Vísir - 24.07.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 24.07.1940, Blaðsíða 2
VlSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 Iínur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Landbúnaðar- plágurnar. pLÁGUR þær, sem gengið liafa yfir landbúnaðinn á síðustu árum, hafa opnað augu manna fyrir þvi, hve hættulegt það getur verið, er fáfræðin og fyrirliyggjuleysið hvetur til framkvæmda. Nýmælagjarnir menn höfðu uppgötvað það.sem flestum hafði verið kunnugt um langan aldur, að loðvara og feldir seldust sæmilegu verði á erlendum markaði, og þeim hugkvæmdist að ausa af þessari auðlind. Ræður eru haldnar á þingi og utan þings, skrifað í" blöð og bumbur barð- ar, alt i því augnamiði að hrinda málinu í framkvæmd, festa kaup á dýrum og flytja þau til landsins. Þótt einstaka 'hjárórha rödd heyrist, — rödd þeirra manna, sem vit hafa á þeim málum, sem um ræðir, — er hún þögguð niður, með því að hún sé þjóðinni fjandsam- leg. GuIIæðið hefir gripið um sig. Allir vilja fá erlend loðdýr til ræktunar. Fátækir bændur fá fé að láni, veðsetja bújarðir og bústofn, til þess að koma sér upp nýjum stofni, sem fær- ir þeim þúsunda gróða, en þjóðinni miljónir króna í er- lendum gjaldeyri vegna sölu skinnanna. Allt hljómar þetta vel í eyrum, menn eru auðtrúa um það, sem þeir ekki þekkja. Hvatamenn þessa nýja atvinnu vegar eru lofsamaðir, fá jafn- vel fálkakrossa og opinberar viðurkenhingar, en karakúl- fénaður, minkar og úlfhundar er flutt inn í landið. Tíminn líður og menn upp- skera eins og þeir sá. 1 stað dindillangs, feits og bætts fjár- - stofns, sem gengur svo til sjálf- ala í úthögunum, kemur upp- dráttarsýki í þann innlenda bú- stofn, sem fyrir var, — eftir að karakúlfénaðurinn er dauður, og svo vendilega hefir jafnvel verið frá honum gengið, að honum hefir verið sökt í salt- an mar, til þess að tryggja það, að dauður geti hann ekki unn- ið þau spjöll, er liann vann í lifanda lifi. En uppdráttarsýk- in í innlenda fjárstofninum heldur áfram og breiðist óð- fluga út. Erlent girðingarefni er keypt inn í landið fyrir of- fjár,, þrátt fyrir gjaldeyrisskort og vandræði, girðingum komið upp um landið þvert og endi- langt ,frá annnesjum til afdala, jafnvel þvert yfir öræfin, og hópur manna fær við það sum- aratvinnu, að gæta girðing- anna, en alt kemur fyrir ekki. Sýkin breiðist út, fénaðurinn hrynur niður, ræflarnir liggja úti um hagann í tuga og hundr- aða tali, margir bændur missa allan fjárstofninn og fara á vonarvöl, svo að eitthvað verð- ur ríkið að gera. Ráðið liggur i augum uppi. Nú ber að auka loðdýraræktina, kaupa minka, sem aukast og margfaldast eins og rottur, þannig, að afkvæmi þeirra verða fyr en varir eins og sandur á sjávarströnd. En minkarnir eru þégar tekn ir að sýna eðli sitt. Nokkrir Samtrygging á iast- eignnm og vörnbirgðnm vegna ófriðartjðns. Ríki§stjórnin afgrreiðir itiálið næitn dagra. Strax eftir dð Island hafði verið hernumið tók ríkisstjómin til athugunar á hvem hátt mætti tryggja eignir borgaranna gegn tjóni, sem verða kynni sökum ófriðarathafna hér í landi, og fól tveimur sérfræðingum í tryggingarmálum að rannsaka málið og koma fram með tillögur í þessu efni. Voru það forstjóramir, Ás- geir Þorsteinsson og Brynjólfur Stefánsson, sem málið fengu til athugunar, og hafa þeir lagt skýrslur sínar fyrir ríkisstjómina. tll.slicrjarmót I. S. f. Gunnar Huseby sigrar í kúluvarpi. þeirra hafa verið fluttir i hænsnakassa austur yfir heið- ar, á vörubíl, eins og annar farangur, en kassinn lætur illa á hifreiðinni, hrekkur af og brotnar, en minkarnír verða frelsinu fegnir og hverfa út í veður og vind. Ekki er lield- ur örgrant um, að einliverjir liafi farið úr minkabúunum, sem þegar eru upp komin, í landkönnunarferðir um hraun og fjalllendi Reykjanesskag- ans, en þar kvað slíkum dýr- um þykja fýsilegt til dvalar. Nokkur þessara dýra sáust fyrir tveimur árum við sport- veiðar í nokkrum fiskiám landsins, og öðrum sást bregða fyrir á heiðunum, en er hausta tók, urðu þau mannblendin og fóru í heimsókn til Hafnar- fjarðar. Þar voru hsqnsnabú, hundar og kettir, og hófst nú ófriður mikill millum þessara liúsdýra, sem lyktaði með miklum liænsnadauða í Hafn- arfirði. Athygli var vakin á því, hverju fram fór, og rík- isstjórnin lét málið til sín taka og skipaði minkaskyttu í Hafn- arfirði. Vó hún þriggja þuml- unga mink, og siðan hefir ver- ið hljótt um Hafnarfjörð, þar til í sumar, er „úlfhundarnir“ komu til sögunnar. Þeir voru fluttir inn til höfuðs minkun- um, en átu allmargar kindur, sem Hafnarfirðingar áttu, og skemdu aðrar. Þætti „úlfhundánna“ er lok- ið og minkarnir hafa flutt sig um set. Nú sitja þeir að veiði i Elliðaánum, upp við Silunga- poll og í öllu hrauninu ofan- vert við Elliðavatn. Sjást þar fuglshamir víða, og minkarn- ir hafa það til, að koma í heimsókn i sumarbústaði í ná- grenninu og vera þar að leikj- um, eða fagna þar sólarupp- komunni eða fyllingu tungls. Minkarnir kváðu hafa tímg- ast prýðilega, og þessi litlu og laglegu dýr skjótast um urðir og lautir, sæ og vatnsföll í sak- lausum leik við silung og lax, endur og æðarkollur. En sumir bölsýnir menn telja ekki ósennilegt, að sil- ungi og laxi megi útrýma með slíkum leik, jafnvel öndum og Eins og málið liggur fyrir virðist aðallega um tvær leiðir að velja. í fyrsta lagi að koma á allsherjar samtryggingu, þar sem fasteignir um land alt væru trygðar, og tryggingargjaldinu yrði dreift á nokkurra ára bil, þannig að það yrði ekki um of þungbært fyrir greiðendur. Ef til ófriðarathafna dregur hér á landi, sem elcki er óhugsandi, er ómögulegt um það að segja, hvar tjón kann að verða, og yrðu því tryggingarnar að ná til landsmanna allra, en ekki ein- stakra kaupstaða eða kauptúna. í öðru lagi gæti komið til greina, að setja ekki að svo komnu máli sérstaka löggjöf um slikar almennar tryggingar, en híða átekta, og leggja síðar á sérstakan skatt, til þess að bæta mönnum upp eignatjón, sem verða kann. iÞessa leið hafa Finnar valið, og sýnist hún hafa margt til síns ágætis umfram hina, að öðru leyti en því, að frekari dráttur kann að verða á endurreisnarstarfi, ef hún er valin, en ef tryggingum hefir æðarkollum, þannig, að ís- lenskir bændur geti ekki hag- nýtt sér dún í sængur og svæfla, eða lagt sér lax eða silung til munns. En þetta er eðlileg lífsvenjubreyting í fullu samræmi við hinn nýja tíma. verið komið á, sem hlýtur þó einnig að taka allverulegan tíma, þar til þær eru komnar í fast horf. í þessu sambandi kemur einn- ig til athugunar, hvort ekki sé .sjálfsagt, að tryggja vörubirgðir þær, á sama hátt, sem fyrir- liggjandi eru í landinu, en það mál þarf sérstakrar athugunar við, og verður vafalaust erfitt að koma slíkum tryggingum fyrir. Engu að síður virðist ó- hjákvæmilegt að gera fullnægj- andi ráðstafanir í því efni einn- ig- — Rikisstjórnin hefir afgreiðslu málsins með höndum þessa dagana, og er bráðlega að vænta endanlegra ákvarðana, hvor leiðin, sem valin kánn að verða. Happdrætti fyrir sveitadvöl Reykjavikur- barna hefir verið komið af stað. Rauði krossinn hefir séð um þetta happdrætti. Það þarf að selja 10 þúsund miða, en eitt- hvað er óselt af þeim enn þá. — Besti drátturinn er gæðingur, sem var í happdrætti Fáks. En auk hestsins eru margir góðir drættir. Ættu bæjarbúar nú að sýna góðvild sýna og kaupa alla miðana upp, því með því styðj- ið þið gott málefni. Kúluvarpið. Kepnin i gærkvöldi hófst á kúluvarpinu. Fyrir alla þá sem hafa áhuga fyrir köstum, var kepnin spennandi, því svo jafn- ir voru bestu kastararnir. Mátti lengi ekki á milli sjá hver sigra myndi, en leikar fóru jx') svo, að hinn 16 ára gamli og bráðefni- legi kastmaður, Gunnar Huseby (K. R.) bar sigur úr býtum með 13.14 m. löngu kasti, en metið er 13.74 m„ sett af Kristjáni Vatt- nes (K. R.) 1938. Kristján var meðal þátttakenda í gær, varð 3. í röðinni og kastaði 12.72 mtr. Annar varð Sigurður Finnsson (K. R.), kastaði 13.02 m„ en 4. varð Sveinn Stefánsson (Á.), kastaði 12.12 m. Þátttakendur i kúluvarpinu voru 8. 200 m. hlaup. Undanrásir í hlaupinu höfðu farið fram kl. 6% í gær og kom- ust Sveinn, Ólafur Guðmundss., Sigurður Guðmundsson og Jó- liann Berhard í úrslit. Lauk þeirri kepni svo, að Sveinnlngv- arsson (K.R.) varð fyrstur á23.9 sek. 2. varð Jóhann Bernhard, mjög efnilegur iþróttamaður, sem sækir i sig veðrið með hverju árinu sem líður. Rann hann skeiðið á 24.1 sek. Þriðji varð Borgnesingurinn Sigurður Guðmundsson, bráðléttur i- þróttamaður, sem keppir nú í fyrsta sinni hér í Reykjavík og með ágætum árangri, enda þótt hann sé óvanur vellinum með öllu. Tími Sigurðar var 24.4 sek. Fjórði í röðinni varð Ólafur Guðmundsson (Í.R.), hljóp á 25.0 sek. Metið á Sveinn Ingv- arsson (Iv.R.) á 23.1 sek„ sett 1938. 1500 m. hlaup. Sú kepni yar ekki spennandi, þvi svo voru yfirburðir sigur- vegarans, Sigurgeirs Ársælsson- ar (Á.) miklir. Sigurgeir er ekki aðeins búinn að skipa sér sæti meðal bestu hlaupara landsins, Sveinn fyrstur að marki, VerSlaunaafhending. Erlendur Pétursson og 3 fyrstu menn i 1500 metra hlaupi. heldur og meðal bestu íþrótta- manna okkar i heild. Hann er i stöðugri framför, still hans léttur og fagur, og með góðri æfingu má mikils af honuni --- irvid Ekman: -------------------- í greipum gullæðisins 1931 og síðar. „Ástin mín! Eg vil að þá minnist mín ein's og eg var, en sjáir ekki hvílík eijjahræða eg er nú orðinn. Flugur og maurar hafa, ef eg svo má segja, étið ajidlitið á mér. Eg get ekki varist þeim lengur.“ Harry. Þannig hljóðaði kafli úr bréfi landkönnuðar, sem lagði leið sina um eyðimerkur Ástraliu. Gullið hefir frá upphafi vega vakið trylta löngun mannanna til þess að leita þess og afla. Fréttir um fund gullnámu hafa leitt til jress að fjöldi manna liefir horfið frá störfum sínum, en lagt af stað út í þurra og eld- heita eyðimörkina, eða haldið til snjóbreiðanna 1 Alaska, norður fyrir heimskautsbaug, i þeirri von að finna hinn gylta málm. Sumum hefir hepnast þetta, en þau hafa orðið þúsunda örlög, að bein þeirra hafa orðið skinin af eldheitum sólargeislum á eyðimörkunum í Ástralíu eða í fjalllendi Alaska. Harry Lasseter var í rauninni fæddur gullleitarmaður, og alla ævi sína var hann að leita að þessurn málmi. Á æskuárum fann hann gullauðuga námu í eyðimörkum Mið-Ástraliu, er hann var þar að grafa og leita að rubinum. Svo viltist hann í eyðimörkinni, hestarnir hans liorféllu, og að lokum fanst hann nær dauða en lífi af þreytu og þorsta, en þrátt fyrir það vildi hann alt til vinna, að finna gull- námuna að nýju. Er hann hafði náð sér eftir þessar svaðilfarir fór hann til Vestur-Australíu, til þess að fá auðuga menn til að leggja fé fram, þannig að rannsókn gæti fram farið á gullnámunni hans. Þrjátiu ár liðu þó samt, án þess að honum tækist þetta, en að lokum tókst honum að safna i Sidney 5000 pundum í þetta fyrirtæki. Leiðangur varð gerð- Ur úr garði, með hinum full- komnustu tækjum. Flutninga- bifreiðar, flugvél, loftskeyta- tæki og ýms áhöld til rannsókn- ánna fékk hann meðferðis, og sex sérfræðinga í gullrannsókn- um, en leiðangrinum stjórnaði hann sjálfur. Dág nokkurn í janúar 1931 Iagði leiðangurinn af stað til „Alice Springs“, sem er ysta stöð hvítra manna við eyði- mörkina, þar sem innbyggjarn- ir ráða lögum og lofum. Þar réði leiðangurinn negra sem mat- svein, og átti hann einnig að vera leiðsögmaður og túlkur, ef nauðsyn krefði. Laseter hafði sjálfur eytt miklum hluta af ævi sinni í eyðimörkinni og talaði ýmsar málískur innbyggjanna. Fyrst framan af gekk alt að óskum. Bifreiðin ekur í gegnum grasbreiðuna, gegnum brunnin svæði skógarelda, eftir þornuð- um árfarvegum, og skóga, sem þeir urðu að ryðja bifreiðinni veg í gegnum. Það kom brátt í ljós að Billy, en svo kölluðu þeir kokkinn, dugði til litils sem leið- sögumaður, er hann var kominn út úr svæði því, sem ættflokkur hans hafðist við á.Villimennirn- ir á svæði því, er nú nefnist La- setersland, eru fjandsamlegir hvítum mönnum og gera þeim alt til miska. Þeir eru viltir i orðsins fylsta slcilningi, og nota ekki einu sinni steinvopn. Spjótsoddana herða þeir í eldi, en þeir eru úr tré, og land þeirra er eyðimörk eða fjalllendi erfitt yfirferðar, enda hafa fáir hvítir menn komið þangað. Þarna auk- ast ei’fiðleikarnir stöðugt og ferðin dregst svo á langinn, að tveir sérfræðinganna verða að hverfa til vinnu sinnar í Sidney að nýju. Einn góðan veðurdag voru þeir alt í einu komnir í ó- göngur og urðu að snúa við. Snarbratt fjall varð fyrir þeim og umlukti þá á þrjá vegu. Bif- reiðin komst ekki lengra og leið- angursmennirnir neituðu að halda áfram. Þeir voru orðnir fullsaddir á ferðinni. Kortin, sem þeir höfðu meðferðis voru öll vitlaus, en hið versta var að innbyggjarnir voru þeim fjand- samlegir, og höfðu tendrað bál víðsvegar, til þess að gefa öðrum ættbálkum til kynna að hvítir menn höfðu brotist inn í landið. Lasseter ákvað að halda einn á- fram hvað sem það kostaði. Hann keypti tvö múldýr af veiðimönnum, er hann rakst á, og klyf jaði þau með öllum nauð- synjum og nokkurra vikna forða, en kvaddi þvínæst félaga sína og skrifaði konu sinni bréf með þeim. Kvöld eitt er Lasseter hafði farið af baki til þess að búa sér næturlægi, gleymdi hann að hefta múldýrin, eins og ferða- menn gera altaf í Ástralíu. Múldýrin leituðu sér að æti og reikuðu um nágrennið. Þegar hann var að kveikja upp eldinn þýtur spjót að honum, og nokk- urir strútar (emus: í ætt við strúta) þjóta upp við það skelfd- ir. Múldýrin fælast og hverfa út í veður og vind með allan far- angurinn, og þótt Lasseter kalli á eftir þeim, hlýða þau ekki kall- inu, og öll viðeiltni hans til að ná í þau reynist árangurslaus. Hann stendur einn eftir í eyði- mörkinni, án matar, vatns og vopna, að því undanteknu að hann hafði á sér eina skamm- byssu, litla. Hvað Lasseter hefir hafst að úr þessu er allsendis óljóst, en af hálfsviðnum blöðum úr dag- bók hans, sem fundust undir öskunni, á einum staðnum þar sem hann hafði kynt bál að næt- urlagi, og af bréfi, sem fanst til konu hans, mátti sjá, að ham> fann gullnámuna sína aftur, merkti svæðið, en liann bjóst við að svertingjarnir myndu eyða öllum vegsummerkjum, með þvi að staðurinn var {xíim heilagt fórnarsvæði, sem hvitur maður hafði séð og saurgað með návist sinni. Ennfremur mátti sjá að í tvo mánuði liefir hann þvælst um með villimönnunum, lifað af kosti þeirra og drukkið fúlnað vatn. Hann segist vera fárveikur af hitasótt og sand- blindu. Hann getur ekki fylgst lengur með villimönnunum, og veit að þeir telja liann dauðans mat og vilja þvi ekki gefa hon- um lengur að borða. Hann lagð- ist því niður undir tré, til þess að bíða dauða sins, en í börkinn hafði hann rist leiðbeiningar um hvar dagbólc hans væri að finna. Bob Buck veiðimaður fann hann seinna, þar sem liann lá, með skammbyssuna við hlið sér. Hann fann gullið sitt, en komsf aldrei heini aftur. Tveir Ieiðangrar hafa reynt að finna gullnámu Lasseters, en þeir hafa aldrei komið aftur, en orðið fórn villimannanna, sem sitja í launsátrum með spjótin sín, eða farist af vatnsskorti i eyðimörkinni. Þrátt fyrir það krefst eyðimörkin vafalaust nýrra fóma vegna gullæðisins, sem er jafntrylt í dag og það hefir ávalt verið. (Lauslega þýtt).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.