Vísir - 03.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 03.01.1940, Blaðsíða 2
VISIR ■'mm • wk Rússar hóta Afghanistan, Iran og Irak. Bresk-íranskm1 hernaðarleiðangur undir stjórn Weygands heríoringja ver þessi lönd. EINKASKEYTI til Vísis. London í morgun. Fréttaritari Rómaborgarblaðsins, Messagero, í Dam- ascus símar blaði sínu fregn, sem vekur fádæma at- hygli. Fregnin fjallar um þá hættu, sem Iran (Persía), Afghanistan og Irak er búin af Rússum. Segir fréttarit- arinn, að Bretar og Frakkar hafi um langt skeið að und- anförnu haft opin augun fyrir þessari, hættu eða alt frá því er Weygand, franski herforinginn frægi var send- ur til hinna nálægu Austurlanda fyrir nokkrum mán- uðum, „sérstakra erinda“. Fullyrðir fréttaritarinn, að Weygand eigi að stjórna bresk-frönskum hernaðar- leiðangri, til þess að verja þessi lönd, ef Rússar gera tilraun til þess að ráðast á þau. Veðrið í morgun. í Reykjavík 4 st., heitast í gær 1, kaldast í nótt 1 st. Úrkoma í gær og nótt 1.0 mm. Heitast á land- inu i morgun 5 st., á Horni og Siglunesi, kaldast — 2 st., á Papey. — Yfirlit: LægS fyrir vestan land. — Iiorfur: Suðvesturland til Brei'Saf jarðar : SuÖaustan kaldi. Rigning öÖru hverju. ICristniboðsfélag kvenna hefir fund fimtudaginn 4. þ. m. kl. 4.30 síÖd. í Betaníu. — Konur, mætiÖ! Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 íslenskukensla, 1. fl. 18.40 Þýskukensla, 2. fl. — 19.20 Þingfréttir. 19.50 Fréttir. 20.15 Spurningar og svör. 20.30 Kvöld- vaka: a) Baröi Guðmundsson þjóð- skjalavörður: Um Þorbjörn rindil. Erindi. b) 21.00 Upplestur úr kvæð- um Sigurðar Sigurðssonar frá Arn- arholti. (Bjarni Ásgeirsson alþing- ismaður). c) 21.15 Kvæðalög (Páll Stefánsson). d) 21.30 Blástakka- tríóið leikur og syngur. In nfor otsþj ó€ nr foandtekinn. Lögreglan hefir nú haft hend- ur í hári manns þess, sem inn- brotið framdi í gullsmíðaversl- un Jóhanns Búasonar, Baldurs- götu 8, fyrir jólin. Hinsvegar hefir enn ekki tek- ist að hafa upp á þýfinu, sem var nokkur armbandsúr, karla og kvenna, hálsmen, silfurtó- baksdósir o. fl. Kvaðst þjófurinn hafa búið vandlega urn þetta og falið það í porti bak við Frakkastíg 6, en þrátt fyrir vandlega leit hef- ir þetta ekki fundist. Hafi einliver orðið þessa högguls var, er hann beðinn að tilkynna það lögrtíglunni, eða koma honum til skila til henn- ar. — Engir menn komu þó um borð í Esju að þessu sinni, heldur létu Bretarnir sér nægja að spyrja um ferð hennar, á- fangastað o. þ. h. Var þetta gert með merkjamáli. Síðan gaf herskipið Esju leyfi til þess að halda áfram ferð sinni. Hafði Esja þá tafist við þetta í um 20 mín. Frá bæjarráði. Síðastliðinn föstudag og laug- ardag hélt bæjarráð síðasta fund sinn á árinu 1939. Dagskrá var í níu liðum. Lagt var fram bréf frá Út- vegsbanka íslands og var þar farið þess á leit, að bannað verði að hafa pylsuvagna á gangstéttinni við bankann. Þá var og lagt fram bréf frá lögreglustjóra, ásamt tilhoði frá Tryggingarstofnun rík- isins, um að slysatryggja lög- regluþjóna bæjarins, auk lög- boðinnar skyldutryggingar. — Máli þessu var vísað til hag- fræðings bæjarins, dr. Björns Björnssonar, til umsagnar, svo og bréfi frá Félagi slökkviliðs- manna, um slysatryggingar slökkviliðsins. Þá var lagt fram bréf frá Slrætisvögnum Reykjavíkur lif. með tilkynningu um að félag- ið segði upp samningum um flutninga á lögregluþjónum o. fl. frá 1. jan. s. 1 Þá var bíómálið o. fl. Kvennadeild S.V.I. biður þess getið, að fundi deild- arinnar sé frestaÖ til 15. þ. m. Næturlæknir. Gísli Pálsson, Laugaveg 15, sími 2474. Næturvörður í Ingólfs apó- teki og Laugavegs apóteki. Alþingi í gær voru þrjú mál til um- ræðu í efri deild. Fyrst var tek- ið fyrir frv. um rannsóknar- stofnun í þágu atvinnuveganna við Háskóla íslands. Var þetta mál borið fram í e. d. og búið að ganga gegn um n. d., en vegna breytinga, sem á því voru gerðar, stínt e. d. aftur, og varð nú enn að senda það til n. d. vegna smávægilegrar leiðrétt- ingar. Annað málið var um hlutar- útgerðarfélög. Var umræðum lokið, en atkvæðagreiðslu frest- að. Létu sumir þingmenn í ljós óskir um, að þessu máli yrði vísað til stjórnarinnar. Þriðja málið var frumvarp Bjarna Snæbjörnssonar um stéttarfélög og vinnudeilur. Er gerð nánari grein fyrir þvi á öðrum stað í blaðinu. í neðri deild var fjöldi mála á dagskrá. Meðal þeirra mála, er þar voru til umræðu, var bandormsfrumvarpið. Var það til einnar umræðu í deildinni og ákveðið að bæta við það tveirn nýjum liðum. Annar lið- urinn fjallar um Ferðaskrif- stofu ríkisins (var áður á höggorminum), en binn liður- inn er ákvæði um að fella nið- ur rekstarráðin á þessu ári. Þá var feld tillaga um að taka upp í bandorminn það ákvæði í böggorminum, er fjallar um Hvers vegna Svfnm er einnig hætta biíin af Rússum. Amerískur blaðamaður, Robert Beckman, gerði fyrir skömmu að umtalsefni í greinum sínum, hvers vegna Svíar óttast „rúss- neska björninn“. Fara hér á eftir nokkur atriði úr grein Beck- mans: VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iiristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Sfefna ríkis- stjórnarinnar í verkalýðsmálum. P INS og menn muna bar Bjarni Snæbjörnsson þing- maðurHafnfirðinga fram frum- varp um breytingar á lögum um stéttafélög og vinnudeilur í byrjun liaustþingsins. Frum- varp þetta var fram borið til þess að ráða bót á þeim glund- roða, sem ríkt hefir innan verk- lýðssamtakanna að undan- förnu. Samkvæmt frumvarp- inu er til þess ætlast að ákveð- ið sé með lögum, að aðeins eitt verkalýðsfélag sé starfandi á hverjum stað, að engir aðrir en verkamenn séu meðlimir verkalýðsfélaga og loks, að viðhafðar skuli hlutfalls- kosningar til allra trúnaðar- , starfa í félögunum, ef % hluti félagsmanna óskar þess. Frumvarp þetta hefir legið fyrir allsherjarnefnd efri deild- ar. Minni liluti nefndarinnar (Magnús Gíslason) skilaði nefndarábti 20. des. Leggur hann til að frumvarpið sé sam- þykt óbreytt. Hinir nefndar- mennirnir eru Ingvar Pálmason og Sigurjón Ólafsson. Hefir hvorugur skilað áliti, en nefnd- arálit Magnúsar Gíslasonar ber með sér, að Ingvar hafi viljað samþykkja frumvarpið með nokkrum breytingum, en Sig- urjón fella það. í gær var þetta mál til um- ræðu í efri deild. Bar forsætis- ráðherra þá fram svofelda rök- studda dagskrá í málinu: „í trausti þess, að samningar takist milli fulltrúa þeirra vei'kamanna, sem lýðræðis- flokkunum fylgja, er Ieiði til þess að einungis eitt félag fyrir hverja stétt verði á hverju fé- lagssvæði og að engir aðrir geti gerst meðlimir þess en menn þeirrar stéttar, er félagið er fyrir; ennfremur að hið bráð- asta verði gerðar nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandi Islands til þess, að það verði óháð öllum stjórnmálaflokk- um og trygt verði, að öllum meðlimum félaga sambandsins verði veitt jafnrétti til allra trúnaðarstarfa innan viðkom- andi félags, án tillits til stjórn- málaskoðana, þá tekur deildin að svo stöddu ekki afstöðu til frumvarps þessa og tekur fyrir naísta mál á dagskrá.“ Atkvæðagreiðslu um dag- skrártillöguna var frestað þang- að til í dag. En lítill vafi er á því, að hún verður samþykt. Sjálfstæðismenn hefðu vitan- lega kosið að frumvarpið gengi fram óbreytt á þessu þingi, eins og Magnús Gíslason leggur til. Hinsvegar munu þeir „eftir atvikum“ geta sætt sig við þá lausn málsins, sem gert er ráð fyrir í lillögu forsætisráðherra. Dagskrártillaga hans felur sem sé í sér fyrirheit um, að ríkis- stjómin taki að sér að ltíysa þetta mál í aðalatriðum á þeim grundvelli, sem Iagður er í frumvarpi Bjarna Snæbjörns- sonar, þar sem gert er ráð fyrir að sanmingar takist um „að ein- ungis eill félag fyrir hverja stétt verði á hverju félagssvæði, og að engir aðrir geti gerst með- limir þess, en meðlimir þeirrar stéttar, er félagið er fyrir“ og loks að Alþýðusambandinu verði breytt í það horf, að allir meðlimir þess njóti jafnréttis, án tillits lil stjórnmálaskoðana. Þótt málinu Ijúki ekki að þessu sinni með fullnaðarsigri þess málstaðar, sem sjálfstæð- ismenn hafa barist fyrir, mark- ar samþykt dagskrártillögu Hermanns Jónassonar merki- legan áfanga í þessu efni. Þar sem sjálfur forsætisráðlierra ber tillöguna fram, virðist heimilt að álykla, að tillagan lýsi sameiginlegri afstöðu rikis- stjórnarinnar til málsins. Sú skoðun styrkist við það, að fé- lagsmálaráðherrann, Stefán Jó- hann Stefánsson, hreyfði eng- um andmælum við dagskrá for- sætisráðherra, og ekki síður við það, að eini viðstaddi Alþýðu- flokksþingmaðurinn, Sigurjón Ólafsson, lýsti því yfir, að liann mundi greiða dagskrártillög- unni atkvæði. Sjálfstæðismenn, bæði utan og innan verklýðssamtakanna, munu fylgja gangi þessa máls með athygli. Þeir líta svo á að ríkisstjórnin hafi tekið það til sameiginlegrar úrlausnar, sem í aðalatriðum er á þeim grund- velli, sem sjálfstæðismenn hafa felt sig við: Eitt verklýðsfélag á hverjum stað. Aðeins verkamenn gangi í félögin. Fullkomið jafnrétti innan Alþýðu samhandsins. Eftir þvi, sem fyrir liggur verður að treysta því, að ríkis- stjórnin leiði þetta mál til við- unanlegra lykta „hið bráðasta“ eins og í dagskrártillögunni stendur. Esja stöðvuð. Á nýársdag var Esja stöðvuð af bresku herskipi undan Hornafirði. Er þetta i annað skifti, sem breskt herskip stöðv- ar Esju alveg upp við land- steina. Finnar hafa vantreyst Rúss- um alla tíð og er það kunnara en frá þurfi að segja hversu Rússar kúguðu þá á keisara- veldistímanum. En eftir unnið sjálfstæði hafa Rússar einnig vantreyst Finnum, þvi að eftir að Dorpat-samningurinn var gerður 1920 — sviku Rússar það, sem þeir höfðu hátíðlega lofað Kyrjálamönnum sem eru náskyldir Finnum. Kyrjálahéraðsbúar voru sí- felt ofsóttir og urðu að búa við hið mesta óréttlæti og grimdar- lega framkomu. En hinsvegar verður ekki sagt, að sjálfstæði Einnlands hafi verið hætt, frá því er Finnar urðu sjálfstæð þjóð þar til Molotov gerði kröf- ur þær, sem Finnar gátu ekki gengið að. Af hinum Norður- landaþjóðunum erU það Svíar, sem mest óttast hin nýju út- þensluáform Rússa. Og af Norð- urlandaþjóðunum fjórum eru Svíar mannflestir og auðugast- ir og eiga mest á hættu. Og hvað eftir annað hefir komið til átaka fyrr á tímum milli Svía og þess ríkis, sem þeir raunverulega hjálpuðu til að stofna á níundu öld. Og nú spyrja Svíar hvert sé hið endanlega markmið Rússa. Ætla þeir sér að leggja undir sig Finnland og þar næst hið málmauðuga Iíiruna-hérað í Norður-Svíþjóð. Ef Rússar næði Álandseyjum á sitt vald, en þeir hafa lengi haft augastað á þeim, myndi þeir hafa Eystra- salt og Botniska flóann alger- lega á valdi sínu. Taka Álands- eyja gæti, segja Svíar, orðið fyrsta skrefið til árásar á Svi- þjóð. Frá þessum eyjum gæti Rússar gert loftárásir á mikil- væga staði í Svíþjóð og her- skiparárásir á sænskar hafnar- borgir. Þeir óttast, að Rússar myndi gera tilraun til þess að leggja Undir sig hin málmauð- ugu héruð þeirra í nyrsta hluta landsins og járnbrautina til Narvik í Noregi, en eftir henni flytja rafknúnar lestir málm- framleiðsluna til liinnar ágætu hafnar í Narvik, sem aldrei leggur. Öldum saman óttuðust Svíar Rússa. Fyrir 13. öld höfðu Svíar betur í öllum skiftum við Rússa. Væringjar náðu þar miklum völdum; í Novogorod og í Kiv voru sterkustu vígi þeirra og afkomendur þeirra héldu þeim, þar til aðstaðan hreyttist vegna aðstreymis Asíuþjóðflokka, og Svíar urðu að lúta í lægra lialdi. Alt það, sem Svíar og afkomendur þeirra höfðu bygt upp var rifið til grunna, en Rússar snerust nú gegn Sviþjóð. Árið 1809, eftir að Gustav IV. afsalaði sér kon- ungdómi, voru rússneskir her- menn á sænskri jörð og tæpri öld áður — 1718 —■ tveimur lár- um eftir fall Karls XII. munaði minstu að hægt væri að afstýra árás rússnesks flota á Stokk- hólm. Svíar mistu þá liluta af Finnlandi og alt Finnland um öld seinna. I Iok Krímstríðsins 1856 gerði Svíþjóð samning við Bretland og Fralddand, sem lofuðu Sví- þjóð aðstoð, ef til rússneskrar árásar kæmi. Rússar féllust á, að viggirða ekki Álandseyjar. Árið 1911 höfðu Svíar mildar áhyggjur af vígbúnaði Rússa í Finnlandi og þá höfðu Rússar mjög útbreidda njósnarstarf- semi í Svíþjóð. Einkanlega hvíldi grunur á rússneskum flækingum, sem þá komu i lióp- um til Svíþóðar og voru á flakki um alt land. Þeir voru einkum á flakki um norður- hluta landsins, töluðu margir þeirra vel sænsku og höfðu öll skilríki í lagi. Þótti margt benda til, að þetta væri nósnarar, sem hefði verið sérstaklega undir starfið húnir, og komið sem flakkarar til þess að dylja raun- verulegan tilgang sinn með flakkinu. Á suma þeirra sönn- uðust njósnir, en á flesta var ekkert liægt að sanna. Margir þeirra voru á flaklci nálægt virkjum Svía á landamærun- um. Var mikil gremja meðal sænskli þjóðarinnar um þessar mundir og þegar frjálslynd, sænsk ríkisstjórn neitaði að fallast á fjárveitingu til þess að smíða nýtt orustuskip, var fénu frestun á prentun umræðuparts Alþingistiðindanna. Smávægileg breyting var gtírð á frv. um að reisa síldar- verksmiðju á Raufarhöfn og aukningu við Síldarverksmiðj- ur ríkisins á Siglufirði. Var samþykt að takmarka tölu námsmanna er hljóta mættu vinnu við Sildarverksmiðjurn- ar, við þriðjung i stað lielming verkamanna. Frv. verður sent til e. d. til einnar umræðu vegna þessarar breylingar. Frv. um Ijráðabirgðatekjuöfl- un ríkissjóðs og jöfnunarsjóðs hæja- og sveitarfélaga var af- greilt sem lög frá Alþingi. Enn- fremur frv. um veiting rikis- borgararéttar og frv. um við- auka við lög um skattgrtíiðslu útgerðarfyrirtækja íslenskra botnvörpuskipa. Þá var og samþykt þingsá- lyktunartillaga, sem Eiríkur Einarsson bar fram um betr- unarhús og vinnuhæli. Er hún fram komin fyrir þá sök, að mörgum Árnesingum mun þykja letigarðurinn svo kallaði ekki nógu einangraður, einnig um of í alfaraltíið, og æskja að vinnuhæli fanga verði flutt þaðan burt og reist á öðrum lientugri stað. Fjárlögin voru afgreidd á laugardaginn og verður þeirra getið sérstaklega síðar hér í blaðinu. Skriftarkensla Ný námskeið byrja. Sér- stök námskeið fyrir þá, sem ætla að ganga inn í menta- skólann eða aðra skóla. Guðrún Geirsdóttir. Sími: 3680. S. R. F. í. Sálarrannsóknafélagið held- ur aðalfund sinn í Guðspeki- húsinu fimtudag kl. 8V2 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. — Hr. Einar Loftsson flytur er- indi um Psychomeprie (jhlut- skygni). — Skírttíini fást í Bókaverslun Snæbjarnar og við innganginn. STJÓRNIN. safnað með almennum sam- skotum á skömmum tíma. Það var Napóleon, sem livatti Rússa og Dani til þess að segja Svíum stríð á hendur 1808. Áformið var að skifta Svíþjóð milli sigurvegaranna. Rúss- neskur her hrakti Svía frá Fþmlandi og ánás á Svíþjóð var í undirbúningi, en áður en til þess kæmi var friður saminn, og mistu Svíar þá Finnland og Álandseyjar. Fyrr hafði Pétur mikli stöðug áform á prjónun- um um að svifta Svía valdaað- stöðu þeirra við Eystrasalt. Svíar liafa þegar veitt Finn- um mikinn stuðning síðan er Rússar réðust inn í landið. Það cr kunnugt, að meðal margra manna í Svíþjóð er sterkur á- hugi fyrir, að auka þá aðstoð að miklum mtin. Hvort Svíar fara í strið með Finnum, vegna rússnesku hættunnar, um það er lýkur, verður enn ekki neitt um sagt, en liitt er víst að Svíar munu veita Finnum alla þá að- stoð sem þeir mega, og eklci telst hlulleysishrot. öllum Sví- um er ljóst, að sjálfstæði og framtíð Sviþjóðar kann að vera komin undir því, að Finn- ar haldi landi sínu og sjálfstæði. Þess vegna streyma sænskir sjálfboðaliðar í þúsundatali til Finnlands og verja Finnland eins og sitt eigið land.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.