Vísir - 15.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.03.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 660 (5 línur). Vgrð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Út af ófriðar- svæðinu. ÍJAGFRÆÐINOAR bjuggu hér á árunum til einskon- ar ferðaáætlun fyrir kreppurn- ar. Þær voru víst lengi vel tald- ar hafa reglubundnar viðkomur á eitthvað 7 ára fresti. Þegar fram í sótti fjölgaði viðkomun- um og ferðirnar urðu óreglu- bundnari. Eftir að höftin komu til sögunnar í milliríkjaviðskift- um má segja að kreppan sé orð- in krónisk. Það má vel vera að einhver spakur maður sé búinn að finna lögmálið fyrir því, hvað heimsstyrjaldir skelli oft yfir. Allur fjöldinn af þeim, sem komnir eru til vits og ára hefir kynst tveimur jjeirra. Engiim getur sagt fyrir, hvenær enda muni, sú styrjöld, sem nú geys- ar. Ef til vill verður það á jiessu ári, eða hinu næsta, eða þá ekki fyr en eflir 5 eða 10 ár. Enn síð- ur vita menn hitt hve langt frið- artímabil muni líða milli þess- arar styrjaldar og hinnar næstu. Ef til vill verður styrjaldar- ástandið nokkurn veginn krón- iskt, eins og kreppan. Við get- um ekkert um það sagt hver sigra muni, og hvort sigurinn boði varanlegan frið eða beri í sér kveikjuna að nýrri styrjöld, eftir 5, 10 eða 20 ár. Er nokkurt kyn, þótt sú hugs- un vakni hjá okkur íslending- um, hvernig við eigum að kom- ast út úr þessu báli. Við erum tengdir'menningarböndum, við- skiftaböndum og vináttubönd- um við þær þjóðir, sem ýmist eigast við nú þegar, eða dregist geta inn í Ieikinn fyr en varir. Við viljum fúsir lialda þessum tengslum, en við getum ekkert við því gert þótt bálið brenni þræðina, sem á milli liggja. Vin- átta ófriðarþjóðanna getur ver- ið olckur holl. En hún getur líka orðið okkur hvumleið. „Óvinar síns skyli engi maðr vinar vinr vesa“, segir í Hávamálum. t ófriði eru menn fundvísir á þá hugsun,. sem í þessum orðum felst. Vegna legu landsins erum við tslendingar eins vel settir og um getur verið að ræða, úr þvi við á annað borð teljumst til hins ófriðsama „gamla heims“. En við skulum játa það hreinskilnislega, að við erum eins og rnilli steins og sleggju. Fram að þessu höfum við get- að siglt furðanlega óhultir að og fra landinu. Hernaðurinn hefir ekki bitnað á okkur. En við ráðum ekkert við rás við- burðanna út í heimi og eflir þvi fer öryggi okkar, hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Við verðum að vera við því búnir, að geta leitað annað með viðskifti okkar en verið hefir. Það er ekkert víst að okkur dugi að tjalda til einnar nætur í því efni. Þótt sú hugsun sé okkur tekki Ijúf, að tengslin við þær þjóðir, sem við höfum mest samneyíi við, þurfi að rofiiá lengur en um stundarsakir, þá er skynsamlegt að vqnja sig við þá hugsun. Ástaridið í Norðurálfunni er á þá lund, að þar má búast við umlileypingum lengi fram eftir, J)ótt skúraskin verði á milli. Við stöndum landfræðilega öðrum fæti í Vesturálfu. Við eigum að efla viðskiftasambandið og vin- áttusambandið vestur á bóginn. Ef okkur er nokkurs staðar þörf á sendimanni, duglegum, við- skiftafróðum manni, þá er það i New York. Við þurfum að opna markaði fyrir framleiðslu- vörur okkar í Randaríkjunum. Sýningin í New York liefir gert mikið gagn. Hún á eftir að gera meira gagn. Við getum fengið flestar nauðsynjar okkar í Bandaríkjunum. Við þurfum að komast i nánara samband við J)á stórþjóðina, sem líklegust er til að halda frið. Við þurfum að komast út af ófriðarsvæðinu. 43 keppendur í Thule-mótinu. Alls verða 43 þátttakendur frá sex félögum í Thulemótinu, sem hefst í Hveradölum á morgun kl. 3, með skíðagöngu.. En sé lagður saman keppendafjöldinn í hverri grein mótsins, eru kepp- endur alls 97 að tölu. í göngunni eru alls 22 þátt- lakendur, þar af 7 Reykvíking- ar, 6 K.R.-ingar og 1 Ármenn- ingur. Þá eru 14 Siglfirðingar og Magnús Kristjánsson frá í- J)róttafélagi Vestfjarða. — Þátt- lakan i göngunni er óvenju lítil af hálfu Reykvíkinga, og kemur það af snjóleysinu hér syðra. í sviginu verður lcept í tvennu lagi, C-flokki og A- og B-flokki. Þátttakendur eru alls 60, 29 í C- flokki og hefst kepnin í honum kl. 10}/z á sunnudag, en 31 í A- og B-flokki og liefst kepnin i lionum kl. 1% á sunnudag. Þátt- takan í sviginu er óvenjulega góð og eru Jjátttakendur frá áð- urnefndum félögum og Í.R. að auki. I C-flokki er sveitakepni um bikar Litla skíðafélagsins. KI. 4 á sunnudag hefst stökk- kepnin og eru Jiátttakendur 15 að tölu. Eru Jieir allir' Siglfirð- ingar, nema tveir, BjörnBlöndal og Gunnar Johnson frá K.R. Ferðir verða uppeftir kl. 10 árd. og 1 e. h. á morgun frá flestum stöðvum bæjarins. Þeir, sem fara á mótið, ætti að kaupa merki J>ess, til þess að standá straum af kostnaði við mótið og koma i veg fyrir að það verði Sk. R. fjárhagslegur baggi. Sakdómari ög Rann- sóknarlögreglan ílytja í Bindindishöllina. Sakadómari flytur í dag skrif- stofur sínar í Bindindishöllina við Fríkirkjuveg. Fara með hon- um þangað fulltrúarnir báðir og Rannsóknarlögreglan. Skrifstofur þeirra verða á efri hæð hússins, en þar munu vera 10 herbergi, að því er Vísir hef- ir frétt. Eru þetta hin vistlegustu húsakynni og mikil umbót frá því sem áður var. í lögreglustöðinni við Póst- hússtræti verður áfram aðsetur lögreglustjóra og fulltrúa lians, varðstofan, skrifstofur lögreglu- stjóra o.s.frv. Verður spjaldskrá lögreglunnar J)arna áfram. Lög- sknáningarskrifstofan var áður flutt til tollstjóra og barnsfað- ernismál í hendur skrifstofu lögmanns. Verður miklu rýmra um báð- Breskt eftirlit á öllum pósti sem flyst að og frá Islandi. éeðlilcgfur Kciiia^aii^iii' á af- greiðslu pástsins í Englandi Nu mun liðið nokkuð á annan mánuð frá því er Norðurlanda- póstur barst hingað til lands síðast, og ekkert er hægt að fullyrða um hvenær úr þessu rætist. Auk þessa hefir það nú komið í of- análag að héðan í frá má engan póst senda til Ameríku með ís- lenskum skipum, og ekki mega þau heldur flytja hingað póst frá Ameríku, heldur verða allar bréfa og póstsendingar að fara um England. Menn gerðu sér alment vonir um að póstur myndi berast liingað með þeim skipum, sem síðast hafa hingað komið, en sú hefir ekki orðið raunin á, en þetta veldur hinum mestu vand- ræðum í viðskiftalífinu, og mun síðar að J)ví vikið. Vísir átti í morgun tal við póst- og símamálastjóra Guð- mund Hliðdal, og skýrði hann svo frá, að stöðugt væri unnið að því að fá Jiessu ástandi breytt, og þótt ekkert væri unt að fulh-rða um árangur, gerðu menn sér vonir um að úr þessu rættist, einkum að því er Amer- íkupóst snertir. Annars gat hann litlar upplýsingar gefið aðrar en J>ær, að alt væri gert, sem frekast væru tök á, til J)ess að lcippa þessu í lag. Þessar hömlur á afgreiðslu póstsins valda hreinu öngjrveiti í íslensku viðskiftalífi. Þrátt fyrir alla viðskiftaerfiðleika berast hingað nauðsynjavörur með hverju skipi, en með Jiví að eng- in skjöl eða skírteini fást, geta kaupmenn ekki leyst til sin vör- una, en verða að láta hana liggja á hafnarbakkanum eða í geymsluhúsum skipafélaganna, og hleðst J)annig allmikill kostn- aður á vöruna umfram nauð- syn, áður en hún fæst afhent, og er enn ekki unt að segja um hve miklu slíkur kostnaður kann að nema. Það eru út af fyrir sig harðir kostir fyrir slíka meinleysingja, sem við Islendingar erum, að neyðast til að flytja allan póst yfir Bretland, og einkum virðist slík tilhögun einkennileg að því er Kanadapóst snertir. En J>ótt við verðum að hlíta slikum kostum, verður að kref jast ]>ess, að afgreiðslan á póstinum verði með öðrum hætti hjáhinu breska eftirliti, en verið hefir til þessa. Svo virðist sem þar hafi allur póstur stöðvast nú um skeið, og er óskiljanlegt, að ekki sé hægt að greiða frekar fyrir afgreiðsl- unni, en gert hefir verið. Veit J)etta einkum enn sem komið er að póstsendingum frá Norður- löndum. Við íslendingar hljótum að beina viðskiftum okkar, í rikara mæli en verið liefir, til Vestur- heims, meðan stríðsástand var- ir í Evrópu. Nauðsyn her til að öll afgreiðsla vegna slíkra við- skifta gangi greiðlega, en ef dæma má eftir fenginni reynslu verður alt annað uppi á teningn- um, og er ekki hægt að sjá fyr- ir þau vandkvæði, sem samfara verða hinu breska viðskiftaeft- irliti, varðandi J>au viðskifti. Þess verður að krefjast, að ís- lensk stjóraai-völd geri alt sem unt er til þess í fyrsta Iagi að ar deildir lögreglumálanna hér í bænum og var ekki vanþörf á því, en það mun Jx) ekki síður vera þörf á J>vi, að lögregl- an fái betra rúm við götu, en nú er í Pósthússtræti og Hafnarstræti. Haganlegra myndi að líkindum verða að hafa báðar þessar stofnanir undir sama þaki, póstendingar hingað til lands sæti sem minstum hindrunum. Kanadapóstur ætti ekki að J)urfa sérstaks eftirlits í Englandi, með J)ví að slíkt eftirlit ætti að geta farið fram í Kanada, en ef Bret- ar nota aðstöðu sína til rann- sókna á öðrum pósti, getur eng- inn skilið að liagsmunir þeirra felist í ój>arfa töfum vegna slæ- legrar afgreiðslu pósteftirlitsins breska. Þessu ætti að vera unt að kippa í lag, og lieppileg úr- lausn málsins þolir enga bið, enda má ])ess vænta, að bresk stjórnarvöld taki slíkri mála- leitan vinsamlega, með J)ví að vandræði sú, sem íslendingar eiga við að stríða vegna ófriðar- ins, eru fulltilfinnanleg, J)ótt ekki verði á þau bætt gersam- lega að ástæðulausu. Deilan um sundið við Austurstræti 3. Hæstiréttur heimilar húseiganda að loka sundinu. í dag var í hæstarétti kveðinn upp dómur í málinu Sigurþór Jónsson, úrsmiður, og ísl. Jakobsson gegn Austurstræti 3 h.f. í máli þessu var deilt um eignar- og umferðarrétt yfir lóðar- spildu er liggur milli húseignanna nr. 3 og 5 við Austurstræti. Töpuðu þeir Sigurþór málinu og segir svo í forsendum hæsta- réttardómsins. „Hinn 14. ágúst 1898 seldi Landsbanki Islands Jóhs. Han- sen kaupmanni lóð þá, er nú fylgir húseignum aðaláfrýjanda Veltusundi 1 og Hafnarstræti 4, og er lóð þessi J)á talin ná til suðurs að lóð þeirri, er fylgir eign gagnáfrýjanda, Austur- stræti 3, en til auslurs að lóð Ólafs gullsmiðs Sveinssonar, er J)á átti lóð ])á, sem Austurstræti 5 fjdgir milli Austurstrætis og Ilafnarstrætis. Er auðsætt af orðum afsalsbréfsins, að Johs. Ilansen er ekki seldur gangur sá frá Auslurstræti að lóðamörk- um aðilja, sem um er deilt í máli þessu, en til Hansens rekja síðari eigendur Veltusunds 1 og Hafnarstrætis 4 heimildir sinar. Og ekki var Jólis. Hansen eða öðrum eignarmönnum siðar- nefndra lóða áskilinn nokkur umferðarréttur frá þeim nokk- ursstaðar yfir í Austurstræti. Hinsvegar háfði Landsbankinn 2 dögum áður, eða 12. ágúst 1898, afsalað lóð Jæirri, er nú fylgir eign gagnáfrýjanda Austurstræti 3, til Jóns kaup- manns Brynjólfssonar og Rein- liold klæðskerameistara Ander- sens, er gagnáfrýjandi rekur sínar heimildir til, og eru norð- urmörk Jæssarar lóðar sögð við suðurtakmörk áðurnefndra lóða aðaláfrýjanda, en auslurtak- mörk við lóð Ólafs gullsmiðs Sveinssonar, sem áður er getið. Samkvæmt því er ])ræturæman frá Austurstræti og að lóða- mörkum aðilja hluti af lóð hinna upphaflegu lieimildar- manna gagnáfrýjanda. Hefur aðaláfrýjendum ekki tekist að sanna ]>að, að heimildarmönn- um ]>essum hafi verið afsalað minni lóð en afsalið greinir né heldur, að fyrri eigendur Aust- urstrætis 3 hafi síðar firrt sig eignarétti sínum að nokkrum hluta lóðar þessarar með fram- komu sinni á merkjastefnu 12. apríl 1922. Þá hafa aðaláfrýjendur til vara viljað byggja eignarrétt sinn á margnefn^ri gangræmu á J>ví, að eigendur fasteignanna Veltusunds 1 og Hafnarstrælis 4 hafi unnið eignarhefð á henni. Ræman hefir ekki verið í vörsl- um Jæirra, heldur liafa þeir, eins og hver einn, sem vildi stytta sér leið milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, farið um hana og ganginn allan milli J>essara gatna. Virðist J)ví ekki geta komið til mála, að áðaláfrýj- endum sé skapaður eignarrétt- ur að þræturæmunni fyrir liefð. Þá telja aðiljar sig hafa unn- ið eignum sínum sakir afnota- hefðar umferðarrétt hvorri yfir annars liluta af oftnefndum gangi. Eins og áður segir, hafa notendur húseigna ]>eirra þriggja, Austurstrætis 3, Veltu- sunds 1 og Ilafnarstrætis 4, sem hlut eiga að máli, haft umferð um gangsund ]>etta alt milli Austurstrætis og Hafnarstrætis eftir vild sinni óátalið af lóðar- eigendum, eins og allir aðrir, sem þá leið vildu fara til J)ess að spara sér lítilsháttar krók. Gangur ]>essi var ]>ví, eins og mörg önnur sa.mskonar auð sund milli húsa liér í bæ, nokk- urskonar almenningsleið, .. er enginn mátti öðrum fremur helga sér vegna umferðar sinn- ar einnar, enda er eklci sýnt, að notendur eða eigendur téðra ]>riggja húseigna liafi rekið nokkur nauðsyn til umferðar um gang þenna þvert yfir milli Austurstrætis og Hafnarstrætis, því að hvorir um sig höfðu og. hafa aðgang nægan að liúsum sínum yfir lóðir sjálfra sín. Skilyrði til þess, að umferðar- réttur um gang J>enna skapaðist fyrir hefð hafa Jrví ekki verið til. Hvorugum aðilja var því skylt að halda gangi Jæssum opnum til umferðar, og hefir gagnáfrýjandi þvi með fullum rétti þvergirt liann á lóðai’- mörkum J>ann 10. olct. 1938. Verður samkvæmt J>essu að sýkna aðilja livorn að kröfum hins um umferðarrétt um gang- inn, svo og l>ess vegna að ó- merkja ákvæði merkjadómsins um skyldu gagnáfrýjanda til brotttöku girðingarinnar og dagsektir. Eftir atvikum þykir rétt, að málskostnaður fyrir báðum dómum falli niður. Því dæmist rétt Vera: Gagnáfrýjandi, Austurstræti 3 h.f., á að vera sýkn af kröfu aðaláfrýjanda, SigurJ)órs Jóns- sonar og ísleifs Jakobssonar sem eiganda Veltusunds 1 og Hafnarstrætis 4, um viðurkenn- ingu á eignarrétti J>eim til lianda, að framangreindri gang- spildu á austanverðri lóð gagn- áfrýjanda frá Austurstræti til lóðamarka nefndra fasteigna aðilja. Aðiljar eiga að vera sýknir hvor af annars kröfum um viðurkenningu á umferðar- rétti um téða gangspildu milli Austurstrætis og Hafnarstrætis. Ákvæði lóðamerkjadómsins um brotttöku girðingar gagná- frýjanda og um dagselctir eiga. að vera ómerk. Málslcostnaður fyrir báðum dómum falli niður.“ Hrm. Lárus Jóhannesson flutti málið af hálfu áfrýjenda en hrm. Garðar Þorsteinsson af hálfu stefnda. Stjórn V.m.f. Dagsbrún hefir ákveðið, að gefa út vinnuréttindaskírteini fyrir skuldlausa félaga árið 1939, og geta félagsmenn vitjað þeiiTa á skrifstofu Dagsbrún- ar frá kl. 2 til 7 e. h. daglega. Frá 20. mars n. k. hafa þeir einir rétt til vinnu er hafa vinnuréttindaskírteini sín í lagi, og eru félagsmenn því beðnir að bera jafnan skírteini sín á sér við vinnu. Svo þeir geti sýnt þau trúnaðannönnum félagsins sé þess óskað. STJÓRN DAGSBRÚNAR. Fá§kaeg:g:in eru komin, skrautleg að vanda. Verð frá 7 aura stk. BÖKUN AREFNI f P Á S K A- BAKSTURINN. ÍUUaííaidí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.