Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 2
V 1 S I R LÍXVJáZtt 9AGBLAS Útgcfandi: BLAÐAÚXGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugssori Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. | I Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. | ÍFélagsprentsmx'ðjan h/f. f Skarðið í p RAMSÓKNARMENN stóðu óskiftir að setningu gengis- laganna í fyrravetur. Tveir ráð- herrar þeirra, Eysteinn Jónsson og Skúli Guðmundsson, þáver- andi atvinnumálaráðherra, voru flutningsmenn frumvarps- ins. Tíminn hefir oft þakkað flokki sínum stítningu þessarar löggjafar. En eitt ákvæði í geng- islögunum var það, að verðlag á kjöti og mjólk skyldi fylgja kaupgjaldinu í ákveðnu hlut- falli. Um leið og' ákvarðanir kaupgjaldsins voru telcnar úr liöndum verkamanna, þótti rétt að taka einnig ákvarðanir á verðlagi helstu innlendu neyslu- varanna úr höndum þeirra nefnda, sem með þau mál höfðu farið, og ákveða þau með lög- um. Með þessu móti þótti rétt- látlegast fyrir því séð, að sú verðlagsröskun, sem af gengis- lækkuninni leiddi, kæmi jafnt niður. — Framsóknarmenn greiddu allir með tölu atkvæði með þessari tilhögun. Tvtíir af ráðherrum þeirra báru málið fram. Nú liafa verðlagsákvæðí kjöts og mjólkur verið feld nið- ur úr gengislögunum. Mjólkin he'fir hækkað að tiltölu við hina almennu kauphækkun. En kjöt- ið hefir hæklcað miklu meira. Þessi hækkun kjötsins hefir sætt nokkurri gagnrýni frá báðum samstarfsflokkum Framsóknar um stjórn lands- ins. Tímamenn ' taka þeirri gagnrýni af furðulegri vanstill- ingu. Þeir telja sér það iil gild- is, að hafa öðrum flokkum fremur iagt grundvöllinn að gengislögunum. Nú á það að vera goðgá, þegar hent er á, að þeir hafa sjálfir vikið af þeim grundvelli, sem þeir hafa lagt. Timamenn hafa gert þetta mál að æsingamáli. Fer þá oft svo, að meira er sagt en auð- velt er að standa við. Er sér- staklega reynt áð rægja Sjálf- síæðisflokkinn í þessu sam- handi út af þeirri gagnrýni, sem komið hefir fram í blöð- um hans. í gær skrifar Hannes Pálsson frá Undirfelli, fram- bjóðandi Framsóknar í Austur- Húnavatnssýslu, töluve'rt yfir- Jætislega grein um þetta í Tím- ann. Þar segir meðal annars: „í blöðum Sjálfstæðisflokksins hefir komið fram sú skoðun, að ekkert væri hægt að gera til að hindra vtírðlækkun (á að vera verðhækkun) á innfluttum vörum, því þar réði heims- markaðsverðið. En verð- ið á heimsmarkaðinum má bara ekki að þeirra dómi ná til fram- leiðslu okkar íslensku bænd- anna.‘‘ (Leturbr. Tímans). Mikið er þetta vel sagt og viturlega? Hvenær hafa sjálf- stæðisblöðin sagt, að ekkert * væri hægt að gera til þess að halda niðri verði erlendrar vöru? Vill ekki Hannes Pálsson benda á það? Sannleikurinn er sá, að sjálfstæðisblöðin hafa af fullum hug stutt þá viðltíitni að halda dýrtíðinni í skefjum eftir því sem unt er. Auk þess hafa íslenskir kaupsýslumenn sýnt meiri þegnskap í þtíssum efn- um en stéttarhræður þeirra í nágrannalöndunum. Það liefir ekki hingað til verið á orði haft, að Eysteinn Jónsson væri neinn sérstakur kaupmannavinur. En í yfirlitsræðu sinni um við- skiftamálin lét hann kaupsýslu- mtínn njóla þess sannmælis, að þeir liefðu sætt sig við að fyrir- liggjandi hirgðir liækkuðu elcki í verði, en annarsstaðar hefði orðið mesta þref út af þessu. Ve'rðið á heimsmarkaðnum má ekki að dómi sjálfstæðis- manna „ná til framleiðslu okk- ar íslensku bændanna“, segir Hannes Pálsson. Það hefir víst verið almenn sorg yfir því í Sjálfstæðisflolcknum, að ull og gærur hækkuðu stórkostltíga í verði! En hverjir hafá umfram alt barist fyrir því að verðið á erlenda markaðnum“ næði ekki til“ framleiðsluvara islenskra hænda? Htíldur Hannes Pálsson að íslenskir neytendur hefðu þurft að horga jafn mikið fyrir kjötið að undanförnu, ef farið hefði verið eftir tírlenda mark- aðsverðinu? Nei, Tímamönnum er það vit- anlega ljóst, að verðhækkunin á kjötinu vtírður ekki varin með neinum rökum. Þess vegna er reynt að stofna til æsinga með rógi og ósannindum. Það er til marks um heilindin i baráttu Timans, að þótt Alþýðublaðið hafi gagnrýnt kjöthækkunina tíngu síður en sjálfstæðisblöð- in, þá er allri reiðinni snúið gegn Sjálfstæðisfloklcnum. Eitt erfiðasta hlutverk þeirr- ar stjórnar, sem nú situr, tír að halda dýrtíðinni i skefjum. Kjöthækkunin brýtur algerlega í bág við þá stefnu, sem haldin hefir vtírið. Tímamenn eru ekki öfundsverðir af því, að hafa fyrslir orðið til að rjúfa skarð í þann vegg. a 5 ára aímæli Hús- mæðrafélagsins. 5 ára afmælisfagnaður JIús- mæðrafél. Reykjavíkur var haldinn í Oddfellow 5. þ. m. með borðhaldi við góða aðsólcn. Formaður skemtinefndar frú Ingibjörg IJjartard. bauð gesti velkomna. — Undir borðum var sungið og þessar ræður lialdn- ar: Fyrir minni félagsins: vara- form. frú Jónina Guðmundsd. Minni Reykjavíkur: frú Soffía Ólafsd. Afmælisóskir flutti frú Guð- rún Guðlaugsd. og fór með kvæði er hún orkti til félagsins og hér fer á eftir: Lifið heilar, hjálpið þeim sem liða, Hér á margur fátækt við að stríða. Örlög sumra er óhamingjan sára, oft hún veldur straumum beiskra tára. / Þreytfar mæður þurfa á hjálp að halda; ef þrekið minkar sorgin kemst til valda, ungu börnin engrar gleði njóta, örvænting mun kjarkinn niður brjóta. ( Vinnið áfram velferðar að málum, vekið gleði í smælingjanna sálum, eflið samstarf, iðkið kærleiks- verkið, einingin er farsælasta merkið. Frú Sigriður Sigurðard. tal- aði um mjólkurmálið. Ungfrú María Maack fyrir minni karl- mannanna. Ungfrú Þuríður Bárðardóttir Téaa 1 mt af élstgið,: >rosandi land eftir V'rause TeSasar. Það var að minsta kosti brosandi fólk, sem birtist manni á leiksviðinu í gærkveldi, þegar frumsýning Tónlistarfélagsins hófst á hinni rómantísku operettu Lehars, Brosandi land. Skrautklæddir liðsforingjar og fagurbúnar hefðarmtíyjar stigu þar léttan dans eftir dill- andi hljóðfæraslætti í veislu- sölum Liclitenfels greifa í Wi- en. Það er tyllidagur Lisu greifadóttur og af því liltífni heimsækir hana meðal annars kínverski prinsinn Sou-Cliong. Þau greifadóttirin og prinsins ha.fa kynst áður og fella hugi saman. Þrátt fyrir aðvaranir föður síns og Guslavs von Pott- enstein, liðsforingja, sem htífir ákveðið að kvænast lienni og útvegað sér til þess nægilegt fé, ákveður Lísa að hlýða köllun hjarla síns og hvtírfa til Kína með prinsinum. Þannig endar fyrsti þáttur. í öðrum og þriðja þætti er greifadóttirin í Kína. Lifir hún þar fyrst í hamingjusömu hjónabandi. En Adam var ekki lengi i Paradís. Föðurbróðir prinsins, Tschang, heimtar að lögum liins heilaga Konfusiusar sé hlýtt, en samkv. þeim skyldi prinsinn ganga að eiga 4 ldn- verskar prinsessur. Austrænn og vestrænn hugsunarháttur rekast á. Það, sem prinsinn tel- ur aðeins marklaust form, er í augum Lísu hróplegt ranglæti og móðgun við hennar kvenlega eðli. Þanrtig er uppistaðan. Aust- anvindar og vestanvindar. Drög eru lögð að liarmleik, en úr verður óperetta. En þar er, eins og kunnugt er, aðaláherslan lögð á tónlistina, og meðal nú- lifandi óperettutónskálda er Lehar talinn fremstur. Er Bros- andi land talin ein af vinsæl- ustu óperettum hans, enda er tónhúningurinn fagurlega of- inn, byggingin sterk og hljóm- brigðin heillandi. Sum lögin, eins og t. d. „Þú ein ert ástin mín“, eru löngu sungin um all- an hinn mentaða heim. Hlutverk hins kinverska prins leikur Pétur Jónsson ó- perusöngvari. Pétur hefir sýnt það áður, að hann er engu sið- ur duglegur leikari en söngvari. En eg efast um að hann hafi áð- ur sést hér í hlutverki, sem lát- ið hefir honum öllu betur en gerfi hins kínverska prins, sem hann leikur af djúpri tilfinn- ingu og með austurlenskum virðuleik. Annað er það merki- legt við Pétur, að það er engu Iikara en að hann sé að yngjast upp sem söngvari og hefi eg sjaldan heyrt honum takast het- ur en í gærkveldi. Lísu greifadóttur leikur frú Annie Þórðarson. Frúin hefir á- gæta söngrödd og er mörgum kunn fyrir söng sinn í útvarp- inu. Leikmáti liennar er nokk- ur annar en við eigum að venj- ast, en lýsir skapi og skilningi á hlutverkinu. Eg býst ekki við, að útlendingur, sem aðeins hef- ir dvalið hér á landi fá ár, hafi fyrr færst það í fang að leika stórt og vandasamt lilutverk á íslensku. Þetta tókst frúnni þó og talaði hún málið mjög rétt, mintist form. frú Maríu Thor- oddsen. Form. þakkaði. Áður en dansinn hófst léku samleik á strengjahljóðfæri þau frú Guðný Jónsd. og hr. Ólaf- ur Þorsteinsson. Yar gerður hinn besti rómur að öllum skemtiatriðum hófsins, og fór það hið besta fram. Dansað var af miklu fjöri til klukkan 2. þótt mállireimurinn væri dálít- ið annarlegur. Liðsforingjann, Gustav von Pottenstein, lék nýliði, Svein- björn Þorsteinsson. Sveinbjörn er geðþetkur maður og hefir mjög þægilega söngrödd, en tal- röddina vantar enn tilsvarandi þjálfun. Látbragð lians og ýms- ar óþarfa hreyfingar bentu til þess, að nokkuð skorti á nægi- lega lilsögn, enda mun þetta í fyrsta slcifti, sem hann lcemur fram á leiksvið. En með auk- inni þjálfun og góðri tilsögn hygg eg að hér sé gott efni í nýtan liðsmann. Mí prinsessa var leikin af Sigrúnu Magnúsdóttur, hinni ókrýndu óperettudrotningu okkar. Þótt ekki væri annað en leikur þeirra Sigrúnar og Pét- urs, þá borgaði sig að fara að sjá- Ieik þeirra. Það er sama livort Sigrún leikur glaðlyndar Wienarstúlkur eða draumlynda austnrlandaprinsessu, hún á alt- af óskifta samúð áhorfenda. Hún er' sönn í hverju hlutverki og söngur htínnar heillandi. - Lárus Ingólfsson leikur yfir- geldinginn hjá prinsinum og lcveðst vera kominn út af göml- um geldingum, hvernig sem það hefir mátt ske. Lárusi tókst hér sem endranær að vekja hlátur og glaðværð áheyrenda. Liclilenfels greifa, föður Lísu, lék Brynjólfur Jóhannesson. Þarf eigi að lýsa meðferð hans á hutvtírldnu, svo oft hefir hann sjálfur sýnt það, að af íslensk- um karlmönnum er hann ör- uggasti leiltarinn. Gamla kínverjann, föður- bróður prinsins, lék Haraldur Björnsson. Er liann ímynd hins kinverska afturhalds, lilfinn- ingalaus þræll þúsund ára gam- alla erfðavenja. Hlutverkið er þannig frá liöfundarins litíndi, að ]xað hýtur að velcja andúð á persónunni og náði leikarinn þeim áhrifum vel. Önnur smærri lilutverk máttu teljast að fara vel úr hendi. Lárus Ingólfsson hafði mál- að tjöld og séð um annan leiksviðsútbúnað. Var það alt mjög skrautlegt og gert af mikl- um hagleik. Naut Lárus við leiðbeininga frú Oddnýar Sen, svo að alt yrði sem sannast. Ilvert sæti var skipað í hús- inu og fögnuður góður meðal leikhúsgesta. Urðu leikarar að endurtaka bæði söngva og dansa, en dansana hefir frú Ásta Norðmann samið af venju- legri hugkvæmni og smekkvisi. Hljómsveitarstjórn annaðist dr. von Urbantschitsch, en IJar- aldur Björnsson leikstjórn og virlist hvorutveggja í besta lagi. Það mun engum leiðast, sem horfir á Brosandi land. Ó. Þ. Haraldur BJörnsson leikari segir frá undirkúningi og æfingum á óperetíunni „Brosandi land£fi. í tilefni af frumsýningu á óperettunni „Brosandi Iand“, eftir Franz Lehar, snéri tíðindamaður Vísis sér til Haraldar Björns- sonar Ieikara, sem er leikstjóri óperettunnar og hefir haft und- irbúning hennar að langmestu leyti með höndum. „Hvenær hófust æfingarnar að óperettunni ?“ spyrj um vér. „Við byrjuðum að æfa í byrj- un októbermánaðar og siðan var æft fram i desembtírmánuð. En þá urðu æfingar að leggjast niður um stund vegna þess, að leikstjórn á „Fjalla-Eyvindi“ kom líka á mig í janúarmánuði. Samt gátum við æft óperettuna fyrsl í janúar og nú aftur það sem af er febrúarmánuði.“ „Er ekki erfitt að hafa leik- stjórn á tveimur leikritum i einu?“ „Jú, það er alt of erfitt, og það ætti raunvtírulega ekki að eiga sér stað, að sami maður hefði leikstjórn tveggja erfiðra sjónleikja með höndum í einu. Fjalla-Eyvindur er bákn að fást við og enda þóll þar væri aðeins um þaulvana leikendur að ræða, krafðist leikritið samt óvenju mikillar vinnu“. „En krafðist óperettan jafn- mikillar vinnu?“ „Miklu meiri. Ópertíttur og ó- perur krefjast altaf meiri vinnu en venjuleg leikrit, og það af þtíirri ástæðu, að æfa verður texta, söng og dansa sitt í hvoru lagi. Þetta er þrefalt meira starf en við venjulegar æfingar á leikritum, tínda stóðu æfingarn- ar oft frá kl. 5 síðdegis til kl. 12 á miðnætti. Þér getið ímynd- að yður liversu erfitt þelta er, þegar maður hefir föstu starfi að sinna, og verður aulc þess að hafa leikstjórn á öðru erfiðu leikriti á hendi.“ „En segið þér mér! Er „Bros- andi land“ eins erfitt viðfangs og aðrar óperettur, sem þér hafið séð um leikstjórn á hér undanfarin ár?“ IIAR. B.TÖRNSSON. „Brosandi land“ er fyrir olck- ur íslendinga að ýmsu leyti erf- iðara viðfangs en aðrar óptír- etlur. Það er einkum fyrir þá sök, að tveir síðustu þættirnir gerast austur í Kína, í landi og meðal þjóðar, sem okkur er svo fjarskyld stím frekast má verða. Við þekkjum ekkert til kínverskrar menningar, við tír- um ókunn siðum, búningum, liíbýlum og yfir Iiöfuð öllu dag- legu lífi Kínverja. Það sem bjargaði okkur hér, var hin mikla og ágæta aðstoð frú Odd- nýjar Sen, og kann eg henni miklar þakkir fyrir. Fyrir hennar atbtíina fær óperettan alt annan sviji en ella hefði orð- ið, ef hennar hefði ekki notið við.“ „IJaldið þér að þessir kín- vtírsku þættir óperettunnar séu þá ekki mjög fjarri raunveru- leikanum?“ „Á það þori eg engan dóm að leggja. Það yrðu sleggju- dómar, því að lil IGna hef eg aldrtíi komið. En liitt þykir mér benda á, að okkur hafi tekist vonum framar að ná hinum kínverska blæ í leiknum, að frú Oddný Sen segir, að sér finnist hún vera stödd í kínversku leikhúsi, þtígar hún horfi á leikæfingu okkar á „Brosandi landi“. Annars vil eg taka það fram hér“, bætir Haraldur við, „að það er fleirum en frú Oddnýju Sen, sem eg kann miklar þakk- ir fyrir vtíl unnið slarf. Eg þakka öllum leikendunum fyrir erfitt og förnfúst starf, og sér- staklega þakka eg frú Ástu Norðmann og dr. Urbant- schitsch fyrir gott samstarf. Mér hefir fallið prýðilega við þau.“ „Var ekki upphaflega ákvtíð- ið, að óperettan yrði sýnd hér fyr en orðið hefir?“ „Jú, en stjórn óperettusýning- arinnar sýndi Ldkfélaginu þá. vinsemd, að liliðra til um nokk- ura daga, svo hægt væri að færa „Fjalla-Eyvind“ upp á undan.“ „En svo við snúum okkur að öðru, er ykkur ekki markaður of þröngur hás með húsnæðinu í Iðnó?“ „Óperur og óperettur út- heimta altaf stórt leiksvið, og alvtíg sérstaklega gera þær kröfur til hljómsveitarplássins. Það pláss er ekki fyrir hendi í Iðnó. Það er líka mjög erfitt að vera þar með tvö eða fleiri leik- rit á döfinni í einu. Þörfin fyrir hið væntanlega Þjóðleik- hús er orðin mjög brýn — um það verður ekki dtíilt — og hún verður þeim mun brýnni, sem leikstarfsemin verður umfangs- meiri.“ „Vitið þér nokkuð hvort lialdið vtírður áfram við bygg- ingu Þjóðleikhússins, eða hvort hér verður látið staðar numið að sinni, vegna dýrtiðar og s tyr j aldarörðugleika ?“ „Eg hefi htíyrt — og ólyginn sagði mér — að byggingunni myndi verða lialdið áfram með vorinu. Skemtanaskat turinn rennur nú allur til Þjóðleik- liússins, og liann nemur nokk- uð á annað hundrað þúsund krónum á liverju ári.“ „Það verður fagnaðartífni fyrii’ yldcur leikarana, þegar Þjóðleikhúsið er komið upp.“ „Vissulega, þvi Þjóðleikliúsið verður í framtíðinni ekki aðeins miðstöð leiklistarinnar á land- inu, heldur og allrar söng- og hljómlistar vorrar. En hvað leildistina snertir verður Þjóð- lejkhúsið enn sem komið er.eins og fagurt klæði utan um — ja, utan um livað? Hér kem tíg að aðal vandamálinu. Það er gott að eiga falleg föt, en maðurinn, sem klæðist þeim, verður að gela borið þau uppi. Nákvæm- léga það sama má segja um Þjóðleikhúsið okkar. Það út af fyrir sig er gott og blessað, en það fer svo fjarri því, að þar með sé alt fengið.“ „Hvað finst yðnr skorta?“ „Það sem mér finst skorta, er fullkominn ldlcskóli með góðum og áhugasömum kenslu- kröftum, þar sem einn kennar- inn kennir framsögu, annar hreyfingar o. s. frv. Það nær ekki nokkurri átt“, bætir Haraldur við að lokum, „að leikæfingarnar séu jafn- framt Itíikskóli eins og hér hef- ir svo oftlega átt sér stað, og nú síðast í „Brosandi land“ eftir Lehar. Það tefur ótrúlega mik- ið fyrir æfingum, enda ekki nema sjálfsagt, að leiklistar- mtínn njóti samsvarandi sér- mentunar í list sinni, sem söngvarar, málarar eða aðrir listamenn.“ Merkjasála Rauða Kross íslands. Yngstu félagar Rau'ða Krossins, unglingarnir, selja í dag merki fé- lagsins á götum Reykjavíkur og annara kaupstaða og kauptúna á landinu. Styrki'S Rauða Krossinn og kaupi'Ö merkin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.