Vísir - 29.01.1940, Side 1

Vísir - 29.01.1940, Side 1
Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií itstjórnarskrifstof ur: í’élagsprentsmiðjan (3. hæð). 30. ár. Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 23. tbl. Margra mánaða styrjöld framundan í Finnlandi. Rússar verða að fresta frekari sókn þar til snemma i vor EINKASKEYTI frá United Press. Kaupm.höfn í morgun. Átökin um rúm- 'TBUTtf, þegar um það bil tveir mánuðir eru liðnir frá því I Rússar hófu innrás sína í Finnland og ætluðu að sigra Finna í nokkurra daga skyndistyrjöld og gefa Stalin Finnland í afmælisgjöf — drepa fréttaritarar hlutlausra þjóða I Finnlandi á það í skeytum sínum, hvernig aðstaðan hefir að ýmsu leyti breyst Finnum í vil. (Innrásin byrjaði 30. nóv. f. á.) Mistök Rússa hafa verið, mikil, skipulag slæmt og herstjómin slæm, kapp meira en forsjá, öll áhersla lögð, á skjót- an árangur, ekkert sparað, hvorki menn eða hergögn, en ár- angurinn sá, sem þakka má harðfengi og yfirburðum Finna, góðri herstjóm og kænsku, samfara þekkingu á landslagi o. s. frv., að eftir tveggja mánáða styrjöld, sem hefir kostað Rússa ógrynni fjár, þúsundir mannslífa og tugþúsundir særðra og mikinn hergagnamissi, að eins og stendur getur aðstaða Finna hvergi talist hættuleg. og víðast miklum mun betri en áður. Það er einkum leidd athvgli að því, að sóknir Rússa á Kyrjála- nesi, fyrir norðan og noroaustan Ladogavatn, hafa mishepn- ast svo og tilraun þeirra til þess að brjótast til Helsingjabotns yfir þvert Finnland frá austurlandamærunum. Loks er það tal- ið mjög mikilvægt, að kjarkur þjóðarinnar finsku er óbilaður, þrátt fjTÍr allar loftárásirnar. Webb MiIIer, sem gerir þetta að umtalsefni, símar í morgun, að svo mjög hafi dregið úr sókninni fyrir norðan og norð- austan Ladogavatn, að allir líkur bendi til, að Rússar neyðist til þess að fresta frekari sókn þarna þar til snemm í vor (mars). STÓRSKOTALIÐ FINNA GERIR HARÐA HRlÐ AÐ RÚSSUM. Webb Miller símar ennfrem- ur, að stórskotalið Finna hafi gert harða hríð að Rússum á Kyrjálanesi í gær. Hæfðu skytt- ur Finna oft beint í mark og eyðilögðu margar fallbyssur fyrir Rússum, svo að þær urðu ónolbæfar með öllu. EINN UPPISTANDANDI AF 80 MANNA FLOKKI. Eg hefi talað við rússneskan fanga, sem fluttur var til Vi- borgar, eftir bardagana á laug- ardaginn. Þessi fangi var liinn eini, sem uppi stóð af 80 manna flokki, sem réðist á fámenna sveit finskra hermanna, er tók svo rösklega á móti Rússunum, að þessi eini maður slapp lif- andi. VIÐTÖL VIÐ FINSKA FLUGMENN. Webb Miller kveðst hafa tal- að við marga finska flugmenn, sem halda því fram, að flugvél- ar Rússa hafi marga góða kosti og flugmennirnir séu dug- legir, en ekkl nógu vel þjálfað- ir í hernaðarflugi og í að skjóta af vélbyssum og varpa niður sprengikúlum. Þess vegna sé ár- angurinn af loftárásunum, mið- að við flugvélafjölda, miklu minni en ella myndi. VIÐ ÞURFUM 200 ÁRÁSAR- FLUGVÉLAR — ÞÁ — Einn af finsku flugmönnun- um sagði við mig: „Það, sem liáir okkur mest, er það, að hafa ekki nógu margar lirað- fleygar árásarflugvélar. Ef við fáum 200 slíkar flugvélar til viðbótar getum við tekið á móti rússnesku flugmönnunum, svo að þeir muni eftir ráðningun- um, sem þeir fá“. ensku olíuna. Sigra Þjóðverjar í olíustríðinu. Einkaskeyti frá United Press. llikbr truflanir á samgöngrum í Bretlandl. STYRJÖLDIN I FINNLANDI. Efri myndiri er frá bændabýli í Finnlandi, þar sem er ein af skíðabirgðastöðvum finska hersins. — Á neðri myndinni eru finskir framverðir að vinna að þvi að sprengja brú i loft upp. DEUTSCHLAND FÆR NÝTT NAFN. Þýska flotannálastjórnin til- i kynnir, að þýska vasa-orustu- | skipið Deutschland sé fyrir : nokkuru heim lcomið úr leið- , arigri um Atlantshaf, þar sem skijjið herjaði á flutningaskip. Skipið fær nú nafnið Lutzow, en stærra skip fær nafnið Deútschland. - NRP. 411» r járubrantarl. á eftir áætlun og’ iiin |>rjáia Iieflr eltltert frést. EINKASKEYTI frá United Press. — London í morgun. Járnbrautarlestir í Bretlandi hafa orðið fyrir miklum töfum og eru þær, sem komið hafa til London í gærkveldi og í nótt, 3 til 13 klukku- stundir á eftir áætlun. Um afdrif þriggja farþegalesta, sem lögðu af stað á- leiðis til Skotlands á sunnudagsmorgun, vita menn ekk- ert. Farþegar svo hundruðum skifti, sem komu til Lon- don í morgun, höfðu verið matarlausir í upp undir 20 klukkustundir. Ólag hefir komist á talsímaleiðslur og margir staðir hafa ekkert samband við aðra bæi. í London hefir komist ólag á strætisvagna- og spor- vaganumferð. (Enda þótt ekkert sé á það minst í skeyti þessu — þar sem að ekki er leyft að birta fregnir um veður jafnóðum i blöðum og útvarpi Rretlands, vegna striðsins, verður að álykta, að samgönguerfiðleikar þeir, sem bér er um að ræða, stafi af völd- um ofviðris og fannfergis). K.höfn í morgun. Hvarvetna er nú beðið með mikilli óþreyju hvað gerast muni á Balkanráðstefnunni, sem hefst í Belgrad 2. febrúar, ekki síst vegna þess, að það er nú kunnugt orðið, að Banda- menn leitast við að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar fái meiri olíu frá Rúmeníu. Hið nýja olíu- ráð ætlar að vinna að aukningu olíuframleiðslunnar. . . Bretar hafa tekið olíuframleiðslumál- in til viðræðna við rúmensku stjórnina og krefjast þess, að Þjóðverjum verði ekki ívilnað. Nú hafa Frakkar boðað, að þeir muni taka sömu stefnu og Bret- ar í þessum málum. Sendiherr- ar Balkanríkjanna koma saman á fund í Berlín og vekur sá fundur einnig mikla athygli. Meðal ítalskra stjórnmála- manna ríkir sú skoðun, að Þjóð- verjar muni sigra í olíustríðinu. — Rúmenar verði tilneyddir að láta að kröfum þeirra um meira olíumagn. 2 MENN BÍÐA BANA, EN 50 SÆRAST í GASSPRENGINGU Tveir menn biðu bana, er sprenging varð í Mjöndalen ccllulose-verksmiðjunni, en fjöldi manna særðist. Voru þeir fluttir í sjúkrahús í Drammen. Nánari fregnir vantar, en talið er að um gassprengingu hafi verið að ræða. - NRP. Kosningin hófst í Góðtempl- arahúsinu í Hafnarfirði kl. 2 e. li. í gær. Sjálfstæðismenn komu öllum mönnunum að í stjórn- ina og féll kosningin þannig: Formaður var kosinn Her- mann Guðmundsson með 144 atkv. Ritari Sigurður Sigurðs- son, féhirðir Ingvi Jónsson, fjármálaritari Sumarliði And- résson en varaformaður ísleif- ur Guðmundsson. í varastjórn voru kosnir Arnlaugur Þ. Sig- urjónsson, Sigurbjörn Guð- mundsson og Halhnundur Eyj- ólfsson. ;— Endurskoðendur Á- mundi Eyjólfsson og Ólafur Jónsson, en varaendurskoðandi Guðmundur Eggertsson. Þórður Þórðarson, sem stilt var í formannssætið af hálfu Alþýðuflokksmanna, hlaut 110 atkvæði, en Helgi Sigurðsson frá Sameiningarflokki alþýðu hlaut 40 atkv. Samkvæmt lög- um í Verkamannafélaginu Hlíf verður að kjósa tvisvar, ef alger meirihluti atkvæða næst ekki með einhverjum manninum í uppliafi. Sé kosið tvisvar, er við siðari kosninguna aðeins kosið um þá tvo menný sem flest atkvæði fengu við fyrri kosninguna. Að þessu sinni HERMANN GUÐMUNDSSON. varð að endurtaka kosninguna þar eð sjálfstæðismenn fengu ekki fullan helming greiddra atkvæða við fyrri kosninguna. Varð að kjósa milli Hermanns Guðmundssonar og Þórðar Þórðarsonar, en Iielgi Sigurðs- son kom samkvæmt félagslög- um ekki til greina. Við þessa síðari kosningu skilaði liðlega hehningur Sameiningarflokks Alþýðu auðum seðlum, en liin atkvæðin skiftust milh Her- manns og Þórðar. í Að kosningu afstaðinni flutti Frh. á 3. síðu. FINSKIR SKÍÐAMENN Á NORÐURVÍGSTÖÐVUNUM. ,Hér sést fámennur flokkur úr einni hinni frægu skíðamannahersveit Finna. Skiðamannaflokk- arnir eru vanalega fámennir, 10—20 menn í flokki. Þeir eru vopnaðir hand-vélbyssum og hafa með sér sprengiefni, til þess að sprengja í loft upp brýr og járnbrautir Rússa. H&utleysássteínan sigrar í Búlgaríu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Kosningar eru um garð gengn- ar í Búlgaríu. Það var aðallega hlutleysisstefnan, sem um var deilt í kosningunum, og hafði ríkisstjórnin lýst yfir -því, að hún mundi í öllu fylgja hlut- leysisstefnunni fram, og gera alt, sem í hennar valdi stend- ur til þess að forða því, að Búl- garía flæktist inn í styrjöldina. Þessi stefna stjórnarinnar fékk góðar undirtektir hjá þjóðinni. Stuðningsmenn stjórnarinnar fengu 140 þingsæti, en stjórn- arandstæðingar að eins 20. Áð- ur hafði stjórnin 104 þingsæti, en stjórnarandstæðingar 56. Er því sigur stjórnarinnar hinn glæsilegasti. Stórkostieger sigar sjálfstæðisverkamanna i Hafnarfirði. Áhrif sósíalista þurkuð út úr samtökum hafnfirskra verkamanna. — Sjálfstæðismenn fá hreinan meiri- hluta atkvæða á aðalfundi |Hlífar, 'og þar með alla frambjóðendur sína kosna í stjórn félagsins. Sjálfstæðisverkamenn í Hafnarfirði unnu í gær glæsilegasta sigur við stjórnarkosninguna í verkamannafélaginu „Hlíf“, sem sjálfstæðismenn hafa nokkuru sinni unnið í baráttumálum verkalýðsins hér á landi. Þessi sigur er þeim mun glæsilegri sem Sjálfstæðisverka- menn hafa til þessa verið í minni hluta við allar kosningar í verkamannafélaginu og aldrei átt mann í stjórn þess, og hann er líka sérstaklega glæsilegur fyrir það, að Alþýðuflokksmenn- irnir sem stilt var upp við kosningarnar börðust harðvítugri kosningabaráttu og gerðu alt sem þeir gátu til að hrifsa völdin í sínar hendur. Bæði Þórður Þórðarson og Guðm. Eggertsson sem stilt var upp af hálfu Alþýðuflokksmanna sitja í stjórn Verkamannafélags Hafnarfjarðar sem er flokksfélag þeirra jafnaðarmannanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.