liefir fylgt þessari
auknu starfsemi háskólanna.
En Háskóli íslands hefir ekki
orðið þessa aðnjótandi. Hann
er aðeins sömu 4 deildirnar og
1911. —
Þetta má heita eðlilegt hvað
snertir fyrstu árin. 15—20 ár
eru ekki langur tími í sögu eins
háskóla. Og háskóli okkar
þurfti að vaxa sig sterkan á
þeim sviðum, sem hann fyrst
náði yfir. Og allar Jjessar fjórar
deildir hafa fylgst með tíman-
um og fullkomnað kenslu sína
í samræmi við kröfur hans. En
við áttum svo stóran áfanga
framundan, að betra hefði ver-
ið að byrja fyr að láta Háskól-
ann fylgjast með framþróun
Jijóðfélagsins. En stjórnarstefna
valdhafanna undanfarinn ára-
tug hefir verið Háskólanum
fjandsamleg. Þeir hafa reyrt
liann í bönd skammsýni sjálfra
Jjeirra og varnað honum eðli-
legra framþróunar. Hann býr t.
d. við bráðabirgðahúsnæði það,
sem honum var ætlað 1911. Og
það er ekki þeim að þakka, að
hann nú bráðlega fær betra og
veglegra heimili.
Ekki er mér fullljóst, hvað
valdið liefir þessari skammsýni.
En ef til vill er orsakarinnar að
leita í þessum ummælum liins
fyrsta rektors Háskólans,
Björns M. Olsen, er hann mark-
aði stefnu Háskólans við fyrstu
setningu lians:
„Markmið háskóla er fyrst
og fremst þetta tvent:
1) að leita sannleikans í
liverri fræðigrein fyrir sig — og
2) að leiðbeina þeim, sem
eru í sannleiksleit, hvernig þeir
eigi að leita sannleikans í hverri
grein fyrir sig.
Með öðrum orðum: Háskól-
inn er vísindaleg ransóknar-
stofnun og vísindaleg fræðslu-
stofnun.
í Jiessu sambandi get eg (B.
M. O.) clkki bundist þess, að
drepa á afstöðu liáskólanna við
landsstjórnina eða stjórnar-
völdin í hverju landi fyrir sig.
Reynslan hefir sýnt, að full-
komið rannsóknarfrelsi og full-
komið kenslufrelsi er nauðsyn-
legt skilyrði fyrir Jiví, að starf
háskóla geti blessast.“
Og hefir hið síðasttalda sann-
ast ájireifanlega á undanförn-
um áratug.
En nú er tækifæri til að bæta
úr JjPssu. Háskólinn er í byrj-
un næsta kensluárs að flytjast
í hið veglega hús sitt, sem hann
— með aðstoð velflestra Iands-
manna — sjálfur liefir reist
sér. Og háskólaráðið hefir bor-
ið fram tillögur um stofnun
Jiriggja nýrra de’ilda og starf-
rækslu einnar, sem nú er ut-
an IJáskólans, án þess að það
kosti ríkissjóð einn einasta eyri
til viðbótar. Hefir Jiessum nýju
deildum áður verið Iýst í blöð-
um bæjarins, svo eg skal ekki
Iýsa þeim nánar nú. Aðeins
slcal eg drepa á það, að þær
færa Háskólann meir í sam-
ræmi við kröfur tímans, kröf-
ur þjóðlífs á Islandi eins og Jiað
er nú. Því þær eru í þeim fræði-
greinum, sem allar eru ná-
lengdar atvinnulífinu, viðskifta-
fræði, verkfræði, hagfræði og
náttúrufræði. — Með stofnun
þeirra og starfrækslu færist
starf Háskólans inn á svið at-
hafnalífsins, svið, sem við hing-
að til höfurn orðið að sækja
alla mentun okkar á út fyrir
Iandsteinana. En á þessum svið-
um — eins og svo mörgum
öðrum — hentar sínu landi
hvað, og hjá okkur stendur
einmitt yfir ört landnám á þess-
um sviðum. En einmitt sömu
einkenni háskólamentunar, sem
skapa lienni þá yfirburði, sem
fyr greinir, á öðrum sviðum»
skapa henni einnig í J>essum
efnum kosti, sem gera hana (ef
ekki) nauðsynlega (þá mjög á-
kjósanlega).
F J ÁRH AGSGILDI
HÁSKÓLANS.
Mér virðist með framantöldu
vera sýnt fram á hina mildu
menningarlegu þýðingu Há-
skólans fyrir Jjjóðfélag okkar.
Bæði á undanförnum árum og
nú i dag. Og ennfremur hina
miklu meiri þýðingu, sem hann
getur haft í framtíðinni, ef rétt
er á haldið. En eilt er enn, sem
mér virðist full ástæða til að
athuga, en það er hve mikið fé
landinu hefir sparast merð því
að menta embættismenn sína
og málfræðinga heima en ekki
t. d. í Danmörku, eins og áður
var gert.
Við skulum sleppa lieim-
spekideildinni í Jæssu sam-
bandi, því eg geri ráð fyrir, að
litlu myndi vera til slíks náms
kostað, ef sá hugsunarháttur
yrði ríkjandi, að leggja Háskól-
ann niður, eða ef hann hefði
aldrei verið stofnaður.
í hinum þrem deildum Há-
skólans eru nú við nám ca. 230
stúdentar, J>ar af 114 í lækna-
deild, 93 í lagadeild og 23 í guð-
fræðideild. Er það að vísu ó-
eðlileg aðsókn, t. d. að lækna-
deild. En þó varlega sé áætlað
má gera ráð fyrir að á ári út-
skrifist 11 læknar, 9 lögfræð-
ingar og 4 prestar. Ef við Jiyrft-
um að kosta mentun Jæssara
manna, sem nauðsynlegt yrði,
erlendis þýddi það, að 66 lækna-
nemar, 54 laganemar og 24 guð-
fræðinemar (guðfræðinám í
Danmörku er 6 ár en 4 hér)
yrðu að staðaldri við nám í
Danmörku. Þetta er alls 144
slúdenlar. Uppihaldskostnaður
stúdenta í Danmörku fer ekki
undir kr. 200,00 dönskum á
mánuði í 10 mán. á ári eða kr.
2000,00 á ári. Nú er gengismun-
ur á dönskum og íslenskum
krónum 25%, svo það yrðu kr.
2500,00 ísl. á stúdent á ári. Eða
alls 360 J)ús. kr. á ári.
Við þetta bætist það, að erf-
iðara eða nærri ókleift yrði fyr-
ir stúdenta að gegna sumarat-
vinnu hér heima, svo noklcru
verulegu næmi. Má Jiví gera ráð
fyrir, að ríkissjóður yrði að
styrkja stúdentana um a. m. k.
helming þessa kostnaðar, eða
180 þús. kr. á ári. Þar á ofan
kemur að öll fjárhæðin yrði í
útlendum gjaldeyxi. Svo við
rekstur Háskólans sparast Iand-
inu 360 J)ús. kr. erl. gjaldeyrir
og ríkinu bein fjárframlög um
180 J)ús. kr.
En hvað kostar svo Háskól-
inn? Samkvæmt síðasta ríkis-
reikningi er allur kostnaður við
Háskólann, að meðtöldum þeim
24 J)ús. kr. náms- og liúsaleigu-
styrlc, sem stúdentar fá, rúm-
lega 166 þús. kr. Þar frá dregst
rekslurshalli x-annsóknarstofu
Háskólans, sem vitanlega yrði
ekki minni J)ó engin kensla færi
fram, rúml. 20 J)ús. kr. Alls
kostar J)ví kensla Háskólans og
alt, er henni fylgir, 146 þús. kr.
á ári. Þar er innifalinn allur
koslnaður við heimspjekideild-
ina, allir styrkir stúdenta o. fl.
Það er því í beinum framlögum
34 J>ús. kr. ódýrara á ári að
reka Háskólann með fjórum
deildum, heldur en að kosta
stúdenta til náms í þrem fög-
um, auk 360 J)ús. kr. gjaldeyris-
spamaðar.
Niðurlag greinarinnar birtist
á morgun.
Athygli
skal vakin á ljósmyndum, er
Vignir stillir út í sýningarglugga
i húsi Stefáns Gunnarssonar í
Austurstræti. Eru það alt litaÖar
myndir, teknar viðs vegar af land-
inu og hefir Vignir stækkað þær
og litað.