Vísir - 29.03.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
KRISTJÁN GUDLAUGSSON.
Rií lístjórnarskrif stof ur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri Blaðamenn Auglýsingar Gjaldkeri Afgreiðsla Sími: 1660 5 línur
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 29. mars 1940.
72. tbl.
Samvinna Bandamanna í
styrjöld og friði.
yfírlýsing
f gœr.
Engar umleitanir om
vopnahé eða frið,
nema sameiginlega.
ÉINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun.
Það var tilkynt i London í gærkveldi, að af loknum
fundi yfirherráðs Bandamanna, sem sat á
f undi í London í gær, að hátíðleg yf irlýsing
hefði verið samþykt, þess efnis:
1 1) Að hvor þjóðin um sig skuldbindur sig til þess
að semja ekki um vopnahlé eða frið, upp á
eigin spýtur, heldur skuli þær í þeim efnum
koma fram sem ein þjóð, og ekki taka neitt
w skref til þess að sættast við styrjaldarandstæð-
ínga, nema trygt sé öryggi og framtíðarfriður
1 í fyrir Bretland og Frakkland og öllu þau lönd,
sem Bandamenn ráða yfir.
2) Að halda áfram samvinnunni eftir styrjöld-
ina, til tryggingar öryggi og friði, i samvinnu
við þær þjóðir, sem vinveittar eru Bretum og
Frökkum, og fylgja sömu stefnu, að alþjóða-
lög séu haldin og sjálf stæði og f relsi allra þ.jóða
virt.
Þetta var 6. fundur yfirherráðsins. Fundinn sátu
Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, Reynaud,
forsætisráðherra Frakklands, ýmsir helstu ráðherrar
beggja landanna aðrir, og yfirmenn landvarnanna, svo
sem Winston Churchill flotamálaráðherra, Sir Oliver
Stanley hermálaráðheiTa, Gamelin yfirherforingi,
Campinchi flotamálaráðherra, her- og flotaforíngjar
beggja þjóða o. fl.
Sendiherrar Bretlands i Tyrklandi, Búlgaríu, Grikk-
landi, Jugoslaviu, Rúmeniu og Ungver jalandi hafa ver-
ið kvaddir heim til viðræðna við Halifax lávarð utan-
rikismálaráðherra Bretlands, og Sir Percy Lorraine,
sendiherra Breta í Rómaborg er væntanlegur til London
í heimferðarleyfi bráðlega. Mun hann þá og ræða við
Halifax lávarð horfur í alþjóðamálum.
Finnar ætla að haf a 250.000
manna her meðan Evrópu-
styrjöldin stendur.
Viðreisnarstjoi'iiiiiiii vel tekið.
EEVKASKEYTI frá United Press. K.höfn í morgun.
1 fregnum frá Helsingfors segir, að gert sé ráð fyrir því, að
Finnar muni hafa 250.000 manna her reiðubúinn út Evrópu-
styrjöldina.
Það er mikið rætt og ritað um nýju stjórnina í Finnlandi, og
«r henni vel tekið. Mikilvægasta verkefni hennar er að sjálf-
sögðu viðreisnin eftir finsk-rússnesku styrjöldina.
Það er litlð svo á, að í því felist mikil viðurkenning, að Tann-
er fékk sæti í hinni nýju stjórn. Eru það hyggindi hans og stað-
festa í styrjöldinni, sem menn dást mest að, og svo hitt, að hann
hefir ágæta skipulagshæfileika, og er það því mjög mikilvægt,
að þjóðin nýtur áfram starfs hans sem ráðherra.
Þá er það talið mjög mikilvægt, að Finni af sænskum ætt-
um hefir tekið að sér störf utanríkimálaráðherra (Witting),
einkanlega vegna samkomulagsumleitana Finna og Svía um
varnarbandalag.
Þá er bent á það, að hinn nýi landvarnaráðherra, vilji efla
iandvarnirnar sem mest, án tillits til þess, að friður hefir verið
saminn, því að enginn viti hvað framtíðin ber í skauti sínu.
Walden er nákunnugur Mannerheim og verið honum hand-
genginn mjög og samverkamaður har.s.
Loftfoardag-
ar í gær.
Þjóðverjar viður-
kenna, að haf a mist
tvær flugvélar.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Þrjár breskar eftirlitsflugvél-
ar gerðu árás í gær á Heinkel-
flugvél i 10.000 feta hæð yfir
Skotlandsströndum. Lækkaði
hún þegar flugið og flaug niður
gegnum skýjabelti, en er hún
kom út úr því réðist annar
flokkur breskra flugvéla á
hana, og brátt hrapaði flugvél-
in niður i ljósum loga. Þetta er
48. þýska flugvélin, sem skotin
er niður við strendur Skotlands.
— Bresk eftirlitsflugvél réðist
a 2 Dornier-flugvélar yfir Norð-
ursjó í gær, og varð önnur fyr-
ir svo miklum skemdum, að
hún mun ekki hafa komist
heim til Þýskalands. Breska
flugvélin komst heim við illan
leik, með 20 skot i skrokknum
og annan hreyfilinn í ólagi.
Hollenskar eftirlitsflugvélar
skutu niður breska hernaðar-
flugvél i gærmorgun og féll
hún til jarðar nálægt Amster-
dam. Mun þetta vera önnur
flugvélin, sem saknað er úr
seinasta könnunarflugi yfir
Helgolandflóa. Einn af 5 flug-
mönnum, sem í flugvélinni
voru, varpaði sér út i fallhlíf,
en beið bana, en hinir björguð-
ust í lendingu, einn nokkuð
meiddur.
U-21 kyrr-
settur í
Noregi.
Einkaskeyti frá United Press.
London í morgun.
Norðmenn hafa kyrrsett
þýska kafbátinn U-21 i Noregi.
Var hann dreginn til Kristians-
sand í gær og voru herskip og
flugvélar í fylgd með honum.
Kafbátur þessi strandaði s.l.
miðvikudagsmorgun og náðu
kafbátsmenn sambandi við
fiskimann og buðu honum
bjúga, um % meter á lengd, til
þess að fá aðstoð fiskimanna
til þess að draga skipið út.
Fiskimanninn grunaði, að alt
væri ekki í því lagi, sem vera
ætti, og þóttist ekki skilja Þjóð-
verjana, og gerði stjórnarvöld-
unum aðvart. Varð sá endir á,
að kafbáturinn var kyrrsettur.
Þetta virðist ætla að verða
orsök deilu milli Norðmanna og
Þjóðverja. Hefir þýska stjórnin
falið sendiherra sínum i Oslo að
bera fram kröfur um, að kaf-
báturinn verði látinn laus, þar
eð hann hafi leitað upp undir
land, vegna ofveðurs og bilunar.
Norska stjórnin telur hinsveg-
ar, að veðurs vegna hafi kaf-
báturinn ekki þurft að leita
lands, né heldur hafi verið um
slíka bilun að ræða, að það rétt-
s%w^mm
T&JXMM,
SJALFBOÐALIÐI HEIÐRADUR. — Mannerheim marksálkur leysti upp sjálfboðaliðasveitir Norð-
manna, Svía og Dana í gær, og var athöfnin hin hátíðlegasta, segir i skeyti, sem birt er á öðrum
stað hér í blaðinu. — Myndin, sem hér birtist, var tekin, er fyrsti danski sjálfboðahðinn, sem féll í
Finnlandi, var jarðsettur. Var það Suður-Jóti, Matþiesen að nafni, 36 ára að adlri. í hinni hvitklæddu
sveit í fararbroddi, eru danskir sjálfboðaliðar.
Thyssen íarinn
frá Svisslandi.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn í morgun.
Fregn frá Zúrich hermir, að
Fritz Tliyssen, þýski iðjuhöld-
urinn heimskunni, sé lagður af
stað frá Lissabon. Þaðan fer
hann 4. apríl til Buenous Aires,
á ítalska hafsskipinu Conte
Grande. —
Thyssen var upphaflega
stuðningsmaður nasista, en
snerist gegn þeim og flúði
Þýskaland. Eigur hans i Þýska-
landi voru gerðar upptækar.
Sendiherra U. S. R. í
Moskva í kynningar-
ferðalagi.
Einkaskeyti frá United Press.
K.höfn i morgun.
Steinhardt, sendiherra Banda-
ríkjanna í Moskva lagði af stað
í f erðalag i gær um helstu land-
búnaðar- og iðnaðarhéruð í
Ukraine, Kákasns og Trans-
Kákasus. Hann ætlar að ferðast
um oliulindasvæðin við Svarta-
haf og hefir hann viðdvöl í
Baku og Batum.
U. S. A. SELUR BANDA-
MÖNNUM FLUGVÉLAR.
Hermála- og flotamálanáðu-
neyti Bandaríkjanna hefir með
samþykki Roosevelts forseta
tekið ákvörðun um að leyfa sölu
mikils f jölda nýtísku hernaðar-
flugvéla til Bandamanna. Verð-
mæti þeirra flugvéla, sem
Bandamenn munU nú panta frá
Bandaríkjunum mun nema
mörgum hundruðum milj. doll-
ara. NRP.—FB.
lætti, að kafbáturinn verði lát-
inn laus.
1 breskum blöðum kemur
fram sú skoðun, að kafbáturinn
muni hafa ætlað að granda
skipum við Noregsstrendur og
benda á, að fyrir nokkuru fór-
ust þar skip, sem talið var að
kafbátar hefði grandað, og var
það tekið upp við þýsku stjórn-
ina, sem neitaði að svo gæti ver-
ið. —
MÆÐIVEIKIN:
Sauðfénaði
hefir fækk-
að um 48300
síðan 1936.
Undanfarin þrjú ár hafa
mæðiveikivarnirnar aflað sér
upplýsinga u«i fjárfjölda á
landinu vestan Héraðsvatna og
Þjórsár. Hefir blöðunum og
fleirum verið send þessi skýrsla,
sem er mjög nákvæm og em
þar tölur yfir fjárfjölda hvers
einasta hrepps og kaupstaðar
frá því 1936 og til síðustu ára-
móta.
Heildarfækkunin siðan veikin
byrjaði er, eftir skýrslunni,
48300 kindur, en var í árslok
1938, er hún náði hámarki sínu,
64000 kindui\ Hefir þyi fækk-
unin mest verið 17.7% i árslok
1938, en i árslok 1939 13.4%.
1 Mýra-, Borgarfjarðar- og
Vestur-Húnavatnssýslum hafði
veikin fengið að breiðast út al-
veg óhindrað frá þvi að Kara-
kúlfénaðinum var dreift út um
landið síðari hluta sumars 1933
og fram til vorsins 1937. Að vísu
var ekki farið að taka eftir ó-
eðlilegri veiki i sauðfé fyr en á
árinu 1935. En úr þvi breiddist
mæðiveikin út með flughraða
um ofantaldar sýslur.
Útbreiðsla veikinnar hefir
verið hröðust og usli sá, er hún
olli, mestur irá 1935—1937. Á
þeim árum fækkar fé í Borgar-
fjarðarsýslu um 41.5% (úr
25.594 í 14948), Vestur-Húna-
vatnssýsluum46.1% (úr 29.674
í 15.981) og i Mýrasýslu um
38.3% (úr 34.019 í 21.000). A
árinu 1938 fækkaði enn i Vest-
ur-Húnavatnssýslu og Mýra-
sýslu og nam heildarfækkunin
þar þá 53.6% og 44.7%.
í næstu sýslum við ofantald-
ar sýslur, Árnessýslu, Dalasýslu
og Austur-Húnavatnssýslu hafði
veikin allstaðar náð fótfestu og
sumstaðar gripið verulega um
sig, er varnirnar hófust. Ráð-
stafanir þær, sem gerðar yoru
innan þessara héraða, hafa af
mörgum verið álitnar mjög
hæpnar og dýrar. En benda má
á, að frá 1936 og til ársloka 1939
hefir fé ekki fækkað meir en
hér segir: í Árnessýslu 14.7%, i
Dalasýslu 20.1% og Austur-
Húnavatnssýslu 18.3%. í sýsl-
um er fjær liggja, nemur fækk-
unin enn minnu. í Strandasýslu
10.3% og Gullbringu- og Kjós-
arsýslu 1.5%, en annarsstaðar
er fjölgun f jár, svo sem í Snæ-
fellsness- og Hnappadalssýslu,
Hér ber þó að athuga, að vor-
framtal 1936 hefir sennilega
verið nokkru lægra en raun-
veruleg fjáreign manna var. En
engar aðrar tölur eru til frá
þeim tíma, sem byggja má á.
Enda raskar þetta ekki að veru-
legu leyti samanburðinum milli
hinna einstöku sýslna.
jómleikar
Karlakórs Reykjavíkur.
Karlakór Reykjavikur heldur
kirkjuhljómleika í Fríkirkjunni
i kvöld og sunnudagskvöldið kl.
Efnisskráin er mög fjölbreytt,
því á henni eru lög eftir Schu-
bert, Söderman, Widing, Wagn-
er, Björgvin Guðmundsson,
Beethoven, Bach og Bacli-Gou-
nod, Putday, Hándel, Godard,
Bortiniansky og Sigurð Þórðar-
son.
Söngstjóri er Sigurður Þórð-
arson og einsöngvarar Hermann
Guðmundsson, Gunnar Óskars-
son (12 ára) og Gunnar Páls-
son, en auk þess syngja Elísa-
bet Einarsdóttir, Gunnar Páls-
son og Hallgr. Sigtryggsson tríó
með undirleik útvarpshljóm-
sveitarinnar. Annars annast þau
Guðríður Guðmundsdóttir og
Fr.Weisshappel undirleik þeirra
laga, sem undirleiks kref jast, en
auk þess leika Björn Ólafsson
(fiðla) og Páll ísólfsson (orgel)
Romanze ef tir Beethoven.
Það sem einkum mun vekja
athygli á þessari söngskrá er
það, að karlakórinn syngur
þarna nokkur lög með aðstoð
drengjakórs og þar er það sem
Gunnar Óskarsson, 12 ára að
aldri syngur einsöng.
Karlakór Beykavikur hefir
gert sér alt far um að vanda til
efnisskrárinnar og munu Reyk-
víkingar að sjálfsögðu kunna
þeim miklar þakkir fyrir.
Næturakstur.
Bst. Hekla, Lækjargötu, sími
1515, hefir opið í nótt.