Vísir - 13.09.1940, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Kristján Guðlaugsson
Skrifstofur:
Félagsprentsmiðjan (3. hæð).
Ritstjóri ¦
Blaðamenn Sími:
Auglýsingar 1660
Gjaldkeri 5 línur
Afgreiðsla
30. ár.
Reykjavík, föstudaginn 13. september 1940.
211. tbl.
löíias(3lsinin|ii!lnfirloi
Tvær árásir gerðar í morgun og hin síð-
aris er hófst kl. 8.30, stendur enn yfir-
Segir Frökkuni
fyrir vcrkum.
EINKASKEYTI frá United Press. London í morgun.
oftárásunum á London er stöðugt haldið áfram, og nú í morgun hafa þegar ver-
i-^J ið gerðar tvær árásir. Hófst hin fyrri kl. 6.30 og stóð alllengi yfir, en hin siðari
kl. 8.30 og er barist enn af kappi yfir Lundúnaborg og heyrist dynurinn frá
loftvarnabyssunum um alla borgina.
Þýsku flugsveitunum, sem lögðu af stað við birtingu í morgun, og stöðugt sækja
að suðaustur Englandi og London, hefir tekist að varpa niður miklu af sprengjum, —
mun meira en þeim hefir hingað til tekist í árásum sínum að degi til. Er þetta viður-
kent í London og ástæðan talin sú að mjög er lágskýjað og þvi erfiðara um varnir en
ella.
Breskar flugsveitir réðust þegar gegn hinum þýsku, er þær nálguðust ströndina, og
er nú barist yfir London og nágrenni borgarinnar. Er erfitt að fylgjast með þvi sem
gerist í lofti yfir borginni, en vitað er að allmargar flugvélar hafa þegar verð skotnar
niður.
Lundúnabúar sýna hina mestu rósemi þrátt fyrir hinar stöðugu árásir, sem gerðar
eru á borgina, og i morgun hélt fólkið ótrautt til vinnu sinnar þótt loftvarnamerki
væru gefin.
Þótt stórfeldar truflanir hafi orðið vegna hinna tíðu loftárása og borgararnir hafi
litla hvíld og lítinn svefn fengið, er varnarþróttur þeirra enn óbilaður, og er unnið
daga og nætur að björgunar- og hjálparstarfi.
Þjóðverjar varpa stöðugt niður allmiklu af íkveikjusprengj-
mm, og kom þannig í nótt upp eldur víða í íbúðar- og verslunar-
húsum, en talið er að slökkviliðinu hafi tekist að ráða fljótlega
niðurlögum eldsins, — áður en verulegt tjón hafi af honum leitt.
Þjóðverjar hafa þó af þessu, sem og ástandinu í London yfirleitt,
alt aðra sögu að segja. Telja þeir sig hafa unnið stórkostlegt
tjón á ýmsum hernaðarlega mikilvægum stöðum, svo sem olíu-
stöð í Port Victoria, Spitfireverksmiðjunum í Soulhamplon og
víðar.
Þjóðverjar telja ennfremur
að erlendir fréttaritarar skýri
svo frá, að ástandið í London
sé hið hörmulegasta. Öll umr
ferð megi heita stöðvuð og auð-
ar og mannlausar götur. íbú-
arnir, sem hafist mestan tíma
sólarhringsins við í loftvarnar-
byrgjum séu úrvinda af þreytu
og svefnleysi, og óskipulegur
flóttamannastraumur liggi
stöðugt frá borginni. Telja þeir
að lYz miljón manna hafi þeg-
ar flúið borgina, og geri nú.
stjórnin ráðstafanir til þess að
varna borgurunum að flýja.
Verslunarhverfið milli Guild-
hall St. Pauls liggi algerlega i
rústum og hafi eyðst af brun-
um. Umferð liggi að heita má
með öllu niðri millum ákveð-
inna borgarhluta, og stórkost-
legir erfiðleikar séu svo að
segja á öllum sviðum athafna-
lifsins. Vekja Þjóðverjar at-
hygli á þvi, að með því að yfir-
vinna London og eyðileggja þar
helstu mannvirld, hafi þeir stig-
ið drjúgt spor í þá átt að sigra
Breta. MikiII hluti útflutnings
og innflutningsverslunarinnar
fari um London, þar séu stærstu
vörugeymslur og afkastamestu
verksmiðjur Bretlands o. s. frv.
Það var tilkynt í London
snemma i morgun, að lof tárásir
liefði verið gerðar á London sið-
astliðna nótt, en þær hefði ekki
verið nándar nærri eins stór-
kostlegar og undangengnar
fimm árasir. I fyrsta skifti á
'tæpri viku fengu Lundúnabú-
\v góðan nætursvefn.
Sprengikúlum var varpað yf ir
London og fleiri staði, en það er
talið að manntjón og eigna hafi
verið mjög lítið í samanburði
við það, sem verið hef ir að und-
anförnu. Flugvélarnar flugu
mjög hátt og virðasl þýsku
flugmennirnir þegar hafa feng-
ið smjörþefinn af þvi hversu
hættulegar nýju loftvarnabyss-
urnar reynast. Er það viðurkent
jafnvel i þýskum fregnum þar
sem svo er að orði komist, að
byssukúlurnar hafi sprungið alt
í kringum f lugvélarnar og vald-
ið tjóni á sumum, þrátt fyrir
það, að þær voru i mikilli hæð.
Nokkur hús hrundu í tveimur
borgpm í Lancashire og i út-
hyerfum Lundúnaborgar s. 1.
nótt, en manntjón varð lítið.
Þýsk flugvél hrapaði niður á
götu i borg i Wales. Flugmað-
urinn var handtekinn.
Árás var gerð á skipaflota við
Skotland, en hún mishepnaðist
algerlega.
Tala þeirra, sem farist bafa af
völdum loftárása er stöðugt
minkandi. Kunnugt er, að 1175
manns hafa farist undangengna
5 daga, en 4823 særst, en mann-
tjónið minkar dag frá degi.
Þýsku birgðaskipi hefir verið
sökt við Frakklandsstrendur og
tvö önnur urðu f jTÍr skemdum.
Kviknaði i þeim báðum. ;—
Skotið var af vélbyssum á þýska
E-báta sem fylgdu skipunum.
Ógurleg sprenging
í dynamit-verksmiðju.
Einkaskeyti til Vísis.
London, i morgun.
Ógurleg sprenging varð í
Hercules verksmiðjunum i Ken-
ville, New Jersey í gær. — I
verksmiðju þessari er búið til
púður og dynamit fyrir her og
flota Bandaríkjanna.
Samkvæmt fregnum í gær-
kveldi hafa 50 menn farist, en
200 særst.
Dynkirnir heyrðust úr mikilli
f jarlægð og jarðhræringar varð
vart i 200 enskra mílna fjar-
lægð.
Nokkur hluti verksmiðjanna
gereyðilagðist.
Rússar hafa nýlega tilkynt
Þjóðverjum og ítölum, að þeir
vænti þess að framvegis verði
þeir hafðir með í ráðum, er ör-
lög Ðónárríkjanna verða á-
kveðin.
Krefjast þeir, að þeir verði
boðaðir til allra ráðstefna, sem
um þessi mál kunna að fjalla,
en svo sem menn muna gengu
ítalir og Þjóðverjar alveg fram
hjá Rússum er Vínarfundurinn
var haldinn.
Rússar ásaka Rúmena fyrir
uppvöðslusemi og yfirgang við
landamæraverði þeirra, en þar
virðist hafa komið til einhverra
átaka nú nýlega.
Nýlendur Hol-
lands geía Bret-
um 58 fiugvélar.
Einkaskeyti til Vísis.
London, í morgun.
Wilhelmina Hollandsdrotning
hefir afhent Georgi Bretakon-
ungi fjárhæð mikla til þess að
kaupa 40 Spitfire-flugvélar og
18 Lockheed-sprengjuflugvélar.
— Það eru Hollendingar í Hol-
lensku Austur-Asiu, sem hafa
gefið féð og afhent það drotn-
ingunni til fyrirgreiðslu.
Óeirðir í
Transylvaníu.
Samkvæmt síðustu fregnum,
sem borist hafa af hernámi
Transylvaníu, hefir komið til á-
rekstra millum Ungverja og
Rúmena, og voru tildrögin
þessi: í borg einni höfðu Ung-
verjar komið fyrir sigurboga,
ásamt myndum af Hitler,
Mussolini og Horthy ríkisstjóra
Ungverjalands, og var ætlunin
að uneverska herliðið héldi
Hitler skipaði Joachim von
Stiilpnagel, hershöfðingja i tíer-
foringjaráðinu, til að háfa eftir-
lit með þvi, að Frakkar fari að
öllu leyti eftir vopnahlésskil-
málunum. Stiilpnagel er því
hinn raunverulegi herra i þeim
hluta Frakklands, sem heyrir
undir stjórn Petains í Vichy. —
JLætur stjornin í
Vichy af völdum?
Samkvæmt fregnum, sem
borist hafa frá New York, eru
nú allar líkur á því að stjórnin
í Vichy muni hrökklast frá
völdum, með því að hún hefir
neitað að verða við nýjum
kröfum frá hendi Þjóðverja og
Itaía.
Kröfur þessar eru sagðar að
vera margskonar, en þó aðal-
lega þær, að Frakkar afhendi
vissar greinir matvæla til Þjóð-
verja, en ítalir krefjast hins-
vegar, að allar nýlendur Frakka
i Afríku verði afvopnaðar. Við
hvorugu þessu vill stjórnin
verða, og er því búist við að
Þjóðverjar og Italir muni her-
nema þann hluta Frakklands,
sem enn er í höndum stjórnar-
innar í Vichy og muni hún
hröklast frá völdum.
slendingar
luttir heim
yfir Petsamo
$auil»ykki beggja ófrioaraðila
liggur fyrir.
1 morgun barst sú f regn hingað til lands að fengið væri sam-
þykki beggja ófriðaraðila til þess að Islendingar þeir, sem er-
lendis dvelja, verði fluttir heim yfir Petsamo.
Svo sem kunnugt er höfðu Bretar áður gefið samþykki sitt
til þessa, en aftur mun hafa staðið á samþykki Þjóðverja. Er-
indreki íslands í Kaupmannahöfn hefir, í umboði ríkisstjórnar-
innar, haft mál þessi með höndum til úrlausnar og mun nú
endanlega frá þessu gengið.
Reynist f regnin rétt, — og ekki er ástæða til að ætla annað, —
mun ríkisstjornin þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess
að heimflutningurinn geti farið fram án tafar. Þótt íslendhtgar
þeir, sem erlendis dvelja, hafi engan skort liðið, og þeim hafi
verið séð fyrir nauðsynjum, hafa þeir sennilega flestir haft full-
an hug á því að komast heim.
Er mjög ánægjulegt að svo giftusamlega hefir úr þessu
raknað að lokum, og vonandi gengur alt að óskum úr þessu. —
Kommúnistar skora í gær
á stjórn Dagsbrúnar að
halda fund fyrir 9. sept.
Fáir verkamenn hafa skrifað undir þessa
áskorun.
Kommúnistar hafa beitt sér fyrir því undanfarna
daga að safna áskorunum til stjórnar Dagsbrúnar um
að liaída fund í félaginu, og voru plögg þessi afhent
stjórn félagsins í gær.
Einn af aðalmönnunum í stjórn
Frakklands nú er Adrien Mar-
quet. Hann var verklýðsleiðtogi
áður, og stofnaði 1933 „neo-
socialista"-flokk í Frakklandi.
Hann er nú aðalmaðurinn í
stjórn Petains, ásamt honum og
Pierre Laval.
þarna innreið sína. Þegar rúm-
ensku hersveitirnar fóru úr
boginni óku þær brynvörðum
vögnum á sigurbogann og lögðu
hann í rúst. Rúmenskir yfirfor-
ingjar tættu i sundur fána It-
ala, Þjóðverja og Ungverja og
tröðkuðu á þeim. Hefir þetta
leitt til árekstra, en ekki er vit-
að um manntjón.
153 menn hafa skrifað undir
skjalið, en af þeim er vitað að
85 menn eru félagsbundnir í
Dagsbrún, en hinir 68 eru ann-
aðhvort í öðrum verkalýðsfé-
lögum eða ófélagsbundnir og
sumir ófélagshæfir, t. d. Brynj-
ólfur Bjarnason, sem rekinn var
úr Dagsbrún fyrir óspektir á fé-
lagsfundum, og vankunnáttu i
Iiegðun.
Undirskriftaskjölin eru dags.
2. þ. m. og er skorað á stjórnina
að halda fund i „upphafi næstu
viku". Að sjálfsögðu getur
stjórnin ekki orðið við þeim til-
mælum, með þvi að fyrir hand-
vömm kommúnista og tregðu
Dagsbrúnarfélaga til undir-
skrifta, er sú vika liðin, sem tal-
ið er nauðsyn að halda fund i
samkv. skjalinu.
Mál þau, sem kommúnistar
vildu ræða eru: deilan við Höj-
gaard & Schultz, sem þegar er
leyst, sjóðþurðarmálið, sem
stjórnin fyrir sitt leyti hefir af-
greitt, og greiðsla vinnulauna,
sem stjórnin hefir enn til með-
ferðar.
Úr því að umræðuefni fund-
arins eru ekki önnur en þau,
sem að ofan greinir, og þegar
hafa verið leyst að nokkru eða
öllu, er engin ástæða til að ætla
að þessir verkamenn telji nú
vera nauðsyn á fundi, þótt þeir
teldu það 2. þ. m., er öll þessi
mál voru á döfinni, óleyst og ó-
afgreidd frá hendi stjórnarinn-
ar. Það þarf því nýja áskrif-
endasöfnun og ný mál til þess
að stjórn Dagsbrúnar sé skyld
til að halda fund, og að sjálf-
sögðu yrði sú áskorun að koma
Övenjnlega rdleg ndtt.
3 menn teknir flr nmferð,
Síðastliðin nótt mun hafa
verið einhver sú rólegasta um
alllangt skeið, var Vísi tjáð í
morgun þegar blaðið átti tal
við lögregluna.
Vegna ölvunar voru einir
3 — þrír — menn „teknir úr
umferð" og er það mjog lítið,
þegar þess er gætt, að tala
þeirra, sem settir hafa verið
inn fyrir ölvun, hefir stúnd-
um komist upp í 25—30 á
nóttu.
Vonandi er þessi nótt ekki
neitt „logn fyrir storminn"
um helgina, heldur að svona
haldi áfram framvegis, eða
helst að Ölvunin á almánna-
færi hverfi með öllu úr sög-
unni.
frá Dagsbrúnarmönnum einum,
en ekki ófélagshæfum komm-
únistum. j
Núverandi stjórn Dagsbrúnar
mun gæta hagsmuna félagsins
í hvivetna og gefa félagsmönn-
um um það nákvæma skýrslu á
sínum tíma, og gefst þá komm-
únistum vafalaust færi á að láta
ljós sitt skina.
Lúðrasveitin Svanur
leikur á Austurvelli i kvöld
kl. 9 ef veður leyfir, undir
stjórn Karl Ó. Runólfssonar.