Vísir - 09.04.1940, Page 2

Vísir - 09.04.1940, Page 2
VISIR VÍSIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: ICristján Guölaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar J6 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. FélagsprcntsmiSjan h/f. Hvað skeður? AÖÐRUM stað í blaðinu er skýrt frá atburðum þeim, sem nú gerast á Norðurlöndum, eftir því sem næst hefir verið komist, samkv. hinum ýmsu fréttam. Það fór bér sem oft- ar, að hienu Vilja ekki fyr en í síðustu Iög trúa, þegar liinir alvárlégustii átburðir eru á seyði. Það'héfi’r legið í loftinu síðustu dagána, áð alvarleg hætta vofði yfir Norðurlönd- unum. Raunar má segja, að öll- ura hafi verið sú hætta ljós, alt frá því styrjöldin hófst, en að síðustú dagana hafi hættan færst yfir og orðið að ógnandi þrumuskýi. Nú liggur þetta fyrir sem blákaldur veruleiki. Smáþjóðirnar á Norðurlönd- um, sem hafa þráð það eitt, að fá að vera fyrir utan styrjöld- ina, geta ekki lengur við neilt ráðið. Enginn veit, nema á þess- ari stundu geti verið gert út um forlög þessara nánu frænd- þjóða okkar, ekki aðeins um stundarsakir, lieldur um langa óyfirsjáanlega framtíð. Þess vegna erum við snortin af at- burðum líðandi stundar meira en nolckru öðru, sem gerst hcf- ir síðan styrjöldin hófst. Og ekki aðeins þess vegua. Nú sjáum við, að veggur ná- ungans brennur. Við vitum, að þegar svo er, er okkar eigin húsi hætt. Það er ekki tíma- bært að fara með neinar spár og ekki heldur hrakspár En það má öílum ljóst vera, að þeir atburðir, sem nú gerast á næstu grösum, hljóta að hafa mikla þýðingu fyrir okkur. Við vitum það, að Norðurlöndin hafa gert alt, sem hugsanlegt var, til að lialda hlutleysi sínu Við sjáum hvemig farið hefir. Hlutleysi smáþjóðanna er að- eins óskert látið, meðan hern- aðarþjóðirnar telja sig geta lát- ið það óskért, vegna eigin ör- yggis; Um leið og þeirra eigin lífsnauðsyn krefst, er. hlutleys- ið elcki lengur til sem friðhelg- ur réttur neinnar þjóðar. Við íslendingar getum ekki um það sagt, hvaða augum herveldin líta á okkur. En við skulum var- lega tréysta því, eins og nú er komið, að okkúr sé það full- I komið öryggi, að vera smærri en þeir smáu. Þótt við Íslendíngar séum af skektir og fjarri alfaraleiðum, þá skulum við ekki gleyma þvi, að skógarbrunar eða sinueldar fylgja engum vörðum. Þegar allur umheimurinn er eilt bál, geta neistarnir fokið til fjar- lægustu staða, áður en varir. Þess vegna er okkur það um- fram alt nauðsynlegt að vera við öllu búnir. Atburðirnir á Norðurlöndum hafa gerst með þeim hraða, að við fylgjumst varia með, þótt við höfum viíað, að þetta gat skollið yfir hvenær sem var. Þetta skulum við festa okkur í huga. Mestu þjóðir heimsins berjast fyrir tilveru sinni. Á slíkum tímum gerast viðburð- irnir í einni svipan. Um undir- búninginn vitum við ekkert. Við skulum ekki láta okkur annað til hugar koma en að báðir ófriðaraðiljar séu við- búnir því, sem nú gerist á Norðurlöndum. Taflið heldur áfram. Enginn veit um næsta leik, nema sá, sem við taflborð- ið situr. Það er ekki eim^ngis samúð- in með frændþjóðum okkar, sem fyllir liugina í dag. Það er engu síður umhugsunin ura okltar eigin framtíð. Við ráð- um ekki við það, sem geia.t kann, fremur en jarðskja fta, hafís eða Kötlugos. Heimsvið- burðirnir ganga yfir okkur ó- viðráðanlegir, eins og sjálf náttúruöflin. Við skulum bráasl við því versta, vona hið góða, lalca því sem að höndum ber með allri þeirri festu og kar'- mensku, sem við höfum yfir að ráða. Þótt að syrti í bili, skai- um við aldrei glata voninni um bjarta, friðsainlega framtíð fyr ir okkar eigin umkomulitlu þjóð og mannkyn alt. Hvað skeður? er sú spurn- ing, sem nú liggur á allra vör- um. Við getum ekki svarað henni. En við skulum leggjast á eitt um það, að laka viðburð- unum eins og mönnum sæm- ir — livað sem skeður. a Samsöngur Karlakórsins Fóstbræður. Karlakórinn Fóstbræður hélt fyrsta samsöng sinn á vetrinum i Gamla Bíó í gærkveldi, undir stjórn Jóns Halklórssonar. — Skyldi söngskemtunin byrja kl. 7,15, og voru flestir áheyrendur mættir stundvíslega, en söng- mennirnir létu bíða eftir sér þar til klukkan tæplega hálf átta. Slík óstundvísi er hvirn- leið þeim, sem bíða og ósam- boðin okkar elsta og fremsta karlakór. Á söngskránni voru 12 verk- efni, alt glæsileg karlakórslög, en öll erlend og hefir kórinn sungið nokkur þeirra á fyrri samsöngvum sínum. Gæti ekki Samband íslenskra karlalcóra haft um það forgöngu, að ís- lensk tónskáld rituðu meira fyr- ir karlakóra, svo að hér sköp- uðust nokkrar tónbókmentir á því sviði og að úr einhverju yrði að velja. Áheyrendur vilja gjarna heyra það, sem íslenskt er og sjá hverju landinn getur afrekað. Einsöngva sungu þeir Arnór Ilalldórsson, í Pher Svineherde, Daníel Þorkélsson, í De tysta sangerna, og séra Garðar Þor- steinsson, í Vitinn. Eru þetta alt gamalkunnir og margreyndir einsöngvarar, enda tókst þeim ágætlega, svo að endurtaka varð öll einsöngslögin. Söngmeðferð kórsins var með ágætum, svo að á betra verður varla kosið. Tóngæðin eru mikil, samstilling góð og tónliæfni söngmannanna örugg. Söngstjórn , Jóns Halldórs- sonar er örugg og markvís. Hönum skeikar aldrei hljóð- fall né nákvæm túlkun. Yfir öllum söng kórsins er menn- ingarbragur, sem er eins og endurskin af söngþroslca söng- stjórans. Húsið var fullskipað og við- tökur ágætar og söng kórinn að lokum sem aukalag „Drottinn, sem veittir“, eftir Sveinbjörn Sveinbj örnsson. Það er óhætt að ráða mönn- um til að sækja samsöngva Fóstbræðra, þvi að það er hvorutveggja í senn þroskandi fyrir hvern og einn, og óbland- in ánægja öllum þeim, er góðri tónlist unna. Ó. Þ. Frá Alþingi í Lýðfæðistillagsn, Leikfélag' iö og Samvinnnskélixm Tímamenn samþykkja tillögu Garðars Þorsteinsson- ar og Árna frá Múla um margfalda lækkun á fram- lagi til Samvinnuskólans. Síðustu 15—16 árin hafa Verslunarskólinn og Samvinnuskól- inn haft jafnháan styrk á f járlögum, 5000 krónur hvor. Það hefir verið ógerningur að koma Tímamönnum í skilning um að nokkurt ósamræmi væri í því, að Verslunarskólinn með sína 290—320 nemendur hefði ekki mæira en Samvinnuskólinn með sína 50—60. En nú hefir j>essi Gordions- hnútur verið höggvinn. Garðar Þorsteinsson fann ráðið, sem dugði. Það hafa hvað eftir annað verið bornar frarn tillögur um að styrkurinn færi eftir „nem- endafjölda“ í hvorum skóla. En Garðar þekti sitt heimafólk. Hann vissi það að Framsókn getur brotið öll sín prinsip, ef bara er búið nógu sniðuglega í hendurnar á þeim. Þeir geta þvert ofan í allar yfirlýsingar sínar fundið upp á því að hækka tolla, bara ef það heitir ekki lollahækkun heldur t. d. viðskiftagjald. Þannig er „Klauflaxinn“ til komin, sem orðið er fast nafn á lollalögum, sem Framsókn setti á fyrir noklcurum árum. En þvi voru þessi lög kölluð Klauflax að að- ferðin minti svo áþreifanlega á Hall í Skollafit, sem Jónas Hall- gi’ímsson segir svo meistaralega frá. Hallur hafði slolið kjöt- krofi, en þetta var á fösl- unni og „þá má enginn nefna kjöt“. Hallur þrætti ekki fyrir stuldinn, en liélt því fram, að þetta hefði verið „klauflax". Þegar dómarinn tilkynti hon- Hm að hann væri dæmdur fyrir að hafa stolið 5 fjórðungum af kjöli, sagði Hallur gi’átandi: Krofið var 5 fjórðungar, en hitt voru ekki mín orð. Skrifið þér heldur 6 f jórðunga og setjið þér klauflax“. Allir kannast við þessa klauf- laxa-pólitík Framsóknar. Þeir blekkja sjálfan sig með þvi að hanga í allskonar orðum. Þegar Eysteinn fer til Englands og ræðir þar um „konsessjónir“ þá er þetta alt saman saklausf, af því það er bara „fræðilegur möguleiki“. En þeir blekkja ekki einungis sjálfan sig, held- ur láta líka blekkjast. Það má snúa á þá, alveg eins og fang- ann, sem kvartað hafði yfir því að lús liefði skriðið á Iiann í hegningarhúsinu. Honum varð orðfall þegar lögregluþjónninn snex-i upp á sig og sagði: Hvernig leyfið þér yður að tala uni lús í lögi’eglumqji, Vitið þér ekki að það er lleilbrigðismál! Garðar kannaðist við allan þennan barnalega orðhengils- hátt og fékk nú Árna frá Múla í lið með sér. Þeir félagar lögðu ráð sín saman, og komust að þeirri niðurstöðu, að ef hægt væri að koma einhverju lausn- arorði Tímamanna inn í tillög- una, væri björninn unninn. Þeir orðuðu því tillögu sína á þessa leið: „Til Verslunarskólans í Rvik og til verslunarskóla sambands samvinnufélaganna 10.000 kr. Þó ekki yfir % kostnaðar hvors skóla og skiftist fi-amlagið milli skólanna í réttu lilutfalli við nemendafölda hvors skóla, skólaárið 1939—1940 (Ilöfða- tölureglan).“ Þessi tillaga var samþykt með 32:13 atkv. Og Tímamenn gengu í gildr- una. Bara af því að höfðatölu- reglan var nefnd gleymdu þeir, að þeir höfðu árum saman bar- ist eins og ljón gegn því, að nemendur Verslunarskólans fengju styrk nokkuð í líkingu við nemendur Samvinnuskól- ans. Tillaga þeirra Gai’ðai-s og Árna var nákvæmlega sam- hljóða tillögum sem sjálfstæð- ismenn hafa flutt ár eftir ár og Framsókn fussað við. Það mun- aði bai-a þessu eina orði — í svigum — höfðatöluregla! Þá opnaðist Sesam. Það sprenghlægilegasta af öllu saman er þó, að Framsókn- armenn áttuðu sig ekki á að þeir höfðu gengið í gildru. Þeir voru afar hróðugir yfir því, að liafa skoi’ið niður styi’kinn til skóla síns, þótt það liafi hing- að til verið eitt af heitustu stefnumálum flokksins, að hann skyldi liafa það sama og Versl- unarskólinn, þótt nemendatalan væri 5 sinnum lægri. Það var mikið hlegið að framsóknarmönnum á þingi í gær fyi’ir að láta ginna sig þannig eins og þursa. Einn þingmaður stakk upp á því, að breyta nú kjördæjnaskipuninni undir eins. Framsókii gæti ekk- ert haft á móti þvi, ef breyt- in væri bara kölluð „böfðatölu- regla“. Svona fer stundum fyrir þeim, sem hengja sig i orð, að þeir eru „teknir á oi’ðinu“. En það verður upplit á honum Jón- asi mínum, þegar það rennur upp fyrir honum, að Garðar og Árni frá Múla hafa haft hann að ginnungarfífli með mestalla Tímati’ossuna í skottinu. Minnisstæð- ur dagur. JJAGURINN í gær mætti vel vei’ða Jónasi Jónssyni minn- isstæður, því varla hefir nokk- ur þingmaður svo vitað sé, feng- ið þrjú slílc áföll áv einum og sama degi. Fyrst má nefna það, að Jónas gekst fyrir því af ein- skærx-i grunnfærni, að skera niður styrkinn tilsínseiginskóla. Er því nú slegið föstu, að Sam- vinnuskólinn skuli ekki njóta forréttinda fram yfir Verslun- arskólann, lieldur jafnréttis. En hingað lil hefir það verið talin álika mikil goðgá að minnast á slíkt, og fara fram á það, að sami réttur gilti fyrir innflytj- endur, hvort sem í hlut ættu kaupmenn eða kaupfélög. Með þessu hefir Framsóknarflokk- urinn í fyrsta sinn viðurkent að samvinnumenn eigi ekki meiri rétt en aðrir, heldur nákvæm- lega sama rétt. Þegar þessi skilningur nær meiri þroska verður liægt að ræða við Fram- sóknarmenn um viðskiftamál í mesta bróðerni. Því í þeim mál- um hafa sjálfstæðismenn aldrei farið frarn á annað en jafnrétti. Það er heldur ekki ótrúlegt, að Framsóknarflokkurinn eigi eft- ir að breyla afstöðu sinni lil kjördæmamálsins. í því máli liafa sjálfstæðismenn.aldrei far- ið fram á annað en jafnan í’étt fyrir kjósendur, hvar sem þeir væru búsettir á landinu. Fljót- ræði Jónasar (eða kannske það liafi verið liugai’farsbi’eyting) að því er snertir styrlcinn til Samvinnuskólans, var aðeins einn af þremur atburðum dags- ins, senx vel niega vera honum minnisstæðir. Annar atburðurinn var sá, að allur þingheimur, að undan- teknum kommúnistum, sam- þykti tillögu allsherjarnefndar sameinaðs þings um „ráðstafan- ir til verndar lýðræðinu og ör- yggi ríkisins og undii’búning löggjafar í því efni“. Þessi til- laga var alveg i samræmi við breytingartillögu þá er þeir fluttu Vilmundur, Árni og Bei’g- ur og þar með í fullu ósam- ræmi við hina upphaflegu til- lögu Jónasar. Hefir Alþingi nú markað stefnuna svo slcýrt í þessum efnum, að bið mun verða á því, að nokkur þing- maður leyfi sér að bera fram jafn flaustursleg og vanhugsuð úrræði og þau, sem Jónas vildi láta samþykkja. Er þess skemst að minnast,, að Jónas mótmælti því, að tillögu sinni yrði vísað til nefndar og lét svo um mælt í frumræðu sinni, að allir lilytu að greiða tillögu sinni atkvæði umsvifalaust, sem ekki aðliylt- ust kommúnisma og aðrar of- beldisstefnur. Þriðji atbui’ðurinn var slíkur, að enga athygli^ liefði vakið nema í sambandi við það, sem á undan var gengið. I fjárlög- um hefir staðið álcvæði um það, að Mentamálaráð skuli hafa eft- irlit með slai’fsskrá og leikrita- vali Leikfélags Reykjavíkur. Fyrir 3 mánuðum höfðu þingmenn samþykt slíkt á- kvæði, án þess að laka svo sem neitt sérstaldega eftir þvi. Jafn þegjandi og liljóðalaust hafði Jakob Möller numið ákvæðið burtu úr f járlagáfrumvarpi sínu. En nú gerist það, að Leikfé- lagið sýnir leik, sem hneykslar Jónas stórlega. Leikurinn kvað vera heldur ómerkilegur, en lið- lega leikinn og fjörugur. Leik- urinn er erlendur að efni til og er þar sneitl að ýmsum valda- mönnum. Hefir hann síðan ver- ið staðfærður og finst þá Jóm asi endilega að skensið hljóti að snerta flokksmenn sína. Það er eins og Jónas geti ekki hugs- að sér, þrátt fyrir þjóðstjórn- ina, að neinir geti talist valda- menn nema hans eigin flokks- menn. En hvað sem þessu líður, skeður það, að lögreglan bann- ar leiksýninguna. Nefnd er skipuð í málið. Fjórir nefndar- menn telja ekki ástæðu til að banna Ieikinn, þótt þeir geri annars lítið úr listgildi lians. Jónas er einn á móti og leik- sýningin er leyfð. Þá kemur fjárveitinganefnd til skjalanna og ber nú fram tillögu um að styrkveitingin til Leikfélagsins sé nú sem áður | bundin því skilyrði, að Menta- málaráð hafi eftirlit með leik- | ritavali og starfsskrá félagsins. : Flestar tillögur nefndarinnar • voru samþyktar, þar á meðal ■ tillaga um að fela Mentamála- ráði útlilutun listamannastyrks- j ins. En tillagan um að leggja ■ forsjá Lpikfélagsins i hendur | Mentamálaráðs kolféll. Reki- | stefna og yfirgangur Jónasar hafði orðið til þess að opna augu þingmanna. Þannig til- kynti Alþingi Jónasi, að þvi væri meira en nóg boðið með ihlutunarsemi hans og sletti- rekuskap. Þannig varð Jónas í gær fyr- ir hverjum árekstrinum af öðr- um, alt vegna fljótfærni og af- skiftasemi, sem hann getur eng- um um kent, nema sjálfum sér. Slíkur dagur ætti að verða hon- um minnisstæður. Þættir úr Kfi rnínu. Sigmundur Sveinsson, dyravörð- ur hefir samiÖ bækling með ofan- greindum titli og kom hann út í dag. :—• Segir hinn vinsæli, sjötugi gæðamaður þar frá ýmsu því, er fyrir hann hefir komið á langri leið. Ritlingurinn er skemtilega og fjör- lega saminn. Allur ágóði, sem verða kann af sölunni, gengur til Barna- lieimUisins í Sólheimum. Heimilið á við fjárþröng að búa, en vinn- ur mjög merkilegt starf. ■— Þeir, sem ritlinginn kaupa, gera tvent í senn: Gleðja afmælisbarnið og styrkja gott málefni. Y.K.F. Framsókn heldur basar föstud. I2; þ. m. Þær konur, sem ætla að gefa á basarinn, eru vinsamlega beðnar að koma munum á skrifstofu félags- ins. Opin daglega frá kl. 4—6. Sími 2931. Skólasel Mentaskólans. Hið myndarlega skólasel Mentaskólanemenda er nú full- búið að öðru Ieyti en því, að það vantar í það innanstokks- muni og svo þarf að laga til umhverfis selið. Mentaskólanemendur hafa sjálfir safnað öllu fé, sem varið hefir verið lil selsins og er það 40—50 þús. kr. Að þessu sinni eru það aðeins 5 þús. kr., sem á þarf að halda og þær fást með þvi að selja 5000 happdrættis- miða. Vinningar eru 15 að tölu og' eru þeir margir góðir og nyt- samir, svo sem hringferð með Esju, útvarpstæki, stóll og borð, svefnpoki, málverlc eftir Kjar- val, % skipp. af fiski o. s. frv. í dag eru Mentaskólanem- endur að bjóða „vöru“ sína. Er lítill vafi á þvi, að hún mun „renna út“, þegar menn hafa kynt sér til hvers ágóðinn á að renna. Miðinn lcostar aðeins eina krónu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.