Vísir - 03.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristj án Guðlaug Skrlfstofur: sson
Félagspi ¦entsmiðjan (3. hæð).
Ritstjórí \
Bíaðamenn Sími:
Auglýsingar , 1660
Gjaldker; S Hnur
Afgreiðsla j
30. ár.
Reykjavík, þriðjudaginn 3. september 1940.
202. tbl.
Fimta herdeildin að
verki í Rúmeníu
Hún heíir náð ýmsum símastöðvum á
vald sitt — Ungverska herliðið heldur
sig rétt innan við landamærin.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
1~J\ rá Clui (Klausenburg) berast þær fregnir í morgun, að til alvarlegra óeirða hafi
i komið í Oradeamara (Grosswardein) í Transylvaníu, sem er borg með ca.
70 þúsund íbúum. Höf ðu þar nokkurir Ungverjasinnaðir, eða m. ö. o. „fimtu-
herdeildarmenn" ráðist inn í símastöðina og tekið hana á vald sitt. Rúmenskt herlið
hóf umsátur um húsið, og eftir nokkura viðureign tókst því að ná húsinu á sitt vald að
nýju, án þess að verulegt manntjón yrði, ognægðiaðbeitabyssustingjumí viðureign-
inni, er f imtu herdeildarmennirnir voru hraktir þaðan á brott.
í fréttum f rá Clui er lögð sérstök áhersla á það, að ekkert ungverskt herlið haf i kom-
ið til Oradeamara, heldur hafi hér að eins fimtu herdeildarmenn verið að verki, sem
hafi viljað reka erindi Ungverja, og hafi brotist inn í borgina og símastöðina, svo sem
að of an greinir.
l>ú er það ennfremur tekið fram að í öðrum borgum í Tran-
sylvaníu, þar sem til óeirða hafi komið, hafi fimta herdeildin
verið ein að verki, en ungverskt herlið haldi sig rétt innan við
landamærin, og muni halda þar kyrru fyrir, þar til 5. september,
er afhending landsins skal hef jast.
Talið er líklegt að símastöðvar í borgunum Satubmare og
Szighet, séu enn á valdi manna úr f imtu herdeildinni, sem haf i
tekist að ná þeim á vald sitt. Virðast fregnir þær, sem borist
hafa í morgun, benda eindregið í þá átt, að ekki sé um neinar
landamæraskærur eða átök að ræða milli Ungvera og Rúmena,
heldur séu óeirðir eingöngu innbyrðis milli hinna ýmsu flokka
í Rúmeníu.
Carol Rúmenakonungur.
Ctöðugt berast nýjar fregn-
ir um öeirðir í Búmeníu.
í gær fregnaðist að 10.000 meun
hefði komið saman í Kronstadt
og mótmælt því að Transylvania
væri látin af hrndi. Þarna heí'ir
verið boðaður mötmælafundur
næstkomandi sunnudag. Ung-
verskt herlið hefir farið yfir
landamærin á nokkrum stöðum
og er það fyr en ráð var fyrir
gert og bera Ungverjar því við
að Ungverjar í Transylvaniu
hafi sætt ofsóknum. Víða hefir
komið til óeirða. í einni landa-
mæraborg voru 91ögregluþjónar
drepnir. í öðrum borgum voru
hakakrossfánar rifnir i tætlur.
1 Bukarest er strangur hervörð-
nr við konungshöllina og bryn-
varðar bifreiðar eru stöðugt á
f erð um göturnar. Hervörður er
við bústaði þýska og ítalska ræð-
ismannsins. Þrátt fyrir allar
þessar varúðarráðstafanir hefir
ekki komist á kyrð í borginni. —
Meiri er þó ólgan í Transylvan
iu. Á einum stað söfnuðust 30
þús. bændur saman og heit-
strengdu að láta ekki ferþuml-
ung lands af hendi.
Eitt af helstu blöðunum í
Bukarest ásakar harðlega þá,
sem „gáfust upp án þess hleypt
væri af einu skoti". Tveir Járn-
varðliðsmenn báðir kunnir leið-
togar, hafa verið handteknir.
Annar þeirra er fyrrverandi ráð-
herra. 280 menn hafa verið
handteknir siðan er innanríkis-
ráðherrann fyrirskipaði, að tek-
ið yrði hart á því, ef stofnað
væri til óéirða.
Amerískur fréttaritari skýrir
frá því í dag að tvær þýskar
vélahersevitir séu komnar að
landamærum Ungverjalands og
Búmena, og séu Þjóðverjar
þannig við því búnir að grípa inn
í, ef nauðsyn krefur, enda séu ö-
eirðirnar miklum mun alvar-
legri, en þeir vilja vera láta út á
við.
Þoka yfir Bretlandi torveld-
ar varnarráðstafanir.
Loftárásum stöðugt haldið áíram, en iítið
tjón á „hernaöarlega mikilvægum stöðum".
Þjóðverjar halda stöðugt áfram Ioftárásum sínum
á Bretland, og beindust nú árásir þeirra að London og
úthverfum hennar. Var allmörgum sprengjum varpað
niður í úthverf unum í nótt og í morgun, enda mátti heita
að um óslitna árás væri að ræða í f jórar stundir og tutt-
ugu mínútur.
Árásinni var að, þessu sinni þannig hagað að þýskar flugvélar
flugu inn yfir úthverfin ein og ein, en ekki í hópum, og vörpuðu
niður sprengjum sínum. Var þyngstu sprengjum þannig varpað
niður, að minsta kosti, í fimm úthverfi Lundúnaborgar, meðan
á Ioftárásinni stóð, en engin tíðindi hafa enn sem komið er bor-
ist nm verulegt tjón af völdum árása þessara.
Sjónarvottar, sem héldu sig
aðallega uppi á húsþökum,
töldu tuttugu og níu sprenging-
ar, sem urðu í úthverfum, en
sumir telja að f leiri sprengingar
hafi orðið, og hafi þær allar ein-
göngu staf að af sprengjum, sem
varpað hafa verið niður, en ekki
af hinu að sprengingar haf i orð-
ið í verksmiðjum vegna árás-
anna.
Þoka var á og skygni til lofts-
ins mjög slæmt, og notuðu hinir
þýsku f lugmenn sér þetta. Flugu
þeir í svo mikilli hæð að erfitt
var að finna flugvélarstöðuna
með sjálfvirkum tækjum og
skothríð ur loftvarnabyssum því
þýðingarlítil.
Ljóskastarar komu einnig að
sáralitlum notum vegna þoku-
shýjanna, og urðu breskar flug-
vélar, sem réðust gegn hinum
þýsku flugsveitum að heyja við
þær orustur í þokuskýjum, án
þess að sjá þær, en hin s jálf virku
miðunartæki flugvélanna komu
þar að góðum notum.
I mprgun hafa borist um það
fregnir til Lundúna að sjö aðrar
breskar borgir hafi orðið fyrir
loftárásum. Er þar um að ræða
fjórar borgir í suðaustur Eng-
landi, eina á Midlands og tvær í
suðvestur Englandi.
Opinberlega hefir verið til-
kynt í morgun, að í gær hafi að
minsta kosti verið skotnar nið-
ur 42 þýskar flugvélar, í loft-
árásum þeim, sem gerðar voru,
þrátt fyrir hina erfiðu aðstöðu
breskra flugmanna, en talið, er
að Bretar hafi mist 13 flugvélar
í gær.
í gær höguðu Þjóðverjar árás-
um sínum með alt öðru móti en
í nótt og í morgun. Komu þá
þéttar fylkingar, er flugu í mis-
jafnri hæð, og notuðu sér mjög
af því hve vont skygni var
vegna þokunnar. Vörpuðu þær
sprengjum yfir margar borgir í
Bretlandi, og ollu allverulegu
tjóni á húsum og mannvirkjum,
en talið er að litlar skemdir haf i
orðið á hernaðarlega mikilvæg-
um stöðum.
AVRO-AUSON-sprengjuflugvélar eru hér á myidinni og eru þær á leið til Þýskalands. Þessar
flugvélar eru lika mikið notaðar i rannsókna- og njósnaferðir.
íslendingarnir verða í
varðhaldi í Bretlandi
til stríðsloka.
Þeir era ekki stríðsfangar, en
verða kafðir nndir eftirliti.
Yfirmaður upplýsingadeildar breska setuliðsins, Captain Wise, gaf í morgun
blaðamönnum skýrslu í stuttbylgjustöðvarmálinu sem verið hefir á döfinni
að undanförnu. Er rannsókn málsins lokið af hendi Breta og íslendingarnir
tveir haf a verið sendir áleiðis til Bretlands, þar sem þeir verða í haldi, þar til stríðinu
er lokið.
Mál þetta hófst á því að bresk hlustunarstöð, sem hér starfar heyrði sendingar, sem fram fóru
milli þýskrar stöðvar og íslenskrar. Var það þýska stöðin sem kallaði íslcnsku stöðina upp og notaði
kallmerki það, sem skráð er á nafn Sigurðar Finnbogasonar.
Byrjaði þýska stöðin á þvi
að spyrja, hvort héðan væri
nokkrar fréttir af striðinu og
svaraði íslenska stöðin. Kvaðst
sendandinn vona, að geta bráð-
lega sett sig aftur i samband
við Þýskaland. Bretar myndi
liklega flytja bráðlega og þá
myndi hann setja sig í sam-
band við þýsku stöðina. Að
lokum óskaði hann Þýskalandi
heilla í styrjöldinni yið Bret-
land.
Nú var það skoðun her-
stjórnarinnar, að þessi sending
hafi ekki verið njósnarstarf-
semi, heldur hafi hér verið um
hugsunarleysi að ræða hjá Is-
lendingnum. En þetta gat ver-
ið fyrsta skrefið til áframhald-
andi sambands við Þjóðverja,
því að þar eru allar amatör-
stöðvar undir eftirliti og eru
notaðar til þess að fá fréttir frá
öðrum löndum, er geti komið
Þjóðverjum í góðar þarfir.
Var Sigurður Finnbogason
þvi handtekinn, en um likt
leyti heyrðist útsendingarsónn
frá sendistöð á Akureyri, skrá-
settri á nafn Þórhalls Pálsson-
ar. Ekki mun hann þó hafa
haft neitt samband við erlend-
ar stöðvar.
Þótt þetta hafi verið brot á
íslenskum lögum, hjá þessum
mönnum, kom bresku her-
stjórninni það ekki við, heldur
gat það stofnað breska hern-
um hér í hættu, ef sambandinu
hefði verið haldið áfram.
Fyrsta útseridingin var alveg
hættulaus, en sú næsta hefði
getað ojrðið hættuleg, ef þar
hefði t. d. verið gefnir upp
staðir þeir, þar sem loftvarna-
byssum hefir verið komið fyrir.
í varúðarskyni hefði því
mennirnir verið sendir til Eng-
lands, en jafnframt var send
þangað skipun um að fara sér-
staklega vel með þá en ekki
eins og venjulega stríðsfanga.
Vildi herstjórnin ekki eiga
það á hættu, að þeir reyndu
að setja sig aftur i samband
við Þýskaland, ef þeir yrði
látnir lausir. Auk þess hefði
„5. herdeildin" getað, ef hún
vissi einhverjar sakir á þessa
menn, getað neytt þá til að
starfa fyrir sig.
Breska herstjórnin vill, sagði
Capt. Wise ennfremur, að
menn geri sér ljósa hættuna,
sem í því getur verið f ólgin, að
setja sig i samband við Þjóð-
verja. Samúð með Þjóðverjum
er látin afskiftalaus bg þarf
ekki að vera til tjóns.
Tíðindamaður Visis spurði,
hvernig varðhaldinu yrði hag-
að, og svaraði Capt. Wise því,
að þeir yrði hafðir í sérstök-
um fangabúðum, sem eru
venjulega stór sveitasetur, en
ekki tjaldbúðir. Þar eru t. d.
geymdir útlendingar frá Mið-
Evrópu og Englendingar lika,
og njóta þeir sem þar eru all-
mikils frjálsræðis. Er f arið bet-
ur með þá en aðra fanga.
Aðstandendur geta sent þeim
bréf og böggla burðargjalds-
frítt, og fangarnir fá að vera
úti með vegabréfum.
Að lokuhi sagði Capt. Wise,
að ef hér hefði verið um
njósnamál að ræða, þá myndi
hafa verið farið með það eins
og önnur mál af þvi tagi.
Visir hefir hérmeð skýrt frá
þessum málum, eins og þau
horfa við frá breskum sjónar-
hól.
Það er mjög leitt, að bresk-
um hernaðaryfirvöldum, skuli
hafa gefist ástæða til að blanda
sér í íslensk innanrikismál
á þann hátt sem hér greinir.
Mætti það verða öllum til að-
vörunar, með þvi að sist er það
liklegt til að bæta sambúðina
við Breta, að menn geri sér leik
að því að hafa i frammi athafn-
ir, sem i eðli sínu eru ekki að-
eins þjóðhættulegar, heldur
geta og stofnað hinum, bresku
hagsmunum í beina hættu.
Væri æskilegt að upplýsingar
fengjust um það opinberlega,
hver afskifti íslensk stjórnar-
völd hafa haft af þessu máli, og
þá einkum dómsmálaráðuneyt-
ið, en þess er ekki kostur að
sinni.
Hitt sýnist auðsætt, að auð-
velt hefði verið að einangra
þessa menn á tryggilegan hátt
hér á landi, án þess að þurft