Vísir - 24.08.1940, Blaðsíða 3

Vísir - 24.08.1940, Blaðsíða 3
VlSIR ÍSL ANDSMÓTIÐ. / " ®Fram «, K. R MEISTARAFLOKKUR. a annað kvöld kL NÆST SÍÐASTI LEIKUR MÓTSIMS WANG-TSCHING-WEI. Frh. af 2. síðu. hálfu leyti herforingi, maður frjálslyndisins og umbótanna eins og Wei sjálfur. Nafn þessa manns var i þann tið ekki mjög þekt, en það var i stöðugri upp- siglingu, en nú er það þekt um allar jarðir og allan heim, sem höfuð-andstæðings Wang-Tseh- ing-Wei’s. Maðurinn er enginn annar en Chiang-Kai-Shek. Kommúnistiska uppreistin í Kanton 1928 og liin ijlóðuga harka sem uppreistarmönnun- um var sýnd, samhliða liinu. skyndilega fráfalli Tschang-So- hin hershöfðinga og einvalda í Norður-Kína, varð til þess að styrkja aðstöðu frjálslyndra manna, sér í lagi þeirra sam- herjanna Chiang-Kai-Shek’s og Wang-Tsching-Wei’s. Innail skamms eru þessir menn húnir j að taka stjómartaumana i suð- j urhluta landsins í sínar hendur. I Þá hefst styrjöldin við Japan. ! Wang-Tsching-Wei verður ut- anríkismálaráðherra kínversku þjóðstjórnarinnar, og það virð- ist sem æfintýramaðurinn í Wei hafi að fullu orðið að víkja fyr- ir rólegri yfirvegun stjórnmála- mannsins. Hann reynir með ráðum og dáð að verja hina miklu arfleifð Sun-Yat-Sen’s — Kínaveldi. En sú vörn var ekkert nema yfirskin — og það kom í Ijós þegar frá leið. Var Wang-Tsching-Wei raun- verulega þeirrar skoðunar að hin kínverska þjóð gæti ekki haldið út styrjöld við Japan, og að það væri betra að semja frið á meðan tími væri til? Eða ótt- aðist þessi takmarkalaust fram- gjarni maður vökl og áhrif Chiang-Ivai-Shek’s og langaði hann til að koma honum fyrir kattarnef? Það er a. m. k. vitað, að frá 1933 versnar sambúðin milli beggja þessara manna til muna. Á meðan Chiang-Kai- Shek hafði i fyrstu „brosað til hægri“ og reynt að semja við hægri flokkana, en síðan snúist æ meir til vinstri, þá tók Wang- Tscliing-Wai öfuga stefnu. Hann var ákafur vinstri maður til að byrja með, en snerist ört lil hægrí er frá leið. Þegar út séð var um það, að Chiang-Kai- Sliek tæki til greina málamiðl- unartillögur Wang-Tsching- Wei’s, sagði hann af sér. Árið 1938 var hann rekinn úr flokk Kuo-Min-Tang. A götum Nan- kingborgar skutu kínverskir þjóðernissinnaðir stúdentar á hann — eins og hann hafði forð- um gert við keisarafjölskyld- una. Stjórn Chiang-Kai-Shek,s flýr undan japanska hernum. Wang-Tsching-Wei er kyr. Jap- anska stjórnin reynir að fá alla fylgjendur hans til að aðstoða bann við stjórnarmyndun í hinu nýja Kína, og í vor sem leið rann hinn mikli dagur hans upp. En til þess að ná takmarkinu varð hann að bregðast hlutverki sinu, því að viðhalda hinni miklu arf- leifð Sun-Yat-Sen’s. Hann brást því eins og hann hafði brugðist flokk sínum, samherja sínum Chiang-Kai-Shek og vini sín- um Feng liershöfðingja. Hann vill ráða og stjórna — jafnvel sem leppmenni Japans. En seinna meir, þegar hann er orð- inn nógu sterkur, mun hann einnig bregðast Japönum og hrekja þá á brott. Hann þarfnast þeirra að vísu í dag, og sennilega á morgun, en það er kaup kaups, ’því að Japanir þurfa líka á honum og vináttu hans að Iialda. I litlum bæ i Suður-Kína, situr Chiang-Kai-Shek, flokksmenn hans og liin kínverska þjóð- stjórn. En í Nanking — hinni miklu og ríkulegu borg situr gamall vinur og samherji þeirra að völdum og ríkir i þvi landi, sem japanskir hermenn og jap- önsk lögregla halda uppi lögum og reglu. — Þannig er hlutskifti þessa æfintýramanns sem stend- ur, en hvert það verður og hvernig því lyktar það getur enginn dauðlegur maður sagt fyrir með nokkurri vissu. Nýju sýningartækín í kvikmyndahúsunum. H IN nýju sýningartæki kvik- myndahúsanna hafa verið starfrækt nokkra daga og hafa reynst vel, eins og vænta mátti. Fulltrúi Western Electric, sem hér hefir verið undanfarið, og séð um uppsetningu tækj- anna, fór utan í gær, en áður gaf hann ásamt Guðmundi Sig- mundssyni, sem er umboðsmað- ur W. E. liér, lýsingu á breyt- ingum þeim, sem gerðar hafa verið. Breytingarnar eru i því fólgn- ar, að í stað eins hátalara, sem áður var, eru þeir nú tveir. Er annar fyrir liáa tóna, en hinn fyrir lága. Þá hefir ljósunum verið breytt. Eru þau miklu sterkari og hvítari en áður, og njóta lit- ir — Technicoíormyndir — sín miklu betur en við venjuleg sýningarljós. Kvikmyndahúsin eiga þakkir skyldar fyrir að hafa látið gera þessar endurbætur, til þess að viðskiftavinir þeirra geti notið til fulls þeirra mynda, sem þau hafa að bjóða. Lagarfoss fer á morgun (sunnudag) kl. 4 síðdegis, vestur og norður. LOFTÁRÁSIRNAR Á ENGLAND. Frh. af 1. síðu. geta, til að varpa sprengjum á þennan stað, enda verður manni ótti þeirra ljós, þegar athugað- ar eru hinar öruggu loftvarnir borgar og hafnar. Að öllu samanlögðu virðast árásirnar ekki hafa liaft neina þýðingu, vegna þess að dag hvern fer fjöldi skipa út úr höfninni og inn í hana, án þess að séð verði að nein sérstök hætta sé á ferðinni.“ Ritfregn Guðrún Jónsdóttir frá Prest- bakka: FYRSTU ÁRIN. — Rvík, 1940. Isafoldarprent- smiðja h.f. Mitt í báreisti stríðsfregna og glamurauglýsinga um tísku- bókmentir vorra tíma, kemur ung' og hæversk sveitastúlka með 16 arka skáldsögu fram á sjónarsviðið og kveður sér hljóðs. Hún fer ekki á neinum gandi og það stendur enginn stormur af henni. IJún notar ekki hinar sterku upplirópanir málsins, né heldur liið kitlandi kynferðis- blapur sumra þektari rithöf- unda, til að vekja á sér athygli. Nei. Hún velur aðra aðferð. I þess stað kemur hún í mestu hæversku með hugsanir sveita- fólksins, einfaldar og öfgalaus- ar, ldæddar þeim málbúningi, sem tiðkast liefir og tíðkast enn á hverjum baðstofupalli í ís- lenskri sveit, og menn hlusta á mál hennar. Efni þessarar skáídsögu er ekki sótt langt. Það er að öllu Ieyti íslenskt og heimafengið, en ekki margbrotið, að vísu. Eins og heiti hókarinnar gefur til kynna, er hér um lýsing eða frásögn fyrstu æviára lítils drengs, Sigga litla á Bakka, að ræða. Sögusviðið — þar sem efni og atburðir sögunnar gerast — er þá heldur ekki stórt. Baðstof- an og bæjarvarpinn og lítil á eða lækur. — Þetta er hinn ytri rammi atburðanna. Við þessa staði er fyrsta skynjun og leikir litla drengsins bundnir. En hug- myndir greinds barns og athuga- semdir þess við einu og öðru, sem það heyrir og sér, eru hreint ekki svo fáskrúðugar, og menn lesa söguna með fullri eftirtekt og vaxandi áhuga fyrir persón- um hennar. Meðferð höfundar á efninu er í senn svo samviskusamleg, eðlileg og einföld, að maður hlýtur áð faka eftir þessum ó- þekta höfundi. Og enda þótt sag- an sé nokkuð endurtekninga- söm, eins og að líkum lætur, þar sem þroska söguhetjunnar — Sigga litla á Bakka — er fylgt frá ári til árs, jafnvel frá árstið til árstíðar, er lýsingin á lífi og hugðum litla drengsins fyrstu æviárin, svo eðlileg og hlý og sálfræðilega sennileg, að manni hlýnar í huga og lifir aftur liðna bernsku. Auk aðalsöguhetjunnar, Sigga litla, koma ýmsar aðrar persón- ur fram á sögusviðið, eins og t. d. telpan litla, Hrafnhiklur, Arn- þrúður geðveika, vinnuhjúin Villa og Stjáni og öldungurinn blindi, sem drengurinn heim- sækir svo oft fram í dyraloftið, lil að heyra hjá honum nýja og nýja sögu. Allar eru þessar per- sónur slikar, að maður kannast við þær sem kunningja og hálf- gleymda vini heiman úr sveit- inni. Tel eg vel af stað farið hjá þessum Unga höfundi, og vænti að heyra síðar eitthvað meira um Sigga litla á Bakka. Einar Sturlaugsson. EF YÐUR VANTAR íbúö stúlku ráðskonu einlives’ja muni Þá mun smáauglýsing í ráða bót á því. Sími 1660. Smekklásar Smekklásskrár Útihurðaskrár og fleira nýkomið. Ludvig Stopp Laugavegi 15. Hvollabðiar og ValBsfílir ódýrast hjá Pieriiig Laugavegi 3. — Sími 4550. Framköllun KOPIERING STÆKKUN framkvæmd af útlærðum ljósmyndara. Amatörverkstæðið Afgr. í Laugavegs-apóteki. 11 II S ein eða Iváer íbúðír, mdS þægindum, óskast til kaaps. Má vera utan við bæinis. ííi- borgun 5—8 þús. kr. Tilboð, merkt: „G. N.“, leggíst íma á afgreiðslu Visis fyrir nmu- dagskvöid 26. þ. nt. ' KOPÍERING STÆKKUN Fljótt og vel af hendi Beysi. THiele li.T. Austurstræti 20. Lopi, band og garn fyrirliggjandi í góðu úrvalí- VERÐIÐ ÓBREYTT. Oefjim — Iðunii Aðalstræti. Sími: 2838. Matpeiðslutoólk eftir frk. Helgu Thorlacius, meg formála eftir Bjarna Bjarnason lækni, er komin út. Frk. Helga Thorlacius er löngu orðin þjóðkunn fyrir framúr- skarandi þekkingu á sviöi mat- gerSarlistarinnar og hefir á undanförnum árum beitt sér af* alefli fyrir aukinni grænmetis- neyslu og neyslu ýmissa inn- lendra jurta, t. d. skarfakáls, hvannar, heimulanjóla, hóf- blööku, Ólafssúru, sölva, fjalla- grasa, berja o. s. frv. í bókinni er sérstakur kafii um tilbúning drykkja úr innlendum jurtum. Húsmæðurí Kynnið yður Matreiðslubók Helgu Thorla- cius áður en þér sjóðið niður fyrir veturinn. Bókin kostar aöeins kr. 4,00 í fallegu bandi. Yatn§g:] 8 tegundir, afar ódýr, tekin upp í dag. lém 'xgjflÁrP ij Br B mK h i nroi: Niðursuðuglöe Sultuglös, Tappar, allar stærðir, Flöskulakk og' Betamon. Laugavegi 1. ÚTBÚ, Fjölnisvegi 2. VlSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. |Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður. Skrifstofa: Oddfellowhúsinn. Vonarstræti 10, austurdyr. Sími: 1171.. Viðtalstími: 10—12 árd. Hxaðferðir alla daga. Bifreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs. Maðurinn minn og faðir okkar, Eiríkui1 Jónsson, trésmiðameistari andaðist að heimili sinn, Norðurkoti, aS- faranótt 22. þ. m. Sveinbjörg Ormsóttir og böm-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.