Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 31.01.1940, Blaðsíða 3
 nm Gtmla Bíó ■BH Ualsekonourinn. Sýndup í kvöld kl. 9 í síöasta siirn. FARFUGLADEILD REYKJAVÍKUR. Nkemtíkvöld að Hótel Borg fimtudaginn 1. febr. n. k. kl. 9. SKEMTIATRIÐI: 1. Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, segir frá Þórsmörk. 2. Þórsmörk í litum. (Frumsýning á gullfallegri kvikmynd i litum, tekinni af Kjartani Ó. Bjarna- syni). — 3. Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein, syngja úr „Gluntarna“. 4. DANS. Aðgöngumiðar verða seldir við Öllum frjáls innganginn og kostar 2 krónur. aðgangur. — Saltkjöt Við höfum til sölu nokkrar 1/1 og 1/2 tn. af stópliöggi&u. dilkakjötl. Með þeirri verkunaraðferð er trygt, að kjötið geymist algjörlega jafngott fram á sumar. Og þó að það þurfi töluverða útvötnun, er ekki í það horfandi, þegar VISSA ER FYRIR, AÐ VARAN ER GÓÐ OG GEYMIST EFTIR ÞÖRFUM. Samband ísl. samvinnufélaga Sími 1080. fasleigiiiiiikðttiir (húsagjald, lóðargjald), VATNSSKATTUR og LÓÐARLEIGA til bæjarsjóðs Reykjavík- ur árið 1940 féllu í gjalddaga 2. janúar. Eigendur húsa og annara fasteigna í bænum eru beðnir að gera skrifstofu borgarstjóra að- vart, hafi þeim ekki borist gjaldseðlar. Borgarritarinn. Atvinnuleysis- skýrslur. Samkvæmt lögum um atvinnuleysisskýrslur fer fram skráning atvinnulausra sjómanna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna í Goodtemplarahúsinu við Templ- arasund 1., 2. og 3. febr. n. k. kl. 10—20. Þeir, sem láta skrásetja sig, eru beðnir að vera viðbúnir að gefa nákvæmar upplýsingar um lieimilisástæður sínar, eignir og skuldir, atvinnudaga og tekjur á síðasta ársf jórðungi, live marga daga þeir hafi verið atvinnulausir á síðasta ársfjórðungi vegna sjúkdóms, hvar þeir hafi haft vinnu, hvenær þeir hafi liætt vinnu og af hvaða ástæðum, hvenær þeir hafi flutt til bæjarins og hvaðan. Ennfremur verður spurt um aldur, hjúskap- arstétt, ómagafjölda, styrki, opinber gjöld, húsaleigu og um það í hvaða verkalýðsfélagi menn séu. Loks verður spurt um tekjur manna af eignum mánaðarlega og tekjur konu og barna. Borgarstjórinn í Reykjavík, 31. janúar 1940. Pétiii* HaUdór§§on. i8*kíS*;> . • ■ .•■ - ■ ■■ *■' ■'- arstjóra og spurt hann nánar um þessa kvikmyndastarfsemi Skógræktarinnar. „Þetta er að eins byrjunartil- raun,“ svarar skógræktarstjóri, „en sú tilraun hefir hepnast svo ágætlega, að við erum ákveðnir í að lialda þessari starfsemi áfram.“ „Á hvern liátt?“ „Það er áætlað að fullgera með tímanum lieilsteypta fræðslukvikmynd í litum af íslenskri skógrækt og störfum þar að lútandi." ' „Hvað leggið þið mesta á- herslu á að kvikmynda?“ „Það er svo afar margt sem kemur til greina. Við viljum í þessari mynd sýna livernig landið getur verið þar sem það er ósnortið og í friði fyrir á- gangi af skepnum — og mönn- um. Við viljum sýna livað getur vaxið og dafnað hér af trjáteg- undum eins og t. d. grenið og furan á Hallormsstað. Við vilj- um sýna fegurðar- og nytja- aukann sem getur verið að skógunum, og sýna þá jafn- framt kolabrenslu og viðar- högg. Svo er enn þá gróðursetn- ing trjáplantna, meðferð á þeim og aðlilynning. En það sem einna brýnasta þörf ber lil að sýna eru þó skemdir og eyði- legging skógargróðurs af upp- blæstri og ágangi og hvernig hægt er að stemma stigu fyrir þeim.“ „Hvar verður kvikmyndin tekin ?“ „Sem víðast á landinu. Meðal þeirra staða sem eg hefi helst í hyggju eru Vaglir, Hallorms- staður, Haukadalur, Þjórsár- dalur, Rangárvellir, Landssveit, Bæjarstaðaskógur, e. t. v. i Borgarfirði og víðar.“ „Hvað tekur þetta langan tíma?“ „Það er mjög undir atvikum komið, en eg legg ríka áherslu á að það verði unnið sem mest að kvikmyndinni á næsta sumri. Þó er mjög óvíst að henni verði lokið þá — og jafnvel líkur til að henni verði ekki fyllilega lokið fyrr en eftir mörg ár. Við viljum gera myndina eins glæsi- lega úr garði og mögulega er unt, en til þess þarf kvikmynda- smiðurinn að liggja við, jafnvel vikum saman á sama stað til að biða eftir ákjósanlegum tæki- færum til myndtöku.“ „IL er starfar að myndtök- unni fyrir Skógræktina?“ „Við höfum farið þess á leit við Kjartan Ó. Bjarnason prent- ara, að hann starfi framvegis að þessu fyrir okkur, eftir þvi sem liann getur. Það er mjög listrænn myndasmiður eins og þessi mynd ber með sér, og þó liefir liann ekki liaft eins góða myndavél sem þyrfti. Eg er því sannfærður um, að það er Kjartani fyrst og fremst að þakka en ekki myndavélinni, Iivað kvikmyndin er glæsileg“. „Er það ekki ætlun yðar, að lána kvikmyndina síðar meir til félaga eða skóla?“ „Jú, en ekki fyr en síðar — þegar hún er fullgerð. Að vísu höfum við ákveðið að sýna þann hlutann sem þegar er gerður, á skemtifundi Farfugla annað kvöld, en eftir það verður hún ekki sýnd nema ef vera skyldi að þingmönnum yrði ein- hverntíma boðið að sjá hana. Seinna meir verður hún sýnd um alt land, sein hver öniiur fræðslumynd.“ „En verða ekki fleiri kvik- ! niyndir gerðar um svipað efni í framtíðinni?“ „Æskilegast væri það, en við sjáum til hvernig viðtökur þessi fyrsti vísir okkar fær. Ef til vill i sjáum við okkur fært að búa til fleiri en þessa einu mynd, ef til ! vill getum við látið „copiera“ þær á breiðfilmur og setja hljómíist inn í þær — fallcg ís- lensk lög. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafél. Mentamálaráð hefir á undanförn- um misserum búið sig undir að hefja allumfangsmikla bókaútgáfu, þar sem fastir áskrifendur geta fengið margbreyttan og álitlegan bókakost fyrir io kr. árgjald. Er nú unnið að þvi að safna áskrif- endum um alt land. Aðalfundur Þjóðvinafélagsins var haldinn í desember síðastl. Þar var lagt fyrir stjórn félagsins að hefja samstarf um bókaútgáfu við Mentamálaráð. Hafa þessar tvær nefndir nú komið sér saman um, hversu þær skuli hafa útgáfu sinni nú í ár. Mentamálaráð gefur út fjórar bækur, en Þjóðvinafélagið þrjár. Allir skilvísir félagsmenn Þjóðvina- félagsins og skilsamir áskrifendur að bókum Menningarsjóðs fá allar þessar bækur fyrir io krónur. Það er ætlast til, að þessi ódýra og fjölbreytta útgáfa verði upphaf að því, að fjölmörg heimili, þar sem nú mega heita bókalaus,byrji að eiguast nokkurt bókasafn. Um mörg undanfarin ár hafa bækur verið svo dýrar, að fjöldi manna, sem vildi eiga bækur, hafa hætt við bókakaup af f járhagslegum ástæðum. Hér er þess vegna stefnt að því, að íslensk heimili hefji aftur þann gamla og góða sið, að eiga bækur og þykja vænt um heimilisbókasafnið. Mentamálaráð gerir ráð fyrir að fylgja föstu skipulagi i útgáfusinni. Ein af bókum þess nú í ár er um náttúrufræði, önnur um félagsmál nútímans, þriðja merkileg æfisaga og fjórða heimsfræg skáldsaga. Ef unt verður að halda áfram skipu- legri bókaútgáfu á næstu árum; mun Mentamálaráð halda áfram á sömu braut. Út munu verða gefnar bæk- ur um náttúruvísindi, félagsmál, sagnfræði og skáldskap. Ef fjár- hagur leyfir, verður reynt að gera útgáfuna enn f jölbreyttari. Þessar sjö bækúr verða gefnar út í ár; 1. Aldous Huxley: Markmið og leiðir. 2. Knut Hamsun; Sultur. 3. Jóhann Sæmundsson: Manns- líkaminn og störf hans. 4. T. E. Lawrence: Upþreistin í eyðimörkinni. 5. L. Strachey: Viktoría drotning. 6. Almanak Þjóðvinafélagsins 1941. 7. Andvari 1940. Bœ)ar íréffír Veðrið í morgun. I Reykjavík —3 st., heitast í gær 2, kaldast í nótt —3 st. Sólskin í gær í 4.6 st., heitast á landinu i morgun 2 st., i Eyjum; kaldast —7 st., á Blönduósi. ■— Yfirlit: Grunn lægð fyrir sunnan land. -— Iiorfur: Suðvesturland til Norður- lands: Austan gola. Bjartviðri. Skattstofan. Athygli almennings skal vakin á því, að í dag er siðasti framtals- dagur til skatts. Skattstofan verður opin til kl. 10 í kvöld og leiðbein- ingar veittar þeim, er óska. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes. — Til Rvík- ur: Laugarvatn, Akranes. Sænski sendikennarinn, fil. mag. A. Ostermann, byrjar kenslu í sænsku í háskólanum á morgun kl. 5. Almenningi er heim- ilt að taka þátt í námskeiðinu ó- keypis. Næturlæknir. Kristin Ólafsdóttir, Ingólfsstræti 14, sími 2161. Næturvörður i Ing- ólfs apóteki og Laugavegs'apóteki. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.15 Islenskukensla, 1. fl. 18.40 Þýskukensla, 2. fl. 19.20 Hljómplötur : Sönglög eftir Hugo Wolf. 19.30 Um sýningu L. R. á „Fjalla-Eyvindi“ (Sig. próf. Nor- dal). 19.50 Fréttir. 20.15 Spurn- ingar og svör. 20.30 Kvöldvaka: a) Jóhann E. Kúld: Uppreisnin á „Faustínu". Endurminningar sjó- manns. b) 21.05 Baldur Bjarnason stúdent: Kósakkarnir. Erindi. c) 21.35 Kvæðalög. N*|a B<6 Konan með örið. (En kvinnas Ansikte). Sænsk stórmynd, gerð undir stjórn kvikmyndasnilMngjs- ins Gustaf Molander. — Aðallilutverkið leikur frægasta ag fegursta leikkona Svía: INGRID BERGMAN, ásamt And- reas Henrikson, Hilda Bergström o. fl. Síldarnætur. Getum útvegað nokkrar síldarnætur, liklegir karrp- endur eru heðnir að tala við okkur nú þegar.- Þórður Sveinsson & Co. hi UTSALA KVENFRAKKAR Kvenkápur Kvenkjólar seljast með miklum afslætti, t. d. Kápur frá 40 kr» Lítið gallaðar ullarpeysur seljast ódýrt. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ. — KAUPIÐ ÓDÝRT. ( tsalan §tendnr aðeins fáa daga. Verslun Kristínar Sigurðardótfur Sími 3571. Laugavegi 20 A. Besta skrifstofuplássið í miðbænum 8 herbergi, er laust 14. maí. Væntanlegir Iysthaf- endur leggi tilboð inn á skrifstofu blaðsins fyrir 8. n. m. (febrúar), merkt: „Þór“. stórt og bjart,helst í steinhúsi,óskast til leigu eða kaups H.F. LEIFTUR. — Sími: 5379. Bifreiðastoðin GEYSIR Símar 1633 og 1216 Nýir bílar. Uppbitaðir bílar. IJTSVÖR Bæjarráð hefir ákveðið að leggja fram skrá yfir alla gjaldendur, sem skulda IJTSVÖK tíl bæjarsjóðs Reykjavíkur hinn 1. mars næstk. Er því skorað á alla þá, sem skulda útsvar frá árinu 1939, eða fyrri árum, að greiða skuldír sínar nú þegar. LÖGTÖK til tryggingar útsvörum eru hafín, og verða gerð án frekari aðvörunar. Borgarritarinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.