Vísir - 24.07.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 24.07.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUMARFÖT Það verða allir í sólskinsskapi, sem eru í ÁLHFOSS SUMARF ÖTUM FRÁ ÁLAFOS Sa Þingfaoltsistrœti 2. W erkamanna- hústaðir. vænta. 1 gær rann hann skeið- ið, án allrar verulegrar sam- kepni, á 4.14.2 mín., eða rúmum 3 sek. yfir metinu, sem Geir Gígja (K.R.) á frá 1927 (4.11.0 mín.). Allhörð lcepni varð á milli Everts Magnússonar (Á.) og Indriða Jónssonar (K.R.) um 2. og 3. sætið. Lyktaði henni með sigri Everts, er hljóp vega- lengdina á 4.23.2 mín., en Ind- riði hljóp liana á 4.25.2 min. — Fjórði varð Ólafur Símonarson (Á.), 4.28.4 mín. Hástökkið. í þvi keptu margir góðir og vanir hástökkvarar, þeirra með- al methafinn Sigurður Sigurðs- son (I.R.), metið er 1.85 m., sett 1938), Sigurður Nordahl (Á.), og fleiri. Leikar fóru þannig, að Sigurður sigraði með 170 cm. stökkhæð. Hann gerði tilraun til að stökkva 1.75, en mistókst. Sigurður. Norðdalil varð annar, stökk 1671/! cm. í þriðja sætið komst nýr maður, Hafnfirðingur,efnilegur stökkv- ari, Oliver Steinn að nafni. Hann slökk 162 cm. og mun siðar, með góðri æfingu, geta bætt miklu við þá hæð. Oliver virðist einnig vera skápaður fyr- ir hlaup, og eftir líkamsbygg- ingu lians að dæma mætti vænta nokkurs árangurs af honum, á því sviði. Fjórði maður var hinn 16 ái’a gamli kastmaður K.R.-inga, Gunnar Huseby. Hann stökk 153 cm. 110 m. grindahlaupið. Þátttakan var léleg, enda er grindalilaupið einhver vanrækt- asta íþróttagrein í frjálsum i- þróttum hér á landi, og sjaldn- ast náðst góður árangur í því. Metið á Ólafur Guðmundsson (K.R.) á 17.0 sek., sett 1937. 5 þátttakendur keptu að þessu sinni. Fyrstur varð Jóliann Jó- liannesson (Á.) 17.8 sek., 2. Sigurður Nordalil (Á.) 19.5 sek. 3. Guðm. Sigurjónsson (Á.) 20.1 sek. og 4. Anton Björns- son 20.9 sek. 10 km. kappgangan. I henni voru einnig 5 þátt- takendur. Haukur Einarsson (K.R.) er methafi í kappgöng- unni. Metið er sett 1937 á 52:- 48.2 mín. Hann sigraði með miklum yfirburðum i gær á 56:16.6 min. Er það í 13. sinn, sem Haukur hefir kept í kapp- göngu og ávalt sigrað. Annar varð Jóhann Jóhannesson (Á.) 60.45.2 mín. 3. Ólafur Simonar- son (Á.) 62.26,8 mín. og 4. Hall- dór Sigurðsson (Á.) 64.14.0 min. Stig. Eftir daginn í gær standa stig mótsins þannig: K.R. 94 stig. Ármann 63 stig, Í.R. 20 stig. Fimleikafélag Hafnarfjarðar 8 stig og U.M.F. „Skallagrímur“ í Borgarnesi 7 stig. Félag lömunar- veikissjúklinga. í ráði er að stofna félagsskap lömunarveikissjúklinga, sem eru útilokaðir frá allri erfiðis- vinnu. Mun þessi félagsskapur stuðla að því, að þeir fái vinnu, sem er við þeirra hæfi. Einnig mun félagið sjá urn kaup á efni, sem þeir þurfa að nota til vinn- unnar, og leiðbeina þeirn í öllu, sem þessu viðvíkur. Þetta félag mun verða með líku sniði og Blindravinafélagið. Annars er auglýsing í hlaðinu í dag, sem gefur lilutaðeigendum nánari upplýsingar viðvíkjandi þessu. Blöðin hafa getið um hin skrautlegu, nýbygðu hús inni í Rauðarárholti, sem kölluð eru verkamannabústaðir. Það er satt, að húsin eru fögur og vel gerð og á prýðisfögrum stað og væri ánægjulegt ef verkamenn liefðu yfirleitt efni á að búa í slikum húsum. En hver er sá, sem þorir að halda þvi fram, að árstekjur Reykvískra verka- manna leyfi þeim slíkan luxus? I slíkum húsum geta ekki aðrir búið en fastráðnir menn með' sæmilegum launum. Eg er ekki að álasa stjórn fé- lagsins, sem hefir séð um bygg- ingu húsanna, jx> húsin hafi orð- ið dýr. Henni hefir tekist miklu betur um allar framkvæmdir heldur en hægt var að búast við á slikum vandræðatímum. En eg álasa þvi opinbera, ríki og bæ, sem leggur fram féð til þess- ara bygginga, sem eiga að vera fátækum mönnum til hjálpar, mönnum, sem annars eiga enga úrkosti að eignast sæmilega íbúð, fyrir það fyrirliyggjuleysi, sem sýnt hefir verið, og að ekk- ert skuli hafa verið lært af öm- urlegri reynslu undanfarinna átta ára. Eg er einn af þeim fyrstu, sem eignaðist íbúð í verka- mannabústöðunum og gæti því talað af nokkurri reynslu. Eg hefi margsinnis reynt að benda á það, sem mér finst ábótavant, en að mestu :án árangurs. Eg var strax hrifinn af hinum fögru loforðum um, að hjálpa þeim, sem hjálpar þurftu. En reynslan liefir í flestum tilfellum orðið hjálp til þeirra betur stæðu, sem margir gátu komist af án hjálp- ar. Þessu mótmæli eg og skal altaf halda áfram að mótmæla, þar til úr verður bætt. Eg mót- mæli því, að hjálpinni verði rænt frá þeim fátæku, sem nauðsynlega þurfa liennar með, til hagsbóta fyrir þá betur stæðu. Þjóðfélagið varðar um hvern einasta þegn, hvort það er harn eða fullorðinn, að liann hafi sæmilega afkomu eftir því, sem við verður komið, og að hann eigi frjálsa leið til þroska og fullkomnunai’. Annað er ósann- girni og heimska, þvi þjóðfélag- ið er til fyrir þegnana en ekki þegnarnir fyrir þjóðfélagið. Það er hagsýni að hefja menn upp úr skítnum og gera þá sjálfstæða, en heimska að láta það ógert. Það sem lagfæra þarf er m. a. þetta: Gerð og fyrirkomulag verka- mannabústaðanna verður að miða við þörf og getu láglauna verkamanna, sem eiga að njóta ibúðanna. Gera þarf ráðstafanir til að reksturskostnaður og hitun hús- anna lækki, en það hefir hvort- tveggja reynst óviðunanlega mikið. Gera þarf ráðstafanir til að öll afskifti pólitískra flokka af þess- uin félagssamtökum hverfi al- veg. En þau hafa viðgengist og viðgangast enn, til tjóns fyrir málefnið. Framlag ihúðakaupenda verð- ur að miða við getu þeirra. Láta fátæka bamamenn fá íbúðir með lítilli eða engri útborgun, en aftur láta ]>á betur stæðu borga meira út, t. d. alt að 30%. Mætti þá jafnvel hækka tak- mörkin um eign og tekjur íbúða- kaupenda, en þau eru nú óþarf- lega þröng. Þeir sem kaupa iliúðir mega aldrei selja þær sér til ábata. Þetta er sanngjarnt. En nú getur farið svo að verðlækkun verði á ibúð, vegna almennrar verð- lækkunar fasteigna. Eins og nú er getur íbúðarkaupandi glatað öllu framlagi sínu við slíka verðlækkun. Fyrir sliku þarf að tryggja hann. En sérstaklega þarf að beina byggingu verkamannabústaða inn á þá braut, að talsvert land- rými fylgi hveiTÍ íbúð. Við að veita verkamönnum þannig að- gang að landi ynnist mikið. Það væri verkamönnunum leið til sjálfshjálpar með þvi þeir gætu þá jafnframt starfi sinu stundað ýmsa ræktun. Það lcendi hörn- um þeirra að skilja gróðurmátt moldarinnar, og það gæti e. t. v. orðið lieppilegur tengiliður til að laða nokkur þeirra að búskap í sveit. En kaupstaðabúa, sem enga ræktun þekkir eða skilur, þýðir ekki að skipa að fara í sveit til dvalar. Eg hefi lieyrt að Þjóðverjar höguðu byggingu verkamanna- bústaða þannig: Þeir létu at- vinnulausa verkamenn reysa hverfi smáliúsa, 2—3 lierbergi og eldhús, í úthverfum borg- anna. Hverju liúsi fylgi 1000 ferm. garður, sem íbúðarkaup- andi er slcyldaður til að full- rækta og hirða vel, en á sjálfur afrakstur af. Húsin eru seld Iágu verði, án útborgunar, og greiðist upp á 25 árum, þannig, að hver íbúðakaupandi greiðir vikulega í vexti, afborgun og gjöld 4—10 mörk, en eignast allir jafnmikið. Fer greiðslan eftir tekjum verkamanna og heimilisaðstæðum. Gætum við ekki eittlivað lært af ]iessu. Það liefir ekki alt að segja fyrir verkamanninn hvort tírna- kaupið er, heldur hvert er árs- kaupið. En sérstakfcga þó hverj- ar lífsnauðsynjar hann getur véitt sér fyrir kaupið. Sjálfstæð- isflokkurinn þarf að láta sig meiru skifta bagsmunamál verkamanna, m. a. byggingar- málin, heldur en verið liefir und- anfarið. Yerkamenn treysta Sjálfstæðisflokknum einum til forustu. Því trausti má hann ekki bregðast. Hannes Jónsson, Ásvallag. 65. SKATTAHÆKIÍANIR f BRETLANDI. Frli. af bls. 1. beri skattana þar sem íeknanna er aflað, og tryggir það að minsta kosti það, að hinar ó- nógu tekjur innheimtast að fullu.“ „Daily Mail“: „Sir Kingsleý tók það þrisvar sinnum fram í fjárlagai’æðunni, að það þyrfti að auka skatlana tilfinnanlega. Samt sem áður eru fjárlög hans ekki nema bráðabirgðalausn. Álögurnar þurfa að vera miklu þyngri. Hér í landi mun enginn kvarta, ef tekjur ríkissjóðs eru notaðar skynsamlega og byrðunum réttilega skift.“ Síra Árni Sigurðsson, ffíkirkjuprestur, er farinn úr bænum í sumarleyfi. Munu þjóíS- kirkjuprestarnir annast prestsstörf við frikirkjuna í fjarveru hans. Afbrot með flesta móti árið 1939. Vísi barst nýlega fróðleg rit- gerð eftir Sigurð Magnússon kennara, er hann nefnir: „Af- brotaæskan í Reykjavík“, en rit- gerð þessi er skýrsla hans til fræðslumálastjórnarinnar. Á árinu hafa 257 börn orðið sek um 701 afbrot, en á árinu 1938 urðu 191 börn sek um 232 afbrot, samkvæmt skýrslum harnaverndarnefndar, og hafa afbrotin þannig farið mjög í vöxt og fleiri börn verið við þau riðin. Á árinu 1939 liafa 238 piltar brotið af sér, en 19 stúlk- ur, en á árinu 1938 voru pilt- arnir 191, en stúlkurnar 8, sem komust i kast við lögregluna. Brot þau, sem hér eru tekin til athugunar, eru þó aðeins hin stórfeldari, svo sem: Þjófnaðir og hnupl, innbrotsþjófnaðir, svik og falsanir, skemdir, meiðsl og hrekkir, misþyrming á dýrum, flakk, útivistir og strok, óspektir og óknyttir, laus- læti og kynferðismál og ölvun. Sigurður hallast að því i rit- gerðinni, að nauðsyn beri til að hér á landi verði komið upp hæli fyrir afbrotabörn, og að eftirlit með þeim verði lengra og betra en nú tíðkast. Dr. Matt- liías Jónasson, sem gefið hefir skýrslu til fræðslumálastjórnar- innar um „uppeldi vandraiða- barna í Sviss“, hefir einnig bor- ið fram slílcar tillögur, og kemst að þeirri niðui’stöðu, að rekst- ur sliks Jiælis sé mesta þjóðar- nauðsyn, enda verkefni nóg og arðbær, við hverahita og nær- tælc fiskimáð. Leggur hann á- herslu á, að það sé unglingum nauðsynlegt að læra að vinæa, að skilja að þéir geta það, að finna að starfskraflar þeirra. sé til nokkurs nýtir <og að þ.jalfa hæfileika sýna fyTir ævistarfið. Hér er um naúðsynjamál að ræða, sem þarf að lirmda í framkvæmd, með þvi að IsSend- ingar hafa sannarlega ektd efni á því, að láta æskulýðinn grotna niður eins og tíðlrast héflr, og farið í vöxt. I þessu máli ættu kennai'ar að hafa forgöngu una. Þeir munu bæði njóta styrks frá foreldrum jJirleitt, fulltíða, hugsandi rnönnum og og ráðamönnum innan þjóðfé- lagsins. Havana-ráðstefnan HðreiiiiiOir n illeið ir [vrópuljeðð i Vest- urállu upp koipinn. Það er búist við því, að tillög- ur Bandaríkjastjórnar varð- andi nýlendur þær, sem Evrópu- þjóðir eiga í Vesturálfu, verði lagðar fyrir Havanaráðstefnuna í dag. Cordell Hull gerir grein fyrir tillögunum. Ágreiningur er upp kominn í málinu, að því er talið er, og mun Argentína leggja fram sérstakar tillögur. Frá ríkisstjórn Kuba eru einnig væntanlegar tillögur. Tiílögur Bandaríkjanna munu fjalla um: 1.) Að Vesturálfulýðveldin stofni sérstakt ráð, sem fari með Vegrna jarðarfarar móður minnar verður bifreiðastöð míni kikuð amotgrtua frá kl. 1 yz til 4 eftir hádegi. NTEI^DÓR EINARflSOK. Tvo menn vana reknetaveiðum, vantar mig. GUNNAR ÓLAFSSON. Lokastíg 4. 33 Labour under Nazi Rule; 34 Russian Foreign Policy; 35 Was Germany Defeated in 1918? Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar. The English Bookshops. BæídP fréttír Fiintugur er í dag Jónas Magnússon i Stardal á Kjalarnesi, Er hann mik- ill dugnaðar- og atoxkumaður. Sjötugur er í dag Jón Rafnsson, Frakka- stíg 15- Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli i kvöld kl. 9, undir síjórn hr. A. Klahn. Ægir, mánaÖarrit Fiskifélags Islands, er nú nýkomiÖ út. Efni blaÖsins er sem hér segir: Sjómannadag- urinn og sjómennirnir. — Ræða fulltrúa útgerÖarmanna á sjó- mannadaginn (Jóhanns Þ. Jósefs- sonar). — Trillubátarnir. — At- huganir um saltfisksframleiðslu. — Með idönskum skútueiganda sum- ariÖ 1867. — Eimskipafélag Is- lands. — Litlar Iifrarbræðslur. — Hálfrar aldar afmæli íslenskra gufufikijxi. — Síldveiðamar. — Aflinn 15. júni 1940. Nýútökomnir er.ta bæklingar þeir, sem hér seg- ir: Uppeldi vandræðabarna i Sviss, eftir Dr. Matthías Jónasson. — Af- broteæskan i Reykjavík, eftir Sig- urð Magnússon. Eru þessir bæk- lingar skýrslur til fræðslumála- stjómarinnar. Enn einn bæklingur er .utkominn, sem heitir „Algeng- ustu orðmyndir málsins og stafsetn- ingarkenslan" og er gefin iit að til- hlutan fræðslumálastjórnar. Næturlæknir. Pétur Jakobsson, Leifsgötu 9. sími 3735 — Næturverðir í Lauga- vegs apóteki og Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.30 Hljómplötur: íslensk- ir söngvarar. • 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferða- sögum (V.Þ.G.). 21.00 Strokkvart- ett útvarpsins: Lög eftir íslenska höfunda. 21.20 Hljómplötur: Har- móníkulög. 21.45 Fréttir. Dag- skrárlok. stjórn nýlendnanna meðan styrjöldin stendur. 2. ) Að styrjöldinni lokinni verði nýlendurnar afhentar eig- endum sínum eða veitt sjálf- stæði. 3. ) Öll Vesturálfulýðveldin verndi nýlendurnar meðan styrjöldin stendur. Sagt er, að Argentínustjórn sé mótfallin þessum tillögum, og beri fram tillögur, þar sem valin ér önnur leið í málinu. Tv® há§eta vantar á togeurann Venws fxst Hafnarfirðii. :S :5 Gairð- áhnrðnr DAGLEGA. i/rrni BETRA ÓDÝEARA GRÆNMEH SÆÆSá, Kcmúm heim. Hallur Hallsson taxsÐlæknir. SJDKIilli sem bindast vilja félagsssmrt- tökum uid útvegnn á kgnxlha við ýmsar iðngreinié' ogefhís- útvegun, leggi nöfiic sIíb <®g. heimilisfang, ásaænt sSrat&5 lýsingu af lömunimii, &sdjgr. blaðsins fýrir 1. ágúsrf óskast léigð i nökkiir,lt ®3§d. Upp! i sima 3302, .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.