Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 29.08.1940, Blaðsíða 2
VÍSIR VÍSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson | Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. | Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Frílistimi og „kramid“. TjEGAR samsteypústjórnin settist að völdum í fyrra, var gefin yfirlýsing um það, að innflutningshöftunum skyldi af- létt, jafn skjótt og gjaldeyris- ástæður þjóðarinnar leyfðu. A síðasta aðalfundi S. 1. S. var gef- in út yfirlýsing i sömu átt. En Sambandið er eins og menn vita uppistaðan í Framsóknarflokkn- um. Áður en Alþingi var slilið í vor var samþykt að skipa þriggja manna milliþinganefnd til þess að taka haftamálin lil meðferð- ar. Þessi nefnd hefir ekki enn tekið til starfa. Hinsvegar hefir formaður nefndarinnar, sjálfur hæstvirtur viðskiftamálaráð- herrann látið til sín heyra um þessi mál, oftar en einu sinni, og það sem frá honum liefir heyrst, bendir ekki til þess að hann sé neitt að hugsa um að afnema höftin, eða slaka til á þeim, heldur þvert á móti. í rauninrii mætti álita að Eysteinn Jónsson talaði.í nafni allrar ríkisstjórn- arinnar, jjegar Iiann ræðir þau mál, sem honuin hafa verið sér- staklega falin sem ráðherra. Svo er þó ekki og virðist ráðherr- ann þvi hafa farið feti lengra i þessum umræðum, en heimilt má telja. Viðski f tam álaráð her r a n n virðist standa í þeirri sæíu trú, að ekki þurfi að flytja til lands- ins neinar aðrar vörur en þær sem settar voru á frílista í fyrrasumar. Alt annað sé í raun og veru hreinn óþarfi, „kram“, sem enginn kæri sig um nema kaupmennirnir, sem ætli að okra á því. Frílistavörurnar eru í aðalátriðum þessar: flestar kornvörur, kol og salt, olíur og benzín og fiskumbúðir. Eysteinn segir: Þessai- vörur megið þið flytja inn umyrðalaust, og livað viljið þið svo upp á dekk? Mér dettur ekki í hug að láta fylla landið af óþarfa „krami“! Samkvæmt þessari skilgrein- ingu Eysteins er vitanlega óþarft að flytja inn kaffi og te. Það er bölvað „kram“. Að maður ekki tali nú um ávexti. Hinsvegar passar það vel í kramið að flytja inn áfengi og tóbak. En það er nú kapítuli út af fyrir síg. Vefn- aðarvará og fatnaðiirer„krarii“, sem alveg er óþarft að flytja inn. Það er bara til þess að ein- staka spjátrungar og tildur- drósir geta verið í „eitthvað fínni spjörum“, eins og Tíminn orðar það. Sjóstígvél eru „kram“ sem óþarft er að flytja inn, sömuleiðis timbur, saumur, þakjám og rúðugler. Ætli sé ekki hægt að troða upp í glugg ann einhverjum „ófínni spjör- um“, ef rúða brotnar! ★ ELn svo eru nolckrar vöruteg- undir, sem óvíst er hvort kjós- endur Eysteins eru sammálahon- um að teíja „kram“ og óþarfa. Það eru t. d. allar landbúnaðar- vélar, plógar og herfi, Ijáblöð og brýni. Það var sagt frá því ný- lega í Vesturlandi, að bændur hefði verið í vandræðum í slátt- arbyrjun, af því ekki fengust ljábakkar né ljáblöð og ekki liverfisteinar. Þetta er altsaman „kram“ eftir skilgreiningu Ey- steins, og hótfyndni ein, að hafa orð á þvi, þótt ófáanlegt sé. Smjörpappír er „kram“, sömuleiðis kjöttunnur og efni í þær. Girðingarefni er „kram“, haðlyf er „kram“, lýsistunnur eru „kram“, síldartunnur „kram“. Yfirleitt eru aðfluttar útgerðarvörur og landbúnaðar- vörur ekkert nema bölvað „kram“. Smíðaáhöld eru „kram“, frystivélar eru „kram“, bílar eru „kram“, saumavélar „kram“, ritföng, rafmagnsperur eldspítur, lyfja- vörur — alt tómt bölvað „kram“ og óþarfi! ★ Já, það er meiri háskastefn- an, þessi „kramvörustefna", sem heldur þvi fram að flest af þeim vörum, sem hér hafa verið taldar séu nauðsynlegar. Meira segja svo nauðsynlegar, að þjóðin hefir hingað lil greitt meira fyrir þær, en allar frílista- vörurnar til samans. Það mun, láta nærri, að frílistavörurnaí' liafi numið á undanförnunl ár-. um undir stjórn Eysteins Jóns- sonar um 30—35% af öllum irin- flutningi lil landsins. Eysteinn hefir með öðrum orðum látið það viðgangast að þjóðin eyddi 65—70% af öllum erlendum gjaldeyri fyrir „kram“ og ó- þarfa. Er nokkur furða, þótl blessaður drengurinn segi nú stopp: Héðan af skuluð þið fá frílistavörur og annað ekki! a ------ —g——------------ Garður verður ekki starfræktur í vetur. V egna þess, að breska setulið- ið hefir tekið Stúdentagarð- inn fyrir sjúkrahús, munu stú- dentar ekki geta búið í honum í vetur. Rejmt liefir verið að fá leið- réttingu á þessu, en ekki tekist, og liefir stjórn Garðs því á- kveðið að hjálpa stúdentum til þess að útvega sér vistarverur annarsstaðar. Þeir, sem æskja aðstoðar Garðstjórnar í þessu efni, eiga að snúa sér til skrifstofu stú- dentaráðsins í háskólanum kl. 4 —5 á mánudaginn, miðvikudag- inn og föstudaginn, eða í síma 3974. Jafnframt beinir Garðstjórn þeim tilmælum til húsráðenda, sem myndu vilja leigja stúdent- um, að gera sér aðvart á sama tíma. Hjúskapur. Síðastl. þriðjdag voru geíin sam- an í hjónaband ungfrú Liv Johnson og stud. jur. Thorolf Smith. Heirn- ili þeirra er á Laufásveg 68. Ómerkilegt deilu- atriði veldur vinnustöðvun, þráft fyrir skýr samnings- ákvæði. Ekki hefir enn dregið til sátta í deilu þeirri, er risið hefir mill- um verkamanna og félagsins Dagsbrúnar og Höjgaard & Schultz. Samkvæmt samningúm ofan- greindra aðila var svo ráð fyrir gert, að verkamönnum skyldi ætlaður ákvéðinn tíriii til ferðar að og frá vinnustað, er miðaðist við vegalengd og lögmætan öku- liraðá. Staðfesti verkfræðinga- firmað samkomulag um þetta hréfjega, hinn 27. nóv. 1939, og var þá ætlað að lengsti akstur tæki 25 mínútur. Síðar hefir firmáð farið fram á það við stjórn Dagsbrúnar að timi þessi yrði lengdur allverulega, en að því leyti, sem stjórn Dagsln-únar hefir tekið afstöðu til málsins, hefir hún vísað til verkamann- anna sjálfra og þeirra vilja i þessu efni. Við verkamenn hefir ekki verið um þetta rætt af hálfu firmans, en hinsvegar á- kveðið að þeir skyldu leggja af stað 40 mínútum fyrir vinnu- tíma, er lengst áttu að sækja. Stjórn Dagsbrúnar tilkynti verkstjóra firmans í gærmorg- un, að hún óskaði eftir að gert samkomulag yrði lialdið, þann- ig að verkamenn legðu eigi af stað til vinnu fyr en samningar áskildu, eða 25 mínútum fyrir vinnutíma. Lýsti verkstjórinn þá yfir því að ekki yrði unnið um daginn. Telur því stjórn Dagsbrúnar að verkstjórinn t hafi gert sig sekan um samn- ingsrof, en firmað mun skella ' skuldinni á stjórn Dagsbrúnar. ! Það er á engan liátt óeðlilegt frá hendi stjórnar Dagsbrúnar, ; að hún krefjist þess. að gerðir 1 samningar séu i lieiðri hafðir, J og hér er um svo þýðingarmikið ! deiluatriði að ræða, að furðu má ! gegna að það skuli eklci þegar j vera leyst, einkum þar sem ! skuldbinding frá hendi verktaka ! liggur skýrt fyrir í bréfinu frá | 27. nóv. 1939. Heyrst hefir að verkamenn ; þeir, sem við liitaveituna liafa ! unnið, hafi í morgun verið send- 1 ir, á vegum Höjgaard & Schultz, í vinnu fyrir Breta, og hafi firm- að þannig tekið að sér verk fyrir þá, samhliða hitaveitunni. Greiðsla verkkanps ogr óninbeðinn erind- isrekstur. Meiri hluti stjórnar Dagsbrúnar snýr sér til bresku herstjórnarinnar og leitar lögfræöi- legrar aðstoðar, til að rétta hlut félagsins. Svo sem kunnugt er hefir Verkamannafélagið Dagsbrún haft um það samkomulag við vinnuveitendur, sem ekki hafa haft útborgun verkalauna sjálf- ir á hendi, að félagið hefir ann- ast greiðsluna, og fengið í þókn- un 1% — einn af huridraði — af þannig greiddum verkalaun- um, ef þau eru afhent ótalin í umslög. Hefir þetta gefið félaginu nokkrar tekjur, sem einkum liafa aukist upp á síðkastið, síðan vinna fyrir breska setu- j liðið liófst. Annaðist félagið I fyrst framan af milligöngur um þessar greiðslur, sem aðrar. Nú bar svo við, að aðstoðarmaður á skrifstofunni, Alfreð Guð- mundsson, fór í sumarfrí, þann- ig að þá þurfti aðstoð á sknf- stofuna lil þess að annast greiðslurnar. Starfsmaður Dags- brúnar, Marteinn Gíslason, snéri sér þá, sennilega í samráði við formann félagsins, Einar Björnsson, til Sigurgeirs Vil- hjálmssonar, sem er auglýsinga- stjóri Alþýðublaðsins, og bað hann um aðstoð, en ekki vissu sjálfstæðismenn í stjórn félags- ins um. þessa ráðstöfun. Aðstoðaði Sigurgeir við eina Malayalöndín eru „dollara- uppspretta" Breta. / Singapore (U. P.). — Jafn- framt því sem Singapore er ramgerasta vígi Breta í Austur- álfu, er það líka þar sem „har- daginn er harðastur“ í viðskifta- stríðinu, því að bresku Malaya- löndin, sem Singapore er höfuð- borgin í, eru sannkölluð „doll- arauppspretta“ Breta. Um Singapore fara mánaðar- lega þúsundir smálesta af gúmmíi og tini, til hernaðar- þarfa. Strangt eftirlit er með útflutningnum til þess að koma í veg fyrir, að eitthvað af þess- um dýrmætu vörum fari til ó- vina Breta og það sem fer til hlutlausra þjóða verður að greiða með erlendri mynt, til þess að auka eign Breta á henni. Er alt gert til þess að „viðskifta- vopnin“, sem Singapore getur „smíðað“, komi að sem bestum notum. Gjaldeyrisnefndin, sem starf- ar í Singapore, er ein af mesl áríðandi stofnununum, sem þar starfar, því að á venjulegum tímum er verslun Malayaland- anna mjög hagstæð við önnur lönd, sérstaklega við Bandarílc- in. Til þess að lialda við þeim hagstæða verslunaröfnuði, er enginn útflutningur leyfður til landa utan breska heimsveldis- ins, nema yfirvöldin hafi fallist á í hvaða mynt beri að greiða vöruna. « Verslunarjöfnuðurinn enn hagstæðari. Síðastliðið ár nam hagstæður verslunarjöfnuður við Banda- ríkin — aðallega fyrir tin og gúmmí — að minsta kosti 12 milj. dollara á mánuði. Eins og nú standa sakir, er líklegt að Malayalöndin láti Bretum i té mánaðarlega 10 af þessum 12 milj. dollara, til þess að þeir geti keypt fyrir þá hernaðartæki i Bandarikjunum, eftir „cash and carry“ að ferðinni. Á þenna hátt — að selja Bandaríkjunum meira en keypt er af þeim — eru Malayalöndin orðin „gullkista“ eða dollara- uppspretta breska heimsveldis- ins. Ekkert land er Bretum jafn dýrmætt fyrir þessar sakir og Malayalöndin. Samhliða gjaldeyriseftirlit- inu er eftirlit með öllum inn- flutningi. Innflutningur frá löndum, sem ekki hafa sterl- ingsmynt, er skorinn niður, til þess að eyða ekki dýrmætum gjaldeyri fyrir vöru, sem liægt er að fá innan vébanda heims- Somarstarfsemi dagbeim- ila Snmargjafar lokið. ^auð§^iilcg:t að i'oka ðag'< og* vi§tarkeiiuili að vctriiiinii. í gær bauð stjórn Barnavinafélagsins Sumargjöf blaða- mönnum að skoða dagheimili félagsins í því tilefni að nú er starfsemi þessari í sumar að verða lokið. Heimilin eða „Borgirnar“ voru nú i sumar þrjár talsins, þvi að félagið fékk leyfi ríkis- stjórnarinnar til að reka dag- heimili í Málleysingjaskólanum í sumar og nefnist það Austur- borg, en áður voru til Græna- borg og Vesturborg. Þessi við- bót var mjög mikilsverð vegna liinnar miklu aðsóknar að dag- heimilum félagsins. Austurborg tók til starfa nokkuru seinna en hinar „borg- irnar“ eða 15. júní og hafa dval- ið þar að meðaltali á. dag 53 börn. Aldur þeirra er fná 3—9 ára og hefir þeim flestum farið vel fram í sumar, þyngst um 1-—4 ldló hvert á þessum 2% mánuði. Húsnæðið eru þrjár stofur; þar borða börnin og leika sér þegar veðrið er þannig að ekki er hægt að vera úti. Úli hafa börnin til afnota stóran útborgun á vegum félagsins, þannig að hann mun hafa út- fært vinnulista og talið i um- slögin. Síðan hefir þessum mál- um skipast þannig, að Sigurgeir hefir, óumbeðinn af félags- stjórninni, tekið að sér að telja í umslögin, og afhendir þau þannig skrifstofu Dagsbrúnar til útborgunar. Hinsvegar fær Dagsbrún elcki lengur þóknun þá, sem henni ber fyrir milli- gönguna. Hefir nú rneiri hluti stjórnar Dagsbrúnar snúið sér til stjórn- arinnar bresku, og kvartað yfir þessu fyrirkomulagi, sem nú er gildandf, og óskað eftir að það yrði lagfært, þannig að félag- ið hefði milligöngu um greiðslu pg alla þóknun af þessum störf- um. Meðal verkamanna hefir það vakið megnustu óánægju, að einstakir menn, Dagsbrún óvið- komandi, skuli vera svo fram,- kvæmdasamir að ganga á tekju- stofn félagsins, án þess að i stjórnin óski eftir aðstoð þeirra. Mun meiri hluti stjórnarinnar taka alt þetta mál til nákvæmr- ar athugunar ,og krefjast leið- réttingar, enda hefir mála- færslumanni þegar verið falið málið til meðferðar. grasblett og leikvöll með ról- ! um, 6 brettum til að „vega salt“ og rennibraut, sem er nýtt tæki. Það er þannig útbúið, að gengið er upp nokkurar tröppur, upp á pall og þar er sest i rennu, sem hallar niður á jörð. Þetta er fyrsta rennibrautin, sem smíð- uð er hér á landi og er hægt að hafa hana hvort heldur sein er, úti eða inni. Forstöðukona heimilisins, Þórhildur Ólafs- dóttir, kom með liugmyndina, en starfsfólk Rafmagnsveitunn- ar gaf heimilinu rennibrautina. Þetta heimili er einna best sett, þar sem húsaþyrpingin í kring gefur svo mikið skjól þegar börnin eru að leik á bletlinum eða vellinum. í Grænuborg voru í sumar að meðaltali 58 börn á dag. Þar er nú Guðrún Stephensen forstöðu- kona. í Yesturborg voru 66 börn að meðaltali á dag. Bryndís Zoéga er þar forstöðukona. Þessum heimilum hefir áður verið lýst all-ítarlega liér í blað- inu. Alls hafa dvalið 302 böm á ! vegum félagsins i sumar, þrátt fj7rir hinn mikla fjölda sem komið hefir verið fyrir í sveit í sumar, en 279 í fyrra. Þetta sýn- i ir best hve þörfin fyrir dagheim- ilin er brýn. Grænaborg og Vesturborg hafa starfað ( 76 daga hvor, en | Austurborg í 64 daga. Samtals , urðu dvalardagar á öllum heim- j ilunum í sumar 12680, en í fyrra i 13432. — ísak Jónsson, sem sýndi blaðamönnum lieimilin | skýrði frá þvi að kostnaður við | heimilin í sumar yrði um 15 ; þúsund krónur, eða um kr. 1.20 á barn á dag, en í fyrra var kostnaðurinn um 12 þúsund krónur, eða tæplega ein króna | á barn á dag. Meðlög með börn- | unum hafa verið alt að 40 krón- um á mánuði, en það liafa sár- fáir greitt, en aðstandendur ! margra barna hafa ekkert með- lag getað greitt og taldist ísaki svo til, að 50—70% af kostnaði . við heimilin væri borgað af fé- laginu. ísak sagði ennfremur að foreldrar margra barna liefðu spurt hvort ekki væri hægt að Frli. á 3. síðu. veldisins. Þetta hefir skiljanléga orðið mikill hnekkir fyrir versl- un Bandríkjanna og Japana, en hinsvegar hefir verslunin við lönd í heimsveldinu, sérstaklega Ástralíu, aukist mjög. Útflutningseftirlitið er enn víðtækara. Það hefir verið sett til þess að gæta þess að Bretar fái alt tin, gúmmí, pálmaolíu, copru og aðrar framleiðsluvör- ur, sem þvi eru nauðsynlegar. Jafnframt eru liafðar gætur á því, að hlutlaUs lönd fái elcki meira en „friðartímaskamt“. En þótt Malayalöndin reyni að gæta þess, að Þjóðverjar og ítalir fái ekkert af þessum nauðsynlegu hráefnum, er þó ekki loku skotið fyrir að þeir geti aflað sér þeirra samt. Ekk- ert getur hindrað t. d. Rússa í að kaupa tin og gúmmí í ný- lendum Hollendinga — Austur- Indíum — flytja það til Vladi- vostok og þaðan með járnbraut- um til Þýskalands. Kínverjar hjálpa líka. Það er óhætt að segja að íbúarnir í Malayalöndunum slandi sem einn maður að baki Bretum. Til dæmis hafa kín- verskir kaupmenn, sem eru ekki ófáir, bundist samtökum um áð auka kaup á breskum vörum eftir megni og útbreiða þær. Malayalöndin hafa altaf verið góður markaður fyrir Breta og hefir ekki farið aftur síðan styrjöldin skall á. Allar stjórnardeildirnar í Singapore hafa mjög náið sam- band við viðskiftastríðsráðu- neytið, fyrir milligöngu ný- lendumálaráðuneytisins. Er samvinna þar i milli mjög náin og fer nýlendustjórnin í öllum aðalefnum eftir vilja ríkisstjórn. arinnar í London.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.