Vísir - 10.02.1940, Blaðsíða 2
/
VlSIR
9AGBL&Ð
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hveifisgötu 12
(GengiS inn frá Ingólfsstræti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377.
Verð kr. 2.50 á mánuðk
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Ömurlegasta
eyðslan.
JJINHVER mætur maður
komst svo að orði að
ömurlegasta eyðsla hvers þjóð-
félags væri sóunin á því vinnu-
afli, sem ekki væri notað. Þessi
orð hafa oft og mörgum sinn-
um verið tuggin ofan í hverja
þjóð af pólitíslcum „eftirsnökk-
urum“, og hefir síst hallast á í
þessu efni hér á landi, þar eð
róttæku flokkarnir hafa fundið
þarna sannindi, sem liggja í
augum uppi og allir skilja. Þessi
upptugga spekulantanna hefir
þó engan árangur borið að því
leyta að atvinnuleysið hefir
þróast ört með ári hverju, sóun
vinnuaflsins orðið meiri og
meiri, atvinnuleysingjarnir
sokkið dýpra og dýpra, þar til
vinnuleysið hefír gripið marga
þeirra þeim heljartökum að
þeir hafa engar aðrar kröfur
gert til lifsins en þær, að liirða
bita þá sem fallið hafa af borð-
um þeirra manna, sem betur
hafa verið settir, og notið jafn-
framt fátækraframfæris þess
opinbera.
Fullyrt er að fimti hver mað-
ur í Reykjavík og þriðji liver
maður í Hafnarfirði lifi að ein-
hverju eða öllu leyti á fátækra-
styrk, og virðist þá sannarlega
kominn tími til að hafist verði
handa um að ráða niðurlögum
þessa ófögnuðs, — lækna þá
rotnun sem þjóðarlíkaminn
þjáist af.
Atvinnuleysingjafjöldinn hef-
ir aldrei verið meiri en síðasta
ár, þrátt fyrir það að unnið hef-
ir verið hér í Reykjavik að hita-
veitunni síðustu mánuði ársins
og hafa þar 200—300 manns
haft stöðuga atvinnu, en hvað
tekur svo við þegar því verki er
lokið?
Sjálfstæðismenn liafa haldið
því fram á undanförnum árum,
að nauðsyn bæri til að atvinnu-
vegir þjóðarinnar yrðu efldir
svo sem best má verða, með því
að afkoma almennings bygðist
á heilbrigðum relcstri atvinnu-
fyrirtækjanna, og virðast þetta
svo auðsæ sannindi að þau þurfi
ekki frekari túlkun.
Svo ólíklega hefir þó farið að
einn af forráðamönnum þjóðar-
innar, sá ráðherrann, sem við-
skiftamálin hefir með höndum,
hefir haft annan boðskap að
færa þjóðinni en þann að efla
beri atvinnuvegina, — þrátt
fyrir atvinnuleysið og eymdina,
sem við þessum manni hefir
blasað daglega í margra ára
stjórnarsetu. Boðskapur ráð-
heri’ans er sá að varast beri
alla útþenslu atvinnuveganna,
en að hverju dregur þegar
fjöldi atvinnuleysingja er fyrir
nú þegar í öllum bæjum og
þorpum þessa lands, en auk þess
bætast 1200—1400 menn i hóp-
inn á ári hverju, sem einnig
verður að sjá fyrir atvinnu. Sé
nú kenning ráðherrans viður-
kend af öðrum sem með völd-
in fara, að atvinnuvegina megi
ekki efla, hver verður þá afleið-
ingin. Alger kyrstaða og þús-
undir manna dæmdar til volæð-
is og atvinnuleysis, eða m. ö. o.
ótakmörkuð „ömurlegastá
eýðslan“ á ónotuðu vinnuafli.
Hverl það þjóðfélag, sem
kröfur gerir til forráðamanna
sinna, hefði risið upp með há-
værum mótmælum gegn ára-
mótaræðu ráðherrans, en hér
hefir slík deyfð færst yfír alí og
alla, enda menn orðnir svo
mörgu vanir, að orð ráðherrans
liafa staðið sem góð latína, ó-
mótmælt með öllu. Þess er þó
að vænta að kyrstöðustefna
ráðherrans fái ekki mikinn byr i
framkvæmdinni, þannig að eðli-
leg þróun geti átt sér stað i
landinu, en þó er auðsætt að
slíkur maður getur gert hina
mestu bölvun með skilnings-
leysi sínu á nauðsynjum og
þörfum þjóðarinnar, í þeiiri
stöðu, sem honum hefir verið
falið að gegna.
Áramótaræður ráðherranna
eiga eðli sínu samkvæmt að
túlka stefnu stjórnarinnar
allra, en ekki einstakra náð-
herra, sem kunna að hafa sér-
stöðu í þjóðfélaginuíheild vegna
innrætis eða gáfnafars. Hér hef-
ir viðskiflamálaráðherrann á-
reiðanlega brotið gegn slíkum
lögmálum, en liefir túlkað
stefnu sín sjálfs, sem brýtur
algerlega í bága við skoðanir
allra annara, og enginn öfundar
hann af slíkri sérstöðu.
Frá Akureyri:
Fjárhagsáætlun Akureyrar-
kaupstaðar var afgreidd í lok
síðasta mánaðar. Niðurstöðu-
tölur á tekjum og gjöldum eru
1047,2 þús. krónur.
Tekjur eru áætlaðar sem liér
segir:
Eftirstöðvar frá f. ári .
Dráttar- og veröbréfav.
Skattar af fasteignum .
Tekjur af fasteignum .
Endurgr. fátækrastyrkir
Ýmsar tekjur ..........
Tekjur af vatnsveitunni
Frá hafnarsjóöi .......
Framlag frá Trygginga-
stofnun ríkisins til elli-
launa og örorkubóta og
frá Jöfnunarsjóöi ....
Niöurjafnaö eftir efnum
og ástæöum ............
Hluti bæjarsj. af tekjusk
200000.00
2750.00
98500.00
54150.00
15000.00
70250.00
32000.00
55000.00
34000.00
473550.00
. 12000.00
Samtals kr. 1047200.00
Gjöldin eru áætluð:
Vextir 0g áfborg. lána 123450.00
Stjórn kaupstaöarins . . 44110.00
Löggæsla ............... 16000.00
Heilbrigöisráöstafanir . 6500.00
Þrifnaöur .............. 22000.00
Vegir og byggingarmál 21800.00
Til verklegra framkv.
(Atvinnubætur) ......... 75000.00
Fasteignir. ............ 21800.00
Eldvarnir ............ 13440.00
Framfærslumál ......... 181000.00
Lýðtryggingog lýöhjálp 136200.00
Mentamál .............. 109600.00
Ýms útgjöld ............ 51300.00
Rekstursútgjöld Vatns-
veitu Akureyrar....... 15000.00
Til hitaveiturannsókna 10000.00
Eftirstöðvar við árslok 200000.00
Samtals kr. 1047200.00
í
Eru þessar niðurstöðutölur
75 þús. kr. hærri en í fyrra.
Jakob O. Pétursson, ritstjóri íslendings:
Kolahamstrarar
nókkrir voru dæmdir í gær. — i
Höfðu þeir safnað kolabirgðum ;
með því a'ð kaupa í mörgum versl-
unum og auk þess notast viÖ fleiri
brögð. Voru þeir sektaðir um 50
krónur hver.
íslenski Kommúnistaflokkur-
inn er stofnaður árið 1930. Það
varð með þeim hætti, að hinir
róttækari jafnaðarmenn eða
sósíalistar töldu forystumenn
Alþýðuflokksins of háða ríkis-
valdinu og ríkjandi þjóðskipu-
lagi og klufu sig þess vegna út
úr. Hlaut hinn nýi flokkur þeg-
ar heitið: „Kommúnistaflokkur
íslands“, en jafnframt er liann
talinn deild úr Alþjóðasam-
handi kommúnista, og þar með
viðurkent, að hann sé alþjóðleg
hreyfing, er standi í sambandi
við samskonar hreyfingu í er-
lendum ríkjum. Það er og vitað,
að yfirstjórn Alþjóðasamhands
kommúnista er i Moskva, liöf-
uðborg Sovét-Rússlands, og að
þaðan fá kommúnistar allra
landa fyi’irmæli um starfsregl-
ur. Markmið þein’a er að koll-
varpa ríkjandi þjóðskipulagi
með byltingu, þegar jarðvegur-
inn er hæfilega vel undirbúinn,
og reisa á rústum þess þjóð-
slcipulag sósíalismans, þar sem
ríkið sjálft er eigandi allra
framleiðslu- og atvinnutækja,
verksmiðjanna, veiðiskipanna,
samgöngutækjanna og bújarð-
anna, —- en þegnarnir allir
vinnuþiggjendur á hinu risa-
vaxna ríkisbúi.
Hvernig kommúnistar hafa
hugsað sér að ná þessu takmarki
hér á landi, er hest lýst í þess-
um orðum annars liöfuð-for-
ingja þeirra hér, Einars Olgeirs-
sonar, í tímaritinu „Réttur“ ár-
ið 1933:
„Þess vegna á sá verkalýður,
sem ætlar að afnema þetta auð-
valdsskipulag, enga aðra leið en
vægðarlausa dægurbaráttu fyrir
hagsmunum sínum, háða með
verkföllum og hvaða öðrum
ráðum sem duga með rótfestu
í þýðingarmestu vinnustöðvum
auðvaldsframleiðslunnar, og sú
verkfallsbarátta leiðir til sífelt
skarpari árekstra við burgeisa-
stétlina og ríkisvald hennar, —
og nær að lokum hámarki sínu
í vopnaðri uppreisnverkalýðsins
gegn hervæddri yfirstétt Is-
lands“.
Þannig linigu draumar
kommúnistaforingjanna fyrir
7 árum síðan. Og við höfum öll
séð og fylgst með í, hvernig
þeir hafa keppt að þessu marki.
Þeir hafa reynt að koma á verk-
föllum eða verkbanni og oft
tekist það. Þeir hafa harðvitug-
lega beitt sér gegn löggjöf
um skipan slikra mála, þótt
Iiún Iiafi þó orðið að hafa fraxn-
gang að lokum. Þeir hafa reynt
að nota sér þær erfiðu ástæður,
er fólksstraumurinn til bæja
og sjóþorpa skapa, til fram-
dráttar. Aldrei hafa raddir
komið frá þeim um það, að
fólkið ætti að flytja sig þang-
að, sem vinnuna er helst að fá,
aldrei hafa þeir livatt neinn til
að hverfa úr atvinnuleysi bæj-
anna til framleiðslustarfa uppi
í sveitum landsins og jafnan
hrugðist illa við slikum röddum
er þær hafa komið fram annars
staðar. Má af þessu ráða, að það
sé ekki afkoma hins vinnandi
manns, sem þeir bera fyrir
brjósti, heldur sé þeim efst í
liuga, að sem mest atvinnuleysi
og eymd skapist í fjölmenninu
við sjóinn, sem mest óánægja
og vandræði, þvi einmitt það
skapi hinn rétta jarðveg fyrir
byltingu þá, sem koma skal.
Það er leitt til frásagnar, en
þó ekki unt að mæla móti því,
að byltingamennirnir nutu á
margan hátt sluðnings og að-
stoðar hinna ráðandi manna til
að komast í ýmsar trúnaðar-
Flutt á opmberum íundi SJálf-
stæðisfélaganna á Hkureyii, 30.
janúar 1940.
stöður þjóðfélagsins á undan-
förnum árum. Einkurn var það
áberandi, live mjög þeim var
komið á framfæri við hinar
æðri sem lægri menntastofnan-
ir, þar sem þeir höfðu aðstöðu
til að móta og liafa áhrif á
þjóðfélagsleg og siðferðileg við-
horf harna og unglinga. Þessi
ár var mjög erfitt fyrir þá
kennara, er Sjálfstæðisflokkn-
um fylgdu að málum, að kom-
ast í sæmilega lcennarastöðu,
þótt þeir hefðu ríkuleg og góð
meðmæli, en ætti kommúnisti í
hlut, dugði honum venjulega að
liafa liðugt tungutak. Stærsti
harnaskóli landsins var gerður
að kommúnistahreiðri og yfir
Mentaskólann í Reykjavík var
settur yfirlýstur kommúnisti.
Þannig vann veitingavaldið að
því að auka veg byltingamann-
anna með því að veila ýmsum
forvígismönnum þeirra og
helstu hæfiléikamönnum völd
og mannaforráð. Og á sama
tíma njóta þeir þeirra forrétt-
inda að þurfa ekki að afplána
refsingar fyrir skemdarverk og
glæpi eins og aðrir þjóðfélags-
þegnar. Menn muna Dettifoss-
bardagann á Siglufirði, er trylt-
ur kommúnistalýður lét grjót
og kolastykki dynja á því fólki
er vildi hafa frið við að skipa
upp vörunum, og menn muna
jafnvel enn hetur 9. nóvember
1932, er æðisgenginn skríll,
magnaður af eggjunarorðum
siðlausra kommúnistaforingja
ætlaði að berja á fulltrúum
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn
Reykjavíkur með stólfótum, er
Héðinn Yaldimarsson rétti
þeim. A. m. k. munu atburðirn-
ir hafa rifjast upp fyrir mörg-
um nú í vetur, þegar 2 lögreglu-
þjónar í Reykjavík, báðir á
besta aldursskeiði, sækja um
lausn frá störfum vegna örorku,
er á rætur sinar að rekja til
misþyrminga í kommúnista-
uppþotinu 9. nóvember 1932.
Fyrir verknaði þessa, sem liér
hafa nefndir verið, munu
kommúnistarnir ekki hafa af-
plánað sína refsidóma, svo að í
fljótu bragði mætti ætla, að
þeir nytu einhverrar verndar
eða réttinda fram yfir aðra
borgara þjóðfélagsins. En þó
mun það sönnu nær, að rílcis-
valdið sé enn of veikt til að
framkvæma slíka dóma, þvi
ganga má út frá þvi, að sú teg-
und manna, sem engin lög virð-
ir eða rétt, mundi eigi skirrast
við að koma í veg fyrir fram-
kvæmd dómanna, með ofbeldi.
En svo veikt má ríkisvaldið
ekki vera. Þjóðin verður einum
rómi að krefjast þess, að lögin
og framkvæmd þeirra nái jafnt
jTir kommúnista sem aðraborg-
ara, svo að þau hermdarverk, er
þeir hafa unnið og kunna enn
að vinna, leiði af sér eðlilega og
sjálfsagða refsingu.
*
Eftir að nazistar komast til
valda í Þýskalandi árið 1933
taka kommúnistar upp nýja
„línu“, sem svo er kallað. Þeir
taka að berjast fyrir samstarfi
allra vinstri flokka í löndunum,
gegn fasisma eða nazisma. Hér
á landi áttu Framsóknarflokk-
urinn og Alþýðuflokkurinn að
taka höndum saman við
JAKOB Ö. PÉTURSSON.
Kommúnistaflokkinn gegn
Sjálfstæðisflokknum, sem vera
átti hinn eini og sanni fasista-
flokkur þessa lands. Að Komm-
únis taflolcknum varð nokkuð á-
gengt með liinu nýja herbragði,
sást við Alþingiskosningarnar
1937. Þá ákvað hann að hafa
ekki menn í kjöri í þeim kjör-
dæmum, þar sem frambjóðandi
Framsóknar- eða Alþýðuflokks-
ins stóð höllum fæti fyrir fram-
bjóðanda Sjálfstæðis-ogBænda-
flokksins. Hvöttu hlöð flokksins
kjósendur lians í þessum kjör-
dæmum til að lána Framsókn-
ar- eða Alþýðuflokknum at-
kvæði sín, til þess að koma í
veg fyrir að Sjálfstæðisflokkur-
inn ynni kjördæmið. Og það er
fullvist, að þessi hjálp komm-
únista fleytti 5—7 framsóknar-
þingmönnum inn á Alþingi,
sem annars mundu fallið hafa
og jafnframt leikur grunur á,
að þessi samhjálp sé líka bein
orsök þess, að kommúnistar
fengu sæti á Alþingi. Á fram-
boðsfundum gætli þess mjög,
að kommúnistar tækju upp
hanskann fyrir stjórnarflokk-
ana, er sjálfstæðismenn deildu
á þá. í þeirri sveit hér við Eyja-
fjörð, þar sem Framsóknar-
flokkurinn á mest fyígi hér
nærlendis; hlaut margdæmd
kommúnistasprauta mest lófa-
klapp allra framhjóðenda á
framboðsfundi. Það voru stór-
yrði og svívirðingar ræðu-
manns um Sjálfstæðisflokkinn,
er killuðu svo lófana á fram-
sóknarbændunum, að þeir
ldöppuðu ósjálfrátt meira fyrir
honum en sínum eigin fram-
bjóðendum. Og svo vel gast
framsóknarmönnum víða að
þessu samstarfi við kommún-
ista, að þeir tóku það aftur upp
við hæjar- og sveitarstjórnar-
kosningarnar í janúar 1938.
Þegar langt var liðið á árið
1938 varð klofningur í Alþýðu-
flokknum. Héðinn Valdimars-
son fór með allmikið lið úr hon-
um til móts við kommúnista.
Kommúnistaflokkurinn var
lagður niður en í hans stað
stofnaður Sósialistaflokkur með
nýrri stefnuskrá, sem tekur það
skýrt fram, að flokkur þessi
eigi að vera „engum háður,
nema meðlimum sínum, ís-
lenskri alþýðu“.
Það kom þó fljótlega í Ijós,
að konlmúnistamir voru ekki
með öílu horfnir af sviðinu. Það
kom mjög fljótt í Ijós, að innan
þessa nýja flokks voru til menn,
sem einmitt voru öðrum háðari
en íslenskri alþýðu. Fréttir um
íslensk málefni tóku að hirtast í
erlendum hlöðum, og báru þær
mjög greinilega á sér fingraför
liins hreinræktaða kommúnista.
Og ekki er langt síðan að það
upplýstist, að útlendar fréttir,
sem dagblað Sósíalistaflokksins
flytur, fær það ókeypis frá
Moskva, en kostnaður við send-
ingu þessara skeyta mun nema
um 100 þús. lcr. á ári. Og það,
sem gegnir líldega mestri furðu,
í þessu sambandi, eru þær upp-
lýsingar, að af öllum blaða-
skeytum, sem til landsins ber-
ast, hefir 2 síðustu ár um helm-
ingur verið frá Rússlandi til
samherja Stalins hér á landi.
Loks eru það atburðirnir í
Evrópu síðasta þriðjung ársins
1939, sem leiða til þess, að lýð-
ræðis- og þjóðræknisgrhnan
fellur af kommúnistunum. Hin-
ir óvæntu samningar Rússa og
Þjóðverja gera þá ráðvilta um
slund. En brátt taka þeir [>á á-
kvörðun að fylgja rússneslcu
einræðisstjórninni að málum,
hvort heldur sem spor liennar
liggja beint í faðm nazismans
eða eitthvað annað. Þeir urðu
nú að liætla að slá um sig með
upphrópuninni: gegn stríði og
fasisma. Þeir máttu nú ekki
lengur skera niður hakalcross-
fánann hvar sem þeir sáu hann,
eftir að hann hafði verið dregin
við hún á „Rauða torginu“ og á
gröf Lenins. Þeir höfðu löngum
atyrt Euglendinga og Frakka
fyrir það að gi’ípa ekki til vopna
til hjálpar smárikjunum, sem
Hitler var að innlima í Þýska-
land, en þegar Englendingar og
Frakkar loks gera það, lieimta
hlöð íslensku kommúnistanna,
að þeir liætti þessu heimskulega
stríði. Svona eldfljótir eru þess-
ir litilsigldu menn til að gleyma
áður töluðum digurmælum og
skifta um tón.
★
Þau orð eru höfð eftir Lenin
hinum rússneska, að af hverj-
um 100 áhangendum holsevism-
ans sé að eins einn sannur bolse-
vikki, 60 fávitar og 39 þorpar-
ar. Það sé ekki vandi eftir þessa
athugun að sjá, liverjir fara
muni með völdin. Það verði
hvorki þessi eini liugsjónamað-
ur, né hinir 60 fábjánar, heldur
hinir 39 þorparar. Þessi orð
Lenins koma mjög vel lieim við
hið ríkjandi stjórnarfar í Rúss-
landi. Þessi eini liugsjónamaður
var drepinn í „lireingerning-
unni“, fávitunum er att fram á
blóðvöllinn í Póllandi eða Finn-
landi og þeir eru látnir smyrja
vélar verksmiðjanna, er fram-
leiða gerfivörur og drápstæki.
En þorpararnir semja við er-
lenda einræðisherra á meðan
um það, lfvar hinar nýju Jínur
eigi að liggja á landabréfinu.
Þegar Rússar sýndu liýenu-
eðli sitt í haust með því að
koma vopnaðir aftan að Pól-
verjum rneðan þeir háðu sína
úrslitaorustu við þýska herinn
segir íslenski kommúnistinn, að
verið sé „þegjandi og hljóða-
laust“ að innlima miljónir
manna undir kommúnismann.
Þegar sama þjóð kúgar smárík-
in við Eystrasalt til að leyfa
henni að setja upp flugvéla- og
flotastöðvar innan landamæra
þeirra, segir íslenski kommún-
istinn, að um hernaðarbandalag
sé að ræða gegn yfirvofandi á-
Ieitni Brelans. Og loks þegar
Rússar liefja árásarstrið á
Finna, — hina litlu en hug-
prúðu menningarþjóð, er hygg-
ir „þúsund-vatna-landið“, segir
íslenski kommúnistinn, að
„rauði herinn“ sé að hjálpa
finsku alþýðunni til að ná frelsi
sínu.
Þetta rússneska viðhorf ís-
lenska kommúnistans hefir leitt
það af sér, að menn hafa meira,
en áður hugsað um það, hvers-
konar manntegund hann muni
vera. Og niðurstaðan verður hjá
öllum hin sama, að þar sé land-
ráðamaður, — föðurlandssvik-
ari, sem með glöðu geði mundi