Vísir - 05.01.1940, Page 1

Vísir - 05.01.1940, Page 1
! Ritst jóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Ri: itsíjórnarskrifstofur: , Féíagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. AfgTeiðsIa: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. Reykjavík, föstudaginn 5. janúar 1941. 3. tbl. Rússar §ai:ðir sókn af lialfn á K^rjálane§i Þeir em farnir að grafa skotgraf- ir á nesinu og koma sér npp víggirðingum. EINKASKEYTI frá United Press. — K.höfn í morgun. Webb Miller, fréttaritari United Press á víg- stöðvunum í Finnlandi, símar í morgun: Eg hefi fregnað frá áreiiðanlegum heim- ildum, að finskir flugmenn og njósnaflokkar á víg- stöðvunum á Kyrjálanesi, hafa komist að raun um, að hersveitir Rússa þar á nesinu eru byrjaðar að búast þar til varnar. Sókn þeirra hefir fallið niður eftir mán- aðar nærri látlaus áhlaup, sem öll urðu árangurslaus. Þrátt fyrir það hefir verið búist við, þar sem Rússar hafa fengið mikinn liðsauka og m. a. margar úrvals- hersveitir frá Sibiríu, að þeir ætluðu að halda áfram á- hlaupunum. En eftir framangreindum fregnum að dæma virðast þeir hafa gefist upp við þau áform í bili. Hermennirnir eru nú látnir grafa skotgrafir og koma upp gaddavírsgirðingum og er engu líkara enaðRússar, «ftir öll hin mishepnuðu áhlaup og óhepni á öðrum vígstöðvum, óttist að Finnar kunni að komast í sóknar- aðstöðu fyrr en varir, einnig á Kyrjálanesi. Er ekki ólíklegt, eins og horfir, að hernaðurinn á Kyrjálanesi færist í sama horf og á vesturvígstöðvunum, a. m. k. í bili, þar sem Rússar eru líka farnir „að grafa sig nið- ur í jörðina“, og verði aðallega um smáskærur að ræða milli víggirðinganna og ef til vill áhlaup annað veifið. Árás í stórum stíl er talin ólíklegri nú, vegna þeirra ráðstafana, sem Rússar eru nú að gera til þess að treysta varnaraðstöðu sína á nesinu. HEFIR MURMANSKBRAUTIN VERIÐ ROFIN Á MÖRGUM STÖÐUM? Webb Miller vitnar í fregn frá Rovaniemi, þar sem segir, að allar fregnir um að Finnar hafi rofið járnbrautarlínuna milli Murmansk og Leningrad' á mörgum stöðum séu óstaðfestar, en jafnframt er liermt í ýmsum fregnum, að Finnum hafi tekist að valda skemdum á brautinni á fjölda mörgum stöðum, og hafi herflutningar norður á bóginn algerlega stöðvast. Það er hinsvegar ekki nokkur vafi á því, að skiðamannaflokkar úr finska hernum hafa verið á sveimi Rússlandsmegin landamær- anna. Webb Miller leiðir athygli að þvi, að brautin er hvergi tvöföld og skemdir á að eins fiáum stöðum nægja til þess að hindra flutninga á henni, þar sem miklir erfiðleikar eru fyrir hendi um skjótar viðgerðir. Það sem mikilvægast er, eins og sakir standa, er það, að eftir liðlega eins mánaðar styrjöld er aðstaða Finna eins góð og í byrjun vopnaviðskiftanna — og að sumu leyti jafnvel betri. FINNAR HAFA TEKIÐ MIKIÐ HERFANG. Finnar hafa tekið mikið her- fang, einkanlega seinasta hálfa mánuðinn, og eru liergögn þessi Finnum ómetanleg, þar til þeirn fara að berast nægar her- gagnabirgðir erlendis frá. STÓRORUSTA FYRIR NORÐAN SALA. Óstaðfestar fregnir liafa bor- ist um stórorustu fyrir norðan Sala og að líkur séu, að Finnar vinni þar mikinn sigur. birgðastöð handa særðum lier- mönnum, liafi verið ógeðslegt um að litast. Óþrifnaður mikill og daunilt loft, en skamt frá sjúkrahúsinu lágu lik tuttugu, nakinna rússneslcra hermanna, En í sjúkrahúsum Finna, jafnt liersins sem öðrum sjúkrahús- um, er fylsta hreinlætis gætt, og í engum sjúkrahúsum í Finn- landi, heldur ekki sjúkrahúsum hersins, er um nein þrengsli að ræða. HJÁLPA ÞJÓÐVERJAR RtSSUM? óttast Finna Uroir Miwr viljo oerast sjíil- boOBliðar i iir fina. Strax eftir að Rússar hófu innrásina í Finnland, fóru Is- lendingar að gefa sig fram á ræðismannsskrifstofunni finsku hér í bænum og ósk- uðu að gerast sjálfboðaliðar í her Finna. Komu sumir þeirra á skrif- stofuna, en aðrir símuðu þangað og buðu þjónustu sína, en ræðismannsskrifstof- an tók niður nöfn þeirra. Skrifaði síðan aðalræðis- maðurinn, L. Andersen, til Finnlands og tilkynti að Is- lendingar vildu gerast sjálf- boðaliðar. Barst honum svar- skeyti fjTÍr nokkuru, þar sem segir, að þVí miður géti Finnar ekki tekið við þessum sjálfboðaliðum. Ýmsar ástæður munu liggja til þess, að þessum mönnum hefir ekki verið tekið. Telja má, að það vegi nokkuð, að þeir munu þurfa miklu meiri kenslu og æfingu en sjálf- boðaliðar annara þjóða, sem allir hafa gegnt herskyldu að meira eða minna leyti og hverfa jafnvel frá herþjón- ustu í landi sínu, til þess að bjóða Finnum þjónustu sína. Hinsvegar er ekki að efa það, að ef auglýst hefði verið eftir sjálfboðaliðum hér, mundi miklu fleiri hafa boð- ið sig fram, en þegar hafa gert. • Finnlandssöfnunin er nú komin upp í 100 þús. kr., og hafa þá borist um 6000 kr. síðan um áramót. Berst nú lítið af peningagjöfum héðan úr bænum, en mest utan af landi. Nokkrar fjölskyldur hafa boðist til að taka finsk börn í fóstur, ef til kæmi, og er það mál nú í undirbúningi. Úgnrleg sókn af hálfu Þjöðverja i vor. London i morgun. SKIPULAGSLEYSI RÚSS- NESKA HERSINS. Skipulag er slæmt hjá Rúss- um, eins og vikið hefir verið að í fyrri fregnum. Þetta kemur m. a. fram í því, liversu mjög skortir á, að hinir særðu lier- menn þeirra fái aðlilynningu. Webb Miller segir, að i þorps- skóla einum, sem Rússar Iiöfðu tekið og notað fyrir I)ráða- Stöðugt gengur orðrómur um, að Rússar bafi leitað ásjár Þjóðverja og beðið þá um að- stoð, vegna þess, Iiversu illa gengur í striðinu við Finna. Hitler er um Jjessar mundir að ráðgast við yfirmenn liers og flota, e:i til þessa hefir verið talið, að þeir væri mótfallnir j því, að Þjóðverjar hjálþuðu ’ Rússum gegn Fi-mum. Einkaskeyti frá United Press. Lotliian lávarður, sendiherra Bretlands í Washington, befir komist svo að orði í viðtali í Chicago, þar sem bann er stadd- ur, að búast megi við, að Þjóð- verjar hefji ógurlega sókn á landi, i lofti og á sjó næsta vor, | og muni þeir þá beita hverskon- i ar vopnum og meðulum, sem I þeii- hafa yfir að ráða. EFTIR LOFTÁRÁS Á HELSINGFORS. Myndin er tekin á gölu í Helsingfors, þar sem ein af sprengikúlum Rússa kom niður og varð 8 xnönnum að bana. — 5000 líistBisisi aukstlögregist á lautSstiiiæi'iiiii Ulstcr. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS — Khöfn í morgun. Báðar deildir írska fríríkisins hafa nú samþykt lagafrum- varp, sem heimilar fríríkisstjórninni hinar víðtækustu ráðstaf- anir til þess að hnekkja starfsemi „írska lýðveldishersins“ og annara ólöglegra flokka. Samkvæmt lögunum er stjórninni heimilt að láta handtaka menn og hafa í haldi, án þess að mál þeirra séu fyrst tekin fyrir í rétti. Ná ákvæði þessi til manna sem grunur hvílir á að hafi landráðastarfsemi með höndum. De Valera skrifar undir lögin í dag og hefir veríð gripið til óvanalegra ráðstafana af því tilfelli, til þess að koma í veg fyrir óeirðir. Ein afleiðing þess, að hin nýju lög hafa verið sett, er sú, að ríkisstjórnin í Ulster (Norður-írlandi) óttast, að menn úr lýð- veldishernum, sem enn hafa mikið af stolnum skotfærum und- ir höndum, geri tilraun til þess að komast til Ulster. Hefir þess vegna 5000 manna aukalögregla, vopnuð rifflum og skamm- byssum, verið sett á vörð á landamærum Ulster og fríríkisins, en þau eru 180 enskar mílur á lengd. Lögreglubifreiðir hafa farið víða um Cork og ýmsir menn, sem grunur leikur á, að hafi verið valdir að drápi lögregluþjóns þar í gær, hafa verið handteknir. Roo§evelt leg:g,®ir fjár- lagafriimwswpiil fyrir þingið. Sfórum aukin útgjöld til landvarnanna. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Fjárlagafrumvarpið fyrir fjárhagsárið sem byrjar 1. júlí næstkomandi, var lagt fyrir þjóðþing Banda- ríkjanna í gær. Flutti Roosevelt forseti ræðu og gerði grein fyrir frumvarpinu innar. Utgjöldin, sem áætluð eru samkvæmt frumvarpinu, eru meiri en nokkuru sinni áður í sögu Bandaríkjanna á friðar- tímum eða um 11.700 miljónir króna og um 2.400 miljónum króna meira en á f járlagatíma- bili því, sem nú stendur, yfir og endar í júlílok. Roosevelt boðaði mikla aukn- ingu skattanna, vegna hinna auknu útgjalda, sem öll ganga til landvarnanna, en önnur út- og fjármálastefnu stjórnar- gjöld verða lækkuð. Kvað hann þjóðina hafa fullan hug á því, að landvarnir væri efldar sem mest, og myndi þjóðin ekki skirrast við að leggja á sig þær byrðar, sem því væri samfara. Mikið af útgjöldunum fer til þess að efla flotann, en Banda- ríkjamenn eiga nú 120 herskip í smíðum, og áformað er, að srníða 24 herskip til, m. a. 2 or- ustuskip, eitt flugvélastöðvar- skip, 2 beitiskip, 8 tundurspilla, 6 kafbáta og nokkur skip önn- ur. Þá verður lögð áhersla á að efía landvarnir Panamaskurðs- ins og Hawaii. Roosevelt forseti sagði, að þjóðartekjumar hefði aldrei verið meiri í sögu Bandaríkj- anna en nú og lánstraust ríkis- stjómarinnar aldrei meira. Fjármagn ríkisins hefir verið notað til þess að efla einstakl- ingsframtakið, sagði hann, með ágætum árangri, og hygst ríkis- stjórnin að halda áfram á þeirri braut. 15-20 in fngii fyrir llSHÍSÍÍSll starfsii. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Fregn frá Leningrad hermir, að þrjár stúlkur og tveir karl- menn hafi verið dæmd í 15 til 20 ára fangelsi fyrir andkomm- únistiska stai-fsemi. Höfðu þau haft fé út úr nokkurum hundr- uðum manna með hótunum um að fletta ofan af and-komm- únistiskri starfsemi þeirra. — Bitnaði þetta á fólki, sem ekki hafði til saka unnið, en þorði ekki annað en greiða fé það, sem krafist var. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Breska stjórnin liefir ákveðið að liafa framvegis fult eftirlit með siglingum breslcra skipa, sem skrásett eru í Bretlandi og nýlendunum, og verður ákveðið hvað skipin flytji og livaða sigl- ingaleiðir þau fari, en útgerð skipanna liafa útgerðarfélögin áfram með höndum. Hefir hér verið tekið upp samskonar fyr- irkomlilag og komið var á í Heimsstyrjöldinni. Reglugerðir hér að lútandi byrja að koma til framkvæmda 1. n. m.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.