Vísir - 27.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 27.03.1940, Blaðsíða 3
VlSIR Gamla Bió Kl. 9.20 » FROU - FROU“ Tilkomumikil og hrifandi amerísk kvikmynd. Aðalhlutverkin leika: LUISE RAINER, MELVYN DOUGLAS og ROBERT YOUNG. — Tvíburasysturnar með ELISABETH BERGNER. — Alþýðusýning. irlðiBi Adalfundiir félagsins verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu, sunnudaginn 31. þ. m. kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Iðgjaldskvittun fyrir árið 1940 gildir sem aðgöngu- miði.' STJÓRNIN. Hnikvarna búsáhöld, einnig fyrir rafmagnsvélar, útvegum við kaupmönnum og kaupfélögum með litlum fyrir- vara. Þórður Sveinsson & Co. h.f. Umboðsmenn fyrir — HUSKVARNA VAPENFABRIKS A/B. — Bifreiðastoðin GEYSIR Símar 1633 og 1216 Nýir bílar. Upphitaöir bílar. Jarðarför móður minnar, Sigríðar Guðmundsdóttur, frá Úlfljótsvatni fer fram föstudaginn 29. mars og liefst með húskveðju á heimili liinnar látnu, Njálsgötu 90, kl. 1. e. h. Fyrir hönd vandamanna. Haraldur Sigurðsson. Jarðax-för dó.ttur okkar, Guðrúnar Þorkelsdóttur verslunarstjóra, fer frani frá fríkirkjunni föstudaginn 29. þ. m. og hefst með bæn á heimili okkar, Freyjugötu 36, kl. 1 e. h. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Halldóra Halldórsdóttir. Þorkell Bergsteinsson. Bílstjórafélögin mótmæla hægri handar akstri - - Kostnaðarsamar breytingar á bifreiðnm ogr aukin §lýsahætta. Hér með leyfum vér oss að senda háttvirtu Alþingi eftirfar- andi tillögu, sem samþykt var með samhljóða atkvæðum á fundi stöðvarinnar „Þróttur“ 19. mars 1940. „Fjölmennur fundur meðlima Vörubílastöð.varinn- ar „Þróttur“, haldinn 19. mars 1940, mótmælir 6. gr. í frumvarpi til umferðarlaga, sem nú liggur fyrir Al- þingi, ásamt þeim ákvæðum frumvarpsins, sem byggist á nefndri grein; enda telur fundurinn þá breytingu á umferðarmálum, sem þar er gert ráð fyrir ástæðulausa og hættulega, og leggur eindregið til að hún verði feld, en í staðinn komi ákvæði um vinstri handar umferð.“ Tillögunni fylgir eftirfarandi 1 greinárgerð: GREINARGERÐ. Vörubílastöðin „Þróttur“, Bif- reiðastjórafélagið „Hreyfill“ og Bifreiðastjórafélag Hafnar- fjarðar vilja hér með vekja at- hygli hæstvirts Alþingis á þeim rökum, er liggja til grundvallar mótmælum fyrgreindra sléttar- félaga bifreiðastjóra, á frv. því til umferðalaga, er samgöngu- málanefnd neðri deildar flytur að tilhlutun dómsmálaráðherra. 1. Bifreiðastjórar eru fyllilega sammála hæstvirtri samgöngu- málanefnd um það, að hægri handar umferð hafi enga kosti fram yfir vinstri umferð. 2. Rök þau, er nefndin færir fyrir framkomnu frumvarpi virðast í aðalatrfðum vera þau, að íslendingar fari til útlanda með bifreiðar sínar til akstur og gagnkvæmt og beri þvi nauð- syn lil að samræma umferðar- lög oklcar umferðarlögum ann- ara þjóða. I því sambandi má henda á, að bæði England og Svíþjóð liafa vinstri akstur, og þar af leiðandi má telja fullvíst, að nokkrir þeirra útlendinga, er komi til landsins með bifreiðar sínar, séu vanir vinstri umferð, og af þeim ástæðum teljum við ekki nauðsyn þeirra hreytinga, er frumvarpið felur i sér. Á sama hátt má búast við að nokkrir þeirra íslendinga, er kynnu að fara til útlanda með bifreiðar sínar, færu til þessara landa. En lnnsvegar benda all- ar líkur til að utanfarir íslend- inga með bifreiðar sínar verði mjög fáar á komandi árum. 3. Frumvarpið gerir aðeins ráð fyrir breytingu á strætis- vögnum Reykjavíkur, en eins og kunnugt er, eru allir ahnenn- ingsvagnar og stórar fólksflutn- ingabifreiðar (kassabifreiðar) þannig bygðar, að út- og inn- gangur fyrir farþega er á vinstri hlið. í greinargerð fyrir frum- varpinu er gert ráð fyrir, að þessum hilum þurfi ekki að breyta, en hinsvegar ætlast til að þeir nemi staðar á vinstri hrún. Það má furðulegt lieita, að nokkfum skuli detta það í hug, að.leggja það til, að bif- reiðar þessar nemi staðar öf- ugt við liinar nýju umferðar- reglur. Með þessari ráðstöfun einni saman myndi slysahætta aukast að miklurn mun, svo að innan skamms tíma yrði eig- endum þessara bifreiða skipað að breyta þeim. En eins og verð- lag er á öllu nú er lítur að akstri bifreiða, er mjög ósann- gjarnt að fara fram á slíkt við bif rei ðáeigendur. 4. Bifreiðastjórar eru þeirrar skoðunar, að samfara breyting- um aukist slyshætta, bæði vegna gangandi og akandi um- ferðar. I því samhandi viljum við benda á, að undanfarin ár hefir lögregla Reykjavikur og einstaklingar lagt sig mjög fram um að leiðbeina fólki í umferðarreglum, sem bygðar eru á vinstri handar umferð, og náð í því sambandi svo góðum árangri, að umferðarslysum hefir stórlega fækkað, en fyrir- huguð breyting mun að sjálf- sögðu gera þann árangur mjög lítils virði. 5. Hættulegustu afleiðingar breytingarinnar telja bifreiða- stjórar vera aukna slysahættu, aukin umferðarslys hafa óhjá- kvæmilega i för með sér hækk- andi tryggingariðgjöld. En jafnframt má taka fram, a’ð innflutningur á varahlutum til viðhalds bifreiða er mjög mikl- um erfiðleikum háður, en hif- reiðastjórar eru þess fullvissir, að með breytingu á núgildandi umferðarreglum aukist að miklum mun þörf fyrir notkun varahluta, vegna aukinnar á- rekstrarhættu. 6. Stéttarfélög bifreiðastjóra, er standa að mótmælum á fyr- greindum ákvæðum frumvarps- ins, vilja vekja ahygli háttvirts Alþingis á því, að meðan fjár- hagsafkoma þjóðarinnar er jafn bágborin sem raun ber vitni, þá sjá þau eklci neina ástæðu fyrir ríkissjóð eða einstaldinga að eyða tugum þúsunda í breyt- ingu, sem viðurkent er að hefir enga lcosti fram yfir það, sem nú gildir. 7. Að síðustu viljum við taka fram, að það eru bifreiðastjór- ar sem mesta ábyrgð hafa á umferðinni, og þar af Ieiðandi hefir það vakið furðu þeirra, að stéttarfélögum þeirra hefir ekki verið gefinn kostur á að segja álit sitt á breytingu, er or- sakar jafn mikla byltingu í um- ferðarmálum þjóðarinnar, sem áðurnefnt frumvarp stefnir að. Ferð Molotov til Berlin stöSugt frestað. K.liöfn i morgun. Einkaskeyti frá United Press. Frá Berlín er símað, að stjórnmálamenn, sem liafi skil- yrði til þess að fylgjast vel með, efist ekki um, að til standi, að Molotov komi í heimsókn til Berlínar, en ferðinni liafi verið frestað hvað eftir annað, vegna mikilvægra mála, sem ekki þoldu neina bið. AmmianUs Morcellinus, grisk- ur maður sem ritaði á latínu og samdi mikið og merkilegt sögu- verk á 4. öld vors tímatals, seg- ir frá því hversu Valentinianus keisari hafði miklar áliyggjur Nýja Bíó Utlaginn JESSE JAMES. L e i k £ c 1 a g: ReykjavíkisF »Fjalla-Eyvindurcí 20. sýning annað kvöld kl. 8. Aðgöngum. seldir frá kl. 4 til 7 í dag og eftir kl. 1 á morgira. Nokkurir aðgöngumiðar að þessari sýningu verða seldír á 1.50 stk. Framhalds-aðalfundur verður haldinn í Varðarhúsinu næstkomandi þriðjudag 2. apríl kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: 1. Lagabreytingar. 2. Hækkun afnotagjalds 1 augavatnshitans. 3. Önnur mál. Félagsmenn fjölmennið. Nýir félagsmenn geta innritast í félagið á fundinum. STJÓRNINV Gott steinhús á góðum og sólríkum stað i vesturbænum höfum við til sölu. Leigutekjur góðar og agkvæm áhvílandi lán. — FASTEIGNIR s.f. Hverfisgata 12. — Sími 3400. VÍSIS KAPFIÐ gerir alla glaða. Atvinna Húseignir Þeir, sem þurfa að seíja hús eða kaupa snúi sér fil -okkar. Höfum stór og, saaá hús á boðstölum.. FASTEJGNIR s.f. Hverfisgata 12. — Sími 3400. óskast til kaups eða leigu 14. mai næstkomandi. Má vera tvær íbúðir. Nánari uppl. í síma 5635. Reglusanmr maður, sem gæti lánað alt að fimm þrás- und krónum, getur fengið fasta atvinnu við verslum fier í bænum. — Þeir, sem víídu sinna þessu, eru vinsamíega f beðnir að leggja tilboð ini* á ! afgreiðslu Visis fyrir Iatrgpr- dag n. k., merkt: „Atvinna". af þvi, hvernig liann ætti að brjóta á bak aftur Alamanna; en svo nefndist þjóðasamband fjölment, á Þýskalandi liinu forna. Er af þeim leitt nafn Frakka á Þjóðverjum: Alle- mands. En Alamannar — segir Ammianus — voru illir viður- eignar, því að þó að þeir væru sigraðir hvað eftir annað, og j biðu stórkostlegt manntjón, þá efldust þeir jafnan svo aftur, að i engu var líkara en að þeir hefðu < ekki fjTÍr neinum skakkaföll- ! um orðið. Ammianus Morcel- linus, 28. bók, þýðing Ullmanns (norsk) s. 275. Manni kemur i liug, þegar | hann les þetta, hvort það gæti j ekki stuðlað að því að flýta fyrir \ friði, ef það væri lýðum ljóst, * að það er jafnvel ennþá ólík- | legra nú en á dögum rómversku keisaranna, að það geti með ófriði tekist að brjóta Þjóðverja svo á bak aftur, að þeir rétti ekki við aftur og verði jafnvel enn öfugri en þeir vorU áður. 9. marts. Helgi Pjeturss. ; LEIÐRÉTTING. í greininni um Freud og for- ustu vísindanna í Sdbl. Visis 4. febr., voru nokkrar misprentan- ir sem gera erfiðara um skiln- i ing. Á eftir e. Kr. á að vera Með en ekki með (o: ný setning.) í ; greinarlokin eins: Þó liefi eg séð þess getið, en ekki: þó o. s. | frv. Fyrir gæti átt sér stað, les: geti o. s. frv. H. P. Bögglasmjör í 1 kg. og 72 fcg- síykklim vmn Laugavegi 1. Útbú: Fjölnisveg 2L , ,,. .;. Laxfoss fer til Breiðafjarðar naesl- komandi mánudag. Flutningi veitf mótfaka fösludag og laugardag- Aðalfundur annað kvöld 28. mars kl. 8y2. Félagsmenn fjölmenni. Námskeið £ næriatasaum byrjar föstudaginn 29. þ. m. Kent verður „quilting", ,applique“ blúnduvinna og allskonar nærfatasaumur. — Smart Austurstræti 5. — Símí 1927- SSBSSlgiSXSSÍ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.