Vísir - 01.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 01.03.1940, Blaðsíða 2
VtSIR Enskur togari beitir «a.-risa.-r*7f- -3 ísl. fiskibát ofbeldi. Skant ú lóðarbel^ina og: líriiig'iiiii jbáiiiivi. Sá furðulegi atburður gerðist í fyrradag, að enskur togari frá Grimsby réðist með skothríð á Iínubelgi sem lagðir höfðu verið í hinnifyrrinótt, eyðilagði þá og olli allmiklu línutapi hjá bát úr Sandgerði er nefnist Hannes Hafstein, en skipstjóri á honum er Finnbogi Halldórsson í Sandgerði. <15 ára: Sigurður tísib DAGBLAB Útgefandi: BLAÐAÖTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti) Símar: 2834, 3400, 4578 og 5377. Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Samstarfið og niðurskurðurinn. AÐ er alveg rétt, sem Al- þýðublaðið segir í gær, að sjálfstæðismenn hafa talað mik- ið um það bæði meðan þeir voru í stjórnarandstöðu og eins eftir að stjórnarsamvinnan hófst, að draga þyrfti úr kostn- aðinum við hina opinberu starf- rækslu. Þetta hefir verið og er skoðun Sjálfstæðisflokksins og ef Alþýðublaðið heldur, að með fjárlagafrumvarpi því, sem Ja- kob Möller leggur fyrir þingið, hafi á einhvern hátt verið hvik- að frá þessari stefnu flokksins, þá er það hreinn misskilningur. Það er öllum ljóst og einnig Al- þýðublaðinu, að meðan verið er i stjórnarsamvinnu, verður hver flokkur um sig að sætta sig við, að liliðra til fyrir hinum. Al- þýðuflokkurinn má eiga það, að hann hefir tekið því möglun- arlaust, að sveigja meira til en hinir flokkarnir, sem með hon- um starfa. Á umliðnu ári hafa ýmsir þeir atburðir gerst, sem sýna þetta. Upphaf stjórnar- samvinnunnar er það, að gengi krónunnar er felt og kaupgjald- ið lögfest. Allir, sem nokkuð muna, vita, að Alþýðuflokkur- inn hafði talið það goðgá, að minnast á gengislækkun og lög- bundna kaupfestingu. Hvort- tveggja þetta hafði á máli Al- þýðublaðsins heitið „árás á verkalýðinn", „kúgun arðræn- ingjanna“ og annað þvi um líkt. Eða varalögreglan ? Við undanfarnar kosningar hafði Alþýðublaðið stimplað hvern þann mann „verkalýðsböðul“ og „nazista“, sem lét sér um munn fara, að styrkja þyrfti ríkisvaldið. Fjármálaráðherra sýndi í ræðu sinni fram á það, hvernig hinn opinberi rekstrarkostnað- ur hafði farið hraðvaxandi sið- an fyrverandi stjórnarflokkar náðu hér völdum. Engum sjálf- stæðismanni dylst, að hér sé um ofvöxt að ræða. Engum sjálf- stæðismanni dylst, að draga beri úr þessum kostnaði. En — engum sjálfstæðismanni dylst heldur, að breytingar tii hóta í þessum efnum eru ekki fram- kvæmanlegar fyr en samstarfs- flokkarnir hafa skift um skoð- un. Meðan Alþýðuflokkurinn telur sér það alveg sérstaklega til gildis, að hafa ásamt Fram- sóknarflokknum orðið til þess að auka hinn opinbera kostnað, svo sem raun er á, er auðsætt, að samvinnan hefði ekki getað haldist, ef fjármálaráðherra hefði aðeins haldið sitt strik í þessum efnum, án þess að taka neitt tillit til samstarfsflokk- anna. Eða á máske að skilja Alþýðublaðið svo, að flokkur þess sé reiSubúinn til aS taka höndum saman viS SjálfstæSis- flokkinn um aS draga úr opin- berum kostnaSi? ÞaS er algerlega rangt aS SjálfstæSisflokkurinn hafi skift um skoSun í þessum efnum viS að komast í stjórnaraSstöSu, eins og AlþýSublaSiS vill vera láta. SjálfstæSismenn munu vissulega skera niSur hinn gíf- urlega opinbera kostnaS, hve- n ær sem tækifæri gefst. En það tækifæri er ekki fyrir hendi meðan verið í stjórnarsamvinn- unni, nema þvi aðeins að sam- starfsflokkarnir vilji einnig vinna að þessu. Hingað til hefir ekki Iiólað á þeim vilja. Það hefir ekki einu sinni verið við það komandi, að leggja niður ýmsar þær ríkisstofnanir, sem haldið er uppi af vafasamri nauðsyn. Áður en fjármálaráðherra gerði grein fyrir frumvarpi sínu á Alþingi, var gerður tölu- verður aðsúgur að honum i sumum blöðum samstarfsflokk- anna. Nú iiefir málið skýrst. Það er húið að lægja öldurnar og ekki sýnilegt, að til slíkra á- rása verði stofnað að nýju, nema í fullri óþökk þeirra, sem fara með umboð þessara flokka í ríkisstjórninni. Veistu hvað þetta orð þýðir, lesandi góður? Þú heldur að það þýði kannske „sko“, en þó að það fari nærri því, þá er það þó ekki rétt. Dr. Guðmundur Finnboga- son, landsbókavörður, hefir fyrstur manna komið fram með þetta orð í þeirri merkingu, sem það er í fyrirsögninni yfir þess- ari klausu. Þetta var á árshátíð blaðamanna í gærkveldi að Hót- el Borg, er hann bað um orðið utan dagskrár. -— Fór hátíðin prýðilega fram og ekki síst vegna þessarar ræðu dr. Guð- mundar. Sagði dr. Guðmundur, að sér hefði orðið bylt við, er hann sá talað um „pressuball“. Það Iiefði vakið Iijá sér allskonar hugsanir, m. a. um „píuball“ o. þ. h. En vegna þess, að við liefð- um ekkert eitt orð, sem þýddi „press“ eða „presse“, heldur yrðum að notast við tvö orð, „blöð og tímarit“, þá hefði sér komið til hugar orðið „sjá“, af sögninni að sjá, shr. ritsjá, víð- sjá, skuggsjá o. þ. u. 1. Blaðamaður nefnist eftir þessu „sjáll“ eða „sjáli“. Hér skal eklci lagður dómur á þessi orð, en dr. Guðmundur spáði því í gærkveldi, að þegar menn hafa nefnt þau nógu oft, þá munu þau láta vel í munni. Fasteignaeigendafélag- Reykjavíkur hefir opnað skrifstofu í Thor- valdsensstræti 6 hér í bæ og ver'ð- ur skrifstofan fyrst um sinn opin daglega kl. io—12 f. h. og kl. 3— -6 e. h. Form. félagsins, Gilnn- ar Þorsteinsson hæstaréttarmála- fl.m., verður til viðtals á skrif- stofunni, bæÖi fyrir félagsmenn og aðra' fasteignaeigendur, er vilja ganga í félagið, daglega kl. 4— 6 e. h. Mun starfsemi skrif- stofunnar fyrst um sinn aðallega læinast að útbreiðslu félagsins. Verður þar veitt móttalca árstil- lögum félagsmanna og nýir félags- menn geta þar og innritast í fé- lagið, en félagsmaður getur sér- hver eigandi og umráðamaður fasteignar í Reykjavík orðið. Þá mun skrifstofan leitast við að afla sér áreiðanlegra upplýsinga um vanskilaleigjendur og þá leigjend- ur, sem fara sérstaklega illa með leiguíbúðir sínar. Er ætlast til að húseigendur gefi skrifstofunni upplýsingar um slíka leigjendur til afnota fyrir þá félagsmenn, er leita kunna til skrifstofunnar í þessu efni. Þá mun skrifstofan, eftir því sem við verður komið og fært þyk- ir, láta félagsmönnum í té upplýs- ingar og leiðbeiningar um skifti leigutaka og leigusala og hagsmuna- mál félagsmanna yfirleitt varðandi fasteignir þeirra. Ýms fleiri verk- efni eru skrifstofunni fyrirhuguð í framtíðinni, þó að ekki verði að þeim vikið að svo stöddu. Átti Vísir tal við Finnboga í morgun og skýrði hann svo frá atburði þessum: í hinnifyrrinótt fórum við í róður, eins og aðrir bátar liér í Sandgerði og rerum 10 míl- ur út. Lögðuin við línuna frá NV—V, og létum liana Iiggja svo sem venja er til og sigld- um meðfram henni. Því næst byrjuðum við að draga línuna, En er við liöfðum dregið 12 bjóð, har þar að enskan togara. Var liann með troll úti og ætl- aði að sigla heint á línuna, en við gátum varnað því, með því að slíta, en þá lenti hann á baujunni, sem dregið var frá. Heyrðum við þá hvin mikinn, og grunaði mig að um skot hefði verið að ræða, en liáset- arnir töldu það hvalablástur. En að vörmu spori sjáum við vatnsgusu rétt við duflið og leyndi það sér þá ekki„ að um skothrið var að ræða. Trollaði togarinn því næst áfram að næsta belg, og skaut hann nið- ur, og gekk því næst á röðina og skaut á og eyðilagði 6 uppi- höld í röð, en tvo belgi sleit hann af með vírunum og gát- um við náð í þá áður en þeir sukku, en hinir drógust niður í djúpið með línunni. Við rend- um nú fram með togaranum og tókst okkur að ná af lion- um númerinu, en það var Grimsb}r 563, en nafnið var langt og teljum við okkur liafa náð því einnig. Þegar skipverj- ar á togaranum sáu, að við skrifuðum upp nafn og númer skipsins, þustu þeir að hyssu frammi á skipinu og tóku að leysa utan af henni. Bjuggumst við þá við því, að þeir myndu hefja skothríð á hátinn, en af því varð þó ekki, og beygði tog- arinn til norðurs frá línunni og lét okkur úr því afskiftalausa. Skothríðin fór fram úr brúnni og svo var ós^jfnin mikil, að er við héldum að einum lóðarbelgnum og vorum í beinni línu við hann, millum togárans og belgsins, skutu þeir samt yfir okkur á belginn, og tel eg hreina mildi, að ekki skyldi slys hljótast af, með því að sjór var nokkur, og tel eg að um lireina morðtilraun liafi verið að ræða, þótt svo hafi farið, að ekki hlytist slys af. Við töpuðum sem sagt 5 belgjum og 6—7 bjóðum, og un- um við illa slíkum ofbeldis- verkum, enda er veiðarfæra- tapið nógu tilfinnalegt lijá okkur útvegsmönnum, þótt er- lendir togarar geri sér ekki leik að því að valda okkur tjóni. Finnbogi mun gera nauð- sjmlegar ráðstafanir til þess að fá hlut sinn réttan, og að sjálf- sögðu gangast islensk stjórnar- völd í það, að hjálpa honum til að ná rétti sínum. Eggerz bæjarfógeti. Ef það er rétt að hver maður sé í raun og veru jafngamall og honum finst hann sjálfur vera, þá býst eg við að Sigurður Eggerz sé eitthvað um tvítugt þessa dagana. Eg var nýlega á fundi, þar sem komið var sam- an hið mesta úrval skörunga og ræðugarpa. Sigurður tólc þar til máls. Honum tókst það sem engum öðrum tókst. Hann kveikti í áheyrendunum. Aðrir höfðu talað alveg eins viturlega, alveg eins sannfærandi, alveg eins rökfast. Enginn talaði eins skemtilega. Sigurður býr nefni- lega yfir meiru en hversdagslegu mannviti. Hann hefir meiri „esprit“ en flestir íslendingar. Sigurður verður að hafa góð „viðtökuskilyrði“ til að njóta sín. Ef Ioft er þrungið af andúð og þumbarahætti getur lionum mistekist. En Sigurður er ó- venju laginn á, að sigra þumb- araháttinn. Og þegar því er náð færist hann í aukana. Þá verður hann svo Iéttvígur, að hann get- ur stokkið hæð sína í öllum her- klæðum. Eg þelcki engan mann, sem þarf minna „tilhlaup“ til að Iyfta sér hátt í ræðu. Sigurður heldur samt aldrei æsingaræður. Það verður enginn reiðari eða heiflúðugri af, að meðtaka orð hans. Hann flytur örvunarræður. Menn verða bjartsýnni, lífsglaðari, djarfari af að hlýða á hann. Hann geng- ur aldrei berserksgang, ólmur og óviðráðanlegur. Hann er eins og eldfjörugur gæðingur, sem aldrei lækkar risið, þó að hann fari á kostum. Hann þarf ekki að vera skaflajárnaður á gljánni fremur en Stjarna, því „þegar hann þrífur sprettinn, þá beitir hann tánni“. Sigurður segist vera 65 ára í dag. Það tjáir víst ekki að deila við dómarann. Og eg get sann- ast að segja ímyndað mér að dómaranum á Akureyri finnist hann stundum vera 65 ára. Ak- ureyri er annar höfuðstaður Iandsins. Og þar er vafalaust sprúttsala, brugg og bilaþvarg, hnupl og slagsmál og flosaport og allskonar slíkur ófögnuður. Og yfir öllu þessu á Sigurður Eggerz að vaka. Og þegar hann situr þar og tvíhendir refsivönd- inn, hví skyldi það þá ekki hvarfla að honum að hann sé í raun og veru 65 ára gamall? Nú látum hann þá vera það — þá stundina! En við sem aldrei höfum verið leidd fyrir dómarann Sigurð Eggerz höfum ekkert af þessum aldri að segja. Við þekkjum fó- getann eins og hann er þegar hann er kominn úr frakkanum. Og þá er Sigurður ungur. Þeim Sigurði óska eg langra lifdaga og mæli það fyrir margra munn. Árni Jónsson. 45 ára; Ingvar Kjaran, skipstjóri. Ingvar Kjaran skipstjóri er 45 ára í dag, en hann er öllum bæjarbúum að góðu lcunnur, og raunar mönnum um land alt, hæði til sjávar og sveita, með því að hann hefir nú um 10 ára skeið verið skipstjóri á strand- ferðasldiúnu „Súðin“, og áður verið lengi í þjónustu Eimskipa- félags íslands. Ingvar Kjaran hóf sjósóknina ungur. Var hann 11 ára gamall, er hann fyrst réðst á skútu, er gerð var út héðan, en er liann hafði aðstöðu til innritaðist hann á stýrimannaskólann og lauk þar fullnaðarprófi árið 1916. Á stríðsárunum var hann stöðugt í siglingum, er hann gat því við komið vegna námsins, bæði á togurum og svo síðar á Villemoes, sem nú nefnist Sel- foss. Gegndi liann þar háseta- og stýrimannsstörfum. Til Eim- skipafélags Islands réðist hann árið 1921 og starfaði sem stýri- maður hjá félaginu til ársins 1929. Við skipstjórn á Súðinni tók liann árið 1930 og hefir gegnt því starfi síðan og aflað sér almennra vinsælda um land alt. • Ingvar Kjaran er fríður mað - ur sýnum og liinn mesti atgerv- ismaður urn alla hluti. Munu honum berast liinar hlýjustu kveðjur á þessum afmælisdegi hans. M. Sumner illes Hi til DHIaÉ. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn í morgun. Sumner Welles, aðstoðarut- anríkismálaráðherra Banda- rikjanna er væntanlegur til Ber- línar í dag. Það hefir ekkert ■ verið tilkynt enn opinberlega, hvenær hann ræðir við Hitler, en talið er líklegt, að hann ræði einnig við Göring og von Ribb- entrop.— Á leið sinni frá Róma- horg til Berlínar hafði Sumner Wells viðdvöl í Zurich og ræddi við sendiherra Bandaríkjanna þar. Ekknasjóður Reykja- víkur 50 ára. I marshyrjun 1890 tala blöð- in í Reykjavílc um hina „lofs- verðu stofnun“, er þau segja frá því, að „nokkrir framfara- menn meðal liinna yngri tómt- liúsmanna í Reykjavík“ hafi stofnað Ekknasjóð Reykjavík- ur. — Árstillagið var um mörg ár 2 kr„ nú hin síðustu ár 5 kr. Það er ekki lengi verið að eyða hverjum 5 kr. nú í Reykjavík. En fyrir 50 árum þótti það lofs- vert, talið heillavænlegt, og þeir kallaðir framfaramenn, sem vildu greiða 2 krónur á ári með það fyrir augum, að því gjaldi mætti gleði og gagu fylgja. Þetta hefir komið á daginn. Gifta hefir fylgt greiðslunni. — Verkin sýna merkin. „Þjóðólfur“ var hjartsýnn, er liann talar um þessa sjóðstofn- 1111, og telur það víst, að „sjóð- urinn geti orðið stórauðugur og gert stórmikið gagn“. Gerir hánn ráð fyrir því, að eftir 100 ár frá stofndegi verði sjóðurinn kr. 31,200, eftir 200 ár kr. 257,400, og eftir 300 ár kr. 1,896,200. Hér hefir farið svo, að tekjurnar liafa farið langt fram úr áætlun, því að á fimt- tugsafmælinu er eign sjóðsins kr. 96,500. Reyni menn nú að reikna út, live mörgurn miljón- um sjóðurinn ræður yfir 1. mars 2190. Meðlimir sjóðsins eru nú 258. Éinn er sá liður, sem þekkist ekki í reikningi sjóðsins. Þar er ekki hægt að finna þessi orð: „Ógoldin árstillög“. Allir greiða tillag sitt með gleði. Þar þarf engar áminningar eða liótanir. Þar þarf ekki að áfrýja til ann- ara nefnda, þar þarf ekki að beita lögtaki, gjaldið greiða menn brosandi. Það er ánægjulegt að vera i þessum félagsskap. Það er eins og andi hinna góðu Vesturbæ- inga, er sjóðinn stofnuðu, fylgi föðru starfi. Um síðustu jól fengu 86 ekkj- ijr styrk úr sjóðnum og fá þær árlega greidda upphæð úr sjóðnum, 30—40 kr. Margra góðra manna má minnast, er hugsað er um starf þetta. Um langt skeið starfaði Gunnar Gunnarsson kaupmað- ur með lífi og sál að eflingu sjóðsins. Enginn hefir aukið meðlimatöluna, eins og liann. Á liverjum aðalfundi bættust sjóðnum margir meðiimir fyrir fortölur Gunnars. Margir ó- kvæntir gerðust þá félagar Ekknasjóðsins. Vaknaði þá sú þrá hjá þeim, að þeir rnættu eignast konu, er gæti orðið styrksins aðnjótandi eftir þeirra dag. Sáu þeir þá þrá rætast, þeir eignuðust konuna og styrktu sjóðinn. Þessi þarfa sjóðstofnun hefir starfað hávaðalaust og veitt mörgum mikla gleði. Það rifjast upp fyrir mér minningar um margar ánægju- stundir, er eg hugsa um þá, sem um langt skeið stjórnuðU þessu starfi, eins og síra Jóhann, Gunnar Gunnarsson, Sighvatur bankastjóri o. fl. Mikil gleði fylgir samstarfinu við þá, sem nú leggja fram krafta sína til stuðnings þessu nýta starfi. Eg hlakka til að mæta þeim i lcvöld. Ekknasjóður Reykjavíkur er á framfaraskeiði. Vonandi verð- ur haldið áfram á þeirri braut. Bj. J. llrifla brennnr. Samkvæmt fregn frá Akur- eyri í morgun brunnu bæjarhús- in að HTiflu í Bárðardal í nótt sem leið. Innanstokksmunum var bjargað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.