Vísir - 24.01.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUÐLAUGSSON.
Sími: 4578.
Rl ;tst jórnarskrifstof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Af greiðsla:
HVERFISGÓTU 12.
Sími: 3400.
AUGLYSINGASTJÓRI:
Sími: 2834.
30. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 24. janúar 1940.
19. tbl.
jj&f vas* i
Rússar halda áfra:
þrátí fyrir gífur-
legt manntj ón.
----------e----------
Öllum áhlanpum
þeirra, brundið.
EINKASKEYTI frá United Press. — Khöfn í morgun.
Webb Miller, fréttaritari United Press á víg-
stöðvunum í Finnlandi símar í morgun frá
Helsingf ors:
Rússar halda áfram hinni stórfeldu tilraun sinni til
þess að hefja nýja sókn fyrir norðan Ladogavatn, í
því skyni að komast-aftan að Mannerheimvíggirðing-
unum, en þeir hafa beðið gífurlegt manntjón, án þess
um teljandi árangur sé að ræða.
I»rátt fyrir það, að þúsundir hermanna hafi þegar
fallið af liði Rússa, senda þeir stöðugt fram nýjar her-
sveitir, en að því er hermt er í tilkynningum Finna
eru varnarstöðvar finska hersins hvergi í alvarlegri
hættu.
Finnar voru viðbúnir þessari hættu, eins og eg vék
að í skeyti mínu í gær og höf ðu búið sig undir að taka
á móti Rússum.
LÖETÁRÁSUM
HALDIÐ ÁFRAM.
Rússar halda áfram loftárás-
um sínum á finskar borgir og
hefir manntjón aldrei verið eins
mikið á einum degi af völdum
loftárása, síðan er innrásin
hófst, og í gær.
SPRENGIKÚLA EYÖILEGGUR
LOFTVARNABYRGI. — 19
MENN BlÐA BANA.
Kom sprengikúla niður í
loftvarnabyrgi og biðu 19
manns bana, þeirra meðal kon-
ur og börn, en margir særðust.
LOFTÁRÁSIR
A SJÚKRAHUS.
Rússar halda áfram að varpa
sprengikúlum á sjúkrahús og
beið einn læknir bana í gær og
sjö hjúkrunarkonur særðust.
. Þá hafa verið gerðar loftárás-
ir á marga staði, þar sem sænsk-
ir sjálfboðaliðar hafa bæki-
stöðvar.
400 RÚSSAR
FRJÓSA I HEL.
Við Markajarvi fundu finskir
hermenn lík 400 rússneskra
hermanna í skotgröfum. Her-
menn þessir höfðu.frosið í hel.
50.000 bakpokar með fatnaði
í og ýmsu fleiru handa finskum
hermönnum hafa safnast í Nor-
egi á nákvæmlega 4 vikum. —
Söfnuninni er haldið áfram,
þar sem þörf finskra her-
manna fyrir slíka aðstoð er
mikil.
Eitt þúsund norskar fjöl-
skyldur hafa Iýst sig reíðubún-
ar til þess að veita finskum
börnum móttöku.
Norski Rauði Krossinn hefir
ákveðið að senda fimm hjúkr-
unarsveitir með nauðsynlegum
útbúnaði til Finnlands. — NRP
—FB.
Stórskotaliðsárásir Rússa við
norðurenda Mannerheimvig-
girðinganna við Taipalefljót,
eru hinar áköfustu, sem um
getur síðan er innrás Rússa
byrjaði, en áhlaupunum hefir
öllum verið hrundið.
í síðastliðinni viku vörpuðu
rússneskir flugmenn niður 6667
sprengikúlum í Finnlandi. 18
borgarar biðu bana en 109
særðust. Samkvæmt tilkynn-
ingu finsku loftvarnastjórnar-
innar hafa Rússar mist 2
sprengjuflugvélar og 6 flug-
menn fyrir hvern finskan borg-
ara, sem beið bana af völdum
loftárásanna.
Ein miljón dollara hefir
safnast í Bandaríkjunum handa
Finnum. — NRP—FB.
11.000 dallarat*
fyrir eitt refa-
SÆNSKUR SJÓMAÖUR 81
KLST. Á FLEKA 1 RUMSJÓ
Sænskum sjómanni, bin-
um eina, sem af komst af 18
manna áhöfn skipsins „H.
Foxen", var bjargað af á-
höfn skips, sem kom auga
á fleka, sem hann hafði hafst
við á í 81 klst. — Sjómaður
þessi er 27 ára að aldri, og
var hann settur á land í
Bergen í gær. — NRP.—FB
Á pla línurefaskinna-uppboði,
sem haldið var í New York,
voru seld 400 skinn, og var
hæsta verð 11.000 dollarar fyr-
ir eitt skinn, en meðalverð 548
dollarar. — NBP—FB.
Áhlaup á
Taipalevíg-
stöðvunum.
—o—
Frásögn amerísks
blaðamanns
Amerískur blaðamaður, Ed-
mundStevens, lýsir einni tilraun
Rússa til að komast yfir Tai-
pale-fljót, í fréttapistli frá Vi-
borg fyrir nokkuru, en Rússar
eru þessa dagana að gera ný á-
hlaup á Taipalevígstöðvunum:
í gær gerðu 10.000 rússneskir
fótgönguliðsmenn, með aðstoð
stórskotaliðsdeildar, sem hafði
10 fallbyssur, tilraun til þess að
komast yfir Taipalefljót. Til-
raunin mishepnaðist. Þegar
Finnar höfðu eyðilagt 6 skrið-
dreka fyrir Rússum hörfuðu
þeir undan 5 kilómetra.
í vasa rússnesks majórs sem
féll í áhlaupinu fanst skrifleg
fyrirskipun þess efnis, að hann
ætti að fara yfir ána með lið
sitt og sækja fram 13 kílómetra,
og önnur, sem var á þá leið að
þar sem fyrsta tilraun hans
hefði mishepnast, yrði hann
leiddur fyrir herrétt, ef ný til-
raún færi á sömu leið. Majórinn
kaus heldur að deyja sem hetja
á vígvellinum.
Það er haft eftir rússneskum
hermönnum, sem Finnar tóku
til fanga í þessu áhlaupi, að
herfylki þeirra hefði fengið
PÍUS PÁFI XII. ber friðarmálin mjög fyrir brjósti sem kunnugt er. Páfi er mikill vinur Póllands
og talar iðulega máli Pólverja ekki einvörðungu vegna þess, að þeir eru flestir kaþólskir menn og
ofsóttir fyrir trú sína, heldur vegna aðdáunar sinar á Pólverjum, fyrir ættjarðarást þeirra og fórn-
fýsi. I útvarpinu i vatikanborginni hafa nýlega verið bornar hinar þyngstu sakir á þýsk yíirvöld
fyrir ofsóknir þeirra í garð Pólverja. Erlend blöð flytja og ótal fregnir um hörmungarnar þar í
landi. Hans heilagleiki páfinn stendur nú fremstur 1 fylkingu þeirra, sem tekið hafa málstað Pól-
verja, og vinna að þvi að þeir fái fult frelsi, í trúarlegum efnum og sem þjóð. — Mynd þessi af
páfa er tekin í Santa Maria Maggiore Basillique þegar hann kom þangað til þess að syngja messu.
EKKI ER ALT SEM SYNIST. — Þeir virðast vera ógurlegir
og ósigrandi þessir skriðdrekar þar sem þeir renna yfir Rauða
torgið í Moskva. Það þarf þó ekki annað en að láta Finna
taka þá lil meðferðar nokkrar mínúlur til þess að breyta
beim í brolajárn.
fyrirskipun um að sækja fram
á undan skriðdrekunum, í stað
þess áð fyrst værí gerð skrið-
drekaarás, eins og venjulegt er.
Orsökin var sú, að rússnesku.
herstjórninni var farið að
blöskra skriÖdrékatjónið.
„En hvernig er hægt að sækja
fram undir þessum kringuni-
stæðum?" var spurt.
„Þegar skotið er á menn af
vélbyssum aftan frá, sækja
menn fram," var svarið.
Eg hafði heyrt margar frá-
sagnir um útlit og aðbúnað
rússneskra hermanna, segir
Stevens, en mér kom það mjög
á óvænt sem eg sá og heyrði á
vígstöðvunum. Hermennirnir
voru svo óhreinir að furðu
gegnir og skófatnaður þeirra
svo útslitinn, að sá i tærnar.
Þannig til fótanna höfðu þeir
orðið að vaða snjóinn dag eftir
dag.
Mikill var munurinn á þess-
um hermönnum og þeim, sem
gengu fylktu liði fyrir Stalin 1.
maí á Rauða torginu í Moskva.
Fangarnir, sem eg talaði við,
segir Stevens, voru frá Lenin-
grad-héruðunum, bændur frá
sameignarbúgörðunuhi. Þeir
komu lítt undir búnir styrjöld
til vigstöðvanna.
„Stj órnmála-leiðbeinandi
okkar sagði okkur," sagði einn
þeirra, „að við myndum verða
búnir að taka Helsingfors 21.
des. Finnland átti að vera af-
mælisgjöf handa Stahn."
Fangarnir kvörtuðu yfir
matarskorti. Þeir sögðust hafa
fengið þunna súpu og fjórðung
úr kílógrammi af rúgbrauði á
dag. Þeir voru mjög fegnir ef
þeir fundu kartöflur í rústum
húsa í þorpum, sem Finnar
höfðu brent.
Þegar Finnar hörfa undan
brenna þeir þorp sín og bæjar-
liús heldur en að láta Rússa fá
þau sér til skjóls. Eg siá rústir
eins slíks þorps. Þar var ekkert
að sjá nema hrunda og hálf-
hrunda veggi og reykháfa og
rústir tveggja skriðdreka. Rússa
hafði ekki grunað, að fallbyssur
Finna væri faldar bak við þessa
hálfhrundu veggi.
Á þessum auðnarlega stað var
ekkert lifandi nema svartur
hundur, sem var þar á vakki
dag eftir dag, að þvi er her-
mennirnir sögðu mér. Hund-
gi-eyið beið vafalaust eiganda.
sins.
Eg furðaði mig á kyrðinni,
sem þarna var, þegar ekki
heyrðust skotdrunurnar Úr
fallbyssum Rússa i fjarska.
„Þeir spara ekki skotfærin,"
ságði finskur herforingi við
mig, „en þótt þeir eyði tíu skot-
um fyrir' hvert eitt sem við
hleypum af, er árangurinn meiri
af skothríð okkar."
Og eg var sannarlega glaður
yfir því að Rússar hæfðu ekki
betur, þegar nokkurum minút-
um síðar sprengikúla kom nið-
ur um 20 metra frá, þar sem
við stóðum.
Dýsk-tyfkiÉ
vlbUlluiiilmr
EINKASKEYTI.
London í morgun.
Frá Istanbul er símað, að
Tyrkland og Þýskaland hafi
gert með sér bráðabirgða við-
skiftasamkomulag. Er gert ráð
fyrir vöruskiftum, og nemur
verðmæti varanna 7Vi milj.
sterlingspunda.
Breikkun Tjarn-
argötu.
Fyrir nokkuru var byrjað að
breikka Tjarnargötu og hefir
verið ekið grjóti á ísinn í krik-
anum við nr. 11 við Tjarnar-
götu — hjá Iþróttahúsi K. R.
Samkvæmt framtíðarskipu-
lagi bæjarins á Tjarnargatan að
verða jafnbreið Fríkirkjuvegin-
um eða alls 20 m. Þarf því,
þegar að því kemur, að breikka
nyrsta hluta götunnar, þar sem
hús eru báðum megin, með þvi
að flytja eða rifa húsin austan
götunnar. Verður Tjarnargatan
þá orðin aðalleiðin suður í
Skerjafjörð.
Verður áframhald þessarar
götu fyrir sunnan Stúdenta-
garðinn og Háskólann.
Frá ligpscarétti
Dómur í meið-
yrðauiálS,
í dag var í hæstarétti kveðinn
vipp dómur i meiðyrðamáli
Ingibjargar Jóhannsdótiur ög
Jóhannesar Kristjánssonar,
beggja til heimilis í Skagafirði.
En málavextir eru þeir, að 3.
okt. 1938 sendi nefnd Ingibjörg
kvörtun til umdæmisstöðvar-
. stjórans á Akureyri, vegna mis-
¦ fellna, er hún taldi hafa verið
; á framkomu landsímastöðvar-
. stjórans á Mælifelli í Skaga-
firði í sinn garð. Honum var
send kvörtun þessi til umsagn-
ar og lét hann fylgja svari sínu
yfirlýsingu allmargra bænda í
Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði
og komust þeir svo að orði, að
sökum alkunnrar óvildar frú-
arinnar (Ingibjargar) til stöðv-
arstjórans, þá teldu þeir hana
alls ekki vitnisbæra um þau
mál, er hann (stöðvarstjórann)
snerti. Ingibjörg taldi ummæli
þessi meiðandi í sinn garð og
höfðaði hún meiðyrðamál gegn
Jóhannesi, er var einn þeirra,
er hafði undirskrifað yfirlýs-
ingu þessa, og krafðist þess, að
þau væru dæmd dauð og ó-
merk, og hann sektaður fyrir
þau. Hæstiréttur leit svo á, að
ekki yrði í hinum átöldu um-
mælum talin felast slik aðdrótt-
un eða móðgun, að Jóhannes
ætti að sæta refsingu fyrir þau.
Hinsvegar taldi rétturinn, að ó-
merkja ætti þau ummæli Jó-
hannesar, að hún væri ekki
vitnisbær um þau mál, er
snertu stöðvarstjórann, með
því að Jóhannes hefði brostið
rök fyrir svo víðtækri ályktun.
Urðu því úrslit málsins þau að
ummælin voru dæmd ómerk en
Jóhannes sýknaður af refsi-
kröfu hennar. Þá var hann og
dæmdur til að greiða henni
250 kr. í málskostnað fyrir báð-
um réttum.
Hrm. Eggert Claessen flutti
málið af hálfu Jóhannesar, en
hrm. Einar B. Guðmundsson af
hálfu Ingibjargar.
Permingarbörn,
sem fermast eiga hjá síra Árna
Sigurðssyni, komi til viStals í frí-
kirkjuna á morgun, fimtudag, kl. 5.
ætlun næstk. sunnudag.