Vísir - 19.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1940, Blaðsíða 2
VtSIB DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsraiðjan h/f. Eftir lands- fundinn. TÍMAMENN hafa gert sér vonir um að Sjálfstæðis- flokkurinn hlyti að springa. Þeim er ekki ofgott að vona. Á samsæti, sem haldið var á Hót- tel Borg í gærkvöld las einn ræðumanna nokkur ummæli Tímans um landsfundinn. Það „slcemtiatriði“ „gerði storm- andi lukku.“ Greinin, sem úr var lesið byrjar á því, að Ólafur Thors hafi lýst því yfir, „að Sjálfstæðisflokkurinn geti ekki unnið kosningar.“ Ilún endar með því, að enn verði ekki sagt, hvort samkomulag náist milli „flokksarmanna“, eða livort fundurinn endi með þvi, að „alt standi í Ijósum loga.“ Menn hlógu dátt að þessum bollaleggingum Tímans. Sjálf- stæðisflokkurinn hefir lialdið nokkra landsfundi á undan þessum, en það er allra mál, þeirra er setið hafa alla þessa fundi, að aldrei hafi verið meiri samhugur í flokknum en ein- mitt nú. Þess vegna þótti mönn- um svo gaman, þegar sagt var frá því, að Tíminn héldi að kviknað væri í hjá „ílialdinu“ og þættist finna „sviðalyktina“ leggja út af landsfundinum! Það væri vítaverð ólirein- skilni við samstarfsflokkinn, ef framsóknarmenn fengju ekki að vita, að allir fundarmenn, undantekningarlaust, höfðu rót- gróna andstygð á rógsgreinum þeim, sem Tíminn hefir birt um Sjálfstæðisflokkinn. Ef Timinn hefir trúað því, að slík vinnubrögð gætu orðið til þess að sundra liði sjálfstæðismanna, liefir hlaðinu skjátlast stórlega- Það er álíka skynsamlegt og hitt, að breiða það út, að Ólaf- ur Thors hafi sagt að Sjálf- stæðisflokkurinn gæti ekki unn- ið við kosningar! Ræða sú, sem Ólafur Thors flutti í byrjun landsfundarins, hefir birst i blöðum flokksins. Þar geta menn gengið úr skugga um það, að Ólafur sýndi fram á, að vigstaða Sjálfstæðis- flokksins er ákjósanleg. Og Tíminn má vita það, að lands- fundurinn liefir engan veginn dregið úr bjartsýni Ólafs Thors né annara sjálfstæðismanna um kosningahorfurnar. Tíminn má líka vita, að ef samstarfið helst, þá er það ekki af því, að sjálf- stæðismenn geri sér neinar gyllingar um einlægni sumra þeirra, sem í Tímann rita, í samstarfinu. Ef sjálfstæðis- menn lilu aðeins á flokkslega hagsmuni, mundu þeir ekki hika við að láta Framsókn sigla sinn eigin sjó nú þegar. Innan flokksins er enginn ágreining- ur. Ólafur Thors lýsti afstöðu flokksins alveg réttilega i gær- kveldi: „Sjálfstæðismenn ætla að vera í samvinnunni — allir! Eða fara úr samvinnunni — allir!“ Sjálfsfæðismenn geta vel sagt: „Iíér var alt með öðrum svip fyrir ári um þetta leyti.“ Ágreiningurinn, sem þá var, sérstaklega út úr gengismálinu, hefði orðið hverjum flolcki að fótakefli, nema Sjálfstæðis- flokknum. Ólafur Thors sagði réttilega, að enginn hinna flokkanna liefði staðist þá eld- raun. Allir sjálfstæðismenn eru sammála um það, að Tíminn hafi hegðað sér ósæmilega í þessari samvinnu. En sjálfstæð- ismenn eru líka á einu máli um það, að hér hefði alt farið ver, ef fyrverandi stjórnarflokkar hefðu einir farið með völdin á- fram. Þeir eru reiðubúnir, að láta þjóðina skera úr þessu, livort lieldur sem er í dag eða á morgun. Það verður tæplega til þess ætlast, að hinir flokkarnir skiíji samheldnina í Sjálfstæðis- flokknum. Þar eru engin hand- járn. Þar veldur það engum klofningi, þótt einarðlega sé á málum haldið um einstök at- riði. Sjálfstæðisflokkurinn er bandalag frjálsra manna úr ölium stéttum, en hvorki hags- munaklíka né samsærislýður. En j>ótt samstarfsflokkarnii’ eigi erfitt með að skilja sam- heldni sjálfstæðismanna, út frá sínum þröngu sjónarmiðum, verða þeir engu að síður að láta sér skiljast, að samheldni flokksins er staðreynd, sem ekki verður haggað. Þeir mega þess vegna láta eins og þeir vilja. — Sjálfstæðisflokkurinn berst ekki fyrir neinu því, scm nokkur flokksmaður efast um, að sé í eðli sínu réttlátt og sann- gjarnt. Þeir, sem lakari málstað hafa, skilja ekki hver styrkur er að því, að hver einasti flokksmaður hafi skýra meðvit- und um það, að hann berjist einungis fyrir því, sem rétt er. Sjálfstæðisflokkurinn hefir engu að leyna. Þess vegna bít- ur hann hvorki rógur né níð. Hann mun taka hverju sem að höndum ber, samhuga og ein- beittur, með alþjóðarhag fyrir augum. a M.b. Magnús Torfason sekkur á bátalegunni f rí Þoriáksköín. Vertíð er nýbyi’juð í Þor- lákshöfn og eru gerðir þaðan út i vetur 12 eða 13 bátar. Það vildi þar til s. 1. föstudag að m.b. Magnús Torfason ca. 10 smál. eign Kaupfélags Árnes- inga, sökk á bátalegunni i Þor- lákshöfn. Vildi það þannig til að þá er báturinn var að leggja frá hryggju og fram á leguna, reið ólag undir liann og kastaði honum upp á sker og braut hann svo sem fyr segir. Bátur- inn hefir náðst upp og fer nú fram viðgerð á honum. Kosning í Múrara- sveinaíélaginu.. Lýðræðisflokkarnir sameinuð- ust gegn kommúnistum og fengu 4 af 6 mönnum kosna í fulltrúaráð. í stjórn félagsins voru kosnir Guðbrandur Guðjónsson form., Þorfinnur Guðbrandsson vara- form., Þorsteinn Löwe ritari, Þorgeir ' Þórðarson gjaldkeri, Ársæll Jónsson sjóðsgjaldkeri. í varastjórn voru kosnir: Júlíus Loftsson, Ilaraldur Bjarnason, Vilberg Hermannsson. Fulltrúaráð: Júlíus Loftsson, Kristján Skagfjörð, Sigurður Sigurðsson, Sæm. Pálsson, Sig- urjón Pálsson og Ragnar Finns- son. V I SIR Erindi Tlior Thors alþm. UTANRIKISMALIN. Það er eigi að ástæðulausu að utanrikismálin eru nú fyrsta sinni tekin til umræðu á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins. Það er nú að því komið að íslend- ingar verða að hefjast ákveðið handa um framkvæmdir á sviði utanríkismálanna og öflugan undirbúning þeirra. Um utanríkismál alment skal ekki fjölyrt — það er aug- Ijóst mál og nú viðurkent af al- heimi, að engin menningar- þjóð getur verið sjálfri sér nóg eða verið án sambanda hjá öðr- um þjóðum til að fylgjast með og greiða fyrir þegnum sínum og málefnum. Meðal allra sið- aðra þjóða eiga sér því stað nú i dag, og hafa öldum saman átt sér stað margháttuð þjóðréttar viðskifti og smám saman hafa myndast ákveðnar reglur um það, livernig þessi viðskifti skuli rekin og hverrar réttar- stöðu og tignar þeir skuli njóta, sem til þess eru kjörnir að fara með utanríkismálin meðal þjóð- anna, liinir svo nefndu sendi- menn þjóðanna. — Enda þótt ísland hafi enn þá átt þess lítinn kost að skipa sendimenn lil að fara með málefni landsins á erlendum vettvangi, þykir mér rétt að greina nú þegar í upp- hafi máls míns frá nokkurum þeim helstu reglum sem nú gilda um sendimenn þjóðanna. Það skýrir samtímis hver er að- staða okkar nú í dag og hver vandi okkur er á herðum er við eigum einir að ráðstafa þessum málefnum. Á miðöldum tiðkaðist það, að sendimenn voru sendir úr landi til þess að semja um álcveðin málefni við erlend ríki. Þeir hurfu aftur heim að loknum þessum sérstöku erindum og þótt þeir nytu sérstakrar lielgi og verndar í samningslandinu, voru ferðalög þeirra um önnur lönd er á milli lágu, oft hin erf- iðustu og hættulegustu, þvi að ræningjaflokkar léku þá laus- urn hala. Á síðari hluta miðald- anna liefst sú nýlunda að farið er að koma upp föstum sendi- sveitum. Það eru ítölsku lýðrik- in sem ríða á vaðið og smám saman hreiðist þessi háttur út, að hafa húsetta sendimenn í við- skiftaríkjunum. En í upphafi virðast þessir sendimenn eigi hafa notið sérstakrar virðingar meðal yfirvalda eða almenn- ings eða verið sérlega vel þokk- aðir. Lúðvík XI. Frakkakon- ungur, sem ríkti frá 1461-1483, er sagður hafa verið fyrsti þjóðhöfðinginn í Vestur-Ev- rópu, sem tók upp þennan sið alment og hann kvað sjálfur sér ganga það til að vilja hafa leigðan njósnara við liirðir hinna voldugu nágranna sinna. Og Lúðvík konungur sagði við sendiherra sina: „Ef hinir Ijúga að þér ljúgið þá enn þá mcira að þeim.“ — Um líkt leyti varð þessi skýrgreining til á sendi- herra: „Sendiherra er maður, sem sendur er til annars lands til að ljúga þar til hagsmuna fyrir land sitt.“ — Þessi tor- trygni mætti sendiherrunum í öndverðu og það er ekki grun- laust um að sumir þeirra hafi að einhverju leyti unnið til hennar. En andúð þessi smá- hvarf og um miðja 17. öld eru fastar sendisveitir orðin hin al- mennna venja í millirikja við- skiftum. Nú er svo komið, að sendisveitirnar eru að lang mestu leyti notaðar sem milli- liðir um öll markverð opinber alþj óðamálefni. Um sendimenn þjóða hafa myndast margvíslegar reglur og skilgreiningar. Fyrst er greint milli þeirra manna, er gegna embættum um óákveðinn tíma við sendisveitir erlendis, og þeirra sem sendir eru í ákveðnum sérstökum er- indum. Þeir síðastnefndu nefn- ast délégués (fulltrúar), en hin- ir diplomats. Þá eru sendimennirnir flokk- aðir eftir tign. Þetta hefir verið nokkuð breytilegt. í upphafi var að eins einn flokkur, siðan urðu þeir tveir. Á Vinarfundinum 1815 var raðað í þrjá flokka og 3 árum síðar var talið rétt að hafa flokkana 4. í fyrsta flokki eru ambassa- deurs, og æðstu sendimenn páf- ans legati og nuntii. Þessir menn eru staðgöngumenn þjóð- höfðingja síns eða páfa. Þeir eiga rétt á að semja við sjálfan þjóðhöfðingja þess ríkis, sem þeir dvelja i. Nú á tímúm, þeg- ar utanríkismálaráðherrar þjóðanna fjalla og semja um öll mikilvægustu mál, er þessi réttur næsta þýðingarlítill. — Það eru eingöngu stórveldin sem talin eru eiga rétt á að út- nefna þessa sendimenn og gera það sín á milli. í öðrum flokki eru envoyés extraordinaires et ministres plenipotentiaires (sérlegir sendiherrar með umboði). í þessum flokki eru flestir þeirra sendimanna, sem í daglegu tali nefnast sendiherrar. Þriðji flokkurinn tekur til ministres résidents (ráðherrar með búsetu), sem eru fátíðir nú á tímum. í fjórða flokki eru svo char- gés d. affaires. Sá er munur þessara sendi- manna, að þeir sem eru í 3 fyrstu floklcunum eru fulltrúar þjóðhöfðingja síns, sendir þjóð- höfðingja viðtökuríkisins, en sendimenn í 4. flokki eru full- trúar utanríkisráðherra heima- landsins, sendir utanríkisráð- herra móttökuríkisins. En að öðru leyti er réttarstaða jieirra hin sama. Sérhvert það ríki sem full- valda er að þjóðarétti, á rétt á að senda frá sér og taka við sendimönnum. Hinsvegar er ekki talið að nein skylda hvíli á fullvalda ríkjum i þessum efn- um, ríkjum er því heimilt að afsala sér þessum rétti og binda hann samningum við önnur fullvalda ríki, svo sem ísland liefir gert með sambandslögun- Um, er það fól Danmörku að fara með utanrikismál sín í um- boði þess, svo sem síðar mun vikið að. Skipun sendiherra í embætti er tilkynt viðkomurikinu í op- inberu skjali, er nefnist lettre de créanre (traustbréf). Þetta skjal er undirritað af þjóðhöfð- ingja sendiríkisins, þegar um sendiherra í þrem æðstu tignar- flokkum er að ræða og sent þjóðhöfðingja viðtökuríkisins. Sendimaður fer á fund þjóð- höfðingja viðtökuríkisins og afhendir honum skjalið á há- tiðlegan hátt. Þegar þjóðhöfð- inginn hefir veitt skjalinu við- töku, hefir sendimaður þar með öðlast viðurkenningu sein full- trúi þjóðar sinnar og getur eft- ir það skuldbundið hana innan takmarka umboðsins. Sendi- menn i lægsta tignarflokki fá slik skilríki frá utanríkismála- ráðherra sínum til þessa ráð- herra hins erlenda ríkis. Sendiherrar njóta í viðtöku- ríkjunum ýmsra réttinda fram yfir aðra menn. Þeir njóta sér- stakrar friðhelgi og auk þess þeirra sérréttinda, sem nefnast exterritorial réttindi (úrlendis- réttur), það þýðir það að lög- um viðtökulandsins verður ekki beitt gegn sendiherra. Lög Iieimalandsins ná hinsvegar á- fram til hans og þar er hans varnarþing. Sendiiherrar njóta einnig skattfrelsis og tollfrelsis á öllum varningi lil eigin þarfa. Ennfremur njóta þeir sérstakr- ar friðhelgi heimilis og sendi- herrabústaðar (francliise de l’hotel. Sendiherrarnir eru fulltrúar og umboðsmenn þjóðar sinnar. Þeim ber því að gæta hagsmuna lands síns og þegna þess í hvi- vetna. Störf sendiherra er nú á tímum orðið mjög margþætt og fjölbreytileg. Á siðari árum liafa störf sendiherra mjög beinst inn á svið verslunar- og viðskiftamála. Annars voru síðastnefnd mál- efni áður nær eingöngu í hönd- um þeirra starfsmanna utanrík- isþjónustunnar er ræðismenn (consuls) ncfnast. Þeir teljast yfirleitt elcki diplomatiskir fulltrúar, lieldur verslunarer- indrekar. Þeir greinast í ýmsa flokka; frá aðalræðismönnum (consul general) í umboðs- menskuræðismann (agent con- sulaire). Það er mjög tíðkað að nota starfandi kaupsýslumenn í hinum erlendu ríkjum til þess- ara starfa og er mjög algengt, að þeir séu þegnar þess lands. En oftsinnist er það einnig, að ræðismenn eru útlendir, frá lieimalandinu, og eru þeir venjulegast taldir hinum rétt- hærri. Störf ræðisinanna eru mjög margvísleg, aðallega þó í sambandi við verslun og við- skifti milli ríkjanna, ennfrem- ur fyi’irgreiðsla fyrir þegnum og skipum lieimalandsins. Þeir eru útnefndir af þjóðliöfðingja þess lands, sem þeir eru um- lioðsmenn fyrir. Þeir eru ekki skattfrjálsir nema vegna ræð- ismannsstarfsins og njóta eklci sömu réttinda og sendiherrar. Eg mun síðar víkja að þess- um tegundum sendimanna og ræðismanna. Utanríkismálin eru alment tal- in einliver allra þýðingannestu og viðkvæmustu vandamál hverrar þjóðar. Meðferð þeirra ræður oft á skömmum tíma rúnum og örlögum þjóða. Þegar rætt er um utanrikis- mál íslands er rétt og nauðsyn- legt að atliuga þau i tvennu lagi. í fyrsta lagi utanrikismál- in nú i dag, meðan við erum í sambandinu við Dani. Utanrík- ismál okkar byggjast nú á sambandssáttmálanum við Dani frá 1918 og er aðalákvæðið í samhandi við þau í 7. gr. sam- bandslaganna. í 1. mgr. segir: Danmörk fer með utanríkismál íslands í umhoði þess. — Eins og fyrr var sagt er hverju full- valda ríki heimilt að fela öðru ríki að fara með utanríkismál sín að einhverju eða öllu leyti. ísland liefir veitt Danmörku umboð til að fara með utanrik- ismálin með nánari takmörk- unurn í 7. gr. sbl. og samkv. hlutarins eðli. Fyrsti þáttur og e. t. v. aðal- þáttur utanríkismálánna, það er ákvörðun Um það, hvað um- boðsmaður okkar, Danmörk, slculi gera, hlýtur að fara fram hér heima. Alþingi íslendinga er eitt bært um að setja lög um utanríkishiál vor og meðferð þeirra. Þetta hefir Alþingi einn-, ig gert t. d. með ákvörðun um stofnun sérsakrar utanríkis- málanefndar árið 1928. Nefnd 7 alþingismanna fjallar ásamt rikisstjórninni um öll helstu utanríkismálin. Hefir nefndin fylgst með öllu þvi markverð- asta á sviði utanríkismálanna, verið rikisstjórninni til ráðu- neytis og beinlínis felt úrskurð um ýmislegt það er mestu máli hefir skift. Það má óhikað full- yrða að mikið gagn hafi orðið að störfum þessarar nefndar, og afskifti hennar af utanríkis- málunum hafi mjög orðið til þess að halda þessum þýðingar- miklu málum utan við og fyrir ofan allar flokkadeilur. Þá hef- ir verið stofnuð sérstök deild í stjórnarráðinu til að fara með utanríkismálin og með sérstök- um lögum ákveðið að stofna í þeirri deild emhætti skrifstofu- stjóra. Störf þessarar deildar hafa farið mjög vaxandi frá ári til árs og verið prýðilega af hendi leyst. Aðalákvarðanir ut- anríkismálanna eru hér heima hjá einum ráðherranna, sem sérstaklega fær. utanríkismálin til meðferðar og hann ber á- byrgð á þeim gagnvart Alþingi. Framan af var það venjan, að forsætisráðherra hefði utanrík- ismálin, en á síðari árum hefir engin föst regla verið um þetta og náðherrarnir farið með þessi mál til skiftis. Æðsta vald ís- lenskra utanríkismála er þó hjá Alþingi, sem getur kvatt ráð- herra til ábyrgðar og ákveðið hvernig það vill láta rækja um- hoðið. Þá er sú takmörkun gerð í 4. mgr. 7. gr. sbk, að: Ríkjasamn- ingar þeir, sem Danmörk gerir eftir að sambandslög þessi hafa náð staðfestingu, skuldbinda ekki ísland, nema samþykki réttra stjórnarvalda komi til. En í 17. gr. stjórnarskrár ís- lands er sagt að konungur geri samninga við önnur ríki. Þetta tálcnar, að samningarnir skuli gerðir á lábyi'gð íslensks ráð- Iierra og undirritaðir af hon- um. Og á þessum samningsrétti konungs og ráðherra er enn- fremur sú takmörkun, að kon- ungur getur enga slíka samn- inga gert, ef þeir liafa í sér fólg- ið afsal eða kvaðir á landi eða landhelgi, eða ef þeir horfa til hreytinga á stjórnarhögum rík- isins, nema samþykki Alþingis komi til. Aðrar takmarkanir 7. gr. eru þessar. í 2. mgr. segir: í utan- rikisstjórnarráðinu (danska) skal skipa eftir ósk íslensku stjórnarinnar og í samráði við hana trúnaðarmann (kommit- tret) er hafi þekkingu á íslensk- um lögum, til þess að starfa að íslenskum málum (til Behand- ling af islandske Sager). Þessi trúnaðarmaður liefir verið skip- aður samkvæmt ósk íslensku stjórnarinnar og í samráði við hana. Fyrir valinu varð Jón Rrabbe, hinn ágætasti maður, sem haft hefir hin viturlegustu og heillaríkutsu áhrif á gang málanna. — Trúnaðarmaður ]iessi er þó danskur embættis- maður og launaður úr ríkissjóði Danmerkur, en ríkissjóður ís- Iands endurgreiðir laun hans. Trúnaðarmaðurinn á beinan aðgang að utanrikisráðherra og er honum bæði rétt og skylt að finna að því, sem honum þykir aflaga fara um meðferð utan- ríkismála íslands og afla sér allrar fræðslu um þau efni. Hann á þvi kröfu á að kynna sér skjöl öll varðandi málefni íslands, sem utanríkisráðherra hefir með höndum og ber lion- um að leiðbeina þessum ráð- herra eftir föngum. — Trúnað- armaður þessi er því eingöngu skipaður til fyrirgreiðslu og leiðbeiningar um islensk utan- ríkismál. — Skipun lians er réttur íslandi til handa. í 3. málsgr. 7. gr. segir: Nú er einhversstaðar enginn sendi- herra eða sendiræðismaður og

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.