Vísir - 08.04.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1940, Blaðsíða 2
VfWft DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Friðarspillir. ÍMINN kemst ekki hjá því að svara til sakar fyrir árásir þær, sem hann hefir gert á ríkisstjórnina út af því, að heimildar hefir verið beiðst um 35% lækkun á ýmsum lög- boðnum útgjöldum, ef nauðsyn krefur. Meðal þess, sem heim- ild þessi snertir, er jarðræktar- styrkurinn. Hefir Tíminn talið, að fjármálaráðherra gengist fyrir „baráttu gegn landbúnað- inum“ með því að óska slíkrar heimildar. Fjármálaráðherra hefir hinsvegar skýrt frá því, að samkomulag væri fengið innan ríkisstjórnarinnar um þennan lið. Það er þess vegna alveg augljóst mál, að ef hér væri um illvilja að ræða, þá væru hinir ráðherrarnir lika sekir um þann illvilja. En nú vita allir, að engum illvilja er til að dreifa í þessu efni. Hér er beinlínis um að ræða öryggisráðstöfun. Enginn getur sagt hvernig tekjurnar muni reynast á næsta ári. Til heimildarinnar verður ekki gripið, nema þær reynist ónóg- ar. Fjármálaráðherra hefir lýst því, hvernig ástæður ríkissjóðs væri um þessar niundir. Hann benti á þá leið við afgreiðslu fjárlaganna, að áætla gjöldin sem allra lægst, en gefa stjórn- inni síðan heimild til hækkunar ef ástæður ríkissjóðs bötnuðu. Þessi leið var ekki farin. Gjald- liðirnir voru hækkaðir fram úr ásetlun ráðherra og þess vegna er lækkunarheimildin fram komin. Til þess að allir geti séð hversu gersamlega órökstuddar árásir Tímans eru að þvi er snertir heimildina til lækkunar á jarðræktarstyrknum og öðr- um skyldum framkvæmdum landbúnaðarins þykir rétt að rifja upp kafla úr bréfi Búnað- arfélags íslands til fjármála- ráðuneytisins, skrifuðu 20. jan- úar síðastliðinn. Þar segir með- al annars svo: „Hinsvegar má gera ráð fyrir, að mikið hljóti að draga úr jarðabótafram- kvæmdum á þessu ári. Nýjar byggingar verða litlar, túnrækt hlýtur mjög að dragast saman, þar sem tilbúinn áburður verð- ur sennilega af skornum skamti og auk þess í háu verði.“ Tíminn telur þessa lýsingu Búnaðarfélags Islands sennilega ekki sprottna af illvilja til land- búnaðarins, og þá fer að verða erfitt að koma þvi inn hjá mönnum, að ráðherra hafi sýnt illvilja með þvi að draga rök- réttar ályktanir af þeim upp- lýsingum, sem fyrir lágu frá þeim félagsskap, sem hefir það hlutverk að vera málssvari landbúnaðarins og stendur á verði um hagsmunamál hans. Ráðherra lýsli því yfir, þeg- ar hann Iagði fjárlögin fyrir, að þau væru borin fram á hans eig- in ábyrgð. Að því Ieyti var dá- lítið ólíku saman að jafna um þær árásir, sem Tíminn gerði þá og þær, sem hann gerði nú. Engu að síður voru þessar á- rásir þess eðlis, að forsætisráð- lierra benti á þær í ræðu sinni á blaðamannahátíðinni, sem dæmi þess, hvernig blaðaskrif gætu spilt fyrir samvinnunni. Nú stendur stjórnin sameigin- lega að . lækkunarheimildinni. Árásir Tímans bitna þess vegna einnig á ráðherrum Framsókn- arflokksins. Sannast hér það sem segir í gömlu rimnaerindi: „Ekki sér hann sína menn, svo hann her þá líka.“ Forsætisráðherra tók það fram í ræðu sinni, að blöðin deildu eðlilega, þar sem um væri að ræða málefnaágreining milli þeirra flokka, sem að stjórninni standa. Þetta skilur Tíminn ekki. Þess vegna telur hann að ádeilur Vísis út af verslunarmálunum, sem ekki liefir fengist samkomulag um, séu samhærilegar við árásir sín- ar á fjármálaráðherra, út af máli, sem samkonndag er um innan ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra hefir séð það réttilega, að blaðaárásir geta orðið til að spilla samstarf- inu. Nú hefir hans eigið blað, þrátt fyrir áminningar, strák- ast upp í því að gera algerlega órétlmætar árásir á fjármála- ráðherra, út af samkomulags- málum. Það er þess vegna sýnt að Tíminn vill fyrir sitt leyti spilla þeirri samvinnu, sem for- sætisráðherra lagði svo ríka á- herslu á, að héldist. iaro oreeur ít sð laiidi. Bátur, sem saknað var, kemur fram. Björgunarskútan Sæbjörg kom hingað í gærkveldi með einn af bátum Samvinnufélags ísfirðinga, Vébjörn, í eftirdragi. Hafði öxull bátsins brotnað, er báturinn var að veiðum undan Jökli. Óhappið skeði í fyrrinótt og var veður vont, stormur og kol- svart kafald. Var Sæbjörg þó ekki lengi að finna Vébjörn, því að hann hefir talstöð og gat Sæ- björg tekið nákvæmar miðanir. Sannar þetta tilfelli enn einu sinni, hversu nauðsynlegt það er, að bátar hafi talstöðvar. * Menn voru í gær farnir að óttast um v.b. Sæborgu frá Keflavík, sem farið hafði í róð- ur á föstudagsnóttina, en ekki komið að landi. Er báturinn tal- stöðvarlaus og gat ekki tilkynt um hagi sína. Um kl. 11 kom Sæborg að. Hafði engin bilun orðið hjá bátnum, en liafði slitið lóðina um nóttina og fór þá ekki að landi, heldur beið þess að kaf- aldinu létti. Þegar veður batn- aði leituðu bátverjar að lóðinni og fundu hana um hádegi í gær. Bifreiðarslp. Það slys vildi til í fyrradag að Jóhannes Halldórsson hús- gagnasmiður hjá Hjálmari Þor- steinssyni & Co., varð fyrir bif- reið og meiddist nokkuð. Jóhannes hefir Unnið að und- anförnu í Háskólanum og var á leið til vinnu sinnar. Beygði hann niður Kirkjugarðsstíg, en bifreið kom sunnan Suðurgötu og varð Jóhannes fyrir lienni er hann beygði fyrir hom Kirkju- garðsins. Ók bifreiðin yfir Iiann og varð hann fyrir nokkurum meiðslum. Brotnuðu þannig úr honum þrjár tennur, en auk þess meiddist hann á fæti. Var hann fluttur á Landakots- spítala, og var líðan hans sæmi- leg í morgun. Jóhannes Nordal níræðnr í dag:. Eg var staddur lieima lijá Jó- hannesi Nordal einhverntíma i vetur, skömmu eftir áramótin. Hann var að segja mér ágæta dýrasögu, sem nú hefir verið birt í „DýraverndaranUm“. Alt í einu er drepið á dyr og inn kemur ungur sveinn, liægur og stiltur, heilsar kurteislega. Mér verður litið á sveininn, tek eink- um eftir augunum. Þau er stór og gáfuleg. Eg þykist vita, að þetta muni sonur dr. Sigurðar Nordals. Hann hrosir fagurlega til afa síns, tekur blað, sem á borðinu liggur, sest og fer að lesa, mælir ekki orð frá vörum. Við höldum áfram með söguna. Eftir litla stund rís drengurinn á fætur, leggur blaðið á sinn stað, horfir á afa sinn og brosir, liverfur hljóðlega út úr stof- unni. — Þetta er Jón litli, segir öld- ungurinn, þegar drengurinn er farinn. Jóhannes er eldri og kominn í skóla. Hann er vist orðinn hærri en eg, stúfurinn! — Mér finst ástúð og ylur í rödd- inni. — Það er gaman fyrir þig, að fá svona lieimsóknir við og við, segi eg og býst til farar. — Já, það má nú segja. Það er ekki lítils virði, þegar maður er orðinn gamall og farinn, að búa við gott atlæti. Það íéttir ellibyrðina. Eg furða mig oft á þvi, hvað allir eru mér góðir og notalegir, vandamenn og aðrir, allir sem til mín ná. Og þess vildi eg óska, að öll gamalmenni . ætti við þvíhk kjör að búa. — Eg ætla að líta inn til þín fyrstu dagana í apríl — með þínu leyfi auðvitað — og skrafa . svolítið við þig í tómi, áður en þú léttir þér yfir næstu leiðar- mörkin — yfir á tíræðisaldur- inn. Mig langar til að þú segir mér eitthvað frá því, þegar þú varst að alast upp i Norðurár- dalnum. — Eg man ekkert frá þeim ár- um, blessaður vertu! Og svo ertu líka vís til, að setja það á prent, ef eg fer eitthvað að rugla. En þér er svo sem ekki of gott að „hlaupa apríl“ hérna upp i holtið, ef þig langar til þess! ! JÖHANNES NORDAL. eg fram undir tvítugt, er eg fór alfarinn að lieiman. Hygg eg mála sannast, að liún háfi verið mikil mætiskona, gáfuð og veg- lynd, mátti ekki aumt sjá, stjórnsöm og þrekmikil, stað- föst í mótlæti, mikil búkona. — Foreldrar mínir áttu gagn- samt bú, en ekki stórt, og þótti vænleikur búfénaðarins skifta meira máli en hÖfðatalá. —- Stundum var þröngt í búi í Kirkjubæ, einkum er út á leið. Og þess minnist eg enn, að eilt vorið, fullan mánaðartíma, var ekki önnur matbjörg til á heim- ilinu, en fjallagrös og „dropinn úr kúnum“ Fengum við krakk- arnir sína mörkina hvert af spenvolgri nýmjólk og grasa- graut að vild. Mundi sá kostur ekki þykja merkilegur nú á dög- um. En ekki bar á öðru, en að okkur blessaðist þessi óbrotna fæða. Og víst er um það, að liold- um héldum við nokkurn veginn og fullri heilsu. — Foreldrar mínir voru leigu- liðar á Kirkjubæ, en eigandi jarðarinnar mun verið hafa Ingvar í Sólheimum Þorsteins- son. Eftirgjaldið var 10 sauðir veturgamlir (gemlingar) og þótti mikið. Voru þeir reknir heim til landsdrottins að vorinu, oflast um eða laust fyrir kross- messu. — Eitt harða vorið (lík- lega 1866) var talinn hestís á Blöndu víðast Iivar um það leyti sem geldingarnir vöru reknir fram eftir. heldur ólíklegt, að dalbúum liafi fjölgað siðan. — Heyrðu, gamli vinur! Segðu mér eitthvað um sjálfan þig, helst frá æskudögunum. — Það væri nú svo sem vel- komið. En gallinn er bara þessi, að frá litlu er að segja. Æsku- dagarnir liðu tilbreytingarlaust, eins og gengur og gerist, ekkert markvert, ekkert sögulegt. Eg átli góða foreldra. En pabbi Iagðist á sjúkrabeð, er hann var um ferlugt og tók eklci á heilum sér eflir það. Þá kom til kasta móður minnar. Hún varð að bera liita og þunga dagsins og gerði það líka með heiðri og sóma. Kvartaði ekki, lá ekki á liði sínU, barðist eins og lietja, óx með örðugleikunum. Eg kom til Jóhannesar Nor- dals núna fyrir helgina og tal- aði við liann um stund. Margt rifjaðist upp, er eftir var leitað — svo margt, að þess er enginn kostur, að segja frá því öllu að sinni. — Eg er fæddur að Kirkjubæ í Norðurárdal í Húnavatnssýslu fyrir 90 árum, 8. apríl 1850. Þar bjuggu þá foreldrar minir, Guð- mundur Ólafsson og Margrét Jónsdóttir. Þau áttu mörg börn. Faðir minn andaðist vorið 1859, rúmlega hálf-fimtugur að aldri, og hafði verið farlama síðustu árin. Eftir lát hans bjó móðir mín enn um sinn á Kirkjubæ, liklega ein tíu ár, og mun Ól- lafur bróðir minn hafa verið fyrir búinu með henni. Hann var sjö eða átta árUm eldri en eg, þroskaðist snemma og gerð- ist hinn vaskasti maður, vík- ingur til allra verka. Fór síðar lil Vesturheims og er nú dáinn fyrir mörgum órum. Eg á ekki margar minningar um föður minn, enda var eg barn að aldri, er hann féll í valinn. En það heyi'ði eg kunnuga menn.segja, að hann liefði verið hið besta að sér ger, góður bóndi, glaður í Iund og vinsæll, ágætur söng- maður, hverjum manni gest- risnari. — Eg man betur móður mina en föður, svo sem lildegt má þykja, því að hjá henni var ! — Þig langar til að vita eitt- hvað um bændur í Norðurárdal, fólksf jölda og annað þess liáttar. i Það er nú hvorttveggja, að margt frá þeim árum er máð og gleymt og eins hitt, að fæstir mundu verða neinu nær, þó að eg færi að rif ja upp fvrir þér og öðrum nöfn einstakra manna, sem dánir eru fyrir löngu og hvergi hafa við sögu lcomið, ut- an heimilis eða bygðarlags. Norðdælingar minnar tiðar voru kyrlátir menn og iðjusamir, flestir að minsta kosti, bösluðu fyrir sér og sínum, hlutuðust lítt um annara hagi og undu við sitt. Og gröfin tók við þeim og gleymskan að dagsverki loknu. Það fýkur býsna fljótt í sporin okkar flestra. Fólk- ið var nokkuð margt þessi árin. Unglingarnir sátu heima hjá foreldrunum, uns þeir réð- Ust í vinnumensku eða komust yfir jarðnæði og fóru að hokra. Þá var ekki í annað hús að venda, engar Ameríkuferðir, engin paradís við sjóinn. Eg held mér sé óliætt að fullyrða, að um og laust eftir 1860 hafi að jafnaði verið 55—60 manns í Norðurárdal, að Hvammshlíð meðtalinn. En þú sagðir mér á dögunum, að um aldamótin mund ekki hafa verið yfir 30 sálir i öllum dalnum. Það er mikil fækkun. Og mér þylcir — Eins og þú veist, hagar þannig til á Kirkjubæ, að beiti- Iandið er mestinegnis sunnan Norðurár. Merkin eru beint á móti bænum, í Múrgili svo nefndu. Þaðan á Kirkjubær land að Gálgagili, er skilur Láeki óg Gulltungur. Er þá komið langt fram í afrétt. Nú var þáð svo að fara þurfti yfir ána dáglega og stundum oft á dag, því að kúm og hestum var haldið til beitar þeim megin. Norðurá er að jafn- aði vatnslítil og væð stálpuðum krökkum. En öllu þessu sulli fylgdi mikil vosbúð. Faðir minn tók það ráð, að leggja Iaus tré : yfir ána að vorinu, þar sem hún var einna mjóst og dýpst. | Voru trén dregin af ánrii á haustin og átti þetta að vera göngubrú að sumarlagi. Hún , var nokkuð mjó. Fyrstu kynni mín af brúnni munu hafa verið þau, að faðir minn leiddi mig niður að ánni og sagði, að nú væri best að eg „tæki prófið“. Eg hlýt að hafa verið mjög ung- ur, er þetta gerðist. Og er við komum að brúnni, dregur hann snærishönk úr vasa sinum og sveiflar um mig öðrum endan- um, bindur handleggina fast að síðum. Eftir það segir hann mér að ganga brúna, en heldur á snærishönkinni og gefur eftir að þörfum. Legg eg nú af stað | og gengur vel í fyi-stu. En þegar eg er kominn miðja vega, missi eg alt í einu jafnvægið og steyp- ist í liylinn, fer á kolsvarta kaf! Faðir minn kippir í taugina og ’ samslundis er eg kominn á þurt land. Þetta var „prófið“. Eg mun hafa lokið þvi með lofi í annari eða þriðju tilraun. — Kirkjubæjarsel er á utan- verðum Hvammshlíðardal, vest- an ár, gegnt Hvammshlíð. Heit- ir þar Barð, er selið stóð, en þá Lækir fram að Gálgagili. For- eldrar mínir höfðu í seli og gætti eg ánna nokkur stimur. Tók við því embætli kornungur. Hvammshliðardalur er mikil fannakista. En þar lcemur jörðin græn og þíð undan gaddi og snjó á vorin. Þar er ágætt sauð- Iand og þó einkum á Lækjun- um. I kvíum voru oftast nær 90—100 ær og „flæddu mjólk- inni“. Margt var af geldfé og stóði á Hvammshlíðardal, eink- um að vestan verðu. Eg reyndi að slugga við því dóti. En stóðið kom jafnliarðan, spilti högun- um, fór eins og lok yfir akur. — Það mun liafa verið sum- arið 1858, sem Arnór sýslumað- ur Árnason á Ytri-Ey fékk lán- að engi á Efra-Skúfi. Ráðsmað- ur sýslumanns, Hjalti Tliorberg, síðar bóndi á Gunnsteinsstöðum, flutti heyið niður að Ey á all- mörgum hestum. Það er langur heybandsvegur. Einn daginn, sem bundið var, þurfti að lagæ á hesti, þegar komið var á eyrina fyrir auslan og neðan Kirkjubæ. Eg var staddur niður við ána með fleiri krökkum. Vorum að huga að silungum, er við þótt- umst hafa séð þar í djúpri kvörn við holbakka. Hjalti kallar nú til míri og spyr, hvort eg muni geta staðið undir hjá sér. — Staðið undir! Já, eg held nú það l Hleyp til hans í sprelti, set haus og herðar undir sátuna, kikna ekki í knjáliðunum. — Þú ert furðu stinnur, segir Hjalli þegar búið er, þó að ekki sértu hár í loftinu. Fer síðan í vasa sinn og réttir mér 16 skildinga, segir a5 eg megi eiga þá, því að verður sé verkamaðurinn launanna. Eg þakkaði fyrir mig, hljóp heim og sýndi mömmu. Eg var alt í einu orðinn peningamaður! Þetta voru fyrstu skildingamir, sem eg eignaðist. — Eg fór að heiman vorið 1869 og var tvö næstu árin hjá Ólafi Jónssyni frá Helgavatnr, veitingamanni í Víðvík á Skaga- strönd. Þá áraði illa. Fyrra sum- arið mitf í Viðvik lá hafis fyrir Norðurlandi fram um höfúðdág eða lengur. Þá vár örðug afkoma og víða skortur í búi, slæm pen- íngshöld, vandræði í öllum átt- um. Um þessar mundír fór aít mitt fólk frá Kirkjubæ, systkin- ín i ýmsar áttir og síðar mörg til Vesturheims. —• Éri sjálfur fór eg að Eyjólf sstöðum í Vatns- dal, að loknum ráðningartíma hjá Ólafi veitingamanni. Og þar var eg æ síðan, uns eg fluttist vestúr um haf. — Þá er eg var kominn að Eyjólfsstöðum hafði eg mikinn hug á þvi, að reyna ýmsar verk- legar nýungar, sem eg hafði heyrt talað um og þótlu gefast vel. Eitt var það, að eg fór að slóða-draga túnið. Þótti það ný- Iunda þar í sveit og var margt um rætt í fyrstu. Jónas bróðir minni, og þáekkisíðurhinmikil- hæfa og ágæta kona hans, Stein- unn Steinsdóttir, tóku þessu vel. En kerling ein var þar á heim- ilinu, er lét sér fátt um finnast. Eg beitti hesti fyrir slóðann og gætti þess, að skifta um eftir þörfum. — Kerling kvaðst ekld hafa lieyrt þess getið, að hestar væri skapaðir til þvílíkra verka. — Eg fór í liaustleitir é Grímstunguheiði flest árin, sem eg var á Eyjólfsstöðum. En ekki man eg neitt frásagnarvert úr þeim ferðum, utan það, að einu sinni hreptum við grenjandi norðanhríð á Sandi. Fóru þá margir villir vegar og liröktust sumir Iangar leiðir, en aðrir létu fyrir berast um nóttina, þar sem þeir voru komnir, er sortinn skall yfir. Við hóuðum okkur saman, fjórir Valnsdælingar, er staddir vorum á miðjum Sandi í hríðarbyrjun, og vildum freista þess, að ná í tjaldstað En svo var hríðin svört, að bráðlega urðum við áttaviltir og greindi mjög á um stefnu, eins og oft vill verða, er menn villast. Eg reið gráum hesti viljugum, miklum þrek- vargi, öruggum í hverri raun og vegvísum, þaulreyndum gangna- Iiesti. Kveðst eg nú munu láta Gnána minn ráða ferðinni.þvíað eg treysti honum betur en okk- ur. — En þið ráðið ykkar tiltekt- um, piltar. Gef eg nú hestinum lausan tauminn og tekur hann þegar stefnU, sem enginn okkar taldi rétta. Farnaðist okkur vel og náðum í tjaldstað heilu og liöldnu. — Áður en verslun hófst á Blönduósi, liöfðu Vatnsdæling- ar viðskifti sín í Höfðakaupstað og þangað ráku þeir fé sitt til slátrunar á haustin. Það er lang- ur vegur og yfir mörg vatnsföll að sækja. Er Blanda þeirra mest

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.