Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 1
o Ritstjóri: KRISTJÁN GUÐLAUGSSON. Sími: 4578. Rii itst jórnarskrifstof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Afgreiðsla: HVERFISGÖTU 12. Sími: 3400. AUGLÝSINGASTJÓRI: Sími: 2834. 30. ar. Reykjavík, miðvikudaginn 7. febrúar 1910. 31. tbl. Allsherjarsókn a á öllum vígstöðv- um í Finnlandi. ----------•---------- I¥y ahlaiip á Myrjála- ne§i. EINKASKEYTI frá United Press. — Kaupmannahöfn í morgun. Ralph Forte, fréttaritari United Press, símar frá Helsingfors í morgun, að Rússar haldi áfram sókn sinni á Kyrjálanesi, eftir stutt hlé. Mest- ur kraftur er í sókn þeirra við Summa pg tefldu þeir þar fram yfir 100 skriðdrekum og brynvörðum sleðum, en jafnframt voru fjölda margar flugvélar á sveimi yfir vígstöðvunum og var varpað niður sprengikúlum á víg- girðingar Finna. Allsherjar sókn virðist hafin á öllum vígstöðvum af hálfu Rússa. Þeir halda áfram áhlaupum sínum, en hafa þó hvergi brotist í gegn enn þá. Manntjón er stöðugt gífurlegt í liði Rússa og þeir hafa mist mikið af hergögnum. Að eins á Sallavígstöðv- unum nam manntjón Rússa 10.000 í janúar, þ. e. falln- ir, særðir og teknir til f anga. Engin breyting hef ir orðið á vígstöðvunum hér frá því 1. febrúar. Rússar halda áfram Iof tárásum sínum á f inskar borg- ir og járnbrautir og valda miklu tjóni, en Finnar eru farnir að gjalda Rússum í sömu mynt. Hafa finskir flugmenn gert margar loftárásir á staði, þar sem Rússar hafa Iiðsafnað, en enn sem komið er hafa þeir ekki gert loftárásir á víggirtar rússneskar borgir, nema herskipahöfnina í Kronstadt. En Finnar eru að eflast lofthernaðarlega og flugvélar þær, sem þeir fá frá öðr- um löndum, eru miklu f ullkomnari en f lugvélar Rússa. UNDANHALD RÚSSA FYRIR NORÐAN LADOGAVATN. 1 Finnlandi er nú mest barist á nyrðri bökkum Ladogavatns og hafa Rússar beðið mikið manntjón. Rússar leitast við af öllum kröf tum að losa sig úr þeim heljartökum, sem Finnar hafa náð á þeim þarna. Frétta- ritari Reuters í Helsingfors sendi skeyti í gær þess efnis, að 18. herfylkið rússneska hefði verið „þurkað út" norðaustur af Ladogavatni, en samkvæmt áreiðanlegum finskum fregn- xim vill herstjórnin finska ekki láta hafa neitt eftir sér um þetta. — 1 vikuskýrslu finska loftvarnastjórans segir, að síð- astliðna viku hafi rússneskir flugmenn varpað niður 6800 sprengikúlum, á ýmsa staði inni í landi og hafi 146 menn beðið bana i loftárásunum. Daglega fljúga 50 til 400 rússneskar hemaðarflugvélar inn yfir Finnland til lof tárása. S. 1. viku var varpað sprengikúlum og skotið af vélbyssum á 6 finsk sjúkrahús. — NRP.. Bpottflutningui* fólks úp norskum bæjum. Norðmenn læra af reynslu Finna. Vegna þeirrar reynslu sem fengist hefir í Finnlandi um brottflutning fólks úr borgum vegna loftárásahættunnar hafa menn neyðst til þess i Noregi að gerbreyta öllum áformum í þessum efnum. Er nú áformað, að brottflutningurinn nái til allra bæja landsins og fjölda þorpa. — NRP. Samvinna Balk- anríkjanna, og kröfur Búlgara. K.höfn í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Það hefir vakið fádæma at- hygli, að Sarajoglu utanríkis- málaráðherra Tyrklands hetfir nú tvívegis rætt við forsætis- ráðherra -Búlgaríu, hið fyrra sinni á leið til Balkanráðstefn- unnar i Belgrad, hið síðara sinni á heimleið frá ráðstefn- unni, söm lauk s.l. sunnudag. Jugoslavia, Tyrkland, Rúmenía og Grikkland standa að Balkan- bandalaginu, en Búlgaría ein Balkanríkjanna stendur utan þess. Hafa stjórnmálamenn Balkanríkjanna, meðfram fyrir hvatning frá ítölum, en einnig vegna aukins skilnings á nauð- syn samvinnu Balkanríkjanna, unnið* að því að fá Búlgaríu til þátttöku í bandalaginu. Er nú talið víst, að Sarajoglu sé að greiða fyrir því, að fullar sættir takist með Rúmenum og Búlg- Örum og ennfremur, að leyst verði ágreiningsmál Grikkja og Búlgara. Búlgarar urðu, eins og kunn- ugt er, hart úti upp úr heims- styrjöldinni, en það hefir heyrst að það sé vaxandi áhugi fyrir því meðal Balkanþjóðanna, að bæta þeim það upp að einhverju leyti. Er það talið mjög góðs viti, að forsætisráðherra Búlg- ariu heffir lýst yfir því, að það sé mjög fjarri, að Búlgarir vilji gera nokkuð, sem af leiði Um kl. 8 í gærkveldi heyrðu menn í Sandgerði fallbyssu- dynki skamt frá landi og var þar að því er virtist háð sjóor- usta. Vísir átti tal við Stafnes í morgun og var blaðinu skýrt svo frá þessu: Um það leyti sem byrjað var að útvarpa innlendum fréttum, heyrðu menn í Sandgerði og ná- grenni skothvelli. Þusti fólk út til þess að sjá hvað um væri að. vera og sást þá til níu skipa, sem virtust vera um það bil við landhelgislínuna. Virtust tvö skipanna skiftast á skotum. Lýsti annað þeirra með kastljósum á hitt, en slökti þau strax aftur og byrjaði þá að skjóta. Skothríðin stóð í svo sem 10 mínútur, en hætti að því búnu. Meðan á henni stóð voru skipin ýmist að slökkva eða kveikja ljós síh. Virtist skip það, sem upplýst var í fyrstu með kastljósinu vera á stærð við togara. Fólk þarna syðra telur að þarna hafi breskir togarar verið a'ð verki. Hafa þeir sést að veið- um skamt frá landi að undan- förnu og voru sumir þeirra vopnaðir. Þegar skothríðin hófst sáu menn að allir togararnir settu á fulla ferð og þegar skothríð- inni lauk skiftust þeir í tvo hópa, voru fjórir í öðrum en fimm í hinum. Héldu þeir kyrru fyrir í þessum hópum í svo sem klukkutíma, en fóru síðan aftur að veiða. Sumir hafa látið í ljós þá skoðun, að þýskur kafbátur hafi komið upp, milli togar- anna, og hafi kastljós annars togarans fallið á hinn um leið og lýst var á kaf bátinn. Endurmat gullforðans í Norgi og Svíjjóí og aukinn seSlaútgáfu- rétíur Stjórn Noregsbanka hefir nú til íhugunar endurmat á gull- forðanum í samræmi við núver- andi gullverð sem er 5.000 kr. pr. kg., en var áður 2.480 kr. pr. kg. Slíkt endurmat hefir nú far- ið fram í Sviþjóð, sem einnig getur notað gulleign erlendis til tryggingar seðlaútgáfunni. Til- svarandi endurmat í Noregi múndi auka seðlaútgáfurétt Noregsbanka úr 545 milj. kr. upp í um 700 milj. kr. NRP. — ¦¦"¦..... V""" ""' .....ii——ii ¦ ,n ^ deilur milli Balkanþjóða, og jafnframt sagði hann, að Búlg- arar myndi vinna að því á frið- samlegan hátt, að fá kröfur sín- ar teknar til greina. FINSKIR FRAMVERÐIR. Framverðir Finna hafa getið sér hið mesta orð í styrjöldinni. Þeir hafa hin hættulegustu hlutverk með höndum og hafa farið margar ferðir inn yfir rússnesku landamærin til þess að valda spjöllum á járnbrautum, vegum og brúm Rússa. Tjöld hafa þeir meðferðis og þegar þeir hvílast og búa um sig ganga þeir þannig frá tjöldunum, að þau eru að hálfu leyti á kafi í snjó. —• Sæbjö'rgr fer ad líkiiadiim úí í kveld. í gær var viðgerðum á ljósavél Sæbjargar komið svo langt, að hún var reynd og mún hún hafa reynst ágætlega. Er ætlunin að björgunarskútan fari út eftir hádegið til þess að laga áttavit- ann og vonandi getur hún svo farið í fyrstu eftirlitsferð sína i kveld. Samskotin hafa gengið ágæt- lega. Almenningur víðsvegar um land hefir sýnt skilning sinn á því að skútunni yrði haldið úti. Eru samskotin bæði úr sveitum og frá kaupstöðum við sjávarsiðuna. Alls er söfnunin nú komin upp í um 28 þús. kr. og menn halda áfram að senda tillög sín. í gær bárust til dæm- is á fjórða hundrað krónur frá nafnlausum gefanda í Tálkna- firði. Gerist félagar. 1 fyrradag sagði Vísir frá þeim málum, sem Rauði Kross íslands hefir áhuga "yrir að koma í framkvæmd. 'essi mál eru: 1) Að stofna skrifstofu, sem hefir það hlutverk að út- vega hraustum börnum sum- ardvalarstað í sveit. 2) Að koma upp hjúkrun- argagnabirgðu m. 3) Að gefa út rit um heil- brigðismál. 4) Að koma upp baðstöðv- um í verstöðvum. Engum blandast hugur um ið hér sé eingöngu bráðnauð- íynleg mál á ferðinni og í dag .r öskudagurinn — sá dagur, sem Rauði Krossinn hefir valið sér til þess að afla sér nýrra félaga og efla hag sinn á annan hátt. STUÐLID AÐ FRAM- KVÆMD ÁHUGAMÁLA R. KR. ÍSL. — GERIST MEÐ- LIMIR R. KR. ÍSL.! Frá hæstarétti Slysið þegar nótabátnrinn var fluttur imn að Kirkjusandi. í dag gekk dómur í Hæstarétti í máli gegn Halldóri Sveins- syni bifreiðarstjóra, en mál þetta var höfðað af Nancy Sig- urðsson, ekkju Sigmun'dar Sigurðssonar, er hlaut bana af slysi á Laugarnesveginum 7. sept. 1937. Krafðist ekkjan fébóta að upphæð kr. 14.000 — auk jarðarfararkostnaðar kr. 697.00 eða samtals kr. 14.697.00. Að því er Sigmund snerti taldi héraðsdómarinn, að hann hefði varúðarlaust gengið fyrir afturstefni bátsins eitthvað út á veginn og ekki aðgætt umferð- ina svo sem honum bar á svo fjölförnum vegi. Skifti héraðs- dómarinn sökinni þannig, að hvor bæri helming hennar. I forsendum hæstaréttar- dómsins segir svo: „Kenna verður vangæslu Sigmundar heitins Sigurðssonar, að mestu leyti um slys það, sem.mál þetta varðar. Ætlandi er þó, að slys- inu hefði orðið afstýrt, ef aðal- áfrýjandi (Halldór) hefði ekið ¦ hægar, farið svo nærri vinstri • vegarbrún, sem unt var, og gef- I ið glögt hljóðmerki. Að þessu I athuguðu telst með skírskotun ! til 15. gr. laga nr. 70 frá 1931 ! hæfilegt að leggja á aðaláfrýj- ' anda helming af fébótum tjóns þess, er af slysinu hefir hlotist." 1 — Dánarbæturnar þóttu hæfi- | lega metnar kr. 13.000.00. Var 1 Halldór samkvæmt þessu dæmdur til að greiða kr. 6500.- 1 00, þar af 3700.00 til ekkjunnar, 1 en 2800,00 kr. til barns þeirra Sigmundar og hálfan útfarar- kostnað, kr. 348.50. Sagt var að ekki bæri í þessu mali að draga frá að nokkru eða öllu leyti þær kr. 4300.00 er ekkjan hefði fengið frá Tryggingarstofnun ríkisins með því að téð stofnun hefði ekki gengið inn i mál þetta. Loks var Halldór dæmd- ur til þess að greiða kr. 800,00 í málskostnað í héraði og fyrir hæstarétti. Hrm. Theodór B. Lindal flutti málið af hálfu Halldórs, en hrm. Jón Ásbjörnsson af hálfu frú Nancy Sigurðsson. Póstferðir á morgun. Frá Rvík: Akranes. — Til Rvík- ur: Laugarvatn, Akranes. Tildrögin að dauða Sigmund- ar voru þau, að nefndan dag var hann ásamt öðrum mönnum að flytja bát inn að Kirkjusandi. Var báturinn á bifreið og fjór- hjóluðum vagni, er festur var aftan í bifreiðina. Er komið var inn á Laugarnesveg var numið staðar, til þess að gæta að þvi hversu báturinn færi, og voru bæði bifrfeiðin og vagninn alveg úti á vinstri vegbrún. Sigmund- ur heitinn hjóp þá niður af bílnum hægra megin og niður á veginn, gekk aftur fyrir og aðgætti vinstra megin, sneri síðan við og gekk aftur inn á veginn fyrir aftan bátinn, en í þeim svifum ók Halldór fram hjá í bifreið sinni R. 358. Lenti Sigmundur, að líkindum, á hægra horninu á vörupallinum á bifreið Halldórs og fékk slíkt högg, að hann andaðist síðar sama dag. Við réttarrannsókn út af slysinu kvaðst Halldór hafa, er hann keyi'ði til móts við bifreið þá, er báturinn var á, séð mann vinstra megin við liana, er hann giskaði á að væri að lagfæra eitthvað. Ók hann þá hiklaust áfram en kveðst þó hafa dregið úr hraða bifreiðar- innar tim leið og hann sá aftur með bátnum, líklega niður í 15—18 km., en hann minnist þess ekki hvort hann gaf hljóð- merki. Hann kvaðst aldrei hafa komið auga á Sigmund frá því að hann sá hann vinstra megin við bifreiðina, en aðeins fundið að eitthvað kom við bifreiðina er hann ók framhjá bátnum. Um bilið milli bifreiðanna er Halldór keyrði framhjá er ekki fyllilega upplýst, en bygt er á því að það haf i ekki verið meira en svo að tæplega hafi verið manngengt á milli bifreiðanna og að. Halldór hafi getað ekið utar á veginum. Fjalla-Eyvindur verður sýndur á morgun, og hefst sala aðgöngumiÖa í dag. Sjá augl. hér í blaðinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.