Vísir - 24.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 24.01.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Gamla Míé Valsakongarinn V opnaburðtir Á§tralíitnegi' ----JÓHANN STRAUSS--------- Hrífandi fögur amerísk kvikmynd, um hiö fræga tónskáld og hina ódauðlegu valsa hans. Myndin er tekin af Metro-félaginu undir stjórn franska kvik- myndasnillingsins Julien Duvivier. — Aðalhlut- verkin leika LUISE RAINER, FERNAND GRA- VEY og pólska „kóleratur“-söngkonan MILIZA KORJUS. 90 manna symfóníuhljómsveit undir st jórn Dr. Arthur Gutmann leikur lögin í myndinni. Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og fjárhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðgjöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — Leikiél ag: 16 e y k j si \ í k u r „Dauðinn nýtur lífsins“ Sýning á morgun kl. 8. Hljómsveit undir stjórn Dr. V. Urbantschitsch aðstoðar. Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Gljábrensla Að gefnu tilefni viljum vér vekja athygli á, að verkstæði okkar er það eina hér í Reykjavík sem GLJÁBRENNIR reiðhjól. Gljábrensla á reiðhjólum er yfirleitt sú eina lakk- ering, sem að nokkru haldi kemur, enda öll ný reiðhjól gljábrend. Látið því gljábrenna reiðhjól yðar og gera í stand hjá okkur. Reiðhjólaverksmiðjan „FÁLKINN“ Minkaskinn KAUPVM VIÐ HÆSTA VERÐI. TÖKUM EINNIG í UMBOÐSSÖLU. M o 11 o: Hersir skóga hafði réttinn, lijó í vondsku, fúll og grettinn; frumlegur í fullum krafti fitjaði á trýni og gapti. Pétur G a u t u r. Heiðraði O. Fr.! Þó að þú eigir ekkert í því nafni, sem þú „lánaðir“ undir lcveðju þína til mín í Vísi í gær út af leikdómi mínum um sjónleikinn „Dauð- inn nýtur lífsins“ í Vikunni 11. þ. m., þá ávarpa eg þig saml svo, um leið og eg hið þig að bregða upp fyrir þér þeirri mynd, sem Pétur Gautur gefur af skógarapa í vigahug. Eg er ekki að segja, að myndin sé af þér, en þú ert svo kunnugur vopnaburði Ástralíunegra, aö þú kannast a. m. k. við frænd- semina . Annars liélt eg það vera óþarfa, að innleiða útlend- an vopnahurð í íslenskri blaða- mensku, jafnvel þó mikið standi nú til út af sýningu liins út- lenska ineistaraverks, sem L. R. hefir verið svo óhyggið að velja sem jólaleikrit. En þú um það. Eg þekki ekki svo á þetta ástralska vopn, sem þú fleygir af hendi, að eg treysti því, að það hitti sjálfan þig að lokum, en ekki saklausa menn, og allrá helst þar sem þú treystir þér ekki fram i dagsbirtuna. Eg sendi þér því skeyti af alt annari tegund og geng beint framan að þér með það, sem eg þarf að segja þér. Eg hleyp yfir ónot þín í minn garð út af sýningu sjónleiksins „Á heimleið“. Þau eru sprottin upp úr sama andlega urtagarð- inum og haktjaldamakk vissr- ar „klíku“ innan Leikfélags Reykjavikur. Það er engum hagur að þvi að viðra þann ó- fögnuð. Eins læt eg mér í léttu rúriii liggja mat þitt á þekk- ingu minni á sviði leiklistarinn- ar, henni eru takmörk sett, en alt önnur takmörk en þín, minn góði „0. Fr.“ En það, sem eg vildi segja þér, var þetta: Ummæli min i leikdómi um sjónleikinn „Dauðinn nýtur lífsins“, sem þú hnýtur aðallega um, voru þau, að eg taldi efni leiksins dulbúna viðurstygð. Hvaða leilc hefir þú nú verið að horfa á „0. Fr.“? Það sem eg sá var þetta: Ungur og glæsilegur maður, en óreyndur á refilstig- um ástarinnar, vill kynnast þessu meginafli mannhfsins. Hann spyr gamlan, alræmdan flagara ráða og hann gefur hon- um nokkurar ráðleggingar af gnægð reynslu sinnar. Ungi maðurinn fer eftir ráðlegging- um flagarans, þegar hann kemst í færi við fyrsta kven- mann, sem verður á vegi lians, hýður til sætis á legubekk og slekkur ljósið — þurfum við að rekja þá sögu lengra? Hann gerir tilraun við aðra, áður en hann finnur hina útvöldu. Og áhorfendur á bekkjunum í Iðnó eiga að hafa það liugfast, að þessi ungi maður sé dauðinn sjálfur. Það Stoðar litið að segja, að þetta sé ranghverfan á ástinni, sem höfundur er að lýsa, því svo alvarlega fatast honum tökin á efninu, að liann gefur enga aðra skýringu á samdrætti „dauðans“ og „hrúð- ar hans“, en þá sem áliorfendur sjálfir gera sér í hugarlund á meðan á ■ stefnumóti þeirra stendur utan sviðs, en eftir þvi sem á undan var gengið, þá er það ekki nema á einn veg, þrátt fyrir vesældarlegt j'firklór ungu stúlkunnar, þegar inn er kom- ið. Vegna liinna mörgu, sem kynst hafa dauðanum í öðrum myndum en líkingu Don Juans, sé eg eftir að hafa notað orðið „dulbúin“ í sambandi við þessa viðurstygð — hitt munar svo minstu livort „dauðinn“ sé tal- inn vera „í fríi“ eða hann sé „að njóta lífsins“. Réttnefni leiksins eftir efninu er „Brúður dauðans“, eins og kvikmyndin hafði. Að liún kafnaði ekki und- ir nafni, var að þakka afburða leik og leilcsviðssetningu, en keppinauturinn í Iðnó kafnar undir hvaða nafni sem er, eins og útsendari hans undir dul- nefninu „O. Fr.“ Að lokum þetta: Eg vil hvetja menn til þess að fara og sjá leikinn, en þeim er hetra að hafa skynsemina með sér, en skilja hana ekki eftir heima eins og „O. Fr.‘, sem gín yfir ófögnuðinum af því liann er „heimsfrægur“ og útlenskur i þolckahót. L. S. Veðrið í morgun. í Reykjavík 4 st., heitast í gær 3, kaldast í nótt 1 st. Heitast á land- inu í morgun 5 st., í Vestmanna- eyjum, kaldast — 6 st., á Akureyri. — Yfirlit: Lægðarsvæði fyrir suð- vestan land. —Horfur: Suðvestur- land: Hvass suðaustan. Rigning. Faxaflói, Breiðaf jörður : Allhvass austan og suðaustan. Sumstaðar dá- lítil rigning. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður í Lyfja- búðinni Iðunni og Reykjavíkur apó- teki. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes. — Til Rvík- ur: Laugarvatn, Akranes. Leiðrétting. Þegar sagt var frá gjöfum til Slysavarnafélagsins síðast, stóð að S. 1. S. hefði gefið 1000 kr., en átti að vera S. 1. F. Silfurbrúðkaup eiga í dag sæmdarhjónin frú Elin- horg Lilja Jónsdóttir og Eggert Thorberg Grímsson, Smiðsnesi i Skerjafirði. Næturakstur: Bs. Geysir, Kalkofnsvegi, stmar 1216 og 1633, hefir opið í nótt. Nýja Bíó sýnir þessi kvöldin stórmerka kvikmynd, setn nefnist „Dóttir póst- afgreiðslumannsins", en hún bygg- ist á samnefndri skáldsögu eftir Al- exander Pushkin, heimskunnan rússneskan skáldsagnahöfund (f. 1799). Alexander Pushkin var af aðalsætt kominn og var settur til menta í Tsarkoje Selo. Það fyrsta, sem frá hans hendi kom á prenti, voru ljóðmæli, en heimsfrægur varð hann fyrir „Boris Godunov“, „Pol- tava“ o. m. fl. Pushkin lést 1837 af sárum, sem hann hlaut í einvígi. Sagan, sem kvikmyndin fjallar um, er ein af kunnustu sögum höfund- arins. Það er Milo-film í París, sem hefir látið gera kvikmyndina úr garði, og hefir hún þótt ágætlega takast, enda stendur frönsk lcvik- myndalist á mjög háu stigi. Aðal- hlutverk eru leikin af Harry Baur, Janine Crispin og Georges Rigaud. Ástarævintýri þeirra Dounia og Andre, sem er mikilvægur þáttur myndarinnar, er áhrifamikið og hugðnæmt. Kvikmyndavinir ættu ekki að sitja sig úr færi að sjá þessa kvikmynd og kynnast franskri kvik- myndalist eins og hún er best nú á tímum. -v. Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Dauðinn nýtur lifs- ins á morgun. — Nú fer að fækka sýningum á þessum góða leik, því að i byrjun næsta mánaðar, eða 2. febrúar, verður frumsýning á Fjalla-Eyvindi. Afmælisfagnaður Verslunarmannafélags Reykja- víkur, verður haldinn næstk. laug- ardag, 27. þ. m„ að Hótel Borg og hefst með sameiginlegu borðhaldi kl. 7.30, stundvíslega. Skemtiatriði verða fjölbreytt. Aðgöngumiðar fást i Tóbaksversl. London fimtu- dag og föstudag. bíö ] Dótlif ptsiðlpiliiii | Frönsk afburða kvikmynd, gerð ef tir samnefndri sögu rúss- | neska stórskáldsins Alexander Puschkin. Aðalhlutverkið | leikur einn af mestu leiksnillingum nútímans, HARRY | BAUR, ásamt Jeanine Chrispin Rigand o. fl. Myndin ger- | ist í St. Pétursborg og í nánd við liana á keisaratímunum | í Rússlandi. I Börn fá ekki aðgang. — Kynnist franskri kvikmyndalist. I Á afmælisdegi í. S. í. 28. janúar verður haldið samsætí t3 heiðurs forseta í. S. í„ Bened. G. Waage (í tilefni 50 ára afmæl- is lians). Hefst samsætið kl. 7 e. li. í Oddfellowhúsinu. Sanrsæt- ið er fyrir íþróttamenn og aðra vini Bened. G. Waage. Aðgönga- miðar fást í Bókaverslun ísafoldarprentsmiðju, Austurstræfi, til hádegis iá laugardag. Tryggið yður aðgöngumiða í tima þvi rúm er takmarkað. FORSTÖÐUNEFNDIN. Bifreiðasteðin GEYSIR Síraap 1633 og 1216 Nýir bíiap. Upphitadir bilax*. Hotel HJöriifiiii í kvöld 4 manna hljómsveit Annað kvöld S(»il»4an§ og fleira til skemtunar. Frá Ameríku fengum við litla sendingu af búsáliöldum, þar á meðal: UPPÞVOTTAFÖT, ÞV OTTAFÖTUR, SKAFTPOTTA, PÖNNUR, bæði fyrir gas og raf- magn, VATNSGLÖS, SKÁLASETT, MATARSTELL, TE- og KAFFISTELL og fleira. HA91BORG Laugavegi 44. Litið, nýlegt steinhús óskast keypt Tilhoð merkt „10“ sendist af- gr. Vísis fyrir mánaðamót. Veggalmanök og mánaðardaga selur Slysavarnafélagið Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Islenskukensla, i. fl. 18.40 Þýskukensla, 2. fl. 19.20 Hljómplötur: Vínarvalsar. 19.50 Fréttir. 20.15 Spurningar og svör. 20.30 Kvöldvaka: a) dr. Jón Helga- son biskup: Jón ritari. Erindi. b) á píanó. c) 21.20 Jochum Eggerts- son: Skreiðarferðir til Grímseyjar. 21.05 Frú Fríða Einarsson leikur Erindi. d) 21.45 Fríða Einars- son leikur á píanó. Vörabíll í góðu standi er til sölu vegna flutnings úr bænum. Semja her við Ólaf ÞorgrímssoK lögfræðing. Austurstræti 14. Sími: 5332. Barnasokkar af öllum stærðum. Karlmannasokkar. Kvensokkar frá 1.95 parið. K. F. U. M. A.—D. fundur annaS kvöld kl. 8'i/2. Sira SigurSur Piálsson talar. Allir karlmenn velkomnir. NÝKOMINi eítirmiðdags kjólaefni. Í Falleg efni og fallegir Iitir. SAUMASTOFA Guðrúnar Amgrímsdóttur. Bankastræti 11. Sími 2725. Nýtísku Ilárkainliar Dáripennnr 1 Hárgreiðslustofan PERLA Bergstaðastræti 1. Sími: 3895.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.