Vísir - 15.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 15.08.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti). Símar 1660 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Út úr ógöngunum Qrein Björn Ólafssonar stór- kaupmanns, um bæjar- málefni Reykjavíkur, er birtist hér í blaðinu í fyrrad. befir vakið liina nrestu athygli manna á meðal, og er óhætt að fulíyrða, að allur þorri bæjarbúa liefir glaðst í lijarta sínu yfir því, að þessum málum var lireyft á opinberum vettvangi, á þann hátt, sem gert var. Öllum er það ljóst, að óðs manns æði er að loka augunum fyrir þeirri stað- reynd með hve miklum og vax- andí þunga bærinn hvilir á herð- um skattþegnanna, og að ólijá- kvæmilegt er að grípa til nýrra ráðstafana til þess að bjarga við hag bæjarins. Álögurnar verða ekki auknar öllu lengur. Þegar hefir stefnt verið helst til lengi í þá ófarnaðarátt og of lengi þag- að við ýmsu þvi sem aflaga fer. Björn Ólafsson vakti m. a. at- hygli á því, að vafasamt er að núverandi skipulag á stjórn bæjarmálefnanna sé heppilegt. Bænum er aðallega stjórnað af 5 manna bæjarráði, en þeir menn, er það skipa bafa allir öðrum aðalstörfum að gegna. Vegna sjúkleika borgai'stjóra hefir hans ekki notið við sem skyldi, og á borgarritara, sem kemur i hans stað, hljóta þannig að livíla miklu meiri störf en nokkur líkindi eru til að einn maður fái annað ef vel á að vera. Björn Ólafsson telur að líklegast væri heppilegast að skifta fram- kvæmdastjóm bæjarins milli þriggja manna, sem allir væru ábyrgir gagnvart bæjarstjórn, en borgarstjóri væri einn þeirra og jafnramt oddviti fram- kvæmdastjórnarinnar. Fium- kvæðið og framkvæmdin, ár- veknin og ábyrgðin, getur ekki hvílt á hæjarráði, eins og það starfar nú. Slikt verður að hvíla á þeim, sem eru framkvæmda- stjórar bæjarins. Málefnum bæjarins ætti að skifta milli þessara manna, svo liver hefði yfirsíjórn á sínu sviði. Fyrsta skilyrði fyrir góðri af- , komu hvers fyrírtækis er að því sé vel stjórnað, en til þess að svo sé þýðir eklci að hjakka stöðugt í sama farinu. Jón Þorláksson sýndi skilning sinn í þessu efni, er hann átti frumkvæði að stofn- un bæjarritaraembættisins, og hefði honum enst aldur og kraft- ar, hefði liann án efa hert á tök- unum, þar til allur rekstur bæj- arins var kominn í viðunandi horf. Hvorki flokkstillit né vanafastir eða værukærir em- bættismenn Iiefðu komið í veg fyrir slíkar ráðstafanir, og slíkt má heldur ekki verða þess vald- andi að viðreisnarstarfið verði ekki hafið án tafar. Þess vegna ber að ræða þessi mál fyrir opn- um tjöldum„hvortsemmönnum kann að líka betur eða ver. Það er upphaf umbótanna, sém al- menningur krefst að komi og komi án tafar. Björn Ólafsson ræðir í grein- inni nokkurar aðrar umbótatil- lögur, er miða í þá átt að bæta úr misbrestunum. Það er vitað, að fátækramálunum má koma í betra horf en nú er, en til þess verður að tappa út dauða blóð- Sögufélagið hefur útgáfu á rifi Ólafs Davíðssonar um >iGaldur og galdra- mál á íslandict. Frá aöalfundinum í fyprakvöid. inu og fela liæfum og duglegum manni yfirstjórn þeirra mála, sem Iiefir fulla einbeitni til að bera, mikinn dugnað og góð byggindi. Best væri að slíkur maður befði fulla þekkingu á því, hvernig inálum þessum er. Iiagað í erlendum borguni, og einmitt á slíkum manni mun vera völ, þótt kraftar hans liafi að eins verið notaðir að óveru- legu leyti til þessa. Þá ræðir Börn um að,heppi- legt og raunar óbjákvæmilegt verði að loka bænum fvrir að- flutningi fólks í næstu fimni ár- in. Þessi ár eigi að nota til að bæta úr atvinnuskilyrðunum og reisa skorður við því að hér myndist staðbundin atvinnu- leysingjastétt, með öllu því böli er fylgir iðjuleysi og örbirgð.Ná- kvæm athugun ætti að gera á öllum atvinnugreinum bæjarins, bverju nafni sem nefnast, og gera sér ljóst bversu margt manna þær geta framfært. Jafn- framt ætti að athuga hver mögu- leiki sé fyrir nýjurn atvinnu- greinum, og hvort auka megi þær, sem fyrir eru, og hvaða atvinnugreinir gætu tekið við auknum vinnukrafti. Ef í sum- um starfsgreinum er meiri fjöldi manna, en liklegt er að þær geti notað, verður að koma þéim mönnum til annara starfa. Björn vekur athygli á því að líklegt sé, að ef gerðar verði ráð- stafanir, sem gefa von um batnandi afkomu bæjarins, sé lítill vafi á að hægt verði að bjóða út lán innanlands til þess að losa bæinn við lausaskuld- irnar, sem nú hvíla á bæjar- sjóðnum eins og mara. I húsnæðismálunum er einnig mikið verk að vinna. íbúðir fólksins er mælikvarði á menn- ingu bæjarins. Bærinn verður að hækka húsnæðiskröfur sín- ar í sambandi við lægst launuðu og fátækustu stéttirnar. Hinum lélegu ibúðum verður að út- rýma og bærinn á að setja sér það verkefni að ná því marki á 5—10 árum. Hér þarf að byggja í stórum stíl hús með smáíbúð- um, 2—3 herbergja íbúðum fyrir fámennar fjölskyldur, sem litlar tekjur hafa. Með þessu mætti tryggja að bygður yrði ákveðinn fjöldi búsa árlega og ákveðinn fjöldi iðnaðarmanna fengi þannig stöðuga atvinnu alt árið. í lok greinarinnar segir svo: „Enginn staður á landinu hefir svo mikla möguleika til góðrar afkornu sem Reykjavik. Hún getur borið sínar eigin byrðar undir góðri stjóm, án þess að kvarta. En liún getur ekki síað- ið undir fátækrabyrði alls lánds- Aðalfundur Sögufélagsins var haldinn í fvrrakvöld í lestr- arsal Þjóðskjalasafnsins og hófst hann kl. 9 síðdegis. Forseti félagsins dr. Einar Amórsson bæstaréttardómari, skýrði frá hag félagsins og störfum á binu liðna ári. Gat hann þess m. a., að á árinu hefðu bæst við 16 nýir félags- menn, en úr befðu gengið eða verið sagðir 44 félagsmenn, en 11 hefðu látist á árinu. Mintust fundaj-menn þeirra með því að rísa úr sætum sínum. Fækkun á árinu samkvæmt þessu 38 félagar, og eru þeir nú alls rúmir 880. Þá las gjaldkeri upp reikn- inga félagsins og gerði grein fyrir bag þess. Voru reikning- arnir samþyktir í einu liljóði. Þá skýrði forseti frá bókaút- gáfu félagsins á þessu ári, og. er hún sem hér segir: Alþingis- bælcur íslands eftir Ólaf Dav- íðsson, 1. hefti, Dómasafn V. 2. hefti, Blanda VII. 1. hefti og Galdur og galdramál á íslandi eftir Ólaf Davíðsson, 1. hefti. Var þá gengið til stjórnar- kosninga. Samkvæmt félagslög- unum átti að ganga úr stjórn forseti félagsins, dr. Einar Arn- órsson. Var hann endurkosinn i einu hljóði. Ritgerð Ólafs Davíðssonar, sú er að ofan greinir, er stórmerk og fróðleg, og fylsta rannsókn, sem gerð befir verið hér á landi í þessum máíum. Verður rit þetta 25 arkir að stærð, en átta arkir munu gefnar út á þessu ári. Þá voru lekin fyrir önnur mál, er upp kynnu að verða bor- in. Til máls tók fyrstur Guð- ins, eða séð öllum þeim fyrir at- vinnu, sem illa komast af í öðr- um landshlutum.'4 Ef hægt er að lifa menningar- lífi í landinu, þá er það hægt í Reýkjavík, og allar tillögur Björns Ólafssonar miða í rétta átt, — áttina út úr ógöngunum. Sjálfstæðimenn munu samein- ast í þessum kröfum og þeirri viðleitni að bjarga við hag Reykjavíkurbæjar, — höfuð- staðarins, þar sem öllum getur liðið vel, sem vilja vinna, ef úr- ræðaleysið nær ekki yfirhönd- inni. brandur Jónsson próf., er gerði það að tillögu sinni, að kosin yrði fimm manna nefnd til þess að leitasl fyrir um það, að fé- lagið fengi útgeíanda að bók- um, er hefði á hendi fjárreiður útgáfunnar, en félagsstjórnin sæi um efni ritanna, og enn- fremur til þess að athuga lög fé- lagsins. Þá tóku einnig lil máls Steinn Dofri ættfræðingur, Hallgrímur Hallgrímsson bóka- vörður og dr. Björn Þórðarson. Samþykt var að umræðum loknum að kjósa nefnd þessa með 11 atkvæðum. Kosnir voru í fyrstu umferð þessir menn: Einar Ai-nórsson með 15 atkv., Guðbrandur Jóns- son með 14 atkv., Magnús Jóns- son með 13 atkv. En jöfn atkv. höfðu þeir Björn Þórðarson, Þorsteinn Þorsteinsson og Guðni Jónsson, 11 atkv. hver. Var þá kosið i annað sinn bundnum kosningum milli þess- ara manna. Kosnir voru: Björn Þórðarson með 12 atkv. og Þor- steinn Þorsteinsson með 12 at- kv., en Guðni Jónsson fékk 10 atkv. Að því búnu var rætt nokkuð um starfsemi félagsins og bóka- útgáfu alment, sem orðin væri næsta mikil, svo að mjög væri tekið að þrengjast um á bóka- markaðinum. Hefði það í för með sér ýmsa erfiðleika fyrir félög eins og Sögufélagið. Sögufélagið lætur ekki mik- ið yfir sér, en rekur starfsemi sína i kyrþei. Hinsvegar innir það starf af höjjdum, sem er stórmerkilegt og hefir mikla þýðingu fyrir menningarlif þjóðarinnar. Er þess að vænta, að menn gefi starfsemi félags- ins fullan gaum, og styðji það frekar, en gert hefir verið til þessa, þannig að félagið verði þess megnugt að draga á land. margan þann fróðleik, sem í djúpunum hefir dulist og al- menningur hefir ekki haft að- stöðu til að kynna sér. Ciólfteppi nokkuð stórt óskast. Sími 2388. Þegar Þjóðverjar skutu á Hartlepool-borgirnar í Englandi 1914. i Eins og skýrt var frá í einkaskeyti í blaðinu í gær, eru Þjóð- verjar nú farnir að skjóta á England yfir Ermarsund úr langdrægum fallbyssum. Er þá liðinn rúmur aldarfjórðungur, síðan skotið hefir verið af fallbyssum á England, en það var gert 16. des. 1914. Þá voru 250 ár síðan enskur hermaður hafði fallið á breskri grund, er De Ruyter gerði árás á Sheerness, í Thamesár-mynni, árið 1665. Aðfaranótt 16. desember 1916 söfnuðust fimm þýsk beitiskip saman undan norðausturströnd Yorkshire. Skip þessi voru Seydlitz, Moltke, Derfflinger, Von der Tann og Blucher. Um dögun voru þau fyrir innan varðskip breska flotans. Tvö skipanna, Derfflinger og Von der Tann héldu suður á bóginn og skutu á Scarborougli og Whitley (alllangt fyrir sunn- an Hartlepool), en hin þrjú stefndu til Hartlepool og West Hartlepool. Tvö virki voru þarna við Hartlepool. Annað var útbúið tveim 6 þuml. byssum, en liitt einni byssu sömu stærðar. Hin- um megin við Tee-flóa, 6 km. frá, var þriðja vígið, sem hafðí tvær 4,7 þuml. byssur. Við ána Tee er mikið af sfcálsmiðjum og skamt frá ósum hennar er borg- in Middlesbrough. Tveir lijtHr breskir tundur- spillar, Donn og Hardly, og fall- byssubáturinn Patrol, komu nú auga á þýsku skipin þrjú og lögðu til orustu, þótt við ofurefli væri að etja. En Bretarnir urðu fljótlega að lála undan síga. Mennirnir í South Gare-virk- inu — þvi, sem vopnað var 4.7 þuml. bysunum -— heyrðu skot- hríðina og fóru strax að horfa á orustuna. Mistur var á og skygni mjög slæmt, svo að þeim sýndist beitiskipin vera bresk, en tundurspillarnir þýskir. Kem- ur það af því, að gunnfánar flotanna voru ekki ólíkir. Setuliðið í virkinU vissi ekki hvað raunverulega var á seyði, fyrri en Þjóðverjar fóru að skjóta á Hartlepool-virkin, en þá gátu þeir ekki komið byssum sínum við. Fremsta skipið, Seydlitz', hóf fyrst skothríðina á Hartlepool á 4000 m. færi og jafnskjótt tóku hin undir. Beitiskipin þrjú höfðu samtals tuttugu 11.2 þuml. byssur, átta 8.2 þuml., átján 5.9 þuml. og eitthvað af enn smærri byssum. Nyrðra virkið, sem hafði tvær fallbyssur, fór að skjóta á Seyd- litz, en hitt virkið hóf skotliríð á Blucher, sem rak lestina, enda gat sú byssa að eins slcotið á það skip. I»Jóðliátíð Vest- maBmae^in^a. "gg JÓÐHÁTÍÐ Vestmannaey- inga fór fram um síðustu helgi og eins og venja var til, sótti hana fjöldi manns frá Reykjavík og sveitunum úr Ár- nes- og Rangárvallasýslum. Hátíðin hófst eins og venja er lil á laugardag inni í Herj- ólfsdal og fóru fyrst fram i- þróttasýningar, m. a. vöru þarna íþróttamenn frá Armanni og K. R. Tóku þeir þátt i hlaup- | um og stangarstökki, en Vest- mannaeyingar sigruðu. Síðar átti að verða dans og brenna fram eftir nóttu, en vegna úrliellisrigningar gat ekki orðið af því. Var því dansað í samkomuhúsi sjálfstæðismanna og var húsið þéttskipað. Næsta dag, sunnudaginn, fór fram guðsþjónusta í Herjólfs- dal og síðar um daginn fór fram kepni í handknattleik milli kvennaflokka úr Þór og Tý. Lauk leiknum með jafntefii 1:1. — Um kveklið var ætlunin að lialda brennuna, sem frestað hafði verið, en nú fór á sömu leið, úrkoma var svo mikil, að liætta varð við að halda hana. Þótti Eyjaskeggjum, sem von- legt var, leiðinlegt að hún skyldi farast fyrir. Mun þetta vera i fyrsta skifti, síðan farið var að halda þjóðhátíð í Eyjum, að ekki hefir verið hægt að halda brennuna annaðhvort kveldið. Aukaskamtur aí sykrí. Fólk er beðið að athuga það, að aukaskamti á sylui til sultu- gerðar verður að eins úthlutað í dag og á morgun. Aukaskamtin- um verður úthlutað gegn fram- vísun stofna af matvælaseðlum fyrir ágúst- og septembermánuð. Afgreitt er í Tryggvagötu 28, frá kl. 9—12 f. h. og 1—6 e. h. báða dagana. Þeir sem vita skamtsins ekki þessa daga, fá hann afgreiddan við næstu aðalúthlutun. Fram og Valur í kvöld. jp jórði leikur íslandsmóts- ins, milli Fram og Vals, fer fram í kveld og hefst kk 8, vegna þess, hve dimt er í veðri. Hvort félagið sem vinnur í kveld, hefir möguleika til að vinna mótið. Fram hefir enn aðeins eitt stig, en Valur tvö. Vinni Fram verður það jafnt Víking, sem hefir nú þrjú stig, en vinni Valur hefir hann 4 st. og er þá hæstur. í Reykjavíkurmótinu í vor fóru svo leikar í fyrri umferð, að Valur sigraði með 4:0, en í síðari umferðinni sigraði Fram með 2:1. Síðustu leikir íslandsmótsins fara fram á miðvikudag og fimtudag. Úrslitaleiknum, síð- ari hálfleik, mun verða útvarp- að, að því er Vísi hefir verið tjáð. Söngskemtun. Gunnar Pálsson tenórsöngvari efnir til hljómleika annað kvöld kl. 7.15 í Gamla Bíó. Við hljóðfærið verður Páll Isólfsson. Á söngskránni verða enskir, amerískir og íslenskir söngvar. Islensku söngvarnir eru: Gígjan (Sigf. Einarsson), I dag skein sól (Páll ísólfsson), Vögguljóð (Sig. Þórðarson), í rökkurró (Björgvin Guðm.) og Kveldfriður (Sigv. Kaldalóns). Af ensku lögunum má t. d. nefna: The Iost Chord (Sulli- van), A Dream (Bartlett) In a oldfashioned town (Squire), Mother Machree (Olcutt & Ball) o. s. frv. MEISTARAFLOKKUR íslandsmótið. 1 kröld kl. keppa Fram og Valur. Sjáið ilrengrllegraii ogr gröðaei leik! / Vegna þess hversu færið var stutt, var erfitt að beita hinum stóru fallbyssum þýsku herskip- anna. Þær voru ætlaðar til að skjóta á 18—20 km. færi, en þarna var meðalfærið 5 km. Af þessu leiddi, að skollína þýsku byssanna var alveg lárétt lína og ef ekki var miðað hárrétt, hæfði kúlan ekki markið. En Þjóðverjar fóru fljótlega að hæfa og manntjónið í virkj- unum varð sem hér segir: 13 menn biðu bana, en 20—30 særðust. Skothríðin hófst kl. 8.05, en kl. 8.20 héldu Seydlitz og Moltke norður á bóginn, en Blúcher varð eftir til að fást við virkin. Til þess að skytturnar í virkjun- um gæti ekki fylgst með ferðum Seydli.tz og Moltke og skotið á þau, byrjaði Bliicher að skjóta fyrir framan þau með sprengi- kúlum, sem voru fyltar gömlu púðri. Þetta gamla púður gaf frá sér mikinn rejdc og var þarna í fyrsta skifti lagt reyk- ský til þess að leyna hernaðar- aðgerðum. Meðan Blúcher fékst við virk- in byrjuðu hin skipin að skjóta á Hartlepool og West-Hartle- pool. Það fyrsta, sem þau hæfðu voru tveir stóreflis gasgeymar, sem sprungu á svipstundu. Síð- an var skotið á skipasmíða- stöðvar, hafnarmannvirki, járn- brautarstöðvarnar og viðar. í þessari skotliríð biðu 119 manns bana, en 300 særðust. Alls skemdust eða eyðilögðust 600 hús. Þegar 43 mínútur voru liðnar frá því að fyrsta skotinu var hleypt af, var gefin skipún um að hætta skothríðinni og þýsku skipin héldu heim. Blúcher hafði orðið fyrir nokkurum skemdum og Þjóð- verjar tillcyntu að ellefu menn á því skipi hefði farist. Síðar bárust fregnir um það frá Hol- landi, að um áttatíu sjóliðar hefði beðið bana, en 200 særst. Er það ótrúlega há tala, þegar þess er gætt, að sprengikúlurnar bresku unnU ekki á brynvörnum beitiskipanna, nema í vfirbygg- ingunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.