Vísir - 03.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 03.02.1940, Blaðsíða 1
1 & Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rií itst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsntiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSING ASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 3. jfebrúar 1940. 28. tbl. JK/U.!SJSO;« Þriðja loftárásin á Rovaniemi í gær. Bpynvörða sleðarnir peynast illa. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. WEBB MILLER, fréttaritari United Press á vígstöðvunum í Finnlandi, símar í morgun: Tilraunir Rússa til þess að rySja sér braut gegnum Mannerheimvíggirðingarnar hafa enn engan árangur borið. Þrátt f yrir það halda þeir enn áf ram að gera áhlaup. Jafnframt er haldið uppi látlausum loft- árásum á finskar borgir . Hin nýju hernaðartæki Rússa, brynvörðu sleðarnir eða „Trjóuhestarnir" eins og farið er að kalla þá, reyn- ast ekki vel. Þeim hefir ekki orðið neitt lið íþeimísókn- inni. Finnar varpa óspart á þá handsprengjum og tekst fljótlega að valda slíkum skemdum á þeim, að þeir verða ónothæfir. Loftárásunum er haldið áfram af hinu mesta kappi. Til- gangurinn virðist, eins og eg hefi oft vikið að í skeytum mínum, að lama viðnámsþrótt finsku þjóðarinnar, en þess sjást engin merki, jafnvel ekki í bæjum eins og Ábæ, sem hafa orðið fyrir loftárásum í tugatali. Loftárásir hafa nú verið gerðar á Rovaniemi 3 daga í röð. Ibúarnir hafa nú verið fluttir á brott og borgin er víða í rúst- um og mannlaus að kalla. Fólkið var aðdáanlega rólegt meðan á brottflutningnum stóð og fór hann skipulega fram. Agreiningur á Balkanráð- stefnunni. Rúmenar hóta að leita samvinnu við Þjóðverja. Einkaskeyti frá K.höfn. K.höfn í morgun. Balkanráðstefnan var sett í gær og er Gafencu, utanríkis- málaráðherra Rúmeníu, forseti ráðstefnunnar. Fundir ráðstefn- unnar fara frám fyrir luktum dyrum, en að fundinum lokn- um á sunnudagskveld verða á- Jyktanir fundarins birtar. Rúmenar hafa að sögn krafist jþess, að fá tryggingu fyrir því, að Ungverjar og Bulgarar geri ekki kröfur til Rúmena um lönd þau, sem þessar þjóðir urðu að láta af hendi við Rúmena upp úr heimsstyrjöldinni. Hafa Rúmenar í hótunum, að leita nánari samvinnu við Þjóðverja, ef slik trygging fæst ekki. Hafa inenn af þessu áhyggjur mikl- ar og óttast, að árangur af ráð- stefnunni verði allur annar en menn höfðu gert sér vonir um. Sumir fréttaritarar eru þó þeirrar skoðunar, að þetta sé að eins herbragð af hálfu Rú- mena, þar sem nokkurn veginn örugt megi telja, að Karl kon- ungur muni beita áhrifum sín- um gegn því, að nokkur stefna verði tekin, er af leiði, að Rú- menar fjarlægist Breta og Frakka. Rúmenar munu og ótt- ast, segja sömu fréttaritarar, að Þjóðverjar fái sterka áhrifaað- stöðu í Rúmeníu. Þegar Metaxas, forsætisráð- herra Grikklands, kom til Bel- grad, en hann er fulltrúi laiids síns á ráðstefnunni, sagði hann í viðtali við blaðamenn, að hann teldi vel horfa um árangur af ráðstefnunni. Spáði hann því, að árangurinn yrði sá, að Balk- anbandalagið efldist að áhrif- um. í Istanbul (Tyrklandi) búast menn ekki við því, .að árangur ráðstefnunnar verði hernaðar- bandalag eða varnarbandalag, en fjárhags- og viðskiftaleg samvinna verði aukin. 11 bn kðfbát " fll „ mr' u mmmmmmmmmmmMmim íSÍÍSy" :''..": :.'¦ v/ \ IComið tímanlega. Kl. 10 voru allir miðar uppseldir að kveldvöku Blaðamannafélags íslands og fengu miklu færri miða en vildu. Miðar verða alls ekki seldir við innganginn. Þá skal f ólki og bent á það, að þeir sem koma fyrstir á Kveldvökuna í kveld munu fá bestu borðin, því að Blaða- mannafélagið hefir gert þann samning við hótelið, að eng- in borð verði tekin frá. Kveldvakan hefst kl. 9 stundvíslega og er þess vænst, að þá verði allir komnir í sæti sín. Skemtiatriðin munu fara fram á palli, sem komið er fyrir milli gylta salsins og „restaurationarinnar". VERKAMANNAHVERFI BRENNUR. — Rússar virðast vera sérstaklega lagnir við að hæfa verkamannabústaði og sjúkrahús i Finnlandi og helst í óvíggirtum borgum. Erlend blöð segja frá því, að rússnesku flugmennirnir sé oft svo ragir og bláuðir, að þegar þeir komi auga á finskar eltingaflugvélar, þá snúi þeir oft við og varpi sprengjum sínum niður á viðavang, til þess að auð- velda flóttann. — Á myndinni hér að'ofan eru hermenn og óbreyttir borgarar að reyna að-hefta útbreiðslu elds í verkamannahverfi finskrar borgar. — Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Eins og frá var sagt í fregn- um fyrir nokkuru fórust þrír breskir kafbátar í Helgolands- flóa fyrir nokkuru. Var talið, að meiri hluti áhafnanna hefði far- ist. Nú er komið í ljós, að á- höfnum tveggja kafbátanna „Starfish" og „Undine" hefir verið' bjargað. Byggja menn þetta á nafnalista, sem lesinn var upp í þýska útvarpinu, og bréfspjöldum, sem ættingjar skipverja á þessum kafbátum liafa fengið. Er hér um 67 menn að ræða og eru þeir nú fangar í Þýskalandi.. Helgidagslæknir. Kristján Grímsson, Hverfisgötu 39, s'riií 2845. Fyrirlestur um frum- kristindóminn. Dr. theol. sira Eiríkur Al- bertsson að Hesti er nýlega kominn hingað til bæjarins og mun dvelja hér um tíma og flytja allmarga fyrirlestra við . guðfræðideild háskólans. . Munu fyrirlestrarnir fjalla um frumkristnina. Þarf ekki að efa að háskólanum er mikill fengur að fyriidestrum þessum, með því að fyrirlesarinn hefir þegar sýnt það og sannað hvers hann er megnugur, er hann reit doktorsritgerð sina, þrátt fyrir erfiða aðstöðu á ýmsan hátt, en hlaut maklegt lof fyrir, enda var hún fyrsta ritgerðin, sem tekin hefir verið gild til varnar doktorsnafnbótár af guðfræði- deildinni. Japani? herða Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. í opinberri tilkynningu, sem gefin var út í Tokio i morgun, segir að japanslri herinn í Kína hafi tekið Nviyan, sem er 130 kílómetra frá Paotow, einnig Pingyang, sem er ramlega víg- girt hernaðarleg bækistöð í Kwaiigsi. Japanir herða nú mjög sóknina á hendur Kín- verjum. Starlsemi sjalfsfæ íélagatiaa á Ámrey Viðtalvið Jóhann Hafsteinjeand. jur. Jöhann Hafstein, erindreki Sjálfstæðisflokksins, kom með Esju hingað til bæjarins úr ferð sinni til Akureyrar. Hefir hann dvalið þar liðlega hálfan mánuð og haldið uppi mælskunám- skeiði á vegum Harðar, félags ungra Sjálfstæðismanna á Ak- ureyri. — Vísir hitti Jóhann að máli og inti hann eftir störf- um hans. samþykti áskorun til meirihluta bæfarstjórn- ar um bygging öldubrjóts og haínargerðar. „Námskeiðið hófst á Akur- eyri hinn 17. jan. s.l. og sóttu það 20 manns frá Akureyri og grend. Þessir menn allir- eru mjög áhugasamir um flokks- málin, og þótt þeir velflestir ynni að föstum störfum á dag- inn, sóttu þeir námskeiðið á hverju kvöldi og stundum nokkuð fram á nótt, eftir því sem umræður teygðust. Hvernig gengur starfsemi ungra sjálfstæðismanna á Ak- ureyri ? Félagið Hörður er ellefu ára og starfar nú af miklu kappi. Hefir félögum fjölgað allveru- lega upp á síðkastið, einkum meðan hins ötula formanns fé- lagsins, Jónasar Jenssonar, naut við, og einnig síðar undir stjórn núverandi formanns þess, Jóns Sólness. Meðan eg dvaldi á Akureyri voru margir fundir haldnir i sjálfstæðisfélögunum á Akur- eyri, bæði félagsfundir, skemti- fundur og útbreiðslufundur. Voru þeir allir vel sóttir og um- ræður fjörugar. Hvað um atvinnulífið á Ak- ureyri? í atvinnulífi bæjariris fanst mér aðallega bera á tvermu, sem er hvort í sínu lagi af hin- um ólíkasta toga spunnið. — Annarsvegar er áberandi drungi og dapurð einstaklinganna, sem á rætur að rekja til hins póli- tíska harðræðis stærsta at- vinnurekanda bæjarins, Kaup- félags Eyfirðinga, við alla vinnuúthlutun. — Hinsvegar komst maður ekki hjá að taka eftir hinni þróttmiklu von og áræði útgerðarmanna og sjó- manna, sem í óða önn voru að búa hvert það far, sem nokkur tök voru á, til siglinga og fiskiflutninga út yfir höfin — og freista með því að draga fcng í bú einstaklinga og þjóð- ar — þrátt fýrir allar hættur styrjaldar, brima og boða. Sjálfstæðismannafél. Fram í Hafnarfirði hélt f jölsóttan fund í gærkveldi í Goodtemplarahús- inu þar á staðnum. Bjarni Snæbjörnsson alþm. hóf umræður og rakti gang ýmsra þingmála, og þó aðallega þeirra, sem snertu afkomu og rekstur Hafnarfjarðarbæjar. — Ennf remur talaði Gunnar Thor- oddsen um starf og skipulag Sjálfstæðisflokksins og Krist- ján Guðlaugsson um ástand og horfur í þjóðmálunum. Hófust þvi næst hinar f jörug- ustu umræður og tóku m. a. til niáls Sigurgeir Gislason verk- stjóri, Jón Mathiesen formaður félagsins, Stefán Jónsson, Her- mann Guðmundsson, Þorleifur Jónsson, Pálina Jónsdóttir og Kristinn Helgason, er bar fram tillögu þess efnis, að fundurinn skoraði á bæjar- stjórn að leggja fram fé til hafnargerðar og öldubrjóts móti framlagi ríkisins, sem á- kveðið er í fjárlögum og hafist skyldi handa um verkið hið allra bráðasta. Var tillaga þessi samþykt einróma með öllum at- kvæðum fundarmanna. Þá ræddi Julius Nyborg um starfsemi Sjálfstæðisflokksins i Hafnarfirði og hvatti menn til þess að gerast félagar i Fram og styrkja þannig starfsemina. Innrituðust allmargir i félagið þegar að fundi loknum. Það upplýstist m. a. á fund- inum, að þrátt fyrir itrekaðar áskoranir frá verkalýðsfélögun- um i Hafnarfirði, hefir meiri- hluti bæjarstjórnar engan hug á því að koma þar upp þeim hafnarmann'virkjum, sem þar eru fyrirhuguð, og á það mál þó óskiftan • hug karla og kvenna þar í bænum. Atvinnu- leysi er nú svo mikið i Hafnar- firði, að heita má að atvinnu- bótavinnpna eina sé þar um að ræða, en þar hafa 30 manns at- vinnu. Fátækraframfærið hvíl- ir með miklum þunga á bæjar- búum, og telja greinargóðir menn, að þriðji hver maður þiggi þar framfærslustyrk og lifi á honum að einhverju eða öllu leyti. Varið er úf bæjar- sjóði um 300 þús. kr. á ári hverju vegna fátækramálanna og stöðugt seilst dýpra og dýpra niður í vasa manna, til þess að unt sé að halda við rekstri bæjarfélagsins. Þylrir mönnum að vonum, að allmik- illar kyrrstöðu gæti hjá bæjar- st j órnarmeirihlutanum, sem virðist leggja á það meginá- herslu, .að innheimta bæjar- gjöldin, en hefir engan skilning á nauðsyn atvinnuaukningar í bænum. Aukin atvinna verður það, sem verkamannafélagið Hlíf og hinn nýkjörni formaður þess, Hermann Guðmundsson, mun berjast fyrir, og munu allir sjálfstæðismenn veita félaginu brautargengi eftir föngum. Gera margir sér vonir um batnandi tima i Hafnarfirði á næstu árum, enda er löngu kominn tími til að svo megi verða. f Sunnudagsblaði Vísis í dag birtist m. a. grein um Jó- hann Sigurjónsson skáld, eftir próf. Árna Pálsson. Sneri blaðið sér til Árna og bað hann áð rita grein um Jóhann, í tilefni af sýningu Leik- félagsins á Fjalla-Eyvindi og 60 ára afmæli skáldsins. En Árni Pálsson prófessor haf'Si skrifað grein um Jóhann árið 1919, er birt- ist árið eftir í „Eimreiðinni", og kvaðst hann engu hafa þar við að bæta, þar sem nú er löngu liðið frá því, er grein þessi birtist, hef- ir blaðið snúið sér til ritstjóra Eim- reiðarinnar, hr. Sveins Sigurðsson- ar og hefir hann góðfúslega leyft birtingu hennar. íþróttafélag Háskólans heldur dansleik að Garði í kvöld og hefst hann kl. 10. Að gefnu til- efni skal það tekið fram, að menn eru beðnir að mæta í dökkum föt- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.