Vísir - 29.03.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 29.03.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Iíristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (GengiS inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Gallað írumvarp j NEÐRI DEILD Alþingis lief- ir alshei'jarnefnd borið fram frumvarp lil laga um verðlag, að tilhlutun viðskiftamálaráð- herra. Er það borið fram til breytingar og viðauka núgild- andi lögum um eftirlit með verðlagi. Eru þar nokkur ný- mæh, sem valda munu miklum ágreiningi og mjög vafasöm mega teljast. Má þar til nefna heimild til að ákveða taxta fyr- ir viðgerðir, smíði og sauma- skap. Eins og nú standa sakir, eru þær reglur gildandi um vörur, sem ekki koma beint undir á- kvæði hámarksálagningar, að óheimilt er að Ieggja á þær, að hundraðshluta, meira en tíðk- ast hefir áður en styrjöldin hófst. Virðist þetta mjög sann- gjarnt og hefir gefist vel. Hefir ekki borið á að innflytjendur eða verslanir liafi á nokkum hátt reynt að hlunnfara opinber ákvæði i þessu efni. Sannast hér sem oftar, að flestir gera sér far um að breyta eftir þeim reglum, sein settar eru, þegar skynsamlega og sanngjarnlega er að farið. Hins vegar virðist í hinu nýja frumvarpi vera farið inn á mjög varliugaverða braut, þar sem vikið er frá því ákvæði, að haldið sé sama liundraðs- hluta álagningar og var fyrir stríð, en í staðinn er sett á- kvæði, sem haft getur hinar al- varlegustu afleiðingar fyrir verslunina í landinu og má þar að auki teljast lítt framkvæm- anlegt. Hið nýja ákvæði er um það, að álagning á vörurnar sé ekki að ákveðnum hundraðs- hluta eins og tíðkast, heldur að nettó-ágóðinn sé ekki meiri en tíðkaðist fyrir 1. sept. 1939 „á sama vörumagni, að viðbættu hæfilegu álagi vegna aukinnar áhættu og kostnaðar við sölu eða framleiðslu vörunnar“. — Menn mega með öðrum orðum ekki hafa meira upp úr hverj- um poka eða hverri tylft af á- kveðnum vörum en áður var, þótt heildarsalan yfir árið á þessum vörutegundum minki um helming vegna mikillar verðhækkunar, sem leiðir af sér þverrandi eftirspum. Með þessu móti er auðvelt að sjá fyrir því, að verslunin í landinu sé rekin með stórtapi. Þar að auki má henda á það, að ákvæði sem þessi, er eiga að framkvæmast af verðlagsnefnd, sem skipuð er pólitískt og er áberandi ó- \dnveitt óháðri einstaklings- verslun, geta verið stórhættuleg afkomu fjölda manna. Hér í blaðinu var á það bent, þegar verðlagsákvæðin komu fyrst til framkvæmda, að þótt sjálfsagt væri að hafa skynsam- legt eftirlit með vöruverði í landi, þá hefði það aldrei vakað fyrir löggjafanum að verðlags- nefndin yrði vöndur á verslun- arstéttina eða verðlagsfram- kvæmdin yrði notuð sem of- sókn á hendur lienni. En þvi | verður þvi miður ekki neitað, | að framkoma meiri hluta nefndarinnar hefir á margan hátt verið þannig, að hún virð- í 2 bátar mölbrotna í Þorlákshöfn. Skemdir urðu nokkrar á öðrum bátum - - - ist telja sig beinlínis liafa ver- ið setta til liöfuðs verslunar- stéttinni. Slíka framkomu lijá opinberri nefnd verður að átelja harðlega sem algerlega ósæm- andi. íslensk verslunarstétt hef- ir ekki sýnt sig ólöghlýðnari en aðrar stéttir þjóðfélagsins og hefir því ekkert tilefni gefið til að henni sé minna traust sýnt en öðrum stéttum, af liálfu hins opinbera. Búist er við að mjög sterk mótmæli komi fram gegn frumvarpinu frá Verslunarráð- inu og Landssamhandi iðnaðar- manna. Væntanlega gerir Al- þingi nauðsynlegar breytingar á frumvarpinu enda munu þingmenn sjá að hægt er að hafa skynsamlegt og gagngert eftirlit með verðlaginu, þótt ekki séu í ákvæðin settar firr- ur, sem óframkvæmanlegar reynast. A Dagskrá kvöldvöku blaða- manna hefir nú verið ákveðin að mestu leyti. Á síðustu kveld- vöku þótti flestum efnið vera nokkuð „þungt“, en að þessu sinni verður lögð meiri áhersla á að hafa það „Iétt“. Þeir Alfreð Andrésson og Jón Aðils munu leika þátt úr leikn- um „Stundum og stundum ekki“, eftir Arnold, Bach og E. Thoroddsen. Auk þess syngur Alfreð gamanvísur úr leikriti, sem nú er verið að æfa. Kristmann Guðmundsson les upp nýja smásögu eftir sjálfan sig. — Lárus Ingólfsson kemur með alveg nýtt skemtiatriði og Bryn- jólfur syngur nýjar gaman- vísur. Þá skemta þau Bára Sigur- jónsdóttir og Sigfús Halldórs- son með söng og dansi. Jack Quinet og hljómsveit hans skemta og leika undir dansinum. Kynnir verður ívar Guðmundsson blaðamaður. Þeir, sem ætla að fara, ætti að tryggja sér aðgöngumiða í tíma því að ef ráða má af þeim pönt- unum, sem borist liafa blöðun- um, verður alt uppselt fyrir kveldið. Borð verða ekki tekin frá að Hótel Borg, svo að þeir, sem koma fyrst, liafa mestu úr að velja. Kveldvakan hefst kl. 9 stundvislega. Tveir bátar eyðilögðust með öllu á legunni í Þorlákshöfn í gær, en það voru bátarnir Freyr frá Eyrarbakka og Svend frá Stokkseyri. Rak þá á Iand og mölbrotnuðu þeir báðir. Strax um fótaferðatíma í gær- morgun var skollið á suðvestan rok og var sjór tekinn mjög að ókyrrast i Þorlákshöfn, en þessi átt er hin erfiðasta þar, með því að hálalegan má heita opin fyrir henni. Herti sífelt á veðr- inu, eftir því sem á daginn leið, og breyttist vindstaðan ekki fyr en um kl. 6 síðd., en þá gelck hann í útsuður og gerði þá hlé í Þorlákshöfn. Allir þeir hátar, sem róðra stunda í Þorlákshöfn, lágu fyr- ir legufærum, en er veðrið jókst, tóku legufærin að gefa sig og um ld. 4 í gær sd. hafði bátana Svend og Frey rekið á land. M/h Svend er frá Stolckseyri, og er um 10 tonn að stærð. Eig- andi hans er Karl Magnússon útgerðarmaður á Stokkseyri. Er báturinn gerónýtur, svo sem að framan segir. M/h Freyr er frá Eyrarbakka, um 12 tonn að stærð og er eig- andi hans Jón Helgason, sem var formaður á bátnum og nokkrir menn aðrir. Freyr er mjög mikið brotinn og senni- lega gereyðilagður. Síðdegis í gær var sjór svo ó- rór á legunni, að ekki var ann- að sýnna, en að flestir bátarnir myndu brotna og eyðileggjast. Auk þeirra háta, sem að ofan Fjórða umferð Skákmófsins. Fjórða umferðin í Skákmóti íslands fór fram í fyrrakveld í K.R.-húsinu og fóru svo leikar, sem hér segir í meistaraflokki: Ásmundur Ásgeirsson vann Jóhann Snorrason, Einar Þor- valdsson vann Sturlu Péturs- son, Sæmundur Ólafsson og Eggert Gilfer eiga biðskák og þeir Árni Snævan’ og Áki Pét- ursson sömuleiðis. Varð skák hinna síðarnefndu að falla nið- ur vegna veikinda annars kepp- andans. í kveld verða tefldar bið- skákir. eru taldir, slógust tveir aðrir bátar sainan og urðu fyrir mikl- um skemdum. Voru það þeir Öldungur frá Eyrarhakka, 9— 10 tonn og Gunnar frá Eyrar- bakka, sem er 11 tonn að stærð. Munu háðir þessir bátar þurfa allmikillar viðgerðar. Vegna veðurs og sjávar var ekkert unt að aðliafast í landi til þess að afstýra vandræðum þessum, og var mesta mildi, að skemdir skyldu ekld verða meiri en raun varð á. Afli liefir verið tregur í Þor- láksliöfn undanfarið, en all- mikið af síli — loðnu — hefir reynst í sjónum síðustu dagana og gera menn sér því vonir um að veiðin kunni að aukast. Allir hátar, sem sjófærir voru, réru í nótt, en ekki er vitað um afla þeiri’a enn þá. H.f. Brúnkol. Nýtt félag, sem hefir trygt sér námuréttindi í Gili og Hanhóli í Bolungavík og í Botni í Súg- andafirði. 2. þ. m. var gengið fi-á stofn- un hlutafélagsins Brúnkol. Til- gangur félagsins, eins og nafnið bendir til, er að vinna brúnkol úr jörðu. Hefir félagið trygt sér námaréttindi á Gili og Hanlióli í Bolungavík og í Botni í Súg- andafirði. Hafa þegar fengist loforð um 7 þúsund krónur, en hækka má hlutafé upp í 50 þúsund krónur. Stjórn félagsins skipa: Kjart- an Jóhannsson læknir, formað- Ur, Jón Fannberg forstjóri, fé- hirðir, og Ólafur Guðmundsson, forstjóri, ritari. Félagið liefir leitað til ríkis- stjórnarinnar um aðstoð til byi'junar námurekstri, og feng- ið þar vingjarnleg og góð orð en framkvæmdir engar. Þá hefir félagið leitað til bæjarsjóðs ísa- fjarðar um 5 þúsund kr. hluta- fjárframlag. Þá verður einnig leitað hlutafjárframlaga frá þeim hreppum, sem tryggja vilja sér eldsneyti, og hlut eiga að máli með námarekstur. Félagið ætlar sér að byrja námarekstur á komandi vori, en enn þá liafa ekki verið teknar fullnaðar ákvarðanir um starf- rækslu. (Vesturland). Raíha-þilofnar seljast enn með sama ódýra verðinu og fyrir stríð. Athugið þess vegna nú í dýrtíðinni að liita íbúðina með ódýrasta og besta hitagjafanum. Með því notið þér íslenska orku og sparið erlendan gjaldeyrir. Kaupið. íslenska vinnu. Aðalskrifstofa: Eimskip, 2. liæð. — Sími: 1700. — (faezta g}4n m iezta eignin... og mesta öryggið, sem heim- ilisfaðirinn getur veitt konu sinni og börnum er góð líftiTgging. Munið: „Sjóvátrygging“ er eina íslenska lífti'yggingar- félagið. Iðgjöld hvergi lægri. aq fslandsl fe Tryggingarskrifstofa: Carl D. Tulinius & Co. h.f. Austurstr. 14. - Sími:1730. Kaupið RAFHA! - H.f. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. Jón N. Jónasson, kennarí: Þjóðir og þjóðmenning. IHVERS VIRÐI ER STARF KENNARANNA FYRIR ÞJÓÐ- INA? — HVERNIG FER, EF ÞAÐ ER EINSKIS METIÐ I. Menningin er eitt jieirra frum- skilyrða, sem liver þjóð þarf að hafa, til þess að geta lifað til lengdar. Hver þjóð hefir sitt sérstaka tungumál, sérstaka siði, að nokkuru, og ýmsar sér- stæðar venjur o. fl. Menning hverrar þjóðar hefir því ýms sérkenni, sem einkenna hana, að nokkuru, frá menningu ann- ara þjóða jafnvel þótt um skyld- ar nágrannaþjóðir sé að ræða. Menning hverrar þjóðar er því Iiennar eigin þjóðmenning, þótt hún geti, innan vissra takmarka, tileinkað sér og hagnýtt ýmis- legt úr menningu annara þjóða, án þess að bíða hnekki við það. Til þess að ein þjóð geti, að skað- lausu, hagnýtt sér eitthvað af menningu annarar þjóðar, verður hún að sníða hina að- fengnu menningu eftir sinu eig- in eðli og staðháttum og gæta þess að hin erlenda menning verði ekki til að glata menning- arlegum verðmætum, sem þjóð- in á fyrir, heldur til að styðja þau og efla. Engir tveir menn eru að ölliv leyti nákvæmlega eins gerðir. Það, sem einum er nauðsynlegt getur stundum ver- ið öðrum gagnslitið eða jafnvel óholt. Alt, sem miðar að því, að afmá sérkenni einstaklingsins, eyðileggur fyrr eða síðar and- legt sjálfstæði hans og mann- gildi og gerir hann að ómerki- legi’i hópsál. Eins er þetta með þjóðirnar. Ef einhver þjóð karwi ekki að taka erlenda menningu í þjónustu sína á þann hátt, að það styðji og efli hennar eigin þjóðmenningu, en gerist í þess stað þjónn og leiksoppur hinn- ar erlendu menningar, þá glatar hún með þvi liinum þjóðlegu sérkennum sinnar eigin þjóð- menningar. Þjóðin verður j>á andlega og menningarlega ósjálfstæð og missir alla virðingu fyrir sjálfri sér sem fullvalda þjóð. Þ. e. hún hefir þá glatað þjóðartilfinn- ingu sinni, og virðist vera sama um stjórnarfarslegt og fjár- hagslegt sjálfstæði sitt. Þá er til- veru hennar, sem þjóðar, voð- inn vís, hvenær sem hættunnar stund kemur. Eftir þvi, sem þjóð á sterkari þjóðmenningu, eftir þvi á sú þjóð hægra með, sér að skaðlausu, að taka erlenda menningu í sína þjónustu og láta hana efla sína eigin menn- ingu og þjóðlíf. Menningarlega sterk þjóð hefir mikla mögu- leika til að verða fjárhagslega og stjómarfarslega sterk og sjálfstæð. Menningarlega veik þjóð hlýtur af tur á móti að glata tilveru sinni, hvenær sem eitt- hvað bjátar á. Þótt hún hafi mikinn herstyrk og mikil fjár- ráð, þá gagnar það lítið á hættu- tímum ef menningarlegan styrk og siðferðisþrek vantar. Menning þjóðanna er frum- skilyrði fyrir lífi þeirra og til- veru. II. Þeim nútímaþjóðum, sem lengst eru komnar á menning- arbrautinni, er þetta vel ljóst. Þess vegna kappkosta þær að efla sem mest þjóðmenningu sína og gera hana sem sterkasta. Einn af hinum bestu ávöxtum sterkrar og sannrar þjóðmenn- ingar er hinn félagslegi þroski, sem hún skapar, og þar með skilyrði fyrir samstarfi allrar þjóðarheildarinnar, svo að kraftar hennar njóti sín til sam- eiginlegra átaka, þjóð og ríki til bjargar á hættutímum, í stað þess að toga hver á móti öðrum þannig, að einn rífur niður það, sem annar byggir upp. Til þess að efla menningu sína, og auka ávexti hennar, hafa þjóðirnar stofnað skóla. Fremstu menn- ingarþjóðum er það Ijóst, að dýrmætasta eign hvers ríkis er þjóðin sjálf, þegnar ríkisins. Sé þjóðin illa upp alin, er hún ekki fær um að stjórna sér eða lifa til lengdar. Ríkið kemst í upp- laUsn, þar sem hver höndin er á móti annari og alt hrynur í rústir þegar minst varir. Þjóðin hættir að vera til, sem sjálfstæð þjóð. Það er þetta, sem skólar þjóðanna eiga að koma í veg fyrir með starfi sínu. Áður fyrr önnuðust heimilin og foreldr- arnir að öllu leyti uppeldi kyn- slóðanna í sumum þjóðfélögum. Þetta gat að vísu gengið sum- staðar, einkum í strjálbýlum löndurn, þar sem heimilið var einskonar smáríki út af fyrir sig, en jafnan varð sú þjóðmenn- ing, sem við það slcapaðist, nokkuð einhliða og að sumu leyti kyrrstæð og frumstæð. Heimili menningarþjóða nú- tímans eru ekki lengur einfær um uppeldi barnanna. , Þess vegna verða skólarnir að leggja mikið til uppeldis nútímakyn- slóðanna, en jafnan er menn- ingu hverrar þjóðar mest hætta búin á meðan sú breyting er að komast á. íslendingar eru enn á því stigi, þvi enn vantar mikið á að skólamál okkar séu komin í það horf, sem framtíðin lieimt-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.