Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 2
V IS I R Frá hæstarétti fyrlr „sttrkistieit hirDileysi” í dag var kveðinn upp dómur í hæstarétti í málinu Réttvísin gegn Sigurði Thorarensen fyrv. lögregluþjóni og Þorkeli Steins- syni, lögregluþjóni. Var Sigurður dæmdur í 500 kr. sekt, en Þorkell í 200 króna sekt. (S. T. er nú ekki lengur í lögreglu- liði bæjarins). VÍSIS OAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Lögreglan og höfnin. AÐ eru ófagrar sögur, sem berast altaf öðru liverju frá höfninni um heimsóknir ís- lenskra kvenna í erlend skip. Sagt er að stúlkur á ferming- araldri slæðist stundum með i þenna lióp. Öllum hugsandi mönnum er þetta skiparáp mik- ið áhyggjuefni. Enginn ágrein- ingur er um það, að koma verði í veg fyrir þennan ófögn- uð. Sumir telja, að bæta megi siðferðið með því einu að girða höfnina með hárujárnsgirð- ingu. Aðrir telja að ekki verði girt fyrir Iauslætið með slíku móti, bárujárnsgirðing yrði auk þess til mikillar óprýði, og fyrst og fremst mundi hún tor- velda alla afgreiðslu við höfn- ina, valda töfum og auknum kostnaði. Ef kvensurnar sæktu fast að komast í skipin gælu þær farið sjóleiðis ef því væri að skifta. Hér er um að ræða eitt af þeim vandamálum, sem rísa í hverri liafnarborg. Á liverju ári kemur það til umræðu. Krafan um lokun hafnarinnar er engan veginn ný. Hún hefir verið margathuguð af kunnugustu mönnum og þeir leggja ein- dregið á móti því að hnigið verði að því ráði. Hinsvegar leggja þeir til að lögreglueftir- litið við höfnina verði hert og mega það undur kallast, jafn mikið og um mál þetta liefir verið rætt, ef það hefir verið látið undir höfuð leggjast. Höfnin sjálf leggur svo af mörkum til bæjarins, að öll sanngirni mælir með því, að haft sé nægilegt eftirlit við skip- in. Það er altaf verið að auka lögregluna. Hinsvegar hefir mjög dregið úr siglingum er- lendra skipa hina síðustu mán- uði. Þess vegna virðist eitthvað bogið við framkvæmdina, ef ekki er hægt að koma í veg fyr- ir skiparápið. Ef ákvæði lag- anna eru ekki fullnægjandi til þess að eftirlitið geti komið að haldi, er einsætt að hreyta þeim í það horf. Það er alveg óþarfi að breiða sig neitt yfir siðferðishlið þessa máls. Öllum kemur saman um, að skiparápið sé ekki einungis til stórskammar, heldur stafi einnig af því mikil sýldngar- hætta. Á þelta hefir margsinnis verið bent i flestum hlöðum hæjarins. En eftir þvi sem fram hefir komið lítur út fyrir, að þeir sem stjórna lögreglunni liafi ekki verið nægilega ár- vakrir í þessu efni. Nú hefir nýlega verið gerð mikil breyting á lögreglumál- unum. Ungur og áhugasamur maður hefir verið skipaður Iög- reglustjóri. Honum ætti að vera það metnaðarmál, að uppræta það hneyksli, sem hér hefir tíðkast í þessum efnum. Það eru ekki líkindi til þess að talið yrði eftir að greiða nauðsynleg- an kostnað af áuknu og bættu eftirliti, ef á annað borð þyrfti að auka kostnaðinn nokkuð. Hinn nýi lögreglustjóri hefir hér fengið þakklátt verk til að leysa af hendi. Eins og nú standa sakir virðist ekki ætti að vera nein sérstök vandkvæði á því, að framkvæma eftirlitið, vegna þess livað siglingarnar Jiafa dregist saman. Hafnar- stjórnin er þeirrar skoðunar, að „lokun hafnarinnar“ sé svo miklum vandkvæðum bundin, að ekki sé út í hana leggjandi. Þess vegna virðist ekki um ann- að að gera en að herða á lög- reglueftirlitinu. Það er óvenjulegt, að korn- ungum mönnum og lílt reynd- um sé falið jafn vandasamt starf og hinum nýja lögreglu- stjóra. Vonandi reynist hann því vaxinn. Yfirhoðarar lians virðast hafa ótakmarkað traust á honum. Hinsvegar hefir al- menningur ekkert tækifæri liaft til þess að dæina um liæfi- leika hans í hinu nýja starfi. Hér virðist því leikur á horði fyrir ungan og framgjarnan mann. Ef hann sýnir þá rögg- semi, að uppræta skiparápið, mun vegur hans vaxa í augum alls almennings. Þess vegna á nýi lögreglustjórinn að snúa sér að því tafarlaust, að upp- ræta þann ófögnuð, sem altof lengi hefir fengið að þrífast, landi og lýð til skammar og tjóns. a Dr. Rögnvaldur Pátursson látinn. Frú Þórunni Kvaran barst skeyti í dag frá Winnipeg þess efnis, að dr. Rögnvaldur Péturs- son hefði andast í gær. Dr. Rögnvaldur, sem hafði verið vanheill alllengi, mun hafa andast á heimili sínu í Winnipeg. S.I. vor var hann í sjúkrahúsi og var skorinn upp, en fékk ekki hót meins síns. Var eftir þetta að eins um bið að ræða. Það mun ekki of djúpt tekið í árinni, þótt sagt sé, að dr. Rögnvaldur hafi verið einn af merkustu mönnum þjóðarinn- ar á vorum tímum. Hann var maður ramíslenskur í anda og vann íslenskri menningu stór- mikið gagn vestan hafs, auk mikils starfs á öðrum sviðum. Hann var forseli Þjóðræknisfé- lagsins er hann lést og hafði verið það um langt skeið og unnið því mikið gagn. Dr. Rögnvalds vetrður nánar minst síðar hér í blaðinu. Aðalfundur Stúdenta- félags Reykjavíkur. Stúdentafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn í gærkveldi að Garði. Þegar fráfarandi for- maður hafði gefið skýrslu um störfin á liðnu ári, fór fram stjórnarkosning og er stjórnin nú skipuð þessum mönnum: Ludvig Guðmundsson, for- maður, Egill Sigurgeirsson, gjaldkeri, Ármann Snævarr stud. jur. ritari. Sig. Bjarnason slud. jur. var kosinn varafor- maður, en meðstjórnendur dr. Símon Jóh. Ágústsson og stud. med. Hannes Þórarinsson. Er því enginn liinna fyrri stjórnar- meðlima í nýju stjórnini. Ludvig Guðmundsson skóla- stjóri flutti erindi um þegn- skyldu og urðu nokkrar um- ræður um það mál, en síðan var samþ. tillaga, þar sem m. a. var skorað á Alþingi að samþ. frv. um alm. vinnuskóla ríkis- ins. Þá var rætt um nafnbreyt- inguna á Iandinu. Höfðu menn vænst þess, að Vilhjálmur Þ. Gíslason myndi lcoma á fund- inn skv. áskorun S. Ólasonar, en hann kom ekki. En þeir deildu allhart um þetta mál, S. Ólason annarsvegar og dr. Alexr ander Jóhannesson og Jón Giss- urarson liinsvegár. Atvik málsins eru þau, að 26. okt. 1938 kl. 11 e. h. var hringt frá Hótel Borg á lög- regluvarðstofuna og beðið um aðstoð vegna óspekta þar. Fóru nefndir lögregluþjónar þangað þegar í stað í lögreglubifreið- inni. Er þeir komu i innra and- dyri hótelsins liöfðu óspektirn- ar þar hjaðnað niður. En mað- ur nokkur er þar var hafði ekki greitt veitingaskuld sína og tóku lögregluþjónarnir hann þá tali í því skyni að jafna á- greininginn milli hans og veit- ingaþjóns þess, er liafði afgreitt liann. Maður þessi var ölvaður, og aistist liann undir viðræðum þessum og gaf veitingaþjónin- um utan undir. En í þessum svifum byrjaði maður að syngja í anddyrinu. Var það Karl Jóns- son læknir og var liann að fara í yfirhöfn sína. Samkvæmt skýrslu hans hafði hann drukk- ið þá um kvöldið ásamt öðrum manni tæplega þriggja pela flösku af ákavíti, síðan fóru þeir á liótélið og drukku þar hvor 2 glös af koníaki. Þegar Karl byrjaði að syngja, skipaði ákærði Sigurður lionum hrana- lega að þegja, en Karl herti sönginn, enda þótt telja verði að hann hafi lilotið að heyra skipunina. Hófst nú viðureign milli Karls og lögregluþjón- anna. Héldu þeir því fram við rannsókn máls þessa, að Karl liefði reitt liöndina til höggs og ætlað að slá Sigurð og Sigurður þá gripið hönd hans og viður- eign þeirra þannig byrjað. En vitni, sem viðstödd voru, báru að Sigurður hefði, er Karl hélt áfram að syngja, gripið annari hendi fyi’ir munn hans, en Karl þá reynt að losa sig og úr því liafi viðureignin hafist milli þeirra. Lagði héraðsdómarinn vitnaframburðinn til grund- vallar um þetta atriði. Er þeir Karl og Sigurður voru komnir í ryskingar lcom Þorkell Sig- urði til hjálpar. Yfirbuguðu þeir Karl fljótlega, járnuðu hann, settu hann upp í lögreglubif- reiðina og óku með hann að hegningarhúsinu. Er þangað kom leiddu þeir hann inn í port- ið milli sín, en sleptu þar snöggvast af honum. Tók hann þá bakfall upp að veggnum ög féll niður með honum. I þessu kom fangavörðurinn. Tóku á- kærðu Karl upp og báru hann inn, losuðu járnin af honum og lögðu liann fyrir. Fanga- vörðurinn tók eftir því, að blóð var á jakka Karls og fundu þeir smávegis skrámur á linakka hans, sem þeir þvoðu. Er Karl var lagstur fyrir féklc hann upp- sölu og var látið í té vatn að drekka. Meðan þeir komu Karli fyrir var hann meðvitundar- og máttlítill, en þeir töldu það stafa af vínneyslu. Yfirgáfu þeir hann siðan. Kl. 9 morgun- inn eftir er fangavörðurinn kom til lians kvartaði hann um að sér liði illa. Er hann kom heim þennan dag lagðist hann í rúmið og lá siðan rúmiastur um nokkurt skeið. Við Iæknis- skoðun lcom í ljós, að hann hafði skrámur á hnakka, bólgu- garð aftan á hálsinum, nokkuð meiddur á hægri hendi, mar- blett á haki o. fh Töldu læknar er skoðuðu hann, að liann hefði feúgið allverulegan heilahrist- Héraðsdómarinn (ísl. Árna- son prófessor) leit svo á, að Karl hefði að vísu verið tölu- vert undir áhrifum vins og ó- hlýðnast skipun lögregluþjóns- ins um að þegja, en það gæti jió ekki réttlætt hina ofbeldis- fullu liandtöku hans og að á- stæðulaust liefði verið að fara með liann í hegningarliúsið. Hefðu þeir þá gerst brotlegir við 126. gr. og 129. gr. hegningar- laganna með framkomu sinni. Að því er snertir áverka þá, er Karl hafði fengið, taldi liéraðs- dómarinn að skráman á hnakk- anum stafaði af falli hans upp að veggnum og að líkur bentu til þess, að liann hefði þar af lilolið heilahristinginn. Hins- vegar yrði það ekki talið víta- ’ vert gáleysi af lögregluþjónun- um, að þeir sleptu honum ó- studdum i portinu. Að því er bólgugarðann á hálsinum snerti töldu læknar að liann myndi líklegast stafa af höggi frá ein- hvCrjum sveigjanlegum og mjúkum hlut. Ákærðu neituðu hinsvegar staðfastlega að þeir hefðu barið Karl eða veitt lion- um umræddan áverka og' var það ekki talið sannað gegn ein- dreginni neitun þeirra. Að því er önnur meiðsl hans varðaði var ekki talið að þau hefðu ver- ið veitt af ásettu ráði, enda þó telja mætti að þau stöfuðu af viðureigninni, og voru ákærðir því ekki sakfeldir fyrir þau. — Urðu úrslit málsins þau i und- irrétti, að Sigurður var dæmd- ur i 200 króna sekt, en Þorkell í 100 kr. sekt. I hæstarétti var refsingin hækkuð svo sem að framan greinir. Taldi hæstiréttur, að Sigurður hefði ekki farið að Karli með þeirri lipurð og prúðmensku, sem lögreglu- manni hæfði og að framferði Karls, eftir að lionum liefði ver- ið skipað að þegja, hefði ekki gefið ástæðu lil þess að leggja hendur á hann með þeim hætti, er gert var og flytja liann í fangaliúsið. Þá taldi rélturinn og að ákærðu hefði átt að vera það ljóst, að máttleysi og rænu- leysi Karls í fangahússsgarðin- um gat ekki eingöngu stafað af áfengisnautn hans, heldur af einhverri annari orsök; yrði því að telja, eins og á stóð, að lög- regluþjónarnir hefðu gerst sek- ir um stórkostlegt hirðuleysi með því að skilja Karl eftir ein- an í læstum fangaklefa, þar sem liann var látinn vera næstum 9 klukkustundir eftirlitslaus, að nóttu til. Sækjandi málsins var hrm. Lárus Jóhannesson, en verjandi cand. jur. Ólafur Þorgrímsson. Samgöngutruflanir hafa alvarlegar afleiðingar í Japan. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Hríðarveður mikil hafa geng- ið yfir nokkurn hluta Japan, og | muna menn ekki aðra eins veð- | urhörku þar í landi. Hefir af- | leiðingin orðið samgönguerfið- | leikar. Viða er kolaskortur og rafmagns, svo að fjölda margar verksmiðjur hafa íieyðst til ! þess að hætta í bili, annaðhvort alveg eða að riokkru leýti. Kjarabætur verslunarmanna Samningar undir^ pitaðip í dag. Eins og getið hefir verið hér í blaðinu tók stjórn Verslunar- mannafélags Reykjavíkur að sér forustu um samningaum- leitanir við félög kaupmanna hér í bænum, um kauphækkun til handa verslunarfólki í sam- ræmi við lagasetningu síðasta Alþingis um gengisskráningu og ráðstafanir í því sambandi. Hafa samningar gengið mjög greiðlega, og liefir þegar verið gengið frá samningsuppkasti við eftirtalin félög: Félag ísl. stórkaupmanna, Félag mat- vörukaupmanna og Félag vefn- aðarvörukaupmanna. Verða samningar undirritaðir í dag, og mun Vísir birta á morgun breytingar þær á kaupgreiðsl- um, sem verða samkvæmt samningunum. Samningarnir eru gerðir til 3ja mánaða og gilda frá ára- mótum. Er ekki unt að gera samninga til lengri tíma vegna hinna tíðu breytinga. sem nú verða á öllum sviðum, og þá ekki síst í verslunarmálunum. Þegar samningslíminn er út- runninn, má vænta endurnýj- unar á samningunum, annað- livort óbreyttum eða með á- orðnum nauðsynlegum hreyt- ingum, sem stjórnir félaganna | fjalla um. Samningarnir munu i einu og öllu miðast við lagasetningu síðasta Alþingis varðandi kaupgj aldsgreiðslur. að útlendingar sem liingað lcoma, taki fallegar kvikmynd- ir af landi okkar, atvinnuveg- um og lifnaðarháttum, er það þó öllu meira virði að íslend- ingar sjálfir gerðu þetta, ef ; liægt væri siðar meir að stofna til auglýsingar- og kynningar- starfsemi innan lands sem utan með þessum myndum. Það þarf að lána þær út um bygðir og hæi landsins, sýna þær í skólum, á mannfundum og skemtunum, en einnig að aulca þekkingu annara þjóða iá íslandi með því að lána þær út fyrir landstein- ana. •Nú hin allra síðustu ár liafa örfáir íslendingar fengist vSlð kvikmyndatöku í litum af landi og lifi þjóðarinnar. Vigfús Sig- urgeirsson hefir tekið litakvik- mynd sem sýnd Var á heimssýn- ingunni í New York, en það er líka það eina af kvikmynda- framleiðslu vorri i litum, sem sýnd liefir verið erlendis. Mörgum Reykvikingum er kunnugt um að hæði Ólafur Árnason sýningarmaður í Gamla Bíó og Sigurður Tómas- son úrsmiður hafa tekið stuttar en hinsvegar mjög glæsilegar mjófilmumyndir í litum. Þær myndir hafa verið teknár án ' í ■ . ■ . , : i Landsmót stúdenta 17. júní. Á fundi Stúdentafélagsins í gærkveldi var kosin 7 manna nefnd, sem undirbúi Landsfund stúdenta 17. júní n. k. ásamt með stjóm Stúdentafélags Reykjavíkur. Landsfund stúdenta skal halda annað livert ár, skv. á- lyktun fyrsta landsfundarins 17. júní 1938. Er hann jafnan hald- inn í Þingvöllum. Þessir menn voru kosnir í nefndina: Dr. Björn Þórðarson, lögmaður, próf. dr. pliil. Alex- ander Jóliannesson, Iiáskóla- rektor, próf. Bjarni Benedikts- son, Sigurður Eggerz, sýslu- maður, formaður Stúdentafé- lags Akureyrar, Þórunn Haf- stein, formaður Kvenstúdenta- félags Reykjavíkur, Leifur Sig- urðsson, tannlæknir, formaður Stúdentafélags Vestmannaeyja, Hörður Bárðarson, dipl. ing., ar- kitekt, Sig. Ólason, fulltrúi og aðalstjórn Stúdentafél. Reykja- víkur. Dómur fyrir sölu bruggaðs áfengis. í gær vaV kveðinn upp dóm- ur í lögreglurétti Reykjavíkur yfir Sólveigu Sigurðardóttur Bergmann, Breklcustíg 6 og Guðmundi Ragnarssyni, Fram- nesvegi 14, fyrir hruggun og sölu á áfengi. Sólveig, sem dæmd hefir ver- ið áður fyrir bruggun, var dæmdi í 10 daga fangelsi og 1000 króna sekt. Guðmundur var dæmdur í 200 króna sekt. sérstaks tilgangs, annars en þess, að sýna fegurð og litskrúð hins íslenska lands. Hinsvegar liefir Skógrækt ríkisins unnið að því á síðast- liðnu sumri, að tekin yi’ði fræðslumynd í litum af skóg- ræktarstarfsemi austur í Fljóts- hlíð og þó einkum austur á Þórsmörk. Dvaldi Kjartan Ó. Bjarnason prentari um nokk- urn tíma þar eystra og vann að upptöku kvikmyndarinnar á vegum Skógræktarinnar. Gafst tiðindamanni blaðsins kostur á að sjá myndina, sem er alveg sérstaklega falleg og vel gerð. Einkum virðast Iitir og litaskifting vera mildu full- komnari og betri en áður hefir sést á þeim litakvikmyndum sem hér hafa verið gerðar. Mun þetta m. a. stafa af þvi að við töku myndarinnar var notast við nýja og endurbætla gerð af filmu, sem er fullkomnari en þær sem óður hafa verið notað- ar. Myndin er að mestu leyti tek- in á Þórsmörk og sýnir ekki að eins gróður Merkurinnar lield- ur einnig hrjúfleik hennar, tröllaukinn hrikaleik, beljandi vatnsföll og heillandi litskrúð. Vísir hefir snúið sér til Há- konar 1 Bjarnasonár skógrækt- ing. íslensk fræðslu- kvikmynd í litum. TilraiiEBÍr Nkógræktar ríki§in§. Viðtal við Hákon Bjarnason skógræktarstjóra. Fyrir viku síðan var getið um það í Vísi, að Englendingur nokkur hafði verið á ferð hér á landi s. I. sumar og tekið kvik- mynd af landinu í eðlilegum litum. Þetta er í sjálfu sér mjög ánægjulegt, því að kvikmynda- taka og kvikmyndasýningar af landi og þjóð er betri auglýs- iingastarfsemi en nokkur önnur. Fyrir okkur íslendinga er það mjög mikils virði að kvikmyndirnar séu í litum vegna litauðgi landsins. En þótt það sé mikils virði,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.