Vísir - 15.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. »Gæfuleysið í gjaldeyris- málunumu. jörn Ólafsson stórkaup- maður ritar hér í hlaðið nýlega atliyglisverða grein, er hann nefndi „Gæfuleysið í gjaldeyrismálunum“. Lagði hann megináherslu á það, að innflutningur til landsins yrði að byggjast á tvennu: gjaldeyr- isafkomu þjóðarinnar og rélt- látri og skynsamlegri úthlutun gjaldeyrisins. Vakti hann einnig athygli á því, að það væri sök viðskiftamálaráðlierra, sem far- ið hefir með þessi mál að undan- förnu, að framkvæmd úthlut- unar gjaldeyrisins hefði verið þannig, að innflytjendur hefðu haft ástæðu til að tortryggja sterklega gerðir gjaldeyris- nefndar, sökum pólitískrar hlut- drægni, og komið hefði þannig verið í veg fyrir heilhrigt sam- starf, en í öðru lagi hefðu verið gefin út árlega gjaldeyrisleyfi fyrir tugi miljóna króna á ári liverju, ón þess að nokkur trygg- ing hefði verið fyrir greiðslu, og þetta hafi aftur leitt til stórkost- legrar skuldasöfnunar erlendis. Skuldasöfnunin erlendis er falin í vanskilum af hálfu innflytj- enda, sem að vísu voru sjálfir í góðri trú, er þeir festu kaup á vörunni og liöfðu leyfi hins op- inbera og skriflegt samþykki hankanna í höndum, en þessi vanskil toi’yelduðu stórlega öll eðlileg viðskifti, og settu þjóðina í heild á einskonar „svartan Iista“ í augum erlendra við- skiftamanna hennar. Hinir gömlu markaðir Ev- rópulandanna mega nú heita að mestu lokaðir, og við höfum orðið að beina viðskiftum okkar í vesturátt og afla nýrra mark- aða í Ameríku. Þangað streyma nú pantanir á vörum, og út- flytjendur veslra sinna þeim beiðnum, en aftur sækir í gamla horfið er til innlausnar kemur, og vansltil eru þegar farin að láta á sér bera og yfirvofandi i rikara mæli, ef svo heldur fram sem horfir. Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd heldur áfram að veita leyfi, en á svipstundu gerbreyt- ast viðhorfin. Alla yfirsýn og alla heildarstjórn vantar í þess- um málum, og ekkert er gert til þess að ráða bót á þeim van- sæmandi mistökum sem orðið hafa, heldur hert á róðrinum, þótt öllum megi vera ljóst að til voða horfir, ef ekki er snúið í nýja stefnu i tíma. Þegar þjóðstjórnin var mynd- uð gerðu ýmsir sér vonir um að frekari festa kæmi í alla með- ferð þessara mála, en það hafa orðið hin mestu vonbrigði. Sami maður, sem kom málun- um í öngþveiti áður, fer enn með stjórn þeirra, og hefir ekk- ert lært af reynslunni og engu gleymt af fræðilegum villum í meðferð gjaldeyrismálanna. Af- skifti hans af þessum málum valda þvi að ófullkomin sam- vinna er milli innflytjenda og þeirra aðila, sem úthlutun gjaldeyrisins hafa með höndum, en góð samvinna og fult gagn- kvæml traust þeirra í millum er nauðsyn, ef vel á að fara. I grein sinni segir Björn Ól- afsson m. a., og er vert að gefa þeim orðum hans sérstaklega gaum, með því að þar er mótuð framtíðarstefnan í þessum mál- um, meðan ríkjandi ástand helsl: ,, Levf is vei ti n gar g jaldeyris- nefndar fyrstu mánuði ófriðar- ins voru af handahófi, enda var alt í óvissu um hvaða vörur væri hægt að fá, hvar væri hægt að fá þær, hvað þær mundu kosta og hvernig tækist að greiða.þær. Alt var í óvissu um hvert við niundum gela selt afurðirnar. Þegar svona var komið, átti að byrja á því að færa framkvæmd- ina í annað hvorf. Nokkuru eftir ófriðarbyrjun var sjáanlegt að við mundum komast i jafnvirð- isviðskifti við flestar þjóðir, sökum þess að erfitt mundi reynast að fá peninga færða milli landa. Af þeim sökum þurfti að beina kaupunum þang- að sem afurðirnar voru seldar. Það varð ekki gert fyrirfram með neinni vissu. Okkur var því nauðugur einn kostur að hefja undirbúning þess að taka upp þann erfiða en heilnæma bú- skap, að gera innkaupin i sam- ræmi við handhæran gjaldeyri þjóðarinnar á hverjum tíma. Mér er ljóst að þetta var ekki laust við erfiðleika fyrst i stað. En að því hlaut að draga. Það gat aldrei orðið sársaukalaust að hverfa frá þeirri óhollu stefnu sem bankarnir hafa fylgt niörg undanfarin ár í gjaldcy isnefnd, að neyða innflytjeiu' til að kaupa flestar vörur með 3—12 mánaða gjaldfresti. Það er erfitt að snúa við þegar kom- ið er inn á slíka braut. En liefðu bankarnir frá öndverðu tekið þá stefnu, að draga sem mest úr vörulánum erlendis í stað þess að örva þau af öllum mætti og Iengja frestinn frá ári til árs, væri nú öðruvísi umhorfs i gjaldeyrismálunum.“ Þetta ætti að vekja stjórnar- völdin og bankana af dvalanum. Þeim her skylda til að snúa nú við á braut gæfuleysisins í gjald- eyrismálunum. ItlaðaiiDiinæli UBii Churehill. Einkaskeyti frá United Press. London í morgún. „Winston Churchill spáir oss blóði, erfiði, tárum og svita“, segir i forystugrein í „Evening Standard“. „Þetta er djarflega mælt. Churchill hefir fulla ein- urð á að segja þjóð sinni sann- leikann. Þegar Garihaldi leiddi hinn fátæklega húna lier sinn fró Róm til Feneyja 1849, sagði hann liernum, að húast mættl við hungri, erfiðri göngu og dauða. Þegar Pizarro réðist á Perú, hauð hann hermönnum sínum hungur, þorsta, þrautir og óendanlegt erfiði. Vér meg- um þakka okkar sæla fyrir að þjóð vor hefir borið gæfu til þess á stund hættunnar, að velja sér foringja, sem öllum betur kann að tala í þjóðina kjark. Garibaldi bjargaði ítalíu og Piz- ano sigraði Perú. En það er eití enn, sem getur liuggað oss. í síðustu tilraun Þjóðverja til að ná heimsyfirráðum, strandaði árás þeirra við Marne, skamt fyrir utan borgarhlið Parísar. Þegar von Moltke hershöfðingi frétti um þennan ósigur, ritaði liann keisaranum bréf, þar sem í stóðu þessi orð: „Yðar hátign, vér liöfum tapað stríðinu.“ Þetta eru örlög fjárhættu- spilarans, en forverðir frelsis og réttlætis vita, að úrslitum ræður engin orusta, nema sú síðasta.“ ££ styrjöldin íærist suður á Balkanskaga. Rómenar hafa á afira milj. maona ondir vopn- nm. Jvgóslavar 700.000 Fregnir frá Balkanlöndum herma að hvarvetna sé haldið áfram að grípa til liinna víðtækustu varúðarráð- stafana, því að aldrei hefir hættan verið meiri en nú, að styr jöldin breiðist út. Fregn frá Bukarest hermir, að rúmenska herstjórnin liafi fyrirskipað, að kveðja fjóra ár- ganga til vopna þegar í stað. Ekki hefir tekist að fá fregn þessa staðfesta, enda er reynt að fara dult með allar slikar fyrirskipanir eins og stendur. Reynist fregn þessi rétt, sem vafalítið er, hafa Rúmenar nú hrátt talsvert á aðra miljón vopnbúinna manna á landa- mærum sínum. Rúmenska stjórnin liefir lýst yfir, að allar liernaðarlegar ráð- stafanir Rúmena séu gerðar í varúðarskyni. Rúmenar fylgi sömu stefnu og áfram, þ. e. að vera hlutlausir í yfirstandandi styrjöld, en ef til innrásar komi | niuni þeir verja land sitt. í Jugoslaviu er einnig haldið áfram að gera víðtækar ráð- stafanir og hafa Júgóslavar nú yfir 700.000 manna lier reiðu- búinn á landamærum sínum. í Jugoslaviu er verið að æfa varn- arflokka, sem eiga að aðstoða herinn í vörn landsins, ef til innrásar kemur. i Grikkir einnig reiðubúnir. Þá berast fregnir frá Grikk- landi, sem hniga í sömu átt: Alt sé gert, sem unt er, til þess að hægt verði að verja landið. Met- axas forsætisráðherra hefir gef- ið í skyn, að til náinnar sam- vinnu komi milli Grikkja, Breta og Tyrkja, ef styrjöld brýst út á Miðjarðarhafi. Frá hæstarétti Fiskiræktar- og veidi- félag Árnesinga ekki stofnað lögum samkv. Nýlega var í hæstarétti kveðinn upp dómur í máli milli Fiskirækíar- og veiðifélags Árnesinga gegn Hreppsnefnd Eyi’- arbakkahrepps. Og snérist málið um það hvort félagið hefði verið stofnað lögum samkvæmt. Málavextir eru þessir: Þann 17. maí 1937 héldu ýms- ir laxveiðendur í Árnessýslu fund að Tryggvaskála og var á þeim fundi samþykt að kjósa 5 manna nefnd til þcss að undir- búa stofnun félagsins um sam- veiði. Boðaði nefndin síðan til fundar, 17. des. 1937, þeim er hlut áttu að máli og samþykti fundur þessi tillöguumaðstofna fiskiræktar- og veiðifélag um fiskhverfi Ölfusár og Hvitár. Var nú enn boðað til fundar um málið og 26. mars 1938 var fé- Jagsstofnunin endanlega sam- þykt. Öðluðust samþyktir fé- lagsins staðfestingu ráðherra síðar á árinu, þrátt fyrir mót- mæli Eyrarbakkahrepps, sem er landeigandi og á veiðirétt á svæði því, er félagið átti að ná yfir. í nóvember 1938 höfðaði svo Eyrarbakkahreppur mál þetta og gerði þær lcröfur, að því yrði slegið föstu með dómi, að Fiski- ræktar- og veiðifélag Árnesinga væri ekki stofnað lögum sam- kvæmt og að samþyktir þess væru ekki bindandi fyrir hrepp- inn. Bygði hann kröfur sínar á því fyrst og fremst, að sam- kvæmt samþyktum félagsins hafi félagssvæðið átt að vera fiskihverfi Ölfusár, en fiski- hverfi hennar nái til allra jarða er liggi að henni og ám þeim er í hana falla, en hvorki eigendur né ábúendur jarða þeirra, er veiðirétt eiga að Bakkarholtsá, Sandá, Gljúfurá, Varmá og Þor- leifslæk í Ölfusi, en ár þessar renni í Ölfusá að vestan, hafi verið boðaðir á stofnfund fé- lagsins né verið með í stofnun félagsins. Þá taldi stefnandi og að misbrestur hefði orðið á því að fullnægt hefði verið skilyrð- um laga, er félagið var stofnað hæði að því er snerti atkvæða- greiðslur og fundarboðun. í liér- aði féll dómur á þá leið, að áðurgreindar ár í Ölfusinu yrðu að teljast til fiskihverfis Ölfusár með því að sami fiskstofn (sil- ungur) byggi þar og færi um þær a. m. k. að nokkru leyti enda taki samþykt félagsins til sil- ungsveiði. Hefði því verið ó- heimilt að takmarka félagssvæð- ið eins og gert liefði verið, hehl- ur hefði borið að taka með þær jarðir i Ölfusinu er lægju að ofangreindum ám. Þá taldi liér- aðsdómarinn og að fyrirkomu- lagi á atkvæðagreiðslu við fé- lagsstofnunina liefði verið á- bótavant. Urðu úrslit málsins í héraði því þau, að talið var að I Fiskiræktar- og veiðifélag Ár- nesinga væri ekki stofnað lög- um samkvæmt og væru sam- þyktir þess þvi eigi bindandi fyrir Eyrarbakkahrepp. Félagið áfrýjaði dómi þessum til hæsta- réttar, en úrslit málsins urðu þau að héraðsdómurinn var staðfestur og segir svo í for- sendum hæstaréttar: „Samþyktir Fiskiræktar- og veiðifélags Árnesinga taka bæði til laxveiði og sílungsveiði i fiskihverfi Ölfusár. Silungsveiði er í sumum þeim ám, sem sér- staklega eru greindar í 2. gr. samþyktanna, svo sem Soginu, og upplýst er, að sigíungsveiði sé'einnig í ám þeim í Ölfusi, er falla í Ölfusá að vestan og nefndar eru í héraðsdóminum. Þar eð rélagssvæðið nær til ósa Ölfusár, verður það samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum sam- þyktanna og 2. tölulið 57. gr. laga nr. 61/1932 að ná til alls fiskiliverfis árinnar, bæði um laxveiði og silungsveiði. Þykir því að þessu athuguðu, mega staðfesta hinn áfrýjaða dóm. Hrm. Lárus Jóhannesson flutti málið af hálfu fiskiræktar- félagsins en hrm. Garðar Þor- steinsson af hálfu Eyrarbakka- hrepps. Frá liæstarétti. Bifreiðarstjóri sýknaður. Nýlega var í hæstarétti kveð- inn upp dómur í málinu: Rétt- vísin og valdstjórnin gegn Páli Guðjónssyni bifreiðarstjóra. En mál þetta hafði verið höfðað gegn honum fyrir brot á 17. kap. hegningarlaganna, lögum um notkun bifreiða og lögreglu- samþykt Reykjavíkur. Tildrög málsins voru þau, að 4. okt. f. á. keyrði ákærði, í bif- reiðinni R. 607, drukldnn mann inn að Sunnuhvoli. Þegar þang- að kom neitaði hinn drukkni maður að fara úr þifreiðinni. Ákærði ætlaði þáaðfærabifreið- ina að portdyrum er þar voru til þess að koma manninum þar út og kveðst hann hafa lilið fram á veginn og til hliðar áður en hann hreyfði hana en ekki séð nein börn þar, en er hann ók hifreið- inni af stað, varð hann þess var að eitthvað varð Undir hægra framhjóli hennar. Hafði þá hjólið farið yfir tveggja ára gamalt barn og andaðist það tveimur dögum síðar af afleið- ingum slyss þessa. Héraðsdómarinn taldi, að á- stæður hefðu. verið þannig, að ákærði yrði ekki sakfeldur fyrir sljrs þetta, og sýknaði hann. Yar dómur þessi staðfestur í hæsta- rétti og segir svo í forsendum hæstaréttardómsins: „Úr því að athygli álcærða beindist frá því, sem gerðist umhverfis bílinn, þá hefði verið varlegra af ákærða að fara út úr bílnum í aðgæsluskyni, áður en hann ók af stað aftur, en þrátt fyrir þelta þykir varliugavert að fullyrða, að hann hafi sýnt slík- an aðgæsluskort, að honum verði refsað eftir 200. gr. hegn- ingarlaganna fyrir manndráp af gáleysi“. Skipaður sækjandi málsins var hrm. Pétur Magnússon en skipaður verjandi hrm. Theodór B. Líndal. ÞÁTTTAKAÍSLANDS í HEIMSSÝNINGUNNI í NEW YORK. Eins og þegar hefir verið getið hér í blaðinu, hefir Heimssýningin í New York verið opnuð á ný og telcur ís- land þátt í framhaldssýning- unni. Thor Tliors alþm. hefir skýrt blaðinu svo frá, að samkvæmt nýkomnum, am- erískum blöðum veki Is- landsdeildin mjög mikla at- Iiygli. Segja blöðin, að henni sé mjög smekklega fyrir komið og landi og þjóð til sóma. Málverk þau, sem eru á sýningunni, vekja sérstaka athygli.Var hætt við þau mál- verlc, sem fyrir voru. Þá geta blöðin þess, að liressingar- skáli sé rekinn í samhandi við íslandssýninguna, og sé það mjög vinsælt. Ilressing- arskála þenna rekur hæfur maður fyrir eigin reikning. íslandssýningin er stærri en sú í fyrra, enn smekklegri og tilkomumeiri, og segja amerísku blöðin, að aðsóknin sé geypileg. STYRJÖLDIN KOMIN Á LOKASTIGIÐ. Frli. af 1. síðu. Belgíu 1914. En slíkar leiftur- árásir eru liið mesta hættuspil, af því að þar er öllu hælt á eilt spil. Engir vita þetta betur en þýskir hershöfðingjar og stór- iðjuhöldar. Þær njósnir, sem oss liafa borist frá Þýskalandi, henda lika eindregið til þess, að þessir aðiljar hafi vakið atliygli leiðtoganna á þessari hættu. Þjóðverjar hafa nefnilega ekki hergögn eða nauðsynjar nema til sex mánaða styrjáldar, ef þeir ætla að herjast af sömu lieift og þeirri, sem þeir liafa þegar sýnt í Belgíu og Ilollandi. Þess ber einnig að gæta, að með- an endurhervæðing Þýskalands fór fram, reyndist ókleift að eyða sama fé og áður var notað lil viðhalds járnbrautarkerfi landsins. Þegar farið var að spara nauðsynlegan viðhalds- kostnað, tóku brautirnar að ganga úr sér. Þjóðverjar von- uðu, að hinar nýju bílabrautir þeirra og hin aukna framleiðsla hifreiða, gæti vegið þetta tjón upp, en þess her að gæta, að slíkir flutningar kosta meira bensín en Þjóðverjar hafa tök á að flytja að sér. Járnbrautar- slys hafa á síðustu sex mánuð- um aukist um 150—200 % í Þýskalandi, en áður voru þau orðin liðari þar en í nokkru öðru landi. Þessi slys eiga rót sína að rekja til þess, hve járn- hraulakerfi landsins er niður nítt. Loks er herstjórn Banda- manna lcunnugt um marga al- varlega galla á samgöngukerfi Þjóðverja, galla, sem, þeir hú- ast við að þeim .liafi telcist að lialda levndum, en sem hafa mikla þýðingu fyrir alla her- flutninga þeirra. Samkvæmt gamalli, þýskri venju vanmeta Þjóðverjar mjög viðnámsþrótt þeirra þjóða, sem þeir hafa náðist á. Fullyrt er að styrjöldin í Póllandi hafi kostað meir en helmingi meira af her- gögnum og mannafla en reiknað var með í upphafi. Ekki reikn- uðu Þjóðverjar lieldur með því manntjóni, sem þeir hafa orðið fyrir í Noregi. En liin fasta mót- staða Niðurlanda og hin skjóta hjálp Bandamanna hefir áreið- anlega komið nokkuð flatt upp á þá. Nú er það vitað, að leiðtog- ar nasista gera sér það Ijóst að nú verður að duga eða drepast, og að ef þeir sigra ekki nú á stuttum tíma, þá eru dagar þeirra taldir. Það er þessvegna öll ástæða til að búast við enn grimmilegri sókn af hálfu Þjóð- verja en þeirri, sem þegar er hafin á hinum nýju vígstöðv- um.“ í annari grein getur „Times“ ]>ess, að nú, þegar sókn er hafin fyrir alvöru, muni almenningur fá gleggri fregnir af viðburðun- um, en það er jafnframt tekið fram, að fregnir muni að sjálf- sögðu berast nokkuð seint, vegna þess að nauðsynlegt sé að halda þeim eins lengi leyndum fyrir andstæðingunum og frek- ast sé unt. Hvetur blaðið al- menning lil að sýna ekki óþolin- mæði, þótt eilthvað standi í fréttum frá herstjórn Banda- manna, og festa ekki trúnað á áróðursfréttum Þjóðverja, sem venjulega hafi við ekkert að styðjast. Forðum í Flosaporti. 6. sýning þessarar skemtilegu revyu verður í kvölcl. Aðgöngumið- ar með leikhúsverði eftir kl. 3 í dag. Velkomin í nágrennið Hvað vantar í búrið? jUlÍRllöldi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.