Vísir - 18.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 18.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR Orðsendingar milii bresku og íslensku ríkisstjórnanna, áður en hernámið fór fram. VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Krist'ján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 16 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Tíminn og gæfuleysið. J síðasta blaði Tímans er löng grein um gjaldeyrismálin og er í henni ráðist persónulega á Bjöm ólafsson með heiftarlegu og óþvegnu orðbragði fyrir grein þá, er hann skrifaði fyrir nokkru í Vísi og nefndi „Gæfu- leysið í gjaldeyrismálunum“. Þeir, sem lesið hafa báðar þessar greinar, munu fljótt veita því athygli, að Tíminn forðast að koma nálægt aðalat- riðunum í grein B. ó. og ræðir málið á þann hátt, sem blað- inu hentar best til þess að leiða athyglina frá aðalröksemdum Björns. Röksemdirnar, sem hann færir fram fyrir gæfuleys- inu i gjaldeyrismálunum, eru svo fábrotnar og ljósar, að eng- um getur dulist að hann fer með rétt mál. En þessi augljósu rök, sem bregða skýru Ijósi yfir ráðs- mensku Framsóknarflokksins, hafa komið ónotalega við suma. Höfuðástæðurnar fyrir gæfu- leysinu í þessum málum segir B. Ó. að séu þessar: I fyrsta lagi, að viðskiftamálaráðherra (áður fjármálaráðherra) skuli hafa látið það viðgangast árum saman, að innflytjendur hefðu ástæðu til að tortryggja sterk- Iega gerðir gjaldeyrisnefndar sökum pólitískrar hlutdrægni og á þann hátt skapa andstöðu og óvild, sem á allan hátt tor- veldaði skynsamlegt og heil- brigt samstarf í gjaldeyrismál- unum. I öðru lagi að gefa út gjaldeyrisleyfi fyrir tugum miljóna á hverju ári, sem gefur enga tryggingu fyrir greiðslu og þess vegna urðu orsök stór- feldrar skuldasöfnunar erlendis. Þetta eru fáorð rök en skýr, er innifela undirrót þess ‘ ó- fremdarástands, sem rikt hefir í gjaldeyrismálunum. Hversu sem Tíminn reynir með blekk- ingum um andstæðingana og ó- sönnum frásögnum að fegra málstað viðskiftamálaráðherra, þá verður það aldrei af honum þvegið, að hann ber ábyrgðina og hann hefir ætið verið þrösk- uldur í vegi fyrir því, að sam- komulag gæti náðst í gjaldeyris- málunum. Verslunarstéttin hef- ir aldrei heimtað innflutning til landsins, sem ekki væri hægt að greiða, en hún liefir heimtað að úthlutun gjaldeyris og innflutn- ings færi fram hlutdrægnislaust á þann veg, að jafnt væri látið yfir alla ganga. Þetta hefir aldrei fengist. Verslunarstéttin hefir í mörg ár kvartað yfir þeim sviknu, ógildu gjaldeyris- Ieyfum, sem gefin voru út og gerðu flesta innflytjendur að vanskilamönnum. Þessu hefir aldrei verið sint. Það hefir yfir- leitt ekki verið sint neinum til- lögum, sem frá verslunarstétt- inni Iiafa komið i sambandi við gjaldeyrismálin. Tíminn hefir jafnan hamrað á því, að kaup- menn heimtuðu „skefjalausan“ innflutning og alt ólagið væri þeim að kenna, en það hefir ekki enn hvarflað að honum, að eitthvað gæti verið bogið við skipulagið og framkvæmdina. En þar liggur meinið grafið. Ef ætti að eltast váð hll'ar i-angfærslur Tínians í sambandi við grein B. Ó., þyrfti að skrifa Iangt mál. En þess er ekki þörf, vegna þeirra, sem fylgst hafa með þessum málum. Ástandið eins og það er og hefir verið, ber sterkasta vitnið á móti staðhæf- ingum og fullyrðingum hlaðs- ins. Allir vita að rök Jiita lítið á aðstandendur þess. Það er heldur barnaleg rök- semdafærsla hjá blaðinu, að B. Ó. liafi ekki leyfi til að skrifa um gjaldeyrismálin af því að liann hafi verið ásamt viðskifta- málaráðherra kosinn í milli- þinganefnd til að fjalla um þessi mál. Ef til vill hefir Tíminn hú- ist við, að hægt væri að þagga niður alt tal um rangsleitni og illa stjórn í gjaldeyrismálunum ineð þvi að svæfa þau í nefnd fram á næsta ár. Ennfremur vill blaðið láta lita svo út, sem samþykt gjaldeyr- isfrumvarpsins á Alþingi hafi verið samkomulag milli flokk- anna um þessi mál. Slíkt liefir hvergi komið fraln, enda var það litla, sem Framsóknarflokk- urinn bauð fram til slíks sam- komulags svo lilægilegur um- skiftingur, að furðu sætti. Var það að vísu i samræmi við alla stjórn þeirra á gjaldeyrismálun- um fyrr og síðar — kák og hlutdrægni. Lærið að §ynda. I dag og á morgun eru síðustu dagar skrásetningarinnar á sundnámskeið Blaðamannafé- lagsins. Fer hún fram kl. 9—11 f. h. og 2—4 e. h. báða dagana. £ gær voru 100 manns búnir að láta skrá sig. Slysavarnafélagið liefir boð- ist til að kenna lífgun úr dauða- dái i sambandi við björgunar- sundskensluna. Ætti sjómenn að nota þetta tækifæri til þess að læra hvorttveggja. Hér fer á eftir umsögn frk. Sigríðar Sigurjónsdóttur, sund- kennara á gildi sundiþróttarinn- ar: „Eins og oft hefir verið get- ið, er sundið sannkölluð íþrótt íþróttanna, því um leið og sjálfsagt er að læra að synda lil að geta bjargað sjálfum sér og öðrum úr lífsháska, ef til þess kemur, þá er og sjálfsagt að læra sund til að viðhalda líkama sínum, því sundið er sú eina íþrótt, sem þjálfar alla vöðva í senn og þar að auki er baðið heilsubrunnur. Allir geta lært að synda, ung- ir og gamlir, og jafnvel lamað og lasburða fólk hefir lært að synda og haft af því mikla hressingu og lieilsubót, jafn- framt ánægjunni, að geta tek- ið þátt í einhverri íþrótt, eins og hinir, sem alhraustir eru. Eins er með konur, sem eru við hússtörf og inniverk mest- an hluta dagsins, þær ættu að fórna 1 klukkutíma 2—3 í viku til að læra sund og viðhalda með því líkama sínum, því að marg- ar af þéim konum, sem hafa lært að synda, hjá mér, og þar af eru margar fullorðnar, hafa sagt, að þær séu eins og nýjar manneskjur að starfsþreki og vellíðan, eftir sundið og baðið, því engum er þetta meiri þörf, heldur en húsmæðrum og kon- um, sem svo lítið geta farið frá störfum sínum sér til upplyft- ingar. Ættu þær nú að taka sig saman og mæta í stórum flokki á þetta námskeið Blaðamanna- félagsins, sem er mjög ódýrt og haganlega fyrirkomið, tii þess að allir þeir bæjarbúar, karlar og konur, sem ekki enn kunna að meta þann heilsubrunn, sem við eigum í Sundhöllinni, fái nú það besta tækifæri til að kynnast sundinu sem íþrótt og heilsugjafa.“ f orðsendingum þeim, sem farið hafa millum íslensku rík- isstjórnarinnar og sendiherra Breta, Mr. Howard Smith, hefir verið vitnað til bréfa dags. 9. apr. s.I. og 11. s.m. Til þess að almenningur geti gert sér sem glegsta grein fyrir því, sem í millum hefir farið, hefir Vísir fengið bæði ofangreind bréf til birtingar. Breska aðalkonsúlatið, Reykjavík. 9. apríl 1940. Herra ráðherra, Eg leyfi mér að tilkynna yð- ur, að það hefir verið lagt fyr- ir mig af breska utanríkismála- ráðherranum að tilkynna is- lensku ríkisstjórninni án tafar, að með tilliti til þýsku innrás- arinnar í Noreg og hertöku Danmerkur, þá óttast breska ríkisstjórnin, að aðstaða Islands sé orðin mjög viðsjárverð. Hinsvegar hefir bi-eska stjórn- in ákveðið að hindra það, að ísland hljóti sömu örlög og Danmörk, og num gera liverja þá ráðstöfun, sem nauðsynleg er, til þess. Slík ráðstöfun kann að útheimta það, að bresku rík- isstjórnnni verði veittar vissar tilslakanir á sjálfu íslandi. Breska rikisstjórnin gerir ráð fyrir, að íslenska ríkisstjórnin muni í eigin þágu veita slíkar tilslakanir jafnskjótt og breska ríkisstjórnin kann að þarfnast þeirra, og að hún muni yfirhöf- uð ljá samvinnu sína við bresku ríkisstjórnina sem hernaðarað- ili og bandamaður. Kveðjuorð, J. Bowering breskur aðalkonsúll. Utanríkismálaráðuneytið. 11. apríl 1940. Herra aðalkonsúll, íslenska rikisstjórnin hefir lekið erindi yðar, nr. 3, dags. 9. þ. m., merkt leyndarmál, til slcjótrar athugunar og leyfir sér hér með að tjá yður eftirfarandi: íslenska rikisstjórnin er nú sem fyrr þakklát og glöð yfir vináttu bresku þjóðarinnar og áhuga bresku rikisstjórnarinnar fyrir því, að Islandi megi vel farnast í þeim mikla liildarleik, sem nú er háður. Aðsfaða íslands er liinsvegar sú, að jiegar sjálfstæði íslands var viðurkent 1918, lýsti það yfir ævarandi hlutleysi og er auk þess vopnlaust. ísland vill því hvorki né getur tekið þátt í hernaðarlegum aðgerðum eða gert bandalag við nokkurn liernaðaraðilja. Þó að ríkisstjórn íslands Slökkvi- liðið var kallað út tvisvar i morgun og einu sinni í gærkveldi. Kl. 6,35 var það kvatt inn að Bústaðabletti 17, þar sem Jó- sep Húnfjörð býr. Hafði kvikn- að þar í heyi við fjósgafl, en heimilisfólkið var að mestu bú- ið að slökkva eldinn, þegar slökkvihðið kom á vettvang. I morgun var liðið kallað að Vatnsstíg 3 og Mjólkurfélags- húsinu. Hafði kviknað í hús- gagnastoppi á fyrri staðnum, en í rafmagnsmótor lyftunnar í Mjólkurfélagshúsinu. Engar skemdir urðu svo að teljandi sé. Munið, að sundkenslan er ó- keypis og að afsláttur er af að- göngumiðum. dyijist ekki, að íslenska þjóðin er þess ekki megnug að verja hlutleysi sitt, vill hún taka það skýrt fram, að liún mun mót- mæla hVerskonar aðgerðum annara ríkja, sem í kynni að fel- ast brot á þessari yfirlýstu stefnu. Ríkisstjórnin lætur i ljós þá einlægu von, að með því að fylgja regluin ítrasta hlutleysis verði komist hjá allri hættu um skerðingu á því. Um leið og ríkisstjórnin lief- ir nú svarað áðurnefndu er- indi yðar, með ósk um, að svar- ið verði eins fljótt og mögulegt er kunngert breska utanríkis- málaráðherranum, vil eg að endingu láta í Ijós þá einlægu von mina, að breska ríkisstjórn- in muni taka þessari ákvörðun íslensku rikisstjórnarinnar með velvild og skilningi. Kveðjuorð, Stefán Jóh. Stefánsson. Fjársöfnun vegna norskra flóttamanna. í gær voru seld hér á götun- um merki til styrktar norskum flóttamönnum, að tilhlutun Rauða kross íslands og Nor- ræna félagsins. Mun salan hafa gengið sæmilega. Þá var Noregs minst í útvarp- inu með söng og hljóðfæraslætti á norskum lögum, en Árni G. Eylands forstjóri og frú There- sia Guðmundsson fluttu erindi. Á Akureyri voru tvær sam- komur haldnar, háðar fjöl- mennar. I kvikmyndahúsinu var kvikmynd sýnd, erindi flutt um Noreg og Karlakór Akur- eyrar söng nokkur lög. í sam- komuhúsinu söng Karlakóiánn Geysir, en Davíð Sefánsson skáld flutti erindi, og var gerð- ur að hvorutveggja hinn besti rómur. Mun nokkurt fé hafa safnast á Akureyri. Leikfélag Reykjavíkur sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ annað kvöld kl. 8. Nf bók. H. Pálsson: Meat qualities in tlie Sheep with special re- ference lo Slottish breeds and crosses. Cambrigde University Press 1940. — Bók þessi, sem er allmikið rit, er að ýmsu Ieyti einstök i sinni röð. Höf. er fyi’sti íslendingui- inn, sem lokið Iiefir háskóla- námi í Bretlandi og tekið þar síðan doktors„gráðu“, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt. Þetta er doktorsritgerð hans og er efni hennar ólíkt því sem vér eigum að venjast um doktors- ritgerðir. Þar eru meðal annars sjálfstæðar rannsóknir á ís- lensku kindakjöti og gæðum þess. Hefði vel mátt geta þess í titli bókarinnar, þó mestur hluti rannsóknanna taki til kjöts af skoskum fjárkynjum. Það má ef til vill einnig segja um höfund bókarinnar að hann sé sjálfur „sjaldgæfur fugl“. Hann er sennilega einhver fjár- glöggasti maðurinn á landinu, vikingur að hverju sem hann gengur, hvort lieldur sem það er nám eða líkamleg vinna. Það var því vel til fallið að hann valdi hvorki læknisfræði né lög- fræði sem námsgrein eins og flestir gera, heldur búvisindi og fjárrækt. Þó undarlegt sé, eru ekki þessi fræði kend við há- skólana á Norðurlöndum, svo Halldór leitaði til Háskólans í Edinborg. Skotar eru bæði góð- ir bændur og miklir fjármenn, enda liafa þeir komið upp frægii búvísindadeild við Háskóla sinn, og þangað leita námsmenn úr öllum heimsins álfum. I þennan mislita hóp bættist nú einn íslendingur, ókunnug- ur flestu í Skotlandi og óæfður í málinu. Hvernig farnaðist hon- um í þessum Babelsturni? Kandidatsprófið tókst þannig, að íslendingurinn flaut ofan á öllu hinu kraðakinu og fékk ágætis- einkunn í flestum námsgrein- um. Nú vildi svo til að í þetta sinn gafst þeim, sem tóku burtfarar- próf, kostur á því að keppa um svo nefnd Van Dunlops verð- laun. Þau námu 300 pundum og skyldu notuð til vísindalegra rannsókna eða framhaldsnáms. En til þess að ná í skildingana þurftu menn að ganga undir sérstakt, allþungt aukapróf. Halldór vildi ekki láta þetta ganga úr greipum sér, gekk undir prófið, varð lilutskarpast- ur og náði í þessi £ 300 hjá nísk- um Skotanum. Nú var eftir að vita livað gera skyldi með skildingana. Halldór afréð að nota þá til þess að rann- saka, hversu helst skyldi meta gæði kindakjöts og verðmæti, og hver ráð væri álitlegust til þess að framleiða sem best og verðmætast kjöt, sérstaklega fyrir enskan markað. Rannsókn- ir þessar framkvæmdi höf. að nokkuru leyti liér á landi, en að- allega við háskólana i Cam- bridge og Edinborg. Bók þessi segir frá rannsóknum lians og niðurstöðum, en jiað liggur i augum uppi, að hér er að ræða um mjög mikilsvert mál fyrir islenska bændur. Á Norðurlöndum er mönnum skylt að láta prenta doktorsrit- gerðir sínar á sinn kostnað. Þess gerist ekki þörf í Englandi. Þar velja háskólakennararnir úr þær ritgerðir, sem þeir telja að hafi varanlegt vísindalegt gildi og láta prenta þær fyrir fé, sem ætlað er til vísindastarfa. Það eru því úrvalsrit ein, sem prent- uð eru, og ritgerð Halldórs hef- ir komist í þann virðulega flokk. Það er ekki unt að gera sæmi- lega grein fyrir efni bókar þess- arar í stuttu máli, og fæstum myndi þykja það skemtilestur. Þess skal að eins getið, að efninu er skift í 3 aðalkafla: Hinn fyrsti er um ýms mál á kindaskrokk- um og hverja leiðbeiningu þau geti gefið um kjötið og gæði þess, hve mikið sé af vöðvum, fitu og beinum o. s. frv. Sum af málum þessum hefir H. tekið upp fyrstur manna og sannað gildi þeirra. Þá er og rannsókn é þvi, að hve miklu leyli megi dæma kjötið eftir einstökum kjötstykkjum. Rannsóknir þess- ar liafa ekki verið álilaupaverk, því rannsaka þurfti marga skrokka, en hver þeirra var ær- ið dagsverk fyrir sex æfða menn, með 12—14 ldst. vinnu. Annar kafhnn er samanburð- ur á kjöti ýmsra fjárkynja og kvnblendinga, þar á meðal is- Frh. af 2. síðu. DANSKLÚBBURINN Kátir voru karlar heldur sinn fyrsta siimar- dansleik í OddfelJowhúsinu í kvöld. Bæjarins vinsælustu harmo- nikuleikarar leika undir dansinum og Hljómsveit Aage Lorange. Eldri dansarnir uppi. Nýju dansarnir niðri. Aðgöngumiðasalan hefst kl. 6 í Oddfellow. (MEISTARAFLOKKUB) bef§( á anorgrun kl. 5 með spennandi kapplelk milli K.R. ogr VÍItllGS Fjölmennið á fyrsta kappleik ársins. Lúdrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 4.15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.