Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 18.06.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifstofur: Félagsprentsmiðjan (3. hæö). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkcri 5 línur Afgraiðsia 30. ár. Reykjavík, þriðjudaginn 18. júní 1940. 138. tbl. Sí> i*jjöi<Iiii kauo að breið- a>mt lit til Asín þa ogr þegrar •lapanir hafa 100.000 manna her reiðu- bninn til \tess að ráðast inn í Franska- Indo-Kína. — Bandaríkin hafa Asíuflota. simt reiðnluiinn. EtNKASKEYTI frá Uttited Press. London í morgun. F Iregnir frá Sanghai herma, þð mikilí ótti sé hvarvetná ríkjandi út af því, að Jap- anir kunni að gera tilraun til þess að leggja undir sig Franska Indo-Kína. Hefir lengi verið mikil gremja ríkjandi út af því að Kínverjar hafa fengið vopn og skotfæri frá Franska Indo-Kína, en nú lítur út fyrir, að Japanir ætli að nota tækifæríð, meðan Frakkar eiga sem erfiðast og leggja það undir sig. Mikill ótti er einn- íg rikjandi í Hollensku Austur-Asíu, Fregnir hafa borist um að Japanir hafi 100.000 manna her reiðubúinn á Hainan, og eigi það að verða hlutverk þessa hers, að leggja Franska Indo-Kína undir Japan. i Talsmaður japönsku herstjórnarinnar í Cantori í Kína boðaði það í fyrradag, að Jap- anir kynnu að hef ja hernaðarlegar aðgerðir gegn Franska Indo-Kína, þar sem Franska Indo-Kína væri f jandsamlegt Japan. BANDARÍKJAMENN HÆTTA VIÐ AÐ SENDA FLOTA SINN FRÁ HONOLULU. Bandaríkjamenn hafa um nokkurt skeið haft öflugan flota í Honolulu. Ákveðið hafði verið, að flotinn kæmi í heimsókn til Kyrrahafshafna Bandaríkjanna í júlímán- uði næstkomandi. í gær tilkynti James Richardson aðmíráll, að þessari heimsókn f lot- ans væri frestað. Mun það stafa að því að harfurnar í Asíu eru ískyggilegri en nokkuru sihni. Frakkar ætla ekki að gefast upp skilyrðislaust, ea aöstaða landhers þeirra fer hriðversnandi, Bi«etaa* vilja stofna bi»esk:t-franskt samriki Mussolini og Hitler á fundi. í gær var boðað í London, að Winstóii Churchill forsætisráðherra myndi flytja ræðu í neðri mál- stofunni og gera að umtalsefni styrjaldafhöifttrnar, orðsendingu Petains marskálks til Þjóðverja, afstöðu Bandaríkjanna til Bandamanna, og yfirleitt géra grein fyrir hinum miklu viðburðum und- angenginna dægra. Jafnframt var boðað, að Winstort Churchili mundi ávarpa bresku þjóðina í útvarpsræðu. Útvarpsræðu sína flutti hann þegar í gærkvéidi og var það fyrr en búist hafði verið við. Útvarpsræða Churchills var stutt, tók þrjár mínútur. 1 ræðu sinni lýsti Churchill yfir því, að hin alvarlegustu tíðindi héfði böfíst frá Frakklandi, en ekkert myndi nokkuru sinni breyta hugarfari Breta í garð Frakka né áfsíoðu Bréta til Frakklands. Hann kvað Breta nú berjast eina fyrir málstað allra þjóða, og baráttu sinní myndí þéir halda áfram, þar til nazisminn væri gersigraður. Lét Churchill í Ijós sterka trú á því, áð sigurírtrt tttUrtdi falla Bandamönnum í skaut um það er lyki. Bresku blöðin lögðu þegar í gærmorgun fast að Frökkum að verjast áfram. Var þá ékfcí krtrtritígt, að Petain hafði snúið sér til Þjóðverja og farið fram á, að þeir semdi við Frakka urií „héíðarlégari frið". í gærkveldi varð svo kunnugt, að breska stjórnin hafði þegar s. I. sunnudag tekið, hið miki'Þ vægasta skref til þess að örva Frakka til þess að halda áfram vörninni. Lagði sendiherra Bíeta í Frakklandi, Sir Ronald Campbell, hinar merkilegustu tillögur, fyrir frönsku stjórnina s. 1. sUrttíU- dagskvöld, tillögur, sem munu eins dæmi í sögunni. Tillögur þessar eru uppkast að bresk-frönskum samríkissátt- mála. I honum er Frökkum heitið allri þeirri hjálp, sem Breta- veldi getur látið í té. Höfuðatriði uppkastsins eru þessi: Stofnað verði breskt-franskt samríki. Franskir ríkisborgarar skuli fá borgararéttindi í Bretlandi og íbreskir ríkisborgarar borgararéttindi í Frakklandi. Þing Bretlands og Frakklands verði sameinuð. Landvarnir, fjármál, utanríkismál, viðskifta- og fjárhagsmál •oll skulu saméiginleg. Stofnuð skal bresk-fronsk stríðsstjórn, sem fer með yf irstjóm iandhers, flughers og flota beggja þjoðanna. Bretar og Frakkar bera sameiginlega öll styrjaldarútgjöld og greiða alt tjón, sem af því hlýst, sameiginlega, svo og kostnað af viðreisnarstarfinu eftir stríðið. Gert er ráð fyrir, að hið nýja samríki, snúi sér til Bandaríkj- anna, og skori á þau, að veita því alla þá aðstoð, sem þau geta látið í té, með því að láta af hertdi Tlugvélar og hverskonar her- gögn, hrácfni o. s.fty. Frakkar gefast ekki upp ski^- yrðislaust. — Hitler ráðgast við Mussolini. Baudoin, utanríkismálaráð- herra Petamstjornannnar flutti ræðu í Bordeaux í gærkveldi. Hann gerði grein fyrir því skrefi, sem Petain tók, er hann sneri sér til Þjóðverja og fór fram, á, að samið yrði um heið- arlegan frið. Baudoin kvað Frakka aldrei mundu fallast á nelna skilmála, sem þeir teldi sér vansæmd að. Frakkar gef- ast ekki upp skilyrðislaust. Þeir liai'a altaf metið þjóðarheiður sinn meira en alt annað, og þeir munu ekki að þessu sinni frek- ar en áður, er á móti blæs, varpa honum fyrir borð. Við- námsþróttur frönsku þjóðar- innar er ekki bugaður. Vér er- RÆÐA CHORCHILLS í DA6 Hvað veríur um franska flotann og frönskn nýlend~ urnar, ef Frakkar semja frií? Einkask. frá United Press. London í morgun. Það er alment litið svo á, að ræða sú, sem Churchill flytur í neðri málstofunni síðdegis í dag, verði hin mik- ilvægasta, sem hann hefir flutt síðan er hann tók við stjórn landsins. Stjórnmálamenn fullyrða, að hann muni éndurtaka fyrri yfirlýsingar um það, að Bretar séu ákveðnir í að berj- ast til þrautar, jafnvel þótt þeir verði að berjast einir síns liðs. Menn gera sér vonir um, að Churchill muni veita mik- f!vægar upplýsingar; sem verði til skýringar á ýmsu, sem menn nú eru í vafa um, svo sem um stöðu franska flotans í Miðjarðarhafi, frönsku nýlendurnar og franska herinn í hinum ná- lægu Austurlöndum. um, reiðubúnir að leggja niður vopnin, ef vér fáum heiðarlega skilmála, en fáist þeir ekki, veit herinn og þjóðin öll hvað henni ber að gera. Hún mun verjast, þótt tortíming og dauði blasi við. Baudoin lauk miklu lofs- orði á Breta og aðrar þjóðir, sem berjast fyrir sama málstað og Frakkar. Sa>nkvæmt fregn frá Berlín í gær ákvað Hitler að ráðgast víð Mussolini áður en hann svaraði Petain. Þýska fx-étta- stofan bírti fregn um það i gær- kveldí, samkvæmt skeyti frá Rómaborg, að þeir Mussolini og Ciano greífi hefði lagt af stað til móts við Hitler kl. 8.30 í gær- kveldi. Ekki var tilkynt livar ftindurinn yrði haldinn. Ciano greifi var ekki staddur í Rómaborg þegar Mussolini fékk tilmæli Hitlers, en kvaddi Ciano greifa þegar á fund sinn, og fór hann loftleiðis til Róma- borgar. Áður en Mussolini lagði af stað ræddi hann við Badoglio marskálk, forseta ítalska her- foringjaráðsins. Aðstaðan á vígstöðvunum í Frakklandi. Horfurnar á vígstöðvunum i Frakklandi eru ákaflega í- skyggilegar. Bardagar héldu á- fram á öllum vígstöðvunum í gær. Á vesturhluta þeirra berj- Minjagripur írá 1914-18. BRESKIR HERMENN, sem voru að grafa skotgrafir við Somme, rákust á þenna þýska stálhjálm frá heimsstyrjöldinni 1914—18. Egiptar í þann veginn að fara í stríðið? EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Fregnir frá Kairo herma, að horfurnar séu mjög alvarlegar vegna loftárásar Itala á egipska stöð skamt frá landamærum Libyu. Varð nokkurt manntjón i liði Egipta. Biðu 2 yfirforingjar bana, en nokkrir hermenn særðust. Áður en þetta gerðist hafði forsætisráðherra Egiptalands lýst yfir, að ef einn einasti Egipti biði bana af völdum árása Itala, færir Egiptaland í strið við Italíu. Breski sendiheriaiin í Egiptalandi fíaug til Álexandriu i gær Og veitti Farouk konungur lionum áheyrn. Þvi næst ræddi Far- ouk konungur í fullar þrjár klukkustundir við forsætisráðherr- ann. Að því loknu kom ríkisstjórnjn saman á fund og var lionum frestáð, 'án þess fullnaðarákvörðun væri tekin. Egiptaland héfíí'; séiri kunnugt er, slitið stjórnmálasamband- inu við Italiu, og virðisi sVö liorfa, að þeir segi ítölum strið á hendur. Þó má vera, að tíðindi jjáu, sem gerst hafa í Frakklandi, kunni að gera Egipta hikandi. ast Bretar með Frökkum og þar liafa ekki, að því er virðist, orðið miklar breytingar, i nánd við Orleans hafa verið harðir bardagar, en þar hafa Frakkar gert no'kkur gagnáhlaup með góðum árangri. Horfurnar aust- as á vígstöðvunum eru alvar- legastar. Þar hafa Þjóðverjar Iialdið áfram að sækja fram og vélahersveitir þeirra eru komn- ar alla leið til svissnesku landa- mæranna og virðast Þjóðverjar því þegar hafa einangrað eða a. m. k. vera á góðum vegi með að einangra Maginotlínuna. — Annars ber fregnum ekki sam- an um hversu ástatt sé á þess- um hluta vigstöðvanna. Sumar fregnir herma, að Frakkar verj- ist enn í ýmsum virkjum Magi-. notlínunnar, en aðrar að þeir eyðileggi virkin jafnóðum og þeir yfirgefi þau. Þjóðverjar segjast hafa brotist gegnum Maginotlínuna á mörgum stöð- um og m. a. tekið Metz, sem er ramlega víggirt. I tilkynningum Frakka segir ennfremur, að bardagarnir hafi verið einna ákafastir við Orle- ans og i La Perte við Loire. Óvinaherinn er kominn inn i Dijon og hefir komist yfir skipaskurð, sem rennur sam- hliða ánni. Einnig hafa þeir komist yfir Oise og fram. hjá Autun, sem er nokkru fyrir norðan Le Creusot, sem er mik- il hergagnaframleiðsluborg. Li Eystreseits- rfkla í iilll lím London i morgun. Fregn frá Riga hermir, að i dögum i gærmorgun hafi rúss- neskt herlið farið yfir landa- mæri Lettlands. Höfðu Rússar sett Lettlendingum samskonar úrslitakosti og Litháum og Eist- lendingum. Enginn árekstur varð, er rússneskar skriðdrekasveitir komu til Riga. Öflvigur rússneskur her er nú í Eystrasaltsríkjunum og eru stöðugt fluttar þangað fleiri hersveitir. Fregnir hafa borist um liðs- safnað Rússa við landamæri Þýskalands. Hitler og Musso- lini ræðast við í Munchen. Einkaskeyti frá United Press. Rómaborgarfregn hermir, að von Mackensen, sendiherra Þjóðverja i Rómaborg, hafi far- ið með þeim Mussolini og Ciano greifa á fund Hitlers. Viðræðu- fundurinn verður haldinn i Munchen. í Berlin er talið, að Þjóðverj- ar muni krefjast algerrar upp- gjafar af Frakka hálfu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.