Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 07.02.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR Gamla JBíó VeiiiiEii í nrlirlllii. (Spawn of llie North). Stórfengleg amerísk kvikmynd, er gerist meðal laxveiði- manna á hinum fögru og hrikalegu ströndum Alaska. Aðalhlutverkin leilca: Dorothy Lamour — Henry Fonda — George Raft. Aðs&ifiiiictur IIíbbs í§Icn§kii (Marðp'kjufélags verður haldinn í Oddfellowhöllinni, uppi, 23. febr. kl. 8 að kvöldi STJÓRNIN. Frönskunámskeið Alliance Frangaise er byrjað. Kenslustundir: Byrjenda-floklcur mánud. og föslud. kl. 6—7. — Mið-flokkur mánud. og föstud. kl. 5—6. -— Þriðji flokkur miðvikud. kl. 6—7. — Nánar síðar. Enn geta nokkurir nemendur komist að. Reyk|a¥Íkur »F]alla-Eyvindur« Sýning á morgun kl. 8. Aðgöngum. seldir frá ld. 4 til 7 i dag og eftir kl. 1 á morgun. Kaffistellin fallegn marg eftirspurðu eru loks komin aftur. K. Einarsson & Ejöpnsson. Bankastræti 11. Bifreiðasteðin GEYSIR Simsax® 1633 og 1216 Nýis? bílar. Upphitadii* toílar*. ssæ Hafið þér athugað? að líftrygging er sparisjóður efri áranna og f járhagslegt öryggi fyrir yður og yðar nánustu, að iðg.jöld falla niður ef þér verðið veikur og ó- vinnufær, að öll tryggingarfjárhæðin er greidd yður ef þér verðið fullkominn öryrki, að öll þessi hlunnindi fáið þér hjá líftryggingarfélag- inu „DANMARK“, Hafnarstræti 10—12, sími 3701, gegn venjulegu líftryggingariðgjaldi. — 0) Hmti i Qu i ! er oinissandi ined öllu kjöt- ogr fiisk- meti. Flugmodelfélag Reykja- víkur heldur sýningu á Flugmodelfélag Reykjavíkur opnar sýningu í Þjóðleikhúsinu, sennilega n. k. laugardag ef alt gengur að óskum. Verða þar sýndar um 50 tegundir af flugvélamodelum, en 100 flugvélar alls. Eru það bæði svifflugur og vélamodel m. a. model af Fókker, Sux, Heinkel og fjölda mörgum öðrum flugvélum. — Tíðindamaður Vísis brá sér í gær upp í Þjóðleikhús að líta á undirbúning sýningarinnar. Verður lienni hagað á mjög á- þekkan liátt og samslconar sýn- ingar eru í Þýskalandi, þar sem sýningartækni er komin á mjög fullkomið stig. Verður megináhersla lögð á að gera sýninguna einfalda en þó þannig að liún tali til manns og verki beint og óbeint á áhorf- andann. Það verða í henni hreinar og sterlcar línlir, eins og nútíma sýningartækni útheimt- ir. Sýningunni verður skift í þrjár aðal deildir. í einni deild- inni er lítil vinnustofa i smækk- aðri mynd. Þar verða sýnd öll verkfæri er þarf til smiða mód- elflugvéla og þar verða einnig helstu atriði flugeðlisfræði sýnd og skýrð. í ánnari deildinni, sem þeir félagar sjálfir kalla „gula her- bergið“ gefst fólki kostur á að setjast í flugvél og stýra flug- vélinni sjálft. Er þetta galdra- hylki hið mesta og stefnir upp og niður eða út á hliðar eftir því sem stýrt er. Ekki þurfa sýningargestir samt að óttast að þeir Iirapi, því þeir lyftast aldrei frá jörðu, en þeir liafa samt á tilfinningunni hvernig það er að sitja i flugvél og stýra. Þess- ari aðferð er beitt við nemendur sem ganga á flugskóla. I þessari deildinni sést íslenskt landslag með fjöllum og dölum og fall- egum sveitahæjum, svo að sýn- ingargestir hafa það raunveru- lega á meðvitundinni að þeir séu að fljúga yfir íslenskt land. 1 þriðju deildinni, sem er stærst þeirra allra eru módelin sjálf, 100 að tölu. Áður en maður kemur inn i hana, blasir við manni vegg- mynd er sýnir hræðilega loft- orustu, en yfir henni standa orðin: Misnotkun fluglistarinn- ar. Sýningarsalurinn sjálfur er stór og standa vélamódelin á stöplum á gólfi, en á hvern stöpul eru letraðar helstu upp- lýsingar um hverja flugvéla- gerð fyrir sig. En í loftinu hanga svifflugurnar —- fjölmargar mismunandi gerðir. Þar er t. d. ein gerðin völundarsmíði hið mesta, enda eitthvert erfiðasta viðfangsefni flugvélamodel- gerðar. Eru máttarviðir henn- ar — ef svo mætti að orði kom- ast — úr hálmstráum, en vængjagrindin er klædd efni sem nefnist migrofilm. Það er svo þunt, að þykt þess nemur að eins 1/500—1/1000 úr. milli- metra. Þessi svifflugugerð er aðeins notuð inni í stórum liúsa- kynnum eða sölum. Þarna verður líka eitt model með vél i. Hún er 14 hestafl að styrkleika, tekur y2 líter af hen- síni og getur flogið 60 km. á klst. Veggir sýningarsalsins eru skreyttir myndum af drengjum, sem eru að varpa svifflugum til flugs. Þarna verður og margt fleira til sýnis m. a. mynd af flugvelli með upphleyptu flug- skýli og ennfremUr upphleypt kort af íslandi eftir Axel Helga- son. En T. F. Sux flýgur yfir landið, og kvikna Ijós jafnliliða, sem sýnir hvar vélin er stödd yfir landinu í hvert skifti. Á sýningunni verða sýndar kvikmyndir af starfsemi Svif- flugfélagsins og sömuleiðis út- lend modclflugmynd. Alla daga verður dynjandi músik í öllum sýningardeildun- um, og hátalara komið fyrir úti á götu. Sýningargestum verður leið- beint og annast það meðlimir Flugmodelfélagsins, sem klædd- ir vei'ða einkennisbúningi. Nýja Bíó Pygmalion. Flugmodelfélag Reykjavíkur var upphaflega stofnað í októ- j hermánuði 1937, og taldi þá j um 200 félaga. En vegna efnis- skorts varð félagið að liætta störfum um tíma, en var svo j endnrvakið liaustið 1938, þá með 20 félögum. Hefir ekki ver- ið hægt að taka á»móti fleiri fé- lögum vegna efnisskorts. Hins- vegar hefir félagið nýlega stofn- að til námskeiðs i modelflug- vélasmíði fyrir utanfélagsmenn. Stóð ])að yfir um tveggja mán- aða skeið í vetur og tóku þátt í því 24 piltar. Formaður félags- ins e’r Helgi Filipusson. Myadir ai j Hsíaverkum JT \ Asmimdar | Sveinssónar.! Nýlega er komin á markað- inn bók, sem mikla athygli mun vekja, ekki aðeins innan hins þrönga hóps íslenskra lesenda, NÝ BÓK. TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari með formála eftir Guðl. Rosinkranz. Bókin inniheldur margar heilsíðumyndir einkar fallegar, af öllum helstu listaverkum Ásmundar. Þetta er tilvalin tækifærisgjöf. Fæst í flestum bókabúðuin. Bókaverslun Ísaíoldaxprenísmiðju. Fyrstl dansleikur Félags íslenskra hljóðfæraleikara á þessu ári verður á morgun að Hótel Borg. Dagskrá auglýst nánar á morgun. I!ii§kvsipii;i búsáhöld, einnig fyrir rafmagnsvélar, útvegum við kaupmönniun og kaupfélögum með litlum fyrirvara. Umboð fyrir Huskvarna: Þórður Sveinsson & Co. h.L Umboðsmenn fyrir --- HUSKVARNA VAPENFABRIKS A/B. - Sundfélagsins Ægis verður lialdinn í Oddfellowhúsinu í kvöld kl. 10. — Allir íþróttamenn velkomnir. Aðgöngumiðar seldir á sama stað eftir klukkan 5. ÁSMUNDUR SVEINSSON og „Fyrsta hvíta móðirinu. j V. heldur einnig erlendis, en þang- ■ að hefir hún erindi engu síður en hér. Sú hók, sem hér um ræðir, eru myndir af nokkrum verk- um Ásmundar Sveinssonar myndliöggvara, og þótt mynd- irnar séu aðeins 25 að tölu lýsa þær listamanninum prýðilega, þroskaferli hans, stefnubre'yt- ingum og handbragði öllu. — Munu þar allir á einu máli, að við íslendingar liöfum eignast j annan göfugan fulltrúa i heimi | höggmyndalistarinnar, en ó- þarfi er að taka það fram, að þar hefir Einar Jónsson horið hæst. Ásmundur Sve’insson fer alt aðrar leiðir en Einar Jónsson i list sinni. Hann er „kosmopolit“ þótt hann liafi einkum í seinni tíð valið sér verkefni úr ís- lensku hversdagslífi og kryfji þau til mergjar. Má í því sam- bandi vekja atliygli á „Yeður- spámanninum“, sem er eitt af nýjustu verkum lians, fallegt, ])jóðlegt og skemtilegt. Ásmundur Sveinsson hefir Öskudagsfagnaður starfsstúlknafélagsins „Sókn“ verður í Alþýðuhúsinu í kvöld, öskudag, og hefst kl. 9. Fjölbreytt skemíisferá. Aðgöngumiðar á kr. 2.50 seldir í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu eftir kl. 4 í dag. — Allir í Alþýðuhúsið. SKEMTINEFNDEST. stundað nám sitt í Paris, Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn og e. t. v. víðar, og hann hefir þrátt fyrir fjárskort og erfiðleika brotið sér brautina einn og ó- studdur af öðrum en konu sinni, sem reynst hefir honum allra manna best í blíðu og stríðu og stutt hann í barátt- unni til meiri listþroska og af- reka. Ásmundur Sveinsson á nú mestu erfiðleikana að baki. Hann vinnur allar stundir í lislasafni sínu á Freyjugötu og hlandar sér lítt meðal almenn- ings. Þótt mönnum gefist ekki lcostur á að kynnast lionum persónulega vegna hlédrægni hans, geta þeir kynst honum af vérkimnm, og sú kynning er sannarlega mikils virði. Þær 25 myndir, sem liér liggja fyrir í einni bók öru prýðilega teknar og hefir Vig- fús Sigurgeirsson annast myndatökuna en Prentmynda- stofan Leiftur myndamótagerð- ina. Guðlaugur Rósinkranz yfir- ke'nnari hefir skrifað formála að bókinni og lýsir þar nokku?5 starfi Ásmundar Sveinssonar. Isafoldarprentsmiðja gefur hók- ina út, og hefir henni tekist, þrátt fyrir mikinn kostnað, aS stilla verðinu svo í hóf, aS aHír geta eignast hana. Listvinir munu sannarléga gleðjast yfir þessari fögru öt- gáfu og auka á útbreiðslu henn- ar, þannig að öllnm almenningp gefist kostur á að kynnast lisia- manninum Ásmundi Sveins- syni, sem þegar hefir staSisk strönguslu gagnrýni erlendrai þjóða, m. a. á sýningunni í New York, þar sem „Hin fyrsta hvítár móðir“ fékk sérstakan heiðurs- sess. K. G- Háskólafyrirlestrar á þýsku. Þýski sendikennarinn, dr. WiIE, flytur annað kvöld kl. 8 fyrirlesí— ur í háskólanuni um „Burgen mii Ritter im Mittelalter". Skugga- myndir vera sýndar með fyrirlestr- inum og er öllum heimill aðgangur_.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.