Vísir - 25.05.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 25.05.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VISIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. ísfiskstollurinxi. jþ AÐ getur enginn ágreinmgur verið um það meðai hugsándi manna, hvílík þjóðarnauðsyn það er, að sjávarútvegurinn komist aftur á sæmilegan fjár- hagsgrundvöll. I árslok 1937 var svo komið, að þeir sem kunnugastir eru afkomu sjávar- útvegsins töldu óhjákvæmilegt hrun framundan, ef ekki yrði gerðar sérstakar ráðstafanir þessum atvinnuvegi til viðreisn- ar. Vorið eftir var skipuð milli- þinganefnd í þessi mál og var •henni fyrst og fremst ætlað að rannsaka hag og rekstur tog- araútgerðarinnar. Nefndarstörf- in þóttu eklci ganga greitt og gerðust útgerðarmenn óþolin- móðir, þegar fram í sótti. Á fyrra þinginu 1939 var sú krafa borin fram, að íslensk króna skyldi skráð lægra verði en ver- ið hafði. Gengisbreytingin var samþykt með miklum meiri- hluta á Alþingi og má telja, að þar með hafi hyrjað það sam- starf, sem síðan hefir staðið milli þriggja höfuðflokka þings- ins. Gengisbreytingin og skatta- ívilnunin til útgerðarinnar sýndi hvort um sig, að hér var i það óefni komið, að ekki mátti tæp- ara standa um það, að ein ineg- rnstoð islensks atvinnulífs hryndi til grunna. Hvorttveggja var viðurkenning á því hörm- ungarástandi, sem útgerðin var komin í. Það var viðurkent af öllum þeim, sem á annað borð háru hag útgerðarinnar fyrir brjósti, að gera þyrfti sérstakar ráðstafanir henni til bjargar. Hinsvegar voru menn ekki sam- mála um, að sú leið, sem valin var, væri hin eina rétta. Það er vafalaust álitamál, hvort þessar ráðstafanir Alþing- is hefðu út af fyrir sig nægt til þess að rétta við útgerðina. Það má búa svo harkalega að þeim, sem framleiðsluna stunda, að nálega verði ekki bjargast. Kröfurnar, sem til útgerðarinn- ar voru gerðar, voru algerlega hlífðarlausar og fyrirhyggju- lausar. Baráttan gegn útgerðar- mönnum hafði verið álíka ó-b, vægileg og baráttan gegn versl- unarstéttinni. Það var ekki fyr en alt var komið á heljarþröm, að meirihluti Alþingis viður- kendi að „betur væri nú, ef Erpur Iifði“. Þetta síðastliðna ár hefir út- gerðin sætt alt öðrum aðbún- aði af hálfu þess opinbera en verið hafði. Þrátt fyrir það fer auðvitað fjarri því, að hagur útgerðarinnar sé enn kominn í viðunandi horf. Það sem útgerð- ina hefir vafalaust dregið mest, eru aflasölurnar til Englands. Þótt þær hafi vitanlega gengið misjafnlega, og fjarri sé því, að um þann stórgróða hafi verið að ræða, sem sum blöð hafa fjargviðrast svo mjög yfir, þá hafa þær engu að síður verið mikilsverður þáttur afkomu þessarar atvinnugreinar. Sá hængur hefir verið á afla- sölunum til Englands, að þar í landi hefir verið 10% tollur á innfluttum fiski. Þessi tollur var leiddur í lög eftir Ottawa- samþyktina 1932. í átta ár hefir islensk útgerð orðið að leggja á sig þungan bagga af þessum sökum ofan á þær margvíslegu byrðar, sem á liana hafa verið Iagðai- liér heima fvrir. Þrátt fyrir umkvartanir íslenskra út- gerðarmanna og endurteknar tilraunir af opinberri hálfu, hafa Bretar ekki fengist til þess að létta þessum skatti af. En nú hefir íslensku viðskifta- nefndinni tekist að ná sam- komulagi um afnám þessa skatts að miklu leyti. Hér er um stórfelt hags- munamál útgerðarinnar að ræða. Það er engan veginn hægl að áætla hverju þessi tollalétt- ing muni neina. Það fer eftir verðlagi og aflabrögðuin. Afli getur orðið svo seintekinn, framleiðslan svo kostnaðarsöm og verðið svo óhagstætt, að jafnvel þessi úrlausn tryggi ekki afkomuna. En vonandi kemur ekki til þess. Hitt er von manna, að þelta geti orðið einn þátturinn i ]>ví, að útgerðin komist fram úr hinum lang- vinnu þrengingum sinum, svo ekki þurfi oftar að grípa til ráð- stafana, sem koma niður á al- menningi i landinu, til styrktar þessum atvinnuvegi. a Reyk javíkurmótið: K.R. ogValur (Meistaraf lokkur) á morgun. Keppinautarnir gömlu, K.R. og Valur, hittast á morgun, og er það þriðji leikurinn í fyrri umferð Reykjavíkurmótsins. Menn biða þessa leiks me'ð spenningi, en margir munu þó telja, eftir frammistöðu félag- anna í leikjunum um helgina, að Valur muni bera sigur úr býtum og það auðveldlega. Um úrslitin skal engu spáð hér, en hitt er víst, að K.R.-ing- ar munu standa sig betur en gegn Víking, því að Valur hefir altaf verið „höfuðóvinurinn“. Auk þess er víst óhætt að full- yrða, að leikurinn við Val á morgun skeri úr um það, hvort K.R. hefir möguleika á að sigra á mótinu. 1. £1. mótid: K. R. og Fram sigruöu í fyrstu umferð. Það verður víst altaf munur á Meistaraflokki og 1. flokki. í. Meistaraflokkinn veljast þeir menn, sem bestir eru að upp- Iagi, svo að þótt báðir flokkar sé jafnvel æfðir, stendur Meist- araflokkur sig betur, og er það rétt skv. öllum lögmálum — sá, sem er betri, á altaf að standa sig betur. Menn gátu þó ekki varist þeirri hugsun í gær, að 1. fl. gæti verið betri, ef fullur vilji allra aðila væri fyrir liendi. En þetta á vafalaust eftir að lagast — alt tekur sinn tíma og ekki sist í iþróttamálum vorum. Kapp var nokkuð í báðum leikjunum. Hafði fengist sam- þykki K. R. R. á því, að liálf- leikur yrði aðeins 30 mín., en dómaranum — Baldri Möller — var ekki tilkynt það, svo að hann lét K. R. og Val leika öllu lengur en 30 mín. — K. R. setti mark sitt á 28. mín., samkvæmt klukku dómarans B. M., en ekki eftir að liðnar voru rúmlega 30 mínútur, eins og sumir álíta. — Sigraði K. R. með 1:0. Síðari leikurinn, milli Fram og Víkings, fór svo, að Fram’ sigraði með 3:1. Voru Framarar að öllu leyti leiknari og snarp- ari en Vikingar. Næstu tveir leikir fara fram fimtudaginn 6. júní. Syknrskamturinn. J^ÝLEGA var auglýst hve miklum sykri verður út- hlutað til almennings í sumar, og hefir verið frekar dregið úr sykurskamtinum. Engin heim- ili munu hafa neitt aflögu frá daglegri neyslu. Eg á þar við sykur í berjalög og aðrar afurð- ir úr berjum, rabarbara o. fl., sem venja er að afla sér seinni part sumars og geyma til vetr- arins. Almenningur hefir síðustu árin sýnt virðingarverðan á- huga á því að hirða krækiber og bláber, frekar en áður hefir átt sér stað, og vinna úr þeim saft og sultu. Líka er farið að leggja áherslu á að rækta berja- runna i görðum, frekar en áður. Mikið líka gert að því að mat- búa rabarbara til vetrarins. En frá sykur-yfirvöldum landsins birtist ekki nein til- kynning um, hvort húsmæðurn- ar eigi að fá aukalegan sykur- skamt seinni part sumars í þessu skyni. Það veit hver mað- ur, sem til þekkir, að mikill sykur er notaður í saft og sultu. Sykurinn hefir þar tvennskonar ætlunarverk: Hann hefir mikið næringargildi, og setur þægileg- an keim á matinn; en lika ver hann þessi matvæli skemdum, vegna þess að myglusveppir og gerlar þróast ekki í megnri syk- urlausn. Að vísu er farið að nota rotvarnarefni, einkum í Elstu bælur lanilsbfika- salusins. Ritaukaskrá fyrir áriö 1939. Blaðinu hefir nýlega borist Ritaukaskrá Landsbókasafns- ins fyrir árið 1939, og er útgáf- unni hagað á sama hátt og tíðk- ast hefir. Við árslok var bóka- eign safnsins 147835 bindi, en handrit 9106. Af prentuðum bókum hefir safnið eignast á árinu 2122 bindi, þar af auk skyldueintaka 881 gefins. Stærstur gefandi hef- ir hr. forlagsbóksali dr. Ejnar Munksgaard verið. Handrilasafnið hefir aukist um 32 bindi á árinu. Gefið hafa: Árni Þorvaldsson mentaskóla- kennari, Akureyri, 2 bindi, böm Páls Ardals skálds 4, Elín Þor- steinsdóttir, Vestmannaeyjum, 1, Háskóli Islands 1, Sigfús Sig- mundsson kennari í Reykjavik 2, cand. theol. Sigurbjörn Á. Gíslason, Reykjavik, 4 bindi. Aðsókn hefir alhnikil á lestr- arsal safnsins. Lánuð liafa verið samtals 20185 bindi, en af liand- ritum 7055. Lesendur liafa ver- ið 13537. A sérlestrarsatofu voru lesendur 70, lánaðar bæk- ur 68, handrit 57. Á Þjóðskjala- safni, Náttúrugripasafni og í sænska lierbergi voru lánaðar 457 bækur og 165 handrit. Af erlendum söfnum voru fei\gin að láni 21 handrit og 24 bækur. I útlánssal hafa verið lánuð 9038 bindi, en lántakendur voru 765. Með tilliti til 500 ára afmælis prentlistarinnar hefir verið prentuð með ritaukaskránni skrá yfir elstu bækur, sem safn- ið á, en Pétur Sigurðsson liá- skólaritari hefir samið það yfir- lit. Virðist elsta bók safnsins vera frá árinu 1480 og nefnist hún: Rationale divinorum offi- ciorum. I henni eru upphafs- stafir allir dregnir með rauðum lit og rautt strik í gegnum alla stóra stafi í bókinni. — Skrá þessi nær aðeins yfir Norður- landabækur, sem prentaðar eru hrásaft og hrásultu, og má þá komast af með minni sykur en áður. Það væri nauðsynlegt að fá nú þegar yfirlýsingu um fyrir- ætlanir skömtunarnefndar í þessu efni. íslenskar húsmæður eru reyndar þolinmóðar gagn- vart ýmsum vanhugsuðum tak- mörkunum síðari ára, á inn- flutningi nauðsynlegra og hollra matvæla; má þar nefna, að þeim er t. d. meinað að kaupa sveskjur og rúsinur, sem, eru mikils virði við matreiðslu. Aldrei hefir verið færð fram nein skynsamleg ástæða til að taka fyrir þenna innflutning. Það er mikið klifað á því, að best sé að búa að sínu, og færa sér í nyt afurðir landsins. En eg liygg, að lítið verði gert að því að fara í berjalöndin í sum- ar, ef sykur vantar í berjaaf- urðirnar. Og svipað mun fara með rabarbaraframleiðsluna. — Vafalaust dregur ]>að æði mikið úr rabarbararæktinni, að menn búast ekki meir en svo við aukalegum, ríflegum sykur- skamti seinni part sumars. Það kann að ríkja svo mikil óvissa á þessum timum, að erf- itt sé að lofa tilteknu sykur- magni fyrirfram. En steinþögn úthlutunarnefndar er vissulega óheppileg. Hún ætti að liefja raust sín, og tala til fólksins. G. CI. fyrir 1600 og aðrar erlendar bækur, prentaðar fyrir 1550. Nýtt kaffihús Annað kvöld verður opnað nýtt kaffihúsi sölum Oddfellow- liússins og verður það framveg- is opið á hverju kveldi. Dansað verður frá kl. 9—11% og leikur hin vinsæla ldjómsveit Aage Lorange undir dansinum. Hinn vinsæli veitingamaður, Egill Benediktsson og kona lians, Margrét Árnadóttir, sem rekið hafa veitingar í Oddfellow- liúsinu undanfarin ár og í Stú- dentagarðinum í vetur, eru for- stöðumenn kaffihússins. Munu menn fagna því að liin- ir vistlegu salir Oddfellowhúss- ins eru opnir daglega fyrir al- menning. Við og við verða ýms atríði til skemtunar fyrir gestina og annað kveld syngur Blá- stakkatríóið ný lög. Kappreiðar Fáks. Fyrstu kappreiðar hesta- mannafélagsins Fáks á þessu ári hefjast kl. 2 á morgun. Þær hafa venjulega farið fram á annan hvítasunnudag, en að þessu sinni var ekki hægt að halda þær þá. Aðalleiðsla hitaveitunnar ligg- ur þvert yfir völlinn og varð jarðraskið svo mikið vegna þessara frantkvæmda, að ekki var hægt að nota hann, fyrri en búið var að laga liann aftur. Nú hefir það verið gert, og er völl- urinn tilbúinn til notkunar. Eins og undanfarin ár verður kept í 350 og 300 metra stökki, 250 m. skeiði og 2 km. þol- ldaupi. Verður margt góðra gæðinga meðal keppenda, enda eiga Reykvíkingar marga góða hesta. Auk þess verða hestar úr nærsevitunum látnir spreyta sig við „bæjarmennina“. Happdrættið. Á mónudag verður dregið i happdrættinu, sem Fákur hefir stofnað til. Er þar gæðingur einn til verðlauna. Gæðingurinn heitir Geysir og vann hann fern fyrstu verðlaun á kappreiðun- um í fyrra. Frakkar ogr sí y r| öldin Eftir William Henry Chamberlain. Amerísku blaðamaðurinn William Henry Chamberlain hefir ferðast um Frakkland, til þess að kynna sér með eigin augum og eyrum hverjum aug- um menn — almenningur í borgum, bæjum og sveitum Frakklands — lítur á styrjöld- ina. Hefir hann skrifað greina- flokk um þetta efni. Birtist hér einn kaflinn í meginatriðum. Hver er afstaða almennings í Frakklandi til styrjaldarinnar ? Er baráttuhugur þjóðarinnar mikill — á vígstöðvunum — og „heimavígstöðvunum“? Þetta voru spurningar, sem eg að sjálfsögðu leitaðist við að svara, á ferðum mínum um Frakk- land, m. a. um mestu iðnaðar- borgir landsins, Lyon, Marse- ille, Bordeaux, Nizza og fleiri, eða í sveitahéruðum, þar sem alt er eins ólíkt og vera má París og umhverfi hennar, sem flest- ir, er til Frakklands koma, fá mest kynni af. Það er t. d. fróð- lega að kynna sér til saman- burðar hugsunarhátt fólksins í París og fólksins við rætur Pyreneafjalla, í Rónardalnum eða héruðunum við strendur Miðjarðarliafs. Nú þarf ekki neinum getum að því að leiða, að hlutverk fréttaritarans er vandasamt í landi, sem á i styrjöld. Hann verður að fara varlega, þvi að grunur hvílir á öllum. Og hon- um verður líka stundum litið ágengt. Allstaðar eru stórar aug- lýsingar með aðvörunum svo sem: „Látið kyrt liggja. Treyst- ið engum. Veggirnir liafa eyru.“ Það er ekki furða, þótt menn séu aðvaraðir, því að Þjóðverj- ar hafa haft margt njósnara í Frakldandi og mildð verið sagt frá atferli þeirra. Er ekki nema eðlilegt, að litið sé með nokk- urri grunsemd á erlenda menn, og þá eins blaðamenn, sem spyrja menn spjörunum úr. Eg varð þess mjög greinilega var, þegar eg kom inn í rit- stjórnarskrifstofu kunns blaðs í borg í Suður-Frakklandi. Rit- stjórinn horfði með grunsemd í augum, ýmist á mig sjálfan eða meðmælabréfið, sem eg hafði meðferðis frá Upplýs- ingarmálaráðuneytinu í París, og neitaði harðlega að svara meinlausum spui’ningum eða ræða mál, sem áhættulaust var að tala um, — liann vildi ekkert segja um hver áhrif stríðið hefði liaft á hugsunar- hátt manna og líf yfirleitt, í borg þeirri, sem lianp bjó og starfaði í. í hvert skifti, sem eg spurði einhvers, var sem liann engdist sundur og saman og kendi sáran til, og svo stakk hann upp á þvi, að eg leitaði upplýsinga lijá lögreglunni, eða færi aftur til Parísar. Eða þá, að eg leitaði mér upplýsinga með þvi, að fletta upp í alfræði- orðabók. Eg hvarf fljótlega frá hon- um, því að eg sá fljótlega fram á, að eg mundi lítið græða á frekari viðræðum. Nú, það var ef til vill hægt að skilja þessa of-varfærni ritstjórans. Þó gat eg ekki varist því, að hugsa sem svo, að leitt væri að finna slíkan hugsunarhátt, verða var ótta við einhvern ósýnilegan „frétta- skoðara“ — í jafn Iýðfrjálsu landi og Frakklandi, ]>ar sem menn altaf hafa metið frjálsa hugsun og einstaklingsfrelsi mikils. Slíkan ótta og varfærni liefði eg frekar búist við að finna í einræðislandi en í lýð- ræðislandi. En sem hetur fer var þetta ekki ahnent. Ekki ein- kennandi fyrir menn alment. En það var nóg til þess að sann- færa mig um, að það var ekki auðvelt, á styrjaldartímum, að komast niður úr yfirlxn'ðinu, til þess að skygnast um, þar sem auðið var að sjá livað lifði og hrærðist í hugum fólksins. En það var það, sem eg vildi fá að vita, hvernig menn liugsuðu, hvernig tilfinningalífi ]>eirra var Iiáttað á þeim tíma, sem stend- ur yfir. Auk þeirrar grunsemdai- í garð erlendra blaðamanna, sem hér liefir verið gerð að umtals- efni, er þess að geta, að oft eru birtar fregnir um það í frönsk- um blöðum, að kommúnistar hafi verið liandteknir, eða ein- hver hafi verið dæmdur í fang- elsi fyrir landráðatal. Af ]>essu leiðir, að þeir, sem óánægðir eru, þora vart eða ekki að láta skoðanir sínar í ljós. Að því sleptu, sem hér hefir verið gert að umtalsefni, vildi eg segja, að hjá Frökkum af öllum stéttum varð eg var þeirr- ar skoðunar, að það ástand, sem nú er ríkjandi, verði að hverfa, — það, verði einhvern enda að fá. „II faut en finir.“ Þannig hugsa jafnt hermenn sem aðrir. Frakkar af öllum stéttum eru þreyttir á óvissunni. Þeir geta ekki sætt sig við þá tilhugsun, að menn verði að búa við hót- anir og ofbeldi. Menn eru al- ment þeirrar slcoðunar og kref j- ast þess, að öryggið grundvall- ist ekki á vélbyssum og fallbyss- um. Þessi hugsunarháttur Frakka er hinn trausti grund- völlur, sem franskir stjórnmála- menn byggja á, er þeir neita að fallast á nokkura skilmála, sem ekki tryggja varanlegan frið. Þeir vilja eklci framhald á of- beldi og ágengni. Læknir einn við Miðjarðar- haf sagði við mig, að það yrði að stöðva Hitler. Það er ekki hægt, sagði læknirinn af ákafa, að leyfa nokkuri þjóð að stela hverju landinu á fætur öðru, frekara en að láta það viðgang- ast, að þjófnum haldist uppi að stela pyngjum meðborgara sinna. Hann kvaðst hafa verið í hernum öll Heimsslyrjaldarár- in. Þrátt fyrir háan aldur var hann nú kvaddur í varaliðið, en fékk brátt lausn. „Lífið ætlar oss annað og betra hlutverk“, sagði hann, „en að leika her- menn. Við verðum að greiða gífurlega skatta. Engir okkar, sem komnir erum á minn ald- ur, vitum hvernig fer — hvort Reykjavíkurmótið. Meistaraflokkur Á morgun kl. 8,30 keppa hiniF gömlu og góöu keppinautar K.R.-VALUR Leikupinn sem allip vilja sjá.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.