Vísir - 01.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 01.04.1940, Blaðsíða 1
v-----—-----— Ritstjóri: !?KRISTJAN GUÐLAUGSSON. Riiitst jórnarskrif stof ur: Félagsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 1. apríl 1940. 74. tbl. Bretar óttast að afskifti Vatikanríkisins á Balkan- skaga verði Þjóðverjum og ítölum í hagL EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — Lontíon, í morgun. 0E.V 1 i 01IIfl 1 il U l| 11 ll IIfl Fulltrúi Vatikanríkisins í London, William God- mjjj fjnflfflfQ frey,hefirsentVatikamíkinuskýrslu,þarsem I UuU IIIHJ. IIIIOillQ skýrt er frá því, að breska stjórnin hafi á- hyggjur út af starfsemi Vatikansins á Balkanskaga. Breska stjórnin mun vera þeirrar skoðunar, að hér sé um pólitíska starfsemi að ræða í þágu ítalíu, og þar af leiðandi verði Þýskalandi einnig hagur að, vegna sam- vinnu þeirrar, sem er milli Þjóðverja og ítala. Sérfræðingar vatikanríkisins undirbúa svar við skýrslunni og verður svarið sent bresku stjórninhi til athugunar. 1 svari þessu mun vera lögð áhersla á, að öll starfsemi Vatikansins sé trúarbragðaleg, og að barátta páf aríkisins á Balkanskaga hafi staðið minst tvær aldir, og sé markmið hennar að vinna að því að þjóðimar í suðausturhluta Evrópu f ylki sér undir merki rómversk- kaþólskrar kirkju. Frakkar búast við sjó- orustu í nánd við Noreg bráðlega. 1 þýskum og frönskum blöð- um er nú afarmikið rætt um það, að Bandamenn ætli að herða hafnbannið gegn Þýska- landi, með strangara siglinga- eftirliti við strendur Noregs og Danmerkur. Er Iitið svo á, að yfirherráð Bandamanna hafi tekið mikilvægar ákvarðanir i þessu efni á seinasta fundi sin- um i London. Frönsk blöð búast við þvi, að bráðlega verði mikil sjóorusta háð á siglingaleiðum við Noreg eða Banmörku. Það er aðallega flutnlngur á málmgrjóti frá Svi- þjóð (um Noreg) til Þýskalands, sem Bandamenn vilja hindra. NRP—FB. Allir norskir sjómenn fá sérstakan björgimar- klæSnaí. Með konunglegri tilskipun, út- gefinni i Noregi, hefir verið á- kveðið að allir norskir sjómenn, sem ferðast um hættusvæðin, skuli hafa sérstakan björgunar- klæðnað, og hefir siglingamála- stjórninni verið falið að annast framkvæmdir. Tilskipunin gengur í gildi eftir 4 vikur. — NRP—FB. Krafa Rússa um hafn- ir í Noregi f jarstæða, seglr Molotov. í ræðu þeirri, sem Molotov, forsætis- og utanríkismálaráð- herra Sovét-Rússlands flutti á fundi æðsta ráðs sovét-ríkjanna í Kreml, mótmælti hann því, að Norðurlönd og Finnland gerði með sér varnarbandalag. Voru ummæli hans í þessu efni mjög ákveðin og kvað hann vera hér um að ræða tilraun til þess að rjúfa samkomulagið milli Finn- lands og Rússlands, og til þess að hefna sín á Rússlandi. Molotov gerði einnig að um- íalsefni orðrömínn um, að Rúss- ar hygðust að ná á sitt vald höfnum í Norður-Noregi Sviþjóð, og kvað slika fjar- stæðu ekki þess verða, að um hana væri rætt. Molotov lýsti yfir þvi, að Rússar myndi fylgja sömu hlut- leysisstefnu og áður í styrjöld þeirri, sem nú geisaði í Evrópu. Burgos-strandið. Áhöfnin af norska skipinu Burgos, 22 menn, er komin til London. Skip, þetta var skotið í kaf við Orkneyjar fyrir skömmu. Skipverjar fengu á- gæta aðhlynningu, nýjan klæðn- að o. fl. i Bretlandi. Nokkrir skipverjar voru svo þjakaðir, að þeir eru enn í sjúkrahúsi. NRP -FB. Einkaskeyti frá United Press. K.höfn i morgun. Frá Helsingfors er simað, að verið sé að meta tjónið af völd- um styrjaldarinnar. Það er giskað á, að það muni nema a. m. k. eitt þúsund miljónum finskrá marka, og er þá ekki reiknað með verðmæti þess, sem Finnar urðu að láta af hendi við Rússa. Tjónið, sem varð í Tammerfors, er metið 10 miljónir finskra marka og i Turku (Abæ) 30—40 miljónir og finskra marka. I engri finskri borg (að Viborg undantekinni, en hana fengu Rússar) varð eins mikið tjón, af völdum loft- árása, sem i Ábæ. Flugferðir milli Oslo og Amsterdam. Daglegar farþega- og póst- flugferðir milli Oslo—Kristi- ahssand—Amsterdam byrja á morgun, 2. aþríl. Notaðar verða Douglas-flugvélar, sem rúma 17 farþega. NRP—FB. Skipakaup Banda- manna í styrjödinni Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. 1 fregnum frá Washington segir, að Bretar og Frakkar hafi keypt flutningaskip i Banda- ríkjunum, samtals 119.307 smál., frá þvi í styrjaldarbyrj- un. Hlutlausar þjóðir hafa keypt þar flutningaskip samtals 244,707 smál. Roosevelt talar vid Iilaðanienn. Roosevelt Bandaríkjaforseti talaði um árangurinn af viðræð- um Sumner Welles við stjórn- málamenn Evrópu á seinasta ttreska þingið kem- nr saiiian á morgnn Hafnbannsáform Bandamanna. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. Breska þingið kemur saman á morgun og er það fyrsti fund- ur, sem haldinn er eftir páska. Chamberlain forsætisráðherra flytur ræðu í neðri málstofunni og búast menn við, að hann birti mjög mikilvæga yfirlýsingu. Lundúnablöðin, sem út komu í morgun, spá því, að yfirlýsingin f jalli m. a. um víðtækar ráð- stafanir til þess að herða á hafnbakkinu gegn Þýskalandi, þar sem kunnugt er, að Bretar og Frakkar eru staðráðnir í að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar geti haldið áfram að flytja járnmálm frá Svíþjóð um Narvik í Norður-Noregi, og muni verða gerðar ráðstafanir til þess að hindra að Þjóðverjar geti notað norska landhelgi sem siglingaleið fyrir skip sín, er flytja ófriðarbann- vöru til Þýskalands. Daily Mail segir, að búið sé að ganga frá áætlun um að herða á hafnbanninu og komi hún til framkvæmda þegar. M. a. segir blaðið að í ráði sé að gera ráðstafanir til þess að draga úr inn- flutningi Þjóðverja á hráefnum frá Balkanlöndunum, með því að auka sem mest hráefnakaup Bandamanna í þessum löndum. ÞYSKIR HERMENN I „VÉLBYSSUHREIÐRI" A VESTURVlGSTÖDVUNUM. fundi sinum með blaðamönn- um. Sagði forsetinn, að þær upplýsingar, sem Welles hefði fengið, benti ekki til, að árang- ur næðist, þótt reynt væri að stilla til friðar nú. NRP—FB. 5000 manna verkfall í Noregi. Seinustu tilraunir til þess að" leysa með samkomulagi deil- una um kjör landbúnaðarverka- manna á Austurlandi í Noregi hafa mistekist, og hófst vinnu- stöðvun á laugardag, sem 4000 —5000 menn takaþátt í. Það eru að eins þeir, sem vinna fyrir daglaun, sem um er að ræða, ekld fastráðnir vinnumenn, sem hirða gripi o.s.frv. Orsök verk- fallsins er, að „Norsk skog- og landarbeiderforbund" hefir ekki getað fallist á tillögur, sem fram eru komnar um dýrtiðar- uppbót. NRP-FB. Hundruð bæjarbúa á skíðum í gær Skíðafólkið hefir verið hepp- ið með veður um helgina, og mun óhætt að fullyrða, að dag- urinn í gær hafi verið einhver hinn allra besti, sem komið hefir nú um langt skeið, með tilliti til færis og veðurs. Glaðasólskin hélst allan dag- inn, logn var og hiti mikill, fær- ið ágætt og fjallasýn hin ákjós- anlegasta. Bifreiðarnar skiftu tugum, bæði við Skíðaskálann i Hveradölum og við Kolviðarhól og taldi sá, er þetta ritar, um tuttugu stóra vagna framan við Skiðaskálann i einu, en þar fyr- ir utan voru smáu bifreiðarnar. Skiðaf ólkið f ór viða um, sum- ir í langa leiðangra, en aðrir héldu sig i brekkunum i ná- grenni Skíðaskálans og Kolvið- arhóls og iðkuðu æfingar. Ekki var vitað um nein slys í gær i sambandi við skíðaferðirnar. 1 K.R.-skálanum gistu 80 manns, en auk þess komu þang- að 60 menn í gærmorgun, auk 20 starfsmanna Landssímans og 30 Hafnfirðinga. 1 Ármannsskálanum gistu 44, en alls voru þar um 100 manns. Allir eru á sama máli um það, að betra veður og skiðafæri hafi ekki komið allan veturinn. Um kl. 11 s.d. á laugardag sá maður, sem býr utan við bæinn, allmikinn vígahnött, sem stefndi yfir Faxaflóa frá vestri til austurs. Var hnötturinn allstór, og birtan mitt á miíli birtu sólar Og tungls og vottaði fyrir hala, er hann sveif austur yfir. Braut hnattarins virtist mynda 10—15 gráður við lárétta línu. Það mun tiltölulega óvenju- légt, að slíkir vígahnettir sjáist hér, og væri æskilegt, .að menn þeir, sem séð hafa hnöttinn gæfu um það upplýsingar. Orðsending frá Ut- hlutunarskrifstofn Reykjavíkur. Fólk, sem þarf að fá skift hveitimiðum fyrir rúgmiða í aprilmánuði, samkv. læknis- vottorði er beðið að fá sig af- greitt nú i þessari viku. Að gefnu tilefni vill skrifstof- an taka fram, að samkv. ákvörð- un Skömtunarskrifstofu i-ikis- ins verða engin aukaleyfi veitt vegna ferminga eða þ. h. Verslanir (og brauðgerðar- hús), sem selja skömtunarvör- ur eru ámint um að senda alla reiti (rétt talda) fyrir síðasta mánlið til skrifstofunnar dag- ana 1.—5. þ. m., ásamt skýrslu um söluna. Er þeim veitt mót- taka daglega frá kl. 9—12 f. h. og 1—5 e. h. — Athygli verslana skal vakin á þvi, að afgreiðslu- tími fyrir innkaupsleyfi er frá kl. 10—12 f. h. og 1—3 e. h. daglega allan mánuðinn, nema á laugard., þá frá kl. 10—12 f. h. Slys í Sundhölíinni: r dettor aí iiá Um kl. 9 '/2 í gærmorgun skeði það slys i Sundhöllinni, að lítill drengur féll niður af háa brett- inu á steingólfið fyrir neðan og skarst mjög á höfði. Var drengurinn strax fluttur Margrét Eiríkedóttir: Píanóhljómleikar á morgun. Með línum þessum vil eg vekja athygli manna á hljóm- leik okkar fremsta kvenpíanó- leikara í Gamla Bíó á morgun. Margrét er dóttir Eiríks Hjart- arsonar raffræðings. Hún á að MARGRÉT EIRlKSDÓTTIR baki sér glæsilegan námsferil, skáraði fram úr á Tónlistar- skólanum hér í bænum, hélt sið- an hljómleika hér við góðan orðstír. Siðan stundaði hún framhaldsnám i London og skaraði þar einnig fram úr. A siðastl. vori vann hún 1. verð- laun i London i allsherjarkepni píanóleikara og hlaut vandaðan verðlaunagrip, svonefndan Beethovensbikar. Áður hafði hmr einnig unnið 1. verðlaun pianóleikara þar í borg og fékk þá heiðurspening úr silfri. Þessi afrek bera getu hennar og gáf- um fagurt vitni. Annar islensk- ur pianóleikari hefir einnig orð- ið þjóð sinni til sóma á svipaðan hátt, en það var Haraldur Sig- urðsson; hann vann tvisvar sinnum Mendelsohnverðlaunin i Þýskalandi á sinum tima. Ungfrúin mun spila verk eft- ir Beethoven, Brahms, Chopin, Debussy og sónötu eftir Hall- grim Helgason. Eg vil hvetja alla þá, sem góðri tónlist unna, að sleppa ekki tækifærinu til að hlýða á hinn snjalla píanó- leik ungfrúarinnar. Baldur Andrésson. á Landspítalann og var sárið saumað saman, en síðan var drengurinn fluttur heim. Var sárið djúpt, en meiðshn voi*u ekki hættuleg að öðru leyti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.