Vísir - 20.02.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR
JAGSL&i
Úígefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR II/F.
Ritstjóri: Kristján Gaðlaugsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(GengiS inn frá IngóJfsstræti)
Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377.
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 20 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
S j álf stæðisstef nan
og
verkamennirnir.
EFTIR nýafstaðinn lands-
fund Sjálfstæðisflokksins
er miklu betra að gera sér grein
fyrir því, hvernig flokkurinn
stendur að vígi í baráttunni, en
áður. Það, sem fyrst og fremst
einkendi fundinn var óbifandi
ákvörðun hvers einstaks flokks-
manns, að láta ekkert, sem að
höndum bæri, sundra fylking-
um. Flokkurinn hefir á þessu
síðasta ári staðist þá eldraun,
sem öðí’Um flokkum hefir ekki
tekist, Út úr þeirri eldraun hef-
ir hann komið, sem föst, sam-
feld og órjúfanleg heild, án
þess nokkuð hafi úr lionum
kvarnast. Þetta hefir því að eins
getað orðið, að hver einasti
sjálfstæðismaður veit með
sjálfum sér, að þjóðinni farnast
ekki vel til langframa,nema á-
hrifa sjálfstæðisstefnunnar
njóti við. Það er auðsætt á slík-
um viðsjártímum, sem nú eru,
að togstreita sú, sem stétta-
flokkarnir hafa gengist fjTÍr og
alið á, verður að lúta í lægra
haldi fyrir viðari sjónarmiðum.
Það hafa verið gerðar tilraunir
til að sameina fjölmennustu
stéttirnar í landinu, bænda-
stéttina og verkamennina,
hvora um ,sig í pólitísk hags-
munasamtök. Þetta hefir ekki
tekist. Bændur hafa aldrei feng-
ist til að sameinast i einhliða
stéttaflokki. Fyrir nokkurum
árum leit út fyrir, að tekist
gæti að sameina verkamenn i
einn flokk. En sú tilraun hefir
einnig farið forgörðum. Það er
útlit á, að hin harðvituga, ein-
hliða stéttapólitík hér á landi sé
búin að lifa sitt fegursta.
Sjálfstæðisflokkurinn befir
aldrei gengið inn á að vera full-
trúi neinnar sérsakrar stéttar.
Hann hefir viljað skapa jafn-
vægi í þjóðfélaginu, með þvi að
bera hag allra stétta jafnt fyrir
brjósti. Fyrir þetta hefir hann
orðið fvrir árásum úr öllum
áttum. í hvert sinn, sem fulltrú-
ar stéttaflokkanna hafa
borið fram einbverjar sérkröf-
ur, sem Sjálfstæðisflokkurinn
hefir ekki getað sætt sig við,
hafa þeir hrópað: íhaldið er á
móti okkur!
Nú er fjarri því að áróðri
stéttaflokkanna gegn sjálfstæð-
ismönnum linni nokkuð.Jafnvel
eftir að svo er kallað, að friður
ríki milli aðalflokkanna, hafa
verið gerðar jafn itrekaðar og
harðvítugar árásir á Sjálfstæð-
isflokkinn úr herbúðum sam-
starfsflokkanna, og áður var,
meðan ekkert hafði dregið sam-
an. En þessar árásir eru hættar
að hafa sömu áhrif og áður.
Mönnlim er að skiljast, að fyrst
og fremst er nauðsynlegt, að
jafnvægi sé innan þjóðfélags-
ins. Og menn sjá, að þeir sem
loka augunum fyrir öllu nema
einhliða hagsmunum ákveðinna
stétta, eru ekki líklegir til að
koma þvi jafnvægi til leiðar.
Sjálfstæðisflokknum hefir
aukist fylgi, sérstaklega meðal
verkamanna. Ástæðan til þessa
er sú, að verkamenn hafa fengið
Viðtal vlð Blalldór KjarAausson kaupiiBann
Ymsar vörur má kaupa með hagkvæmum kjör-
um og afla nýrra markaða fyrir íslenskar afurðir
Er Goðafoss fór fyrstu ferð sína til Vesturheims, hinn 9. nóv.
s. 1. tóku nokkurir íslenskir verslunarmenn sér far með honum,
með það fyrir augum að afla nýrra viðskiftasambanda, með
því að auðsætt þótti að ófriðurinn myndi raska öllu viðskifta-
fyrirkomulagi álfunnar, og þá einkum viðskiftunum við Þýska-
land, sem við vorum mjög háðir í ýmsum greinum.
Flestir þessara íslendinga höfðu stutta viðdvöl og sneru heim
með næstu ferð, en tveir þeirra settust að um stund vestra, þeir
Ólafur Johnson, sem þar dvelur enn þá, og Halldór Kjartans-
son kaupmaður, en báðir þessir menn hafa opnað skrifstofu í
New-York, með það fyrir augum að greiða fyrir viðskiftum
milli íslands og Bandaríkjanna og afla nýrra verslunarsam-
banda í stað hinna sem auðsætt var að lokast myndu.
reynslu fyrir þvi, a'ð hin ein-
hliða stéttapólitík, sem rekin
hefir verið í þeirra nafni, hefir
fæi l þeim alt annað en lofað
var. Þeir hafa fengið atvinnu-
leysi fyrir-atvinnu, vaxandi ör-
I)irgð fyrir bætt kjör. Verka-
menn vita, að orsakanna til
þessa öfugstreymis er að leita
til þess, að kröfurnar sem gerð-
ar hafa verið á hendur atvinnu-
vegunum hafa verið liærri, en
þeir gælu staðist. Jafnvæginu
hefir verið raskað. Framleiðslan
hefir dregist saman, og atvinnu-
leysið aukist. Það er ekki bægt
að fá gullegg á hverjum degi,
ef gullhænunni er slátrað.
Þeir menn, sem tekið liafa
upp merki sjálfstæðisstefnunn-
ar innan verkalýðssamtakanna
liafa unnið mikið afrek. Þeir
hafa barist við erfið skilyrði.
Það hefir verið reynt að vekja
á þeim tortrygni og andúð frá
ýmsum leiðtogum verkamanna.
En þeir hafa ekki látið þetta á
sig fá. Þetta starf sem sjálfstæð-
isverkamenn hafa unnið síðustu
misserin er einhver merkasti
þátturinn 1 sögu íslenskra
stjórnmála á seinni árum. Allir
nema þeir sem vilja sundra
þjóðfélaginu undir kjörorðinu
„stétt gegn stétt“, verða að við-
urkenna að hér liefir verið unn-
ið merkilegt og þjóðnýtt starf.
a
Ný framieiðsla
úr íslenskum
skinnum.
, Fyrir tæpum fjórum árum
var sett á laggirnar fyrirtæki
það hér í bænum, er „Leður-
gerðin“ nefndist. Leðurgerðin
hefir að undanförnu unnið að
framleiðslu á ýmsum vörum úr
Islenskum sauðskinnum, eink-
um þó búið til kventöskur, vetl-
inga og ýmsa smærri muni úr
leðri.
Hafa vinsældir Leðurgerðar-
innar farið sívaxandi vegna
vöruvöndunar og smekklegs
frágangs, §vo að nú hefir hún
séð sér fært að auka starfssvið
sitt og búa til leðurjakka, leð-
urvesti og leðurkápur á karla
sem konur, leðurhúfur og ýmis-
legt fleira.
Er sýnishornum af þessari
nýju framleiðslu stilt út í sýn-
ingarglugga í verslun Haraldar
Árnasonar kaupmanns. Geta
allir sannfærst um af eigin sjón
hve smekkleg þessi nýja iðja er,
en auk þess eru vörugæði henn-
ar talin mjög góð.
Leðurgerðin er nú rekin sem
hlutafélag og hefir Kristján G.
Gíslason verið ráðinn forstjóri
liennar. En til að sauma úr
skinnunum hefir Leðurgerðin
ráðið til sín sérfræðing, sem
fengist hefir við þetta sama
starf um margra ára slceið í
Danmörku.
Er ánægjulegt til þess að vita,
að einmitt nú, þegar svo örð-
ugt er um innflutning og gjald-
eyri, skuli framleiðsla úr inn-
Iendum hráefnum komast á
stofn og dafna. Og það er enn
ánægjulegra að vita til þess, að
hin innlenda framleiðsla skuli
standa þeirri erlendu á sporði,
bæði hvað útlit og vöruvöndun
snertir.
BÍLL FER ÚT AF VEGINUM
I KÖMBUM.
f fyrradag valt í Kömbum
mjólkurflutningabifreið frá
Kaupfélagi Árnesinga. Var bif-
reiðin á leið hingað til bæjarins
með fullfermi. Snjór var mikill
á veginum og olli það því að
bifreiðin fór út af. Skemdir
urðu litlar á bifreiðinni og tveir
menn er í henni voru sluppu al-
veg ómeiddir. Eitthvað eyði-
lagðist af rjóma og skyri.
Halldór Kjartansson kom
heim úr Vesturheimsför sinni
með Goðafossi nú um daginn,
og hefir tíðindamaður Vísis
hitt hann að máli og leitað hjá
lionum upplýsinga um förina
og viðliorfin vestra. Skýrði
hann svo frá:
Ferðin vestur gekk prýðilega,
tók ekki nema rösklega tíu
daga, en það er lítið lengri tími,
eða jafnvel styttri, en fer í ferðir
milli Norðurlanda og fslands,
síðan ýmsra tafa tók að gæta í
siglingum landa á milli.
Þegar vestur kom urðum við
kaupsýslumennirnir fljótt var-
ir við, að gífurleg bólga hafði
hlaupið í öllu viðskifli, og var
það bæði því að kenna að ó-
venju miklar pantanir höfðu
borist frá Evrópu og Suður-
Ameríku og eklci síst vegna
þess, hve innlendir kaupendur,
t. d. járnbrautarfélögin og
ýmsir stærri neytendur og
verslunarfélög vildu birgja sig
upp áður en verð ryki upp úr
öllu valdi.
Vitanlega varð þelta til jiess
að ýmsar vörur hækkuðu gif-
urlega og voru jafnvel ófáan-
legar nema á verðum, sem spá-
kaupmenska skapaði. Sömuleið-
is voru verlcsmiðjurnar í sum-
um greinum svo önnum kafnar
að næsta ómögulegt var að fá
verðtilboð og afgreiðslur, nema
með óvenjulegum fyrirvara.
Þetta hefir þó lagast mikið sið-
ustu mánuði.
Til upplýsinga fyrir innflytj-
endur hér heima, sem til við-
skifta við Ameríku hugsa, vildi
eg geta þess, að eg varð var við
það hjá fjöhnörgum firmum í
Bandaríkjunum, að bréf böfðu
verið send til þeirra fná íslandi,
en ekki verið sinnt, vegna þess
hve fyrirspumirnar voru víð-
tækar og almennar. Eins og áð-
ur er sagt hafa framleiðendur
vestra mjög mikið að gera, nú
sem stendur, og vilja því oft og
einatt ekki leggja kostnað og
tima í að bjóða vörur, sem svo
ef til vill alls ekki eru við hæfi
kaupanda. Ennfremur er afar
áríðandi, að í hvert skifti sé tek-
ið greinilega fram magn það,
sem um er að ræða, vegna þess
að þar frekar en í nokkuru öðru
landi, þar sem eg þekki til, er
notaður verðstigi, þannig, að
verðið fer lækkandi eftir því,
sem meira er keypt í senn.
Með tilliti til þessa er inn-
flytjenduin sérlega þýðingar-
mikið að geta sameinað inn-
kaup sín sem mest.
Síðan eg kom heim hefi eg
oft verið spurður um hvernig
verðlag væri á amerískum vör-
um. Er því til að svara að það
er ákaflega mismunandi, eftir
]iví um hvaða vörutegund er að
ræða. Járnvörur, rafmagnsvör-
ur og óteljandi aðrar vöruteg-
undir, sem framleiddar eru í
stærri stíl þar, en nokkurstaðar,
er hægt að kaupa á hagkvæm-
ara verði en í Evrópu.
Einnig komst eg að þeirri
niðurstöðu, að ísland liefir enn-
þá lijá bönkum og upplýsinga-
skrifstofum sæmilega gott orð á
sér hvað snertir greiðslu á
verslunarskuldum til Ameríku,
en þrátt fyrir það er afar erfitt
að fá keypt nema gegn fyrir-
framgreiðslu, og hælt er við að
það verði alls eklci mögulegt, ef
viðskiftasambönd þau, sem ísl.
innflytjendur hafa getað fengið
til að veita einhvern greiðslu-
frest, verða fyrir vonbrigðum
um yfirfærslur. Slíkt gæti vit-
anlega orðið óþægilegt fyrir
þjóðina í lieild, sérstaklega ef
ófriðurinn færðist í aukana, svo
illmögulegt yi'ði að má nokkru
af okkar nauðsynjavörum frá
Evrópu.-------- —
Ameríkuviðskiftin eru vafa-
laust þau einu algerlega öruggu
meðan ástandið er eins og nú,
eða verra, í Evrópu. Nú, þegar
bægst hefir um afgreiðslur, er
unt að fá vörur þaðan á styttri
tíma, og öruggar, en frá Ev-
rópu.---------Viðviltjandi sölu
á ísl. afurðum er það að segja,
að vafalaust er hægt að selja
mikið meira til Bandaríkjanna
en nú er gert, en til þess þarf að
leggja í töluverðan sölukostnað,
meðan verið er að innleiða vör-
ur, sem ekki hafa verið þekktar
áður á þeim markaði.
Áhugi manna fyrir íslandi
virðist vera töluverður, og hefir
sýningin, sem í alla staði var
liin smekldegasta, vafalaust átí
sinn þátt í því. Tel eg sennilegt,
að ef unnið væri að þvi, mætti
fá straum amerískra ferða-
manna hingað í sumar, því að
öll ferðalög amerískra þegna til
annara landa í Evrópu hafa ver-
ið.bönnuð, nema brýn nauðsyn
sé fyrir hendi.
Allmargir Islendingar eru bú-
settir í New York, og fanst
þeim eins og ísland liefði færsl
nær, þegar liinar beinu sam-
göngur ísl. skipanna hófust aft-
ur. Flestir eða allir þeirra virt-
ust kunna vel við sig i hinum
nýja heimi, enda virtust þeir
yfirleitt hafa komist vel áfram,
þnátt fyrir alla samkeppni.
Nýlega var stofnað til íslend-
ingamóts í New York, og var
þar samþykt að stofna íslend-
ingafélag i þeim tilgangi að
auka sambúð og kynningu með-
al landa þar í borginni. Voru
þeir Haraldur Sveinbjörnsson
og Ólafur J. Ólafsson, sem báð-
ir eru ættaðir héðan úr Reykja-
vík, kosnir í undirbúnings-
nefnd.
HALLDÓR KJARTANSSON.
Á leiðinni heim gerðist ekkert
markvert annað en það, að
nokkrum dögum áður en við
komum hingað féll loftvogin
svo lágt,aðenginn um borð,ekki
einu sinni elstu mennirnir, sem
siglt böfðu lieilan mannsaldur,
höfðu séð annað eins, þ. e. a. s.
niður í 704 mm. Bjuggust menn
alment við einhverju aftalea
veðri, en sem betur fór vorum
við staddir inn í svo víðáttu-
mildlli lægð, að veðurbreyting-
ar gætti ekki nema lítið eitt.
Andlát séra Sigurðar Guð-
mundssonar verslunarráðsrit-
ara bar að óvænt og skyndilega,
og varð innanmein honum að
bana, sem án efa hefði leitt til
langvarandi þjáninga, ef dauð-
ann hefði ekki borið svo snögg-
lega að.
Sigurður Guðmundsson fædd-
ist liinn 25. júlí 1876 að Ásum
í Gnúpverjahreppi og ólst þar
upp hjá foreldrum sínum, Guð-
mundi Þormóðssyni bónda þar
og konu lians Ingunni Árna-
dóttur. — Þegar hann liafði
aldur til innritaðist hann í La-
tínuskólann og útskrifaðist það-
an vorið 1899, en fór síðan ut-
an til Kaupmannahafnar og
bugðist að stunda þar laganám.
Lauk hann þar heimspekiprófi,
en hvarf svo aftur til íslands og
tólc að stunda guðfræðinám við
Prestaskólann hér í bænurn.
Lauk liann því námi vorið 1906
og vígðist það sama ár sem að-
stoðarprestur til Ólafsvíkur, en
| árið 1908 fékk hann veitingu
fyrir Þóroddsstaðaprestakalli
og fluttist þá norður. Árið 1917
hvarf liann frá prestskap og
fluttist til Reykjavíkur og réð-
ist þá til Verslunarráðsins, sem
; ritari þess, en því starfi gegndi
hann til dauðadags með liinni
! mestu prýði og samviskusemi
að kunnugustu manna dómi, og
rækti hann svo störf sín öll, þótt
í kyrrþei væru unnin.
I Árið 1899 kvæntist Sigurður
eflirlifandi konu sinni Doro-
tlieu, fæddri Proppé, og varð
þeim þriggja barna auðið. Tvær
dælur mistu þau, og lést önnur
þeirra, Ása, nú fyrir fáum árum
og hafði þá nýlokið stúdents-
prófi. Ragnar, sonur þeirra
hjóna, stundar nám i lækna-
deild háskólans og er hinn efni-
legasti maður.
Síra Sigurður Guðmundsson
Oíagur, leikur sem
lögreglan ætíi að
skakka,
Vegfarandi hefir snúið sér til
Vísis með þeim tilmælum, að
blaðið vekti athygli lögreglunn-
ar á eftirfarandi.
Frá því er snjóa tók hefir
mjög borið á því á götum bæj-
arins að liálfstálpaðir óknytta-
strákar liafa haft sig í frammi
og valdið vegfarendum óþæg-
inda með snjókasti einkum, og
jafnvel beinum árásum.
Ilafði þarinig hópur stráka
safnast saman á vegamótum
Þingholtsstrætis og Bókhlöðu-
stígs í gær, — höfðu þar eins-
konar vígstöðvar og beittu sér
aðallega gegn kvenfólki, er um
götuna gekk. Réðust þeir þann-
ig- að þremur stúlkum, tóku
eina þeirra og vörpuðu lienni
niður í skafl og þjörmuðu þar
að henni nokkra liríð, en stall-
systur hennar liopuðu frá. Vel
metin kona liér i bænum sá
þessar aðfarir, og þólt hún væri
komin alllangt framhjá, sneri
hún við og fékk mann einn sér
til aðstoðar til þess að skakka
leikinn. Hurfu þá strákarnir frá
en var auðheyrt að þeir þóttust
hafa unnið þarna afrek mikið
og gengið allnærri stúlkunni,
enda var hún illa leikin, þótt
hún hafi sennilega ekki verið
verulega meidd.
Er þess að vænta, að lögregl-
an sýni slíkum snáðum enga
hlífð, hvar sem þeir hittast,
enda ættu borgararnir að gera
sitt til þess að vekja athygli lög-
reglnnnar á slíku framferði ó-
knyttalýðsins liér í bænum,
þannig að hún geti i tíma haft
hendur í hári þessara drengja.
var vinmargur og vinfastur. Til
þess hafði liann alla eiginleika
að afla sér vinsælda, með þyí að
harin var prýðilega gefinn,
margfróður, fyndinn og glað-
vær, og það andaði frá honum
þeirri hlýju, sem vinnur hug
manna allan við kynningu. En
auk þess var síra Sigurður list-
elskur maður og einlægur trú-
maður, enda fann hann i trúnni
þann styrk, sem gerði honum
lífið léttara er á móti blés og
harmar sóttu hann heim. Var
það honum jafnframt mikill
stuðningur hve hjónaband hans
var hamingjuríkt, og mikil ein-
lægni millum þeirra hjóna,
enda reyndist kona hans hon-
um alla tið hinn ágætasti lífs-
félagi, og er henni mikill harm-
ur búinn við fráfall hans.
Síra Sigurður var skoðana-
fastur maður, þótt hann stilli
vel í lióf og sæi manna best það
er mælti með og í gegn hverjum
hlut, en auk þessa sá hann
manna Ijósast skoplegar hliðar
tilverunnar og tvískinnung
þann, sem oftlega þrífst i þjóð-
málunum. Leiddi þetta m. a. lil
þess, að hann stofnaði hið
landskunna blað Spegilinn og