Vísir - 22.08.1940, Síða 2
VlSIR
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁPAN VÍSIIl H/F.
Ritstjóri: Kristján Guðlangsson
Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötu 12
(Gengið inn frá Ingólfsstræti)..
Símar 1 6 60 (5 línur).
Verð kr. 2.50 á mánuði.
Lausasala 10 og 25 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Fleiri leidir.
j^TVINNUVEGIR þjóðarinn-
ar eru of einhæfir, en Jjeir
eru þær máttarstoðir, er þjóðar-
búið stendur á. t rauninni má
heita að eingöngu sé um, land-
húnað og sjávarútveg að ræða;
þar eru verðmætin sköpuð, sem
flytja auð frá landinu og að, en
alt veltur á því um afkomuna,
að verslunin sé þess umkomin
að annast hagsmuni þessara
þýðingarmildu atvinnugreina.
Hér skal ekki út í það farið að
ræða um afurðasölu landsins,
að öðru leyti en því, að bregðist
annarhvor þessara atvinnu-
greina frá ári lil árs hriktir í
þjóðarbúinu, eins og það sé að
hruni komið. Burðarstólparnir
eru of fáir og í rauninni einnig
of fúnir til þess að þjóðinni
megi vegna vel.
Til skamms tima — og að
verulegu leyti enn í dag — hef-
ir landbúnaðurinn verið rekinn
á úreltan, aldagamlan hátt,
hjakkað í sarna kargaþýfinu,
lítið gert til að hlúa að gróðri
og gæðum landsins, — þar til
mönnum hefir skilist, að ís-
lensk mold er mildu auðugri en
hún sýnist, vegna vanhirðunnar
og . framtaksleysisins. Þar sem
áður akrar huldu velli ólga vötn
um sanda, skógur og kjarr lief-
ir eyðst vegna rányrkju, landið
hefir gengið úr sér að gögnum
og gæðum, en alt þetta á að um-
bæta að nýju og skrýða svörð-
inn fagurgrænu skarti millum
fjalls og fjöru. Fyrir þessu er
vaknaður áhugi, sem þegar hef-
ir sýnt í verki hvað gera má,
ef vel er vakað, þótt yfir litlu
sé. Á síðari árum liefir jarðhit-
inn verið tekinn í þjónustu
landbúnaðarins, og má í raun-
inni segja að þar hafi verið um,
tilraunastarfsemi að ræða, sem
gefið hefir góðan árangur, —
svo góðan að vafalaust er hér
aðeins upphaf að þvi, sem verða
vill. Landbúnaðurinn þarf að
reka fjölþættari starfsemi,
þannig að hvert bú standi á
mörgum fótum.
Sauðfjársjúkdómar þeir, sem
gert hafa að undanförnu hinn
mesta usla í búfé manna, þann-
ig að víða hefir við landauðn
legið, hefðu ekki veitt landbún-
aðinum jafn tilfinnanlega á-
verka, ef bændur hefðu ekld
bygt upp búskap sinn aðeins á
einum stofni.
Sama hefir raunin orðið í
sjávarútveginum. Þar liefir að
mestu verið um það eitt hugsað,
að stunda þær veiðar, sem gefa
mestan arð hverju sinni, en
ekki hinar, sem gefa góðan og
jafnan arð. Sú var tíðin að
menn létu sér það eitt nægja,
að horfa aðgerðalausir á er-
lenda togara sópa veiðimiðin,
meðan dorgað var „dáðlaust
upp við sand“, en Islendingar
hafa sýnt að þeir eru þess um
komnir að taka upp samkepni
á sjónum við bverja sem vera
skal, að því er veiðiföng snert-
ir, en haía því miður ekki enn
nytjað öll þau gæði, sem felast
i sjónum við strendur landsins
og tiltölulega skamt frá því.
Sem dæmi má nefna, að á ári
hverju sækja Norðmenn sel-
veiðar norður í hafsbotna og
Bilierð að Vatnajökli
Fegurstu íerðamannaslóðár sem
vol er a.
Grænlandshaf. Veitir slík veiði
mörgum hundruðum manns at-
vinnu og drjúgar tekjur á ári
hverju. Við íslendingar eigum
í rauninni margra orsaka vegna
miklu hægara með að stunda
slíka veiði, en það skortir á for-
ystuna og framtakið. Væri ekki
athugandi einmitt nú, að byggja
upp slíkan úlveg, með því að
sjávarútveginum hefir vegnað
vel, og er sennilega j>ess um-
kominn, að leggja fram nauð-
synlegt fjármagn, sýni það sig
við rannsókn, að slík útgerð
muni geta gefið góðan og
tryggan arð.
Meðal íslenskra sjómanna
eru þeir, sem stundað hafa sel-
veiðar með Norðmönnum og
sumir um langa hríð. Þekking
á veiðiaðferðum er því fyrir
hendi, og úr því svo er, hvaða
líkur ex-u þá til að við íslend-
ingar getum elcki einnig notið
fullra hlunninda af þessum
veiðum, eins og öðru þvi, sem
lil nýjunga má telja, en gefið
hefir góðan arð að undanförnu?
Inníiiitningur á
bresknm seðlum
bannaðnr á Bret-
landi.
Athygli skal vakin á auglýs-
ingu þeirri frá ríkisstjóminni,
um útflutning á breskum pen-
ingaseðlum til Bretlands, sem
birtist í blaðinu í dag.
Er ástæðan fyrir þessu sú, að
Þjóðverjar munu hafa komist
yfir allmikið af seðlum í lönd-
um þeim, sem þeir hafa lagt
undir sig og á bannið að koma
i veg fyrir, að þessir seðlar geti
lcomið Þjóðverjum að gagni.
Til þess að fólk hlutlausra
þjóða skaðist ekki af þessu, er
því veittur frestur til að skifta
seðlunum og er sá frestur hér
til 27. þ. m. Er ferðafólki, sem
til Bretlands kemur leyfilegt að
hafa £ 10 í fórum sínum.
Yfirforingi
í hreska setuliðinu í Reylcja-
vílc óskar ef tir íbúðarherhergi
með aðgangi að baðlierbergi,
æskilegast að inngangur væri
sér. Þriggja mánaða fyrir-
framgreiðsla. Uppl. í
HIRINGS OFFICER.
Sími 4106.
S
Sunnudagurinn 11. ágúst síð-
astl. var skínandi bjartur og
heitur.
I Möðrudal á Fjöllum -— þar
sem náttúrufegurð íslenskra há-
fja.lla nær hámarki sínu — bær-
ist ekki hár á höfði. Fóllcsbif-
reiðin A. 20, eign Bifreiðastöðv-
ar Akureyrar, lagði af stað kl.
10 f. h. suður á öræfin. Ferð-
inni var heitið að Vatnajökli. j
Bifreiðarstjóri var HelgiÁgústs- |
son, Akureyri, leiðsögumaður 1
Vilhjálmur Jónsson, bóndi að
Möðrudal, en farþegar Bjarni
Benediktsson póstafgreiðslu-
maður, frú Þórdís Ásgeirsdótt-
ir, frú Snjólaug Guðjohnsen og
undirritaður, öll frá Húsavík.
Leið liggur í fyrstu suður yf-
ir beitiland Möðrudals, en síðan |
yfir endalausa sanda og mela, j
i sem frá náltúrunnar hendi eru j
j greiðfær bílvegur. Akstur var
'j að vísu ærið þungur með köfl-
um, vegna þess hve sandar og
melar voru þurrir eftir undan-
gengna þurka.
Auk nokkurra lælcja er að-
eins ein á, sem aka þarf yfir á
Ieið þessari, en þó svo lítil’ að
bifreiðin fór yfir hana án hindr-
unar. Nokkur grjótgil eru á
Ieiðinni, óslétt yfirferðar en þó
vel fær með aðgæslu. Þrír dalir
eru á leiðinni upp að jöklinum,
heitir sá nyrsti Álftadalur, þá
Arnardalur, en hinn syðsti
Fagridalur. Allir eru dalir þess-
ir víðáttumildir, en sá syðsti
grösugastur og fegurstur eins
og nafnið bendir til. Segja
kunnugir, að þar muni vera um
1000 hesta heyskapur. Sá dalur
[ liggur aðeins um 15 kílómetra
frá jökulröndinni.
Ferðin upp að jöklinum tók
4 klukkustundir með venjuleg-
um smátöfum og reyndist vega-
lengdin um 76 kílómetrar. —
Fjallasýn var hin ákjósanleg-
asta og sjóndeildarhringurinn
svo fagur, að það tafði ferðina
nokkuð- Er komið var að jök-
ulröndinni var fjallasýnin þó
allra fegurst, Herðubreið í
norðri, Snæfell í austri eða
nokkru norðar, en Vatnajökull
fyrir öllum syðri hálfhringn-
um. Við vorum nú við jökul-
röndina þar sein jökuláin
„Kreppa“ kemur undan jöklin-
um og rennur til norðurs. Sam-
einast hún síðar Jökulsá, suð-
| austur af Herðubreið.
'i Við Jökulinn reistum við
! tjald og gengum síðan inn á
jökulröndina. Var um 10 mín-
útna gangur á fyrstu nxalaröld-
urnar er þekja jökulinn, en alls
um 1 klst. gangur þar til kem-
ur fyrst á beran jökul. Jökul-
röndin er þarna mjög óslétt,
jökulstrítur alt að þriggja
I mannhæða liáar, sumar snar-
brattar, mestmegnis þaktar jök-
ulleir, en sumstaðar sá í tæran
jökulísinn, svo tæran, að það
virtist sem opnaðist sýn inn i
undrahallir jökullconungsins, er
skreyttar voru öllum litum
regnbogans og sólarljóssins.
Vatnagangur var þarna mik-
ill í hitanum og sólskininu, en
ægilegir ísveggir og klakaklett-
| ar þar sem vatnið undan jöklin-
um ruddist fram leirblandað og
ljótt.
Tilsýndar'var jökullinn mjög
misjafn áferðar, sumstaðar úf-
inn og óhreinn, annarsstaðar
öldumyndaður og sprunginn,
en þegar upp kom, endalaus víð-
átta með hrikalegum, ísfjöllum
og fjallgörðum hér og hvar.
Leið þessi virðist hafa verið
farin af 2 til 3 bifreiðum áður,
og sáust greinilega hjólförin
með köflum. Eftir gönguferð-
ina á jökulröndina neyttum við
máltíðar í tjaldinu, en héldum
síðan til baka norður sem leið
lá, og komum heilu og höldnu
i Möðrudal um kvöldið, sem
þakka ber leiðsögumanni okk-
ar, en ekki síst okkar trausta og
ágæta bifreiðarstjóra, Helga Á-
gústssyni.
Dagurinn er olckur öllum ó-
gleymanlegur.
íslendingar, konur og karlar!
Notið sumarfrí ykkar til þess
að ferðast um öfæfi íslands.
Þar munuð þið finna þá fegurð
og þau áhrif náttúrunnar, sem
gera manninn meiri.
Hiisavík 15. ágúst 1940.
Einar Guðjohnsen.
Knattspyrna.
I gærkvöldi keptu í knattspyrnu
á Valsvellinum Dósaverksmiðjan
h.f. og Niðursuðuverksmiðja S.I.F.
og fóru ieikar þannig, að Niður-
suðuverksmiðjan vann með 2 mörk-
um gegn o. ■— Eftir leikinn hélt
Dósaverksmið j an sigurvegurunum
samsæti í Oddfellowhúsinu.
Dómkirkjan
hefir nú verið máluð utan og er
mikill munur að sjá hana eftir þá
,,aðgerð“.
Meistaramótið:
Reykvíkmgar
ha£a unnið Z
meistarastig,
]yj[EISTARAMÓTIÐ hélt áfram
í gærkveldi. — Veður var
heldur skárra en fyrsta kveldið
og náðist allgóður árangur, að-
allega í spjótkasti og þrístökki.
Fara hér á eftir úrslit í hin-
um ýmsu greinum:
200 m. hlaup:
Meistari: Brandur Brynjólfs-
son (Á) 24.2 selc. 2. Baldur
Möller (Á) 24.3 sek. 3. Edvald
Sigurðsson (ÍR) 24.4 sek.
Meistari í fyrra var Sveinn
Ingvarsson, 23.4 sek.
Stangarstökk:
Meistari: Ólafur Erlendsson
(KV) 3.18 mtr. 2. Þorst. Magn-
úss. (KR) 3.08 og 3. Anton
Björnsson (KR) 2.98 m.
Meistari í fyrra Hallsteinn
Hinriksson (FH) 3.20 m,.
Kúluvarp:
Meistari: Sig. Finnsson (KR)
12.84 m. 2. Ól. Guðmundsson
(ÍR) 12.02 m. og 3. Sveinn Stef-
ánssn (Á) 11.82 m.
Meistari í fyrra sami 13.14 m.
I 1500 m. hlaup:
Meistari: Sigurgeir Ársælsson
(Á) 4:20.8 mín. 2. Jón Jónsson
(KV) 4:22.2 sek. og 3. Ól. Sí-
monarson (Á) 4:26.0 m.
Meistari í fyrra sami á 4:11.1
mín.
Spjótkast:
Meistari: Jón Hjartar (KS)
49.80 m. 2. Jóel Sigurðsson
(ÍR) 43.57 m. og 3. Sveinn Stef-
ánsson (Á) 42.53 m.
Meistari i fyrra var Ingvar
Ólafsson (KR) 47.93 m.
Þrístökk:
Meistari: Oliver Steinn (FH)
13.00 m. 2 .Sig. Norðdahl (Á)
12.79 m. og 3. Jón Hjartar
(KS) 12.65 m.
Meistari í fyrra Sig. Sigurðs-
son (ÍR) 12.92 m.
í kveld heldur mótið áfram,
og verður lcept í 400 og 5000
m. hlaupum, hástökki og
sleggjukasti. Undanrásin í 400
m. hlaupi hefjast kl. 6 síðd.
Farsóttir og manndauði
í Reykjavík vikuna 28. júlí til'3.
ágúst (i svigum tölur næstu viku á
undan) : Hálsbólga 24 (10). Kvef-
sótt 73 (39). Blóðsótt 11 (o). Gigt-
sótt 1 (o). Iðrakvef 63 (17). Kvef-
lungnabólga 1 (2). Taksótt 1 (o).
Kossageit 0(1). Heimakoma o (16.
Munnangur 1(0). Mannslát 3 (o).
— Landlæknisskrifstofan.
Þegar Bandaríkj amenn
reyndu ínnrás á England.
Þeip gerðu ívær tilraunii* árið 1778.
Bretar búast nú á hverri
stundu við innrás Þjóð-
verja, sem yrði, ef til kæmi, hin
fyrsta á 162 árum. Ef af innrás-
inni verður á þessu ári, telja
hermálasérfræðingar að hún
hljóti að hefjast á næstu tveim
eða þrem vikum.
Eftir þann tíma fara veður að
verða svo stopul á Bretlands-
eyjum og Norðursjó, að erfitt er
að koma við flugvélum, en eins
og hernaði er hagað nú, getur
enginn her komist af án þeirra,
ef hann ætlar sér að láta hern-
aðaraðgerðir sínar ná tilætluð-
um árangri.
Þ. 22. apríl síðastliðinn voru
liðin 162 ár síðan innrásartil-
raun var raunverulega reynd á
Bretland. Menn verða því að
grúska dálítið í fræðíbókum, til
þess að kynnast þessum undan-
fara innrásar Hitlers.
Tilraun gerð
hjá Whitehaven.
á er reyndi innrásina hét
John Paul Jones ame-
rískur sjóliði. Hann var fæddur
6. júlí 1747 í Kirkcudbrightshire
á Skotlandi. Hann fór til sjós á
unga aldri og settist síðan að í
Virginia. Þegar nýlendurnar
hófu uppreistina 1775 fékk Jon-
es skip hjá uppreistarstjórninni
og liélt í mörg ár uppi árásum á
bresk skip, við strendur Eng-
lands og Skotlands, því að þar
þekti Iiann hvern „krók og
kima.“ í lok frelsisstríðsins varð
Jones aðmíráll í flota Rússa í
styrjöld við Tyrki. Hann lést 18.
júlí 1792, aðeins 4 5ára að aldri.
Jones gerði fyrri tilraun sína
á Whitehaven*) í Gumfoerland
hjá Solway-firði. Fór Jones þar
i land við 33. mann úr sldpi sínu
Ranger og höfðu kerti! (engin
prentvilla) að vopni. Árásin
hepnaðist að nokkuru leyti, þvi
að Jones og menn lians komust
inn í virki horgarinnar og gátu
gert fallbyssurnar ónothæfar
um stundarsakir.
Vopnin reynast
ónothæf.
n þegar búið var að
„stinga upp í“ fallbyss-
urnar var aðalmarkmið árásar-
innar eftir, nefnilega að kveikja
í skipunum á liöfninni og til
þess höfðu liin nýstárlegu vopn
kertin — verið ætluð.
Jones og menn lians höfðu
komið með þau logandi á land,
*) Það má geta þess til frek-
ari fróðleiks, að árið 1915 skaut
þýskur kafbátur á Whitehaven.
en til allrar óhamjngju sloknaði
á þeim í golunni. Einn árásar-
mannanna fór inn í hús til þess
að kveikja á kerti sínu, og með
því tókst að kveikja í einu af
stærsta skipinu á höfninni.
En Jones og menn hans voru
von bráðar reknir á flótta því að
enginn má við margnum og
mörg skipanna hófu skotliríð á
Ranger og það tólcst að slökkva
eldinn, sem kveiktur hafði vei'ið.
Þegar þessi tilraun fór svo út
um þúfur, reyndi Jones hinum
megin, þ. e. norðan við Solway-
fjörðinn. Hann langaði til þess
að taka jarlinn af Selkirk hönd-
um, en liann var ekki heima, svo
að Jones varð að láta sér nægja
að taka silfurborðbúnað jarls-
ins, sem var um 100 sterlings-
punda virði.
Sama útlendinga-
hræðsla og nú. i
okkuru eftir þetta barðist
Jones við tvö bresk skip
undan Scarborough og hafði
sigur. Almenningur í Bretlandi
Frá Noiregi.
Blaðið „Presthyterian Regist- .
er“ segir svo frá um síðustu
mánaðamót:
„Oss hafa borist frá áreiðan-
legum heimildum fregnir frá
Noregi sérstaklega um kirkju-
mál. Því fer farri að alt sé komið
þar í venjulegt og viðunandi
horf. Samgöngur eru enn i
miklu ólagi. Margir þeirra, er
flýðu frá Oslo reyna að komast
þangað aftur, af því að harla erf-
itt er að fá húsnæði og vistir í
sveitunum. Atvinnuleysi vofir
yfir í mörgum atvinnugreinum.
Trúmálaástandið er ekki eins
alvarlegt og í Danmörku, því að
samkomur hafa ekki verið
bannaðar, aðeins fyrirskipað að
þeim skuli lokið ld. 10 að
kveldi. *)
Trúmálamenn láta mikið til
sín taka á þessum dæmalausu
tímum. Meðal annars er starfað
að kristindómi meðal þýskra
hermanna, og þýslcar biblíur eru
seldar í stórum stíl í Oslo.
Margir liafa orðið að endur-
skoða fyrri skoðanir sínar. Á
það sérstaklega heima um þá,
sem höfnuðu öllum hermálum,
en þeir voru margir í Noregi
(bæði meðal presta og verka-
manna).
Svo er mælt að hermönnunum
þýsku, er sendir voru til Noregs
hafi verið talin trú um, að þeir
ættu að hjálpa Norðmönnum
gegn Englendingum. Var þeim
það hlutverk lcært, því að marg-
ir höfðu verið í barnæsku í Nor-
egi, er Norðmenn tóku böm frá
Austurríki og Þýskalaudi eftir
síðastá ófrið meðan eymdin var
þar mest.
Það er ekkert vonleysi í Iand-
inu.“
S. Á. Gíslason íslenskaði.
*) Svo strangt var sam-
komubannið í Danmörku, að
ekki mátti halda neinar kristi-
legar samkomur aðrar en venju-
Iegar guðþjónustur í kirkjum,
— og það var jafnvel bannað að
verja doktorsritgerð við háskól-
ann opinberlega, að því er skrif-
að hefir verið þaðan. En nú er
þessu banni aflétt að mestu, og
farið að halda þar allskonar
mót eins og áður, en samt verð-
ur að tilkynna þau yfirvöldun-
um fyrirfram, svo að þau geti
gripið í taumana, ef mótin þykja
eitthvað „grunsamleg“.
S. Á. Gíslason.
Farfuglar.
Mætið kl. 8.30—9 í kvöld á skrif-
stofu Ármanns í íþróttahúsi Jóns
Þorsteinssonar.
varð óttasleginn, útlendingar
voru liandleknir og menn voru
kallaðir til þess að verja landið
fyrir innrás. Hún kom þó aldrei.
Nú má segja að hið sama sé
uppi á teningnum í Bretlandi.
Austurríkismenn og Þjóðverjar
hafa verið • handteknir um alt
landið, til þess að koma í veg
fyrir starf „5. herdeildarinnar“
og með ströndum frant og alls-
staðar inni í Iandinu eru menn
á verði gegn Þjóðverjum.
Sandpokum er lilaðið um allar
opinberar byggingar í London,
vélbyssum er komið fyrir á góð-
um stöðum og allsstaðar eru
varðmenn, sem liafa skipun um
að slcjóta hvern þann, sem hag-
ar sér grunsamlega.
Öllum útlendingum, sém eru
af vingjarnlegum þjóðum, er
bannað að koma í ýms strand-
héruð, nema þeir fái sérstök
leyfi. En fái þeir að fara þang-
að, mega þeir ekki vera úti ef lir
kl. 8 síðd. til 6 árd., og mega ekki
aka í bílum.