Vísir - 27.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir - 27.07.1940, Blaðsíða 1
Kri ftitstjóri: stján Guðlaug ssors Féla Skrifstofur gsprentsmiöjan (3. hæð). Ritsíj'óri Blaðamenn Sími: Auglýsingar 1660 Gjaldkeri 5 linur Afgreiðsla j 30. ár. Reykjavík, laugardaginn 27. júlí 1940. 171. tbl. Síendur frekari skifting Rúmeníu fyrir dyrum? Þjóðverjar sagðir styðja kröfur Búlgara og Ungverja, en Rúmenar ætla að verja land sitt gegn frekari árásum. EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun. Athygli manna um heim allan hefir beinst að Balkanskagamálum á ný og við- ræðufundum þeim, sem byrjuðu í Þýskalandi í gær. Talið er að Hitler hafi ákveðið að styðja kröfur Ungverja á hendur Rúmenum, þ. e., að Ungverjar fái Transylvaníu og Búlgarar suðurhluta Dubruja-héraðs. Bretar virðast þeirrar skoð- unar, að Hitler miði að því, að koma í veg fyrir Balkanstyrjöld, og vilji leysa deilumál Rúmena og nágrannaþjóða þeirra til þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim með- an lokatilraun Þ]öðverja til þess að sigra Breta stendur yfir. Annað mál er hvort þessi áform hepnast. Rúmenar hafa lýst yfir því, að þeir muni verja sig gegn frekari tilraun- um til að skerða land þeirra, en menn eru yfirleitt nokkuð vantrúaðir á, að þeir geti það — og jafnvel, að þeir geri það. Um afstöðu Rússa er alt í óvissu. Þeir Gigurtu f orsætisráðherra Rúmeníu og Manules- cu, utanríkismálaráðherra Rúmeníu, komu til Salzburg í gær og ræddu við von Ribbentrop, en þaðan f óru þeir til fundar í Berchtesgaden og ræddu við Hitler í hálfa þriðju klukkustund. Um fund þennan vita menn fátt með vissu. Að honum Ioknum var gefin út tilkynning, sem engar upplýsingar veitti um umræðuef nið, en tekið fram, að viðræðurnar hafi verið hinar vinsamlegustu og að ráðherrarnir færi í heimsókn til Rómaborgar, þeg- ar eftir f undinn. Forseti Slóvakíu og forsætisráðher^a koma til Þýska- lands í dag og ræða við Hitler og ungverskir ráðherrar eru einnig væntanlegir þangað. Það var sagt frá því í fregnum Reutersfréttastofunn- ar í gær kveldi, að Hitler mundi hafa tilkynt Gigurtu, að Þjóðverjar ætluðu að styðja kröfur Ungverja og Rúmena. Breska stjdrnin hefir birt yfirlýsingu varð- andi kröfur Búlgara, og er þar svo að orði komist að breska stjórnin telji kröfur Búlgara nm Suður-Dobru- dja réttmætar, og muni lausn málsins ekki sæta gagn- rýni í Bretlandi fyrir það eitt, að Þjóðverjar hefði lagt þar eitthvað til málanna, enda þótt Bretar vissi, að Þjóð- verjar ynnu að þeim í eiginhagsmunaskyni. Bretar, seg- ir í tilkynningunni, hafa aldrei verið mótf allnir breyt- ingum á landamæraskipan álfunnar, svo fremi að um breytingar næðist friðsamlegt samkomulag. Frá Balkanlöndunum berast ¦fregnir, sem benda til vaxandi afskifta Rússa af Balkanlönd- unum og því sem þar gerist. Rússar voru nýlega sagðir vinna að því, að komið yrði á fót rót- tækri stjórn í Rúmeníu, senv yrði vinsamleg í garð Sovét- Rússlands. Er það kunnugtj að Rússar eru óánægðir með stjórn Gigurtu, sem er vinur Görings, en ekki virðist það ætla að af- Flngheræfingar við Panama. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Flugheræfingar fóru fram við Panamaskurðinn í gær. — Átján flugvélar úr flotanum gerðu skyndiárás á flugstöðvar landhersins og var háður „bar- dagi" milli flugvéla landhers og flota. Veitti flugvélum land- hersins miður, enda kom árás- in verjendum Panamaskurðsins að óvörum. Bæði varnar- og ,á- rásarflugmenn notuðu kastblys, sem varpað var niður yfir mannvirki skurðsins. — Talið er, að flugflotaæfingarnar hafi komið að miklum nolum. stýra þvi, eftir því sem nú horf- ir, að' Rúmenar verði að láta fleiri lönd af hendi. Saka Rúss- ar Gigurtu um harðstjórn og gefa i skyn, að þeir verði að grípa til varúðarráðstafana, ef ekki verði breytt um stefnu. Rússum hefir orðið mikið á- gengt i undirróðursstarfsemi sinni í Jugoslaviu og Búlgaríu, en rússneskir stjórnmálamenn þar eru sagðir hafa lýst yfir vanþóknun sinni á þvi, að búlgörsku ráðherrarnir fóru til Berlínar. Þá hafa Rússar sent viðskifta- nefnd til Belgrad, til þess að vinna að aukinni samvinnu Rússa og Jugoslava. Bretar taka tvö rumensk olíu- fliBÍniiigaslii|». Einkaskeyti frá United Press. London i morgun. Siglingamálaráðuneyti Rúm,- eníu hefir tilkynt, að því hafi borist upplýsingar um, að bresk yfirvöld i Port Said bafi lagt hald á tvö rúmensk olíuflutn- ingaskip. Olíufluíningaskip þessi eru samtals 6000 smálest- ÍL'. — Bretar taka frönsk herskip í notkun. London í morgun. Það var tilkynt i London i gær, að búið væri að manna eitt frönsku herskipanna, sem Bretar tóku, og eru eingöngu á því „frjálsir Frakkar", þ. e. menn sem fylgja De Gaulle að málum. Það er og verið að manna mörg önnur frönsk her- skip. Sum þeirra verða mönn- uð bæði Bretum og Frökkum og hafa uppi fána Bretlands og hinna frjálsu Frakka. Muselier aðmíráll stjórnar frönsku her- skipunum, en yfirstjórn verður í höndum yfirflotaforingjans breska og flotamálaráðuneytis- ins. Havana-ráðsíefnan ei sei iBffili er. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. . Ekkert samkomulag hefir náðst ennþá á Havanaráðstefn- unni um hinar ýmsu tillögur, sem fram hafa komið um vernd þeirra nýlendna, sem Evrópu- þjóðir eiga í Vesturálfu. — Cor- dell Hull er sagður hafa lagt fram málamiðlunartillögur í nefndinni, sem hefir allar til- lögurnar til meðferðar. í tillög- um þessum hefir hann reynt að þræða meðalveg, til þess að samræma tillögur Bandarikj- anna og Argentínu. Samkomu- lag hefir þó ekki náðst enn sem komið.er, en fulltrúarnir á ráð- stefnunni eru vongóðir um, að fult samkomulag muni nást. Úthlutusi matvælaseðla. Úthlutun matvælaseðla fyrir ágúst og september fer fram dagana 29.—31. þ.m. í Tryggva- | götu 28. Afgreiðslutími er frá ! kl. 10—12 f. h. ,og í-'6 e. h. I alla dagana. Ur öllum nýlendum og sjálfstjórnarríkjum Bretaveldis koma hermenn til þess að berjast við hlið Englendinganna. Hér birtist mynd af einu slíku herliði, sem kemur frá Nýja Sjálandi.^ — Anthony Eden ávarpar herntennina. Avenol segir af sér aðalrítarastörfum hjá Þj óðabandalaginu. Einkaskeyti frá United Press. London í morgun. Avenol, aðalritari Þjóða- bandalagsins, hefir sagt af sér störfum frá 21. ágúst næstkom- andi, og hefir verið ákveðið, að þriggja manna nefnd fari með framkvæmdastjórn Þjóða- bandalagsins, uns annað verð- ur ákveðið. Fregn frá Prince-háskólanum í Bandaríkjunum hermir, að Avenol hafi tilkynt i gær, að störf þeirrar skrifstofu Þjóða- bandalagsins, sem hefir með höndum viðskifta- og fjárhags- mál, verði falin „Tlíe Institute for Advanced Study" í Prince- ton. Friðartillög- ur Hitlers. London, i morgun. Breskum blöðum verður all- tíðrætt um það, sem þau kalla hina nýju friðarsókn Hitlers. Komst á kreik fregn um það í gær, að einhver friðarvinanefnd í Hollandi hefði símað til Roose- velts f orseta og skorað á hann að koma þvi til leiðar, að Bretar og Þjóðverjar hætti að berjast, en hollenska stjórnin í London kannaðist ekkert við nefndina, og var því talið, í Bretlandi, að nefndin líefði fengið það hlut- verk í hendur, að tilhlutan Þjóð- verja, að sima Rooseyelt, en Roosevelt sjálfur segist ekki hafa fengið nein tilmæh i þessa átt. Einnig birtir blað í New York fregn um það, að Hitler hafi sent Gustav Sviakonungi friðartillögur, með tilmælum um, að hann legði þær fyrir Breta. í tillögum þessum er gert ráð fyrir, að Þjóðverjar marki stefnuna í meginlandsmálunum og fái nýlendur sínar, en Þýska- land verji Bretland gegn hinni „gulu hættu" þ. e. frá hinum gulu Asíuþjóðum, en það er ekki kunnugt, að Bretar telji neina gula hættu yfirvofandi og enn síður að þeir muni telja Þjóð- verja hafa nokkura aðstöðu til að vernda aðra gegn henni eða vilji þiggja slíka vernd af þeim. Bifreiðarslys á Sandskeiði I dag á tólfta tímanum var bifreiðinni R 1259 ekið utan í grjótgarð á Sandskeiði og hvoMjdi blenni með þeirri af- leiðingu, að sumir þeirra, sem í henni voru, meiddust, sumir alvarlega. Billinn er 18 manna bíll frá Steindóri og var fullur af fólki,' en garðurinn, sem ,ek- Miiil liítirísir i Bret- ioiid! 3» 91 S.I. II Það var heldur minna um loftárásir á Bretland í gær og s. 1. nótt og eigna- og manntjón lítið. Nokkurar árásir voru gerð- ar á skipaflota, m. a. einn yið norðurströnd írlands. 5-6 þýsk- ar flugvélar voru skotnar niður við Bretland í gær, og 28 sam- tals i fyrradag. Bretar halda áfram loftárás- um með miklum árangri á f lug- véla- og olíustöðvar í Þýska- landi. ið var utan i, er einn þeirra, sem breska herliðið hefir hlað- ið út á vegi allvíða, t. d. á Hafn- arfjarðarveginum, brautinni austur o. s. frv. í bílnum voru m. a. tveir unglingar, og meidd- ist annar þeirra mjög mikið, af rúðubroti, sem skarst inn í hrygginn. Misti unglingurinn meðvitund. Barn, sem í bilnum var, meiddist alvarlega á höfði, að því er Vísi hefir tjáð verið í simtali við Skiðaskálann, en þangað var fólkið flutt. Það slys vildi til í morgun kl. 3.50, að Benjamín Ingimarsson, Lindargötu 10 B varð fyrir mót- orhjóli og slasaðist eitthvað. Slysið vildi þannig til, að Hall- dór Einarsson var á leiðinni suður Reykjanesveg á bifhjóli, X-96, þegar hann sá mann ganga á undan sér suður ef tir. Er hann var kominn að manninum, sem vðr Benjamín, og ætlaði fram fyrir hann, gekk hann alt i einu til vinstrí og ætlaði yfir götuna, en lenti þá á hjólinu, og féll i götuna. Benjamín var þegar fluttur á sjúkrahús, og líður nú vel eftir atvikum. Japanir hafa í liótunum við Bandarikin. greinja út af seinnistu ákvörðian ftooseveltis. EINKASKEYTI FRÁ UNITED PRESS. — London í morgun. Japanir eru afár gramir yfir seinustu ákvörðun Roosevelts, þ. e. að ákveða að sérstakt leyfi skuli þurfa til útflutnings á olíu og brotajárni, en taíiÖ er, áð ráðstöfun þessi sé fram komin til þess aðkoma í veg fyrir, að Þýskaland, Japan og ftalía geti fengið þetta frá Bandaríkjunum. Blaðið Niehi-Nichi sem birtir grein um þetta segir að ef Banda- ríkin aðhafist frekara til þess að egna Japani upp, muni Japanir neyðast til þess að koma í veg fyrir aTramhaldandi flutninga á af- urðum frá Austur-Asíu, sem Bandaríkjamönnum er mikilvægur, og talar blaðið jafnvel um „að loka Austur-Asíudyrunum fyrir Bandaríkjamönnum". Blaðið segir, að augljóst sé, að Japönum sé hyggilegast að efla samvinnuna við Þýskaland og Italíu og snúast með þeim til andstöðu við Breta og Bandaríkjamenn, sem sýnilega ætli að vinna saman í einu og öllu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.