Vísir - 12.09.1940, Blaðsíða 1
! Ritstjóri: Krístján Guðlaugsson
Skrifstofusr: Féfagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri S línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, fimtudaginn 12. september 1940.
210. tbl.
gerð loftvarnajrbyssa
kun í London.
<m i
Tjónið miklu minna í méíi^ eii
undanfarnar nætur.
Sigurvegasri
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
Loftvarnirnar í London voru með nokkuð öðrum hætti
í nótt en undanfarnar nætur. Vakti það athygli manna
að skothríðin var miklu ákafari og lét hærra en nokk-
Tiru sinni fyr. Er það upplýst að ný tegund loftvarnabyssa hafi
verið tekin í notkun, sem mun reynast þýsku flugvélunum
skeinuhættari, en þær sem áður voru notaðar.
Það vakti einnig athygli manna, að svo virtist, sem hik kæmi
á þýsku flugsveitirnar við skothríð þessa og mjög drægi úr
sókn þeirra. Hefir hér farið að spám sérfræðinga, sem látið hafa
það álit í ljós að Bretar myndu auðveldlega finna upp örugg
varnartæki gegn næturárásunum, er þeir hefðu kynst þeim
nokkuð.
Svo var hávaðinn mikill í loftvarnabyssunum að vart heyrð-
ist til árásarflugvélanna, sem sveimuðu yfir borginni. Eomu
þær ekki í stórhópum, en höguðu sókn sinni þannig að þær
dreifðu sér og flugu inn yfir borgina ein og ein, eða tvær saman.
Kúlunum úr loftvarnabyssunum og sprengjum óvinafIugsveit^
anna rigndi yfir borgina, en svo sem áður er getið lamaðist
sóknin mjög við hina óvæntu skothríð. Verkamenn fóru árla í
morgun um götur borgarinnar og söfnuðu saman kúlum og
sprengjubrotum, sem á strætunum lágu.
Flugsveitirnar þýsku beindu
að þessu sinni, eftir að loft-
varnaskothriðin var hafin, árás-
um sínum á úthverfi Lundúna,
en fáum sprengjum var varpað
niður yfir miðborgina, — miklu
færri en undanfarnar nætur.
Fréttaritarar United Press, sem
fóru snemma í morgun víða um
borgina, skýra svo frá að tjón
af árásum þessum hafí orðið
miklu minna en undanfarnar
nætur.
í gær mátti heita, að haldið
væri uppi stöðugum árásum á
London, og var þá varpajS
sprengjum, yfir ýms hverfi, sem
áður höfðu sloppið hjá árásun-
um. Var varpað niður mörgum
ikveikjusprengjum og kpm 'upp
eldur víða. í fyrri nótt voru
brunarnir svo miklir, að bálin
blöstu við gluggunum í Fleet
Street alla nóttina og Ijómuðu
þar alt upp. Sprengjum rigndi
einnig yfir Westend og ollu þær
þar verulegu tjóni. Er talið
að í gær hafi sprengjum enn
verið varpað á fæðingardeild,
en manntjón varð þar ekkert.
Konungur Bretlands og
drotning fóru í gær um Lund-
únaborg til þess að skoða
skemdir þær, sem orðið höfðu,
aðallega i Eastend. Meðan á
þeirri för stóð var ger loftárás
og leituðu konungshjónin niður
:í lof tvarnabyrgi undir Iögreglu-
stöð einni. Var þar f jöldi fyrir,
aðallega konur, sem hyltu kon-
ungshjónin og létu í ljós, að
þær óttuðust ekki árásir þær,
sem gerðar yrðu, en myndu
fyrir sitt leyti stuðla eftir mætti
að framhaldandi vörnum borg-
arinnar.
Konungshöllin, Buckingham
Palace, varð fyrir sprengju, og
brotnuðu súlur í höllinni og
skemdir urðu á henni aðrar.
Brotnuðu gluggar allir í norð-
urblið hallarinnar, en mann-
tjón varð ekkert, með þvi að
þjónustufólk alt hafði forðað
sér í tæka tíð. Var hér um tíma-
sprengju að ræða, sem sprakk
ekki fyr en alllöngu eftir að
henni hafði verið varpað niður.
Ræða Churchills.
Mr. Churchill, forsætisráð-
berra Breta, flutti ræðu í breska
útvarpinu í gær, og þótt hann
gerði sér góðar vonir um bar-
áttu Breta, lýsti hann ástand-
inu svo, að það hvatti sist til
ofmikillar bjartsýni. Hélt liann
því fram, að Þjóðverjar undir-
byggju innrás sína sem ákafast,
og mætti marka það af skipa-
ferðum þeim, sem þeir béldu
uppi i skjóli fallbyssa sinna á
Ermarsundsströnd Frakklands
alt suður til Brest og jafnvel til
Biskayaflóa., Stór skip og smá
halda um sundið í hundraðatali
og slíkum flota er ekki unt að
halda þannig til lengdar á
hættulegum stöðum, án þess að
til innrásar komi svo fljótt sem
unt er. Allmikill viðbúnaður er
einnig i Noregi og má vænta,
að einnig verði að verjast innrás
þaðan. Taldi Churchill líkindi
á því að innrás myndi þegar
verða reynd i næstu viku, — í
það minsta myndi hún verða
örlagarík.
Ghurehill hélt þvi fram, að
Þjóðverjum hefði algerlega
mishepnast að ná yfirráðunum
í lofti. Þeir hefði gert harða hríð
til þess, með árásum sínum á
flugstöðvar í Kent og öðrum
héruðum í nálægð London, en
mist 3 flugvélar móti hverri,
sem Bretar mistu, en 6 flug-
menn móti hverjum, sem féll af
liði Breta. Hann kvað engan
þurfa að ganga þess dulinn,
hversu hættulegur leikur þessi
væri — með þessu áframhaldi
væri þýski flugflotinn stórlam-
aður ef tir nokkrar vikur, en að
ætla sér að gera innrás í Bret-
land án þess að hafa yfirráðin í
lofti, væri stórhættulegt.
Churchill sagði, að ýmsum
getum mætti að því leiða hve-
nær innrásin yrði gerð, hvort
hún yrði gerð á England, Skot-
land eða írland eða öll löndin
samtímis, en livað sem öllum
getum liði, yrði menn að búast
við innrás og það mjög bráð-
lega.
Churchill ræddi varnir Bret-
lands og sagði, að Bretar hefði
nú i heimalandi sínu miklu betri
og fullkomnari her en nokkuru
sinni.
í lok ræðu sinnar sagði Chur-
chill, að menn í öðrum löndum
mætti vera þess fullvissir, að
breska þjóðin mundi sýna hug-
prýði og þrek í öllum raunum
— í þjáningunum mundi hún
öðlast þann styrk, sem leiddi
hana til sigurs, ekki að eins fyr-
ir hana sjálfa, heldur fyrir allar
þjóðir og framtíð þeirra.
Hvatti Churchill þjóðina til
baráttu og taldi góðar líkur á
endanlegum sigri Breta og
stuðningsþjóða þeirra. Fór
hann hörðum orðum um Hitler
og alt hans athæfi, sem hann
taldi að ætti fyrir sér að út-
mást, þannig að Evrópa yrði
bygð upp á nýjum og traustum
grundvelli.
Loftárásirnar.
Þjóðverjar héldu áfram loft-
árásum sínUm á Bretland i gær-
kveldi og fram eftir nóttu, og
var tilkynt í London kl. 11.30 i
gærkveldi, að 90 þýskar flugvél-
ar hefði verið skotnar niður, en
Bretar sögðust hafa mist 17.
Ekki voru öll kurl komin til
grafar, er þessi tilkynning var
birt. S. 1. mánudag biðu um
400 manns bana i London, en
1400 særðust, og i gærkvedi var
kunnugt, að í gær höfðu 18
menn beðið bana en 286 særst.
Mikill bluti þeirra, sem fórust i
fyrradag, höfðu safnast saman
í skóla einum, og var þetta fólk,
sem hafði áður orðið að flýja
heimili sín vegna loftárása.
Þjóðverjar hófu skothrið i
gær af hinum langdrægu fall-
byssum sínum við Doversund og
var skotið af þeim yfir sundið
með nokkuru millibili allan dag-
inn og var skothríðinni ekki lok-
ið seint í gærkveldi.
Karol konnagrur
á leio tíl Ameríku
London i morgun. United Press.
Samkvæmt fregn frá Lugano
lagði Karol konungur ásamt frú
Lupescu af stað frá Milano síð-
astliðinn þriðjudag og fóru um
Torino í gær. Ekld er vitað með
vissu hvert ferðinni er heitið, en
talið er sennilegast, að konung-
urinn muni legga leið sína um
Frakkland og Spán til Portu-
gals og þaðan til Ameriku.
JLoftárás
á Berlín.
London í morgun. United Press.
Loftárás var gerð á Berlín kl.
12,45 í nótt og enn önnur kl.
2,15. Var flogið yfir borgina í
þremur bylgjum og komust
tvær sveitirnar inn yfir hana
miðja.
Opinberlega er tilkynt í Ber-
lín, að íkveikjusprengjum hafi
verið varpað niður og hafi kom-
ið upp eldur í íbúðarhúsum í
nánd við miðsvæði borgarinn-
ar. Ennfremur hafi sprengjum
verið varpað niður í Tiergarten
og séu þar nokkrir smágígir.
Samkvæmt skeyti, sem barst
frá United Press seinni partinn
í gær var sprengjum varpað í
fyrrinótt yfir ríkisþingsbygg-
inguna, Brandenburger Thor og
hús rétt hjá aðsetri sendiherra
Bandaríkjanna, sem skemdist
þó ekki.
Berlínarfréttaritari Afton-
bladet i Stokkhólmi símar
blaði sínu, að hernaðarsérfræð-
ingar þar sé komnir á þá skoð-
un, að ekki sé mögulegt að
sigra Breta með loftflotanum
og árásum hans. Aðeins með
því að koma liði á land í stór-
um stíl verði þetta mögulegt.
nliriHi ÍBFli
íiisirstril.
segir Roosevelt
London í morgun. United Press.
Roosevelt hélt ræðu í gær í
verkalýðsfélagasambandinu, og
lét þar í ljós þá skoðun sína, að
hann teldi fráleitt, og til þess
myndi aldrei koma, að Banda-
ríkin háðu stríð utan Ameríku,
nema því aðeins að á þau væri
ráðist.
Við munum hvorki senda
landher, flota né Iofther til ann-
ara landa eða heimsálfa, til þess
að taka þar þátt í stríði, og mun
stefna mín í þeim málum verða
hin sama og er yfirlýst stefna
flokks míns. Bandaríkin munu
að sjálfsögðu gæta hagsmuna
sinna á hvern þann hátt, sem
henta þykir best, en það sam-
Walther von Reichenau, hers-
höfðingi nýtur nú meira álits
hjá Hitler, en nokkur annar
þýskur hershöfðingi. Hann
stjórnaði sókn Þjóðverja á
hendur Pólverjum og í vor
stjórnaði hann áttunda þýska
hernum, sem braust í gegnum
Maginot-línuna og til hafnar-
þorganna við Ermarsund.
Vélbátar hæfta
síldveiðum.
Fyrstu vélbátarnir komu af
síldveiðum til Vestmannaeyja
hinn 9. þ. m., og hafði veiðin
gengið mjög að óskum, enda
Iétu skipshafnir vel af.
Eru bátarnir nú sem óðast að
hætta veiðum. Dragnótaveiðar
hafa að vanda verið stundaðar
frá Eyjum, en hafa gengið treg-
lega, enda hafa gæftir yerið
mjög stirðar.
rýmist ekki hagsmunum vorum
né stefnu, að Bandaríkin blandi
sér með vopnavaldi í annara
þjóða deilur. Hinsvegar horfir
málið alt öðru vísi við, ef ráðist
verður á Bandaríkin. Þá mun
stjórn þeirra ekki hika við að
senda allan nauðsynlegan her-
afla til annara landa og heims-
álfa til þess að verja hlut sinn.
Bússar og Svíar hafa gert
með sér nýjan viðskiftasamn-
ing. Kaupa Rússar stál, vélar o.
fl. af Svíum, sem fá í staðinn
korn, olíu o. m. fl.
Samsæti Guðm.
ornssonar.
Svo sem getið var um í blað-
inu í gær, efndu vinir og sam^
starfsmenn Guðmundar Ás-
björnssonar til samsætis hon-
um til heiðurs, og komu menn
sarnan í Oddfellowhöllinni kl. 7
síðd.
Tómas Jónsson borgarritari
stjórnaði hófinu og ávarpaði
heiðursgestinn og samkomuna
með nokkrum orðum í upphafi.
Knud Zimsen fyrv. borgarstj.
flutti aðalræðuna fyrir minni
heiðursgestsins og skýrði í stór-
um dráttum frá ævi hans og
störfum. Frú Guðrún Guðlaugs-
dóttir flutti heiðursgestinum á-
varpsorð í bundnu máli, er birt-
ist hér i blaðinu i dag. Hjalti
Jónsson konsúll hélt skemtilega
ræðu, þar sem hann dró dæmi
úr sjómenskunni, og síra Bjarni
Jónsson vígslubiskup tók mjög
i sama streng, en færði fram
að lokum þakkarorð til Guð-
mundar af hálfu K.F.U.M. Hall-
grímur Benediktsson, formaður
verslunarráðsins, þakkaði Guð-
mundi unnin störf i þágu versl-
unarstéttarinnar, og Magnús
Jochumsson þakkaði störf hans
í þágu Oddfellowa. Haraldur
Guðmundsson tók til máls af
hálfu minni hlutans i bæjar-
stjórn, eins og hann orðaði það,
og lýsti forsetastörfum Guð-
mundar og sanngirni hans. Frú
Anna Zimsen flutti afm,ælis-
barninu þakkir frá Rebekku-
stúkunni og loks talaði prófess-
or Bjarni Benediktsson og lýsti
yfir þvi, að bæjarráð hefði sam-
þykt að fá góðan málara til að
gera mynd af Guðmundi, sem
skyldi geymd í salarkynnum
bæjarstjórnar.
Á milli ræðanna las borgar-
ritari upp skeyti og kveðjur,
sem borist höfðu og skiftu þau
hundruðum.
Borðum var hrundið kl. 11,
en því næst var dans stiginn
fram til kl. 4. Ávarpaði Eggert
Kristjánsson stórkaupm. þá af-
mælisbarnið, af hálfu kaup-
manna og þaklcaði unnin störf.
Guðmundur Ásbjörnsson á-
varpaði að lokum samkomuna
og þakkaði auðsýnda vináttu.
Fóí hófið að öllu leyti hið besta
fram.
ÞÝSKIR FANGAR. — Myndin hér að ofan sýnir þýska fanga í Bretlandi. Eru þeir geymdir þar
víða i fangabúðum, en auk þess hafa margir þeirra verið fluttir til Kanada.