Vísir - 20.05.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 20.05.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaug sson Skrifstofur: Félagsprerttsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri 1 Btaðamenn Simi: Auglýsingar j 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla J 30. ár. Reykjavík, mánudaginn 20. maí 1941. 113. tbl. Winston Churchill flytur áhrifa- mikla hvatningaFFæðu. WEYGAND falin yfirherstjórn Bandamanna Stórkostleg gagnsókn Bandamanna í þann veginn að hefjast. EINKASKEYTI frá United £ress. London í morgun. Af öllu því, sem gerst hefir undangengin tvö eða þrjú dægur vekur þrent lang- samlega mesta athygli: Winston Churchill hefir flutt áhrifamikla og snjalla ræðu og eggjað Bandamenn lögeggjan að reka Þjóðverja af höndum sér. Hann kvaðst æðstu menn Frakklands, Lebrun ríkisforseta og Paul Reynaud, forsætis- og hermálaráðherra, hafa heitið sér því hátíðlega, að Frakkar myndi berjast til hinsta blóðdropa. í ræðu Churchills komu fram sterkar aðvaranir til Breta um hættur þær, sem yfirvofandi eru, en í ummælum þeim sem þegar hafa birst í blöðum, er litið svo & að Churchill hafi raunverulega boðað stórkostlega gagnsókn af hálfu Breta og Frakka og sé hin ógurlegasta orusta í þann veginn að byrja þar sem Þjóðverjar nú reyna að ryðja sér braut til sjávar til þess að króa herlið Breta og Belgíumanna inni, og hindra aðflutninga frá Bretlandi til Frakklands. í öðru lagi vekur það fádæma at- hygli að Weygand herforingi hefir tekið við yfirherstjórn Bandamanna í Frakklandi og á öllum vígstöðvum. Hann var hægri hönd Fochs marskálks í heimsstyrjöldinni og vann mest að undirbúningi hinnar miklu sóknar Bandamanna 1918 er leiddi til ósig- urs Þjóðverja. *'.i-!jl,: í þriðja lagi vekur það mikla athygli, að tilraunir Þjóðverja miðast nú að því að sækja fram til sjávar, til þess að því er virðist að króa her Breta og Belgíumanna inni, en ef Þjóðverjum tækist að brjóta sér leið til sjávar í Norður-Frakklandi gæti þeir hindrað herflutninga frá Bretlandi til Frakklands, en Bandamenn sjá fyrir þessa hættu og eru öflugar breskar vélahersveitir. á leið til vígstöðvanna í Norður-Frakklandi og er búist við stórorustu á þessum slóðum. í ræðu þeirri, sem Churchill flutti sagði hann m. a., að það væri jafn heimskulegt að draga dul á það hversu mikil hætta væri á f erðum og að leggja árar í bát. Chur- chill leiddi sérstaka athygli að því að Þjóðverjar hefði teflt fram á vígstöðvunum í Frakklandi mestum hluta vélasveita sinna og orðið fyrir gífurlegu tjóni, en að Æins lítill hluti af hinum prýðilega skipulagða og útbúna miljónaher Frakka hefði til þessa tekið þátt í bardögun- um. Slíkur her yrði ekki sigraður á f áeinum dögum, vikum eða jafnvel mánuðum, þótt óvinurinn sé hern- aðarlega voldugur. Churchill kvaðst hafa óbilandi trú á franska hernum og leiðtogum Frakklands, en þeir hefðu unnið þau helgu heit, að berjast meðan nokkur maður stendur uppi heldur en gefast upp. Churchill sagði, að Bandamenn yrði að einbeita öllum kröft- um sínum, til þess að sigra. Allir yrði að leggjast á eitt, fram- leiða sem mest af hergögnum og ekkert tillit mætti taka til ein- staklingshagsmuna. Takmarkið væri að eins eitt: Að heyja stríð og sigra, ekki að eins í þeirri orustu, sem nú geisar, heldur sigra í styrjöldinni. Ekkert, sem menn legði í sölurnar væri svo mikils virði, að það væri ekki þess virði að fórna því fyrir það, sem í húfi væri, en það væri hin svívirðilegasta harðstjórn og kúgun, sem veraldarsagan gæti um, og hinn blóðidrifni fer- ÚJ í Tékkkóslóvakíu, Póllandi, Dahmörku, Noregí og Hollandi bæri glegst vitni. Vér verðum að sigra, sagði Churchill og vér skulum sígra. Verði guðs vilji. Weygand tekur við af Gamelin. Ákvörðunin um að Gamelin væri farinn frá, var tekin á f undi Lebruns ríkisforseta, Paul Reynaud forsætisráðherra og Petains marskálks í gær. Til- skipunin um breytinguna var undirskrifuð af Lebrun. Wey- gand, sem nú tekur við yfirher- stjórn Bandamanna á öllum vigstöðvum er einn af frægustu herforingjum Frakka, sem nú er á lífi, að margra áliti hinn mikilhæfasti. Hann var aðstoð- armaður Fochs marskálks i heimsstyrjöldinni og Foch fól honum að vinna að undirbún- ingi sóknarinnar miklu 1918, er Þjóðverjar voru hraktir til baka og var það upphaf ósigurs þeirra. Sýnir þelta,- hversu Foch hefir treyst Weygand vel. Wey- gand gat sér mikið orð í Sýr- landi, er hann bældi niður upp- reistina á skömmum tíma, og kom þar brátt öllu í gott horf. Breytingar á frönsku stjórninni. Breytingar hafa verið gerðar á frönsku stjórninni og eru tvær mikilvægastar. Reynaud forsæt- isráðherra hefir tekið við her- málaráðherraembættinu af Daladier og gegnir þvi ásamt sinu eigin embætti, en Daladier verður .utanrikismálaráðherra. Hin liöfuðbreytiugin er sú, að Petain marskálkur, sem fræg- ustur er fyrir vörnina í Heims- styrjöldinni, hefir verið gerður að ur vara-fórsætisráðherra. Verð- hann hægri hönd Reynaud, meðan striðið stendur, endist honum líf og heilsa, en Petain er orðinn gamall maður, 84 ára að aldri. Hann hefir verið sendi- herra Frakklands á Spáni að undanförnu. Petain er, þrátt fyrir háan aldur, enn í fullu fjöri. Nokkurar aðrar breyting- ar hafa verið gerðar á stjórn- inni, m. a. verður Mandell inn- anríkisráðherra, en hann er einn af mikilhæfustu stjórnmála- mönnum Frakka, lærisveinn gamla Clemenceau, og honum líkur að skapferli. Á vígstöðvunum. Frakkar tilkynna, að á víg- stöðvunum fyrir sunnan Sedan, við Montemedy, hafi Þjóðverj- ar verið stöðvaðir. Búist þeir um til varnar og sýni það, að aðstaða þeirra sé orðin ótrygg- ari. Við Rethel hafa Frakkar gert gagnáhlaup og tekið aftur mörg þorp. Broddur fleygsins, sem Þjóðverjar ráku inn í varn- arkerfi Frakka, stefndi í áttina til Reims og Laon, og var því búist við, að Þjóðverjar myndu ætla að gera tilraun til þess að brjótast til Parísar. Þetta hefir nú breyst, að þvi er Frakkar segja, vegna harðrar mótspyrnu þeirra, og reyna þjóðverjar að ryða sér braut norðar og vestar. Hefir þeim orðið nokkuð á- gengt, en eins og getið er um ér að framan, er búist við stór- orustu á þessum slóðum, þvi að alt er í húfi, ef ekki tekst að stöðva Þjóðverja þarna. SeinUstu fregnir herma, að mest sé nú barist við St. Quentiu og Cambrai, og segja Frakkar, að Þjóðverjar hafi verið stöðv- aðir. Franskur hermálasérfræð- ingur sagði í dag, að verulegar breytingar hefði ekki orðið und- angengin sólarhring, Þjóðverj- ar hefði víðast verið stöðvaðir, en horfurnar væii enn mjög al- varlegar á nokkrum stöðum. WEYGAND. Gífurlegt manntjón. Manntjón og hergagnatjón Þjóðverja er ógurlegt. Það er sagt að þeir tefli fram, alt að 3000 35 og 70 smálesta skrið- drekum, og miklum sæg flug- véla. Bensíneyðsla Þjóðverja er gífúrleg, eða um 1000 smálestir á dag, að því er giskað er á. SJika eyðslu þola þeir ekki til lengdar. Það er kunnugt, að það er einn mesti erfiðleikí, isem þeir eiga við að striða, að afla sér nægilegs bensins. Þar sem Frakkar hafa hörfað undan, hafa þeir hvergi skilið eftir bensínbirgðir. Árásirnar á olíu- vinslustöðvar og oliubirgða- stöðvar Þjóðverja í Vestur- Þýskalandi hafa og mikla þýð- ingu. Það er kunnugt, að í tveimur næturárásum Breta á olíustöðvar við Hamborg og Bremen varð gifurlegt tjcm. Ummæli breskra blaða. Öll dagblöðin ræða nú við- burðina á vestur-vígstöðvunum og eru sammála um, að þessir dagar séu hinir alvarlegustu, sem Evrópa hef ir nokkuru sinni lifað. Öll eru blöðin þeirrar skoðunar, að Bandamenn muni nú berjast til þrautar og nota til hlítar alla orku sína og vara- birgðir af hergögnum. Alvara dagsins í gær lýsti sér i því, að börn voru flutt unnvörpum frá London til Wales, en hámarki sínu náði hún, þegar Churchill forsætisráðherra flutti útvarps- ræðu sína í gærkveldi og allur almenningur hlýddi alvörugef- inn á hin alvarlegu orð hans. Blöðin geta þess einróma, að aldrei hafi almenningur sýnt betur en nú á stund hættunnar, hvíliku rólyndi og þreki hanu er gæddur, og komast mörg þeirra svo að orði, að England megi vera stolt af sonum sínum og dætrum. Þá taka blöðin und- ir þau ummæli Churchill's, að almenningi myndi þykja það léttir, ef Þjóðverjar byrjuðu árásir á England, vegna þess að fólki myndi finnast það bera sínn hlut af hættunni með her- mönnunum í skotgröfunum, sjómönnunum á höfunum og flugmönnunum í loftinu. ioii í ílrllln? • Þjóðverjar krefjast þess að^fá að flytja herlið um Norður- Svíþjöð til Narvikur Samkvæmt símtali, sem United Press í New York hef- ir átt við aðalfréttastofu sína á Norðurlöndum, en hún er í Stokkhólmi, hafa Þjóðver j- ar gert mjög víðtækar kröfur á hendur Svíum. Hefir U. P. í Berlín spurst fyrir um þetta og fengið stað- f estingu á því að það sé rétt, að Þjóðverjar hafi krafist þess af Svíum, að fá að flytja her og nauðsynleg hergögn yfir N.-Svíþjóð til Narvíkur. Svíar hafa hafnað þessum kröfum og bent á, að þeir hafi lýst yfir hlutleysi í ó- friðnum. Samningar standa þó enn yfir. Kröfur þessar voru gerðar við sendiherra Svía í Berlín, en síðan á föstudag hef ir hann flogið þrisvar sinnum milli Berlínar og Stokkhólms. Svíar segja að, ástandið sé alvarlegt, en þeir gera þó ekki ráð fyrir, að Þjóðverjar leggi mikla áherslu á þetta fyrri en úrslit eru fengin að einhverju leyti í N.-Frakk- landi. Þá munu Þjóðverjar einn- ig ræða við Rússa. um þessi máh áður en þeir láta til skar- ar skríða. „Daily Telgraph" segir m. a.: „Þýskaland hefir nú kastað teningunum, og úrslitanna er að vænta næstu vikur, ef ekki næstu daga. En Þjóðverjar eru ekki búnir að vinna ófriðinn, þótt þeir leggi undir sig ný og ný landflæmi. Þeir hafa ekki sigrað hugarfar almennings, sem nú fremur en nokkuru sinni hefir snúist einhuga gegn þeim. Fólk, sem lifir i frjálsum lönd- um og nýtur fullra mannrétt- inda, getur ekki hugsað sér að lif a undir oki nasismans, og það mun berjast til þrautar, áður en það lætur af hendi réttindi, sem þvi eru jafn-dýrmæt og lifið sjálft. öllu þessu fólki er það ljóst, að Bandamenn berjast fyrir málstað þeirra allra." „Times" birtir grein um af- stöðu Bandarikjanna og segir þar m. a.: „Ávarp Roosevelts forseta til Bandaríkjaþingsins hefir orðið til að vekja oss Bandamönnum nýjan kjark og þrótt, einkum þegar vér athugum, hversu góð- ur rómur var gerður að máli hans vestra. Nú hafa næstum öll Þýskt heims- veldi trygt í 1000 ár. Þýska útvarpið lætur stöðugt mjög af sigrum Þjóðverja í Hollandi, Belgíu og Frakk- landi, og telur, að eitthvert mesta hernaðarafrek, sem unn- ið hafi verið í veraldarsögunni, sé afrek þýska hersins i siðustu viku, sem tryggi framtíð Þýska lands næstu þúsund árin. Holland sé algerlega yfir- unnið, Belgía að mestu, og hinn óvinnandi „kínverski múr" Frakka hafi verið rofinn á nokkrum dögum á 100 kiló- metra breiðu svæði. Borgara- stéttirnar frönsku standi agn- dofa og taumlaus ótti hafi grip- ið þær, með því að nú standi þær andspænis þeirri stað- reynd, að þær séu sviftar öllu öryggi í framtíðinni, en hinar sigUrsælu þýsku herdeildir munu halda áfram jöfnum gangi, „eins og klukka", um Belgiu og Frakkland, og afla sér aðstöðu til hernaðarað- gerða við Ermarsund, og muni þá Suður-Englandi ekki verða hlíft við kynningu af ófriðin- um. Þýska útvarpið segir enn- fremur, að ágreiningur sé milli Breta og Frakka um tilhögun varna í Norður-Fraklandi. ¦— Bretar leggi á það megin- áherslu, að varna Þjóðverjum aðgang að Ermarsundi, en Frakkar vilji verja París eins og unt sé. París segja Þjóðverj- ar í algeru hernaðarástandi. Allur viðbúnaður fari þar fram til þess að unt sé að hjúkra þúsundum særðra manna, og franska stjórniri sé þess albúin að flýja til Suður-Frakklands, eins og í fyrra stríði. Afrek hersins telur þýska út- varpið að þakka beri þjálfun hans og hárnákvæmri her- stjórn, en hið nýja vopn, sem ekki verði skýrt frá hvað sé, hafi átt mikinn þátt i hinum skjóta sigri og hafi fyllilega staðist þá raun, sem því var ætlað. Gera Þjóðverjar gys að því, að strax eftir fyrstu sigra þýska hersins hafi sú fregn flogið um öll lönd í öll- um heimsálfum, að þeir réðu yfir „dauðageislum" eða „dá- leiðslutæki", sem hefði þessi miklu áhrif á óvinina, en hér væri um hernaðarleyndarmál að ræða, sem ekki yrði frá skýrt nánar. Þjóðverjar telja sig munu halda áfram sókn sinni með sama hraða og áður, og mega menn þá eiga von á tiðihdum ekki minni þessa viku, en hina næstu á undan. Amerikuríki tekið undir áskor- un Uruguay um að senda sam- eiginleg mótmæli til Þýskalands gegn innrásinni í Norðurlönd. Frh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.