Vísir - 19.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 19.07.1940, Blaðsíða 1
Rrtstjóri: Kristján Guðiaugsson Skrifstofur: Fébgsprentsmiðjan (3. hæð). Ritstjóri Blaðamenn Sími: Auglýsingar > 1660 Gjaldkeri 5 línur Afgreiðsla 30. ár. Reykjavík, föstudaginn 19. júlí 1940. 164. tbl. Russar færa sig enn npp á skaftið: kosti í Alandseyjamálinu, sem Finnar urðu að ganga að : 'ý' H JLitlu Eystpasaltsiöndiii gera bandalag vid Sovét-Riíssland. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Það er nú kunnugt orðið, að Rússar settu Finnum úrslitakosti í Álandseyjamálinu. Að því er hermt er í f regn firá Stokkhólmi áttu Finnar aim aðeins tvent að velja: 1) Að Rússar hefði yfirráð yfir eyjunum ásamt Finnum og hefði þar setulið og varnarvirki, eins og þeir. 2) Að eyjarnar yrði afvopnáðar þegar í stað. í Stokkhólmsfregninni segir, að Finnum hafi þótt ibáðir kostir harðir, en valið hinn síðari. Álandseyjamálið hefir lengi verið hið mesta deilu- má! og hefir Rússum verið meinilla við að yfirráð eyj- anna skyldi vera í höndum Finna, en þó einkanlega að bær skyldi vera víggirtar. Hafa Svíar einnig látið sig miklu varða um eyjarnar og Þjóðabandalagið hafði um skeið mikil afskifti af þessum málum. I Finnlandsstyrjöldinni sendu Finnar berlið til eyjanna og þeir og Svíar lögðu tundurduflum í nánd við þau. Um afstöðu Svía í þessu máli nú hefir ekki f rést. Aðrar fregnir haf'a borist, sem sýna, að Rússar eru stöðugt að færa sig upp á skaftið, nú þegar engin þjóð hefir bolmagn til þess að spyrna gegn kröfum þeirra. Fregnir bárust um það í gær, að bráðlega — eða snemma i næstu viku — yrði gengið frá formlegu bandalagi LitJu Eystrasaltsríkjanna og Sovét-Rússlands. Hefir stöðugt stefrít í þessa átt í þessum löndum (þ. e. Lettland, Lithauen og Eistland), síðan er Rússar böfðu það fram með Iiótunum, að þeir fengi að hafa þar setulið. 1 þingkosningum, sem fram fóru nýlega í þessum rík.jum var kosið með sama fyrirkomulagi og i einræðislöndum. Það var aðeins einn listi, sem menn gátu samþykt eða hafnað. Svo bárust fregnir um, að stjórnarskrám þessara ríkja yrði breytt í svipað horf og í Sovét-Rússlandi. Loks bárust fregnirnar um hið formlega bandalag, en svo yirðist sem raunverulega sé um innlimun að ræða. Fregn frá Tallin hermir, að mikilvæg ráðstefna standi yfir þar í borg og fari umræðurnar fram í sendisveitarskrifstofunni rússnesku. Stjórnmálamenn Lettlands og Iithauen ræða þar við fulltrúa rússnesku stjórnarinnar, að því er fullyrt er um inn- limun Lettlands og Lithauen í ráðstjórnarríkjasambandið. Um Eistland er ekki getið. í þessari fregn, en vafalítið er talið, að sömu örlög bíði Eistlands, Lettlands og Lithauen. loíissi ur Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Loftárásir Þjóðverja á Bret- / land virðast aftur vera að fær- ast í aukana. Arásir voru gerð- ar á ýmsa staði í Bretlandi í gær og síðastlíðna nöt't og í ¦ morgun og var eignatjón all- mikið á ýmsum stöðum, en manntjón lítið. Fregríir um manntjón eru nú ekki birtar í blöðum, vegna þess áð "Þj'óð- verjar fá þá nokkurá vitneskju um árangurinn af loftárásum sínum, og verður manntjóns að- eins getið í heildarskýrslum einu sinni á mánuði. Þýskar sprengjuflugvélar gerðu eirinig árásir á skipaflota við strendur Bretlands. ý Breskar sprengjuflugvélar halda áfram stöðugum árásum. á hernaðarstöðvar Þjóðverja í Frakklandi, svo sem Merville, flugstöðina við Boulogne og viðar, á ýmsa staði i Ruhr, Suð- ur-Hollandi og Gent í Belgiu. Miklar truflanir liafa orðið á samgöngukerfi Þjóðverja. ¦ I Breta oo fnkki verðor ekki lekil opp i sini. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Fregn frá Grenoble hermir, að „Petit Dauphinois", málgagn stjórnarinnar, skýri frá því, að franska ríkisstjórnin hafi til- kynt rikisstjórninni í London, að hún sjái sér ekki fært að viðhalda stjórnmálasambandi við hana, nema hún fallist á að greiða Frakklandi skaðabætur, fyrir það tjón, sem það hafi orðið fyrir, vegna aðgerða bresku stjórnarinnar gagnvart franska flotanum. Breska stjórnin telur sig ekki bundna neinum skyldum um að fallast á þessa skilmála, og hefir því franska stjórnin falið sendifulltrúa sinum, Catellane markgreifa, að hverfa frá London í dag. I Göbbels flakkar JJsk- um hersveitura fræki- lega framgöngu. London í morgun. Einkaskeyti frá United Press. Þýskar hersveitir, sem tekið hafa þátt i bardögunum i Hol- landi, Belgíu og Frakklandi, komu heim, til Berlinar í gær- kveldi, og var þeim fagnað af miklum mannfjölda. Utbreiðslumálaráðherrann — dr. Göbbels — flutti ræðu, og þakkaði hermönnunum fræki- lega framgöngu. Hann lýsti yf- ir því, að eldri hermennirnir yrði nú sendir heim, til að sinna störfum þar, en yngri hermann- anna biði það hlutverk að halda áfram stríðinu þar til Bretland væri sigrað.Það er aðeins loka- þátturinn eftir, sagði dr. Göbb- els. 200 þýskar flugvélar skotnar niður við Bretland. Það var tilkynt í London í morgun, að 200 þýskar flugvél- ar alls hefði verið skotnar nið- ur við Bretland, þar af 157 sprengjuflugvélar, hinar árás- arflugvélar. Þýsk sprengjuflugvél var skotin niður í morgun og hrap- aði hún í sjó niður. Myndin sýnir eina af hinum stórfenglegu og langdrægu loftvarnarbyssum í London. Roosevelt forseti hefir fall- ist á að verða í kjöri. Wallace landbúnaðarráðherra kosinn varaforsetaeíni. Á flokksþingi demokrata gerðist þaS helst tíðinda í gær, að Wallace landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, var kosinn vara- forsetaefni demokrata-flokksins. . .Var hann kosinn mótatkvæðalaust í fyrstu umferð. Þegar Roosevelt forseta hafði verið tilkynt, að Wallace hefði orðið fyrir valinu sem varaforsetaefni, tilkynti forsetinn, að hann féllist á að verða í kjöri. í breskum og amerískum blöðum er litið svo á, að Roosevelt hafi unnið hinn glæsilegasta sigur, persónulega og sem stjórn- málamaður, og að hann hafi demokrataflokkinn allan að baki sér. . . I blöðum republikana er, eins og gera mátti ráð fyrir, rætt mikið um það, að nú hafi í fyrsta sinni verið brotin hin hefðbundna venja, að sami maður væri ekki í forsetakjöri nema tvívegis, og benda sum. þeirra á, t. d. New York Herald Tribune, að þessari reglu hafi verið fylgt frá upphafi, til tryggingar því að sami maður- inn fengi ekki of mikið áhrifa- vald, ráðstöfunin hafi með öðr- um, orðum verið gerð til þess að tryggja lýðræðið í landinu. Af hálfu demokrata er því haldið fram, að tímarnir hafi breyst, og engar gildar ástæður séu fyr- ir hendi til þess að fylgja þess- ari gömlu reglu, ef ríkisforseti, sem valinn er forsetaefni hið þriðja sinn, hefir næga starfs- krafta. Lýðræðið er trygt nægi- lega með öðru móti en að fylgja þessari reglu, segja þeir, og þar að auki mundi lýðræðisvernd- inni ekki betur borgið í hönd- um annars leiðtoga en Boose- velts. Wendell L. Willkie, forseta- efni republikana, kveðst vera af hjarta þakklátur að fá ann- an eins keppinaut og Rooseveli í kosningunum. — Utanríkis- málastefna þeirra er næstum hin sama, en þá greinir mikið á um innanríkisáform, einkan- lega viðreisnaráform sam- bandss t j órnarinnar. Bi'eAai* Tiðbiínir inn- rá^ðirtilraun ÞJoð- v©rja. London í niqrgun. „Lundúnabúar eru vel undir innrásina búnir", símar frétta- ritari svissneska blaðsins „Bas- eler Nachrichten" til blaðs síns. „Eg hefi ennþá ekki hitt nokkurn mann, sem ber minsta kvíða í brjóstí fyrir hinni yfir- vofandi árás, og allir eru sam- mála um, áð endanlegur sigur muni falla Bretum i skaut", heldur hann áfram. „Það er enginn vafi á því, að hinar tiðu loftárásir Þjóð- verja að undanförnu hafa ver- ið ætlaðar til að vekja ugg og kvíða meðal almennings, enda verið ætlaðar sem einskonar „taugastrið", því að hernaðar- legur árangur þeirra hefir eng- inn verið, en þær hafa kostað Þjóðverja töluvert tjón. Taug- ar Bretanna virðast sam,t ætla að þola meiri áreynslu en Hitl- er hefir reiknað með, því að fjöldi manns hlustar að stað- aldri á þýska útvarpið, án þess að hinar ægilegu hótanir, sem þar eru hafðar i frammi, virð- ast hafa haft minstu áhrif á ró- semi manna. Virðast Englend- ingar taka þeim eins og hverju öðru góðu gamni, og er mikið hlegið að þeim. Svo mikið er víst, að ráðist Þjóðverjar til innrásar i Eng- land, mega þeir eiga von á verstu meðferð, enda bendir alt til þess, að Brétar muni stand- ast allar innrásartilraunir Þjóð- verja." Stjórnmálaritstj óri „Times" ræðir möguleikana á þýskri inn- rás í sambandi við áróður þanri, sem þýsku blöðin og útvarpið halda nú uppi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu, að bak við áróðurinn liggi miklar fyrirætl- anir og viðbúnaður, þó að ekki verði um það sagt, eins og stend- ur, hvort Þjóðverjar geri alvöru úr fyrirætlunum sinum. „Þýski flugherinn þurfti tíma til endurskipulagningar, en nú er svo komið, að reikna verður með að hann sé allur til taks. Meðfram allri strandlengjunni, norðan frá Narvík og suður til Frakklands, munu þeir hafa smáskip til taks, ásamt flug- véladeildum, en á hverjum1 stað eru hersveitir, að visu ekki stór- ar, en án efa vel æfðar og snar- ar í snúningum. Bresku her- stjórninni er fullkunnugt íum, mikið af þessum \áðbúnaði, og hefir ekki þótt heppilegt að birta skýrslur um það, en hins ber að gæta, að þótt njósnir hafi borist af þessum viðbúnaði, þá segir það í raun og veru ekk- ert um það, hvernig hinum end- anlega viðbúnaði verði hagað. Það er gamalt herbragð, að sýna innrásarherinn, án þess að nota hann. En hvað sem þessu líður, þá er það eitt víst, að"þegar tii innrásar kemur, þá verður hún framkvæmd með allri þeirri fúlmensku — og sennilega drjúgum meiri — sem Hitler hefir hingað til sýnt af sér i innrásum sínum. Aftur á mótí á hann að mæta óskaplegum örðugleikum, og í þessu tilfelli verður hann að brjóta þá reglu sína, að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þýski her- inn á að ráðast yfir haf, sem varið er af öflugasta flota í heimi, auk þess sem þýski flug- flotinn á að mæta sinum skæð- • asta keppinaut, breska flug- i hernum, sem undanfarið hefir i sýnt mikla yfirburði í jafnvigi og s,em vex með hverjum deg- inum, auk þess sem hann með hverjum deginum eyðileggur nokkuð af viðbúnaði' þýska innrásarhersins."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.