Vísir - 10.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 10.02.1940, Blaðsíða 3
visrR Gamla Bió Viiliiaen i nrlirbiloi. Stórfengleg amerísk kvikmynd. -— Aðalhlutverldn leika: Dorothy Lamour — Henry Fonda — George Raft. Leikfclag; Reykjavíknr Dauíinn nýtur lífsins Sýning á morgun kl. 3 '/2 e- h* LÆKKAÐ YERÐ. „Fjalla-Eyvindur" Sýning annað kvöld kl. 8 e. h. Bellmanns-iiljóiníeikar Karlakórs iönaðarmaim?. Karlakór iðnaðarmanna end- urtók hljómleika sína í Gamla Bíó í gærkvöldi við góða að- sókn og því betri viðtökur á- heyrenda. Það var vel til fundið, etr Karlakór iðnaðarmanna mint- ist 200 ára afmælis Bellmans með sérstökum hljómleikum, svo vel og lengi hafa sönglög hans stytt íslensku þjóðinni stundir. Sá kyngikraftur fyigir liinum einföldu og söngrænu laglínum Bellmanslaganna, að sagt heffir verið, að jafnvel illa sunginn Bellman væri alt- af skemtilegur. Bellmanslög- in liafa verið sungin meira um öll Norðurlönd, en nokkrar aðr- ar tónsmíðar. Hafa verið uppá- halds viðfangsefni stúdenta og allrar glaðlyndrar æsku. Og fjölbreytnin í lögum og ljóðum gerir það auðvelt að halda heila hljómeika með þeim eingöngu, án þess að hljómleikarnir verði fyrir það of einhæfir. Bæði kór og söngstjóri hafa tekið mjög miklum framförum frá því að eg lieyrði þá fyrst. Kórinn er nú kominn í tölu betri lcóra, raddmagnið mikið og samhljómur góður, en auka má þó 1. rödd á móti hinurn hljómmikla 2. hassa. Öll meðferð kórsins bar vott um góða vinnu og smekkvísi söngstjórans. En meira hefði mátt gæta kýmni og glaðlyndis í hrynjanda gleðisöngvanna, enda urðu hin alvarlegri við- fangsefni hest í meðförum lcórsins. Má þar sérstaklega til- nefna „Mörlc hur vör skugga —sem var prýðilega sungið, sérstaklega í fyrra skiftið. Einsöngvara kórsins vantar tilfinnanlega kunnáttu og þjálf- un. Iiinsvegar sýndi Þorsteinn Löve ágæta framsagnarhæfi- leika. Ó. Þ. veita erlendum þorpurum stuðning og lijálp við innrás í þetta land, kæmu þeir í nafni Stalins. Þess vegna hefir Alþingi lýst yfir því, að það telji mikla ó- virðingu að þingsetu kommún- ista. Þess vegna hafa þingmenn þeirra verið reknir úr Þing- mannasambandi Norðurlanda. Þess vegna liafa lýðræðisflokk- arnir komið sér saman um að útiloka áhrif kommúnista úr verklýðsfélögum landsins, eins og landssamhand verkamanna í Svíþjóð hefir þegar gert: Og þess vegna liefir livert félagið af öðru gert margvíslegar á- lyktanir viðvíkjandi útrýmingu kommúnismans hér iá landi. Þessi alda má ekki fjara út. Þótt flokkur kommúnista Iiafi mjög riðlast vegna afstöðunnar til þess, sem nú er að gerast í Evrópu, þá munu álirif þeirra ekki þurkast út sjálfkrafa. Enn sitja þeir í bæjarstjórnum, sveitastjórnum og á Alþingi. Enn fást þeir við uppeldisstörf í barnaskólum víðsvegar um land. Enn reka þeir víðtæka á- róðursstarfsemi með blaða- og bókaútgáfu. Enn munu þeir standa í skeyta- og bréfavið- skiftum við kommúnista er- lendis. Enn fá þeir að sá fræj- um efnishyggju, haturs og sUndrungar í íslenskt þjóðlíf. En hærra og hærra verður sú alda að rísa, sem nú er vakin gegn starfsemi þeirra, þangað til almenningsálitið hefir vikið þeim af löggjafarþinginu, úr bæjarstjórnunum og úr barna- skólunum. ;Hættum ekki fyrri en hvorttveggja er landrækt: Trúin á réttlæti stólfótanna og trúin á stjórn þorparanna. Uerlamillolltnr 1.- Irlids Ireíst smlBiiBar. Einkaskeyti frá U. P. London í morguni Verkamannaflokkur Norður- Irlands (Ulster) hefir gefið út ávarp til íra og Breta. Krefst flokkurinn þess skilyrðislaust, að Norður-írland verði samein- að Eire þegar í stað. Segir í ávarpinu, að öll írska þjóðin eigi að taka undir þessa kröfu, því að ef henni fáist ekki framgengt, eigi írska þjóðin framundan miklar nauðir, at- vinnuleysi og skort. „írska þjóðin á að sýna Bretum, að liún fyrirlítur ofbeldisstjórn þeirra og hefir alls enga samúð með hinu aldagamla hernaðar- æfintýri Breta í írlandi.“ Merkjasala R. IC. £ nám á 8. þús. kr. Fregnir hafa nú borist frá flestum þeim stöðum úti urn land, þar sem merkjasala R. Kr. ísl. fór fram. Hefir salan geng- ið mjög vel — tekjurnar orðið á 8. þús. króna. Merki seldust fyrir þær upp- hæðir, sem liér greinir: Akranes .......... kr. 298.00 Borgarnes ......... — 142.60 ísafjörður .........— 350.00 Hvammstangi . . ca. — 50.00 Blönduós .......... — 127.00 Alcureyri .... ca. — 700.00 Siglufjörður .......— 248.00 Vestm.eyjar ... ca. — 500.00 Reykjavík ........—4656.90 Samtals kr. 7072.50 Fregnir liöfðu ekki borist frá Grindavík, Ke'flavík, Sandgerði og Sauðárkróki, þegar blaðið fór í pressuna. Nú hefir almenningur í mannfleslu bæjum landsins sýnt hug sinn til Rauða Kross- ins og starfsemi lians. Ætti hið opinbera ekki að gera slíkt liið sama, með því að styrkja fé- lagið í að-lirinda þeim málum í framkvæmd, sem mest eru aðkallandi.? Peningagjafir til Vetrarhjálparinnar. Starfsfólk hjá O. Johnson & Ivaaber 35 kr. Ragnar Pedersen 5 kr. Starfsmenn hjá Slippfélagi Reykjavíkur kr. 223.55. Pappírs'- pokagerðin 50 kr. Málmhúðun Rvíkur 15 kr. Starfsmenn hjá H.l. S. 42 kr. Starfsfólk hjá Sundhöll- iuni 92 kr. Árni & Bjarni 20 kr. Starfsfólk hjá Sig. Þ. Skjaldberg 22 kr. Jón & Steingrímur»20 kr. Sjóátryggingarfélag íslands h/f. 500 kr. Starfsfólk á Hótel Borg kr. 52.50. Starfsfólk hjá S.l.F. 49 kr. Starfsfólk hjá Kassagerð Rvíkur kr. 107.40. Stefán Gislason 5 kr. Starfsmenn hjá Vínbúðinni 50 kr. — Kærar þakkir f. h. Vetrarhjálp- arinnar. Stefán A. Pálsson. stórar og góðar, nýkomnar. Visin Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2. f I? I! lf ð m U 9> J\« Y.-D. Fundur á morgun kl. 31/2. U.-D. Fundur á morgun ld. 5. -— Fjölmennið. Aðgöngumiðar að báðum sýningunum verða seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. Ath. Vegna hinnar miklu aðsóknar að báðum þessum leikritum verður ekki svarað í síma fyrsta klukkutím- ann eftir að salan hefst. Nkorið B. B. neftóbak Smásöluverð á skornu B. B. neftóbaki má ekki vera hærra en hér segir: í 2 y2 kg. blikkdósum.. kr. 33.60 pr. kg. í 1 kg. blikkdósum..... — 34.30---- í y2 kg. blikkdósum ... — 34.70---- í 1/10 kg. blikkdósum.. — 39.20 —.— D ó s i r n a r eru innifaldar í verðinu, en verða keyptar aftur samkv. auglýsingu á dósunum. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má smásöluverð vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. í ÞJÓÐLEIKHÚSINU verður opnuð á morgun, sunnud. 11. febr. kl. 5 e. h. og verður opin framvegis frá kl. 1—10 e. h. Á sýningunni verða meðal annars 50 teg. ai flopoðelim eða alls um, 100 stykki. — Á sýningunni gefst mönnum koslur á að fljúga. — Komið og sjáið livað yngstu flugmennirnir hafa upp á að bjóða.- Inngangur um norðurdyr. — Dynjandi músik í öllum deildum. I Jarðarför mannsins míns, Steingríms Lýðssonar fer fram frá dómkirkjunni mánudaginn 12. þ. m. og hefst með húskveðju frá Hringbraut 67, kl. 1 e. li. Lára Guðmundsdóttir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir og tengdafaðir okkar, Dagbjartur Einarsson, andaðist 3. þ. m. að heimili sínu, Grjótagötu 9. Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 13. þ. m. fná dóm- kirkjunni og hefst með húskveðju að heimili hins látna kl. 1 eftir liádegi. Ketilfríður Dagbjartsdóttir. Guðjón S. Magnússon. Maðurinn minn, Bogi Jónsson, andaðist að heimili okkar, Hverfisgötu 16, síðastliðið fimtu- dagskvöld. Fríða Jónsson. Nýja Bíó Pygfmalioii Bifreiðasteðin GEYSIR Simar 1633 og 1216 Nýir bílar. UppHitaðir bilar. Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélags Islands í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 12. febrúar kl. 8y2 í Öddfellowhúsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. félagsins verður haldinn í Kaupþingssalnum sunnudag- inn 11. þ. m. kl. 2 e. h. Þeir félagar, sem skulda meira en 2 ársf jórðungs- gjöld, hafa ekki atkvæðisrétt á fundinum, en tekíð verður á móti félagsgjöldum við innganginn. STJÓRNIN. Skagfirðingamótið verður að Hótel Borg þriðjudagskvöldið 13. febr. Hefst með borðhaldi kl. hálf átta. — Ræðuhöld, söngur og dans. Skorað er á Skagfirðinga og aðra vini Skagafjarðar að f jölmenna á mótið. Aðgöngumiðar í Flóru, Söluturninum og hjá Ey- mundsen. STJORNIN. ----------------------------- Dansleik heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Oddfellow- lnisinu sunnudag 11. þ. m. og hefst kl. 10 e. h. SWXNG-TRÍÓIÐ SKEMTIR Aðgöngumiðar seldir i Oddfellowhúsinu eftir kl. 4. NEFNDINL lnslellir í IÐNÓ í kvöld. Hinar tvær vinsælu hljómsveitir: Hljómsveit lönó. Hljómsveit Hótel Islands. Með þessum ágætu hljómsveitum skemt- ir fólk sér best. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 6 Vegna jaröarfarar verða verslanir mínar lokaðar allan mánudaginit 12. þessa mánaðar. HJALTI LÝÐSSON..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.