Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 3
VtSIR Fjöldi manns var á íþrótta- vellinum þrátt fyrir leið- indaveður. Veður var leiðinlegt til íþróttakepni í gær, hvast á sunnan (4—5 vindstig) og nokkur úrkoma um tíma. Fjöldi manns var þó samankominn á íþróttavellinum til að sjá átök íþróttamanna, að líkindum tæp 3000 manns. Töf nokkur varð á að íþróttimar hefðust, en síðan var gangurinn viðunandi. Þó stóð nokkuð lengi á boðhlaupi 20X80 metra. Úrslil í hinum ýmsu íþrótta- greinum urðu sem hér segir: 100 metra hlaup. 1. Brandur Brvnjólfsson, Á. 10.9 sek. 2. Haukur Claessen, Iv.R. 11.4 sek. 3. Jóhann Bernhard, K.R. 11.5 sek. 4. Jóliannes Einarsson, F.H. Hlaupið var undan allsterk- um vindi. Tími Brands er sami og met Sveins Ingvarssonar úr K.R., sett 1938. Sveinn var ekki með í þetta sinn. Brandur bar af í þessu hlaupi, var um 5 metra á undan keppinautun- um, og er íþróttamaður, sem menn munu hér eftir veita meiri eftirtekt. Hann á eftir að taka enn meiri framförum, þó hann sé aðallega knatt- spyrnumaður. Kringlukast. 1. Ólafur Guðmundsson, I.R. 38.05 metra. 2. Kristján Vattnes, K.R. 37.66 m. 3. Gunnar Huseby, K.R. 37.37 m. 4. Sigurður Finnsson, K.R. 30.96 m. Þetta er í fyrsta sinn siðan 1935, sem Kristján bíður ósig- ur fyrir Ólafi, en samt á Ólafur metið, sem kunnugt er. Gunn- ar Huseby, sem aðeins er 16 ára gamall, verður þeim skæð- ur keppinautur hvað liður. Kastað var undan vindi, en að líkindum hefði árangur orðið mun betri, ef kastað hefði ver- ið gegn vindinum. 800 metra hlaup. 1. Sigurgeir Ársælsson, Á. 2 mín. 4.9 sek. 2. Haraldur Þórðarson, Stj. 2 mín. 16.1 sek. 3. Halldór Sigurðsson, Á. 2 mín. 19.0 sek. Um þetta hlaup er aðeins það að segja, að Sigurgeir var sam- keppnislaus, og er liklegur til að setja nýtt met, ef liann fær góðar aðstæður i neesta sinn, «em hann reynir. Hástökk. 1. Sigurður Sigurðsson, I.R. 1.73 m. 2. Kristján Vattnes, K.R. 1.71 m. 3. Sigurður Norðdahl, Á. 1.71 m. 4. Oliver Steinn, F.H. 1.6714 m. Kepnin var hér hörð og jöfn og árangur nokkuð góður, þeg- ar allar aðstæður eru teknar með í reikninginn. Teljast verð- ur merkilegt, að Sigurður Sig- urðsson skuli geta komið hve- nær sem er og unnið hástökk- ið — jafnvel alveg óæfður, eins og nú, — og sýnir það mikla hæfileika. Hann gæti verið okk- ar besti iþróttamaður, — en þvi miður er áliuginn af skornum skamti. Auk þessara íþrótta fór fram boðhlaup 20x80 metra, fyrir viðvaninga (nokkrir kepp- enda voru þó margfaldir Is- landsmeistarar!), og lauk því með sigri Ármanns yfir K.R., — en aðeins þessi tvö félög keptu. Lika fór fram pokalilaup og kepni um að „slá köttinn úr tunnunni“, og vöktu mikla skemtun. Öðrum íþróttagreinum var frestað til næsta góðviðris- kvölds. Af þessum íþróttakepnum varð eitt ljóst, og það er það, að átökin verða hörð milli Ár- manns og K.R. á Allsherjar- mótinu í næsta mánuði. Sólon. Uppsögn Mentaskólans. 51 stúdent útskrifaðist. Mentaskólanum var sagt upp í gær í neðri deildar sal Alþing- is. Úr skólanum útskrifuðust 51 stúdent, þar af 27 úr mála- deild og 24 úr stærðfræðideild. Auk þess útskrifuðust 48 gagn- fræðingar, þar af 21 utanskóla- nemandi. Hér fara á eftir nöfn hinna nýju stúdenta: Máladeild: Agnar Bogason, II. eink. Anna Ólafsdóttir, ágætiseink. Ásta S. Traustadóttir, I. eink. Bodil Sahn Smith, I. eink. Erla Magn- úsdóttir, I. eink. Finnur Ivrist- jánsson, II. eink. Geirþrúður H. Sivertsen, I. eink. Georg Sig- urðsson, II. eink. Guðmunda Stefánsdóttir, II. eink. Guðni Þ. Bjarnason, II. eink. Gunnar Gíslason, I. eink. Gunnlaug Hannesdóttir, II. eink. Halldór J. Jónsson, I. eink. Jón M. Árna- son, II. eink. Kristjana P. Helga- dóttir, II. eink. Oddný E. Stef- ánsdótlir, I. einkunn. Os,wald Wathne, I. eink. Pétur Sigur- geirsson, I. eink. Ragna Krist- jánsdóttir, II. eink. Sigríður H. Aðalsteins, I. eink. Sigrún Helgadóttir, I. eink. Slcúli Han- sen, I. eink. Stefán G. Svavars, II. eink. Þorsteinn Ólafsson, II. eink. — Utan skóla: Guðrún Stephensen, I. eink. Hannes PáLsson, III. eink. Páll Pálsson II. einkunn. Stærðfræðideild: Björgvin Sigurðsson, II. eink. Brynhildur Kjartansdóttir, II. eink. Egill Sigurðsson, II. eink. Eggert Thorarensen, H. eink. Guðjón Ásgrimsson, II. eink. Guðlaugur Einarsson, II. eink. Gunnar Hjörvar, II. eink. Gunn- ar Vagnsson, I. eink. Hulda Sveinsdóttir, I. eink. Ingi Ei- ríksson, I. eink. Ingi G. Ú. Magnússon, I. eink. Ingólfur Aðalhjarnarson, I. eink. Jón S. Ólafsson, II. eink. Jón Þórar- insson, II. eink. Ólafur Gutt- ormsson, III. eink. Ólafur Páls- son, I. eink. Sigríður Theódórs- dóttir, I. eink. Sverrir Kr. Sverr- isson, I. eink. Úlfar Jónsson, I. eink. Þórarinn Reykdal, II. eink. — Utan skóla: Jón Bergmann, II. eink. Þorsteinn Þorsteinsson, III. einkunn. Skólasei Mentaskólans. Dregið var í happdrætti skóla- selsins hjá lögmanni í gær og komu upp þessi númer: 4682 útvarpstæki, yjo hringferð með, Esju umhverfis land, 2/jp vikudvöl á Laugarvatni í sumar, 2373 peningar (100 kr.), 285 bíiferð til Akureyrar, 1823 eitt tonn af kolum, 2379 stóll og borð, 3773 svefnpoki, 1308 skíðaskór, 3308 peningar (50 kr.), 2321 hálft skpd. af saltfiski, 1554 málverk eft- ir Kjarval, 3300 peningar (25 kr.), 2030 lindarpenni, og 416 peningar (25 kr.). — Vinninga má vitja til Valdimars Sveinl>jörnssonar, Berg- þórugötu 23. Bre§ka npplýsmgra* málaráðnne^tið. Miðstöð eusku stríðsfréttanna er í háskóla Lundúnaborgar — byggingu með turni, er gnæfir hátt yfir borgina. Það er hæsti turn Lundúna. Hann er 65 metra hár og til að sjá sýnist hann vera 19 hæðir, en það er að því leyti rangt, að efsti lduti turnsins er ekki hólfaður í sund- ur, heldur er þar „innantómur geimur eins og heilabúið á ráðuneytinu sjálfu“, eins og breskir gagnrýnendur liafa komist að orði. Það eru ekki nema 16 liæðir i turninum. Upplýsingaráðuneytið, er stendur undir stjórn A. Duff- Cooper, lætur breskum ræðis- mönnum og sendiherraskrif- stofum víðsvegar um heim myndir og upplýsingar allskon- ar í té; það annast kvikmynda- tökur, eins og t. d. á myndinni „Ljónið hefir vængi“, sér um bókaútgáfu, leiðbeinir breskum útvarpsstöðvum og hefir eftirlit með öllu því, sem sagt er og skrifað er um Bretland, hvar sem er í heiminum. 1 háskólabyggingunni er sömuleiðis fréttastofa blaða og ritskoðunin breska, sem um stundar sakir hefir verið skilið í sundur frá utanríkismálaráðu- neytinu. Þar er unnið úr helstu vandamálum blaðanna, gefnar út opinberar tilkynningar fréttastofunnar og ráðuneytis- deildanna ensku, þar eru og teknar til meðferðar óskir er- Iendra blaða og blaðamanna. — Allar ráðuneytisdeildirnar, flug- mála-, flota-, hernaðar- ásamt öllum hinum liafa sér hver sinn fulltrúa. I háskólabyggingunni, og stundum reyndar einstökum stj órnarráðsbyggingum, f ara fram blaðamannaráðstefnur með reglulegu millibili. Þannig efnir t. d. flotamálaráðuneytið vikulega til fundar fyrir bresk blöð. Á svipaðan liátt boða aðr- ar stjórnardeildir blaðamenn á fund sinn. En utanríkismála- ráðuneytið býður blaðaínönn- um daglega til sín. Ritskoðendurnir hafa margar skrifstofur og í flestum tilfell- um afgreiða þær innan fárra mínútna alt, sem undir þá heyr- ir, fréttir eða annað efni til hlaða. Finni þeir í frétt eða handriti eitthvað athugavert, eða eitthvað, sem ekki má segja, er það sent til sérstákrar rit- skoðunarskrifstofu, þar sem bætt er úr þeim göllum, sem á því eru. Þessi skrifstofa gefur öðru liverju út tílkynningar um það, hvað blöðin megi segja og Iiváð ekki. Blaðasímtöl til erlendra blaða í Öllum álfum heims fara fram úr háskólabyggingunni, þar sem heill salur hefir verið Iiólfaður niður í símaklefa. Þeg- ar fréttaritarar erlendra blaða vilja eða þurfa að tala við blöð- in sín, er þeim skylt að sýna innihald efnis J>ess, sem þeir ætla að segja. Um leið og samtalið hefst, setur ritskoðandi sig í samband, svo að bann heyrir hvert orð sem talað er. Ef eitt- hvað er sagt, sem ekki má, slít- ur ritskoðandinn óðara sam- bandinu. Upplýsingamálaráðuneytið — en einkum þó fréttadeild þess og ritskoðunin — hefir oft sætt harðorðri gagnrýni í enskum blöðum. Því liefir verið borið á brýn, að það starfaði í alt of skriffinskulegum anda, að það neitaði um birtingu alt of margra frétta, að það gæfi ekki út nægilega tæmandi uppjlýls- ingar og að það starfaði ekki með þeirri elju og því fjaður- magni, sem þörf krefði. Skorturinn á stríðsfréttum í Bretlandi á rót sina að rekja til varúðar hinna ýmsu ráðuneyt- isdeilda, einkum flotamála-, flugmála- og hernaðarráðu- neytanna. En þau vilja sem allra minstar upplýsingar gefa, af ótta við að þær snúist gegn þeim sjálfum í höndum óvin- anna. Fréttariturum er ekki leyft að skoða flotastöðvar, flugvelli eða hermannaskála. Þó eru að- eins veittar undanþágur frá þessu í sambandi við hópferðir blaðamanna, í svokölluðum „Cooks ferðum“. Frásagnir af orustum mega fréttaritarar aldrei senda blöðum fyrir en ritskoðunin hefir lesið þær og breytt því, sem henni sýnist. Að vísu hafa enskir fréttaritarar á vígvöllunum í Frakklandi nokk- urt frjálsræði í að skýra blöð- um sínum frá viðburðum, sem }>eir hafa sjálfir séð eða verið viðstaddir, en þeir hafa hins- vegar ströng fyrirmæli um hvað segja má og livað ekki. Veður- fregnir má ekki senda til út- landa og fregnir um skipstöp eru aldrei birtar fyr en full vissa hefir fengist um, að skipin séu að fullu og öllu glötuð. Gjör- samlega bannaðar eru fréttir um hernaðarútbúnað og her- gagnaframleiðslu, um herafla og herstöðvar, herflutninga og varalið alt. Ensk blöð eru skyld að senda alt það, sem að hern- aðarmálum lýtur, til ritskoðun- ar áður en það er birt. Vegna síaukinnar verðhækk- unar á pappír og jafnframt vegna auglýsendafækkunar, liafa ensku blöðin minkað um þriðjung frá stærð þeirra fyrir stríðið. Hið nýja viðhorf. Ummæll breskra blaöa. London í morgun. Bresku blöðin ræða í morgun hið nýja viðhorf, sem er að skapast í ófriðnum, og kemur livarvetna fram sú skoðun, að Bretum beri að berjast þar til yfir lýkur, hvað sem ákvörðun Frakka líður. „Daily Telegraph1* birtir rit- stjörmargrein undir fyrirsögn- innl „Fram til sigurs“. Er þar fyrsít farið nokkrum orðum um örðugleika franska hersins og þá lietjulegu baráttu, sem liann hafi leyst af hendi við hin erf- iðustu skilj-rði. Síðan segir í greininni: „Bretland og samveldislönd þess sjá ekki ástæðu til að láta hið breytta viðhorf hafa nein á- hrif á þá ákvörðun þeirra, að berjast til þrautar. Þau eru viss í sinni sök og þau liafa trú á málstað sinn. Fyrri ófriðir hafa sannað það, að breski herinn hefir aldrei barist af eins mikilli lireysti og þrautseiglu eins og í loka-viðureignunum. Það er hæfileiki þjóðar vorrar til að berjast til þrautar og vinna síð- ustu viðureignina, sem hefir fært henni lokasigurinn í öll- um styrjöldum síðustu þrjú hundruð ára. England býr sig nú undir það, að nasisminn beini öllum sín- um ægilegu morðvopnum að ströndum þess. Það verða hin sömu vopn og beitt hefir verið gegn öðrum Iöndum — ef til vill ný vopn. En breska þjóðin er við öllu búin. Vér höfum nægar loftvarnir og sterkan lofther, og vér getum bæði varist árás- um og gert gagnárásir á þýsk- ar birgðastöðvar, hergagnaverlc- smiðjur og flugA'elIi. Það er því engin ástæða til að óttast árásir Þjóðverja, þó að vér getum ekki vænst þess, að eiga rólegar stundir i sumar. Aðalatriðið er að allir geri skyldu sína; þá er England ekki i neinni hættu.“ „Times“ segir m. a. í forystu- grein: „Vér erum í yfirvofandi hættu, en það höfum vér verið oft áður. Vér niunum nú, eins og fyr, berjast til úrslita. Það leit illa út fyrir Englandi í Na- poleonsstyrjöldunum, þegar einn liervaldi réð fyrir allri Ev- rópu og liafði snúið vopnum sinurn gegn oss. En vér sigr- uðum þá, og fvr eða siðar mun Hitler einnig eiga sitt Water- loo.“ Bobíop fréftír Hótelrottur heitir smásagnabók, eítir Guð- mund K. Eiríksson, sem kom út i dag á kostnað Isafoklarprentsmiðju. Póstferðir á morgun. Frá Rvik: Þingvellir, Laugar- vatn, Akranes, Borgarnes, Húna- vatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og S.-Þingeyjarsýslupóstar, Lax- foss til Vestmannaeyja, Egilsstaðir, Eskifjörður, Reyðarf jörður. — Til Rvikur: Þingvellir, Laugarvatn, Akranes, Borgarnes, Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og S.- Þingeyjarsýslupóstar, Snæfellsness- póstur. Innanfélags happdrætti Hins íslenska prentarafélags. Þessi númer hlutu vinninga: 233 (4ra manna tjald, svefnpoki og ferðaprímus), 639 (Saga Eldeyjar- Hjalta eftir Guðm. G. Hagalin), 912 (6 skáldsögur eftir Kristmann Guðmundsson), 106 (ísland í myndum), og 909 (Farseðill að Hólurn og til baka). Vinninganna sé vitjað í Félagsprentsmiðjuna. Ýmsir menn hafa snúið sér til blaðsins og beðið það að koma því til hlutað- eiganda, hvort ekki væri hægt að fá sýnda revyuna 1940, Forðum í Flosaporti, þar eð þeir af margvis- legum ástæðum gátu ekki komið J>ví við að sjá leikinn, meðan sýn- ingar stóðu yfir. Gerir blaðið hér með bón þessara manna. Næturlæknir. Kjartan Ólafsson, Lækjargötu 6B, sími 2614. Næturvörður í Ing- ólfs apóteki og Laugavegs apóteki. Næturakstur. Litla bílstöðin, Lækjartorgi, simi 1380, hefir opið i nótt. Útvarpið í kvöld. Laxf oss | fer til Vestmannaeyja á | morgun kJ. 10 síðd. Flutnimgi veitt móítaika til kl. 6. Bakarí. Hér með tilkynnísf gönsl- um viðskifiavinum að eg Ittefá byrjað brauða- og kökugerSá Frakkastíg 14. Sendi um allan bæ. Jóh. ReyndaL Símí: 3727. Notað TIIUUR og , |[Þ A K .1ÁR M til SÖlu. • . • i , Uppl. i síma 2551. Börn sem sótt hafa um sumardwSil á bamaheimilum. Vorboðaits komi til læknisskoðunar í Líkn kl. 814 í íyrramáiiið (miðvikudag). Graskýll til söln Eitt besta grasbýli í Soga- mýri er ti.l sölu nú þegar. — Uppl. gefur. HAR. GÚÖMUNDSSON, löggiltur, fástéignasaE, Hafnarstræti 15, Símar 5415" og 5414 heíma. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög úr óperettum. 20.00 Fréttir. 20.30 Út- varpssagan: „Ströndin blá“, eftir Kristmann Guðmundsson, XVII. Sögulok. (Höf.). 21.00 Hljómplöt- ur: ,,Föðurland mitt“, tónverk eft- ir Smetana, ReykjaVíkurmótið, Meistaraflokkur, seinni umr jerð, hefst aftur annað kvöld kl. 814. Þá keppa K. R. og Vik- ingur. Vantar góða stofu og eldhús. Uppl. í sima 5327. (G rotri án S teinway)"* 1 til sölú strax-—UppL. í Versl.. B.. H. Bjamason. er miðstöð verðbréfavíB- skiftanns. •— VAIDAR ÍSLENSKAR

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.