Vísir - 23.07.1940, Síða 3

Vísir - 23.07.1940, Síða 3
SUMARFOT Það verða allír í sólskinsskapi, sem eru í SUMARF ÖTUM FRÁ ÁLAFOSS. Mjdsnarar og: Quisl- ingar í Frakklandi. Þegar franski forsætisráð- lierrann, M. Daladier, kom aft- ur með flugvél frá Mtinclien til Parísar, þann 9. okt. 1938, skeði einkennilegur atlmrður á flug- vellinum í París, eða öílu held- ur fyrir ofan hann. Gleðilætin við hurtför Dala- diers frá Miinchen, — þegar ár- angurinn af samningstilraunum hans við Hitler og Mussolini hafði verið hirtur, — ónxaði ennþá fyrir eyrum hans, þegar flugvélin var komin yfir flug- völlinn í París. Þegar hún var í þann veginn að lenda, sá Dala- dier þétta mannþröng fyrir neð- an flugvélina. Hann var fullkomlega sann- færður um það, að fólkið hafði safnast saman lil þess að hrópa ögrunarorð að honum, og að innan fáeinna augnahlika myndi loftið fyllast hrópum frá þúsundum manna í mót- mælaskyni við Munchen-samn- inginn og mistökin í stuðningi gagnvart samningsaðilum þeirra, Tékkunum. Eftir nokk- urt hik skipaði forsætisráð- herrann flugmanninum að fljúga nokkra hringi yfir flug- vellinum, lil þess að hann gæti, í nokkrar mínútur séð betur yf- ir hópinn. Þegar hann svo lenti, að lok- unx, og steig út úr flugvélinni, risu upp geisimikil hróp og óp. En það var ekki í mótmæla- skyni við Daladier eða Mtincli- ensamninginn, heldur þvert á nióti; það voru dynjandi fagn- aðarlæti yfir komu ráðherrans og yfir vissunni fyrir því, að friður væri trvgður. Daladier ætlaði varla að komast út úr hópnum, sem umkringdi hann. Hann var bókstaflega orðlaus vfir þessum, óvænta athurði, og hann hristi aðeins höfuðið yfir öllum þessum látum, þegar hann snéri aftur til skrifstofu sinnar, gegnum fagnandi mann- fjöldann. Það er sannleikur, að það var mikill léttir, að þessu stríði, — sem virtist óhjákvæmilegt, — skyldi verða afstýrt á síð- asta augnabliki og að miljónii manna, sem, þegar voru komn- ar til Maginot-línunnar, skyldu geta farið heim lil fjölskyldna sinna og vinnu aftur. En ef nán- ar væri á þetta mál litið og Frakkar fylgdu skyldum sin- um gagnvart Tékkunum út í ystu æsar, myndu án efa koma upp háværar og gramar raddir um það, að hér væri um, svik- semi að ræða. En það fór á annan veg. í Paris áttu sér stað sömu hróp og fagnaðarlæti og í Múnchen. En það voru, samt sem áður, nokkrir slyngir menn, sem urðn ckkert undrandi á þessum at- hurði. Menn, sem voru í franska njósnarliðinu — The Duexiéme Bureau — andstæðingar nasist- iskra njósnara og Gestapo-lög- reglunnar, höfðu séð þennan at- burð fyrir. Þeir vissu, að Þjóð- verjar myndu kunna að ,nota sér ósk frönsku þjóðarinnar um að halda frið við stórveldin. Það inundi samt ekki vera rétllátt að segja, að það séu éinungis þýskir meðmælendur, sem ollu þessúm tilfinningum fólksins gegn Tékkunum. En þeirra hluti í fagnaðárlátunum var nijög þýðingarmildll. Strax eftir liervæðingu Tékkanna þ. 21. maí, sá Ilitler, að Dr. Benes og Tékkneska þjóðin myndi ekki beygja sig strax undir vald nasistanna, án þess að mótmæla og sendi þess vegna út skipanir til þýsku leyniþjónustunnar í Frakklandi, Englandi og ekki livað sísl í Tékkóslóvakíu um að auka nú framtakssemi sina. Margir „specialistar“ voru send- ir til þess að sameina þessa menn, sem þó voru fyrir m.jög framtakssamir í þessum lönd- um, — „specialista“, sem feng- ust við pólitísk málefni jafn- hliða mútum og þessliáttar. Til þessa tíma höfðu Fraklc- arnir skoðað ógnir Þjóðverja í garð Tjekka sem árás á sitt eig- ið land. En nú fanst þeim það vera hreinasta heimska, að stevpa Evrópu í liræðilegt strið, aðeins vegna „glæpsamlegs þráa“ hjá Dr. Benes. Það var „glæpsamlegur þrái“ að neita Þjóðverjum um Sudetahéruðin þýsku, sem voru að reyna að vernda sjálfstjórn sína, til þess að uppfylla mjög svo eðlilegar óskir sínar. Hefir Hitler beðið Tjekkana um nokkurn hlut? Ekki það minsta. Var hann að leita eftir því, að verða foringi Tjekka? Hann hafði ekki sýnl hina minstu tilraun í þá átt .... Málsvararnir reyndu ekki að drag'a hina minstu dul á það, að þeir hefðu mikla peninga- fúlgu frá Þýskalandi til ráðstaf- ana sinna. Barónessa von Einem frá 'Vín og fylgimaður liennar hr. Leon Hirsch, sem einnig var frá Vín, sögðu hverjum sem vildi hlusta á, að þau hefðu fengið sex miljónir franka frá Berlin. Auðvitað sögðu þau ekki, að þau liefði fengið þessa peninga frá hr. Himmler. Það var þeirra hlutverk að skýra frá þvi, að peningasendingin kæmi frá Göring, og ætti að notast til persónulegrar útbreiðslustarf- semi fyrir yfirliershöfðingjann. Leon Hirsch kom á liverju kvöldi á gistihúsið „Marignan“ og skemti sér með því að segja frá hvernig hann og' barónessan léku á „þýska Falstaff“. Hann sagði að Göring væri óður og uppvægur yfir því, að Göbbels hefði ekki fært hann nógsam- lega innundir forsælu lindistrés- ins utan lands. Hann hefði þess vegna ákveðið að fara þessa út- breiðsluherferð aðeins fyrir sjálfan sig. En hann hefir lik- lega ekki vei'ið fullkomlega á- nægður með árangurinn af starfinu, vegna þess, sagði llirsch, að harónessan og hann sjálfur liefðu ekki á einu augna- hliki ákveðið að eyða pening- unum í svona hlægilegu augna- miði. Það var þegar i stað ris- inn upp liópur manna á meðal frönsku þjóðarinnar, sem ósk- aði leynilega hinum útlendu Austurrikismönnum tvöfaldrar hamingju. Þeim fanst það glæsileg hugmynd, að neyða peninga út úr þýsku ríkisstjórn- inni, og eyða þeini svo til eigin þarfa i Frakklandi. Þeim fanst jietta ekki að eins vera glæsi- leg hugmynd, heldur væri hún einnig í fylsta samræmi við sið- gæði og góða háttu. En það voru aðrir menn og það er þeirra vegna, sem þessar sögur eru sagðar, — sem sáu i gegn um þetta háttalag. Þeir héldu, að fyrst svona almennar um- ræður um, þýsku peningana færu fram á gistihúsinu „Mar- ignan“, hlyti eitthvað meira að liggja á hak við það, og þar væri kannske möguleiki fyrir því, að þeir gætu eitthvað hagn- ast. Ef einhver þessara manna hitti harónessuna eða hr. Hirsch, kæmist hann fljótt að raun um það, að honum liefði j ekki skjátlast. Þarua var vissu-'j Iega tækifæri fyrir þá. En ekki í sambandi við útbreiðslustarf- , semi fyrir hr. Göring eða Ilitl- ! er, heldur úthreiðslustarfsemi fyrir miklu háleitara málefni, -— fyrir „friðinn“. Á móti stríði, gegn hinni glæpsamlegu Gyð- ingaklíku, sem studdi Dr. Ben- es, sem var ákveðinn i því, hvað sem það koslaði, að steypa Evrópu í nýja heimsstyrjöld, með það fvrir augurn, að hagn- ast stórlega á hlóðhaðinu, liörm- unum og óskapnaðinum, sem af því leiddi. Engum mundi hafa dottið það í hug, að hr. Hirsch væri þýskur njósnari. Því opinskáar sem hann talaði um að hafa ráð yfir þessum, sex miljónum franka yfirhershöfðingjans, þvi minni urðu líkurnar fyrir því, að hann yrði grunaður. Sér- staklega, af því að hann átti í öðrum rekstri, sem menn liéldu að væri mjög ábatasamur. Hr. Hirsch fékk svo landflótta- mönnum frá Þriðja rikinu tekj- urnar í hendur, þegar þeir komu til Frakklands. Fyrir milligöngu hans hafði mikið af þeim peningum, sein Gestapo- lögreglan hafði vonað að ná í, horfið, og í stað þess að fá tals- verðar prósentur af þeim, höfðu eigendurnir fengið þá til um- ráða, sem strax létu það í veðri vaka, að húið væri að evða þeim einhversstaðar á hnettinum, eft- ir þeirra eigin frásögn. Um nokkurn tíma var þessi atvinna mjög arðsöm. Hún gaf barónessunni tækifæri til þess að halda áfram að lifa óhófsömu lífi, eins og hún hafði liingað lil gert. En svo flæktisl hún inn í mikið hneykslismál viðvíkj- andi eignum Josiasar prins af Kohurg, sem var umfangsmik- ið mútumál. Af þessu komst svo barónessan í mikil vandræði og var tekin föst fyrir fjórkúgun. Nýja Bió: „ÞEGAR UÓSIN LJÓMA Á BROADWAY“. Nýja Bió sýnir um þessar mundir mynd, sem nefnist „Þeg- ar ljósin ljóma á Brodway“. — Myndin er amerísk skemti- mynd, sem lýsir vel, hvernig milljónamæringar og fraigir menn verða fyrir barðinu af liáð- fuglum leikhúsanna. Eru mörg skemtileg atriði í myndinni. — Ung stfilka er á leikhúsi ásamt föður sínum, þar sem sýnd er revía, sem heitir „Róleg kvöld- stund hjá ríkustu stúlku í Ame- riku“, en það er einmitt hún, sem er það. Er þar gert mikið grín að föður hennar og henni sjálfri. Hún verður æf af reiði og hleypur inn í leikarasalinn og ræðst á leikarann, sem lék föður hennar og gefur lionum vel úti lótinn löðrung. En lienni er fleygt þaðan lit. Síðan, daginn eftir, hýður hún leikaranum með sér út til kvöldverðar og ætlar að liefna sín á honum, en .... Það er annars hest, að þið sjáið myndina sjálf, þið verðið ábyggilega ekki fyrír vonbrígð- um. Dick Powell leikur leikarann, Madeleine Carrol ríku stúlkuna, en Alice Faye unga leikkonu, sem fellir hug til leikarans (Dick’s). Ennfremur taka hinir afburða skemtilegu Ritz-broth- ers þátt í myndinni. Gullbrúðkaup eiga í dag frú Guðný Guðmunds- dóttir og Matthías Eggertsson, fyr- verandi prestur í Grínisey. Heimili þeirra er á Freyjug. 36 hér í bæ. ALAFOSS Þingholtestra&ti 23» YiirRmrðir í iofti. Mynd þessi, sem tekin er í þýskri vopnaverksmiðju, þar sem unnið er með rnikíum hraða aff flugvélasmíði, liefir komist í gegnum þýsku myndaskoðunina, en ekki er þess getið hvar'veric- smiðjan er. Chamherlain fyrverandi forsætisráðherra Breta, lýsti yfir þvi, að yfirburðir Þjóð- verja i lofti hefðu ráðið úrslitum í viðureigninni í Suður-Noregi á sínum tírha, en Bretar haldaj því nú fram að flugher þeirra standi fyllilega þeim þýska ó sporði. RÆÐA HALIFAX LÁVARÐAR. Frh. af hls. 1. elska sannleika og réttlæti og frelsi. Þeir munu aldrei fallast á hina nýju skipun, sem Hitler vill koma á. Vér getum verið vongóðir, þegar vér hugleiðuin horfurn- ar. Hitler getur sett niður haka- krossfána sinn hvar sem hon- um sýnist, en því aðeins að liann hafi sogið allan kraft úr Bretaveldi. Mun það sannast að stórveldisdraumar hans eru á sandi bygðir. Sá dagur mun koma, er hin brjálæðiskendu áform Hitlers hrynja til grunna, hrundið af þeim, sem óbilandi frelsisþrá . knýr til sigursællar baráttu. Halifax lávarður lýsti har- áttunni sem krossferð krist- inna manna. Vér, sagði hann, og samveldisþjóðir vorar, stöndum enn og munum ávalt standa í fylkingarhrjósti í har- áttunni gegn liinu illa. Við sjá- um hið dýrðlega, en einnig hættuna, sem bundin er við hlutverk vort, en i l'ullu trausti og með guðs hjálp, munum vér sigra, i haráttunni fyrir hans málefni. Bœíap fréttír Guðlaugur Brynjólfsson, alkunnur dugnaðarmaður og formaður í Vestmannaeyjum er fímtugur í dag. I.eiðrétting. Sú villa slæddist í frásögnina uni afrnæli Þorsteins Finnbogasonar á laugardaginn, að' hann hefði verið hvatamaður að stofnun Jarðræktar- félags Reykjavíkur. Það var hann ekki, enda félagið stofnað löngu áð- ur en hann kom til Reykjavíkur. En hann hefir verið í stjórn þess siðan 1923 og formaður þess síðan 1929. Næturlæknir. Jónas Kristjánsson, Grettisg. 67, sími 5204. Næturverðir í Reykja- víkur apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: Lög úr tónfilmum og óperettum. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Um gildi ell- innar (Björn O. Björnsson prest- ur). 20.55 Hljómplötur: a) Fiðlu- konsert eftir Sjiohr (nr. 8, Op. 47). b) Pianókonsert eftir Liszt (A- drir). 21.45 Fréttir. Konan min og móðir okkar, Sesselja Sigurðardóui r, andaðist ó Landakotsspítalanum 22. júli. Guðmundur Guðmundæím. og börn, Grettisgöta 45.. Jarðarför móður okkar, Guðrúnar Steindórsdéttur, fer fram frá dómkirkjunni fimtudaginn 25. þ. m. Atliöfnin hefsí með bæn á heimili hmnar látnu, Raða- gerði við Sellandsstig kl. 2 e. h. María J. Einarsdóttir. Steíndér Einarssore. Ivonan mín, móðir, tengdamóðir og amma, Vilborg Magnúsddttiir, verður jarðsungin frá heimili sinu, Freyjugötu 7, miðvika- daginn 24. júli, kl. 1 e. h. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Njáll Símonarson, börn, tegndabörn og barnabörn. Hjartans þakklæti vottum við öllum þeim, er auðsýunftí okkur hluttekningu og margskonar ómetardega hjáfp vi<S andlát og jarðarför minnar elskulegu konu,. móður og tengdamóður okkar, Ragnheiðar Halldópsdóttnr. Einar Jónsson, Þórsgötu 15, börn og' íengdabörn.. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samóS við fráfalí og jarðarför Ólafs Jónssonar, fvrv. lögregluþjóns. Dótthr ©g stjúpbörn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.