Vísir - 27.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 27.03.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Óþarft tal. glJ saga er sögð — og getur , vel verið þjóðsaga — að þegar deilur Svía og Norð- manna stóðu sem hæst, hafi Bjömstjerne Björnson símað forsætisráðherra Noregs á þessa leið: „Nú ríður á að halda sam- an.“ Ráðherrann á að liafa sím- að aftur um liæl: „Nú ríður á að halda sér saman.“-I>að er altaf dygð að hafa gát á tungu sinni og ekki síst þegar örlög þjóða eru ráðin. Á þessum tímum gæti okkur öllum verið holt, að hafa í minni heilræðið, sem norski forsætisráðherrann á að hafa gefið einum glæsileg- asta andans manni, sem uppi hefir verið á Norðurlöndum, þótt kveðjan væri æði kuldaleg. Yið Islendingar höfum gert okkur vonir um, að geta tekið öll mál í okkar eigin hendur innan skamms. Þótt ágreining- ur sé um marga hluti, hafa all- ir flokkar gefið samhljóða yfir- lýsingar í sjálfstæðismálinu. Það mál hefir verið hafið yfir innanlandsdeilur og flokka- streitu. Það er óhætt að full- yrða, að það er sameiginlegur vilji allra íslendinga, að við get- um staðið á eigin fótum, al- frjáls þjóð og fullvalda. Við höfum vonað og vonum enn, að sá draumur rætist. Þótt þröngt sé fyrir dyrum hjá smáþjóðum um þessar mundir, megum við ekki gefa upp vonina. Takmark- ið verður að vera hið sama, þótt óvæntar torfærur verði fyrir á leiðinni. Við vitum ekki, frem- ur en aðrir, hvert við komumst, en við megum ekki þar fyrir gleyma, hvert við ætlum að komast. Fyrir fáum árum birtist í breska blaðinu „Scotsman“ grein, sem töluverða óánægju vakti hér á Iandi. Þar var því haldið fram, að áhrifamönnum á íslandi léki hugur á, að kom- ast í náin pólitísk tengsl við breska heimsveldið. Þessu var mótmælt í íslenskum blöðum sem hverjum öðrum tilhæfu- lausum heilaspuna. Enginn ís- lendingur vildi við það kannast, að hann hefði látið sér neitt slíkt til hugar koma. Nú hafa þau tíðindi gerst, að íslenskur þingmaður hefir bent á þá leið í sjálfstæðismálinu, „að tsland gangi hreinlega inn í hið mikla þjóðasamband Breta- veldis, sem sjálfstætt sjálf- stjórnarríki“. Þegar greinin birtist í „Scotsman“, var þessi hugsun svo fjarri okkur íslend- ingum, að enginn vildi láta eigna sér hana. Þessi leið er í dag eins fjarri takmarki okkar í sjálfstæðismálinu og hún var fyrir nokkrum árum. Við höfum orðið varir við það hvað eftir annað, að ýms ummæli, sem við höfum sjálfir ekki Iagt sérlega mikið upp úr, liafa vakið óþægilega eftirtekt erlendis. Fleipur kommúnista í fyrra um fyrirætlanir Þjóðverja hér á landi gekk Ijósum logum í heimsblöðunum. Á þann hátt var vakin á okkur ónotaleg og óréttmæt tortrygni. Það ætti ekki að þurfa að eyða orðum að þvi, hvílíkt glap- ræði það er, eins og á stendur umhverfis okkur, að liafa í frammi nokkuð það, sem keim getur borið af áróðri fyrir eitt eða neitt af þeim stórveldum, sem nú eigast við. Þótt við tök- um sjálfir ekki mikið mark á slíku tali, getuin við ekkert vit- að, hvernig því kann að verða tekið annarsstaðar. Þess vegna verður að gera þá kröfu til þeirra, sem við opinber mál fást, að þeir hafi gát á tungu sinni. Afleiðingar þess, að út af sé brugðið, geta orðið þungbær- ari en svo, að undir verði risið. Við höfum sett okkur ákveð- ið mark i sjálfstæðismálinu. Þeir atburðir geta gerst, að við ráðum ekki ferðinni. En* af frjálsum og fúsum vilja hvik- um við ekki frá því marlci. a Frá Fiskimálanefnd: V.h. Dagsbrún íékk 9% tn. af síld Eins og Vísir skýrði frá í vik- unni sem leið fékk Fiskimála- nefnd v.b. Dagsbrún til þess að Ieita að síld hér á flóanum og í nágrenni, vegna hins yfirvof- andi beituskorts. Dagsbrún fékk 9% tunnu af síld í smáriðnari netin, en ekk- ert í þau stórriðnari. Tók hát- urinn þá fleiri smáriðnari net, en lagði liin stórriðnu á land. En siðan fór báturinn að fá loðnu og lagði 20 tn. af henni á land í fyrradag í Keflavík. Mun hann halda áfram að veiða liana i stað síldarinnar, því að hún er betri til beitu. Kveldraka á jlaugardag. Þriðja og síðasta kveldvaka Blaðamannafélags íslands verð- ur haldin n. k. laugardag að Hó- tel Borg. Vandað verður til þessarar kveldvöku ekki síður en til þeirra tveggja, sem þegar hafa verið haldnar í vetur. Sjást vin- sældir þeirra best á því, hversu fjölsóttar þær hafa verið og varð fólk því frá að hverfa, svo að tugum skifti, vegna þess, hversu aðgöngumiðasala var takmörkuð. Dagskrá kveldvökunnar verð- ur nánar auglýst síðar. »> - m, > '7»- »'i Umferðarmálin fil umr. á Alþingi Frv. til umferðarlaga var til umræðu í gær í Nd. og urðu nokkrar deilur um það, hvort gera skyldi þá breytingu, sem frv. felur í sér, taka upp hægri akstur í stað vinstri, sem nú er. Forsætisráðherra mælti með því, að hægri handar akstur yrði tekinn upp og taldi hann sára- litla slysahættu mundu fylgja þessari breytingu, og kostnað- urinn, sem því myndi fylgja, væri liverfandi lítill. Bjarni Ásgeirsson var meðal þeirra, sem til máls tóku og var hann frv. mótfallinn. Kvað hann alt öðru máli gegna um eylönd, en lönd sem lægi saman, að þau, hin síðarnefndu, þyrfti helst að hafa sam iginlegar umferðar- reglur, en eylöndin gæti haft alt aðrar reglur án þess að sök kæmi. Þessi breyting mundi auka slysahæítuna hjá okkur. Umræðunni var lokið, en at- kv.gr. var frestað, þangað til í dag. Næturlæknir. Þórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, simi 2714. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. VlSIR Viðtal við dr. Bjjörn Björnsson: Mlölvörii^k^nitnFiain er oþarfleg:a mikill. Yfirlit um úthlv&tun og neyslu frá því er skömtunin var upp tekin. Strax eftir að stríðið braust út greip ríkisstjómin til þess ráðs að koma á skömtun á öllum helstu nauðsynjavörum almennings. Hefir allur almenningur tekið, ráðstöfun þessari vel, enda hefir skamturinn yfirleitt verið ríflegur, en ef stríðinu heldur áfram má þess vænta, að vel geti komið til mála að úr honum verði dregið, einkum ef siglingar milli íslands og meginlands Evrópu teppast algerlega. Vísir hefir snúið sér til dr. Björns Björnssonar, sem veitir út- hlutunarskrifstofu Reykjavíkur forstöðu, og leitað hjá honum upplýsinga um hvemig skömtunin hafi gefist, og hvaða álykt- anir megi draga af fenginni reynslu. Eins og kunnugt er hófst út- hlutun á kornvörum, kaffi og sykri um miðjan september- mánuð f. á. Hér í Reykjavík hef- ir verið úthlutað skömmtunar- seðlum sem hér segir: Sept. 35634 stk. okt. 36350 — nóv. 36620 — des. 36766 — Skammturinn, sem hverjum manni er ætlaður á mánuði hef- ir verið óbreyttur í kaffi (br. 0,3 kg,), sykri (2 kg.), rúgmjöli (3 kg.) og hveiti (2.4 kg.), en var hækkaður úr 1,5 kg. upp í 1.8 kg. af öðrum kornvörum við nóvemberúthlutunina. Vörumagnið, sem Reykvik- ingar hefðu getað lceypt út iá seðla sína, ef þeir liefðu fengið þá óskerta í hendur, næmi fram að áramótum: Rúgmjöl 382.7 Hveiti 306.1 Aðrar kornv. 213.3 smál. seðlarnir heimilis- smál. Kornv. samt. 902.1 smál. Kaffi 38.3 — Sykri 255.1 — Á sama tíma hafa verið skertir vegna byrgða: í hveiti um 31.6 í öðr. kornv. um 13.3 — I kaffi um 1.4 — I sykri um 20.0 — Rúgmjölsbirgðir voru mjög litlar á lieimilum og hafa ekki verið dregnar frá vegna þess, að þær áttu aðallega að ganga til slátursgerðar. Tala heimila, sem höfðu birgðir af einhverju tagi var: Okt. 5120. nóv. 1938 og des. 1101. Tala skertra seðla (ekki reita): Olct. 20139. nóv. 7230 og desember 4070. ★ Reitir matvælaseðlanna gilda aðeins til innkaupa hjá smá- vöruverslunum. Smásöluversl- anir mega ekki afgreiða skömt- unarvörur til neytendanna nema gegn reitum eða sérstökum inn- kaupsleyfum, sem hreppsnefnd- ir eða bæjarstjórnir (skrifstofur þeirra) veita. Heildsöluvei'slun- um er hinsvegar ekki Ieyfilegt að afgreiða skömmtunarvörur gegn reitum, heldur aðeins gegn innkaupsleyfum hrepps- eða bæjarstjórna. Þau Ieyfi eru ým- ist sama eðlis og innkaupsleyfi, er smávöruverslanir afgreiða, þ. e. aukaleyfi, eða þá Ieyfi stíluð á smásöluverslanir, sem eiga, þegar til lengdar Iætur, að sam- svara sölu þeirra. Heildarsalan í skömmtunarvörum verður því töluvert meiri en sala smávöru- verslananna. Aukaleyfin, sem heildsöluverslanir afgreiða er sala beint til neytendanna. Þeirri sölu verður að bæta við sölu smásöluverslana til að sjá heild- arsöluna. Flestir þeir, sem hafa rétt til aukaleyfa, eiga einnig rétt á að kaupa í heildsölu. t. d. veitingastaðir og sjúkrahús. Sala smásöluverslananna var þessi fram að áramótum: Smál. Rúgmjöl. versl. 140.1 — brauðgh. 205.5 345.6 Hveiti, versl. brauðgh. 185.0 95.8 280.8 Aðrar kornvörur...... 146.8 Kornvörur samt.......... 773.2 Kaffi ................... 40.2 Sykur................... 244.7 * Matsölur, sem hafa marga kostgangara, og geta mánaðar- lega keypt í heilum sekkjum hafa fengið leyfi til að kaupa í heildsölu. Skila þær reitunum til Úthlutunarskrifstofu bæjar- arins og fá innkaupsleyfi út á þá, sem gilda lijá heildsala. Þess- ir reitir eru teknir úr umferð og geta því ekki komið fram sem smásala. Sama er að segja um reiti, er veitingastaðir, er ein- göngu kaupa í heildsölu. og sjúkraliús (er innheimta seðla hjá sjúklingunum) skila til skrifstofunnar. Alla þessa reiti ber að draga frá úthlutuðum seðlum, ef gera á grein fyrir, hve mikið vörumagn smásölu- verslanir gætu afhent út á seðla, ef þeim væri öllum framvísað. Fram að áramótum hefir skrifstofan veitt Ieyfi gegn mið- um: Rúgmjöl 708 kg. Hveiti 1267 — Aðrar kornv. 1140 — Kornv. samt. 3115 kg. Kaffi 591 — Sykur 1633 — Aðrir reitir. sem teknir hafa verið úr umferð, (þar með talin úthl. Vetrarhjálparinnar) voru: Rúgmjöl 700 kg. Hveiti 2890 — Aðarar kornv. 2280 — Kornv. samt, Kaffi Sykur 5870 kg. 490 — 1976 — Vörumagnið, sem neytend- urnir hér í Reykjavík hefðu get- að fengið út á seðla sína væri þá: Rúgmjöl .......... 381.2 smál. Hveiti ........... 270.4 — Aðrar kornv. . . . 196.7 — Samt.................... 848.3 — Kaffi ................... 35.8 — Sykur.............. 231.5 — Þegar þessar tölur eru horn- ar saman við smásöluna kemur í ljós, að í hveiti er salan um 10.4 smál. meiri en það magn er reitirnir hjóðuðu upp á, í kaffi 4.4 smál. og sykri 13.2 smál. Þessi umfram-sala stafar sumpart af innkaupum út á aukaleyfi (sjúkrah., veitingah., skip) en sumpart, og sennilega aðallega ef verslun utanbæjar- manna. Aftur á mótti er salan í rúg- mjöli 35.6 smál., haframj., hrís- grj. o. þ. h. 50 smál. minni en vörumagnið, er reitirnir hljóða upp á, þrátt fyrir það. að veitt voru aukaleyfi fyrir öllu rúg- mjöli í slátur. og að utanbæjar- verslunin hlýtur að vera tiltölu- lega mikil í rúgmjöli og hafra- mjöli, þar sem neysla þeirra vörutegunda er sennilega meiri að tiltölu í sveitum en hér í hæ. Þetta bendir ótvírætt til þess, að skamturinn af komvöru í heild sé óþarflega mikill, eins og raunar er alment viðurkent. Mundi mega draga allverulega úr honum. Einkum ef kornvör- ! urnar væru hafðar í einu lagi, ' þannig að fólk gæti valið á milli þeirra. Neysluvenjurnar eru svo ólíkar t. d. í bæjum og sveitum. að það sama getur ekki hentað, enda aðstaðan að mörgu leyti ólík. Aunars má henda á það í þessu sambandi, að mjög óeðli- legt virðist, að nota ekki mat- vælaúthlutunina, sem kostar all- mikið fé fyrír hið opinbera, til að draga verulega úr neyslunni á kornvörum, og um leið inn* flutningi þeirra vara. Vegna gjaldeyrisskorts er elcki hægt að flytja inn ýms nauðsynleg fram- leiðslutæki eða hyggingarefni, sem hvorugt er hægt að fram- leiða í landinu eins og sakir standa. Atvinnuleysið sýnir, að framleiðslan þyrfti að eflast. Vegna sölutregðu á ýmsum af ísl. afurðum á erlendum mark- aði og óvissunnar um j>á mark- aði er nauðsynlegt að nota sem best heimamarkaðinn fyrir inn- lendar afurðir, og stefna að auk- inni neyslu þeirra á kostnað hinna aðfluttu vara. Eins og millilandaviðskiptun- um hefir verið háttað undanfar- ið hefðu ráðstafanir í þá átt ver- ið æskilegar. janfvel þótt stríð hefði ekki skollið á. Hin mikla verðliækkun á erlendum vörum skapar nú alveg sérstakar að- stæður. Verðlagsbreytingarnar síðan á heimsstyrjaldartímun- um 1914—18 höfðu mjög rask- að verðlilutföllunum á milli inn- lendra og erlendra neysluvara. Verð erlendu varanna hafði lækkað aftur langtum meir en verð hinna innlendu vara. Það hefir að öðru jöfnu ýtt undir neyslu erlendu varanna. Nú er nauðsynlegt að sporna við verð- hækkun innlendra neysluvara eins og kostur er á. Um leið stuðla verðhlutföllin sjálfkrafa að aukinni neyslu þeirra. * Aulcaleyfin, sem Úthlutunar- skrifstofan hefir veitt fram til' áramóta nema í kg.: Veitingah. Sjúkrah. Skip. Ýmsir. Samt. Rúgmjöl . . . . 1195 6676 2060 1153 11.084 Hveiti 8976 7987 1716 5850 24.529 Aðrar kornv. 940 5548 743 4833 12.064 Kornv. samt. 11111 20211 4519 11836 47.677 Kaffi 4393 1312 651 1699 8.055 Sykur 8732 6809 1479 4916 21.936 Þessi aukaleyfi eru ekki nema að nokkuru leyti aukaúthlutun; þó er það nokkuð mismunandi í hinum ýmsu flokkum. Leyfin til veitingahúsanna eru mest- megnis aukaúthlutun. Þó skila þau noldkuru af miðum aftur fyrir sarfsfólk sitt. Starfsfólki sjúkraliúsanna er ekki útlilutað seðlum, og sjúkrahúsin gera það sem þau geta til að innheimta seðla hjá sjúklingum sínum og skila þeim til skrifstofunnar. Starfsmenn milliferðaskipanna fá heldur ekki úthlutað seðlum, og flest þeirra skipa þurfa lítið að sækja af nauðsynjum sínum til verslana hér. Helst eru það bi’auð. Undir ýmsa heyi’ir út- hlutun til Vetrarhjálparinnar, sem skilaði allmildu af reitum. sem og heildsöluleyfi gegn mið- um. Yfirgnæfandi meiri hluti aukaleyfanna, miðað við vörU- magn, er afgreitt í lieildsölu. Tiltölulega lítið kemur fram senx snxásala. Þarf því að hæta þessum leyfum að mestu við smásöluna til að sjá heildarsöl- una af skömtunarvöi’um eins og áður getur. Þar við bætist svo kökusala hrauðgerðarhxisanna og önnUr iðnaðarfi’amleiðsla, sem sköixxtunarvörur ganga til. Innkaupsleyfi af þvi tagi af- greiðir Skömtunarstofa ríkisins en ekki Útlilutunarskrifstofa bæjaríns. * Öll sú úthlutun, sem og út- hlutunin til kaffihúsanna hefir mönnum verið nokkur þyrnir í augum, úr því að opinbert eft- ii’Iit er Iiaft með di’eifingunni á annað borð, sem miðar að ein- skorðun neyslunnar hjá al- menningi við ákveðið magn. Sú skoðun er í sjálfu sér mjög eðli- leg og vel skiljanleg. En hér er það atvinnuspursmálið sem ræð- ur úrslitunum. Vegna atvinnu- Ieysisins er forðast í lengstu lög að höggva of nærri þeim fyrir- tækjum er í hlut eiga. Það fyrir- brigði er að verða mjög algengt í þjóðfélagi voru, að lögð sé stund á miður nauðsynlegan at- vinnUrekstur og ýmsa starfsemi, þótt vitað sé, að æskilegra væri að verja starfski-öftunum á ein- hvem annan hagkvæmari hiátt, ef þess væri kostur. Annars virðist sala veitinga- lxúsanna ekki tilfinnanlega mik- il á móti allri neyslunni þegar niánar er að gáð. Hún hefir verið. miðað við sölu smávei’slananna: í hveiti 3.2%, sykx-i 3.6% og kaffi 10.9%. Kaffisalan er raun- ar allveruleg og æskilegt að liún minkaði. Viðskifti veitingahús- anna þyrftu ekki að minka að sama skapi, ef t. d. neysla á mjólk kæmi að einhverju leyti í staðinn. Kaffinotkunin gæti yfirleitt að mestu eða öllu leyti lagst niður á þessu landi. Þjóð sem berst i bökkum við að vei’ja fjárhagslegt sjálfstæði sitt þyifti vissulega að taka til alvarlegrar íhugunai’, hvort hún ætti ekki að taka á sig slikar „fórnir**. Er það að eins eitt af mörgum hlið- stæðurn dæmum. Svifflug á ilkureyri. Frá fréttaritara Vísis. Akureyi-i í morgun. Laugardaginn fyrir páska var Svifflugfélag Akureyi-ar að æf- ingum yfir bænum og luku 3 félagar C-prófi: Arinhjörn Steindórsson, Jóhannes Snorra- son og Kristján Milcaelsson. — Prófin veitti Helgi Filippusson, svifflugmaður úr Reykjavik, sem staddur er á Akux’eyri lil að kenna modelsmíði og halda sýningu Flugmodelfélags ís- Iands. Flaug Helgi á eftir prófinu og var 25 mínútur uppi, en varð þá að lenda vegna þess, hve rökkv- að var oiðið. Job.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.