Vísir - 24.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 24.01.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hvetfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tíminn og íjárlögin. E^TIR þingkosningar 1937 skrifaði formaður Fram- sóknarflokksins allmargar greinar í Tímann um horfurn- ar í stjórnmálunum. í greinum þessum komst hann að þeirri niðurstöðu, að ef síldarafli brygðist þá um sumarið, gæti svo farið, að leita yrði til sjálf- stæðismanna um þátttöku í stjórn landsins. Ef aflinn yrði liinsvegar góður, væri ekkert því lil fyrirstöðu, að Alþýðu- flokkurinn og Framsókn færi áfram með völdin eins og ver- ið hafði. Þessar hollaleggingar Jónasar Jónssonar sýna ljós- lega, hvaða skilning hann liafði á eðli þeirra flokka, sem Fram- sókn starfar nú með. Þegar vel gengi væri hægt að stjórna með sósíalistum einum. Þegar í harðhakka slægi yrði að kveðja sjálfstæðismenn ráða. Þetta er vitanlega hin mesta traustsyfir- lýsing til sjálfstæðismanna. Það er líkast því, að skipstjóri segði: „Nú er einsýnt veður og engr- ar hættu von. Þess vegna þarf eg ekki svo mjög að vanda til skipshafnarinnar. En ef tíð versnar og hættur aukast verð- ur að fá einvalalið.“ Sjálfstæð- isflokkurinn er það einvalalið, sem að dómi Jónasar Jónsson- ar verður að fá til hjálpar, hve- nær sem veruleg hætta er á ferðum. Eins og menn muna varð síldaraflinn 1937 einhver sá mesti, sem koniið hefir, og verðið auk þess mjög hátt. Af þessum sökum þótti Framsókn fært að vera áfram við stjórn eitt ár í viðbót með tilstyrk sós- íalista einna. En hvers vegna er rétt að kveðja sjálfstæðismenn til lið- sinnis, þegar ' harðnar í ári? Svarið er það, að reynslan hefir margsýnt, að Sjálfstæðisflokk- urinn er gætnasti, framsýnasti og úrræðabesti flokkurinn í fjármálum landsins. Á þeim ár- um, sem sjálfstæðismenn fóru hér einir með völd urðu alger stakkaskifti á fjárhag landsins. Á þremur árum var borgaður þriðjungur af skuldum ríkisins. Samtímis voru verklegar fram- kvæmdir ríkisins auknar, svo að þær höfðu aldrei áður meiri verið. Og loks var, þrátt fyrir skuldagreiðsluna og aukning framkvæmdanna, útgjöldunum svo í hóf stilt, að þegar var tek- ið að slaka á sköttunum. Allir flokkar á íslandi hafa lofað að fara gætilega með fé rikisins, greiða skuldir og Iækka skatta. Sjálfstæðismenn eru þeir einu, sem hafa staðið við það loforð. Þetta er alviðurkent, utan lands og innan. Þegar sjálfstæð- ismenn létu af völdum, eftir kosningarnar 1927, voru ástæð- ur ríkisins þær bestu, sem ver- ið hafa, eftir að landið varð fullvalda. Atvinnuvegirnir stóðu með miklum blóma, skatta- lækkun var að byrja. Láns- traustið erlendis stóð svo föst- um fótum, bæði fyrir riki og einstaklinga, að það hefir aldrei slíkt verið fyrr eða síðar. Þótt Air: n~: verslunin væri með öllu frjáls, tókst sjálfstæðismönnum að skila hagstæðum verslunarjöfn- uði, sem nam 10 miljónuni króna til jafnaðar þau ár, sem þeir fóru með völd. í ummælum Jónasar Jóns- sonar eftir kosningarnar 1937 fólst fullkomin viðurkenning á því, að á erfiðleikatimum yrðu sjálfstæðismenn að hafa íhlut- un um stjórn landsins. Athurð- ir þeir, sem síðan hafa gerst hér innanlands, árétta þessa skoðun. En því furðulegra er það, að Tíminn skuli halda áfram að berja höfðinu við steininn, þvert ofan í yfirlýsta skoðun formanns Framsóknarflolcksins og rás viðburðanna. Tímanum er alls ekki stætt á þvi, að bera brigður á það, að stefnubreyt- ing liafi orðið í fjármálunum við hina nýju skipun á stjórn landsins. Það er öllum augljóst mál, enda fyrirfram viðurkent af sjálfum formanni ' Fram- sóknar, að ekki sé hægt að stjórna nema þegar vel lætur i ári, án þess að sjálfstæðis- menn komi til. Það er ekki til neins að slá fram þeirri blekk- ing, að sjáífstæðismenn hafi ekki borið fram lækkunartil- lögur við fjárlögin. Það fékst fult samkomulag í fjárveitinga- nefndinni um afgreiðslu fjár- laganna. Að þessu sinni var samkomulagið haldið. En það dettur engum í hug, að slík af- greiðsla hefði orðið ef fyrrver- andi stjórnarflokkar hefðu ver- ið einir við völd. Útgjaldahækk- unin hefði þá vafalausl orðið að minsta kosti 3—4 miljónir í stað þess að rekstrar útgjöldin hækkuðu að eins um 1 miljón. a Rangæingafélagið hélt aðalfund sinn nýlega. For- maður Sveinn Sæmundsson yf- irlögregluþjónn skýrði frá störf- um félagsins á liðnu ári, og fjárhagslegri afkomu þess. Upphaflega setti félagið sér það markmið að koma upp trjá- garði á lieppilegum stað í Rang- árhéraði, og hefir félagið safn- að nokkru fé í sjóð í þessu skyni. Hafði það augastað á bletti í svonefndum „Krappa" í Hvolhreppi til þessara fram- kvæmda, og var alt undirbúið fil að girða þar landspildu, en vegna ófyrirsjáanlegra atvika varð ekki af þessum fram- kvæmdum. Er eins liklegt að þessi hugsjón sé þar með úr sögunni, því erfitt er að fó heppilegan stað til trjáræktar. Nefnd kaus fundurinn þó til at- hugunar á öðrum stöðum. Fjárhagur félagsins er ágæt- ur, og brestur þó nokkuð á um skilvísi á árgjöldum sumra fé- lagsmanna. Því miður vill svo verða í flestum félögum. A. J. Johnson hankaféliirðir vakti máls á því, að félagið hæfist handa um það, að fara að safna til sögu Rangárþings, og bar fram tillögu um nefnd til að hafa það mál með höndum. Var þessari hugmynd vel tekið, og í nefndina kosnir: A. J. Johnson, Vigfús Guðmundsson fræði- maður og Finnbogi J. Arndal Hafnarfirði. í stjórn voru kosnir: Óli B. Pólsson lögregluþjónn (endur- kosinn), Stefán Ólafsson forstj., Ásgeir Ólafsson heildsali, Kjart- an Ólafsson bæjarfulltr., Hafn- arfirði, og Guðjón Sæmundsson byggin garmeis tari. Sú venja hefir komist á í fé- laginu, að sama stjórnin hefir verið í tvö ár í röð, en þá skiff um (að mestu eða öllu leyti) til að hvíla þá er í henni hafa ver- ið, og fá inn í hana nýja krafta, — sem nóg er til af, — og til þess, að stjómarstörfin verði al- Fréttabréf úr Kvöldvökur. Gömlu íslensku kvöldvökurn- ar voru einskonar kenslustund- ir í alþýðuskólum þjóðarinnar, áður en hún átti nokkip- skóla- hús, sem þetta nafn bera. Miðaldra menn muna glögg- lega þó heillandi ró og næmu athygli, sem var einkenni þess- ara kenslustunda í þjóðlegum stíl. Af kappi var unnið að ýmsum heimilisiðnaði. í bað- stofum var kemht og spunnið, prjónað og ofið. Reipi voru brugðin, lmapplieldur fléttaðar. Þá var saumað í höndu'num og að ýmiskonar hannyrðum unn- ið. En alt af var einliver sem las. Lesarinn var kennarinn i þessum náms- og iðjusal. Og ekki skorti atliyglina. Hlust- endurnir kunnu þá list að hlusta. Lesarinn var þýðingar- mesti maðurinn. Hann var hinn andlegi fræðari. Og þólt líkam- legu störfin væru mikilvæg, þótt handiðjan væri nauðsynleg, veigamikill þáttur í afkomu heímilisins, og gæti jafnvel orð- ið í höndum einstakra útvaldra að fagurri íþrótt, þá voru þó bókmentirnar æðri íþrótt og mikilvægari. Og maðurinn, sem las, var einmitt á hinum löngu og starfsömu kvöldvökum að sjá fyrir andlegri þörf fólksins. Hann jós úr brunni bókment- anna og svalaði þann veg fræðslu- og menningarþorsta hinnar gáfuðu alþýðu. Vitanlega voru bækurnar misgóðár, sem lesnar voru. En aldrei var gengið fram hjá bestu bókunum. Til hinna lakari var því að eins gripið, að elcki væri kostur góðra bóka. Og að lokn- um lestri ákveðinna kafla, stundum jafnvel ekki fyrr en að bókarlokum, fóru fram sam- ræður um efni þess, sem lesið hafði verið, málið á bókinni og merginn í henni — eða þá mergleysið. Og heilbrigt brjóst- vit alþýðunnar fann hvað var svikið og mergsmogið og hvað var heilbrigt og gott og fagurt. Og góðubækurnarurðu að alda- vinum. Þær voru lesnar aftur og aftur, vetur eftir vetur. En ruslið, eða hinar minniháttar bækur, höfðu sinn dóm með sér. Þær voru ekki bókmeritir og öðluðust því ekki heimilis- fang, (il langframa innan vé- handa þessara ágætu menning- arstofnana, sem heimilin til forna voru með kvöldvökunum sínum. Kvöldvökurnar gömlu eru at- hyglisverðar. Þar fer saman tvennskonar ástundun- þjóðar- innar: iðjusemi hennar og af- köst á sviðum likamlegrar vinnu og ást hennar á andlegri þroskaviðleitni, námfýsi hennar og ódrepandi áhugi á því, sem andanum tilheyrir. Og þeim, sem muna þessar stundir, er það alveg ljóst, að hin andlega iðjan var hinni líkamlegu æðri og göfugri. Hún sendi geisla inn í huga fólksins og veitti þá mentun og menningu, sem ekki gat orðið andlaus. Þann veg var tendi-að og brugðið upp blvsum er lýstu þjóðinni þann veg, er henni bar að ganga. Þann veg þroskuðust gáfur hennar, skilningurinn varð skýr og dómgreindin öruggari. Og þann veg efldist þróttur hennar og þrek til Iíkamlegra afkasta og afreka. Fyrir andans framför eina fólksins hönd er sterk. mennari þegnskylduvinna fyrir félagið. Að fundinum loknum var dans stíginn til kl. 1 eftir mið- nætti, eins og venja er til á fundum félagsins. Fundarmaður. Borgarfirð Fyrir því má segja, að leitt sé lil þess að vita, ef það eiga að verða ein öruggustu bjargnáð þjóðarinnar á hinum síðustu og verstu tímum að loka nútíma skólastofum hennar fyrir hinni námfúsu æsku. Bókasöfn. Enda þólt sá liáttur sé að mestu niður lagður, að einn lesi fyrir alla á kvöldvökunum í sveitinni og þar séu þvi að mestu horfnar eins og þær voru, þá er þó talsvert keypt af hók- um ennþá út um sveitir lands- ins. Og hér i Borgarfjarðarhér- aði mun vera all mikið um bókakaup. Samt mun það svo, að tiltölulega fá góð bókasöfn séu í eigu einstakra manna, þó að slílc bókasöfn séu að vísu til. Algengast er að fólk í sér- hverjum hreppi kemur á með sér bókasafni. Oftast eru það ungmennafélögin, sem liafa for- ystuna á hendi um þessi mál. Leggur þá liver félagsmaður fram ákveðið árgjald til þess að eiga aðgang að bólcum fé- lagsins. Þá hefir og sveitin eða hreppsfélagið lagt fram yissa upphæð á ári til styrktar því bókasafni, sem er innan vé- banda þess. Þá eru og dæmi þess hér í héraði, að menn í Reykjavík liafa senl bókagjafir þessum bókasöfnum sumum. Eru það einkum gamlir sveit- ungar, er sýna sveit sinni og gömlum og' nýjum vinum sín- um þennan mikla vinarhug og rausnarskap. I mörgum þessum bókasöfn- um er nokkuð góðra bóka. En oft hefir sú orðið raunin á, að ekki svo fáar lélegar bækur fljóta með. Er það að vonum, þar sem sá háttur er orðinn all ríkjandi með ritdæmöndum hóka að liæla öllu sem út kem- ur. Er þess skemst að minnast, að svo að segja allur sá grúi bóka, sem út kom nú fyrir þessi síðustu jól fær ákveðið hrós i blöðum og tímaritum. Það er engu líkara en útgefendur og ritdæmendur ásamt blöðum og tímaritum séu ein sniðug vél, er ejrs út undan sér glitfögrum gullkornum lofsins og aðdáun- arinnar, enda þótt ekki eitt stakasta gullkorn finnist í þeim bókum sumurn, sem um er ver- ið að rita og dæma. Blandast þá ekki hugur um, þeim er skyn- bærir eru á þessi mál, að þarna er ritdæmingin komin út á skaðsamlegar leiðir oflofsins og ábyrgðarleysisins. Og i skjóli þessa ábyrgðarleysis hefir skot- ið upp útgáfufélögum, sem sent hafa frá sér mjög lélegar bæk- ur, bæð að efni og frágangi — bækur, sem eru vottur menn- ingarleysis og alblindu á bók- mentalegt gildi. Eitthvað slikra bóka hefir slæðst inn i sveita- bókasöfnin í Borgarfjarðarhér- aði. En fullar líkur eru á, að sú skipun hafi verið gerð um bókakaup til þessara safna, að lélegar bækur verði gersamlega útilokaðar í framtíðinni. í Borgarfjarðarsýslu hefir um langt skeið verið starfandi yfirbókasafn. Yar það bóka- safn sýslunnar. Annað sýslu- bókasafn var og i Mýx-asýslu, en bar ekki jafnglögg einkenni yfirbólcasafnsins. Þar sem Borgarfjarðarsýsla skiftist ná- lega í tvö héruð um Skarðs- heiði var nokkur hængur á því að fá almenna þátttöku um notkun bóka, í hinu ágæta yfir- bókasafni sýslunnar. Kom þá fram sú hugmynd að skifta bókasafni Borgarfjarðarsýslu til helminga; skyldi annar helmingur safnsins sameinast sýslubókasafni þeirra vestan Hvítár og þannig verða eitt safn úr bókasafni Mýrasýslu og helmings af safni Borgarfjarð- arsýslu. Hinn helmingur þess safns skyldi flytjast til Akra- ness og verðá yfirbókasafn utan Skarðsheiðar. Til þess að koma skipan á um máhn hafði verið kosin nefnd: Jón Steingrímsson sýslumaður, síra Eiríkur Al- bertsson og kirkjuráðsmaður Ólafur Björnsson á Akranesi. Komu þeir skipun á um þessi mál. Starfar nú yfirbókasafn á Akranesi fyrir sveitir innan að Skarðsheiði en ofan lieiðar, í liinu eiginlega Borgarfjarðar- héraði starfar annað yfirbóka- safn með heimilisfang í Borg- arnesi og nefnist nú: Héraðs- bókasafn Borgarfjarðar. Lána nú þessi bókasöfn eftir ákveðn- um reglum hækur til undir- bókasafnanna út um sveitirnar og það endurgjaldslaust. En samhliða verður sú skipan gerð um bókakaup allra þessara safna í framtíðinni að stjórn yfirbókasafnanna ráði þar mestu um. Er því með þessari slcipan fengið miklu meira ör- yggi um það að lestrarfús og bókhneigð alþýða manna í Borgarfirði lesi að eins góðar bækur í framtíðinni og bóka-' kostur héraðsins verði betri. Er gott til þess að vita. Því að enda þótt kvöldvökurnar gömlu séu að mestu liorfnar úr siðum og útvarpið fylli nú upp í þær eyð- ur að nokkru, þá eiga góðar bækur erindi til þjóðarinnar ekki síður en áður. Útför Einars Benediktssonar. Ríkisstjórnin hefir nú ákveð- ið að þjóðskáldið Einar Bene- i diktsson skuli jarðsettur á Þing- völlum og fór ÞingValIanefndin austur í gær til þess að athuga | um legstað. | (Utförin fer fram n. k. föstu- dag og verður á ríkisins kostn- að. Fór Þingvallanefnd, ásamt nokkurum mönnum öðrum, austur til Þingvalla í gær og völdu þeir legstaðinn, sem verður í túni Þingvallabæjarins. Lilc Einars Benediktssonar verður flutt í dómkirkjuna hér á fimtudagskveld, en það stend- ur nú uppi i Rannsóknarstofu Háskólans. Á laugardag verður það siðan flutt til Þingvalla. Herra biskupinn, Sigurgeir Sigurðsson, og sira Ólafur Magnússon í Arnarbæli, flytja ræður í dómkirkjunni. Nýr vélbátur til V estmannaey j a. 1 fyrrakveld bættist nýr bát ur í fiskibátaflota Vestmanna eyja. Er þetta 43 smál. bátur ai nafni Meta, keyptur í Esbjerg Eigendur bátsins eru fjórii bræður og verður einn þeirra Knud Andersen, formaðui hans.. Báturinn er nýuppgerður oí útbúinn öllum nýjustu tækjum Ilann var 9 daga á leiðinni ti] Eyja frá Frederikshavn ot Þórshöfn í Færeyjum* Mátti ekki seinna vera að báturinn legði af stað, því daginn eftii að hann fór, lagði dönsku sundin. Fékk báturinn versta veður í Skagerrak, rok og hörkufrost. Formaður á hátnum hingað til Iands hefir verið Jón Jóns- son í Ólafshúsum og hásetai allir frá Yestmannaeyjum. ÍSLH.ND Hr. S. Ó. rangfærir mjög ó- þyrmilega sum atriði í grein minni, sem birtist í Vísi fyrir jólin. Eg er t. d. ekki að tileinka okkur nein erlend þjóðlög. Eg mintist á ættjarðarkvæði en ekki sönglög. Eitt skemtilegt atriði úr grein S. Ó. langar mig til að draga fram. Hann telur alveg ófullnægjandi að fræða „vitra menn og málsmetandi“ um landið. Þeir séu að týna töl- unni og ný kynslóð taki við. Samkvæmt þessu virðist hann halda, að „vitrir menn og máls- metandi“ verði ekki til með næslu kynslóðum, og áunnin þekking gangi ekki á milli kyn- slóðanna! — Þetta kalla eg nú að sjá ekkert „nema ís og jökla“. Eg skifti mér svo ekki meira af S. Ó. og mælgi hans. Landnámssögu Hrafna-Floka og félaga hans, sem að vísu hef- ir á sér nokkurn þjóðsagnablæ, má skoða sem táknræna mynd af þjóðlífi íslendinga á umliðn- um öldum, og þegnskapargildi þeirra. í flokki Hrafna-Flóka má telja bölsýnismennina. Þeir ein- blína á ókostina, vanmeta kost- ina. Missa trúna á gæði lands- ins og mistekst þvi búmenskan. f öðru lagi eru flokksmenn Þórólfs, skrumararnir, sem fljóta vilja á fögrum nöfnum, en eru venjulega manna fljót- astir til að flýja, þegar á liólm- inn kemur og á reynir. Það eru hinir raupgjörnu búskussar. Andlegir arftakar Þórólfs smjörs, og eru margir til hér á landi, og hafa flestir lít't við búskap fengist. Loks eru svo fylgismenn Herjólfs, og sem betur fer lang- f jölmennastir. Þá langar til að skýra rétt frá hlutunum. Segja kost og löst á þeim, ednnig, og ekki síður, þeim sem þeir elska. Þeirra lilutverk verður ávalt að stíga á öfgarnar til beggja hliða og taka forustuna í málum þjóðarinnar. Þeim er ásköpuð hin drenglynda ást, sem þráir að yfirvinna gallana, en ekki að leyna þeim. Og þeim tekst það, þrátt fyrir töfina, sem verður vegna samfylgdar hinna fyr- nefndu félaga Hrafna-Flóka og Þórólfs smjörs. 1 fyrri grein minni hvatti eg menn til að hafa þessa mála- leitan um nafnaskiftin að engu. Það skiftir nú orðið engu máli með hvaða hugarfari nafnið var gefið í fyrstu, — nafnið, sem þjóðin hefir undir forustu sinna bestu manna lyft til virðingar, og segja má um að geymast ætti við hjartarætur hvers einasta íslendings. — Það eru því blált áfram helgispjöll að fara um það óvirðingarorðum eða vilja afnema það. Eg mun svo ekki fara fleiri orðum um þetta, en er sann- færður um, ef þjóðin er sjálf- ráð, að nafnið ÍSLAND lifir á- fram sem karlmannlegt og for- dildarlaust tignarheiti þessa fagra og fönnum krýnda lands. S. P. Loftvarniri Bergen. 280.000 kr. safnað með frjálsum samskotum. Maður, sem eklci vill láta nafns síns getið, hefir gefið 50.000 kr. lil aukinna loftvarna í Bergen. Alls hafa safnast með frjálsum samskotum í þessu skyni 280.000 kr. — NRP—FB. Esja var á Bakkafirði kl. 5 í gær. Skip- ið á að koma hingað samkvæmt á- ætlun næstk. sunnudag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.