Vísir - 29.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 29.03.1940, Blaðsíða 3
YISIBt Gamla Bíó „FROU - FROU“ 8ýnd kl. 9 I §íðasta §Inn. Lífstykkj adreglamix eru komnir Einnig gormar og annað tilheyrandi. LÍPSTYKKJALÁSAR. — SOKKABÖND. TEYGJUBELTI. Lífstykkjabúðin Hafnarstræti 11. liai'Iakór Reykjavíknr llljóiiileikíii' í t‘ríkii‘kjiiinii Söngstjóri: SIGURÐUR ÞÓRÐARSON. Föstudaginn 29. mars 1940 kl. 8.30 e. h. Sunnudaginn 31. mars 1940 kl. 8.30 e. h. Við hljómleikana aðstoða: Elísabet Einarsdóttir, Guðríður Guðmundsdóttir, Fr. Weisshappel, Björn Ólafsson, Páll ísólfsson, Gunnar Pálsson, Hermann Guðmundsson, Hallgrímur Sigtryggsson, Útvarps- hljómsveitin og drengjakór. Aðgöngumiðar í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókaverslun Isafoldar. UPPSELT A FYRRI HLJÖMLEIKANA. AÐVÓRUN Undanfarið hafa orðið talsverð brögð að því að menn fara til útlanda í atvinnuleit, án þess fyrirfram að hafa trygt sér atvinnu. I nær öllum tilfellum hafa þessir menn strax lent í vandræðum og hafa orðið að leita til íslenslcra stjórnarfulltrúa og umboðsmanna rikisins um hjálp til heimferðar. Út af þessu vill félagsmálaráðuneytið alvarlega vara menn við slíkum fyrirhyggjulausum utanferðum og skorar jafnframt á menn að fara ekki til útlanda fyr en full trygging er fengin fyrir atvinnu. Félagsmálaráðuneytið, 28. mars 1940. íbúð kjallara, 3 herbergi og eld- hús, með öllum nýtisku þæg- indum, í nýrri villu, til leigu frá byrjun apríl eða 14. maí. Aðeins fámenn fjölskylda kemur til greina. Tilboð merkt „Norður- mýri“, með upplýsingum, leggist inn á afgr. Vísis fyrir 3. apríl. Nýtísku íbúð mjög skemtileg, 3 herbergi og eldhús, með öllum ný- tísku þægindum til leigu frá 14. maí, í ným villu í Norð- urmýri. — Aðems fámenn fjölskylda kemur til greina. Tilboð merkt „Norður- mýri“, með upplýsingum, leggist inn á afgr. Vísis fyrir 2. apríl. III. kvöldvaka Blaðamanna verður annað kvöld að Hótel Borg og hefst kl. 9. DAGSKRÁ: 1. Þáttur úr gamanleiknum „Stundum og stundum ekki“, eftir Arnold & Bach, sem bráðlega verður sýndur liér og Emil Thoroddsen hefir þýtt og staðfært. Gamanvísur: Lárus Ingólfsson. Ný smásaga: Kristmann Guðmundsson, rithöfundur. Tvennar gamanvísur úr nýjum gleðileik, sem sýndur verður hér síðar i vetur: Alfred Andrésson. 5r Nýtt skemtiatriði: Lárus Ingólfsson. 6. Nýtt danslag og nýr dans: Bára Sigurjónsdóttir og Sigfús Halldórsson. Nýjar gamanvísur: Brynjólfur Jóhannesson. DANS.------ Danshljómsveit Jacks Quinets skemtir (Musical Show). — Þeir sem syngja og sýna verða allir í sérstökum búningum. Kynnir verður Ivar Guðmundsson, blaðamaður. 2. 3. 4. 7. 8. 9. 10. Aðgöngumiðasalan er hafin á afgreiðslum Fálkans og Morgunblaðsins. --- Komið tímanlega! Engin borð tekin frá! Vopnað kolaskip Hingað kom í morgun breskt kolaskip, „Asiatic“, og skiftist farmur þess milli ýmsra kola- verslana í bænum. „Asiatic“ er 6000 smálestir á stærð og er vopnað tveim fall- byssum. Er það fyrsta vopnaða kaupskipið, sem liingað kemur siðan styrjöldin hófst, en vopn- aðir togarar hafa komið hing- að, eins og menn muna. fréttír 1.0.10. F. 1 = 1213298Ú2 = Veðrið í morgun. í Reykjavík I stig, heitast í gær 3 stig, kaldast í nótt —2 stig. Úr- koma í gær og í nótt 15. i mm. — Heitast á landinu 3 stig, á Dala- tanga og Reykjanesvita, kaldast —1 stig, á Sandi og Kvígindisdal. — Yfirlit: Lægð yíir Austurlandi á hreyfingu í austur. Ný lægð að nálgast frá Suður-Grænlandi. Horf- ur: Suðvesturland til Vestfjarða: Vaxandi suðaustan átt þegar líður á daginn, allhvast í nótt með slyddu eða rigningu. Skömtunarseðlarnir. Menn eru ámintir um að sækja skömtunarseðla sína hið fyrsta. 1 gær voru aðeins sóttir 8—9 þúsund miðar, og er þá eftir að afhenda tæplega 30 þúsund miða. Afhend- ingu lýkur annað kvöld. Hún fer fram kl. 10—12 og 1—6 i Tryggva- götu 28. San-Tooi, heitir sænskt skip, 96 smál. brúttó að stærð, smíðað 1938, sem hing- að er komið. Mun skipið vera á vegum Óskars Halldórssonar, út- gerðarmanns. Útvarpið í kvöld. Kl. 18.20 Islenskukensla, 1. fl. 18.50 Þýskukensla, 2. fl. — 19-15 Þingfréttir. 19.45 Fréttir. 20.20 Spurningar og svör. 20.35 Kvöld- vaka: a) Jón Dúason, dr. jur.: Fundur Grænlands, II. Erindi (H. Hj.). b) 21.05 Um Kristján Krist- jánsson lækni. Erindi, söngur, upp- lestur (Árni Jónsson frá Múla). Nýja Bíö. Útlaginn JESSE fÆMES* HARFI,ETTIJR við ísl. og útlendan búning í miklu úrvali. Keypt sítt, afklipt hár. Bðrgreiðslustofan PERLA Bergstaðastr. 1. Simi 3895 S. G. T., eingöngu eldri dansarnir, verða í G.T.-liúsinu laugardaginn 30. mars kiokkan 9^4. — Áskriftarlistar og aðgöngumiðar á morgun frá kl. 2.. Sími 3355. HLJÖMSVEIT S. G. T. Vegna jarðarfarar verða §krii§tofur vorar lok- aðar frá Ul. á hádegi á morgun (langardag), en bensingeymap og olín- stöd lokað frá kl. 12-4 eftip hádegi. Olíaverslnn I§lands| Það tilkynnist, að móðir mín, Axma SlgurðardóttiF, andaðist á sjúkraheimilinu „Sólheimar“ þann 29. þ. m- Fyrir hönd mína og annara aðstandenda. Sigurður E. Hj&ríeifsson. Næturlæknir. Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturverðir í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Heimdallur.. Fyrirléstur í kvöld: Fjármál rík- isins. Magnús Jónssop próiScssasr.. Sameiginlég nwelskuæfing í eftír. ar. Skólamir eiga að vera afl- vaki og uppspretta sannrar þjóðmenningar; ekki að eins lærdóms, heldur og andlegrar og likamlegrar mentunar. 1 stuttu máli: Þeir verða að vinna að þroskun alhliða og lífrænnar þjóðmenningar. Til þess, að skólarnir geti int þettamikilvæga hlutverk sitt vel af liendi, er eitt fyrsta skilyrðið það, að kennaramir hafi sæmi- lega aðstöðu til að starfa og við- unanleg launakjör, svo að þeir geti varið starfskröftunum ó- skiftum í þágu starfs síns, en þurfi ekki að vera á snöpum út um allar jarðir eftir aukavinnu, til að geta dregið fram lífið. Þannig lifskjör kæfa allan á- huga fyrir starfinu undir á- hyggjunum fyrir daglegu brauði, og gera kennaranum ómögulegt að njóta sín við starf- ið hversu feginn sem hann vill. Þetta vill því miður of víða brenna við. Út yfir tekur þó þegar þær raddir lieyrast, að kennarar séu að eins gagnslaus snýkjudýr í þjóðfélaginu, sem lítinn rétt eigi á sér. Þegar stjórnarvöld ein- hvers ríkis hugsa þannig, þá skilja þau ekki hvers virði þjóð- menningin er fyirr þjóðfélagið, og eiga eklci skilið að þjóðirnar trúi þeim fyrir völdum, enda liljóta afleiðingar, þessa skiln- ingsleysis, fyrir þjóðfélagið, að verða hræðilegar að lokum. Sem betur fer, kunna margar þjóðir og stjómir að meta starf kennaranna að verðleikum og búa vel að þeim, og hefir það þá jafnan borið glæsilegan ávöxt. Máli mínu til sönnunar skal eg nefna atliyglisverð dæmi um tvær þjóðir, sem nú eru oft nefndar, og sem liafa hafst mjög ójafnt að gagnvart kenn- urum barna sinna. Það eru Pólverjar og Finnar. Pólskir kennarar höfðu jafn- an átt litlum skilningi að mæta lijá stjórnarvöldunum. Þau litu niður á þá, og álitu störf þeirra lítilsverð, en datt ekki í hug að bæta kjör kennaranna, til þess að störf þeirra gætu borið góð- an árangur. Pólsku kennararnir lögðu sig þó alla fram til að efla menningu þjóðar sinnar, en að- staða þeirra var óhæg, því að stjórnarvöldin voru þeim erfið og launakjörin sniðu þeim þröngan stakk fjárhagslega. Alt félagsstarf þeirra átti erfitt upp- dráttar vegna andstöðu stjórn- arvaldanna. Kennurunum hafði þó tekist, með miklum fjárliags- legum fórnum, að eignast hús fyrir félagsstarfsemi sina i Yar- sjá. Þegar minst varði lögðu stjómarvöldin, þar i borg, liald á allar eignir pólska kennara- sambandsins og skylduðu stjórnarmeðlimi samhandsins til að vinna í kenslustundum á meðan verkið var framið.*) Þetta gerðist seint á árinu 1937. Eins og nærri má geta, gramd- ist kennurunum þetta tiltæki. Þeir söfnuðust saman á götum Varsjáborgar fyrir framan hús- ið, sem þeir voru rændir, mót- mæltu ráninu og kröfðust leið- réttingar sinna mála. 1 stað þess að sýna þeim réttlæti var þeim svarað — með vélbyssu — og fallbyssuskothríð. Þannig bjó nú þessi þjóð að þeim, sem áttu að efla og vernda þjóðmenn- ingu hennar. *) Sjá tímaritið Mentamál 1937, bls. 233. Afleiðingarnar af þessu skiln- ingsleysi pólskra valdamanna á þýðingu og kjörum kennara- stéttarinnar kom svo í ljós í septemher 1939. Þá lenti Pól- land í styrjöld við þjóð, sem að vísu var helmingi fjölmennari. Þá vantaði pólsku þjóðina fé- lagsþroska til sameiginlegra á- taka og vörnin brotnaði að mestu niður á 15 dögum svo, að þjóðin varð að nýju þræll er- lendra ríltja. Stjórnin flúði úr landi til að bjarga sjálfri sér, en skipaði fólkinu að verja Var- sjá meðan hægt væri. Þó var talið að Pólland hefði tiltölulega mikinn herstyrk. En það var menningarlega veikt og þess vegna bar þjóðin ekki gæfu til að standa sameinuð á hættunn- ar stund. Því fór sem fór. í Finnlandi var öðruvisi búið að kennurunum, og menningar- málunum yfirleitt. Finska stjórnin gerði alt, sem hún gat til að efla tungu þjóðar sinnar, líkamsment hennar og verklega menningu, og til að skapa fé- lagslegan þroska lijá þjóðinni, þó án þvingunarráðstafana. (Þær eyðileggja félagsþrosk- ann). Hún bætti kjör kennar- anna af fremsta megni og reyndi á allan hátt að gera þeim fært að vinna störf sin þannig að þau bærli tilætlaðan árangur. T. d. stytti hún vikulegan vinnutíma kennaranna, 1. janúar 1936, um tvær stundir á viku og fjölgaði kennurum að sama skapi. Auk þess voru launakjör þeirra stór- um bætt, svo að þau urðu betri en víða annarstaðar. Finsk stjórnarvöld tóku þar ekki tillit til neinna flokkshagsmuna, heldur skildu þau, réttilega, hvers virði kennarastéttin var fyrir þjóðfélagið. Þeim var ljóst hvaða skaði það var fyrir þjóð- menninguna, að svelta kennar- ana og gera þá með því, að meira og minna leyti, óstarfliæfa í þágu þjóðarinnar. Árangurinn, af þessum rétta slcilningi finsku stjórnarinnar, oghinu góða starfi finskra kenn- ara, er nú að koma í ljós. Finska þjóðin lenti í styrjöld við þjóð, sem er 55 sinnum fjölmennari. Þrátt fyrir það hefir finska þjóðin nú varist ofureflinu í 15 vikur*) með þeirri dæmafau hreysti og samstarfsþreki, sem mun verða uppi á meðarr sagan er skráð og lesin. (Pólverjar vörðust að eins 15 daga). Hvers- vegna hafa Finnar varist me® þessum ágætum? Það var af því* að finska þjóðin átti. nægan menningarþrosba til að sfcmdsj sameinuð á hættunnar sfuudl Það var af þvi að finsk stjórnar— völd sáu i tima, hvers virði sterik þjóðmenning er, og að þernt var ljóst að fyrsta skilyrðið tfl aJS efla hana er það, að kennaxarurr húi við þau lifskjör, sem gersi þeim mögulegl að ala upp fé- lagslega þroskaða og samhenfca þjóð. Finnar sáu, að fénu, seia til þess fór, var ekki kastað á glæ. Þess vegna hefir nú finsfct þjóðin barist æðrUlaus fyrír Bfi sínu, sameinuð sem einn maðor á hættunnar stund. FramhL, *) Þetta er ritað 12. mars, áff~ ur en friður var saminn. - HcÆ-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.