Vísir - 03.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir - 03.09.1940, Blaðsíða 2
DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjóri: Kristján Guðlaugsson Skrifst.: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12 (Gengið inn frá Ingólfsstræti).. Símar 1 6 6 0 (5 línur). Verð kr. 2.50 á mánuði. Lausasala 10 og 25 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Öfgarnar í sköffunum. jp RÁ upphafi íslandsbygðar hafa víst aldrei borist meiri verðmæti á land á einu sumri en nú. Afiasölurnar til Eng- lands hafa gengið vel. Og þótt síidarskipin væri færri en í fyrra, var sildarafíinn nú um mánaðamótin engu að síður helmingi meiri en á sama tíma 1939. Frá því hefir verið skýrt, að hásetar á einu skipi liafi fengið 5000 króna hlut eftir rúmlega tveggja mánaða ver- tíð. Yfirmenn hafa vitanlega miklu meira. Útgerðarmennirn- ir hafa í fyrsta skifti um mörg ár borið svo mikið úr býtuin, að þeir ættu að geta jafnað skuldir sínar og komið fyrir- tækjum sínum á traustan grundvöll. Það mætti nú ætla, að þeir menn sem þannig „vaða í peningum“ gætu horft ör- uggir til framtíðarinnar. En ætli þetta sé svo ? Hér í blaðinu birtist í gær ávarp frá síldveiði- mönnum um framlög í fyrir- hugaða síldarverksmiðju á næsta ári. í ávarpi þessu segir að ætlunin sé að „hamra það í gegn hjá löggjafarvaldinu, að þessi framlög öll verði undan- þegin tekju- og eignaskatli og útsvari þar til um Ieið og þau eru aftur endurgreidd frá fé- laginu.“ Ennfremur er á það bent, að fyrir skipstjóra og aðra þá, sem liafi háar tekjur, sé sér- stakt tækifæri til þess að „bjarga fénu frá að vera upp- étið af skattanefndum og nið- urjöfnunarnefndum.“ * Þetta ávarp síldarútvegs- manna talar mjög skýru máli. Þeir, sem jiessa atvinnu stunda, hafa á undanförnum árum átt í basli. Nú loks þegar verulega hleypur á snærið, byrja nýjar kröggur, ekki vegna aflaleysis og tekjuskorts, lieldur vegna þess hvað aflinn hefir verið mikill og tekjurnar ríkulegar. Þeir sjá fyrir sér hina svörtu skattaloppu, sem læsir í þá ldónum, rífur þá á hol og slepp- ir eídd takinu fyr en alt er upp- étið. Öngþveiti skattafyrirkomu- lagsins hefir aldrei komið ber- legar í ljós en nú. Það var svo nærri gengið stórútgerðinni, að allir núverandi stjórnarfloklcar voru saminála um að veita henni undanþágu um nokkurra ára bil. Smáútgerðin er ekki skattfrjáls. Og nú bíða útgerð- armenn hinna minni skipa þess með lífið í lúkunum, að alt verði uppétið. Á sama liátt bíða yfirmenn og hásetar þess þunga dóms, sem yfir þeim verður kveðinn, fyrir það, að hafa afl- að meira en nokkurn gat órað fyrir. ★ í þessum málum er alt ýmist í ökla eða eyra. Það er skatt- pynding eða skattfrelsi og ekk- hefði að flytja þá úr landi. Er hér vissulega nærri höggvið þeim réttindum, sem yfirlýsing var gefin um að ekki yrðu skert er hernámið fór fram. ert þar á milli. öllum heilvita mönnum ætti að koma saman um, að hér verður að finna milliveg. Það er svo fjarstæðu- kent og furðulegt, að aflakrögg- urnar skuli geta livílt nálega eins þungt á mönnum og afla- leysis-kröggurnar. Það er ekk- ert vit í þvi, að duglegur mað- ur sjái afla sinn uppétinn fyrir það eitt að hann hefir verið of duglegur. Við sem búum í þessu lítt numda landi, megum ekki láta jiað um okkur spyrjast, að við förum með þá, sem best ganga fram í því að draga björg í bú, eins og hverja aðra saka- menn. Við skulum, hætla að trúa því, að skattarnir hér á landi sé réttlátari en annars- staðar, af því þeir eru þyngri. Við skulum hætta að telja stjórnmálamönnum það helst til gildis, að þeir séu öðrum „ó- ragari í þvi, að benda á nýjar tekjuöflunarleiðir14 — eins og Tíminn segir með mikilli drýldni um Eystein Jónsson. Við skulum gera okkur ljóst, að skatlafyrirkomulagið er úrelt. Og að þess vegna verður að breyta þvi. Ilér þarf að firj.na milliveg, svo að skattarnir á höfuðfram- leiðslu þjóðarinnar séu ekki ýmist í ökla eða eyra. Það þarf að finna rétllátan grundvöll, svo að skattaokið lami ekki alt framtak og athafnalöngun. Það ætli að mega vænta þess, að rikisstjórnin gæti komið sér saman um nýjan skattagrund- völl og léti það ekki dragast. a Heimflutníngur íslendinga" frá Danmörku. Capt. Wise yfirmaður upp- lýsingadeildar breska setu- liðsins kvaðst í rnorgun, þeg- ar blaðamenn áttu tal við hann, vonast til þess að geta mjög bráðlega gefið út til- kynningu viðvíkjandi heim- flutningi fslendinga í Dan- mörku. Kvað hann umræður standa yfir um þessar mundir milli breska sendiherrans og ríkis- stjórnarinnar, og að þeim loknum yrði gefin út yfirlýs- ing því viðvíkjandi. — Mun nú horfa heldur vænlega um afgreiðslu þessa máls. Ójafn leikur. Tjón Þjóðverja í Póllandi. I glKORSKY, pólski herforing- inn og forsætisráðherra pólsku stjórnarinnar, hefir birt tilkynningu í tilefni af því, að ár er liðið 1. sept. frá upphafi pólsk-þýsku styrjaldarinnar. — Sikorsky sagði, að Þjóðverjar hefði teflt fram 73 herfylkjum, þar af 16 vélahersveitum, og hundruðum flugvéla og skrið- dreka. Pólverjar hefði haft 30 herfylki, 320 flugvélar og 200 skriðdreka. Móíi hverjum ein- um Pólverja voru 4 Þjóðverjar. Þrátt fyrir þennan ógurlega liðsmun hefði Þjóðverar mist 100.000 menn, sem féllu í orust- um, en 200.000 særðust. Pól- verjar hertóku eða eyðilögðu fyrir Þjóðverjum um 1000 skriðdreka og mikið af flug- vélum. Veitingaleyfi. Á síðasta fundi bæjarráðs, s.l. föstudag, var lögð fram fundargerÖ heilbrigðisnefndar frá þriðjudegin- um áður. Samkvæmt tillögu nefnd- arinnar var samþykt að Ieyfa veit- ingar í húsnæði á Þvervegi 40. Þá var og samþykt að Ieyfa veitingar fyrst um sinn í 1 ár á þessum stöð- um: Reykjavíkurvegi 3, Skaftafelli, Laugavegi 26 og um óákveðinn tima á Bergþórugötu 2. VlSIR VIÐTfiL VIÐ GISLA JONSSON: 'ÍA. .. n Sútun fiskpoða er fpamtídar atvinnuvegup. Verður verksmiðja reist á Bíldudal? Vísir hitti Gísla Jónsson útgerðarmann að máli nýlega, og bar þá m. a. á góma dvöl hans i Danmörku, en svo sem kunn- ugt er dvaldi hann á Norðurlöndum frá 3.. apríl s. 1. til 21. júli, er lagt var af stað áleiðis hingað heim til íslands. Vísir hafði hlerað að Gísli hefði ekki setið auðum höndum meðan hann dvaldi erlendis, og' hefði í huga að beita sér fyrir nýjum fram- kvæmdum á sviði atvinnumálanna. Inti tíðindamaður Visis Gísla eftir þessu og skýrði hann þá þannig frá: Eitt af erindum minum til út. landa í vetur var það að kynn- ast nýrri iðngrein, sem í því er fólgin að súta fiskroð, sem nú er farið að gera í ýmsum lönd- um og sem náðst hefir í mjög góður árangur. Þegar Danmörk var tekin 9. apríl var eg að eins byrjaður á undirbúningi þessa máls, en mér varð það skjótt Ijóst, að hér var um svo þýðing- armilda atvinnugrein að ræða fyrir ísland, að eg taldi það þess vert að rannsaka málið til fulls, þótt það hinsvegar hlyti að tefja för mína heim, sem annars var ákveðin með Eddu yfir ítaliu í byrjun maímánaðar. Á nokkurum undanförnum árum liafa danskir vísindamenn unnið að því að súta allskonar fiskroð, en vegna lmáefnaskorts orðið sérstaklega að nota lcola- roð og steinbítsroð. Að öðru leyti hafa þeir gert tilraunir með margar aðrgr tegundir, þ. á. m. hákarlsskráp. Hefir þegar verið reist verksmiðja úti á Jót- landi, sem eingöngu vinnur að þessum iðnaði, og liefir henni tekist að afla framleiðslu sinni slíks trausts, að hún gelur á engan hátt uppfylt eftirspurn- ina. Fékk eg leyfi til þess að skoða alla verksmiðjuna og náði samningum við eigend- urna um að mega nota aðferð þeirra, til jiess að súta fiskroð á íslandi, bæði fyrir innlendan og útlendan markað.“ Er ekki mikill stofnkostnað- ur þessu samfara? „Stofnkostnaðurinn fer að sjálfsögðu eftir afköstum verk- smiðjunnar, en í samráði við sérfræðingana dönsku hallaðist eg að því að ekki væri ráðlegt að reisa stærri verksmiðju fyrst um sinn en svo, að hún gæti sútað 5000 ferfet á viku, með S stunda vinnudegi, eða tvöfalt það magn, ef unnið væri í 16 tíma. Myndi slík verksmiðja kosta nú um 100 þús. íslenskar krónur, með húsum og vélurn. Miðað við það verð, sem fengist hefir á súluðum steinbítsroðum, en það eru þau roð, sem eg myndi leggja mesta áherslu á í byrjun, ætti ársframleiðslan að nema Um 500 þús. krónum, og yrði langsamlega mesti lilutinn af þessari fjárhæð greiddur fyr- ir liráefni og vinnu í landinu, en sáralítil upphæð færi fyrir er- lendar nauðsynjar til iðnaðar- ins.“ Myndi ekki verða erfitt að fá vélar eins og sakir standa? „Sumt af þessum vélum má smíða hér heima, en aðrar er hægt að kaupa frá Ameriku og Englandi, og er hægt að fá þær með mjög skömmum fyrirvara, þannig að engin vandkvæði væru á því að koma upp verk- smiðjunni þegar á þessu ári.“ Teljið þér steinbítsroðin heppilegust til sútunar? „Nei. Flest önnur roð eru jafnheppileg, eins og þér sjáið á þassum sýnishornum, og þó einkum og sér í lagi hákarls- skrápurinn, sem er mjög lieppi- legur til húsgagnagerðar, bif- reiða og flugvéla og annara far- artækja. Þá mætti gera karfaroð mjög verðmæt og einnig fá tölu- verða sölu í keiluroðum, löngu- roðum og sköluroðum. Eins og þér sjáið hefi eg látið gera kven- skó og tösku úr steinbítsroði, og vona eg að þér séuð mér sam- mála um að engri konu sé van- sæmd að bera þessa hluti, enda er þelta hæsta tíska á megin- landi Evrópu.“ Tíðindamaður Vísis virti fyrir sér gripina og roðin, og gat ekki annað séð, en að þau væru frá- Sútaður keppur. Sútuð gorvömb. Sútað þorskroð. vne-te! ujíSI,rlöíf*ú Taska úr steinbítsroði. Skór úr steinbítsroði. GÍSLI JÓNSSON. bær að úthti, og svo voru roðin sterk að þau virtust ekki gefa skinni eftir, og á það ekki livað síst við um hákarlsskrápinn, sem var þykkur eins og nauts- húð, en þó mög áferðarfallegur. Hugsið þér yður að ráðast í byggingu þessarar verksmiðju? spyr tíðindamaðui’inn. „Eg hefi þegar hafið allan uildirbúning að þessum fram- kvæmdum, og mun strax að fengnu leyfi innflutnings- og gjaldeyrisnefndar hefjast handa um kaup á efni og vélum, og er það von mín að verksmiðjan geti tekið til starfa í byrjun næsta árs.“ Hvar hugsið þér yður að byggja verksmiðjuna? „Verksmiðjan verður reist á Bíldudal, m. a. vegna þess, að þar er fyrir fiskimjölsverk- smiðja, niðursuðuverksmiðja og frystilms, þannig að það verður enn auðveldara fyrir mig að afla mér hráefnis í sambandi við þau fyrirtæki.“ Teljið þér að fást muni nægj- anlegt hráefni á Bíldudal? „Já, í sambandi við flökun og frystingu á steinbjt til útflutn- ings og ennfremur í sambandi við fiskimjölsverksmiðjuna, er unt að greiða sjómönnum svo mikið fyrir steinbít, sem áður hefir verið fleygt, þegar hægt er að notfæra sér roðið, að stein- bítsveiði ætti að verða eins arð- vænlegur atvinnuvegur og hver önnur fiskveiði. Nú sem stendur er roðinu fleygt, en það verður að takast af hvort sem er þegar fiskurinn er flakaður. Með því að verka roðin á ákveðinn hátt má geyma þau alt árið, og getur verksmiðan því unnið jafnt vet- Ur, sumar, vor og haust, og með því fiskimagni, sem til Bíldudals berst hefir verksmiðjan yfir- fljólandi verkefni. Eg held enn- fremur að með því að súta há- karlsskrápinn, megi endurreisa að nýju hinar fornu hákarla- veiðar, sem íslendingar eru nú að leggja niður, með því að verð- mæti skrápsins og búksins í fiskimjöl er öllu meira, en verð- mæti lifrarinnar, sem ein hefir verið hirt hingað til.“ Má ekki súta allskonar skinn í slíkri verksmiðju? „Jú, en eg hefi ekki í liyggju að fara inn á þá braut nema að því leyti, sem lýtur að þvi að ryðja nýjar leiðir. Eins og þér sjáið hór á sýnishornunUm, er hægt að gera hin fegurstu „skinn“ úr gorvömbum og keppum, og er afar mikil eftir- spurn eftir þeirri vöru, en við ís- lendingar höfum áður notað slíkar vörutegundir einungis til fæðu. Hefi eg hugsað mér að gera tilraunir til framleiðslu á þessari vöru og styrkja þannig bændur til nýrrar tekjuöflunar, sem vel getur um munað í fram- tíðinni. Yfirleitt er unt að súta hvaða skinn og roðtegundir sem er, m. a. t. d. grásleppuhvelju, sem mjög er farið að nota í kventöskur. Það tíðkast nú einn- ig' erlendis að þurka og súta fiskugga, sem notaðir eru til skrauts á kápur og hatta, og það er einnig hægt að gera í þessari verksmiðju.“ Myndi þetta fyrirtæki veita mikla atvinnu? „Auk þeirra sjómanna, sem atvinnu hefðu af að afla hráefn- is, myndi verksmiðan sjálf þurfa að liafa um 40 fasta starfs- menn alt árið í kring, auk ýmsr- ar annarar lausavinnu, sem yrði í sambandi við reksturinn.“ Teljið þér að slikur rekstur eigi sér örugga framtið? „Einmitt vegna þess er mér svo mikið áhugamál að koma þessu í framkvæmd. Eg lít svo á, að við Islendingar megum ekki tapa sjónum af því, sem telja má öruggan atvinnurekst- ur, einnig eftir strið, og löngu eftir að friður yrði saminn, yrði eftirspurn eftir slíkri vöru, m. a. vegna þess að leðurframleiðslan fer hraðminkandi í ófriðarlönd- unum vegna minkandi dýra- stofns, og hvert ferfet af roði, unnið, verður ávalt miklu ódýr- ara en dýraskinn. Væri æskilegt að íslendingar legðu á það meg- ináherslu einmitF nú að ryðja nýjar brautir á sem flestum sviðum 'og þá einkum i öllu þvi, sem að útflutningi lýtur.“ • íslenska þjóðin hefir sannar- lega ástæðu til að gleðjast yfir því, að hún skuli eiga jafn djarf- huga og ótrauða athafnamenn eins og Gísla Jónsson. Sjálfur hefir hann rutt sér brautina til fjár og frama, og notar þekk- ingu sína og aðstöðu til þess að ryðja nýjar brautir á sviði at- hafnalífsins. Þrátt fyrir alla erf- iðleika og misjafnan skilning hefir honum tekist að rétta við hag Bíldudals að nýju, og liklegt er að sútunarverksmiðja sú, er liann liefir í hyggju að reisa, verði enn einn áfangi á þeirri leið að koma þar upp blómlegu atvinnulífi. Verksmiðja þessi hefir stórkostlega fjárhags þýð- ingu fyrir þjóðina í heild, niéö því að liér eru möguleikar rnikl- ir fyrir nýjan útflutning afurða, sem einskisvirði hafa verið og grotnað hafa niður. Sú var tíðin að kasta varð í sjó- inn miklurn- verðmætum með því að fiskúrgangur var eklci nytjaður. Allir skilja nú hvert þjóðartjón það var. Sama má segja um roðin, sem nú er ekki hirt um að nytja. Þess er að vænta að íslensk stjórnarvöld sýni fullan skilning á þessari lofsverðu viðleitni Gísla Jónssonar, þannig að brautryðjandastarf hans megi ná fullum árangri. Kann þá svo að fara að miklum verðmætum verði bjargað frá glötun og ó- þektir möguleikar opnist á ýms- um sviðum, t. d. hvað hákarla- veiðar snertir eins og Gísli Jóns- son bendir á í grein sinni. Leiðrétting. Vegna misheyrnar í síma misrit- aðist i gær föðurnafn Ásbjarnar Pálssonar sjómanns, er var'B 60 ára í gær. Stóð Hallsson, en átti að vera Pálsson. Tónlistarfélagið hefir sótt um leýfi til hæjarráðs til reksturs kvikmyndahúss. Engin ákvörðun hefir verið tekin í málinu. Skriftarkensla. Frú Guðrún Geirsdóttir ætlar að halda skriftarnámskeið, áður en skólar hefjast. Sjá augl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.