Vísir - 24.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 24.08.1940, Blaðsíða 2
VISIR DAGBLA0 Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmi'ðjan h/f. Flokkar og klíkur. /"•reinar Björns Ólafssonar, ^ um bæjarmálefni Reykja- víkur, hafa vakið mikla athygli, ekki síst fyrír það að þær eru djarfmannlegar ritaðar en al- ment tiðkast nú á dögum. Menn eru orðnir svo vanir því, að far- ið sé eftir flokkslínum einum saman i öllu því, sem ritað er í flokksblað, að nýlunda þykir, ef út af er brugðið., Sumir vilja jafnvel ganga svo langt í þessari línudýrkun, að þeim þykir það ganga goðgá næst, ef stuðnings- blöð núverandi ríkisstjórnar birta nokkuð, sem ekki er í bin- um eina sanna þjóðstjórnar- anda. Það er eins og menn séu búnir að gleyma því að til er gamalt orðtak: sá er vinur, sem til vamms segir. Það er eins og til þess sé ætlast að flokkar samanstandi af tómum páfa- gaukum, sem þurfi ekki að kunna nema svo sem tvær setn- ingar: alt í lagi -—= já og amen, ef eitthvað ber á góma, sem snertir viðkomandi flokk. Þjóðinni er áreiðanlega best borgið með þvi, að liver skyn- bær og heiðarlegur maður geti látið i Ijósi skoðanir sínar án allrar þvingunar. í stjórnar- skrám allra lýðfrjálsra landa er gert ráð fyrir þessu. Dæmi hinna siðustu tíma liafa leitt það í ljós, að lýðræðinu stafar ekki eins mikil liætta af neinu og því, að lagðar séu hömlur á mál- frelsi manna. í einræðislöndun- um er ekki viðurkent nema ein skoðun, einn vilji, ein sjáandi augu. Þar nægir að segja já og amen og alt í lagi. Þar mega menn ekki einusinni segja ann- að en já og amen, ef menn vilja halda lífi og eignum. Það er til marks um það, á hvaða braut við ístendingar er- um í þessum efnum, að það skuli vekja geysilega athygli, að ákveðinn sjálfstæðismaður skuli skrifa grein, sem að nokk- uru getur talist fela i sér gagn- rýni á sjálfstæðismeirihlutann í Reykjavík.: Blöð hinna flokkanna reka upp stór augu. Og vissulega hefði þetta ekki ■ getað gerst í hinum flokkunum. Það' er sannað mál, að Alþýðu- bláðið var svo rúmlítið í vor, að þáð treystist ekki til að birta þingræðu eftir mikilsvirtan flokksmann sinn, af því hún féll ekki við afstöðu ráðherra flokksins i ákveðnu máli. Um Tínialdíkuna er ekki að tala. Þar heyrist aldrei upphátt mælt annað en já-ið og amenið, hvað sem einstakir flokksmenn kunna í Ijósi að láta undir fjög- ur augu. Þar gengur hinn mikli klikumeistari um flokkkskróna með handjárn í annari hendi og kefli í hinni. Hvað sem annars verður um sjálfstæðisflokkinn sagt er ekki hægt að neita þvi, að hann hefir frá öndverðu Iagt minni bönd á flokksmenn sína en hinir flokkamir. Þetta er í rauninni aðalsmerki flokksins. Það skul- um við muna allir góðir sjálf- stæðismenn, og láta okkur ekki bregða jiólt hinir flokkarnir hlakki yfir því, að nú sé alt í upplausn í sjálfstæðisflokknum, liver höndin upp á móti annari og leiðandi menn komnir í hár saman! Við skulum hver og einn á- stunda það, að segja hispurs- laust það sem við teljum þjóð okkar og bæjarfélagi fyrir bestu. Við skulum ekki fylla okkur þeirri þröngsýni, að telja allar aðfinslur af illum huga gerðar. Við skulum láta okkuv lynda að skiftar skoðanir séu um einstök atriði og verða vinir og bræður fyrir því. Við skul- um umfram alt forðast að gera flokkinn að klíku. Við þurfum ekki langt að leita að klíkupóli- tikinni og kúguninni. Vítin eru til þess að varast þau. Sumardvöl barna ■'yrfSIR hefir fengið eftirfar- andi tilkynningu um heim- komu barnanna, frá nefndinni, sem sá um sumardvöl þeirra: Börn, sem dvelja i sveit á vegum Rauða Kross íslands, koma Iieim til Reykjavikur þannig: 30. ágúst: Börn frá Reykjum, Staðarfelli, Staðarbakka og Stykkishólmi. 31. ágúst: Börn frá Ásum. 3. september: Börn frá Braut- arholti og Þingborg. 5. september: Börn frá Laug- um. 19. september: Börn á sveita- heimilum norðan Holtavörðu- heiðar. Börn frá Austfjörðum koma með næstu ferð Esju að norð- an. Fram og K.R. á morgun. Næstsíðasti leikur Islands- mótsins fer fram á morgun, milli Fram og K. R. Á mánu- dag fer svo fram úrslitaleikur- inn, milli Vals og Víkings. I Reykjavíkurmótinu sigraði K. R. i háðum leikjunum, í þeim fyrri með 2:1 og 2:0 í þeim seinni. En Fram sýndi ágætan Ieik í viðureigninni við Val um daginn, svo að K.R.-ingar mega vara sig á morgun. KARL PETERSEN. festing á því, er Scheither skýrir frá í bréfi sínu, um það, að báð- ir þessir menn liafi farist, er Arandorra Star var sökt. Scheither var allþjakaður eft- ir hrakningana, og var rúmfast- ur fyrst á eftir að honum var bjargað, en hann náði sér fljót- lega, og er nú við fulla heilsu, og lætur vel af líðan sinni. Aðrir Þjóðverjar, en þeir, sem að of- an greinir, og dvalið hafa hér á landi, munu ekki hafa farist með Arandora Star, og allar lausafregnir, sem um bæinn hafa gengið, og annað herma, hafa ekki við rök að styðjast. Karl Petersen fluttist hingað til lands árið 1921 og gerðist þá verslunarstjóri við Braunsversl- un hér í bænum. Hann var hið mesta prúðmenni i sjón og reynd, og aflaði sér skjótt al- mennra vinsælda hér í bænum. Stjórnaði hann fyrirtæki sínu með lipurð og samviskusemi og ávann sér traust þeirra manna, sem við Iiann skiftu eða hjá hon- um unnu. Hann kvæntist íslenskri konu, Solveigu Árnadóttur, og áttu þau einn son, Martin, sem nú er 15 ára að aldri. Sigurðar Thoroddsen. Sigurður Thoroddsen, verk- fræðingur, hefir undanfarið haft sýningu á teikningum sín- um í Austurstræti 14. Ber þar mest á skopmyndum. Eru flest- ar teiknaðar með penna og síðan litaðar með vatnslitum. Myndirnar eru margar nauða- líkar þeim, sem þær eiga að sýna, ekki aðeins andlitsdrættir heldur einnig litarháttur og stellingar. Þar sem svipuð sýning var haldin hér í bænum fyrir rúm- lega tveimur árum siðan, fer maður ósjálfrátt að bera sýning^ ar þessar saman, og það þótt að- staða listamannanna sé harðla óUk, þar sem Sigurður hefir að eins teiknað myndir sínar í ígripum og til skemtunar. Hvað léttleika handarinnar snertir, skortir Sigurð nokkuð á við Stróbl, en sýning hans er Þegar Arandorra Star forst Tveir Þjóöverjsi* * draknuðn sem dvaliö hafa liép á landi. Fyrir nokkuru barst hingað bréf frá Heiny Scheiter umboðs- og heildsala, sem um allmargra ára skeið hefir dvalið, hér í bænum, en hann var fluttur til Bretlands með öðrum Þjóðverj- um, er hér dvöldu, um það bil er hernám landsins fór fram. — Getur Scheither þess í bréfi sínu, að hann hafi vei’ið einn meðal farþega á Arandorra Star, sem sökt var við Skotlands- strendur 2. júlí s.l., en var þá á leið til Canada með þýska og it- alska fanga, um 1500 að tölu. Var • skipinu sökt af þýskum kafbát, án þess að fyrirvari væri gefinn, og olli tundurskeyti, sem skotið var á skipið, svo máklu tjóni á því, að það sökk án þess að tími ynnist til að koma út öllum björgunarbát- um, og fórust þarna fjöldi stríðsfanga. Af Scheither er það að segja, að hann komst á fleka, ásamt einhverjum fleirum, og hraktist í sjónum í 8—9 stundir, þar til hjálp kom, og- voru hraknings- menn þá mjög orðnir að- þrengdir. Scheither gat þess í bréfi sínu, að nokkrir Þjóðverjar, sem hér hafa dvalið, hefðu verið um borð í skipinu, þ. á m. Karl Pet- ersen kaupmaður, sem lengi var verslunarstjóri hjá Brauns- verslun, og var vinsæll maður og vel látinn hér í bæ, og enn- fremur Dr. Leiitelt, kennari Fjallamannafélagsins, og síðar skíðakennari í. R. að Kolviðar- hóli. Þessir menn munu hafa hald- ið hópinn ásamt einhverjum fleirum Þjóðverjum, sem liér á landi hafa dvalið, og fullyrti Scheither í bréfi sínu, að þeir Karl Petersen og Dr. Leiitelt myndu hafa farist. Petersen hafði verið á vígvöllunum í heimsstyrjöldinni, og misti þá handlegg, þannig að hann mun hafa átt erfitt með að bjarga sér á sundi, og fór þýskur mað- ur honum til hjálpar, en þeir druknuðu báðir. Dr. Leútelt tókst heldur ekki að bjarga og druknaði hann einnig. Þótt Scheither fullyrti í bréfi sínu, að þessi hefði orðið örlög þessara manna, þótti varlegra að leita frekari upplýsinga, ef vera kynni að þeir hefðu á einn eða annan hátt bjargast á síð- ustu stundu. Þeirri rannsókn er nú lokið, og hefir fengist stað- Blaðamenn • skoðuðu kl. i í dag hin nýju sýningai’tæki kvikmyndahúsanna. — Er allur frágangur þeirra hinn prýðilegasti og um mikla framför að ræða frá því, sem áður var. PÁLL HERMANNSSON. aftur á móti f jölbreyttari. Hand- bragðið nokkuð sitt með hverju móti og stellingarnar breytileg- ar. Stróbl aftur á móti," liætti nokkuð við að einblína á vinstri vangann. Auk þess voru sömu litimir í öllum myndum hans, rautt og svart, aðeins misjafn- lega mikið af hvorum, eftir því hver í hlut átti. Mvndir Sigurðar eru margvíslegar í lit, en við það vinst tvent: Að sýna ólíkan litar- hátt manna og að gera heildina svipmeiri, er myndirnar koma margar saman. í flestum myndunum er að- eins andlitið tekið lil meðferðar, Wang-Tsching-Wei Quíslingurinn kínverski. Japanir hafa stofnað „óháða kínverska þjóðstjórn“ í Nan- king, sem með öðrum orðum er leppstjórn Japana þar og berst lásamt þeim gegn kínversku ríkisstjórninni. Maðurinn, sem hefir tekið að sér stjórn þessarar leppstjórnar lieitir Wang-Tsch- ing-Wei — einkennilegasti per- sónuíeiki, sem komið hefir við sögu Kínverja undanfarna ára- tugi. Wang-Tsching-Wei er með slétt og fágað andlit, dökkan hörundslit og biksvart silkigljá- andi hár, sem er klipt og kembt að evrópiskum sið. Augun eru stór, skær og vingjarnleg og um munninn Ieikur bros. Hreyfing- ar mannsins eru mjúkar og fjaðurmagnaðar og þegar mað- ur lítur þenna náunga í fyrsta sinn, spyr maður sjálfan sig að því, hvort að þetta sé tvítugur þjónn í kínversku veitingahúsi, eða auðmjúkur verslunarmaður, sem skapaður er lil að brosa framan í kaupendurna. Nei, hann er livorki veitinga- þjónn né verslunarmaður og hann er miklu meira en tvítug- ur. Hann er 55 ára að aldri, æf- intýramaður, byltingasinni, pólitískur morðingi, glæpamað- ur, frábær rithöfundur og fyi’- verandi utanríkisráðherra kín- verska lýðveldisins. Wang-Tscliing-Wei er sá þeirra þúsunda æfintýramanna, sem undanfarin ár hafa látið kínversk stjórnmál sig einhverju skifta, sem hugmyndarikastur, djarfastur og ófyrirleitnasturer. Hann hefir undraverðar gáfur til brunns að bera, er framgjarn úr hófi og svífst einskis. Hann er maður, sem í gær var dáður í gervöllu Kínaveldi sem guð — en í dag fyrirlitinn og hataður af því dýpsta mannlega hatri sem hugsast getur. í gær var hann frumkvöðull kínversku bylting- arinnar, í dag er hann svikari liennar og leiksoppur japanskra stjórnarvalda. Fyrir þrjátíu árum mátti ekki muna hársbreidd að Wang- Tsching-Wei er þá var stúdent yrði líflátinn fyrir hugsjónir sínar. Hann var,eins og allir aðr- ir frjálslyndir hugsjónamenn þar í landi, svarinn fjandmaður keisaraættarinnar í Peking, en hinsvegar ákveðnir fylgjendur byltingarsinnans Sun-Yat-Sen. Wang-Tscing-Wei, sem var djarfari og ófyrirleitnari en allir félagar hans, lét ekki sitja við orðin ein, heldur tólc sprengju sér í hönd og varpaði henni á vagn kínverska ríkiserfingjans. Tilræðismaðurinn var tekinn fastur og dæmdur til dauða. Þá var það, að drotningin náðaði hann. Hvers vegna? — Það veit enginn. Það var og er og verður óskiljanlegt fyrirbrigði öllum sem þektu tildrög og gang máls- ins, því að þúsundir ungra manna urðu að láta Iíf sitt fyrir þetta tilræði, en Wang-Tsching- Wei einn var náðaður og komst af landi burt. Hann fór til Japan og las lög við japanskan háskóla, sem í þá daga þótti jafn fjar- enda er leikni teiknarans auð- sjáanlega mest á því sviði. Auk skopmyndanna eru nokkrar andlitsmyndir á sýn- ingunni. Best þeirra er mynd af sofandi barni, teiknuð með blý- anti. Alls eru teikningarnar á þriðja hundrað og sýna karla og kon- ur á öllum aldri. Teiknarinn hef- ir elcki einskorðað sig við að mynda þá, sem mest ber á í op- inberu lífi, og heldur eklci þá sem sérkennilegir eru að útliti. Hann tekur Reykvíkinga upp og niður eins og þeir eru, þótt hann kannske hyllist til að sýna svo- lítið sérstaka hlið á þeim. Jóhann Briem. »Islenska« neftóbakið og tóbaksgerð ríkisins Samkvæmt tilmælum fjár- málaráðherra, hafa bráða- birgðalög verið sett, varðandi starfrækslu tóbaksgerðar, eða. að Tókabakseinkasölunni skull falin sú starfræksla. Þar sem slíkur rekstur hlýtur að hafa nokkur fjárútgjöld í för með sér, en engin heimild er fyrir slílui í giídandi lögum, mun fjármálaráðherra hafa tal- ið rétt, formsins végna, að fá brágðabirgðalögin útgefin. . . Varðandi álagningu er gert ráð fyrir að Tóbakseinkasalan skuli leggja frá 10—50 af hund- raði á tóbak, eftir því, sem henta þykir fyrir hverja tegund. Eins og nú er skipað tollmál- um, er rjól í miklu hærra tolli en hráefnið, sem þarf til fram- leiðslu þess, og með tilliti til þess, mun hafa þótt rétt, að hafa álagninguna óbundna, á hinar ýmsu tegundir tóbaks. Trausti Ólafsson efnafræð- ingur hefir undanfarið unnið að framleiðslu rjóls og neftóbaks og hefir hann þegar náð góð- um árangri. Mun það tóbak vera væntanlegt á markaðinn næstu daga. Börn, sem dvalið hafa úti um land á vegum Rauða Ivross Islands og nefndar þeirrar, sem dvöl þeirra annaðist, verða flutt til liæjarins nú um mánaðamótin. Börn, sem á ein- stökum heimilum dvelja, munu verða flutt hingað hinn 19. sept. næstk. stætt fyrir kínverskan stúdent, sem það þykir enn i dag. í Jap- an gaf hann út bók, sem hann kallaði: „Kínversk vandamál og lausnir þeirra“. Fyrir þessa bók varð hann frægur uni gjörvalt Kínaveldi. Byltiiigarbrautryðjandinn Sun-Yat-Sen hafði mikið dálæti á honum og ákvað að þessi ungi maður skyldi verða arftaki sinn, því hann taldi Wang-Tsching- Wei mesta gáfumann hinnar yngri og uppvaxandi kynslóðar. Sun-Yat-Sen lagði honum lífs- reglurnar, sagði lionum að end- urnýja Kína að evrópiskri fyrir- mynd, að skapa sjálfstraust og frelsisást meðal þegnanna, forð- ast saupsætti við erlernl ríki og efla verslun og atvinnuhætti eft- ir fremsta megni. Þegar Sun- Yat-Sen, faðir byltingarinnar k'ínversku, andaðist, tók þegar að bera á Wang-Tsching-Wei, sem einum atkvæðamesta stjórnmálagarpi yngri kynslóð- arinnar. Hann stóð í vinstra fylkingararmi kínverskra þjóð- ernisflokksins og átti í stöðugu höggi við andstæðingana, eklci síst við kommúnistana. Barátlusaga Wang-Tsching- Wei á árunum 1916—1926 er með fádæmum viðburða- og æfintýrarík. Á þessum árum er hann rekinn úr a. m. k. heilli fylft af félögum og eins oft eða oftar verið dæmdur til dauða. í sjö eða átta skifti eru honum sýrid hanatilræði sem mishepn- ast öll. Að nóttu til verður hann að flýja allar stjórnmálamið- stöðvar Kínaveldis: Shanghai, Nanking og Kanton, en næst jafnharðan í hann aftur og' hann er borinn í sigurgöngu um göt- ur borganna og hyltur óaflát- anlega af mannfjöldanum. — Helstu og liættulegustu and- stæðingar hans í stjórnmálum deyja skyndilegum dauðdaga og á dularfullan liátt að nóttu til. Árið 1916 er hann loks búinn að hefja sig upp i fremstu röð kinverskra stjórnmálamanna. Hann er kosinn á þing í flokki Kuo-Min-Tang’s, og þar stendur hann á þingi, þessi frjálslyndi byltingamaður, í fullri andstöðu við pólitískan meirihluta. Þing- kosningu sína á Wang-Tsching- Wei að þakka lægni og dugnaði landa síns eins, sem var að hálfu leyti stjórnmálamaður og að Frh. á 3. siðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.