Vísir - 21.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 21.06.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍS! DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1 6 60 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 20 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Bjargræðistím- inn. AÐ er lengstur sólargangur í dag. Almanalciö segir a‘ð svo sé, og við komumst víst ekki lijá að viðurkenna það. Dagamir eiga að fara að stytt- ast aftur. Við, sem búum á þessum kjálka landsins getum ekki dýrðast yfir sólfarinu á þessu vori. Dumbungur, súld, rigning. Sama sagan dag eftir dag. Annarsstaðar á landinu hefir veðrið verið miklu betra. I gærkvöld kom til bæjarins bíll með skemtiferðafólk austan úr Múlasýslum. Þar hefir verið einmunatíð. Það setti liroll að þessu fólki, þegar það lenti í hráslaganum hér í suðurheimi. Já, það eru sólarlitlir dagar á ýmsan hátt. Alt á hverfanda hveli um atvinnu manna og af- komu, alt í óvissu um framtíð einstaklinga og þjóðar. Og enn erum við þó, sem betur fer, ekki ver farnir en það, að við getum horft meðaumkvunar- augum til flestra annara. Bjargræðistíminn fer nú í hönd. Að því er grasspreltu snertir má telja útlitið sæmilegt víðast hvar og sumstaðar ágætt. Um síldarvertíðina gegnir alt öðru máli. Þar er alt í óvissu, ekki einungis um aflabrögðin, eins og vant er, heldur einnig um verðið á afurðunum. En á síldinni hefir oltið meira um af- komu þjóðarinnar á undanförn- um árum en nokkru öðru. Hef- ir síldin upp á siðkastið verið sá meginþáttur i framleiðslu okkar, að það hefir verið látið i ljós í fullri alvöru, að stjórn Jandsins hlyti að fara eftir því, hver útkoman yrði í þessari at- vinnugrein. Útgerðarmenn eru að vonum teknir að ókyrrast, og ýta nú fast á það, að kveðið verði upp úr um verð á sildinni. En eins og kunnugt er hefir þetta strandað á þvi, að enn er ekki búið að ganga frá viðskifta- samningum við Breta. Þar eig- um við undir högg að sækja. Hin fyrri viðskiftalönd okkar hafa brugðist hvert af öðru. En Bretar hafa gefið fyrirheit um að Iáta okkur fá hagkvæma camninga. Útgerðarmenn telja aig þurfa að fá 20 krónur á sild- armálið til þess að framleiðslan geti borið sig og hafa þeir sent viðskiftanefndinni rekstrar- skýrslur máli sínu til stuðnings. •tuðnings. Eln auðvitað eru það fleiri en útgerðarmennirnir, sem bíða þess með óþreyju, að síldarver- tíðin hefjist. Þúsundir manna í öllum landshlutum eiga af- komu sína undir því, að þessum atvinnuvegi sé haldið uppi. Af- leiðingar þess, að ekki væri gert út á síldina, yrðu svo alvarlegar, að um beinan voða væri að ræða. Ef það ætti að bætast of- an á erfiðleika bæjarfélaganna ▼egna atvinnuleysis og fátækra- framfærslu, að fólk gengi þús- undum saman atvinnulaust um hábjargræðistímann, væri í meira óefni komið, en við höf- um nokkurn tírna átt við að fást í minnum þeirra er nú lifa. Það er þess vegna bein þjóðar- nauðsyn að síldarvertíðin befj- ist og það tafarlaust. Ríkisstjórnin hefir fullan skilning á þessari hlið málsins. Atvinnumálaráðherra hefir skýrt frá þvi, að stjórnin hafi undanfarnar vikur verið að at- huga möguleikana á því, að koma síldarflotanum af stað, án tillits til þess, hvort endan- lega væri gengið frá viðskifta- samningum við Brela eða ekki. Mergurinn málsins er þessi: Sildarvertíðin má ekki falla niður. Þótt ekki sé frá samn- ingum gengið um verðlagið, verður að finna ráð til þess að koma skipunum á veiðar. Þús- undir manna standa uppi bjarg- arlausar, ef þetta ferst fyrir. a Framhald 17. júní- mótsins í kvöld. Fram og Valur. (Meistaraflokkur). w Isambandi við ’kappleikinn milli Fram og Vals, sem fer fram í kveld, verða háð lang- stökk og 5 km. hlaup, sem frest- að var 17. júní. Langstökkið verður látið hef j- ast ld. 8.45, stundarfjórðungi láður en knatlspyrnan hefst. Þátttakendur eru sex: Sig. Sig- urðsson, sem á íslandsmetið 6.82 m., Sig. Nordahl (A.), Jóhann Bernharð (K. R.), Georg L. Sveinsson (K. R.), Oliver Steinn (F. H.) og Guðjón Sigur- jónsson (F. H.). Verður þarna vafalaust skemtileg kepni. 5000 m. hlaupið Iiefst 10 mín. áður en hléið byrjar milli hálf- leika og lýkur um leið og því. Þar verða fjórir keppendur, alt skæðir hlaupagarpar. Efstur er þar á blaði Haraldur Þórðarson, vestan úr Dölum, sem bar sigur úr býtum í síðasta Víðavangs- ldaupi, þá keppir og Sigurgeir Ársælsson (Á.) sem annar var i því lilaupi, og Evert Magnússon (Á.) og Indriði Jónsson (K. R.). Eru þeir einnig ágætir hlaupar- ar. Og svo er það leikur Fram og Vals. Tekst Fram að krækja sér í stig, eitt eða tvö? Fara Vals- menn nú að sýna hvað þeir geta, ef þeir vilja? Þeir ætla sér ekki að tapa mótinu baráttulaust og verða að vinna alla leikina til l>ess að verða sigurvegarar. Tekst þeim það? Fyrsta svarið við jieim spurn- ingu fæst á vellinum i kveld. Hundap gera usla í sauðfé FYRIR nokkuru sluppú tveir úlfhundar, sem voru eign starfsmanns á Vífilsstöðum, þaðan og lögðust þeir á fé og rifu það og drápu unnvörpum. Hafði eigandinn, sem er er- lendur maður, keypt þessa hunda erlendis og munu þeir hafa kostað um 1000 krónur. Tamdi hann þá svo, að þeir lærðu að sækja ýmislegt fyrir hann, sem hann benti þeim á, en voru jafnan hafðir inni að næturlagi. Eina nótt fyrir skömmu sluppu þeir út og eftir það fór að finnast dautt og rifið fé um liverfis Hafnarfjörð. — Gerðu Hafnfirðingar nú níu menn vopnaða til. þess að granda þeim, og rákust leitarmennirnir á hundana hjá Kaldárseli. Ætluðu hundarnir að ráðast á mennina, en einn þeirra, Þor- geir Guðmundsson, skaut þá báða. Beið annar þegar bana, en hinn særðist. Elti Þorgeir hann og stytti honum einnig aldur. Skýrsla um inn- heimtu útsvara 1939 Innheimtunni hagað á nýjan liátt á þessu ári, og kaupi haldid eftir til greiðslu útsvara. Kr. Áætluð útsvör 1939 skv. fjárliagsáætlun ..'. 4.541.210.00 Álögð útsvör, endanlega til innheimtu ...... 4.842.752.05 eða 6.23% umfram áætlun, fyrir vanliöldum. Gjaldendur 14668, meðalútsvar.... kr. 330.16 Inheimt til mars 1940: Meðalútsv. Kr. Kr. 7821 gjaldendur liafa greitt að fullu 3.594.461.03 459.59 1780 gjaldendur hafa greitt lduta .... skulda...................... 353.671.26 366.40 5067 gjaldendur bafa (ekkert greitt) 595.893.00 117.56 endurkosnar. — Stjórn skipa: Stgr. Arason form., P. Þ. J, Gunnarsson gjaldkeri, Helgi Tryggvason ritari, Margrét Ras- muss og Þórsteinn Bjarnason, Landssamband ísl. útvegs- manna hélt fund í gær um síldarútvegsmálin. Nefnd kosin til ad ræða.við rikisstjórnina. en varastjórn Gunnl. Einarsson. læknir, Jens Jóhannesson lækn- ir og Guðm. R. Ólafsson dyra- vörður. Félagsmenn í Heyrnarhjálp eru nú 241 talsins og hafa flest- ir greitt árstillög sín. Félagið Heyrnarhjálp vinnur gott verk og mun starf þess bera enn meiri árangur, er því vex fiskur um lirygg. Ársgjald- ið er mjög lágt, aðeins 2 kr. og ætti menn að styðja starfsemi þess með þvi að ganga i það. 14668 kr. 4.842.752.05 Innheimt í hundraðshlutúm: 53.33% gjaldenda greilt að fullu ......... 74.22% útsvara 12.13% gjaldenda greitt að bluta.......... 6.17% — eiga ógreitt...................... 7.30% — 34.54% gjaldenda (ekkert greitt) ......... 12.31% — sem svarar til þess, að 58.88% gjaldenda bafi greitt 80.39% út- svaranna í byrjun marsmánaðar:: Ógreidd útsvör frá 1939 ..................... kr. 949.564.26 Eftirstöðvar frá 1938 og eldri................ — 277.937.61 Kr. 1.227.501.87 Greitt þar af pr. 18. júní 1940............... kr. 323.049.05 Reykjavík, 19. júní 1940. Borgarritarinn. Vísi hefir borist ofanrituð skýrsla frá hendi borgarritara, varðandi innheimtu útsvara hér í bænum, en Tíminn og Al- þýðublaðið liafa gert innheimt- una að umræðuefni nú upp á síðkastið. Hafa bæði þessi blöð einkum fjargviðrast yfir þvi, að hinum svokölluðu hátekju- mönnum væri hlíft við inn- heimtu útsvara, en láglauna- menn væru þrautpíndir til greiðslu. Svo sem skýrslan ber með sér, er þessu á alt annan veg farið, og mest eru vanskilin lijá þeim, sem minst útsvar bera, og kann það að vera eðlilegt vegna atvinnuhátta í landinu hið siðasta ár. Skýrslan sýnir það ennfrem- ur, að allmikið hefir greiðst af útsvarsskuldum eftir aðskulda- listi var upp tekinn, þannig, að allmargir þeirra manna, sem taldir eru í vanskilaskrá Tím- ans og Alþýðublaðsins, munu bafa greitt skuldir sínar að fullu, er nöfn þeirra voru birt í blöðum þessum, og stöðugt lækka skuldir þessar með framhaldandi greiðslum, en eftirstöðvarnar munu að veru- legu leyti vera umsamdar, og þá miðað við getu manna í hverju tilfelli. Innheimta útsvaranna breyt- ist þó gagngert frá næstu mán- aðamótum að telja, með þvi að bæjarstjórn liefir ákveðið, og fengið til þess samþykki ríkis- stjórnarinnar, að haga inn- heimtunni framvegis þannig, að allir þeir, sem hafa fast kaup eða Iaun, sem greiðast þeim vikulega eða mánaðar- lega, skulu greiða útsvör sín i sjö hlutum. Fellur fyrsti hluti útsvars í gjalddaga hinn 1. júlí og síðan 1. hvers mánaðar til 1. nóv., en þeir hlutar út- svarsins, sem þá eru eftir, falla í gjalddaga tvo fyrstu mánuði næsta árs. Er þessi breyting gerð í samræmi við lagasetn- ingu frá síðasta þingi. Þeir atvinnurekendur eða stofnanir, sein greiða starfs- mönnum föst laun, skulu skyld ir til að halda eftir af launum manna, þeim hluta þeirra, er nemur útsvarshluta þeim, er í gjalddaga fellur hverju sinni, og standa bæjarsjóði skil á út- svarinu. Hinir, sem ekki hafa fast kaup, eða fasta ráðningu í at- vinnu, svo sem daglaunamenn, fiskimenn og fleiri, skulu hafa lokið útsvarsgreiðslum fyrir áramót, og eru kaupgreiðendur skyldir til að halda eftir 10% af kaupi þessara manna til tryggingar útsvarinu, en þó skal hundraðstala þessi ekki tekin af lægri útborgunarupp- hæð en 40 kr. Aldrei má ganga svo liart að gjaldendum, að þeir hafi ekki fyrir brýnustu þörfum að dómi framfærslunefndar. Þeir gjaldendur, sem til hvor- ugs þessara flokka teljast, og taka ekki kaup lijá öðrum, eiga að njóta sömu kjara og tíðkast liefir. Má ætla að öll þessi tilhögun á innheimtu útsvaranna reyn- ist hentugri en það fyrirkomu- Iag, sem tiðkast hefir. Aðalíundur Heyrnarh j álpar. Aðalfundur félagsins Heyrn- arhjálpar var haldinn í Oddfell- owhúsinu í gærkveldi. Formaður félagsins, Stein- grímur Arason, skýrði frá störf- um s.l. árs. Seld voru 8 tæki handa lieyrnardaufum mönn- um á árinu, en margir prófuðu þau tæki, sem félagið hefir. Hef- ir það reynt að komast í sam- band við félagið Ardente í Ed- inborg, sem úlvegar heyrnar- tæki eftir sjúkdómslýsingum. Ritari félagsins, Helgi Tryggva- son, ræddi við stjórn Ardente í fyrrasumar, en það virðist vera erfiðleikum bundið að ná sam- bandi við það nú, og er beðið eftir svari við bréfum, sem því hafa verið send. Gjaldkeri, P. Þ. J. Gunnars- son stórkaupm., skýrði frá hag félagsins. Það á á 9. hundrað kr. í sjóði, heyrnartæki fyrir yfir 2000 kr., en skuldar um 870 kr. erlendis fyrir heyrnartæki. Þórsteinn Bjarnason lagði til að gerð yrði skrá yfir heyrnar- daufa menn á öllu landinu. Stjórn og varastjórn voru Landssamband íslenskra útvegsmanna boðaði til almenns lundar útgerðarmanna í Varðarhúsinu í gær til að ræða hið alvarlega útlit í síldarútvegsmálunum. Fundurinn var fjölsótt- ur, og mættu þar fulltrúar útvegsmanna utan Reykjavíkur. Á fundinum ríkti einhuga á- lit útgerðarmanna um það, að lausn þessa máls þyldi á engan hátt frekari bið, og létu fund- armenn ákveðið i ljós óánægju sína yfir seinagangi um endan- lega úrlausn á síldarútvegsmál- unum, samningunum við Breta. Aðkallandi nauðsyn útgerðar- manna og alls almennings í landinu krefst þess, að við svo búið sé ekki lengur unandi, og að síldveiðiflotinn komist sem fyrst úr höfn. Fundurinn samþykti einróma álit það, sem fram kemur í eft- irfarandi tillögu: Fjölmennur fundur Lands- sambands ísl. útvegsmanna, haldinn í Varðarhúsinu í Rvík fimtudaginn 20. júní 1940, lítur svo á, að brýn nauðsyn beri til þess, að Ríkisstjórnin geri nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að öllum þeim útvegs- mönnum, sem ætla sér og hafa til þess aðstöðu að gera skip sín út á síldveiðar í sumar, verði gert kleift að hefja veiðar nú þegar. Þar sem Síldarverksm. ríkis- ins hafa ekki ennþá ákveðið kaupverð á bræðslusíld, skorar Landssanxbandið á ríkisstjórn- ina að hlutast til um, að verk- smiðjurnar byrji nú þegar starfrækslu og greiði þeim, er leggja inn síld til vinslu, sam- kvæmt venju fyrri ára, að minsta kosti 70% af áætluðu verði út á síldina við afhend- ingu, enda sé þá miðað við kr. 20.00 verð pr. smál. samkvæmt rekstrarskýrslum frá útvegs- mönnum, sendum viðskifta- nefnd 15. maí síðastl.'4 Fundurinn lagði sérstaka á- hefslu á, að hið nauðsynlega verð síldarmálsins yrði kr. 20.00, samkv. hinurn fyr- nefndu rekstrarskýrslum, og leggur alla álierslu á að bresk- íslensku sanmingarnir takist á þeim grundvelli, þó að sú skoð- un hafi komið fram á fundin- um, að útgerðarmenn vilji halda á síldveiðar fyrir kr. 14.00 kr. bráðabirgðagreiðslu, þar sem þjóðarnauðsyn krefjist þess, að þessi atvinnuvegur landsmanna tefjist ekki frekar eða stöðvist. Að Iokum kaus fundurinn 7 menn til að bera ríkisstjórninni kröfur útvegsmanna og voru valdir til þess Kjartan Thors Öll él bírta upp um síðir. Nesti! Bara hringja svo kemur J»að WitlEUi ReykjavíkurmótiÖ Meistaraflokkur Seinni umferö í kvöld kl. 9 Fram - Valur Kl. 8.45 kept í langstökki í hálíleik spennandi 5 km. hlaup

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.