Vísir - 27.02.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.02.1940, Blaðsíða 2
é ví DAOBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIK H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hveifisgötu 12 (Gengið inn frá Ingóifsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377, Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Illa undir- búin herferð. MiÐ fjárlagafrumvarpi því, sem Jakob Möller Ieggur fyrir Alþingi, er í fyrsta sinni um langt árabil gerð tilraun til þess að færa útgjöldin niður. Eins og ástandið er getur eng- inn vænst þess með sanngirni, að um miklar niðurfærslur geti verið að ræða. Styrjaldará- standið með þeirri dýrtíð, sem af því leioir, útilokar víðtækan niðurskurð. Og sjálfstæðismenn verða að hafa það hugfast, að meðan flokkurinn er í sam- vinnu við aðra flokka með önn- ur sjónarmið í fjármálum, get- ur ekki verið um það að ræða að sjálfstæðisstefnan fái notið sín til fulls. Á siðasta þingi gætti aukinna áhrifa sjálfstæð- ismanna á þann hátt, að dregið var úr útgjaldahækkuninni. Hafa verið færð full rök að því í blöðum sjálfsíæðismanna, að útgjöldin á f járlögum yfirstand- andi árs hefðu hlotið að verða nokkrum miljónum króna hærri, ef fyrverandi stjórnar- floklcar hefðu farið einir með völdin. Sá úlfaþytur, sem nú er vak- inn í blöðum samstarfsflokk- anna um fjárlagafrumvarp Ja- kohs Möllers, sýnir fyrst og fremst, hvað þeim er það við- kvæmt mál, að nokkuð sé dreg- ið úr útgjöldunum. Alþýðuhlað- ið telur það fásinnu, að hugsa um nokkrar lækkanir á þessum tímum. Jónas Jónsson viður- kennir, að nauðsyn lcunni að sparnaði, en leggur sig um leið fram um, að gera þá útgjalda- lækkun, sem í fjárlagafrum- varpinu er, sem allra tortryggi- legasta. „Það sem liér er um að ræða, er hvorki meira né minna en vel undirbúinn hernaður móti sveitabændum landsins", segir J. J. Vel undirhúinn hernaður móti sveitabændunum! Ef Jón- as Jónsson hugsaði sig vel um, kynni hann kannske að ráma eitthvað í það, að á síðasta þingi, þegar hann var sjálfur formaður fjárveitinganefndar, var rætt um möguleikana á því að lækka útgjöldin til landbún- aðarins. Það varð ekki af fram- kvæmdum að því sinni. En á- stæðan var ekki sú, að nefndin liti á lækkanirnar sem „hernað móti sveitahændum“, heldur sú, að við rannsókn kom í Ijós, að útgjöldin voru fyrir fram bundin fyrir yfirstandandi ár. Af þessum sökum var ekki unt að lækka þessi útgjöld á fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1940. En þegar rætt er um „undir- búning hernaðarins" hleypur Jónas Jónsson yfir eilt atriði, sem öllum nema honum mun þykja ærið mikilvægt. í bréfi, sem búnaðarmálastjóri ritar ráðuneytinu þann 20. janúar, segir svo: „Hinsvegar má gera ráð fyrir að mikið hljóti að draga úr jarðabótaframkvæmdum á þessu ári. — Nýjar byggingar verða litlar, túnrækt hlýtur mjög að dragast saman, þar sem tilbúinn áburður verður sennilega af skornum skamti og auk þess í háu Verði. Einu framkvæmdirnar á þessu sviði, sem vinna má af fullum krafti, cr framræsla.“ Deltur nokkrum í hug, að húnaðarmálastjóri sé að „und- irhúa hernað gegn hændastétt- inni,“ j>egar liann gefur þessar iipplýsingar fyrir hönd félags- skapar hændastéttarinnar? En ef svo er ekki —- hvernig má það þá vera „hernaðarund- irbúningur“, að draga þá rök- í’éttu ályktun af ]>essum upplýs- ingum, að óþarft sé að áætla fé til húsbygginga og jarðræktar, sem ekki geta komist í fram- kvæmd ? Það getur enginn heilvita maður ætlast til þess af nokkr- um fjármálaráðherra, að liann færi á fjárlögin útgjaldaupp- hæðir alveg út í bláinn, bara af þvi að þær heita „jarðræktar- styrlcur“ eða „húshygginga- styrkur í sveitum“. Bændur væru engu hættari þó slíkar upphæðir væri í fjárlögunum. Styrjöldin verður ekki stöðvuð með fjárlagaákvæðum. En með- an hún helst, er ekki annað sýnt, en að „húsbyggingar hljóti að verða litlar“ og „tún- rækt að dragast saman“, eins og búnaðarmálastjóri orðar það í hréfi sinu. Það er enginn efi á því, að öllum þorra Framsóknarmanna fellur illa það frumhlaup, sem formaður flokksins hefir gert sig sekan um, með þvi að ráð- ast á fjármálaráðherra sam- steypustjórnarinnar með fávis- Iegum og rætnum getsökum. Sú „herferð“ er ekki vel undir- húin. Jónas Jónsson hefir verið of veiðibráður. Hann hefir kast- að grímunni of snemma. Hann hefir hirt ásjónu, sem þjóðinni finst ekki aðlaðandi, meðan hugsað er um samstarf og frið- samlegar úrlausnir. Jónas Jóns- son á eftir að komast að raun um að „herferð“ lians hefir ver- ið illa undirhúin. Það er ekki sigurvænlegt af manni með slíka fortíð, að gefa tilefni til þess, að minningar liðinna daga séu rifjaðar upp á þeirri stundu, sem þjóðin þráir einingu og heilindi, en ekki sundrungu og róg. a Föstuguðsþjónusta í fríkirkjunni annað kvöld kl. 8.15. Síra Árni Sigurðsson. Málfundafélagið Þór í Hafnaríirði hélt afmælishátíð sína síðastl. laugardagskvöld. Her- mann Guðmundsson, formaður fé- lagsins, setti skemtunina, sem var fjölsótt, en ræðumenn, auk hans, voru þeir Bjarni Snæbjörnsson al- þm., Þorleifur Jónsson, bæjarfull- trúi, Arnlaugur Sigurjónson og Sig- urbjörn Guðmundsson. Sr Garðar Þorsteinsson söng einsöng og Daní- el Bergmann skemti með gamanvís- um. Gamla Bíó sýnir á frumsýningu í kvöld kvik- myndina „Fallinn engill“, sem er mjög skemtileg mynd, gerð af Met- ro-Goldwyn-Mayerfélaginu. Aðal- hlutverkin eru leikin af James Stew- art og Margaret Sullavan. Hún er mjög kunn leikkona og vinsæl, lék m. a. í kvikmyndinni „Vinirnir" og „Aðeins ein nótt“. — Þá er sýnd aukamynd: Sunnudagshljómleik- arnir, sem Judy Gariand og söng- mærin fagra Deanna Durbin leika og syngja í. V.K.F. Framsókn heldur fund þriðjud. 27. febr. kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Fundarefni: Mörg félags- mál, ennfremur flytur Haraldur Guðmundsson alþingismaður erindi um verkalýðsmál. Konur, f jölmenn- ið og mætið stundvíslega. Leikfélag Reykjavíkur biður blaðið að vekja athygli á því, að Fjalla-Eyvindur verður sýndur á morgun, miðvikudag, en ekki fimtudag, eins og venjulega. — Alþingismönnum og bæjarstjórn er boðið á þessa sýningu. VlSIR l ir i FlSKIM^miI: Alyktanir um landhelgis- gæslu, björgunarstarf og aðkallandi fyrir alt það, sem hér er upptalið, en alt hefir það þó við mikil rök að styðjast. Lög um vitabyggingar gera ráð fyrir, að þessir vitar verði bygðir í ár: Nýr viti á Straum- nesi. Nýr viti á Rauðanesi í Borgarnesi. Endurhygging vita á Karlsliamri. vitamálin Fiskiþingið hefir setið á rökstólum að undanförnu og haft ýms mál til meðferðar, sem afgreidd hafa verið. Reikningar fé- lagsins fyrir s. 1. tvö ár lágu fyrir endurskoðaðir og voru þeir samkvæmt tillögum fjárhagsnefndar samþyktir athugasemda- laust. Sjávarútvegsnefnd Fiski- þingsins hefir skilað eftirfar- andi nefndaráliti og horið fram tillögu í framhaldi af þvi, sem samþykt var af þinginu. Fjórðungsþingin i Vestfirð- inga- og Norðlendingafjórð- ungi liafa tekið ]>essi mál fyrir á síðustu þingum sinum. Kemur þar greinilega í ljós stefna sú, sem mjög hefir verið uppi að undanförnu, að samejna bæri eftir því sem við verður komið, landhelgigæslu og slysavarnir. A þetta einungis við um skipin, sem til hvortveggja starfsem- innar eru notuð. Þar sem skip hafa annast gæslu veiðarfæra fiskiháta fyrir ágengni togara, hefir árangur orðið góður. Sjálfsagt er því að skip, sem annast landhelgis- gæslu og slysavarnir verði eihn- ig notuð til þessa eftir því sem hægt er. Það er kunnugt, að þeir, sem fyrst og fremst standa að hjörg- unarskipinu Sæbjörgu, hefa ver- ið því andvigir, að sameining björgunarstarfa og landhelgis- gæslu eigi sér stað, þegar um þetta slcip er að ræða. Þrátt fyr- ir öflugar stoðir, er að Sæhjörgu standa, lá við horð, að skipið yrði ekki látið starfa á þessari vertíð, sakir fjárskorts. Það er því augljóst, að eigi Slysavarnafélag íslands að standa straum af rekstri fleiri björgunarskipa — sem búast má við, að bygð verði í náinni framtíð —, þá verður það félag- inu langt um megn. Víða úti um land, þar sem söfnun er hafin til björgunar- skipa, er mönnum þetta Ijóst og söfnunin heint miðuð við það, að safna hluta af því fé, er þarf til að hyggja skipin eða kaupa, en ríkissjóður annist reksturinn og noti þá sömu skipin til landhelgis- og veiðar- færagæslu eftir því sem henta þykir. Þessi hefir verið stefna Fiskiþingsins að undanförnu og leggur nefndin til, að málið sé afgreitt í samræmi við það ineð eftirfarandi tillögu: „Þar sem augljóst er, að Slysavarnafélagi fslands er uin megn að relca nægilega björg- unarstarfsemi á skipum um- hverfis landið, ályktar Fiski- þingið að skora á rikisstjórnina að láta byggja vélskip til land- helgisgæslu, þegar því verður við komið vegna ófriðarins og fjárhags ríkissjóðs. Annist skip þessi veiðarfæragæslu og slysa- varnastarfsemi jafnframt land- helgisgæslunni.“ Vitamálin. Sjávarútvegsnefnd Fiski- þingsins hefir haft vitamálin til athugunar, leitað upplýsinga hjá vitamálastjóra og stuðst við fjárlögin fyrir árin 1940—41. Fram að árinu 1930, segir vitamálastjóri, hafði verið eytt meira fé til vitamálanna en vitagjöldin námu, og það svo að um munaði sum árin. En um þetta leyti, 1930, er orðinn jöfn- uður á þessu, þannig, að þá standast hér um bil á heildar- útgjöld og vitagjöldin frá byrj- un. Síðan varð alger breyting á þessu, þannig að nokkur hluti vitagjaldanna hefir öll árin síð- an verið tekinn til annarra þarfa ríkissjóðs, svo að við síð- ustu áramót stendur þetta þannig: í Vitagjöldin hafaalls numið frá byrjun til 1. jan. 1940 .. kr. 8.469.081.00 Stofnkostn., rekst- ur, viðhald, fyrning o. fl. á sama tíma .............. kr. 7.233.704.00 Vitarnir ættu því að eiga inni hjá ríkis- sjóði nú ..... kr. 1.235.377.00 i Reksturskostnaður allur vegna vitamálanna er áætlað í fjárlögum 1940 kr. 316.000, en þar er innifalið sameiginlegur skrifstofukostnaður fyrir vita- og hafnamál. Það má því gera ráð fyrir, að hinn raunverulegi kostnaður vegna vitamálanna sé eftir þessari áætlun 300 þús. krónur og framlag til nýrra vita er 65 þús. kr., eða alls á þessu ári 365 þús. kr. En vitagjöldin eru áætluð á sama tíma 390 þús. kr.; er það 100 þús. kr. lægra en 1939, og má vel vera að það sé sanngjarnt. Lítur því ekki út fyrir að mikill afgangur verði af vitagjöldunum 1940 lianda ríkissjóði. í lögum nr. 43, 19. jan. 1933, um stjóm vitamála og um vita- byggingar, segir í 8. gr.: Verja skal árlega, ef ástæður ríkis- sjóðs leyfa, álíka upphæð til vitamála og vitagjaldinu nem- ur, meðan stendur á byggingu, er ræðir um í 9. gr. Af þessu er bert, að löggjaf- arnir hafa haft fullan vilja á og álitið nauðsynlegt, að alt vitagjaldið gengi lil vitamál- anna, þangað til vitakerfi lands- ins væri komið í fullkomlega viðunandi liorf, en í reyndinni hefir þetta orðið svo, að á síð- ustu árunum hefir ckki verið va’rið til nýhygginga vita nema | 65 þús. krónum, þrátt fyrir það, 1 að vitagjöldin hafi numið milli fjögur og fimm hundruð þús- und krónum. — Þegar að þessu Iiefir verið fundið, er það fært fram til afsökunar ,að ástæður rikissjóðs leyfi ekki meira framlag í þessu skyni. En vér álítum hins vegar, að aðkall- andi þörf fyrir aukið öryggi sjó- farenda í kringum landið leyfi ekki, að af þessu sé klipið lil annara framkvæmda, og skal í því sambandi bent á, hvers fjórðungsþingin hafi sérstak- lega óskað að þessu sinni. Frá Sunnlendingafjórðungs- Þingi: Fjórðungsþingið skorar enn á ný á vitamálastjóra, að hann sjái um að sett verði ljós á bauj- una við Garðskaga sem allra fyrst. Frá fjórðungsþingi Norð- Iendinga: Fjórðungsþingið endurtekur áskorun sína til Alþingis og rík- isstjórnar um, að framvegis verði öllum vitagjöldum ríkis- ins varið til reksturs, viðhalds, endurbóta vita, og nýrra vita- • \ hygginga. Þá leggur fjórðungs- þingið álierslu á að sint verði nú þegar margendurteknum kröfum Norðlendinga um vita á Hrólfsskeri í Eyjafirði, og leiðarljós við Látur í Eyjafirði, er lýsi yfir Þyrsldinga. Enn- fremur að rannsakað sé hvar staður sé heppilegastur fyrir vita á siglingaleið meðfram Tjörnesi, norðan Húsavíkur. Frá fjórðungsþingi Aust- firðinga: Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands að beita sér fyrir því, að eftirtaldar um- bætur og nýbyggingar vita og siglingamerkja verði fram- kvæmdar svo fljótt, sem verða má: 1) Viti á Seley við Reyðar- fjörð. 2) Viti á Hvalsnes við austurhorn. 3) Viti á Kolbeins- tanga við Vopnafjörð. 4) Að aukið verði ljósmagn vitans á Brimnesi við Seyðisfjörð. 5) Að athugaðir verði möguleikar fyrir byggingu vita á Hvalbak. 6) Að sett verði liljóðdufl við Rifssker í Reyðarfirði. 7) Að athugað verði á hvern liátt best er og hægast að merkja inn- siglingaleið á Papós. 8) Að vita- málastjórinn beiti sér fyrir' sem hagkvæmustum umbótum á sigl- ingaleiðbeiningum með radíó- miðunarstöðvum, eða rádíóvit- um fyrir Austurlandi. Vitanlega er þörfin eklci jafn Frumvarp er nú flutt á Al- þingi um breytingar á lögum nr. 43 frá 1933, um stjórn vita- mála og um vitabyggingar. Segir þar í 1. grein: 8. gr. laganna orðist svo: Verja slcal árlega álíka miklu fé til vita- mála og vitagjaldið hefir num- ið næsla ár á undan, meðan stendur á þvi að koma upp vit- um þeim, sem um ræðir i 9. gr. Útgjöld vitamálanna er, eins og áður er bent á, kostnaður við stjórn vitamála, rekstrarkostn- aður vita og sjómerlcja, við- haldskostnaður og endurbætur vita og sjómerkja, kostnaður við að reisa nýja vita og lcoma upp nýjum sjómerkjum. Þá segir i þessu frumvarpi, að verði vitagjaldið eitthvert ár ekki alt 110 tað á ofangreindan hátt, skal afgangurinn lagður í sérstakan sjóð, sem notaður verði síðar til þess að.reisa nýja vita, samkv. ákvæðum ráð- herra, að fengnum tillögum vitamálastjóra. Að framanrituðu athuguðu leggjum við því til, að Fiski- þingið samþykki svohljóðandi áskorun: „Fiskiþingið telur brýna nauðsyn til að eigi verði var- ið minna fé árlega til vita- mála og vitabygginga, en vitagjaldinu nemur, og skor- ar þvi á Alþingi að sam- þykkja frv. það, um breyt- ing á lögum nr. 43 1933, um stjórn vitamála og vitabygg- inga, er nú liggur fyrir AI- þingi.“ Aðalfundlur Land» samflmnds útvegismanna, Á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem haldinn var í Reykjavík dagana 19.—22. febrúar 1940, voru auk venjulegra aðalfundarstarfa sámþyktar eftirfarandi álykt- anir um landsmál o. fl. I. GENGISMÁL: A. Fundurinn skorar á Al- þingi að gefa frjálsan innflutn- ing á fiskiskipum og heimila út- gerðarmönnum að ráðstafa sjálfir, án nokkurrar íhlutunar banka og gjaldeyrisnefndar, 10% af úlflutningsverðmæti af- urða þeirra, til endurnýjunar og aukningar á fiskiskipaflota landsins. B. Landssamband ísl. útvegs- manna skorar á rikisstjórn og Alþingi, að haga þannig með- ferðinni á gjaldeyrisversluninni við „clearing“-löndin, að út- flytjendur fái ávalt andvirði út- flutnings síns yfirfært á skráðu gengi þess tíma, sem yfirfærsla fer fram. C. Aðalfundur Landssam- bands ísl. útvegsmanna skorar á Gjaldeyrisnefnd að heimila útvegsmönnum frjáls afnot af eigin gjaldeyri, til kaupa á út- gerðarvörum. I II. SÍLDARÚTVEGSMÁL: A. Landssamband útvegs- manna lítur svo á, að undanfar- in ár liafi veríð gert of mikið að því að kaupa bræðslusild af erlendum skipum. Skorar fund- urinn því á ríkisstjórnina að hlutast til um það við síldar- verksmiðjur landsins, að þær geri aldrei þannig samninga við erlend síldveiðiskip, að þeir á nokkurn hátt dragi úr veiði- möguleikum íslenskra skipa. B. Fundurinn skorar á stjórn Landssambandsins að það fylg- ist með öllum ákvörðunum sildarverksmiðja ríkisins, um verð á bræðslusíld á komandi sumri, og gæti hagsmuna útgerðarmanna í því efni. C. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um það, við allar síldarverksmiðjur landsins, að þær hafi samvinnu sín á milli um móttöku á bræðslusíldarafla íslensklra skipa, sem tryggi það, að veiði- möguleikar skipanna verði sem mestir, og sé stjórn Landssam- bands ísl. útvegsmanna liöfð með i ráðum um slíka sam- vinnu. T III. Landssamband ísl. út- vegsmanna skorar á stjórn sina að beita sér fyrir því við ríkis- stjórnina, að hún hlutist til um, að landið sé jafnan birgt af út- gerðarvörum, svo sem salti, kolum, oliu og veiðarfærum, og að innkaup þessara vara fari fram með samkaupum útvegs- manna, eftir þvi sem við verð- ur komið. IV. Fundurinfl felur stjórn sambandsins að vinna að þvi við Vinnuveitendafélag íslands, að lagður verði grundvöllur að sann g j örnu hlu taskif tafyrir- komulagi á fiskiskipum hvar sem er á landinu. V. Fundurinn skorar á stjórn Landssambands isl. útvegs- manna, að beita sér fyrir því við stjórnarvöld, að leyft verði að taka öll slysatryggingar- gjöld af óskiftum afla, þar sem

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.