Vísir - 09.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 09.04.1940, Blaðsíða 1
Ritstjórli Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. haeö). 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 9. apríl 1940. Ritstjóri ] Blaðamenn Siml: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 llnur Afgrelðsla $1. tbl. NOREGUR í STYRJÖLD VIÐ SKALAND Þýskt herlið ræðst inn í Noreg og Ðanmörku. Þýskt herlið mett á land í Bergren ©§: Þrándheimi. hiOftá.váM g-crð á Kristiansancl. — Norska stjornin flntt frá Oslo. — Danir liafa eng*a mótspyrnu veitt gegn Þjóðverjum. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London, í morgun. Það var staðfest í gærkveldi, að Noregur ætti í styrjöld við Þýskaland. Og í morgun snemma var staðf est, að þýskur her hef ði ráðist inn í Danmörku og Noreg. Þar með er seinasta vonin um það wti, að kom- ist verði hjá að Norðurlönd verði orustuvöllur. Koht, norski utanríkismálajfáðherrann lýsti yf ir því í gærkveldi, að skotið hefði verið af f allbyssum strandvarnavirkja á þýsk herskip í Oslofirði, og væri Noregur kominn í stríð við Þýskaland. Áður höfðu borist fregnir um, að þýsk herskip f jölda mörg hefði sést í Kattegat, en vafasamt þótti, að þessar fregnir hef ði við rök að styðjast, þar til fregn barst um það, að þýsku herflutn- ingaskipi hef ði verið sökt við strendur Noregs, skamt f rá Kristianssand. Var það skipið Rio de Janeiro og er talið, að á því hafi verið um 500 manna lið. Breskur kafbátur sökti skipinu og fórust fjölda margir af því, sennilega 150—200 manns, en áreiðanlegar fregnir eruenn ekki fyrir hendi um hversu margir hafi farist. Enn- fremur var sökt flutningaskipunum Kreta og Poseidon. — I morgun snemma bárust fregnir um, að Þjóðverj- ar hef ði sent herlið yfir landamæri J)anmerkur og sett lið á land í Norður-Jótlandi. Þýska stjórnin tilkynti, sað Þýskaland gerði þetta vegna tundurduflalagninga Breta sem væri f jandsamleg athöfn gagnvart Norður^ "iöndum, og tæki Þýskaland þau því undir vernd sína. Það ér talið afleiðing þess, að Bretar lögðu tundur- duflum við Noreg í gær á þremur stöðum, til þess að hindra siglingar Þjóðverja meðfram Noregsströndum. Tundurduflun- «m var sumstaðar a. m. k. lagt í norskri landhelgi. Nyrsta tundurduf Iasvæðið, sem er stærst, lokar alveg fyrir minni Vest- fjorden, en innarlega við hann er Narvik, en þaðan er sænska málmgrjótið flutt. Hafa a. m k. sjö þýsk flutningaskip króast þarna inni og mörg önnur sunnar. Annáð svæðið er undan Stat- land, sem er vestlægasti hluti Noregs, og það þriðja er syðst, undan Krístianssand. Bresk herskip eru á sveimi um hafið vestan við Noreg og sunnar. 1 breskum blöðum í morgun kemur það fram, að Bretar harma það ekki, ef þýski flotinn er kominn á kreik, og er breski flotinn viðbúinn að taka á móti honum. Fregn frá Stokkhólmi í morgun hermir, að breska sendisveitin þar staðfesti, að Þjóðverjar hafi vaðið með her manns inn í Danmörku að sunnanverðu og einnig sett lið á land í Norður-Jótlandi. London, kl. 8,05. I nýrri fregn frá Stokkhólmi segir, að breska sendi- sveitin staðfesti, að danska herliðið á landamærunum hafi hörfað undan fyrir hersveitum Þjóðverja, þegar þær fóru yfir landamærin. Sendisveitin staðfestir einnig, að Bretum hafi tekst að sökkva stóru herflutningaskipi þýsku (sbr. hér að ofan). Það er enn ekki kunnugt hvort Bretar hafa grip- ið til nokkurra ráðstafana til þess að hindra landsetn- ingu þýsks herliðs í Danmörku og Noregi. London, kl. 8.46. Fregn frá Stokkhólmi hermir, að norskar loftskeyta- stöðvar tilkynni, að þýskar hersveitir hafi verið settar á land á suðurströnd Noregs. London, kl. 8.46. Utanríkismálaráðuneytið í Washington tilkynnir, að sendiherra Bandaríkjanna í Osló, frú J. Borden Harri- man, haf i símað, að utanríkismálaráðherra Noregs haf i tilkynt, að Norðmenn hafi skotið af fallbyssum strand- virkja við Oslof jörðinn á f jögur þýsk herskip, sem sigldu inn fjörðinn, og að Noregur eigi nú í stríði við Þýskaland. tJtwariisfregiiir frá UJew íorlí Iieriiaa, að Norðmeiui hafi form- lega æskt fiess við ríkisstjórnir Itreta ogr Frakka, að þeir veiti IVoregri alla þá hjálp, sem fiaii ríki geta í té látið. I öðrum skeytum, frá London segir svo: Fregn frá Stokkhólmi herm- ir, eftir norskum loftskeyta- stöðvum, að þýskt herlið hafi verið sett á land í Bergen og Þrándheimi. önnur fregn frá Stokkhólmi hermir, að Þjóðverjar hafi sett herlið á land í járnbrautarstöð- inni dönsku í Kaupm.höfn, þar sem ferjusamgöngurnar fara fram yfir sundið til Málmeyjar í Svíþjóð. — Fregnin er frá Skánska dagbladet. I enn einni fregn frá Stokk- hólmi segir, að þýskar flugvél- ar hafi gert loftárás á Kristians- sand í Suður-Noregi. Ibúarnir frá Kristianssand flýja borgina. 1 strandvirkjum í Oscarsberg hefir verið skotið á þýsk her- skip, sem reyndu að setja her- lið á land. Norska ríkisstjórnin hefir flutt aðsetur sitt frá Oslo til Hamars. Hernaðarleg aðstoð Breta og Frakka Norðmönnum til handa. Var innrás Þjóðvepja ákveðin áðup en tandupdnflanum vap lagt? Ríkisstjórnir Bretlands og Frakklands hafa tilkynt, að ráð- stafanir hafi verið gerðar til þess að veita Noregi sjóhernaðar- lega og landhernaðarlega aðstoð, vegna innrásar Þjóðverja. Breska stjórnin kom saman á fund í morgun snemma og aftur á hádegi. Yfirmenn landvarna Breta voru á fundinum Að fyrri fundinum loknum ræddi Halifax lávarður við norska sendiherr- ann og sendiherra Frakklands. Tilkynt hefir verið, að Bretar og Frakkar muni veita Noregi alla þá hjálp sem þeir mega og því er algerlega hafnað, sem Þjóðverjar halda fram að það geti rétt- lætt innrás þeirra í Noreg og Danmörku, að tundurduflum var lagt við Noreg. Því er haldið fram, að ákvörðunin um að ráðast inn í þessi lönd hafi verið tekin áður en tundurduflunum var lagt, og því til sönnunar er m. a. bent á, að þýska herflutninga- skipið, sem Brétar söktu í gær, hafi verið lagt af stað frá Þýska- landi áður en tundurduflunum var lagt í dögun í gærmorgun. Chamberlaih forsætisráðherrá flýtur ræðu í neðri málstofunni í dag og gerir grein fyrir því, sem gerst hefir. KRISTJÁN X. HÁKON VII. r" Oslo, • FB, Bretaí óg Frakkar hafa lagt tundurduflum á þremur svæð- um við Noreg, í mynni Vest- f jorden, við Stadtland og Bud. 1 tilkynningu Bandamanna til Noregs segir, að þeir hafi á- kveðið að koma í veg fyrir, að Þjóðverjar geti áfram notað norska landhelgi sem siglinga- leið. Þess vegna hafi tundur- duflunum verið lagt, svo að ekki verði framar um frjálsa umferð að ræða í norskri land- helgi fyrir skip, sem flytja ó- friðarbannvöru. Þetta er rök- stutt með því, að Þjóðvérjar hafi ekki farið að alþjóðalögum í sjóhernaði sínum. Norska stjórnin og utanríkis- málanefnd Stórþingsins kom* saman á fund í gær og vár á- kveðið að senda bresku stjórn- inni ákveðin, mótmæli. F6r norski sendiherrann á fund Halifax lávarðs í gærkveldi þessara erinda. ¦ r : í orðsendingu norsktt stjórn'í arinnar segir, að þár sem breska og franska stjómin hafi núhaf- ist handa um að hefta aðflutn- inga til Þýskalands með því að leggja tundurduflum við Noreg, verði norska stjórnin að leiða athygli bresku stjórnarinnar að því, að 11. mars í ár hafi hún skrifað undir samkomulag þess efnis, að norskar afurðir, þar á meðal afurðir* sew telja^ínætti ófri06¥bftn.nYSJffl, væri seldar og sendar héðan (þ. e. frá Noregi), og hafi því verið enh minnl á- stæða en ella að grípa til þess að beita valdi til þess að stöðva þessa flutninga. Norska stjórn- m getur þvi ekki á nokkurn hátt viðurkent, segir í orðsending- unni, að ófriðarþjóðirnar leggi tundurduflum í norskri land- helgi eða við Noreg, og verður því að kref jast þess, að tundur- duflin verði fjarlægð þegar í stað og að herskip þau, sem eru á verði við tundurduflasvæðin, verði kvödd á brott. Norska stjórnin áskilur sér rétt til þess að hef jast handa um viðeigandi framkvæmdir sem slíkt hlut- leysisbrot og hér er um að ræða, gefur tilefni til. Svíar hervæðast. Sænska stjórnin hefir lýst yfir því, að hun muni grípa tH víð- tækra ráðstafana til þess að verjast innrás. Hefir ríkisstjórnin til athugunar að fyrirskipa almenna hervæðingu og éf til vill er hún þegar byrjuð. ÞJÓÐVERJAR HAFA VAÐH) YFIR ALLA PANMÖRKU. Eftir ýmsum útvarpsfregnum að dæma hafa Þjoðverjáif vaðið yfir meginhluta Danmerkur. 1 London er því haldið fram, að innrásin hafi verið gerð samkvæmt áætlun, sem Þjóðverjar hafi undirbúið fyrir mörgum árum. BRETAR EFAST UM, AD SUMAR FREGMRNAR FRÁ NOR- EGI SÉU RETTAR. Bretar efast um, að réttar séu fregnirnar um, að Þjóðyerjar hafi sett herliðá land í Bergen og Narvik, þar sem vitáðsé að bresk herskip voru þar á næstu grösum. Hefir komið fram gruh- ur um, að Þjóðverjar hafi haft áhrif á útsendingar útvarpsstöðv- arinnar í Osló, eða náð henni á sitt vald, og sé útvarpað fregnum til þess að hafa áhrif á norsku þjóðina. Hinsvegar er það kunn- ugt, að landvarnir Norðmanna voru yeikar, og ekki harðrar mót- spyrnu að vænta. Hervæðing haf ði verið ákveðin í nótt. NORDMENN NEITUDU KRÖFUM ÞJODVERJA. Áður en norska stjórnin fór frá Oslo fór sendiherra Þýska- lands á fund Koht utanríkismálaráðherra og fór fram á, að Norð- menn veitti Þjóðverjum enga mótsþyrnú, þar sem þeir hefði sent herlið til Noregs til þess að koma í veg fyrir a^ Bandamenn tæki Noreg. Koht svaraðiþví, að Norðmenn trýði því ekki, að Bandamenn hefði nein slík áform í huga. Sagði sendiherrann, að Þjóðverjar hefði sent herafla til Noregs landinu til verndar. Koht hafnaði kröfum sendiherrans. Ákvarðanir voru teknar í nótt um brottflutning íbúanna frá Oslo. — Annars eru fregnir frá Osló óljósar sem fýrr segir og hyggilegast, að bíða áreiðanlegra fregna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.